Færslur

Ölfus

Svo skrifar Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi um örnefnið “Ölfus” eða “Álfsós” árið 1895:
Brynjulfur jonsson“Svo segir í Landnámu (V. 13.): »Álfr enn egðski stökk fyrir Haraldi konungi af Ögðum úr Noregi; hann fór til Íslands ok kom skipi sínu í ós þann, er við hann er kendr, ok Álfsós heitir; hann nam lönd fyrir utan Varmá ok bjó at Gnúpum«. Álfsós er hvergi nefndur nema á þessum eina stað; ekki væri unnt að vita hvaða ós það er, ef ekki stæði svo vel á,að þar er ekki um að villast. Álfr nam land »fyrir utan Varmá ok bjó at Gnúpum«. En rjett áður stendur: »Ormr nam land fyrir austan Varmá til Þverár, ok um Ingólfsfell alt ok bjó í Hvammi«. Það liggur opið fyrir, að landnám þessara manna er Ölfussveit, þó nafnið sje ekki nefnt. En þar er ekki, og hefir aldrei verið, nema um einn ós að ræða, er til sjávar liggur, það er útfall Ölfusár. Álfsós er því sama sem Ölfusár-ós.
En svo má fara lengra: Álfsós er sama sem Ölfusá sjálf að meðtöldu »Soginu«, sem nú heitir, allt upp að Þingvallavatni. Þangað hafa landnámsmenn kannað landið upp með ánni að vestanverðu. Þeir hafa álitið Sogið aðal-ána, því vestan frá sjeð sýnist Hvítá ekki öllu stærri þar sem þær koma saman. Og þeim hefir ekki þótt hún vera lengri en svo, að við hana ætti nafnið: ós; — en alkunnugt er að stutt á, sem rennur úr stöðuvatni, er venjulega kölluð: “ós”. Vatnið, sem þessi ós rann úr, hafa þeir svo kennt við hann og kallað það Álfsóssvatn. Það nafn hefir síðan breyzt í »Ölfusvatn«, bæði örnefnið eða nafn vatnsins, — sem síðar fjekk nafnið: Þingvallavatn, — og líka nafn bæjarins, sem nefndur hefir verið eftir vatninu; fyrst: at Álfsfssvatni, seinna: at Ölfusvatni. Og enn heitir hann Ölfusvatn.— Þetta eru að vísu tilgátur, en þær má styðja með talsverðum líkum.
Olfus-22Í Íslendingabók koma fyrir nöfnin: »Ölfossá« (= Ölfusá)…, »en þar Ingólfsfell fyrir vestan Ölfossá es hann lagþi sína eigo á síþan« (1. k.) og »Ölfossvatn « (= Ölfusvatn)…. »en þeir Gissorr foro unz qvámu í staþ þann í hjá Ölfossvatni es kallaþr es Vellankatla« (7. k.). Vellan- heitir enn við Þingvallavatn. Það eru uppsprettur, sem koma undan hrauninu við vatnið skammt fyrir vestan Hrafnagjá. Þar hjá liggur vegurinn og hefir altaf legið þar. Þann veg urðu þeir Gissur og Hjalti að fara. Um þann stað er því ekki að villast, og sjest þar af, að Þingvallavatn hefir heitið »Ölfossvatn« þá er þetta var ritað. Í Landnámu I. 6. stendur: »Ingólfr lét gera skála á Skálafelli, þaðan sá hann reyki við Ölfusvatn ok fann þar Karla«. Hvar það var við vatnið, sem Ingólfur fann Karla, er ekki hægt að ákveða; en í hug kemur manni bæjarnafnið Ölfusvatn. En það gerir ekkert til. Hitt er enginn vafi um, að vatnið, sem hjer er nefnt Ölfusvatn, er Þingvallavatn, eða hið sama, sem Íslendingabók nefnir Ölfossvatn. Ölfusvatn er yngri mynd sama nafnsins. En nú liggur beint við að spyrja: Hvernig stendur á þessura örnefnum: Ölfossá og Ölfossvatn eða Ölfusá og Ölfusvatn, ellegar á sveitarnafninu Ölfus, sem auðsjáanlega stendur í sambandi við þau? Menn vita það ógjörla. En svo er að sjá, sem menn hafa ætlað, þá er fram á aldirnar leið, að þessi nöfn væru leidd af mannsnafninu Ölvir. Því mun það vera, að margir seinni menn hafa ritað: »Ölves«, »Ölvesá«, Ölvesvatn«. En enginn hefir, svo jeg viti, reynt til að skýra nafnið Ölfus, nema hvað Dr. Guðbrandur Vigfússon víkur að því nokkrum orðum í riti sínu: Um tímatal í Íslendingasögum (Safn til sögu Íslands I.). Hann hneigist þar að myndinni: Ölves og virðist heimfæra það til Ölvis barnakarla, þar eð hann gefur öllum ættmönnum Ölvis, er hingað komu, ameiginlegt nafn og kallar þá »Ölvisinga«. Og svo segir hann (bls. 289): »Ölfusið mun bera nafn sitt af þessari ætt«. Þó bætir hann við: »getur vel verið, að það hafi heitið hérað á Ögðum, þaðan sem þeir voru«. Sjest af þessu, að hann var þó ekki ánægður með að leiða það af nafni Ölvis,— sem ekki var við að búast. Neðanmáls (á sömu bls.) segir hann: »Nafnið er óvanalega myndað (Ölves, líkt og Olfus-23Valdres), mun varla vera annað örnefni á Íslandi sem eins er myndað«.
Í sambandi við þetta nefnir hann Eirík ölfus, lendan mann í Súrnadal á Ögðum; en þar við setur hann »ölfús« í sveigum með spurningarmerki, og er það án efa rjett athugað, að viðurnefni Eiríks hefir verið: öl-fúss, þ. e. fús til öls (að drekka það og veita); stendur það því ekki í sambandi við örnefnið Ölfus, eða Ölves. Það var nú án efa hin eina skynsamlega skýring á nafninu Ölves, sem hægt var að koma fram með, að geta þess til, að það hjeti í höfuðið á samnefndu hjeraði erlendis. En af því ekki er hægt að styðja þá tilgátu með neinu, verður að sleppa henni. Og það er hvorttveggja, að ættmenn Ölvis barnakarls munu aldrei hafa verið kallaðir Ölvisingar til forna, enda námu þeir land í Hreppunum og ættbálkur þeirra dreifðist mest út þar um uppsveitirnar, sem ekki einu sinni eru í nágrenni við Ölfusið. Álfr, landnámsmaður í Ölfusi, var raunar af Ögðum; en það er engin sönnun fyrir því, að hann hafi verið af ætt Ölvis barnakarls.
Er líklegt, að þess hefði verið getið, olfus-24ef svo hefði verið, og því fremur ef hann hefði gefið hjeraðinu nafn eftir honum eða ætt hans, því Ölvir var svo kunnur og kynsæll maður, að höfundi (eða höfundum) Landnámu hefði naumast verið ókunnugt um það; og hann hefði þá ekki heldur sleppt að geta þess. En það þarf ekki að fjölyrða um þetta: Fornritin hafa »Ölfus« en ekki »Ölves«; og má undra, að Dr. Guðbr. minnist ekki á það. En vitanlega var það ekki tilgangur hans, að rannsaka þetta mál, hefir hann því farið fljótt yfir. Annars hefði hann að líkindum komizt að annari niðurstöðu.
Á hvorar myndirnar sem litið er: Ölfus, Ölfusá, Ölfusvatn eða Ölves, Ölvesá, Ölvesvatn, þá stendur það á sama: þær eru óíslenzkulegar og óskiljanlegar. Þær hljóta að vera aflagaðar úr öðrum eldri myndum. Það eru nú eldri myndir, sem standa í Íslendingabók: »Ölfossá« og »ölfossvatn«, en þar ber að sama brunni: ekki er heldur hægt að skilja þær, eins og þær eru. Þær hljóta líka að vera breyttar úr öðrum enn eldri. Eitthvert skiljanlegt orð og lagað eftir eðli íslenzkrar tungu hlýtur að liggja til grundvallar fyrir þeim öllum. Mjer hefir dottið í hug að það muni einmitt vera orðið Álfsós. Og þetta þykir mjer þvi líklegra, sem jeg hugsa lengur um það.
olfus-26Það er hægt að hugsa sjer og gera sjer skiljanleg öll þau breytingastig, sem orðið: Álfsós hefir gengið í gegnum, þangað til það var orðið að orðinu: Ölfus. Einna fyrst mun mega telja það, að eignarfalls s-ið í miðju orðsins hefir fallið burt, eins og mörg dæmi eru til í samsettum orðum, þar sem fyrri hlutinn er í eignarfalli. Mörg orð verða við það þægilegri í framburði og þar á meðal er Álfsós, það var þægilegra að bera fram: Álfós, og þá líka Álfóssvatn. Því hafa menn borið svo fram. Líkt stendur á t. d. með nöfnin: Álfhólar (=Álfshólar), Úlfdalir (=Úlfsdalir) og Úlfá (=Úlfsá), og fleiri mætti nefna. Þessi breyting mun hafa orðið mjög snemma. Það er jafnvel hugsanlegt, að strax þá er nafnið var gefið, hafi það verið Álfós. Satt er það, að í Landn. stendur: Álfsós. En þess er að gæta, að elztu frumrit hennar eru ekki til. Enginn veit, hvort í þeim hefir staðið Álfsós. Mjer þykir líklegra, að þar hafi staðið: Álfós, en seinni afritarar bætt ,s-inu inn í.

olfus-25

Þeir hafa fundið, að það átti þar heima, en ekki vitað, að orðið stóð í sambandi við orðið Ölfus. Svo mikið er víst, að þó orðið standi í upprunamynd sinni í Landn., þá hefir það verið búið að týna henni í daglegu máli löngu áður en Landn. var rituð, það sýna myndir þess í Íslendingabók. Er því eitt af tvennu: Annaðhvort hefir upprunamyndin, ásamt frásögninni um landnám Álfs, geymzt óbreytt í fjarlægum hjeruðum landsins, þar sem menn vissu ekki hvaða ós það var, sem nafnið bar, ellegar ritararnir hafa lagað orðið eftir mannsnafninu af skilningi sínum.
Menn vita það, að frameftir öldum voru hljóð þau, sem táknuð eru með d og ó, ekki eins skarplega aðgreind eins og á seinni öldum. Þá hefir t.d. Ólöf verið sama nafnið og Álöf (sbr. Álöf árbót og Ólöf árbót). Og þar sem í vísu Hallfreðar stendur (Ól. s. Tr. 256. kap.): »Vera kveðr öld ór eli Ólaf kominn stála«, þá sýnir bragarhátturinn, að Hallfreður hefir sagt: Álaf, en ekki Ólaf, og hefir það á þeim tíma staðið á sama. Eins hefir verið um nafnið Álfós; það hefir engu síður verið borið fram Ólfós. Og eftir því sem þessi hljóð aðgreindust hefir þess meira gætt að d-ið í ós tillíkti sjer a-ið í Álf, svo að Álfós varð algerlega að Ölfós í framburðinum.

olfus-27

Tilhneiging manna til, að gera orðin æ mýkri og linari í framburði, veldur óteljandi latmælum, sem gera daglega málið svo aðgæzluvert. Orðið Ölfós hefir einnig orðið fyrir því: hljóðin í því hafa styzt eða grennst í framburðinum, svo að úr Ölfós hefir orðið Ölfos. Og þá er svo var komið, bar það ekki lengur með sjer, hvað meint var með því: enginn vissi lengur, að merkingin var ós. Því varð nú ekki lengur komizt hjá, þá er um ána var rætt, að ákvarða merkinguna með því, að bæta d aftanvið. Við það fjekk »Ölfos« eignarfallsmerkingu og eignarfalls-s bættist þar við. Nafnið varð: Ölfossá — að sínu leyti eins og Ölfossvatn, sem breyttist að sama skapi.
En nafnið á var nú líka á reiki milli á og ó, og átti það sjer stað um hvaða á sem ræða var í landinu. En með tímanum varð á allstaðar ofan á, eins í nafninu Ölfossá og öðrum. En jafnframt fór þá á-hljóðið í endingunni að hafa áhrif á o-ljóðið í upphafinu: það varð að ö-hljóði. Menn fóru að bera fram: Ölfossá — og í samræmi við það: Ölfossvatn. —

olfus-28

Hafa þessar myndir verið orðnar algengar, þá er Íslendingabók var rituð. Aftur fór nú ö-hljóðið í upphafinu að hafa áhrif á o hljóðið í -oss: það varð að u-hljóði. En eignarfallsmerkingin, sem Ölfoss- hafði borið með sjer, varð þar við svo óljós, að ekki þótti lengur þörf á að tvöfalda s-ið í framburði. Það var líka viðfeldnara að sleppa því, og svo gerðu menn það. Nú var þá orðið Álfós orðið að orðinu: Ölfus og Álfósvatn að: Ölfusvatn.
Öll þessi breytingastig eru svo snemma um garð gengin, að á ritöldinni, þegar sögur vorar eru skráðar, hafa orðin verið búin að fá hinar síðasttöldu myndir og hafa þær því verið færðar í letur í sögunum. Og þá er búið var að því, var þeim óhættara við breytingum; enda hafa þau ekki breyzt eftir það, nema að skift hefir verið um nafn vatnsins. En það kemur ekki þessu máli við. Það hefir víst verið snemma, að menn fundu þörf á, að gefa öllu byggðarlaginu, eða sveitinni, sameiginlegt nafn. Lá þá mjög nærri að kenna sveitina við ósinn, sem rann með henni endilangri og kalla Álfsóssveit — eða Álfóssveit þá er s-ið var fallið burtu. Getur líka verið, að menn hafi nefnt Álfósshrepp eða jafnvel Álfósshjerað. En það kemur allt í sama stað niður. Hjer er svo breytingasaga orðsins hin sama, sem áður er rakin. En það bætist við, að þá er það var orðið algengt að nefna »Ölfussveit« (Ölfushrepp eða Ölfushjerað?), án þess að gera sjer neina hugmynd um merkingu »Ölfus«-nafnsins, þá hættu menn að finna þörf á, að bæta hinu ákvarðandi orði: -sveit (eða hvað það nú var) aftan við.

olfus-29

Nafnið Ölfus var svo einkennilegt, að þá er það var búið að festa sig við sveitina, þá þurfti ekki að bæta við það -sveit, eða neinu slíku, til þess að hver maður vissi hvað um var talað. Menn nenntu þá ekki heldur að hafa orðið lengra en þurfa þótti, nefudu svo sveitina blátt áfram »Ölfus«, og varð það að vana. En um leið fundu menn til þess, að viðfeldnast var, að hafa það nafn hvorugkyns, og gerðu menn það ósjálfrátt. Það hlaut nefnilega oft að koma fyrir, að orðið væri haft með greini, og þá var ólíku viðkunnanlegra að segja Ölfusið, heldur en Ölfusinn eða Ölfusin. Hafi það líka verið nefnt Ölfushjerað áður, sem vera má, þá var hvorugkynsmerkingin þegar fengin fyrirfram í orðið Ölfus. Þar sem Ölfussveit kemur fyrir í sögunum, er nafn hennar ekki nema Ölfus; sveitar-orðið er þá þegar fallið burtu.
Í fljótu áliti má það virðast undarlegt, að Ölfusá skuli ekki halda nafninu alla leið upp að Þingvallavatni, hafi nafnið Álfós náð þangað. Hvernig stendur á því, að efri hluti hans skyldi síðar fá hið einkennilega nafn: »Sogið«. Sennilegt svar upp á þetta spursmál liggur ekki fjarri: Í fyrstu mun staðurinn þar, sem ósinn rann úr vatninu, hafa verið nefndur »Sog« af straumlaginu. Þar, en ekki annarstaðar, gat það nafn átt við. En þá er nafnið Álfós var orðið svo breytt, að það var óþekkjanlegt og merkingarlaust, þá gleymdist smámsaman hve langt það náði. Þá fóru menn að láta nafnið »Sog« eða »Sogið« ná alla leið niður að Hvítá. En nafnið Ölfusá var ekki látið ná lengra en upp að áamótunum þar sem Hvítá og Sogið koma saman.

olfus-30

Það er naumast vafamál, að orsökin til þess, að menn tóku upp á því, að rita Ölves — og þar af leiðandi: Ölvesá og Ölvesvatn, — hefir verið sú, að þeim hefir ekki getað dulizt það, að orðið »Ölfus« hlyti að vera einhver afbökun. Hafa því viljað færa það til rjettara máls og gefa því merkingu sína, er þeir hafa ætlað, að standa ætti í sambandi við Ölvis-nafn, þó enginn vissi neitt um þann Ölvi, og þó Ölves verði ekki að rjettu leitt af því nafni. Þess konar leiðrjettingatilraunir út í bláinn eru ekki sjaldgæfar. En eins og von er til, eru þær oft misheppnaðar, þó þær sjeu vel meintar og viðleitnin, að útrýma villum úr málinu, góðra gjalda verð.
Að endingu skal jeg taka það fram, að þó jeg hafi hugsað mjer breytingasögu orðsins stig fyrir stig eins og hún er hjer fram sett, þá er ekki meining mín að fullyrða, að breytingin hafi farið þannig fram og ekki öðruvísi. Mig skortir þekkingu á fornmálinu til þess, að jeg geti fullyrt nokkuð um það. Það er einmitt líklegt að jeg hafi ekki hitt á að rekja stig breytingarinnar rjett. En þar af leiðir ekki, að breytingin hafi ekki átt sjer stað. Jeg hefi leitazt við að leiða líkur að henni, til að vekja athygli á þessu máli. Tel jeg víst, að þeir, sem betur kunna, geti sannað það málfræðislega, ao orðið Ölfus sje ummyndað úr orðinu Alfós (=Álfsós).”

Heimild:
-Tímarit Hins íslenska bókmenntafélags, Brynjúlfur Jónsson,  Ölfus – Álfós, 16. árg. 1895, bls. 164-172.

Ölfusvatn

Ölfusvatn – bæjartóftir.