Færslur

Klöpp

Eftirfarandi frásögn Ágústs Lárussonar var lesin í Útvarpinu, “Man ég það sem löngu leið” (rás 1) 4. júní 2023 – á fæðingadegi Árna Guðmundssonar frá Klöpp í Grindavík (var áður á dagskrá 19. febrúar 1985).

Ágúst Lárusson

Ágúst Lárusson frá Kötluholti í Fróðársveit.

Ágúst Lárusson var frá Kötluholti við Hólm, kenndur við afa sinn. Þorsteinn Matthíasson les frásögnina, sem hann skrásetti. Ágúst fæddist í Stykkishólmi 27. ágúst 1902.

Í þessari frásögn segir Ágúst m.a. frá því er hann fór á vetrarvertíð í Grindavík aðeins 18 ára gamall. Hann lýsir mjög nákvæmlega öllum aðbúðnaði vermanna á þessum tíma, ekki síst samskiptum hans við Guðmund bónda Jónsson í Klöpp í Þórkötlustaðahverfi og son hans, Árna Guðmundsson.

Við byrjum þennan texta á frásögn Ágústs þar sem hann er kominn til Reykjavíkur árið 1921 á Breiðafjarðar-Svaninum ásamt félögum sínum, þeim Þorleifi Einarssyni í Hrísakoti og Matthíasi Matthíassyni frá Orrabóli á Fellsströnd í leit að vertíðarplássi. Matthías var ráðinn á bát Dagbjarts Einarssonar á Velli, síðar í Ásgarði, Grindavík. Formaður á bátnum var ráðinn Guðmundur Guðmundsson, Öxney. Við Þorleifur voru óráðnir.

Reykjavík

Reykjavíkurhöfn og Reykjavík 1920.

“Eftir sautján tíma siglingu komum við á Reykjavíkurhöfn, en ekki var farið upp að bryggju um kvöldið. Mér fannst mikið um ljósauppljómun byggðarinnar á landi og ólíkt tilkomumeira en ég hafði áður séð í umkomulitlu þorpunum á Snæfellsnesi. Þegar ég sá tvö ljós sem næstum saman á hreyfingu um göturnar þóttist ég vita að þar væru bílar á ferð. Um þá hafði ég lesið en aldrei séð þá fyrir vestan.

Um morguninn, miðvikudaginn 9. febrúar, var svo lagst upp að bryggju og það leyndi sér ekki hvaða merkisdagur var. Stúlkurnar, sem þarna voru á ferli, tóku mér sem fullgildum öskubera og hengdu utan á mig poka hvar sem þær náðu til. Því er verr að ég lét alveg undir höfuð leggjast að geyma neinn þeirra til minningar um fyrstu kveðjurnar frá höfuðstað landsins.

Hótel ísland

Hótel Ísland – mynd Sigfúsar Eymundssonar.

Við vorum nú orðnir matarþurfi og maður sem ég kannaðist við vísaði okkur Þorleifi á Hótel Ísland. Þar keyptum við svo mat en skammturinn fannst okkur talsvert annar en á bestu bæjum í sveitinni og höfðum ekki áhuga á að heimsækja þann stað aftur.

Í mannþrönginni á götunum missti ég sjónar á Þorleifi og rölti því áleiðis upp á Laugaveg. Þar mætti ég manni, sem vék sér að mér og spurði hvort ég vildi ráða mig í skiprúm. Hann kvaðst vera úr Höfnunum en ég hafði sett mér það takmark að róa frá Grindavík, jafnvel þótt allir staðir á Suðurnesjum væru mér jafn ókunnir. Þessi Hafnamaður vildi líka aðeins taka einn mann á skip sitt og það kom ekki heim við ráðagerðir okkar Þorleifs að vera skipsfélagar.

Nú lagði ég leið mína niður að Herkastala. Þar hitti ég eldri mann sem spyr mig sömu spurningar og Hafnamaðurinn.

Herkastalinn

Herkastalinn í Reykjavík.

Það virtist auðsætt að í ferð í bænum voru útvegsbændur eða formenn þeirraerinda að manna skip sín. Mér leist þessi maður geðfelldur svo ég spyr hvar hann eigi heima og hver hann sé. Hann sagðist heita Guðmundur og eiga heima í Klöpp í Þórkötlustaðahverfi í Grindavík og sagði að hann vantaði tvo menn á skip sitt. Ég kvaðst fús að ráða mig hjá honum, en lét þess jafnframt getið að með mér væri félagi minn, verkamaður og sjómaður, og við hefðum ráðgert að vera í sama skiprúmi um vertíðina. Ég sagði sem var að ég væri óvanur brimlendingu. Nú kemur Þorleifur til okkar og þá var málið leitt til lykta og við vorum báðir orðnir hásetar á skipi Guðmundar frá Klöpp.

Hafnarfjörður

Hafnarfjörður – hús Hjálpræðishersins að Austurgötu 26.

Um nóttina gistum við félagar á Herkastalanum og ákváðum að fara árla næsta morgun áleiðis til Grindavíkur. Eftir gamla veginum suður Vatnsleysuströndina var okkur sagt að vegalengdin myndi vera 56 kílómetrar. Ég bjó mig til göngunnar eins og ég var vanur heima hjá mér með buxnaskálmarnar brotnar niður í sauðsvarta ullarsokka sem merktir voru með Á og L…
Ég axlaði pokann minn við dyr Herkastalans, skóskipti þurfti ég ekki að hafa en félagar mínir röltu á sínum spariskóm með sjópokann á höndunum. Þeir vildu ekki láta sjá sig á Reykjavíkurgötunum með poka á bakinu eins og útgegnir sveitamenn…

Hvaleyri

Málverk sem sýnir Hvaleyrina. Myndina málaði sænskur málarisem bjó á Íslandi og gekk undir listamannsnafninu Thy-Molander. Talið er að myndin sé máluð í kringum 1950.

Þá var næst að spyrja vegfarendur um leið til Grindavíkur og í því efni fengum við greið svör. Félagar mínir settust nú niður við vegbrúnina þegar út úr þéttbýlinu kom og höfðu skóskipti. Síðan öxluðu þeir sína poka á sama hátt og ég og við héldum áfram til Hafnarfjarðar. Þegar þangað kom þurfi Matthías endilega að koma við á Hjálpræðishernum því faðir hans var starfandi foringi í þeim félagsskap. Auðvitað tafði þetta ferð okkar. Stúlkurnar á Herkastalanum ráðlögðu okkur að koma við á Stóru-Vatnsleysu og biðjast þar gistingar, en þessi leiðsögn þeirra dugði skammt því þegar við komum suður á Hvaleyrarholt var orðið nær fulldimmt. Loftið var alskýjað og tröðningarnir suður hraunið illsjáanlegir.

Auðnar

Auðnar á Vatnsleysuströnd.

Loksins sáum við staura þeim megin vegarins þar sem Stóra-Vatnsleysa er. Þar sáum við hlið og ljós bregða fyrir á lukt. Við gengum í þá átt og hittum fyrir mann hjá stóru íbúðarhúsi. Við vörpuðum á hann kveðju og spurðum hvar við værum staddir. Hann kvað bærinn vera Hvassahraun og bóndinn þar héti Sigurður Sæmundsson. Þarna fengum við svo gistingu um nóttina og skömmu eftir að við voru sestir að komu þangað tveir bræður og þáðu einnig næturgriða. Þeir voru af Miðnesinu.

Almenningsvegur

Almenninsgvegurinn um Vatnsleysuströnd.

Næsta morgun var hið ákjósanlegasta veður, en ekki höfðum mikið gagn af samfylgd Miðnesinga. Við sáum heim að Stóru-Vatnsleysu og sýndist okkur bátur fljóta skammt frá landi. Við heldum áfram en svo fór okkur að svengja og sækja að okkur þorsti því við gengum rösklega. Okkur datt þá í huga að fara heim að litlum torfbæ sem stóð nærri veginum. Þar hittum við úti miðaldra mann. Ég hafði orð fyrir félögum mínum og spurði hvort hann gæti selt okkur mjólk og brauð. Nei, hann kvaðst ekki geta það því hann ætti enga mjólk. Svo bætir hann við. “Það fórst bátur í nótt hérna við ströndina. Af honum drukknuðu fimm menn. Einn þeirra var bróðir minn”. Þetta var vélbáturinn Haukur sem stundaði róðra frá Sandgerði. Hann mun hafa lent á grynningum vegna myrkurs. Við fórum síðan heim að Auðnum og fengum þar bestu fyrirgreiðslu sem ég borgaði fyrir sem til stóð enda þótt konan vildi ekkert taka fyrir greiðann. Stefán, bóndi á Auðnum, var ekki heima, en kom um það leiti sem við voru að fara. Hann hafði verið á slysstaðnum.

Grindavíkurvegur

Grindavíkurvegur á Stapanum 1921.

Við héldum svo áfram suður ströndina og voru samferða manni sem ætlaði út í Leiru. Leiðir okkar skildu á vegamótum Grindavíkur og Keflavíkur. Í hrauninu skammt frá Svartsengi náði okkur vörubíll á leið til Grindavíkur. Á pallinum var staflað vörupokum og á þeim sátu nokkri menn. Okkur var boðið að koma upp á pallinn og sitja þar til Grindavíkur eða ofan í Járngerðarstaðahverfið. Þessu boði tókum við feginshendi og var þetta mín fyrsta ferð á bíl.
Síðasti áfangi ferðarinnar var svo úr Járngerðarstaðahverfinu og austur í Þórkötlustaðahverfi – og þar með var lokið átta daga ferð að heiman.
Mér er minnisstætt þegar ég kom að Klöpp í þetta sinn. Margrét Árnadóttir, kona Guðmundar, tók á móti mér og það var eins og hún rétti mér hlýjar móðurhendur. Hjá þessum hjónum var ég síðan sex vertíðir. Þá hættu þau að hafa sjómann á heimilinu. Bátur Guðmundar í Klöpp hét Lukku-Reynir og formaðurinn á skipinu var Árni sonur hans, sem nú er níutíu og þriggja ára. Við erum tveir eftir lifandi af þeim ellefu mönnum, sem reru á skipinu þessa vertíð, en þá var Árni á þrítugasta árinu.
Guðmundur Jónsson og margrét Árnadóttir í Klöpp.Ég var í fyrstu hálfhræddur að róa úr brimlendingu. Það hafði ég aldrei reynt áður, en eftir eina sjóferð var þeim ótta lokið. Enda fékk ég starx traust á formanninum. Lendingikn, sem við rerum frá, hét Buðlungavör og var klettaglufa fyrir neðan Þórkötlustaði.
Í byrjun vertíðar skipaði formaðurinn hásetunum til rúms eins og þeirra áttu að sitja, tíu saman undir árum. Ég var settur í andófsrúm á stjórnborða. Allar árarnar voru merktar með skorum í árastokk frá eitt til fimm og var númer fimm fremsta árin á hvoru borði.

Sjómenn

Sjómenn í Grindavík.

Allir menn sem ráðnir voru upp á kaup fengu frí skinnklæði og sjóvettinga. Sjóvettlingarnir voru merktir hverjum manni. Minn litur var blár og hélst svo út allar vertíðirnar. Þegar við fórum í aðgerð fengum við aðra vettlinga, en þjónustan tók sjóvettlingana og þvoði þá og þurrkaði eða skipti um vettlinga sýndist henni þess þörf og afhenti svo hverjum manni fyrir næsta róður. Skinnklæði voru sauðskinnsbrækur með kálfskinssetjara og sauðkinsstakkur. Öll voru þau lýsisborin. Sjóskór voru úr sútuðu leðri. Hver maður annaðist sín sjóklæði.

Róðurinn hófst með því að formaðurinn kallaði háseta sína til skips. Hann sótti beituna og skipti henni á milli lagsmanna þeirra er beittu bjóð saman, tveir og tveir. Vanaleg línulengd í hverju bóði voru fimm hundruð krókar.

Seilað

Seilar í vör.

Beitan var geymd í ískassa, sem hafður var í torfkofa sem safnað var í snjó eða klaka þegar færi gafst til. Það var ekkert frystihús í Grindavík og síld til beitar var sótt á hestum til Keflavíkur – stundum jafnvel borin á bakinu. Til að drýgja síldina var notuð svokölluð ljósabeita, þ.e. karfi, steinbítur og ýsa.Þetta var látið í ískassann og fryst með. Einnig var beitt gotu, en hana var ekki hægt að frysta. Á vorin um sumarmál voru lögð grásleppunet og þá vitjað um þau áður en farið var að beita. Ásamt öðru var beitt hrognum og öðru innan úr grásleppunni og var það kallað að beita ræksnum. Oft veiddist vel á þetta.

Buðlungavör

Buðlungavör.

Í Buðlungavör var ævinlega seilað út inn í vörina. Formaðurinn var með stjakann á meðan og sá um að halda skipinu á floti. Bakborðmegin var há klöpp en stórgrýtisurð stjórnborðsmegin. Þegar búið var að seila voru seilarnar dregnar upp að urðinni eins og þær flutu, bundnar þar saman og látnar vera meðan sett var. Hvert skip hafði sitt markaða pláss upp á klöppunum og út af því var aldrei breytt. Eftir að sett hafði verið var fiskurinn borinn upp á klappirnar í burðarólum og þaðan í kassabörum á skiptivöll. Formaðurinn var á skiptivelli og deildi afanum í sjö köst, þ.e. fjórtán hluti; þrjá hluti fyrir skipið og veiðafærin og svo ellefu mannahluti. Þótt einhver væri veikur og gat þess vegna ekki róið fékk hann alltaf sinn hlut.

Þórkötlustaðanes

Ískofi á Þórkötlustaðanesi.

Þegar skiptum var lokið var farið heim og borðað og svo hófst aðgerðin. Lagsmenn, sem áttu kastið saman, unnu að því í félagi. Allt var hirt.
Fiskurinn var saltaður, sundmaginn tekinn úr hverjum fiski um leið og hann var flattur. lifur og gota lögð inn hjá bræðslumanni, sem alltaf var ósár okkur á lýsissopann. Hausar og hryggir voru þurrkaðir og slorið látið í forina til áburðar. Allt var þetta borðið í kassabörum heim af skiptavelli. Mannshöfnin var eina aflið til allra verka, bæði á sjó og landi. Að lokinni aðgerð var lónan stokkuð upp ef ekki leit út fyrir ræði næsta dag, annars var beitt að kvöldi.

Tíróin áttæringur

Tíróinn áttæringur í Grindavík.

Fyrsti róðurinn minn í Grindavík var 17. febrúar 1921 í góðu veðri og reitingsafla. Þá fannst mér ég hafa verið tekinn í þann skóla sem lífsframi minn byggðist á. Um einkunnina læt ég svo samferðamenn mína dæma. Formennirnir þarna voru snillingar í sinni grein, a sjá út veður og sjólag, oft í náttmyrkri. Ekki voru veðurfregnir útvarpsins til að styðjast við, en þeir voru flestir fluglæsir á rúnir loft og laga.

Árni í TeigiÉg skal hérna nefna eitt dæmi af mörgum. Þeir feðgar Guðmundur Jónsson og Guðmundur sonur hans lágu báðir rúmfastir vegna lungnabólgu. Rúm Guðmundar eldri var langt frá glugga svo hann sá ekki neitt til sjóar. Það var blíðviðri, en brimmikið og allir bátar með net í sjó svo mikill hugur var í mönnum að komast út til að draga. Einn maður úr Þórkötlustaðahverfinu var búinn að kalla menn sína til skips og byrjaður að setja ofan af. Ég kom upp á loftið til Guðmundar sem farinn var að hressast og bað mig um að spila við sig, en það var hans uppáhaldsskemmtun. “Það þýðir ekkert”, sagði ég, “það verður róið. Einn er byrjaður að setja ofan”. Þá segir gamli maðurinn: “Það er alveg óhætt að spila við mig. Það fer enginn út úr Buðlunguvör i þessu brimi. Ég heyri hvernig brýtur í Bótinni”. Þetta reyndist rétt. Sá sem byrjaður var að setja ofan varð að setja upp aftur. Hann hafði aldrei lag til að komast út.
Hann Guðmundur á Klöpp hefur oft verið búinn að hlusta á tóna sjávarins þau fjörutíu ár sem hann hafði verið formaður. Og hann kenndi Árna syni sínum og sú kennsla tókst vel.
Ingveldur og ÁrniÁrni var mikill sjómaður, heppinn aflamaður, öruggur og gætinn formaður. Hann var ljúfmenni í samskiptum við háseta sína og talaði aldrei styggðaryrði til nokkurs manns. Einu sinni hvatti hann okkur til að róa vel. Það var 14. mars 1926. Þann dag var mikið brim. Þá fórst skip Jóns Magnússonar í Baldurshaga í Járngerðarstaðasundi. Þegar við lögðum á leiðina vestur fyrir Nesið sagði Árni: “Róið þið nú vel, piltar mínir” og ég held að við hefðum hlítt því og ekkert dregið af okkur. Ég þekki Árna vel og er viss um að í þetta skipti hafi hann beðið Guð um að stýra sínu fari heilu heim.

Klöpp

Gamli Klapparbærinn árið 2020.

Vertíðaraflinn var ákaflega misjafn, stundum voru bestur hltir um tólfhundruð, aðrir ekki nema um sexhundruð. En fyrir þessum afla var mikið haft, ekki síst þegar loðnan gekk á miðin og aflahrotan kom á Hraunsvíkina. Þá var svefntími sjómannanna stundum ekki langur. Á lokadaginn 11. maí var oftast búið að taka upp netin og þá var líka fiskurinn horfinn af miðunum. Þá fóru allir aðkomumenn, hver til síns heima. þegar leið á tók heimþráin aðkomumenn föstum tökum.

Buðlungavör

Buðlungavör – för eftir kili bátanna á klöppinni.

Svo næsta vetur þegar kom fram í janúar var hugurinn jafn sterkur að komast í verið. Þetta líkist dálítið farfuglalífi.”

Umfjöllun Ágústs Lárussonar birtist m.a. í Sjómannadagsblaði Snæfjellsbæjar og í Sjómanndagsblaði Grindavíkur árið 1999.

Sjá meira HÉR.

ÓSÁ.

Heimild:
-https://www.ruv.is/utvarp/spila/man-eg-thad-sem-longu-leid/33824/a2i8h0

Þórkötlustaðahverfi

Þórkötlustaðahverfi – örnefni og minjar (ÓSÁ.)

Teigur

Í skýrslu um “Húsakönnun í Þorkötlustaðahverfi: Verndarsvæði í byggð” frá árinu 2018 eru teknar saman upplýsingar um hús í hverfinu.

Teigur

Teigur 1988.

Um sambyggðu húsin Klöpp og Teig segir: “Teigur var byggt 1934. Fyrstu eigendur voru Árni Guðmundsson og Ingveldur Þorkelsdóttir. Um er að ræða metnaðarfullt steinsteypuhús frá fyrri hluta 20. aldar. Það er lítið breytt og er hluti af svipmóti hverfisins. Húsið var byggt 1934, sambyggt Klöpp sem byggð var fjórum árum áður. Steinsteypt hús, ein hæð með einhalla bárujárnsþaki. Útveggir suðvesturhliðar og beggja gafla ná upp fyrir þakið. Þeir eru láréttir að ofan með tökkum. Um tvö sambyggð hús er að ræða en þau eru svo keimlík að nær er að fjalla um þau sem eitt hús með tveimur íbúðum.

Klöpp

Klöpp 2008.

Útidyr eru á göflunum. Við suðurgaflinn er lítil viðbygging úr steinsteyptum hleðslusteinum en sambærileg bygging er ekki á Klöpp. Suðausturhluti hússins hefur verið með skeljasandsmúrhúð á suðurhlið sem að mestu leyti hefur máðst af. Lítilsháttar munur er á frágangi við þakbrún húshlutanna tveggja.

Að Teigi er upphleypt, lárétt brík neðan við takkana en á Klöpp er lítilsháttar láréttur stallur í sömu hæð og efri brún bríkur á Teigi. Á norðvesturhliðinni slútir þakskeggið fram yfir útvegginn.

Teigur

Teigur og Klöpp 2023 – Þorbjarnarfell í bakgrunni.

Gluggaskipan er líklega óbreytt frá upphafi en gluggar hafa allir verið endurnýjaðir og póstaskipan líklega breytt. Búið er í Klöpp en ekki á Teigi.
Stíleinkenni sem þessi hafa gjarna verið kennd til gotnesk áhrif. Einar Erlendsson húsameistari teiknaði nokkur hús í Reykjavík með þessum einkennum, meðal annarra hús Sturlubræðra við Laufásveg. Nokkuð sérstætt hús.

Þórkötlustaðahverfi

Þórkötlustaðahverfi – uppdráttur ÓSÁ.

“Húsin byggðu hjónin Árni Guðmundsson og Ingveldur Þorkelsdóttir árið 1934. Þau bjuggu áður í Gamla-Teigi sem var fyrir Austan Buðlungu.” Teigur var með vindmyllu til ljósa áður en Sogsvirkjun var lögð til Grindavíkur. Ekkert hús er við Teig en fjárhúskofi var áður um 20 m ASA við en er horfinn.”

Teigur

Teigur og Klöpp 2022.

Um Klöpp eða Vestur‐Klöpp segir: ” Byggingarárið er 1930. Fyrsti eigandi var Guðmundur Guðmundsson og Margrét Andreasdóttir. Um er að ræða metnaðarfull steinsteypuhús frá fyrri hluta 20. aldar, hluti af svipmóti hverfisins. Önnur lýsing er sú sama og um Teig.
Húsið var byggt 1930 en fjórum árum síðar var byggð spegluð bygging við það sem nefndist Teigur. “Húsið byggðu hjónin Guðmundur Guðmundsson og Margrét Andreasdóttir árið 1930. Þau bjuggu áður í Gömlu-Klöpp og síðar í Bjarmalandi”. Um 15 m norðaustan við húsið er geymsluskúr, hús 19. Klöpp áttu einnig annað fjárhús sem stóð nálægt þeim stað sem dreifistöðin er nú við Hraðfrystihúsið en það er horfið.”

Klöpp

Gamla-Klöpp.

Klöpp var myndarbýli austan Buðlungu, en nú sjást einungis rústir gamla torfbæjarins, nokkuð heillegar, sem og skemma og útihús. Á túnakorti 1918 er hluti Klappar sagt vera Gerði, sem engar heimildir eru til um. Líklega er þar um að ræða bæinn Vestur-Klöpp. Timburhús, sem byggt var á jörðinni, svolítið austar, flaut upp í stórviðri árið 1925. Eftir það var húsið fært ofar í landið, þar sem það er nú, samfast samnefndu húsi.

Árni Guðmundsson

Árni Guðmundsson frá Teigi.

Í viðtali við Árna kom fram að “bærinn Teigur var upphaflega kot sem ég fékk að reisa á jörðinni hans pabba. Þar reisti ég timburhús a hólnum Harðhaus, sem stóð í átta ár. Þegar ég byggði þetta hús áttaði ég mig ekki á því að sjórinn var alltaf að brjóta landið og einu sinni í miklu brimi komu sjóarnir alveg upp að bæjardyrunum hjá mér. Þá varð konan hrædd, sem vonlegt var – ég réðst þá í að rífa húsið og notaði timbrið úr því til að byggja steinhús ofar í þorpinu [þ.e. Teig]. Þar átti ég svo heima alla tíð með fjölskyldu minni og síðast einn þar til í sumar sl. að ég fluttist hingað á Hrafnistu í Hafnarfirði”.

Klöpp

Gamla Klöpp – uppdráttur ÓSÁ.

Við framangreint má bæta að Ármann Árnason keypti Teig af föður sínum árið 1969. Árni Guðmundsson hafði áður, 1947, keypt hálfa jörðina Klöpp af móður sinni, Margréti Árnadóttur. Sýslumaður setti húsið á uppboð árið 1988 vegna kr. 25.000- bankaskuldar, auk hálfrar jarðarinnar Klappar. Landsbankinn keypti húsið og jarðarhlutann. Ómar Smári, sonur Ármanns taldi gjörning sýslumannsins ólöglegan hvað varðaði hálfa jörðina Klöpp. Eftir áralangan málarekstur samþykkti sýslumaður að afhenta afkomendum Ármanns jarðarhlutann og þar með hlutdeildina í óskiptu landi Þórkölustaðahverfis.

Klöpp

Klapparbærinn vestan Buðlungu.

Eigandi Klappar, Jón Ársæll Gíslason, keypti húseignina Teig af Landsbankanum árið 1992 og nýtti það að hluta til íbúðar uns Sverrir Sverrisson keypti Teig árið 2021 og hefur hann síðan verið að gera húsið upp til heiðurs sæmdarhjónunum er byggðu það upphaflega. Sverrir verður með opið hús fyrir afkomendur hjónanna á afmælisdegi Árna, 4. júní n.k. (2023).

Árni Guðmundsson frá Teigi ­ minning 1991

Þórkötlustaðir

Vestari-Vesturbær (lengst til vinstri), Miðbær (nú horfinn) og Austurbærinn. Árni Guðmundsson segir frá.

Árni fæddist 4. júní 1891 og lést 29. apríl 1991. Lífshlaupi hans spannaði nánast eina öld; rúman mánuð vantaði hann í 100 árin.
Þau voru falleg hjónin Árni og Ingveldur í Teigi, svo sallafín og strokin með höfðingjafasi, ástfangin eins og unglingar frá því ég sá þau fyrst, allt þar til leiðir skildust, þegar hún var komin þétt að áttræðu. Nú hefir hann aftur hitt fallegu stúlkuna sína eftir rúmlega 20 ára aðskilnað, sem oft hefir verið honum erfiður, en því mótlæti mætti hann einsog öðru, sem á hann var lagt, æðrulaus eins og formanni sæmir. Framan af ævinni var hann einmitt formaður og útvegsbóndi í Klöpp og síðan í Teigi í Grindavík. Það fórst honum vel úr hendi eins og annað, sem hann tók að sér.

Teigur

Teigur – minningarskjöldur.

Ég hefi bæði séð í rituðu máli og eins hefir sagt mér gamall háseti hans, að hann hafi verið frábær stjórnandi til sjós, aldrei tapað stillingu á þeim vettvangi, jafnvel á örlagastundum, sem verða svo margar hjá sjómönnum, ekki síst meðan opnu trillurnar voru aðalfarkosturinn, en einmitt slíkum báti stjórnaði Árni.

Klöpp

Gamla Klöpp – flugmynd ÓSÁ.

Þau hjónin, Árni og Ingveldur Þorkelsdóttir, f. 14. des. 1891, eignuðust 11 börn. Úr þeim hópi misstu þau tvo drengi í bernsku.
Árni var maður gleðinnar, naut sín vel þar sem fagnað var, söng bæði mikið og vel og var lengi í kór í Grindavík. Hann var kátur og hlýr í dagfari og mjög spaugsamur. Það væri efni í væna bókað lýsa persónuleika Árna og fer ég ekki út í þá sálma, en það segir dálitla sögu, að hans hefir oftverið getið í rituðu máli og vitnað bæði til hans og heimilis hans. Hinn þekkti þáttagerðarmaður Jónas Jónasson átti við hann ítarlegt viðtal í útvarpinu fyrir nokkrum árum og fór Árni þar á kostum. Höfð hafa verið við hann blaðaviðtöl og síðast eftir að hann var kominn á tíunda áratuginn. Það var opnuviðtal í Morgunblaðinu.

Árni Guðmundsson

Fyrsta skólfustungan fyrir heimili aldraðra í Grindavík.

Hann kom fram í tveimur kvikmyndum, sem sýndar hafa verið í Sjónvarpinu, og hefir þá eflaust þar ráðið vali kvikmyndastjórans, hvað Árni var mikill persónuleiki í sjón, enda sómdi hann sér vel á hvíta tjaldinu. Hann var með hlutverk í auglýsingu frá DAS, sem lengi birtist á sjónvarpsskjánum.
Árni var fljótur að ná sambandi við fólk, sem hann hitti á förnum vegi. Hann hafði mjög gaman af að spila. Hann var sérstaklega barngóður, enda dýrkaður af afkomendum sínum og því meira, sem þeir voru yngri.

Ingveldur Þorkelsdóttir og Árni Guðmundsson – aldarminning 1991

Þorbjarnarstaðir

Þorbjarnarstaðir í Hraunum – tilgáta

Ingveldur var fædd 14. desember 1891 og lést 21. janúar 1970. Árni var fæddur 4. júní 1891 og lést 29. apríl 1991. Í dag eru liðin 100 ár frá fæðingu Ingveldar, og 4. júní sl. voru liðin 100 ár frá fæðingu Árna, en hann vantaði rúman mánuð til að lifa það afmæli. Ingveldur var fædd í Lambhaga í Hraunum, dóttir hjónanna Ingveldar Jónsdóttur frá Helludal í Biskupstungum [Jóns Guðmundssonar frá Tortu, Bryggju, Álfsstöðum, Hvaleyri og Setbergi) og Þorkels Árnasonar [frá Guðnabæ í Selvogi] bónda í Lambhaga, síðar á Þorbjarnarstöðum í Hraunum. Árni var fæddur í Klöpp í Grindavík, sonur hjónanna Guðmundar Jónssonar frá Þorkötlustöðum á sama stað og Margrétar Árnadóttur, Klöpp, Grindavík.

Árni Guðmundsson

Árni Guðmundsson og Ingveldur Þorkelsdóttir ásamt börnum sínum.

Eftir þeim heimildum sem fyrir liggja eru ættir þeirra beggja samansettar af duglegu og umfram allt þrautseigu fólki sem barðist harðri baráttu fyrir tilveru sinni.
Árni og Ingveldur giftust árið 1914 og hófu búskap í Klöpp í Grindavík, síðar í Teigi á sama stað. Þau eignuðust 11 börn á 19 árum. Þau eru í aldursröð: Margrét, fædd 18. febrúar 1915, dáin 9. apríl 1986; Jónína Vilborg, fædd 16. júlí 1917, dáin 24. mars 1968; Dagmar María, fædd 4. apríl 1918; Guðmundur, fæddur 16. janúar 1920; Laufey, fædd 18. júlí 1921; Þorkell, fæddur 3. janúar 1923; Jón, fæddur 25. desember 1925, dáinn 5. janúar 1989; Ingi Ármann, fæddur 18. október 1927, dáinn 4. mars 1934; Unnur, fædd 28. apríl 1929; Vilberg Magnús, fæddur 29. desember 1930, dáinn 27. apríl 1931; Ingi Ármann, fæddur 4. júlí 1934, dáinn 5. desember 1990.

Árni Guðmundsson og Ingveldur Þorkelsdóttir.

Ingveldur Þorkelsdóttir og Árni Guðmundsson.

Af framangreindri upptalningu er ljóst að einhvern tímann hefir þurft að taka til hendi, hvíld hefir verið knöpp, frístundir engar, allir framkrókar hafðir til að afla daglegs brauðs. Árni stundaði sjóinn frá barnsaldri, var mjög ungur formaður á opnum árabáti, seinna á stærri vélbáti. Er rómuð stjórnun hans af fyrrverandi hásetum sem voru hjá honum margar vertíðir. Einn tók þannig til orða að Árni hefði verið snillingur í brimlendingu. Segir þetta töluvert um skaphöfn hans.
Ekki fær Ingveldur síðri umsögn síns samferðafólks. Hún var tiltekin fyrir dugnað og myndarskap og hagsýni hennar var óumdeild. Var stundum eins og hún skæfi brauð af steinum. Var tiltekið hvað hópurinn hennar var alltaf vel klæddur og að sjálfsögðu saumaði hún og prjónaði á þau hverja flík.

Árni Guðmundsson og Ingveldur Þorkelsdóttir.

Árni Guðmundsson og Ingveldur Þorkelsdóttir.

Eins og að framan segir var sjórinn uppistaða afkomunnar. Árni var útvegsbóndi. Með sjónum stundaði hann smávegis búskap, átti nokkrar kindur, eina til tvær kýr og hest. Heyföng voru lítil og erfið, túnið í Klöpp þætti nytjarýrt á nútíðar máta, og til að ná endum saman var hver grænn blettur nytjaður nær og fjær, t.d. heyjuðu þau hjónin nokkur sumur inn á Vigdísarvöllum sem eru milli Hálsa vestur af Krýsuvík. Þangað er löng leið og ekki auðveld frá Grindavík. Þarna sló Árni og Ingveldur rakaði og þurrkaði. Dagsverkið var baggar upp á einn hest. Ef að líkum lætur hefir Ingveldur stundum verið barnshafandi þegar hún var í þessum heyskaparleiðöngrum og geta má nærri hversu örþreytt hún hefir verið að loknu dagsverki. Þetta dæmi er tekið til að gefa okkur allsnægta kynslóðinni smávegis innsýn í lífsbaráttu foreldra okkar.

Árni og Ingveldur

Teigur endurgerður…

Sem betur fer breyttust kjör Árna og Ingveldar til betri tíðar þegar lengra leið á ævina og þau kunnu manna best að njóta þess jákvæða sem hver dagur bar í skauti. Börnin flugu úr hreiðrinu og efnahagurinn batnaði. Þau voru einstaklega samhent og mikið ástríki var á milli þeirra svo til var tekið. Þau nutu þess að taka á móti gestum enda gestkvæmt mjög í Teigi. Mikið og innilegt samband var við börnin og þeirra fjölskyldur, allur frændgarðurinn var aufúsugestir hvenær sem var, svo og tengdafólkið. Teigur var í hugum alls þessa fólks, sannur sælureitur þó húsið væri hvorki hátt til lofts né vítt til veggja rúmaði það óendanlega kærleika húsbændanna, sem allir fundu fyrir sem umgengust þessi elskulegu hjón.

Þessi fátæklegu orð eru sett á blað frá okkur sem nutum ástar þeirra og kærleika og við munum finna fyrir alla okkar daga. Við teljum það mikið lán að hafa átt þessa góðu foreldra sem miðluðu okkur ást sinni og lífsvisku sem hvorki mölur né ryð fær grandað.

Blessuð sé minning okkar elskuðu foreldra.”
Sverrir hefur, auk þess að endurbyggja Teig, komið fyrir í húsinu ættartré þeirra Árna Guðmundssonar og Ingveldar Þorkelsdóttur.  Tréð sýnir 380 afkomendur þeirra hjóna. Þeir eru boðnir velkomnir að Teigi eftir hádegi n.k. Sjómannsdag, 4. júní, þ.e. á fæðingardegi Árna.

Teigur

Teigur – ættartré.

Foreldrar Ingveldar og Árna, sem og systkini voru eftirfarandi:

Lambhagi

Lambhagi.

Ingveldur Jónsdóttir frá Setbergi við Hafnarfjörð, f: 22. okt. 1862. Þorkell Árnason, f. í Guðnabæ 12. des. 1853, bóndi í Lambhaga, á Þorbjarnarstöðum og í Straumi í Garðahreppi, d. 18. nóv. 1943.

Börn: Oddgeir, f. á Ásólfsstöðum 27. maí 1881, bóndi á Ási við Hafnarfjörð. Ingólfur, f. í Reykjavík 18. okt. 1884, Jón, f. í Lambhaga 1. nóv. 1886, Árni Steindór, f. í Lambhaga 24. júní 1888, Vilborg, f. í Lambhaga 17. júlí 1890, Ingveldur, f. í Lambhaga 14. des. 1891, Guðbjörg, f. í Lambhaga 23. jan. 1894, Steinunn, f. í Lambhaga 17. júlí 1895, Katrín, f. á Þorbjarnarstöðum 3. mars 1898, Guðmundur, f. á Þorbjarnarstöðum 21. ágúst 1900, Ástvaldur, f. í Straumi 11. febr. 1902.

Guðnabær

Guðnabær.

Guðmundur Jónsson, f. á Þórkötlustöðum 19. okt. 1858, d. 3. des. 1936. Margrét Árnadóttir, f. 1861, d. 1947.

Börn: Einar Guðjón, f. 1882, d. 1968, Guðrún, f. 1883, d. 1885, Valgerður, f. 1886, d. 1967, Jón, f. 1887, d. 1908, Árni, f. 18891, d. 1991, Guðmundur Ágúst, f. 1894, d. 1963, Guðmann Marel, f. 1900, d. 1936.

Foreldrar Guðmundar voru: Jón Jónsson, f. í Garðhúsum 14. nóv. 1825, d. 13. des. 1882, og Valgerður Guðmundsdóttir, f. á Hrauni 7. feb. 1829, d. í Akurhúsum 25. júní 1895.

Heimild:
-Húsakönnun í Þorkötlustaðahverfi: Verndarsvæði í byggð, Reykjavík 2018.
-Minningagreinar um Árna Guðmundsson og Ingveldi Þorkelsdóttur.

Þórkötlustaðarétt

Þórkötlustaðarétt – Klöpp og Teigur t.h.

Teigur

Eftirfarandi er úr viðtali sem Bragi Óskarsson tók við Árna Guðmundsson frá Teigi, fyrrverandi formann í Grindavík. Árni lést árið 1991, mánuð fyrir 100 afmælið. Árni bjó fyrst í Klöpp, torfbæ austan við Buðlungu, og síðar í Teigi.

Þórkötlustaðahverfi

Þórkötlustaðahverfi.

Frá honum og konu hans, Ingveldi Þorkelsdóttur frá Þorbjarnarstöðum í Hraunum, eru Teigaranir komnir (eða það segir a.m.k. Dagbjartur Einarsson – og ekki lýgur hann). Afi hennar var Jón Guðmundsson, hreppstjóri, á Setbergi við Hafnarfjörð. Faðir Ingveldar var Þorkell Árnason frá Guðnabæ í Selvogi og Igveldur Jónsdóttir frá Setbergi. Foreldrar Árna voru Guðmundur Jónsson (1858-1936) frá Þórkötlustöðum og Margrét Árnadóttir (1861-1947) frá Klöpp. Afi hans var Jón Jónsson frá Garðhúsum. Systir Árna var Valgerður, eiginkona Dagbjarts Einarssonar, afa Dagbjarts Grindvíkings. Svona var nándin mikil fyrrum í Grindavík – þegar húsin voru nafngreind og útidyrahurðir stóðu jafnan opnar.
Klöpp var myndarbýli, en nú sjást einungis rústir gamla torfbæjarins, nokkuð heillegar. Timburhús, sem byggt var á jörðinni, svolítið austar, flaut upp í stórviðri árið 1925. Eftir það var húsið fært ofar í landið, þar sem það er nú, samfast samnefndu húsi. Hér lýsir Árni útfræði, formennsku og öðru því sem þurfti að sinna í hinu daglega amstri Grindavíkurdaganna fyrrum – sem þó eru einungis handan við hornið…

Skógfellastígur

Skógfellastígur.

“Þeir eru nú orðnir fáir sem muna áraskipin gömlu og þá sjómennsku sem á þeim var stunduð. Allt frá landnámstíð og fram á þessa öld sóttu Íslendingar sjóinn á árabátum og urðu að notast við þær hafnir sem náttúran hafði sjálf smíðað. Sennilega hafa breytingar orðið næsta litlar í sjósókn landsmanna í sumum verstöðvum allar þessar aldir, því þó þilskipin kæmu til sögunnar héldu árabátarnir sínum hlut. Viðmælandi minn, Árni Guðmundsson frá Teigi í Grindavík, stundaði sjá á áraskipum þaðan í upphafi þessarar aldar í meira en áratug. Hann er 95 ára gamall (árið 1986), fæddur árið 1891. Ég fékk Árna til að rifja ýmislegt upp frá þessum árum.

Vermenn
– Faðir minn, Guðmundur Jónsson, var lengst af formaður á róðrarbátum frá Grindavík, sagði Árni. Hann varð ungur formaður – sextán ára og stundaði það starf allt þar til heilsan bilaði og ég tók við formennskunni af honum. Hann bjó á jörðinni Klöpp í Þórkötlustaðahverfi. Búið hjá honum var töluvert stórt á mælikvarða þess tíma. Hann var með eina kú, tvo hesta og þetta 60-70 ær.

Á veturna réru að jafnaði 7 – 9 aðkomumenn með föður mínum. Þeir bjuggu í verbúð og gerðu sig að öllu leyti út sjálfir. Sumir þessara manna komu langt að – einn þeirra man ég að var austan af Síðu og hefur það verið erfitt ferðalag hjá honum að komast í verið, sérstaklega ef maður hefur það í huga að þá voru allar ár óbrúaðar.

Klöpp

Tóft Klappar.

Mötuna sendu vermennirnir á undan sér í þartilgerðum skrínum, og varð faðir minn að sækja þær þeim að kostnaðarlausu inn í Keflavík. Skrínur þessar voru trékassar sem oftast voru hólfaðir í tvennt. Var kæfa í öðru hólfinu en smjör í hinu. Matan varð að endast alla vertíðina. Fisk urðu þeir að skaffa sér sjálfir en alla vökvun, hvort sem var grautur, kaffi eða sýra fengu þeir hjá útgerðinni, sem tók einn hlut upp í þann kostnað.

Jú, það vildi nú vera misjafnt hvernig þeim hélst á mötunni karlagreyjunum – en það var þá reynt að hjálpa eitthvað uppá þá sem verst voru staddir.

Hversu margir bátar réru þá frá Grindavík?

Ég á nú ekki gott með að áætla hversu margir árabátar voru gerðir út þaðan þegar ég man fyrst eftir. Róið var úr öllum hverfunum þrem, flestir voru bátarnir frá Járngerðarstaðahverfinu, en miklu færri frá Þórkötlustaðahverfi og Staðarhverfi. En ég gæti trúað að það hafi verið svo sem 20 bátar sem réru frá öllum hverfunum að jafnaði. Margir aðkomumenn réru jafnan í Grindavík og komu þeir víða að – allt austan frá Skaftafelli og norðan af Vestfjörðum. Margar vertíðir réru hjá mér tveir harðduglegir menn frá Patreksfirði, þeir gengu alla leið að vestan með pokana sína – og létu sér ekki muna um það. Það eina sem þeir fóru ekki gangandi á þessari löngu leið var að þeir fengu sig yfirleitt flutta með flóabátnum frá Akranesi til Reykjavíkur.

Árni Guðmundsson

Árni Guðmundsson og Ingveldur Þorkelsdóttir ásamt börnum sínum.

Bærinn Teigur var upphaflega kot sem ég fékk að reisa á jörðinni hans pabba. Þar reisti ég timburhús sem stóð í átta ár. Þegar ég byggði þetta hús áttaði ég mig ekki á því að sjórinn var alltaf að brjóta landið og einu sinni í miklu brimi komu sjóarnir alveg upp að bæjardyrunum hjá mér. Þá varð konan hrædd, sem vonlegt var – ég réðst þá í að rífa húsið og notaði timbrið úr því til að byggja steinhús ofar í þorpinu. Þar átti ég svo heima alla tíð með fjölskyldu minni og síðast einn þar til í sumar sl. að ég fluttist hingað á Hrafnistu í Hafnarfirði.

Búið hjá mér varð aldrei stórt. Ég var með eina kú, einn hest og svona 30 –40 ær. Það var margt í heimili hjá mér – börnin voru nú ekki nema ellefu en svo voru tengdaforeldrar mínir lengi hjá okkur og voru þá sextán manns í heimili.

Þú byrjaðir ungur þína sjómennsku?

Sjö ára gamall fór ég fyrst á sjó, fékk að fljóta með hjá einum formanninum. Það var aum byrjun, því ég var miður mín af sjóveiki en tókst þó að reita upp eina 29 titti. Það var minn fyrsti afli.

Lífróður
árabáturFjórtán ára fór ég fyrst að róa í alvöru og fór þá á vetrarvertíð í fyrsta sinn.

Eiginlega átti ég að vera í snúningum heima því þar var nóg að starfa. Pab

Eitt sinn um sumarið munaði þó mjóu að illa færi. Þá hafði gert óverður svo ekki varð farið á sjó í viku tíma. Formaðurinn var orðinn óþolinmóður því við vorum með net í sjó sem ekki hafði tekist að vitja um og svo áttum við tilbúna línu sem beitt hafði verið með gotu. Veðrið fór að lægja á sunnudegi en formaðurinn kallaði þó ekki á okkur fyrr en komið var fram á dag. Einn hásetanna, og annar eigandi bátsins, vildi þó ekki hlýða kallinu því bæði var hann fullur og svo þóttist hann vera svo guðhræddur að hann réri ekki á sunnudegi, sem var nú ekki annað en fyrirsláttur hjá honum.bi hafði alltaf nóg af sjómönnum enda var sóst eftir að komast í skiprúm hjá honum. Mín fyrsta vertíð var ekki með pabba, heldur fór ég á áttæring hjá formanni sem vantaði menn. Hann hafði ekki nema þrjá vana menn sem allir voru reyndar komnir yfir sextugt, svo vorum við tveir fjórtán ára strákar og einn fimmtán ára. Ekki þótti þetta merkileg skipshöfn en þetta slampaðist þó furðanlega hjá okkur.

Bátarnir í ÞórkötlustaðanesiNú, við fórum út og lögðum línuna. Það tafði okkur að við þurftum að taka upp grásleppunet sem formaðurinn átti, netin voru öll orðin full af þara og illt við þau að eiga. Þegar við höfðum loks lokið við að draga línuna reif hann sig upp með suðaustan rok og urðum við að róa lífróður allan daginn og fram á nótt að við komumst loks í höfn. Það var á versta tíma – um háfjöruna, og vorum við strákarnir hreinlega að gefast upp. Það vildi okkur til að feður okkar komu og tóku við af okkur, því við gátum þá rétt með herkjum staðið á löppunum. Þá var maður þreyttur og gott að hvíla sig.

Árabátarnir
Formaður varð ég tuttugu og tveggja ára þegar ég tók við af föður mínum sem þá hafði misst sjónina og var orðinn heilsuveill. Þá tók ég við formennsku á teinæringnum Lukku –Reyni. Síðar fékk ég Guðjón Einarsson skipasmið í Reykjavík til að smíða fyrir mig nýjan bát, Farsæl, og lét setja í hann vél.

Þetta var óneitanlega erfið sjómennska og ekki hættulaus. Róðurinn gat verið nokkuð langur á miðin, sérstaklega þegar netaveiðin stóð yfir. Mest vorum við með línu því ekki þýddi að byrja með netin fyrr en í apríl. Oft lenti maður í miklum barningi þegar róið var móti vindi og þá gat róðurinn orðið þungur og reynt á þolrifin í mannskapnum. Yfirleitt var róið á mið frá Staðarbergi og allt fram á Sýrfell. Mið þessi hétu ýmsum nöfnum s.s. Grunnaskarð, Síling, Djúpaskarð, Hallinn, Slakkinn, Melurinn o. fl. Aflinn var nú misjafn en oft sigldum við þó heim með hlaðinn bát.

Grindavík fyrrumRóið var allt árið um kring. Við feðgarnir áttum sinn bátinn hvor og rérum þannig allar árstíðir. Vor og sumar var róið á fjögurra manna fari, en reyndar voru venjulega fimm á, sex manna fari rérum við á haustin en á vetrarvertíðinni voru við á teinæringnum.

Vetrarvertíð
Á vetrarvertíð var farið út fyrir klukkan fimm á morgnana. Byrjað var á því að setja bátinn niður því allt var gert með handafli á þessum tíma. Skipin voru sett upp fjöruna á höndum líka, alveg þar til við fengum spil, sem var stór munur – þá gengu 4 – 6 á spilið og spiluðu bátinn upp en tveir studdu við hann.

Venjulega var um klukkustundar róður á miðin og þá var farið að leggja línuna. Oft var enn niðamyrkur þegar við komum á miðin og voru þá hafðar luktir til að lýsa mönnum við að leggja. Á teinæringnum vorum við venjulega með fimm bjóð – vorum yfirleitt átta undir árum meðan lagt var og hver krókur tíndur út, einn í einu. Ef eitthvað flæktist var bátnum róið afturábak og greitt úr því. Um klukkustund tók að leggja lóðina ef allt gekk vel. Að því loknu gátu menn fyrst gefið sér tíma til hvíldar, því væri ekki byr úr landi, var hamast í einni skorpu frá því lagt var af stað og þar til línan var öll komin í sjó.

Í NorðurvörÞegar búið var að leggja voru menn venjulega uppgefnir og sveittir. Sló þá oft illa að mönnum og varð mörgum hrollkalt meðan beðið var í rúmlega klukkustund yfir lóðinni, oft í frosti og snjókomu, en hvergi var skjól að hafa. Það gat gengið misjafnlega að ná línunni eftir því hversu mikið var á henni eða hvort hún festist. Ef hún varð föst var allra bragða neytt til að losa hana en þegar allt þraut var róið á línuna þar til hún slitnaði og síðan róið í næsta ból.

Þegar dregið var voru venjulega átta undir árum og andæfðu, tveir skiptust á um að draga og gogga af, en formaðurinn stóð afturí við stýrið. Það var erfitt verk og lýjandi að draga línuna og venjulega var það ekki falið öðrum en hraustmennum. Um 3 til 4 tíma tók að draga þegar allt gekk vel. Þá var haldið til lands. Ef byr var hagstæður var segl dregið að húni en annars varð auðvitað að róa.

Hvenær var svo komið að?

Fiskur í seilumJa, það gat nú verið ansi breytilegt, lagsmaður – það gat verið alveg frá hádegi eða fram í svartamyrkur eftir því hversu vel eða illa gekk á sjónum.

Náðuð þið alltaf í höfn í Grindavík?

Oft munaði það mjóu en hafðist þó alltaf hjá okkur. Einu sinni urðum við t.d. að liggja daglangt úti á lóninu fyrir utan brimgarðinn við innsiglinguna í veltubrimi og stormi. Þar urðum við að róa lífróður í sex klukkustundir samfleytt svo okk

ur ræki ekki upp í brimgarðinn. Vorum við allir orðnir allþrekaðir þegar formaðurinn ákvað að reyna lendingu. Þá voru allir karlmenn úr Járngerðarstaðarhverfinu komnir í fjöruna til að taka á móti okkur og það auðveldaði okkur lendinguna mikið. Þeir voru að reyna að hella lýsi og olíu í sjóinn til að draga úr briminu, en stormurinn hreytti því öllu upp í fjöru jafn óðum, svo það kom að litlu gagni. Þessi lending gekk þó að óskum og máttum við þakka það því hversu hraustlega var tekið á móti bátnum þegar hann bar upp.

Fiskur á seilum

Í Grindavík var engin bryggja á þessum árum og því varð ávallt að seila fiskinn. Væri brim var seilað út á lóninu fyrir utan brimgarðinn til að létta bátinn – fiskurinn var allur bundinn í kippur sem í var bundin fimm punda lína um 60 faðma löng. Einn maður gætti hnykilsins þegar róið var gegn um brimgarðinn og gaf út af færinu eftir því sem þurfti. Þegar í land var komið var svo aflinn dreginn að landi gegnum brimgarðinn og reynt að stilla þannig til að fiskurinn kæmi upp í fjöruna fyrir neðan skiptivöllinn.

Væri sæmilega gott í sjóinn var fiskurinn ekki seilaður fyrr en komið var í vörina. Þá voru tveir menn settir til að halda bátnum meðan aflinn var seilaður og gat það verið erfitt verk að styðja ef eitthvað hreyfði sjó. Aflinn var alltaf seilaður, – nógu erfitt var að setja bátinn upp þó ekki væri aflinn um borð í honum.

Þegar búið var að setja bátinn var tekið til við að bera fiskinn upp á skiptivöllinn. Þar var aflanum skipt í 14 staði eða 7 köst en við vorum 11 á. Voru tveir um hvert kast og voru kallaðir lagsmenn. Eitt kast, eða tveir hlutir, komu í hlut útgerðarinnar en einn hlutur var dauður og fór í kostnað við áhöfnina eins og ég kom að áðan.

Svo þurfti auðvitað að beita línuna fyrir næsta róður. Hraða þurfti öllum

þessum verkum svo menn fengju sæmilega langan svefn fyrir róður næsta dags.

Var ekki erfitt að eiga eftir alla aðgerðina þegar komið var af sjónum?

Nei, maður fann ekkert fyrir því. Það var bara að ná landi, þá var maður ánægður. Þegar það hafði tekist hafði maður bara gaman af aðgerðinni og að beita línuna.

Sjóslys voru tíð á þessum tíma er það ekki?

SpilJú, það kom fyrir að bátar fórust á miðunum í vondum veðrum. Einn teinæringur fórst í innsiglingunni við Grindavík nokkru eftir að ég hóf sjómennsku og gerðist það skömmu áður en við komum að. Það voru geysiháir sjóar og mikið brim í innsiglingunni þann dag. Þeim hlekkist eitthvað á og brimið náði bátnum. Það komust ekki nema tveir af – formaðurinn sem hét Guðmundur og einn háseti. Það merkilega var að Guðmundur þessi fór svo á skútu um sumarið og fórst með henni. Það virðist svo að ekki verði feigum forðað.

Samgöngurnar
Við Árni snúum nú talinu að samgöngum á landi í aldarbyrjun.

Þegar ég man fyrst eftir mér var hér enginn vegur, sagði Árni. Aðeins götuslóði var til Keflavíkur en þangað þurftu Grindvíkingar margt að sækja. Þar var læknirinn og þangað varð að sækja allt sem ekki fékkst hjá kaupmanninum í Grindavík. Menn fóru þetta ýmist gangandi eða ríðandi.

Já, ég gekk þetta oft og stundum með allmiklar byrðar. Einu sinni kom það fyrir þegar hann rauk upp með verður að faðir minn missti öll sín net. Það var mikill skaði því netin voru dýr og svo féllu auðvitað niður róðrar hjá okkur út af þessu. Ekki var um annað að ræða en setja upp ný net og sendi hann mig þá inn í Keflavík ásamt fjórum hásetum öðrum að ná í netakúlur. Það var von byrði – ekki vegna þess að hún væri svo þung, heldur fór þessi baggi illa á manni. Við höfðum borið sem svaraði 50 kg hver og höfðum af því mikið erfiði.

FarsællÞá var öll síld til beitu borin frá Keflavík til Grindavíkur. Hún var borin í fatla sem kallað var. Síldin var sett í poka sem við bundum á okkur með reipum og hertum að þannig að pokarnir hvíldu á öxlunum. Var mikill munur að hafa hendurnar lausar, þar sem leiðin var löng en byrðin oft um 50 kg. Illt var að nema staðar og hvíla sig með þessar byrðar eins og frá þeim var gengið. Reyndu menn venjulega að komast þetta í tveimur áföngum því aðeins einn góður hvíldarstaður var á miðri leið og var hann kallaður Lágar. Þar er bergsylla sem auðvelt var að styðja pokanum á og losa hann af sér án þess að eiga í vandræðum með að binda hann á sig aftur.

Saltflutningar

Þessi burður var þó auðveldur miðað við saltflutningana en við þá slapp ég sem betur fer. Þegar ég man fyrst til var öllu salti skipað upp í Vogunum og báru Grindvíkingar saltið á sjálfum sér þaðan í hálftunnupokum. Það voru því rúmlega 50 kg sem hver maður bar og var þetta mjög erfið byrði. Saltið var blautt og leiðin löng, og á göngunni nuddaðist það inn í bakið á burðarmönnunum. Aumingja karlarnir sem þannig urðu að þrælast með þessar drápsklyfjar dag eftir dag fengu oft mikil sár, sem lengi voru að gróa, undan pokunum.

Árni Guðmundsson

Árni Guðmundsson.

Sjálfur lenti ég stundum í því að rogast með svona byrðar í uppskipun, bæði með helvítis kolin og svo saltið.

Þegar saltskip og kolaskip komu varð uppskipun að ganga eins hratt fyrir sig og hægt var, enda venjulega nægur mannskapur á lausu. Við bárum þetta á bakinu í sekkjum en í þá var saltið mælt með hálftunnustömpum úti í skipinu. Þetta þrömmuðum við með frá uppskipunarbátnum og drjúgan spöl upp að geymsluhúsunum þar sem við urðum að staulast upp brattan stiga en svo var saltinu steypt úr pokunum fram yfir hausinn á okkur niður í binginn. Þannig man ég að við þræluðum einu sinni hvíldarlaust heilan dag og fram á nótt. Fengum rétt að fleygja okkur útaf í saltbinginn um lágnættið yfir lágfjöruna. Þá var maður hvíldinni feginn. Þetta voru ekki allt sældar dagar hjá manni.

Fiskurinn

Þá voru mörg handtökin í sambandi við fiskinn eftir að hann var komin á land. Allur þorskur og ufsi var flattur og saltaður á Portúgalsmarkað. Það var mikil vinna að breiða fiskinn til þurrkunar þegar vel veiddist. Oft man ég til þess að allur kamburinn fyrir neðan túnið hjá mér var hvítur af fiski. Þegar skipin komu var fiskurinn fluttur úr í þau í bátum og stúfað í lestarnar. Var vandaverk að stúfa því raða varð hverjum fiski rétt svo þessi dýrmæti útflutningur skemmdist ekki.

Leiddist þér aldrei þetta puð og basl á sjónum – fannst þér þetta ekki stundum þýðingarlítið strit?

Þórkötlustaðarétt

Þórkötlustaðarétt – Teigur t.h.

Nei, sú hugsun kom aldrei að mér. Það var ávallt mitt yndið mesta að vera á sjónum og ég man ekki til þess að mér leiddist sjómennskan nokkurn tíma. Enda var ég á sjónum árið um kring öll mín bestu ár – ég fékk aldrei leið á því. Meira að segja þegar ég var kominn yfir sextugt og hættur á vertíðum gátum við ekki stillt okkur um það þrír karlar að stunda sjóinn á fjögurra manna fari með búskapnum. Þetta var auðvitað ekki mikið sem við öfluðum því róðrarnir hjá okkur voru stopulir en við höfðum þó í soðið og vel það.”

Sjá viðtal – http://www.ismus.is/i/person/id-1007820

Heimild m.a.:
-http://www.simnet.is/isrit/greinar/arabat.htm

Þórkötlustaðabótin - Ísólfsskáli fjær

Brim utan Þórkötlustaða.

 

Árni Guðmundsson

Í Sjómannadagsblaði Grindavíkur 1993 skrifar Ólafur Rúnar Þorvarðarson frásögn Árna Guðmundssonar frá Teigi um komu hans í franska fiskiskútu á þriðja áratug síðustu aldar utan við Þórkötlustaðahverfi undir fyrirsögninni “Um borð hjá Frönsurum”.

Ólafur Rúnar

Árni hafði frá mörgu að segja eftir áratuga langa sjómennsku og fer frásögn hans hér á eftir.

“Það mun hafa verið nálægt sumarmálum, að við héldum út á Fasæli síðla dags að leggja línu. Línan var venjulega látin liggja yfir nóttina og dregin næsta dag, ef veður leyfði. Við vorum fjórir á bátnum, sem var opinn vélbátur. Veður var gott, og er við höfðum lagt, héldum við áleiðis til lands. Engir bátar eða skip voru á miðunum í nánd við okkur utan ein skúta sem var á færum og hélt sig nærri þeims lóðum, er við höfðum byrjað að leggja línuna.
Nálguðumst við nú skútuna og sáum að þar var mannskapur uppi. Voru uppi getgátur háseta minna um það hverrar þjóðar þeir menn kynnu að vera, uns við veittum því athygli að frakkaklæddur maður með hatt á höfði byrjaði að veifa og kalla til okkar. Ég hafði á orði að líklega vildi hann okkur eitthvað þessi og rétt væri að athuga það nánar. Ekki leist mínum mönnum meira en svo á það tiltæki, en ég bað þá að bíða rólega á meðan ég færi um borð og lögðum við svo að skútunni.

Árni Guðmundsson

Farsæll GK 56, sem Árni í teigi og bræður hans gerðu út frá Þórkötlustaðahverfi. Um borð er talið frá v: Vilmundur Daníelsson frá Garbæ, Þorkell Árnason frá Teigi og Guðmundur Guðmundsson bróðir Árna formanns.

Sá frakkaklæddi tók á móti mér þegar ég kom upp á þiðjur, tók undir hönd mér og leiddi mig niður í káetu. Þóttist ég vitað að það færi skipstjórinn. Býður hann mér að setjast, og hellir í tvö staup. Gerum við vegunum góð skil og af málfari hans og bendingum ræð ég að þeir séu franskir sjómenn. Ekki var frönskukunnáttu minni mikið fyrir að fara en eftir eitt eða tvö staup til viðbótar vorum við þó farnir að skilja hvor annan nóg til þess að ég þóttir vita erindi hans. Var það í því fólgið að biðja mig um að koma fyrir sig skeyti til franska konsúlatsins á Íslandi. Sem við sitjum í káetunni, kemur þar niður hávaxinn maður, sem ég áleit vera stýrimann skútunnar. Taka þeir skipstjóri tal saman og fer sá fyrrnefndi upp að því loknu. Settist skipstjóri nú við skriftir. Fékk hann mér síðan bréf í hendur og héldum við svo upp á þilfar.

Árni Guðmundsson

Frönsk skúta líkri þeirri er fram kemur í viðtalinu.

Skúta þessi var frekar lítil en tvímastra. Heldur fannst mér aðbúnaður bágborinn um borð. Ég tók eftir því að hásetarnir voru berhentir við færin. Höfðu þeir aðeins skinnpjötlur í lófunum og voru hendur þeirra bólgnar og kaunum hlaðanar eftir langa útivist. En þeir höfðu aldeilis ekki setið auðum höndum á meðan ég var niðri í káetu hjá skipstjóranum. Kom nú í ljós hvert erindi stýrimaður hafði átt niður því þegar ég var að stíga af skipsfjöl, sá ég að búið var að koma um borð í bátinn okkar tveim pokum af kartöflum ásamt talsverðu af kexi og rauðvíni.
Árni GuðmundssonMér þótti nú leitt að geta ekki launað þeim þetta með einhverjum hætti og eftir að hafa rætt málið við drengina mína var ákveðið að gefa þeim sjóvettlingana sem við höfðum meðferðis. Voru það fimm pör, sem þeir þáðu með þökkum. Ég vildi nú bæta þeim þetta upp enn frekar og varð því að samkomulagi með okkur að hittast aftur á svipuðum slóðum næsta dag. Yfirgáfum við síðan skútumenn og héldum til lands. Hafði ég í huga að færa þeim fleiri pör af vettlingum eða einhvern annan ullarfatanð. Færði ég þetta í tal við konu mína þegar heim kom og var það auðsótt mál.
Með birtingu morguninn eftir vaknaði ég við það, að farið var að hvessa af austri. Beið ég þá ekki boðanna, en kallaði á hásetana mína saman í hvelli. Þegar við komum út á miðin fórum við strax að darga. Vindur fór vaxandi og við höfðum ekki verið lengi við línudráttinn er við sáum skútuna koma siglandi austan að fyrir fullum seglum. Stefndi hún í átt til okkar, en sveigði af leið er nokkrar bátslengdir voru á milli og hélt til hafs. Veifuðu þeir frönsku í kveðjuskyni enda ekki tiltök að komast um borð vegna veðursins. Skildi þar með okkur og höfðum við ekki meira af þeim að segja. En skeytinu komum við áleiðis og vonandi hefur það ratað rétta boðleið.
Lýkur hér frásögn Árna Guðmundssonar.
Frösnku skúturnar, er stunduðu víðar á Íslandsmiðum fra á þessa öld, voru einkum frá bæjunum Paimpol og Dunkerque. Þyngst var sókn þeirra hingað á ofanverðri 19. öld og fram að árum fyrri heimstyrjaldar. Voru á því tímabili oftast 150-350 skútur árlega á Íslandsmiðum. Eftir það fór þeim ört fækkandi og samkvæmt heimildum er síðast getið franskrar fiskiskútu að veiðum hér á landi árið 1938.” – ÓRÞ

Heimild:
-Sjómannadagsblað Grindavíkur 1993, Um borð hjá Frönsurum, Ólafur Rúnar Þorvarðarson, bls. 32-33.