Baggalútar eru bergtegund, litlar kúlur sem stundum eru samvaxnar, oft 0,5-2 cm. Þeir eru oftast rauðbrúnir eða gráleitir. Baggalútar myndast þegar nálar af kvartsi og feldspati vaxa inn í gasbólur sem orðið hafa innligsa í kvikunni.
Séu þeir brotnir sjást oft sammiðja hringir. Þeir eru harðari en bergið umhverfis og verða því eftir þegar það veðrast. Þeir finnast helst í skriðum og á áreyrum, t.d. í Hvalfirði og Borgarfirði eystra.
Baggalútar eru einnig nefndir hreðjasteinar eru ein tegund hnyðlinga (e. concretions) sem myndast í bergi eða seti við samsöfnun efnis meðan bergið/setið er að storkna eða setjast til. Annað dæmi eru sandkristallar – stórir, stakir kristallar til dæmis af kalsíti sem vaxa í vatnsósa seti.
Flæðimynstur bergsins liggur gegnum baggalútana, þannig að þeir vaxa eftir að kvikan staðnæmist. Baggalútar myndast í súru bergi og hafa iðulega geislótt mynstur sem kemur fram í kúlulaga yfirborði. Í miðjunni er kvars eða kristóbalít (háhita-afbrigði af kvarsi, SiO2) en geislarnir eru sambreyskja af kvarsi og hematíti (FeO3). Kúlurnar vaxa þannig út frá sameiginlegri miðju úr vatnsríkum vessum afgangsbráðarinnar. Kúlurnar hafa vaxið eftir að kvikan hætti að flæða, því flæðimynstrið (stuttar láréttar línur) gengur í gegnum þær. (Hatch, Wells & Wells: Petrology of the Igneous Rocks).
Baggalútar geta verið allt frá örsmáum baunum upp í hnefastórar kúlur og jafnvel allt að 15-20 cm í þvermál. Með því að kúlurnar eru talsvert harðari en bergið sem þær myndast í, standast þær betur rof og veðrun og finnast því gjarnan í seti – frægur fundarstaður í nágrenni Reykjavíkur er Hvaleyri sunnan við Hvalfjörð.
Orðið baggalútur getur einnig merkt lítill drengur og dordingull.
Heimild m.a.:
-www.mr.is
-www.natkop.is
-visindavefur hi.is