Færslur

Gálgaklettar

“Á allmörgum stöðum nálægt Reykjavík voru menn teknir af lífi. Um þetta eru bæði til munnmæli og ritaðar heimildir.
Í thingvellir-drekkingarhylurHafnarfirði eru til Jófríðarstaðir, sem einnig hafa verið nefndir Ófriðarstaðir. Þar getur Árni Magnússon um Gálgatorfu, en engum sögum fer þó af aftökum. Bessastaðir voru langt fram eftir öldum geymslustaður fyrir hina verstu skálka og þar var algengt að menn væru teknir af lífi eftir fangavist. Árið 1634 var konu drekkt í torfgröf þar nærri. Í Gálgahrauni gegnt Bessastöðum eru Gálgaklettar, sem virðast bjóða upp á að gálgatré sé sett milli þeirra, en ekki munu þó skjalfestar heimildir um það. Þó er sagt frá þjófi sem hengdur var fyrir að stela smjöri suður af Bessastöðum og fleiri sagnir benda til þess að þar hafi nafngreindir menn verið líflátnir. Árbæjarmorðmálið varð frægt í sögum, þó að nú hafi þagnað þar um. Maður hét Sigurður og var Arason. Hann var ungur og ógiftur árið 1704, en bjó hjá móður sinni á hálfum Árbæ, en á hinum helmingnum bjó Sæmundur Þórarinsson með Steinunni konu sinni Guðmundsdóttur. Steinunn þessi fékk Sigurð Arason til þess að bana manni sínum. Þeir fóru saman að veiðum í Elliðaánum 21. september og Sæmundur fannst örendur undir Skötufossi næsta dag. Fljótlega kom upp kvittur um að Sigurður væri banamaðurinn og við yfirheyrslu játaði hann glæp sinn og síðar Steinunn líka. Sigurður var höggvinn skammt frá túngarði dómþingsins í Kópavogi, en Steinunni drekkt í læknum þar fyrir austan. Var svo höfuð Sigurðar sett á stöng við gröf hans. Þess má geta að árið 1988 fundust dysjar á þessum slóðum þegar leggja átti veg. Í þeim voru annars vegar bein konu sem sögð var í „óvenjulegri stellingu“ og giskuðu menn á að hún gæti hafa verið dysjuð í pokanum eftir drekkinguna, en hins vegar fannst beinagrind af karlmanni sem á vantaði höfuðið. Konu af Suðurnesjum sem launfætt hafði barn var varpað fyrir sjávarkletta eftir dóm í Kópavogi, en ekki eru þeir nánar staðsettir. Við Skerjafjörð er Hangahamar, en það kann að vera náttúrunafn.

Upp úr 1750 fækkaði aftökum mjög. Glæpamenn voru sendir til refsingar í Danmörku og nokkru síðar var reist glæsilegt fangelsi við Arnarhól í Reykjavík, sem nú hýsir galgaklettar-991ríkisstjórnarfundi. Á þessum árum hafði mannúðar-sjónarmiðum vaxið fiskur um hrygg, en íslenskum sýslumönnum líkaði illa að geta ekki hengt þjófa að fornum sið. Þrátt fyrir að konungur boðaði árið 1734 að ekki skyldi lengur taka menn af lífi fyrir þjófnað sniðgengu íslenskir valdsmenn þau fyrirmæli. Árið 1757 skrifuðu þeir undir bænaskjal til konungs um að mega halda áfram þessum gamla skikk, en voru ekki bænheyrðir. Sem fyrr var það sjónarmið ofan á að það horfði til sparnaðarauka að fá að hengja þjófa af sparnaðar- og hagkvæmnisástæðum, því að varðhald og flutningur til Danmerkur voru dýr.
Alþekktar eru frásagnir af hinni síðustu aftöku á Íslandi árið 1830, en nokkrum árum síðar var Sigurður Gottvinsson, sem sat af sér dóm í Kaupmannahöfn, hálshöggvinn. Hafði hann banað fangaverði. Fáir vita að dauðarefsing var í lögum á Íslandi miklu lengur og síðast var maður dæmdur til dauða hér á landi árið 1914, þó að refsingunni væri ekki framfylgt. Þá var kona dæmd til dauða fyrir morð, en hún var náðuð og refsingunni breytt í fangavist. Árið 1928 var dauðarefsing loks felld úr lögum á Íslandi.”

Heimild:
-Ský, 3. tbl. 1912, bls. 24-27.

Kópavogur

Þinghóll – dysjar.