Færslur

Þingvellir

Árni Björnsson þjóðháttafræðingur leiddi kvöldgöngu á Þingvöllum. Fræddi hann þátttakendur um, refsingar, aftökur og aftökustaði á þessum gamla þingastað.
Á LögbergiÍ útvarpsviðtali fyrr um daginn sagði hann m.a.: “Alþingi var á tímum nöturlegur staður. Þarna fóru fram refsingar. Skipta má refsingunum í tvennt; dauðrefsingar og aðrar líkamlegar refsingar sem ekki áttu að valda dauða.
Þingvellir; fyrst þarf að hafa í huga að fyrstu 300-400 árin voru engar opinberar refsingar, altso það var ekkert framkvæmdarvald til á þjóðveldistímanum. Það var ekki fyrrr en með komu Noregskonunga að refsingar urðu til. Sýslumenn framkvæmdu refsingarnar í fyrstu. Eftir Siðaskiptin jukust refsingar til muna.
Með því að beina refsingunum inn á Þingvöll var framkvæmdarvaldið að taka þær frá sýslumönnunum. Þegar kom fram á 17. öld var sýslumönnum ekki leyft að framkvæma aftökur. Þær urðu að fara fyrir Lögréttu.
Fjórar tegundir af dauðarefsingum voru; drekking, henging, hálshögg og brenna. Flestar voru aftökurnar á 17. og 18. öld. Konum var drekkt, þjófar hengdir, morðingar hálshöggnir og meintir galdramenn voru brenndir.
Menn voru húðstrýktir og einnig eru dæmi um að menn voru dæmdir til að slá sig upp á munninn. Í Alþingisbókum kemur fram dæmi að Jón Hreggviðsson hafi verið dæmdur til að “slá sig upp á munninn”. Jafnan voru menn dæmdir til refsingar, gjarnan aflimunar eða marðir, á þeim líkamsstöðum er afbrotið var framið með. Skrif gegn heilagri þrenningu kostaði einn mann t.d. þrjá fingur.
Ekki voru til atvinnuböðlar heldur voru gamalmenni, sem varla gátu valdið öxinni, eða brotamenn látnir hálshöggva. Hinir síðarnefndi gátu þannig fengið aflétt hluta refsinga sinna. Þá beit öxin ekki alltaf eins og skyldi og þurfti því stundum fleiri högg en æskilegt var.
Refsingar hér á landi voru yfirleitt vægari en víða erlendis. Hér var t.d. ekki raktar garnir úr mönnum í eiginlegum skilningi eða þeir grafnir lifandi. Hægt var að dæma menn á hjól og steglu (stöng). Eitt dæmi er um slíkt hé rá landi, en ekki var hægt að framkvæma dóminn því þegar til átti að taka fannst ekkert hjólið. Við þá refsingu voru með bundnir á hlól og útlimir brotnir. Tækjaleysi háði því refsiframkvæmd hér.”
Við DrekkingarhylAftökur á Þingvöllum voru 70-80 á 180 ára tímabili. Síðasta aftakan á Þingvöllum fór fram 1878. Síðasta brennan í Brennugjá varð þó 1685. Heimildir eru um að 15 hafi verið hengdir í Gálgaklettum í Stekkjargjá. Frá 1602 voru 30 hálshöggnir á Höggstokkseyri. Frá 1618 var 18 konum drekkt í Drekkingarhyl.
Gengið var á framangreinda staði með viðkomu á Lögbergi. Þar sagði Árni að jafnan hefði verið talið að Lögberg hefði verið í brekkunni austan við gjána, en líklegra hefði verið að almenningur hafi dvalið í Almannagjá. Sýndi hann stall (ræðustól) góðan austan í gjánni og mun ræðumenn skv. því hafa talað að gjáveggnum háa að vestanverðu. Þar undir er gróinn brekka, hin ágætustu sæti og skjólgóð.
Drekkingarhyl sagði Árni hafa verið breytt með vegagerðinni um gjána. Sprengt hafi verið í gjávegginn austanverðan og stallur sá, sem konunum hefði verið varpað fram af í poka, hefði þannig verið eyðilagður, auk þess fyllt hefði verið í hluta hylsins.
Á skiltum við Drekkingarhyl má m.a. lesa eftirfarandi fróðleik: “Til forna var drekking þekkt aftökuaðferð víða um heim. Sakamönnum var drekkt í fenjum og mýrum en einnig í ferskvatni eða í sjó. Á Íslandi voru lagaheimildir til fyrir drekkingum frá 1281 en ekki er getið um það í heimildum að drekkingum hafi veið beitt fyrr en eftir siðaskiptin.
Á þingvöllum var konum drekkt í Drekkingarhyl en vitað er um eina konu sem drekkt var í Öxará fyrir neðan Lögréttu. Ekki hafa varðveist áreiðanlegar lýsingar af drekkingum á Þingvöllum en sagnir erum um að konur hafi verið settar í poka, ýtt út í hylinn og haldið þar niðri.
Mörg önnur örnefni á Þingvöllum minna á harðar refsingar á Alþingi, Gálgaklettar og Gálgi eru örnefni sem lifa í Stekkjargjá við alfaraleið um Langastíg. Þjófar voru álitnir hinir fyrirlitslegu brotamenn og þeirra beið gálginn. Menn voru hálshöggnir á Höggstokksmýri sem sumir tekja að hafi verið hólmi í Öxará. Brennugjá liggur vestan Flosagjár og ber nafn hennar vitni galdarbrennum á síðari hluta 17. aldar. Á Kagahólma í Öxará er líklegt að sakamenn hafi verið hýddir og brennimerktir.”
GálgarUm Stóradóm segir:
“Eftir lögfestingu Stóradóms árið 1564 var hert mjög á líkamlegum refsingum á brotamönnum á Íslandi. Stóridómur fjallaði um viðurlög gegn frændsemis- og sifjaspellsbrotum, hórdómi og frillulífi. Við gildistöku dómsins árið eftir færðist dómsvald í slíkum siðferðismálum frá kirkjunni til veraldlegra yfirvalda.
Á 16. og 17. öld var ráðamönnum mikið í mun að refsa fyrir afbrot og syndir almennings, meðal annar tila ð koma í veg fyrir hræðilega reiði Guðs sem talin var geta beinst að samfélaginu ölli um leið og hið illa var æst upp með brotunum. Yfirvöld í Evrópu höfðu slíkar hugmyndir. Aftökum var samt einnig ætlað að koma í veg fyrir afbrot annarra ekki síður en nú til dags enda vöktu þær mikla athygli.
Fyrir vægari brot voru innheimtar sektir sem gengu til konungs og sýslumanna eða mönnum var refsað líkamlega, t.d. með hýðingu. Fyrir alvarlegstu frændsemi og sifjaspellsbrot voru menn ýmst hengdir eða þeim drekkt.”
Hökkstosskeyri er eyri við Öxará, beint austur af brúnni. Árni sagði ekki vitað nákvæmlega hvar höggstokkurinn (drumburinn) hafi verið á eyjunni, en líklega hefði hann verið færður til eftir aðstæðum. Árni taldi Kagahólma hafa verið annan hólmann vestan árinnar, handan Höggstokkseyrar.
StekkurBrennugjá er austan Höggstokkseyrar. Brennustæðið sjálft fór undir veg er hann var lagður þarna að Þingvallabænum á fyrri hluta síðustu aldar. Í Brennugjá hafa fundist mannabein, líkt og víða annars staðar í gjám, sprungum og gjótum. Líklegt er að líkamsleifar hinna 80 aftekinna hafi verið komið fyrir á þessum stöðum víðs vegar um svæðið.
Í Stekkjargjá er hlaðinn stekkur eða kví. Norðan við hana er klettadrangur. Þar staðnæmdist Árni og benti á Gálgakletta. Tveir staðir í gjánni eru sagðir koma til greina; hinn norðar í henni austanverðri, en þar hefði verið erfiaðra um vik, enda miklu mun hærra klof. Langistígur liggur við Klettana. Árni sagði að líklega hefði langtré (gálganum) verið komið fyrir milli gjárveggsins og klettsstandsins. Yfir100 gálga-örnefni eru til á landinu.
Bent var á að landshagir á Þingvöllum hafi breyst talsvert á umliðnum öldum og því bæri að skoða sögulega staði með hliðsjón af því. Verst er þó að hugsunarlaus eyðilegging hafi orðið svo síðla af mannavöldum á svo sögufrægum stöðum er að framan greinir. Þá kom á óvart að einungis einn staðanna er merktur svo ganga megi að honum vísum.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst.
Brennugjá