Færslur

Kastið

Í hlíðinni ofan við Kastið er brak úr B-24 sprengiflugvélinni “Hot Stuff” er fórst þar mánudaginn 3. maí árið 1943, kl. 16:20.
Flugvélin Slysavettvangurvar að koma frá Bretlandi með stefnu á Meeks-völl. Hún var hluti af 8. flugsveitinni í Bovington í Englandi. Fjórtán menn af fimmtán manna áhöfn fórust í slysinu. Þetta var mesta flugslys hér á landi fram á þennan dag. Leitarsveitir komu að flakinu daginn eftir, kl. 15:05. Aðkoman reyndist hryllileg. Afturhluti vélarinnar var brunninn og annað eftir því.
Gengið var vestur fyrir Kastið og síðan haldið á fjallið. Innst á því, upp undir hlíðum Fagradalsfjalls, eru hlutar flugvélarinnar á víð og dreif. Margir eru í fjallshlíðinni, s.s. hluti hjólastells o.fl. Einhver athöfn virðist hafa farið fram við hjólastellið því skrælnaðar rósir trjónuðu upp úr því. Traðk var í kring. Þarna má sjá ýmsa vélarhluta. Einnig hvar álið hefur bráðnað utan um steina úr hlíðinni. Um borð í vel þessari var m.a. hershöfðinginn Frank Andrews. Hann fórst þarna ásamt ásamt þrettán öðrum félögum sínum.
Eftirminnilegar Á slysavettvangiljósmyndir voru teknar á vettvangi skömmu eftir slysið. Einn maður, George A. Eisel, skytta í afturturni vélarinnar, komst lífs af. Hann sat fastur í flakinu í 26 tíma og það tók hjálparmenn einn til viðbótar að ná honum út. Eldur kom upp í vélinni, en hellirigning á svæðinu slökkti hann fljótlega. Vegna strangrar ritskoðunar var ekki skýrt frá slysinu fyrr en þremur dögum síðar. Auk hershöfðingjans og fylgdarmanna hans fórst lútherski biskupinn Adna Wright Leonard, sem var á ferðalagi að heimsækja hersveitir Bandaríkjanna um allan heim.

Hot Stuff

Áhöfnin á Hot Stuff er fórst í Kastinu hinn örlagaríka dag, auk þriggja annarra.

Aðrir, sem fórust þennan örlagaríka dag, voru skv. slysaskýrslu Bandaríkjamanna þeir Charles H. Barth, Frank L. Miller, Morrow Krum, Fred. A. Chapman, Theodore C. Totman, Robert Humprey, Joseph T. Johnson, Robert H. Shannon, James E. Gott, Lloyd C. Weir, Kemmeth A. Jeffers og Paul H. McQueen, Sá er lifði

Kastið

Kastið – leifar Hot Stuff.

flugslysið af hét George. A. Eisel og var stélskytta, sem fyrr sagði.
Þessa örlaganótt nálgaðist flugvélin Kaldaðarnesflugvöll. Fllugvélinni var flogið lágt yfir flugbrautinni, en flugmaðurinn gerði ekki tilraun til að lenda. Þess í stað hélt hann áfram til vesturs með suðurströndinni í u.þ.b. 60 fetum. Við Reykjanes snéri vélin til norðurs. Ekkert fjarskiptasamband var við hana. Flugvélinni var beygt í austlæga stefnu og flugmaðurinn virðist stefna sjónflug inn á Meeks-völl. Lélegt skyggni og lágskýjun hindraði það. Flugmaðurinn reyndi að fljúgja undir skýjum. Þá varð slysið. Hún rakst á 1100 feta hæðina, 150 fet frá toppnum á a.m.k. 160 mílna hraða.
Í febrúar þetta ár hafði 
Andrews hershöfðingi orðið yfirmaður alls herafla Bandaríkjamanna í Evrópu. Í minningargrein um hans sagði H.H., “Hap” Arnold, yfirmaður flugflota Bandaríkjamanna að hann teldi að Andrews hefði verið gerður að yfirmanni innrásarliðs bandamanna í Evrópu, en þá stöðu fékk síðan Dwight D. Eisenhower, hershöfðingi, síðar forseti Bandaríkjanna. Segja má því með sanni að atburður þessi hafði viss áhrif á heimssöguna.

Áhöfn og farþegar
Capt. Robert H. Shannon – Pilot †
Lt. Gen. Frank Maxwell Andrews – Copilot †
Capt. James E. Gott – Navigator †
T/Sgt. Kenneth A. Jeffers – Radio Operator †
S/Sgt. Lloyd C. Weir – Crew Chief †
S/Sgt. Paul H. McQueen – Gunner †
Civilian Adna W. Leonard – Methodist Bishop and Chairman of the Corps of Chaplains †
Brig. Gen. Charles A. Barth Gen. Andrews Chief of Staff †Hot Stuff Crew in front of aircraft
Col. Marlow Krum – Member of Gen. Andrews Staff †
Col. Frank L. Miller – US Army, Chief of Chaplains †
Maj. Theodore C. Totman – Gen. Andrews Secretary †
Lt. Col. Fred A. Chapman – US Army†
Maj. Robert H. Humphrey – US Army Chaplain †
Capt. Joseph T. Johnson – Gen. Andrews Aide †
S/Sgt. George A. Eisel – Tailgunner – lifði slysið af

Andrews
Flugvélin

Consolidated B-24D-1-CO Liberator
Serial no: 42-23728
USAF 8th. Airforce 93rd. Bombardment Group.

FERLIR hefur það jafnan fyrir sið að láta allt óhreyft á vettvangi. Dæmi eru um að fólk, sem tekið hefur með sér hluti úr óhappaflugvélum, til minningar um atburðinn eða einungis komur þess á Kastid-7slysavettvang, hafi sjálft orðið fyrir óhappi skömmu síðar.

Þannig má nefna dæmi um komu FERLIRs í Kastið utan í Fagradalsfjalli þar sem skoðuð var nefnd flugvél. Einn félaganna vildi ólmur taka með sér bráðinn álbút til minningar um þennan sögufræga atburð. Hann var talinn frá því. Skömmu síðar gerði hann sér ferð á vettvang með það fyrir augum að ná sér í hlut úr flugvélinni. Á leiðinni til baka týndi hann gleraugunum sínum, farsímanum og krítarkortinu, hlutum sem hvað mikilvægastir eru nútímamanninum. Hann fór þá til baka og skilaði hlutnum, en gripirnir eru enn ófundnir. Ef hann ætlar að endurheimta þá þarf hann líklegast að fara á Vörðufell í Selvogi og hlaða þar vörðu. Skv. þjóðsögunni á hann þá að endurheimta gripina.
Sjá meira HÉR og HÉR.

Kastið

Kastið lengst t.h. í Fagradalsfjalli.

 

Andrews

Í frásögnum fjölmiðla 2018 var fjallað um afhjúpun minnisvarða um flugslysið í Kastinu árið 1943.

Afhjúpun minnisvarðar um flugslys á Reykjanesi 27.04.2018:

Andrews

Andrews – minnismerki vígt.

“Fyrir 75 árum, hinn 3. maí 1943, fórst bandarísk sprengjuflugvél af gerðinni B-24D Liberator sem bar heitið „Hot Stuff“ á Fagradalsfjalli á Reykjanesi. Flugvélin var á leið heim til Bandaríkjanna í fyrirhugaða sigurför sem fyrsta sprengjuflugvélin sem hafði náð ósködduð að fljúga 25 árásarferðir frá Bretlandi yfir meginland Evrópu í seinni heimsstyrjöldinni.

Andrews

Andrews – minnismerki.

Í fyrstu voru margar slíkar flugvélar skotnar niður af orrustuflugmönnum Þjóðverja og hét Bandríkjaher áhöfnum sprengjuflugvéla sem lykju 25 árásarferðum að þeir fengju að snúa heim. Áhöfn „Hot Stuff“ var sú fyrsta til að ná þessum merka árangri.

Í flugslysinu i Kastinu fórust [þrettán] manns, þar á meðal Frank M. Andrews hershöfðingi og æðsti maður herafla Bandaríkjanna í Evrópu sem var á leið til Washington til þess að leggja á ráðin um undirbúning innrásar Bandamanna á meginland Evrópu. Einn maður lifði slysið af, George A. Eisel stélskytta, og var það í annað sinn sem hann komst lífs af úr slíku flugslysi.

Andrews

Andrews – Minnsmerki vígt.

Við fráfall Andrews tók Dwight D. Eisenhower hershöfðingi við sem æðsti maður herafla Bandaríkjanna í Evrópu og alls herafla bandamanna í Evrópu og stjórnaði innrásinni í Normandí árið eftir. Eisenhower var síðan forseti Bandaríkjanna á árunum 1953 – 1961. Andrews hershöfðingi var ötull talsmaður þess að bandaríski flugherinn yrði gerður að sjálfstæðri liðsdeild og er honum jafnan eignaður heiðurinn að því að sú skipan komst á árið 1947.

Hot Stuff

Áhöfnin á Hot Stuff er fórst í Kastinu hinn örlagaríka dag.

Var Andrews herflugvöllurinn í Maryland, aðsetur einkaflugvélar Bandaríkjaforseta, Air Force One, nefndur til heiðurs honum. Bandaríska herstjórnin á Íslandi nefndi nýreist íþróttahús við Hálogaland í Reykjavík Andrews Memorial Field House til heiðurs hershöfðingjanum en húsið var helsta íþróttahús höfuðborgairnnar í tvo áratugi eftir stríðið. Varnarliðið nefndi einnig samkomuhús sitt á Keflavíkurflugvelli (nú Ásbrú) Andrews Theater til heiðurs Andrews hershöfðingja.

Í tilefni af því að 75 ár eru liðin frá þessum örlagaríka degi var afhjúpaður minnisvarði um flugslysið við Grindarvíkurveg, fimmtudaginn 3. maí kl. 13:00. Minnismerkið er tilkomumikið og skartar meðal annars gríðarlega stórri eftirlíkingu af B-24 Liberator sprengjuflugvélinni úr ryðfríu stáli. Þá verður í kjölfarið minningarathöfn í Andrews Theater á Ásbrú, kl. 14:30.

Minnisvarðinn er reistur að frumkvæði Bandaríkjamannsins Jim Lux og ættingjum þeirra sem fórust, með aðstoð Þorsteins og Ólafs Marteinssona. En allir eru þeir miklir áhugamenn um flugvélar og flugsögu seinni heimstyrjaldarinnar. Gert er ráð fyrir „heiðursflugi” B-52 Stratofortress flugvélar bandaríska flughersins yfir svæðið á meðan á afhjúpun stendur.

Nokkrir ættingjar þeirra sem létust í flugslysinu koma frá Bandaríkjunum til að vera viðstaddir athöfnina. Meðal annarra gesta verða Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra og Jill Esposito, staðgengill sendiherra bandaríska sendiráðsins á Íslandi, ásamt Lt. Gen. Richard Clark og Col. John Teichert frá bandaríska lofthernum. Í lok athafnarinnar verða fluttir nokkrir fyrirlestrar um slysið og Frank M. Andrews hershöfðingja.”

Kastið

B-17 líkanið.

Fyrir stuttu (skrifað 10.05.2021) barst FERLIR sú fregn að flugvélalíkaninu á minnismerkinu framangreinda virðist hafa verið stolið, a.m.k. væri það horfið. Viðkomanda var bent á að mögulega eðlilegra skýringa gæti verið að finna á hvarfinu.

Andrews

Andrews – áritun á bakhlið minnismerkisins.

Hringt var í nefndan Þorstein Marteinsson, s.892 3628, er var annar þeirra bræðra er m.a. stóðu að gerð minnismerkisins á núverandi stað.
Þorsteinn sagði að þeir hefðu nýlega tekið líkanið af minnismerkinu vegna þess hversu illa það virtist útleikið, sennilega vegna gufuefnissambanda frá Svartsengi. Ætlunin væri að fægja það og síðan setja minnismerkið upp á nýjum stað; ofan hringtorgs Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar. Eftir nýlegar vegaframkvæmdir við Grindavíkurveginn, þar sem umferð til suðurs hefði verið verulega hindruð að minnismerkinu, hafi þurft að hugsa staðsetninguna upp á nýtt. Upplýsingafulltrúa Grindavíkurbæjar hafi verið tilkynnt um framkvæmdina.
Stefnt er að úrbótunum á næstu vikum…

Sjá meira um minnisvarðan HÉR.

Heimildir:
-https://www.keilir.net/is/um-keili/frettir/afhjupun-minnisvardar-um-flugslys-a-reykjanesi
-https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/05/03/afhjupudu_minnisvarda_um_ahofn_b24d/
-https://www.vf.is/frettir/afhjupun-minnisvarda-um-flugslys-a-reykjanesi
-https://www.ruv.is/frett/afhjupa-minnisvarda-um-ahofn-flugvelar
-https://www.grindavik.is/v/24046
-https://stridsminjar.is/en/a-list-of-crash-sites-by-year/incidents-in-1943/103-b-24-liberator-kast-fagradalsfjall-may-3-1943
-https://www.keilir.net/is/um-keili/frettir/afhjupun-minnisvardar-um-flugslys-a-reykjanesi

Kastið

Hot Stuff.

Andrews

Á RÚV 3. maí 2023 var eftirfarandi umfjöllun um “Flugslys á Fagradalsfjalli sem breytti rás viðburða” í tilefni af því að áttatíu ár voru frá því bandarísk sprengjuflugvél fórst í Kastinu á Fagradalsfjalli skammt frá Grindavík.

Andrews

Minnismerkið á Stapanum um áhafnameðlimi Hot Stuff er fórst í Kastinu á Fagradalsfjalli 3. maí 1943.

Fimmtán voru um borð en aðeins einn komst lífs af. Tilefnið var auk þess tilfærsla á minnismerkinu um atburðinn, en því hafði áður verið komið fyrir austan Grindavíkurvegarins miðja vegu milli Stapans og Grindavíkur. Áhrif tæringar frá nálægri Svartsengisvirkjuninni varð til þess að ástæða var að færa minnismerkið upp á ofanverðan Stapa norðan gatnamóta Reykjanesbrautar og Grindavíkurvegar. Þaðan er ágætt útsýni (í góðu skyggni) yfir að slysstaðnum í kastinu í vestanverðu Fagradalsfjalli. Gerður hefur verið göngustígur ofan í endurgerðan gamla Grindavíkurveginn frá hringtorgi ofan gatnamótanna.

“Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var viðstaddur minningarathöfnina á Stapa í dag.
Hershöfðingjar í Bandaríkjaher, sendiherra og forseti Íslands minntust í dag fjórtán bandarískra hermanna sem fórust í flugslysi á Fagradalsfjalli fyrir áttatíu árum.

Andrews

Frá minningarathöfninni við minnismerkið á Stapanum 3. maí 2023.

Fimm ár eru frá því minnisvarði um flugslysið 3. maí 1943 var reistur en nú verið færður að Stapa við Reykjanesbraut. Fimmtán voru um borð í sprengjuflugvélinni Hot Stuff þegar hún brotlenti á Fagradalsfjalli og komst aðeins einn lífs af. Um borð voru bandarískir hermenn og Frank Maxwell Andrews hershöfðingi.
Minningarathöfnin í dag var einkar hátíðleg þótt bæði væri hvasst og kalt. Mannanna fjórtán var minnst með ræðum, blómsveigar lagðir og þyrla Landhelgisgæslunnar flaug yfir auk flugvélar frá Bandaríkjaher.

Andrews

Frá minningarthöfninni á Stapanum.

„Mér finnst það heiður að vera fulltrúi Andrews-herstöðvarinnar sem dregur nafn sitt af Andrews hershöfðingja, og fara fyrir flughermönnum frá herstöðinni við þessa athöfn,“ segir Todd Randolph, yfirmaður Andews-herstöðvarinnar í Bandaríkjunum.
Carrin Patman, sendiherra Bandaríkjanna, segir mikilvægt að minnast þeirra sem fórust. Þeir hafi barist fyrir lýðræðingu.

„Já, mjög svo og enn frekar núa þegar Ísland og Bandaríkin standa aftur saman í andófinu gegn innrás Rússa í Úkraínu,“ segir Patman.

Andrews

Annað upplýsingaskilti af tveimur við minnismerkið. 

Þegar slysið varð hafði enginn jafn háttsettur embættismaður og Andrews hershöfðingi fallið í stríðinu úr röðum bandamanna.
„Rás viðburða hefði orðið önnur hefði það ekki gerst. Hann hefði farið fyrir liði bandamanna sem réðist inn í Normandí í júní 1944. En í stað hans tók Eisenhower við keflinu,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.

Andrews

Á öðru skiltinu er m.a. lýst 12 flugslysum er urðu á nálægum slóðum á stríðsárunum.

„Hann var þá háttsettur yfirmaður í flughernum á þeim tíma og frumkvöðull í því sem nefnt er Flugher Bandaríkjanna nú. Hann er einn helsti höfundurinn að aðskilnaði herjanna, landher frá flugher til að yfirráðum í lofti sem hernaðaraðferð,“ segir Randolph.

Andrews

Tíu áhafnameðlimir Hot-Stuff er fórust í Kastinu 1943.

Fagradalsfjall sést vel frá minnisvarðanum á Stapa. Frumkvæðið að því að setja upp minnisvarðann eiga tveir bræður [Þorsteinn og Ólafur Marteinssynir] og sem hafa mikinn áhuga á sögunni og halda úti vefsíðu með korti af flugslysum.

„Þeir höfðu reynt lendingu í Keflavík en vegna veðurs fundu þeir ekki völlinn. Við erum að horfa hérna á Fagradalsfjall sem flestir kannast við eftir að það gaus. En hérna vestast, þar sem er smá hækkun [Kastið], það var þar sem vélin rakst á fjallið,“ segir Þorsteinn Marteinsson, áhugamaður um sögu flugslysa.

Á tveimur upplýsingaskiltum við minnismerkið má m.a. lesa eftirfarandi:
B-24 Liberator-sprengjuflugvélin Hot Stuff – Sigurganga og örlagarík endalok
“Bandaríska B-24 sprengjuflugvélin Hot Stuff og áhöfn hennar var fyrsta flugvél 8. flughersins sem lauk 25 árásarferðum frá Bretlandi yfir meginland Evrópu í heimsstyrjöldinni síðari.

Andrews

Áhöfn Hot Stuff.

Yfirhershöfðingi Bandaríkjanna í Evrópu, Frank M. Andrews, hafði verið boðaður til skrafs og ráðagerða í Washington, óskaði eftir því við vin sinn Ted Timberlake ofursta, yfirmann 93. sprenguflugdeildar, að fá far með Robert “Shine” Shannon höfuðsmanni og áhöfn hans á Hot Stuff, en Andrews var einnig kunnugur Shannon. Hershöfðinginn var reyndur flugmaður og skyldi vera aðstoðarflugmaður í ferðinni.
Rétt fyrir brottför kom í ljós að með Andrews í för voru átta aðrir farþegar, nánustu starfsmenn hershöfðingjans, biskup Meþódistakirkjunnar sem fór fyrir prestadeild Bandaríkjahers og tveir herprestar. Sprenguflugvélin rúmaði ekki svo marga farþega og urðu því fimm úr áhöfninni eftir og biðu annarrar ferðar.

Andrews

Robert “Shine” Shannon.

Hot Stuff lagði upp frá Bovington flugvelli í Englandi að morgin 3. maí og skyldi hafa viðkomu í Prestwick í Scotlandi og Reykjavík á leiðinni vestur um haf. Veður var gott í fyrstu en fór versnandi þegar kom upp að suðurströnd landsins með dimmviðri og rigningu. Flugvélin sást hringsóla yfir breska herflugvellinum í Kaldaðarnesi en hélt áfram förinni lágt vestur með strönd Reykjaness. Ólendandi var í Reykjavík og þegar ekki tókst að finna Keflavíkurflugvöll sökum dimmviðris var ákveðið að halda aftur til Kaldaðarness. Lágskýjað var og hvass vindur með slagviðri. Bar flugvélina af leið og hafnaði hún á brún Fagradalsfjalls og sundraðist.

AndrewsVið slysið fórust allir um borð nema stélskyttan, George Eisel liðþjálfi, sem slapp lítt meiddur en lá klemmdur í byssuturninum. Bjóst hann við dauða sínum í brennandi flakinu, en byssukúlur sprungu um allt í eldinum. Slagviðrið vann þó um síðir á bálinu og barst Eisel hjálp þegar leitarflokkar fundu flakið tæpum sólarhring eftir slysið”.

Frank Maxwell Andrews – yfirhershöfðingi Bandaríkjanna í Evrópu – 3. feb. 1884-3. maí 1943
Andrews“Frank M. Andrews hershöfðingi fæddist 3. febrúar 1884 í Nashville í Tennssee. Hann hóf nám í háskóla Bandaríkjahers í West Point árið 1902 og brautskráðist árið 1906. Hann starfaði í flugdeild Bandaríkjahers í fyrri heimsstyrjöldinni og árið 1935 valdi Douglas Mac Arthur yfirhershöfðingi hann til þess að gegna starfi yfirmanns nýrrar aðgerðardeildar flughersins.
Andrew var ötull talsmaður þess að bandaríski flugherinn yrði gerður að sjálfstæðri liðsheild og er honum jafnan eignaður heiðurinn að því að sú skipan komst á árið 1947.
Andrews var einnig ákafur hvatamaður að smíði stórra sprengjuflugvéla og eggjaði stjórnvöld til kaupa á fjölda nýrra sprengjuflugvéla af gerðinni B-17 “Fljúgandi virki” en hlaut ekki stuðning yfirstjórnar hersins. Framsýni hans sannaðist þó þegar Bandaríkin drógust inn í síðari heimsstyrjöldina og stjórnvöld létu smíða B-17 og B-24 Liberator sprenguflugvélar í stórum stíl.

Andrews

Hot Stuff.

Andrews hafði verið hækkaður í tign árið 1941 og var þá falin yfirstjórn bandarískra herja við Karíbahaf sem önnuðust varnir aðkomuleiða til Bandaríkjanna úr suðri, þ.á.m. um Panamaskurð. Eftir innrás bandamanna í Norður-Afríku haustið 1942 var honum falin stjórn alls herafla Bandaríkjanna við sunnanvert Miðjarðarhaf sem átti þátt í að vinna sigur á Afríkuher þýska hershöfðingans Erwins Rommels.

Andrews

Einkennismerking Hot Stuff.

Í febrúar 1943 var Andrew skipaður yfirmaður herja Bandaríkjanna í Evrópu með aðsetur í Bretlandi og 3. maí sama ár valdi bandaríska yfirherráðið hann til þess að stjóra sameinuðum herafla bandamanna sem undirbúa skyldi innrás á meginland Evrópu. Andrew fékk þó aldrei boðin um þess merku hækkun í tign því hann fórst sama dag þegar Liberator flugvél hans, sem gekk undir nafninu “Hot Stuff” og flytja átti hann til Bandaríkjanna, fórst á Fagardalsfjalli á Reykjanesi.

Andrews

Slysstaðurinn í Kastinu. Þaðan hefur nú, á áttatíu ára tímabili, verið hirt nánast allt er gefur slysstaðnum gildi.

Flugvélin hafði horfið frá lendingu í Keflavík vegna veðurs og var á leið til flugbækistöðvar breska flughersins í Kaldaðarnesi. Við lát Andrews hershöfðingja tók Dwight D. Eisenhower, síðar Bandaríkjaforseti, við stjórn Evrópuherstjórnarinnar en hann hafði áður gegnt starfinu árið 1942.
Andrews hershöfðingi og þrettán samferðarmenn hans voru grafnir með mikilli viðhöfn í Fossvogskirkjugarði 8. maí 1943. Líkamsleifar þeirra voru flutta heim til Bandaríkjanna árið 1947 og var Andrews lagður til hinstu hvílu í þjóðargrafreit Bandaríkjanna í Arlingtonkirkjugarði í útjarðri Washingtonborgar”.

Keflavíkurflugvöllur

Keflavíkurflugvöllur

Georg C. Bonesteel, hershöfðingi og yfirmaður Bandaríkjahers á Íslandi opnaði Keflavíkurflugvöll (Meeks) formlega 24. mars 1943.

“Upphaflega var flugvöllurinn lagður af Bandaríkjaher í Seinni-Heimsstyrjöldinni og tekin formlega í notkun 23. mars 1943. Banndaríkjamenn nefndu hann “Meeks Field” í höfuðið á ungum flugmanni, George Meeks að nafni, sem fórst á Reykjavíkurflugvelli og var fyrsti Bandaríkjamaðurinn sem lést á Íslandi í styrjöldinni. Að styrjöldinni lokinni var flugvöllurinn og bækistöðin, sem við hann stóð, afhentur Íslendingum til eignar og var hann þá nefndur Keflavíkurflugvöllur eftir stærstu nágrannabyggð hans, Keflavík.

Andrews

Leiði Andrews og félaga í Fossvogskirkjugarði.

Flugvellirnir við Keflavík voru reyndar tveir, Meeks og Pattersonflugvöllur ofan Njarðvíkurfitja, sem þjónaði orrustuflugsveit Bandaríkjahers til stríðsloka. pattersonflugvöllur var ekki notaður eftir stríðslok. Keflavíkurflugvöllur var rekinn af bandarísku verktakafyrirtæki til ársins 1951, er Bandaríkjaher kom aftur til landsins samkvæmt varnnarsamningi Íslands og Bandaríkjana sem gerður var að tilstuðlan Norður-Atlantashafsbandalagsins, NATO.

Andrews

Grafsteinn Andrews í Arlingtonkirkjugarði.

Bandaríkjaher (varnarliðið á Íslandi) reisti bækistöð sína við Keflavíkurflugvöll. Þar var afgirtur bær sem hýsti allt að 5700 hermenn, starfsfólk og fjölskyldur þeirra allt til ársins 2006 þegar herstöðin var lögð niður. Í dag her herstöðin hverfi í Reykjanesbæ og gengur undir nafninu Ásbrú”.

Konunglegur flugvöllur í Bretlandi var nefndur eftir Frank M. Andrews, Andrews Field, í Essex, England. Þetta var fyrsti flugvöllurinn, sem verkfræðideild bandaríska hersins endurbyggði þar í landi.

Andrews

Andrews Theater á Keflavíkurflugvelli.

Þetta var 1943, skömmu eftir slysið í Kastinu. Hann var þekktur fyrir að vera fyrsti endurgerði flugvöllurinn í Bretlandin 1943, hét áður RAF Station Great Saling, á heimsstyrjaldarárunum síðari. Flugvöllurinn var notaður af  USAAF 96th sprengjuflugdeildinni og 322nd sprengjusveitinni á stríðsárunum sem og  nokkrum RAF deildum áður en honum var lokað 1946. Í dag er þarna lítill einkaflugvöllur.

Andrews breiðstræti, vegur er liggur að alþjóðaflugvellinu Filippseyja, Ninoy Aquino International Airport Terminal 3, var nefndur eftir honum. Þá var “Andrews Theater” á Keflavíkurflugvelli einnig nefnt eftir Frank í minningu hans.

Sjá meira um minnisvarðan HÉR.

Heimildir m.a.:
-https://www.ruv.is/frettir/innlent/2023-05-03-flugslys-a-fagradalsfjalli-breytti-ras-vidburda
-RÚV, Flugslys á Fagradalsfjalli breytti rás viðburða – Áttatíu ár eru frá því bandarísk sprengjuflugvél fórst á Fagradalsfjalli skammt frá Grindavík. Fimmtán voru um borð en aðeins einn komst lífs af, Kristín Sigurðardóttir, 3. maí 2023.
-Minnismerki ofan Stapa um Andrews og félaga.
–https://en.wikipedia.org/wiki/Frank_Maxwell_Andrews

Andrews

Afsteypa af Hot Stuff, Liberator-24, á minnisvarðanum.

Kastið

Gengið var á Fagradalsfjall um Görnina með stefnu upp á Kastið. Í sunnanverðri Görninni er flugvélabrak, m.a. leyfar af hreyfli.
Gornin-1Í hlíðinni efst í vestanverðu Kastinu, handan við háhrygginn, er brak úr B-24 sprengiflugvél er fórst þar mánudaginn 3. maí árið 1943. Efst eru hlutar flugvélarinnar á víð og dreif. Neðar í fjallshlíðinni eru t.d. hluti hjólastells o.fl. Þarna má sjá ýmsa vélarhluta. Einnig hvar álið hefur bráðnað utan um steina úr hlíðinni. Um borð í vel þessari var m.a. hershöfðing Evrópuherafla Bandaríkjanna, Frank Andrews. Hann fórst þarna ásamt ásamt þrettán öðrum félögum sínum. Um var að ræða mesta flugslys hér á landi á þeim tíma. Hreyfillinn í Görninn hafði greinilega kastast yfir brúnina þegar flugvélin lenti þarna efst í brattri hlíðinni. Tóm 42′ skothylki lágu á víð og dreif. 

Frank M. Andrews hershöfðingi, gekk undir gælunafninu Andy. Hann fæddist í Nashville, Tennessee, í Bandaríkjunum, 3. febrúar árið 1884 og lést á Fagradalsfjalli, Íslandi, þann 3. maí 1943.
Andrews-2Andrews var einn af stofnendum Flughers Bandaríkjanna (United States Air Force). Í forystustörfum innan hersins Air Corps náði hann góðum árangri þar sem öðrum hafði mistekist. Andrews var fyrsti yfirmaður í miðlæga ameríska flughernum (Central Air force) og fyrsti loftliðsforinginn  til að gegna störfum hjá landhernum (Army). Í byrjun 1943 tók hann sæti Dwight D. Eisenhower sem yfirmaður allra US hermanna í Evrópu í innrásaráætlun bandamanna.
Hann beið bana í flugslysi á Íslandi árið 1943, sem fyrr sagði. Hann var þá sá hæstráðandi í her Bandaríkjanna er látið hafði lífið í stríðinu á þeim tíma. Andrews herflugvöllurinn í Maryland er nefndur eftir honum, líkt og Andrewsherskólinn í Berlín, Þýskalandi), alþjóðlegur Andrews-flugvöllurinn í Santo Domingo (nú rifinn) og Andrews Avenue í Pasay City, Philipseyjum.

Andrews-3Andrews var barnabarn á riddaraliðshermanns sem barðist við hlið Nathan Bedford Forrest og barna-barnabarn tveggja Tennessee landshöfðingja, John C. Brown og Neill S. Brown. Hann útskrifaðist úr borginni Montgomery Bell Academy árið 1901 og gekk í Military Academy í West Point í júlí 1902. Hann gekk til liðs við United States Army við útskriftina árið 1906.  Starfaði hann m.a. sem liðsforingi á Filippseyjum og Hawaii. Eftir að hann giftist dóttur hershöfðingjans Henry Tureman Allen árið 1914, var Andrews meðtekinn í félagslega hringinn í Washington og innan hersins.

Allen hershöfðingi gerði sér ákveðnar vonir um framtíð tengdarsonar síns, t.d. með því að lýsa yfir að dóttir hans vildi ekki giftast flugmanni. Þess vegna fékk hann stöðu hjá Army Signal Corps í febrúar 1914, en ekki hjá Air force.

Andrews-1

Innan mánaðar eftir að Bandaríkin blönduðust inn í Fyrri heimsstyrjöldina var Andrew fluttur í apríl 1917, þrátt fyrir andmæli yfirmanna hans, yfir í Aviation Section, US Signal Corps.
Eftir skamma stund í Washington, DC, fór Andrews til Rockwell Field, California, í apríl 1918. Þar lauk hann Aviatorþálfun, þá 34 ára.  Andrews fór aldrei erlendis í stríðinu sem félagi af the Air Service. Í staðinn, hann bauð ýmsum flugvöllum um Bandaríkin og í Army General Staff í Washington, DC eftir stríðið. Þá var hann fluttur til starfa í Þýskalandi þar sem tengdafaðir hans, Allen hershöfðingja, hafði verið boðin staða.

Eftir að hafa farið til Bandaríkjanna árið 1923, réð Andrews fyrir stjórn Kelly Field, Texas, og hann varð fyrstur stjórnandi háþróaðs flugskóla þar. Árið 1927 flutti hann til að Air Corps taktísk School í Langley Field, Virginíu, og árið eftir fór hann sem stjórnandi  General Staff School í Fort Leavenworth, Kansas. Andrews gegndi æðstu her Air Corpsþjálfun og -rekstrarsviðs á árunum 1930-1931. Hann fór síðan 1. Pursuit Group á Selfridge Field, Michigan. Eftir útskrift úr hernum War College árið 1933, fór Andrews aftur til General Staff árið 1934. Í mars 1935 var Andrews skipaður í herráð Douglas MacArthur í nýstofnaða Almennar Headquarters (GHQ) Air Force, sem hafði það m.a. að markmiði að styrkja Army Air Corps eininga undir einn foringja. Undir stjórn hans, hóf GHQ Air Force þróun aðferða til að ná ydirburðum í loftinu sem síðar varð ríkur þáttur US Army Air Force.

Kastid-2

Andrew var talsmaður fjögurra hreyfla þungra sprengjuvéla, s.s. B-17 (Fljúgandi virkið).  MacArthur átti hins vegar undir högg að sækja þars em fyrir var hershöfðinginn Malin Craig, en hann andvígur hvers kyns verkefnum fyrir Air Corps nema að styðja herafla á jörðu niðri. Craig var ósammála Andrews um yfirburði B-17 á allar aðrar tegundir. Í stað þess að styðja fyrirhuguð kaup á B-17 var ákveðið að kaupa minni en ódýrari léttar og meðalstór sprengjuflugvélar, eins og Douglas B-18. Honum tókst þó að sannfæra menn um að kaupa nóg af B-17 til að halda áætluninni á lífi. Stríðið í Evrópu varð til að undirsstrika það að Andrews hafði rétt fyrir sér.

Kastid-3Andrews var skipaður framkvæmdastjóri Air Corps í kjölfar dauða hershöfðingja Oscar Westover í september 1938, fyrst og fremst vegna stuðnings síns fyrir loftárásaráætluninni. Hann varð loftráðgjafi George C. Marshall, nýlega ráðinn sem aðstoðarforstjóri “Æðstu starfsmanna hersins” árið 1938.

Í janúar 1939, í ræðu á National Aeronautic Association, lýsti Andrews Bandaríkin sem “sjötta mesta loftherveldið”. Í lok fjögurra ára ferils síns sem framkvæmdastjóri GHQAF fór hann aftur í fasta stöðu sem ofursti úr tímabundinni stöðu sinni fyrir áttunda Corpssvæði í San Antonio. Hann var kallaður til Washington einungis fjórum mánuðum síðar.

Kastid-4Árið 1940, Andrews ráð fyrir stjórna af the Air Corps Panama Canal Air Force , og árið 1941 varð hann yfirmaður the Caribbean Defense Command, sem hafði mikilvæga skyldu í Seinni heimsstyrjöldinni að verja Suðursvæði Bandaríkjanna, þar á meðal hinn mikilvæga Panamaskurð. Árið 1942 fór Andrews til Norður-Afríku þar sem hann var þriggja mánaða í stjórn allra United States herafla í Mið-Austurlöndum frá bækistöðvum í Kaíró.

Hershöfðingja Andrews var síðan skipaður yfirmaður allra United States herafla í Evrópu. Í ævisögu sinni, hershöfðingja Henry H. Arnold, yfirmaður í hernum Air Forces í World War II, gefið þeirri trú að Andrews hefði verið gefin skipun bandamanna innrás í Evrópu – stöðu sem á endanum gekk til hershöfðingja Eisenhower. Marshall myndi segja seint í lífinu, því að Andrews var eina almenna hann fengið tækifæri til að brúðgumanum hugsanleg Supreme Allied Command síðar í stríðinu.

Kastid-5

Hershöfðingja Andrews beið bana í flugslysi í B-24D-1-CO, Frelsari , 41-23728, á 8. Air Force úr RAF Bovingdon, England, á Fagradalsfjalli á Reykjanesskaga eftir að hafa þurft frá að hverfa við lendingu á Kaldaðanesflugvelli.  Fagradalsfjall á Reykjanesi eftir aflýst reyna að lenda á Royal Air Force Station í Kaldadarnes, Íslandi. Andrews og þrettán aðra létust í flugslysinu; aðeins slétskyttan, S/Sgt. George A. Eisel, lifði slysið af. Aðrir KWF, þar með talinn flugmaðurinn kapteinn Robert H. Shannon, 330 BS, 93 BG; og sex starfsmenn Andrews, þ.mt Maj. Ted Trotman, B/Gen. Charlie Barth, Col. Marlow Krum, and aðstoðarmaður hershöfðingjans, Maj. Fred A. Chapman; and Capt. JH Gott, navigator. Charlie Barth, Col. Marlow Krum og aide almenn’s Maj. Fred A. Chapman, og kapteinn JH Gott. Andrews er grafinn í Arlington National Cemetery.

“Slysið var um það bil kl. 15:30 að Greenwichtíma, þann maí 3, 1943, B-24D (41-23.728) í staðsetningu 22°19’30” vestur – 63°54′ norður á Íslandi og eyðilagðist vélin.”.

Kastid-6

B-24 var úthlutað til 8. Air Force á Bovington, Englandi. Sendinefndin var áætlað yfir landið flugi frá Bretlandi til Meeks Field, Iceland, til að fara yfir Prestwick í Skotlandi. Flugvélin nálgaðist Íslandi frá suðaustur og hafa samband við var gerður við landið sjö kílómetra austan Alviðruhamrars-vitann um 01:49 GMT. Flugvélin miðaði áfram vestur fjörur í hæð um 200 fet, sem eftir eru undir skýjum. Um 02:38 GMT flugvélarinnar hringur the Royal Air Force airdrome á Kaldaðarnes fimm sinnum á um 500 fet. Fjarskiptasamband náðist ekki við flugvélina. B-24 flaug lágt yfir flugbrautinni, en flugmaðurinn gerði ekki tilraun til lendingar. Þess í stað flaug hann áfram vestur fjörur í 60 feta hæð.

Andrews-4

Á Reykjanesi var flugvélinni snúið til norðurs og síðan á ströndina í um 10 mílur svo til beint vestur af Meeks Field. Tíminn var nú 2:53 klst GMT. Vandræði var með fjarskiptasam-band. Flugvélin sneri austur og flugmaðurinn reyndi sjónflug að Meeks Field, en lágmark skyggni og rigning kom í veg fyrir að það tækist. Flugmaðurinn ákvað að fara til baka til Kaldaðarnesflugvelli. Kapteinn Shannon reyndi að fylgja strandlengjunni með því að snúa bratt í austurátt.

Skyggni var svo til ekkert vegna skýj, rigningar og minnkandi útsýnis. Flugvélin var ekki búin að loftsamskipta, en flugmaðurinn reyndi að halda sjónrænum tengslum við landið með því að fljúga undir skýjum. Á 22°19’30 “vestur – 63°54′ norður, flaug hann í 1100 feta hæð, 150 fet að ofan, en á norðaustur sjálfsögðu á hraða minnsta kosti 160 mph. Annar vængur B-24 vélarinnar lenti í brattri hlíðinni, í 45° halla.

Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

Heimildir m.a.:
-wikipedia.com

Kastið

B-24 – minnismerki um flugslysið í Kastinu.

 

Andrews

Andrews Theater opnaði 1959 og starfaði allan þann tíma sem herinn var með aðstöðu á Íslandi. Andrews Theater er nefnt eftir Frank M. Andrew hershöfðinga sem var yfirmaður alls herafla Bandaríkjamanna í Evrópu.
Frank M. Andrew hershöfðingi fórst í flugslysi á Reykjanesi 3. maí 1943. Andrews hershöfðingi var að koma með Andrews-2herflugvél frá Bretlandi ásamt 14 öðrum háttsettum mönnum í hernum þegar flugvélin lenti í dimmviðri og rakst á Fagradalsfjall á Reykjanesi og mölbrotnaði. Af þeim 15 mönnum sem voru í vélinni lifði  einungis einn slysið af,  George Eisel liðþjálfi. Auk Andrews hershöfðinga létust í þessu sorglega flugslysi háttsettir liðsforingjar í starfsliði hans og biskup meþodistakirkjunnar í Ameríku og flugliðar í áhöfn flugvélarinnar. Útför þeirra 14 sem fórust í flugslysinu var gerð frá Dómskirkjunni í Reykjavík og Landakotskirkju 8. maí. Embættismenn Bandaríkjanna og æðstu menn hersins á Íslandi báru kistu Andrews hershöfðinga úr kirkju. Kisturnar voru sveipaðar fána Bandaríkjanna og var ekið með þær í kirkjugarðinn í Fossvogi. Í Fossvogi voru viðhafðir hernaðarlegir útfararsiðir með trumbuslætti og viðhafnarskotum. Viðstaddir jarðarförina fyrir hönd Íslands voru Sveinn Björnsson ríkisstjóri, ráðherrar Íslands og biskup þjóðkirkjunnar.
Á stríðsárunum voru alls 202 Bandaríkjamenn jarðsettir í grafreiti þeirra í Fossvogskirkjugarði. Bein þeirra voru síðar flutt heim til Bandaríkjanna en liðsmenn annarra styrjaldarþjóða hvíla enn í sérstökum hermannagrafreitum í garðinum.

Kastið

Á slysstað í Kastinu.