Færslur

Þingvallarétt

Fjárréttir í Þingvallasveit fyrrum voru nokkrar. Í dag eru flestar þeirra fallnar í gleymskunnar dá. Eftir standa þó minjarnar um það sem var.
Skammt austan við Brúsastaði (vestan við Bárukot) er mikil hlaðin rétt. Ekki er að sjá að hennar hafi sérstaklega verið getið í örnefnalýsingum eða öðrum heimildum. Ekki heldur annarri rétt, mun minni og eldri, skammt vestar. Ragnar, bóndi á Brúastaöðum, sagði þessa rétt hafa verið hlaðna árið 1908. Hún hefði þjónað bæjunum í vestanverðri sveitinni. Þegar réttin í Skógarhólum hafi verið hlaðin eftir 1930 hafi þessi rétt lagst af að mestu.

Bakkarétt

Þingvallarétt – Bakkarétt. Uppdráttur ÓSÁ.

Skógarhólsréttin hefði leyst af Þingvallaréttina (Hrauntúnsréttina) undir Sleðaási ofan við Bolaklif. Þangað hefðu Borgfirðingar o.fl. sótt fé sitt, en þegar þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður árið 1930 hefði þjóðgarðssvæðið verið girt af og réttin þá lagst af. Hún væri mun eldri en aðrar réttir í Þingvallasveit.
Nafnlausa Sleðaásréttin (Bakkarétt) undir suðvesturjaðri Biskupsbrekkuhrauns er stór og nokkuð heilleg. Hún var hlaðin á sléttri hraunhellu og hefur undirstaðan því verið góð. Stórt gerði er vestan réttarinnar. Sjálf telur réttin 10 dilka með úrdráttarhólfi í miðjunni.

Skógarhólarétt

Þingvallarétt – Skógarhólarétt. Uppdráttur ÓSÁ.

Fornminjar á Þingvöllum voru friðlýstar árið 1927, og þá sennilega að gefnum tilefnum. Að því tilefni einu sagði m.a.: “Friðlýsingar fornminja: Þingvellir. 1. Þingbúðarústir allar og allar aðrar fornleifar og gömul mannvirki á hinum forna alþingisstað, beggja vegna Öxarár. Sbr. Árb 1921-1922: 1-107. 2. Rústir allar þar sem verið hafa forðum býlin Grímsstaðir, Bárukot, Múlakot, Litla-Hrauntún, Ölkofrastaðir og enn eitt, norðvestanundir Hrafnabjörgum. Sbr. Árb. 1880-1881: 22, 98. Skjal undirritað af MÞ 05.05.1927. Þinglýst 07.09.1927.”

Þingvellir

Þingvellir – Þingvallakirkja.

FERLIR hefur áður getið þess að mikilvægt væri að staðsetja og merkja merkilegar minjar í og við þjóðgarðinn á Þingvöllum. Ef þær yrðu gerðar aðgengilegar og um leið eftirsóknarverðar myndi lifna svo um munar yfir áhuga fólks á svæðinu. Hingað til hefur þjóðgarðsnefndin allt að því sofið þyrnarrósarsvefni í þessum efnum. Gestum þjóðgarðsins er reyndar vísað á bílastæði, salerni og hvar beri að greiða gjald fyrir hvorutveggja. Upplýsandi fróðleik, umfram hinn almenna, á áhugaverðum stöðum, er ekki að finna á Þingvöllum.
Þjóðgarðurinn á Þingvöllum var stofnaður með lögum árið 1930. Í lögunum segir að Þingvellir við Öxará skuli vera friðlýstur helgistaður allra Íslendinga, hið friðlýsta land skuli ævinlega vera eign íslensku þjóðarinnar undir vernd Alþingis og landið megi aldrei selja eða veðsetja.
Friðun Þingvalla átti sér aðdraganda. Í upphafi 20. aldar tóku að berast til Íslands fregnir um stofnun þjóðgarða í Bandaríkjunum. Þar voru augljósar þær hraðfara breytingar sem urðu á náttúrunni þegar Evrópubúar lögðu landið undir sig. Í þjóðgörðunum voru stór, óbyggð svæði tekin frá og friðuð og fólki hvorki leyft að nema þar land né nýta náttúruna á annan hátt en að ferðast um landið og njóta þess.
Bent hafði verið á að mikilvægt væri að vernda einstaka náttúru- og sögustaði svo að komandi kynslóðir gætu notið þeirra óraskaðra. Fljótlega beindist umræðan að Þingvöllum sérstaklega og þeirri hugmynd að þar yrði stofnaður þjóðgarður, sem fyrr segir.

Hér á eftir verður fléttað inn a.m.k. þremur annars áhugaverðum stöðum innan þjóðgarðsins á Þingvöllum. Auk þess verður rifjuð upp ein skondin frásögn af makalausri málaþrætu fyrri tíma þar sem misvitrir menn takast á um nánast ekkert, sem máli skiptir – ef ekki hefði verið fyrir annað en eitt hreindýr.

Í Frjálsri þjóð árið 1958 er m.a. sagt frá “Hreindýrsslagnum í Þingvallarétt haustuð 1854“:

Þingvallarétt

Þingvallarétt – Bolabásrétt/Sleðaásrétt. Uppdráttur ÓSÁ.

Á nítjándu öld var margt bænda í Þingvallasveit, og voru sumir þeirra miklir fyrir sér og vildu ógjarnan láta sinn hlut. Þeir áttu jafnvel til að bjóða yfirvöldunum byrginn og fara sínu fram, hvað sem tautaði og raulaði. Á fyrri hluta aldarinnar voru þar bændur, sem áttu fjölda barna með vinnukonum, sem þeir héldu á heimilum sínum í trássi við yfirvöldin, og höfðu í lengstu lög að engu umvandanir, hótanir og stefnur andlegra og veraldlegra yfirboðara. En þar kom að síðustu, að sjálfur hreppstjóri sveitarinnar var dæmdur til hýðingar fyrir brot sín og mótþróa, og hafði hann þó á seinni árum skýlt sumum þvílíkum syndum sínum undir skikkjulafi annarra.

Nesjavellir

Nesjavellir.

Einn þeirra bænda, sem yfirvöldin áttu í miklum útistöðum við fyrir slíkar sakir, var Grímur Þorleifsson, er þá bjó að vísu að Nesjavöllum í Grafningi. Hafði hann átt þrjú börn með Hallgerði Þórhalladóttur frá Hækingsdal í Kjós, en kom þó að lokum svo ár sinni fyrir borð, að hann fékk konungsleyfi til þess að kvænast henni.
Áður hafði hann búið að Brúsastöðum í Þingvallasveit, átt þrjú börn fram hjá konu sinni, Katrínu Gísladóttur frá Úlfljótsvatni, með annarri vinnukonu, Sesselju Runólfsdóttur frá Hrísakoti í Brynjudal. —

Fyrsta barnið átti Grímur að Nesjavöllum og hafði fyrir skömmu fengið því framgengt, að hann mætti eiga Hallgerði Þórhalladóttur. Grímur yngri var aftur á móti orðinn vinnumaður austur í Grímsnesi, þetta ár að Syðri-Brú.

Þingvellir

Þingvellir 1866.

Nú víkur sögunni fram til ársins 1854. Grímur Þorleifsson var þá fyrir löngu fluttur að Nesjavöllum og hafði fyrir skömmu fengið því framgengt, að hann mætti eiga Hallgerði Þórhalladóttur. Grímur yngri var aftur á móti orðinn vinnumaður austur í Grímsnesi, þetta ár að Syðri-Brú.
Í Þingvallasveitinni voru mestir fyrirmenn Árni Björnsson, hreppstjóri á Fellsenda, og séra Símon Bech á Þingvöllum, er þar gegndi prestsembætti í nær fjörutíu ár. Árni var sonur séra Björns Pálssonar á Þingvöllum og Þórunnar Björnsdóttur prests í Hítardal.
Var það mikið prestakyn í báðar ættir. Árni átti að konu Salvöru Kristjánsdóttur frá Skógarkoti, systur Jóns bónda þar, efnamanns og mesta framfaramanns sveitarinnar um þetta leyti. Fellsenda hafði Árni reist úr auðn, og á þessum sömu áratugum hafði Halldór Jónsson tekið upp byggð í Hrauntúni og Sigurður Þorkelsson í Selkoti og gerðust báðir sæmilega efnaðir bændur. Enn höfðu verið reist nýbýli í Arnarfelli og Móakoti, en á þeim stöðum báðum var hokrað við fátækt.

Þingvallarétt

Þingvallarétt.

Í Grímsnesi voru sauðbændur miklir, og leitaði geldfé Grímsnesinga mjög á afrétt Þingvallasveitar. Voru menn úr Grímsnesinu sendir í haustleitir með Þingvallasveitarmönnum. Haustið 1854 var Grímur Grímsson einn Grímsnesinga, er í leitirnar fóru. Bar nú svo til, að hann fann á afréttinum hreindýr, sem þar var á beit með hrútum. Tókst honum eftir nokkrun eltingaleik að koma hreindýrinu, ásamt hrútunum, saman við safnið, og var það síðan rekið til réttar í Bolabás undir Ármannsfelli, þar sem vakað var yfir safninu um nóttina, en réttað daginn eftir.

Í Þingvallasveitinni voru mestir fyrirmenn Árni Björnsson, hreppstjóri á Fellsenda, og séra Símon Bech á Þingvöllum, er þar gegndi prestsembætti í nær fjörutíu ár. Árni var sonur séra Björns Pálssonar á Þingvóllum og Þórunnar Björnsdóttur prests í Hítardal.
Var það mikið prestakyn í báðar ættir. Árni átti að konu Salvöru Kristjánsdóttur frá Skógarkoti, systur Jóns bónda þar, efnamanns og mesta framfaramanns sveitarinnar um þetta leyti. Fellsenda hafði Árni reist úr auðn, og á þessum sömu áratugum hafði Halldór Jónsson tekið upp byggð í Hrauntúni og Sigurður Þorkelsson í Selkoti og gerðust báðir sæmilega efnaðir bændur. Enn höfðu verið reist nýbýli í Arnarfelli og Móakoti, en á þeim stöðum báðum var hokrað við fátækt.

Hreindýr

Hreindýr.

Í Grímsnesi voru sauðbændur miklir, og leitaði geldfé Grímsnesinga mjög á afrétt Þingvallasveitar. Voru menn úr Grímsnesinu sendir í haustleitir með Þingvallasveitarmönnum. Haustið 1854 var Grímur Grímsson einn Grímsnesinga, er í leitirnar fóru. Bar nú svo til, að hann fann á afréttinum hreindýr, sem þar var ða beit með hrútum. Tókts honum eftir nokkurn eltingaleik að kom ahreindýrinu, ásamt hrútunum, saman við safnið, og var það síðan rekið til réttar í Bolabás undir Ármannsfelli, þar sem vakað var yfir safninu um nóttina.
Árni hreppstjóri á Fellsenda kom til réttarinnar að morgni réttardagsins, og færðist brátt veiðihugur í hann, er hann frétti af hreindýrinu. Tókst að reka það í réttina í fyrsta innrekstri, og lét Árni handsama það og skipaði síðan menn til þess að halda því, unz sundurdrætti væri lokið. Kom nú upp ágreiningur um það, hver dýrið ætti, og sýndist sitt hverjum.
Árni og aðrir fyrirmenn sveitarinnar héldu fast fram eignarrétti sveitarsjóðs, sem átti allan óskilafénað. Sumir hölluðust að því, að hrútarnir hefðu
helgað eiganda sínum dýrið, en það var galli á hrútakenningunni, að enginn vissi, hver þá átti. Loks gerði Grímur Grímsson, sem dýrið fann, kröfu til þess. Sló þarna í hina hörðustu brýnu og gerðust menn háværir og kappsfullir eins og títt er, þegar ágreiningur verður í réttum. En Árni fór sínu fram og seldi dýrið eins og hann hafði ætlað sér. Skildu menn með engri blíðu.
Þeir Árni á Fellsenda og Grímur skutu báðir máli sínu undir úrskurð Þórðar Guðmundssonar sýslumanns, og varð Grímur fyrri til þess að skrifa honum. Skýrði hann stuttlega frá málavöxtum og baðst úrlausnar um það, hvort honum bæri „ei dýrið með öllum rétti og máske nokkuð í þóknun þeim, sem mér hjálpuðu með það.”
Bréf Árna var svolátandi: „Sökum hjáliðinna tilfella orsakast ég til að bera fram fyrir yðar velborinheit til úrlausnar eftirfylgjandi spurningar: Þegar leitað var til Þingvallaréttar þann 17. fyrra mánaðar, fundust á einum stað í leitinni tveir fullorðnir hrútar, sem reyndar er ekki í frásögur færandi. En með hrútum þessum fannst veturgamalt hreindýr, sem hélt sig með þeim. Dýrið hafði verið ærið kviklátt, þegar það varð mannsins vart, en gaf sig þó alltaf til hrútanna, svo þeir voru orsökin til þess, að bað varð rekið til rétta og geymt með safninu um nóttina án minnstu fyrirhafnar. Við fyrsta innrekstur var dýrið handsamað. En nú urðu margs kyns meiningarnar, hvers dýrið skyldi vera. Sumir vildu, að sá, sem fann, það og hrútana, ætti dýrið. Sumir eignuðu þeim, sem hrútana átti, dýrið líka, en leitarmenn voru þó ekki svo hirðusamir að vita, hver hrútana átti, en í safninu þekktust þeir ekki.

Þingvallarétt

Þingvallarétt – Sleðaás-/Bolabásrétt.

Sumir héldu (og þeirrar meiningar var ég), að dýrið eins og óskilakind, sem komin var til rétta, væri sveitarfé.
Af þessum margskiptu meiningum og heldur ósamþykki tók ég það ráð að selja dýrið strax við opinbert uppboð og hafði áður boðið að láta sýslumanninn skera úr, hver verðið ætti.
Nú vil ég því spyrja yðar velborinheit — hverjum tilheyrir verðið? Hvort þeim, sem fann það, þó honum væri að mestu ósjálfráð handsömun dýrsins, því enginn rekur villt hreindýr til rétta, ef það ekki heldur sig að annars kyns skepnum — eður sveitinni? (Úr þriðju útgáfunni held ég ekkert verði gert). Eður bæði fundarmanni og sveitinni og hve mikið hverjum?”
Úrskurður sá, sem sýslumaður felldi nokkru síðar, var þó á þá leið, að Grími bæri allt verð hreindýrsins.

Fellsendi

Ferðamenn á Fellsenda 9132.

Árni á Fellsenda var málafylgjumaður, mikill kappsamur og einarður, og bar ekki nema hóflegu lotningu fyrir yfirvaldi sínu, ef eitthvað bar á milli, frekar en sumir aðrir hinna gömlu Þingvallasveitarbænda. Hann ætlaði ekki að láta sveitarsjóð verða af þessum óvænta gróða, enda þótt sýslumaður hefði þegar úrskurðað Grími andvirði hreindýrsins.
Hann settist því niður og skrifaði annað bréf og sleppti að því sinni öllum virðingartitlum og lotningarfullum kveðjuorðum, svo að sýslumaðir mætti finna, að napurt gustaði úr Þingvallasveitinni að þessu sinni. Þessu lét hann fylgja dylgjur um það, að hann myndi halda málinu til streitu. Á hinn bcgirm var hann nógu hygginn til þess að reifa málið með þeim hætti, að sýslumaður hefði átyllu til þess að breyta úrskurði sínum, án þess að glata virðingu sinni. Er þetta bréf merkileg heimild úm Árna, vitsmuni hans og kapp og málafylgju fyrir hönd sveitar sinnar, enda þótt það bæri ekki þann árangur, er hann ætlaðist til:
„Úrskurður yðar frá 14. i m. áhrærandi, hvað gera skyldi við verð hreindýrsins, sem fellt var í Þingvallarétt þann 18. september næstliðinn, og fleira, hefur mér í hendur borizt. En ekki finnst mér úrskurður sá alls kostar eðlilegur, er ánafnar Grími Grímssyni frá Syðri-Brú allt verð hreindýrsins, og ímynda ég mér, að slíkt hafi helzt komið af því, að fyrirspurn mín hafi ekki verið svo greinileg eða upplýsandi sem þurfti, og vil ég því, áður er mál þetta fer lengra, reyna til að skýra málefni þetta nokkuð ger, ef ske mætti það fengi fyrir skýrslur þær nokkuð aðra stefnu.

Fekksendi

Gæsaveiði á Fellsenda 1951.

Sá nefndi Grímur Grímsson renndi fyrstur manna auga á hér um talað hreindýr, en að öllu leyti vár honum, og hverjum, sem var, ósjálfráð handsömun þess (það er að segja að koma því til rétta). Honum var ekki annað hægt en láta það vera með kindunum, nema hann hefði gert það beinlínis af hrekk að trylla dýrið með því að siga hundunum á það.
Grímur og hans förunautar ráku dýrið með safninu á vöktunarstaðinn og skiptu sér svo ekkert af því framar. Þegar nú dýrið var komið á vöktunarstaðinn, hafði nefndur Grímur ekkert lagt til handsömunar þess annað en það að renna fyrstur manna augum á það, og það er eflaust fullvissa, að menn renna hér augum á margt lifandi hreindýrið (og margsinnis á sama), sem ekki liggur í lófum manna að nota sem eign sína, en að kalla það eign sína — það geta allir. En það eignarnafn ímynda ég mér missi gildi sitt, þegar aðrir eru búnir að handsama það. Ég ímynda mér, þó einhver hefði skotið dýrið þarna á vökustaðnum, því enn var það óveitt, að enginn hefði getað uppáklagað, þó sá hefði notað sér það sem sína eign, því lagastafurinn segir: „Hreina má veiða og elta, hvar sem vill”, og veiði dýrsins, en ekki sjónin ein, er að minni meiningu skilyrði fyrir eigninni.
Þegar ég kom til réttarinnar, var mér. sem viðkomandi hreppstjóra falin á hendur öll umönnum og ráðstöfun dýrsins, án þess Grímur eður neinn annar mælti þar orð á móti.

Hreindýr

Hreindýr.

Eftir minni fyrirsögn var dýrið handsamað, og af mér var krafizt að útvega til skipta tvo eflda menn til að halda dýrinu, meðan réttað var.
Grímur kom ekki að neinu þessu, og sannað verður, að annar en Grímur lagði fyrstur hönd á dýrið — það var ekki Gríms meðfæri, — og að sá hafði nóg ráðrúm til þess að veita dýrinu banasár, áður en aðrir lögðu hönd á það, hefði hann viljað. Nú fyrst var dýrið veitt, ekki af Grími, heldur af mér og þeim, sem ég tilsetti að höndla það. Þegar var búið að handsama dýrið og halda því fram yfir allt réttarhald, þá fór oftnefndur Grímur fyrst (í mín eyru) að veita tilkall til þess. Þá fyrst spannst ágreiningurinn um, hvað gera ætti við dýrið, því í sannleika hélt ég, sóknarprestur minn og fleiri hinir hyggnari menn, sem við réttina voru, að þetta væri fátækrafé eður sameiginlegt sveitarhapp.
Í úrskurðinum hafið þér tilfært sem ástæðu móti þessu, að lýsing dýrsins sé óþenkjanleg, það sé ótamið, ómarkað og svo framvegis. Ómerkingum, sem mæður ekki helga sér, verður heldur ekki lýst með því marki, sem eigandi gæti leitt sig að. Þó eru þeir af amtinu úrskurðaðir til viðkomandi fátækrasjóðs. Mér er nú óskiljanlegt, að Grímur Grímsson geti einum borið allt verð téðs hreindýrs fyrir sjón á dýrinu, en ekkert þeim, sem fyrstur hafði hönd á því, né þeim, sem héldu því, meðan réttað var, ef það annars ekki getur allt tilheyrt viðkomandi fátækrasjóði.
Ég ætla nú enn að bíða við, vita, hvort yður finnst ekki ástæða til að breyta þessum úrskurði yðar, að yfirveguðum þessum upplýsingum. Geti það ekki orðið, er mér næst geði að hætta við úrskurðaveginn, en reyna lagaveginn með því að halda dýrsverðinu til sveitarinnar og láta oftnefndan Grím lögsækja hana eftir verðinu, hvar með honum gefst færi á að sanna veiðihelgi sína á dýrinu.”

(Helztu heimildir: Bréfabók Árnessýslu, bréfasafn Árnessýslu, prestsþjónustubók og sóknarmanntal Þingvalla, hreppsbók Þingvallahrepps, þingabók Árnessýslu.)

Heimildir:
-Frjáls þjóð, 38. tbl. 20.09.1958 – Hreindýrsslagurinn í Þingvallarétt haustuð 1854, bls. 4.
-Örn H. Bjarnason.
-Þingvellir.is
-Örnefnalýsing fyrir Brúsastaði.
-Kjalnesingasaga.

Þingvellir

Þingvellir – Almannagjá.

Þingvallahraun

FERLIR fór um ofanverða Þingvelli, austanvert land Brúsastaða (land Þingvallabæjarins náði einungs að Öxará. Brúsastaðir áttu landið norðan hennar; þar með alla þinghelgina á Þingvöllum. Sögur herma að bóndinn á Brúsastöðum hafi t.d. gert sér stekk úr Snorrabúð í miðri fyrrum þinghelginni, ekki síst í þeim tilgangi að fullvissa Þingvallabóndann um hvað væri hvers. Þetta þótti reyndar algengur siður bænda í gegnum fyrstu aldir Íslandsbygðar, þ.e. að staðsetja mannvirki sín, s.s. sel og fjárskjól, yst á landamerkjum). Ætlunin var að berja Bakkaréttina, minjar Grímukots og Bárukots augum.

Í Sunnudagsblaði Vísis 1937 er fjallað um “Eyðibýli í Þingvallasveit 1840“:

Þingvellir

Ofanverðir Þingvellir – Grímgilslækur.

“Lýsing Þingvallaprestakalls 1840, eftir Björn Pálsson, Þingvallaprest, hefir nú verið birt í binu merka ritsafni „Landnám Ingólfs”. — Kveðst síra Björn hafa verið vanheill um það leyti, er lýsingin var af honum heimtuð, og fyrir því hafi hann orðið að fara eftir sögusögnum annara um margt, og ekki getað glöggvað sig sjálfur á ýmsu því, „sem langt frá liggur í mínum víðlendu sóknum. Þó hefi eg spurt þá eina, sem eg vissi hér kunnugasta”.
Eins og að líkindum lætur, nefnir síra Björn öll bygð ból prestakallsins og lýsir þeim að nokkuru. — Í Þingvallasveit voru bygð býli hin sömu og nú, nálega hundrað árum síðar, að undanskildu Arnarfelli og Fellsenda.
Lýsing klerks á Þingvallajörðum er heldur ófullkomin, og má vera, að lasleika hans sé um að kenna. Jörðin Svartagil (hjáleiga frá Þingvöllum) segir hann að heitið hafi að fornu Vegghamrar. Það er fagurt heiti og réttnefni.. En týnt mun það nú af tungu Þingvellinga. Selkot, hjáleiga frá Stíflisdal, er í Norðurárdal. Þar höfðu Stíflisdalsbændur selför. Norðurárdalur í Þingvallasveit mun nú sjaldan nefndur. Þingvellingar segja „út í dal” og er þá átt við báða dalina: Norðurárdal og Stíflisdal.

Þingvallahraun

Þingvallahraun – smyrill.

Síra Björn lætur og getið allra þeirra eyðibýla, sem honum eru kunn í Þingvallasveit, eða hefir heyrt nefnd. Er þó ekki ósennilegt, að eitthvað kunni að vanta í þá upptalningu. Þar vantar t.d. Móakot, sem getið er um einhversstaðar að brunnið hafi um miðja síðustu öld og ekki verið bygt af nýju, en hefir ef til vill verið í ábúð 1840, þó að síra Björn telji það ekki meðal bygðra býla. — Móakot var yst í svo nefndum Bæjardal, norðan ársprænu þeirrar, er þar verður, og kallast Móakotsá.
Síra Björn skýrir frá eyðibýlum í Þingvallasveit og Þingvallahrauni, sem hér segir:
„Svarið verður hér óglögt, nefndar heyri eg þessar: Fíflavelli fyrir norðan Skjaldbreið. Litla-Hrauntún suður af Mjóafelli. — Hrafnabjörg vestur af Hrafnabjörgum. — Bótólfsstaði og Bæjarstæði i Miðfellshrauni. — Arnarfell, útsunnan undir Arnarfelli, bygðist fyrir stuttu um fáein ár með lítilli heppni. — Bárukot og Grímsstaðir (hvar Grímur hinn litli bjó, sem getið er í Hólmverja sögu) milli Brúsastaða og Svartagils; Múlakot fyrir austan Svartagil, undir Ármannsfelli; Hólkot í Stíflisdal; Kárastaðakot í túninu á Kárastöðum; Þórhalla- eða Ölkofrastaðir fyrir austan Skógarkot, er nú stekkur þaðan.” — Ekki kveðst síra Björn vita neitt um það, hvenær jarðir þessar hafi farið í eyði.
Hann segir ennfremur:

Þingvellir

Straumendur á Grímgilslæk.

„Seinna hefi eg getað glöggvað upp miklu fleiri eyðibýli… .
Við bætast þá” (í Þingvallasveit): Ólafsvellir í Klukkuskarði, milli Skjaldbreiðar og Tindaskaga. — Álftabakki í Stíflisdal, fyrir sunnan Kjálkárós. Vindheimar norðan undir Stóra-Sauðafelli.” Jörðin Fellsendi er hvergi nefnd, hvorki sem bygt ból né eyðibýli. Mun því bygð þar yngri en hundrað ára.
Talið er, segir síra Björn, að kirkjur hafi verið að Gjábakka og í Stíflisdal, auk Þingvalla. Ennfremur að munnmæli hermi, „að kirkja hafi verið á Ólafsvöllum” (í Klukkuskarði), „en auðsjáanlegt segja menn, að kirkja hafi verið á Hrafnabjörgum, ekki alllítil.”

Í Lögréttu 1919 er fjallað um “Þingvelli við Öxará“. Þar segir m.a.:
“Jarðabók Árna Magnússonar telur 30 jarðir í Þingvallasveit árið 1711; af þeim voru 14 í eyði. Ennfremur hafði Á.M. það eftir munnmælum, að 50 bæir hefðu verið i sveitinni fyrir pláguna miklu (Svartadauða) 1402, og að Hrafnabjargir hafi staðið í miðri sveit. Sá bær stóð langt norð-austur í hrauninu niður undan Hrafnarbjargarklettum. Umhverfis þann stað er nú gróðurlaust og berblásið hraun að kalla má.
Bygðabýli í Þingvallasveit eru nú 16 að tölu og eyðibýlin 15, sem menn vita fyrir víst að voru í ábúð fyr á tímum. Flestöll eru þau nefnd í jarðabók Á. M. Og eru þau þessi:

Bárukot

Bárukot – uppdráttur ÓSÁ.

1. Bárukot fyrir ofan Almannagjá, en norðan Öxarár. Var af sumum mönnum bær þessi kallaður Þverspyrna eða Fótakefli. Kotið var fyrst bygt árið 1684, og var í ábúð að eins 8 ár og lagðist svo í eyði.

Grímastaðir

Grímastaðir (Grímakot).

2. Grímastaðir eða Grímakot var skamt fyrir norðan Bárukot. Árið 1711 sást þar votta fyrir garðhleðslu og mun að líkindum sjást fyrir henni enn. Bær þessi mun áður hafa heitið Grímsstaðir og kendur við Grím hinn litla, sem getið er um í Harðarsögu og Hólmverja, og bygði hann þar fyrstur og hafði stórt bú.
3. Múlakot, af sumum nefnt Mosastaðir, var sunnan undir Sleðási norður við Ármannsfell. Um 1680 var sá bær bygður upp úr fjárhúsum frá Svartagili. Ekki hafði það verið í ábúð nema eitt eða tvö ár.
4. Litla-Hrauntún stóð langt norðri á Þingvallahrauni hjer um bil miðja vegu milli Ármannsfells og Hlíðargjár. Liggur sú gjá norður af Hrafnagjá.
5. Hrafnabjörg. Sá bær stóð fyrir ofan Hlíðargjá upp undan svokölluðum Prestastíg. Er sögn manna, að þar hafi verið hálfkirkja til forna. Þar sjest enn fyrir mannvirkjum.
6. Bövarsholi er örnetni í skoginum skamt frá Veltankötlu. Býli þetta er komið í eyði löngu íyrir 1700. — Sagt er að býlið hafi tekið nafn af Ívari nokkrum, sem kvað hafa bygt það fyrstur. Um 1680 er sagt, að maður nokkur að nafni Sæmundur hafi búið þar rúmlega hálft ár eða svo, og hafi þar dáið.

Grímastaðir

Grímastaðir.

7. Ölkofra var bær norðaustur í hrauninu frá Þingvöllum. Fyrir austan Skógarkot er enn þá örnefni, sem heitir Ölkofrastaðir og Ölhóll. Mun sá bær hafa dregið nafn af Þórhali Ölkofra, sem Ölkofraþáttur er af. Gerði Ölkofra öl á alþingi til tekna sjer. Hann kveikti í Goðaskógi í Þingvallahrauni. Þá var bær hans kallaður Þórhallastaðir í Bláskógum. Bær þessi var í ábúð um 1700, en þar áður ýmist bygður eða í eyði.
8. Þórhallastaðir. Sá bær lagðist í eyði í Svartadauða, en löngu seinna er sagt, að bærinn hafi verið bygður upp aftur þar sem Skógarkot er nú, og að þar hafi þeir staðið áður. Hjer virðist eitthvað blandað málum með eyðibýlin. Að líkindum hafa Þórhallastaðir og Ölkofra verið sami bærinn, og ýmist verið kenndur við Þórhall eða Ölkofra, og færður þangað, sem Skógarkot er nú. Þó ei ekki loku fyrir það skotið, að hjer geti verið um tvo bæi að ræða.
9. Eiríksstaðir eru sagðir að hafa staðið fyrir norðan Mjóafell, milli þess og Skjaldbreiðar. Bæjar þessa er getið í Bárðarsögu Snæfellsáss og Ármannssögu. Eiríkur frá Eiríksstöðum var einn þeirra manna sem glímdu á Hofmannafleti.
10. Fíflavellir áttu að hafa verið landsuður frá Skjaldbreið. Getið er um þenna bæ í Ármannssögu.
11. Rótólfsstaðir voru norðan undir Miðfellsfjalli.

Kárastaðir

Kárastaðir.

12. Kárastaðakot var bygt úr Kárastaðalandi um 1685. Þar var búið í 6 ár, svo lagðist það í eyði.
13. Neðridalur var bær í dalnum norður af Stíflisdal. Hann lagðist í eyði í Svartadauða. Um 1700 sást þar votta fyrir girðingum og tóftum.
14. Hólkot var í landsuður frá Síflisdal. Þar var bygð fyrir Svartadauða. Sagt er, að þar hafi sjest fyrir tóftum og garðhleðslu.
15. Móakot var bygt á 19. öld, tiiilli Skálabrekku og Heiðabæjar. Það var í ábúð að eins sárfáár.
Hvort nokkuð er hæft í því, að 50 bæir hafi verið í Þingvallasveit á 13. og 14. öld og þar áður, og að Hrafnabjargir, sem áður eru nefndar, hafi staðið í miðri sveit, er ekki hægt að fullyrða; hefur það ekki verið rannsakað. En ekki er ósennilegt að svo hafi verið, því að Skógarsveitir voru yfirleitt mjög þjettbýlar til forna. Til þess að ganga úr skugga með það, þarf að rannsaka alt það svæði, sem líkindi eru til að bygðin hafi náð yfir í Bláskógum. Sagt er, að enn sjáist leifar af tóftum norður undir Skjaldbreið. En hvort það eru fornar bæjarrústir, vita menn ekki. Svo gæti víðar fundist, ef vel væri leitað.
Hafi bygð verið áður í Þingvallahrauni, á skóglendi, þar sem nú er algerlega berblásin jörð, hafa bæirnir lagst í eyði af öðrum orsökum en þeim, að menn fengjust ekki til að búa á jörðunum, ef það hefði verið nokkur leið. Jarðirnar lögðust í eyði sökum þess, að skógurinn var rifinn og upprættur með öllu, en landið bljes upp og varð óbyggilegt.
Að líkindum hefur alt svæðið fyrir norðan og austan Þingvallavatn heitið Bláskógar til forna.”…

Grímagilslækur rennur nú neðan tófta Bárukots. Augljóst er að hann hefur áður runnið ofan kotsins, a.m.k. að hluta, eða verið veitt þá leið um tíma. Neðar rennur í dag Hrútagilslækur.

Bárukot

Bárukot – tóftir.

Tófir Bárukots eru augljósar, en tóftir Grímukots eru öllu torræðnari. Túnstæðin eru aðskilin. Tóftin í Grímarskoti virðist miklu mun eldri, nánast jarðlæg, en tóftir Bárukots eru augljósar, sem fyrr sagði. Skammt vestan þeirra er grjóthlaðinn stekkur.

Gunnar Grímsson segir frá “Kortlagningu eyðibyggðarinnar á Þingvöllum…,- http://hdl.handle.net/1946/35509

Bárukot

Bárukot

Bárukot – tóftir.

Öðrum tveimur og hálfum kílómetrum norðaustan Brúsastaða eru Grímsstaðir (eða Grímastaðir) sem nánar verður fjallað um á blaðsíðu 41. Rúmum kílómetra sunnan Grímsstaða eru rústir Bárukots (mynd 15), sem var byggt í um átta ár milli 1684–1692. Þá þóttu landkostir á Grímsstöðum lakari til búsetu. Bárukot fékk fljótlega viðurnefnin Þverspyrna og Fótakefli (JÁM II, bls. 367) líkt og ferðalangar hafi gjarnan hrasað um tóftirnar á leið sinni þar um. Matthías Þórðarson þjóðminjavörður mælir um 1250 metra milli Grímsstaða og Bárukots og lýsir kotinu sem „ferhyrndri hvirfingu, 9×11 m að stærð, og girðing vestan við, líklega fyrir fé. Dálítið suðvestar er hraungrýtistóft niðurfallin; hefur þar verið smákofi fyrir skepnur“ (Matthías Þórðarson, 1945, bls. 86).

Grímsstaðir
Í Jarðabókinni 1711 eru Grímsstaðir, þá ritaðir sem Grímastaðir, sagðir hafa farið í eyði í plágunni miklu. Þar hafi svo aldrei verið byggð síðan og þar sjáist til garðaleifa og rústa sem og af túngarði og veggjaleifum (JÁM II, bls. 367). Grímsstaðir eru merktir mitt á milli Brúsastaða og Svartagils á korti sem fylgir sóknarlýsingu Þingvalla 1840 (Björn Pálsson, 1979, bls. 186). Bærinn er yfirleitt kallaður Grímastaðir í daglegu tali. Nafnið tengist sagnapersónunni Grími „litla“ úr Harðar sögu og Hólmverja en í sögunni keypti Grímur land „suður frá Kluptum, er hann kallaði á Grímsstöðum“ (Íslenzk fornrit XIII, bls. 14–15).
Sigurður Vigfússon fornfræðingur telur lýsingar Harðar sögu benda til að Grímsstaðir hafi verið einhvers staðar sunnan Sandklufta, sem er örnefni í austurhlíðum Ármannsfells. Stingur hann upp á þeirri hugmynd í Árbók hins íslenzka fornleifafélags 1880–1881 að bærinn undir Hrafnabjörgum (bls. 54) hafi verið hinir eiginlegu Grímsstaðir (Sigurður Vigfússon, 1881, bls. 43). Sigurður segir þó í aftanmálsgrein í sömu árbók að hann hafi síðar ákvarðað staðsetningu Grímsstaða og væru þeir við Grímsgil (eða Grímagil) milli Brúsastaða og Svartagils: Að austanverðu við gilið, eða þeim megin, sem snýr að Ármannsfelli, eru gamlar bæjatóttir vallgrónar, sem kallaðar eru Grímastaðir; þar eru valllendisflatir í kring, sem verið hefir tún; þar er nú orðið vaxið með víði. (Sigurður Vigfússon, 1881, bls. 98).
Brynjúlfur Jónsson fornfræðingur fer að Grímsgili sumarið 1904, teiknar upp tóftirnar, sem þar eru og lýsir þeim svo: Rúst Grímastaða er vestanmegin lækjarins […]. Hún er svo niður sokkin, að mestu gætni þarf til að sjá hana, og hún virðist hafa verið mjög lítil. Hún liggur austur og vestur, hefir dyr á suðurhlið og miðgafl vestan við þær með dyrum við útidyrnar. Vestur-herbergið er 3 fðm. langt, hitt aðeins 1 1/2 fðm. Breiddin eru 2 fðm. Þó má vera að austurherbergið hafi verið lengra, því endinn er óglöggur, og litlu austar sér á hleðslusteina í flagrotu. Þar skamt frá sér aðra, óglöggva tóft, mjög litla.
Önnur forn mannvirki sjást þar ekki. (Brynjúlfur Jónsson, 1905, bls. 46).

Bakkarétt

Bakkarétt.

Matthías Þórðarson þjóðminjavörður segir Grímsstaði um 1250 metra norðan Bárukots (1945, bls. 86) og lýsir rústum Grímsstaða á sambærilegan hátt og Brynjúlfur: Tóttir þær, er nú sjást á Grímsstöðum, eru litlar og óljósar. Helzt er þar bæjartóft, sem skiptist í þrennt, og skammt austur frá henni sér aðra tóft, mjög litla, og enn hina þriðju 40 skref frá (um 7 x 5 m. að stærð). (Matthías Þórðarson, 1945, bls. 85–86).
Í örnefnalýsingu Svartagils eru rústirnar nefndar Grímakot og eru sagðar vera meðfram brekkunum, „við lækinn, fyrir austan Sandhólinn“ („Svartagil“, e.d., bls. 1). Töluvert suðaustan Grímsgils, nálægt þjónustumiðstöð Þingvalla, er einnig vörðubrot sem nefnist Litla-Grímsvarða (Ásgeir Jónasson, 1939, bls. 155). Í Árbók Ferðafélags Íslands 2003 er sagt að ummerki húsarústa Grímsstaða finnist ekki (Þór Vigfússon, 2003, bls. 178). Félagið Ferlir skoðaði svæðið undir Grímsgili 2007 og þar virtist á einum stað mega, með góðum vilja, sjá móta fyrir skálatóft nálægt Grímsgilslæk (eða Grímagilslæk) sem og mögulegum garðlögum (Ómar Smári Ármannsson, 2007).
Ritaðar heimildir benda sterklega á að rústir Grímsstaða séu við Grímsgil. Til að taka af allan vafa voru 0,7 ferkílómetrar kortlagðir við Grímsgilslæk, í tveimur ferðum í apríl og maí 2018, til að athuga hvort rústir lægju á fleiri stöðum þar um kring (mynd 19). Svo virðist ekki vera en þetta landsvæði er afar illa farið af mikilli umferð seinustu alda. Helstu leiðir á þessu svæði liggja í átt að leiðinni um Leggjabrjót, sem hefst vestan malarnámu. Við Grímsgil mátti greina óljósar upphækkanir á yfirborðslíkani og voru þær taldar hugsanlegar fornleifar. Borkjarnarannsókn 18. september 2019 staðfesti að upphækkanirnar eru í raun rústir af fornum mannvirkjum. Útlit rústanna kemur vel heim við uppdrátt Brynjúlfs Jónssonar af Grímsstöðum.
Á Grímsstöðum eru greinilegar rústir á þremur stöðum og er fyrst að nefna rústina sem Brynjúlfur Jónsson og Matthías Þórðarson kalla bæjarrúst. Hún er um 13,5×6 metrar að stærð og veggir hennar rísa um 40 sm upp af yfirborðinu. Rústin virðist tvískipt eða þrískipt.”

Þingvellir

Þingvellir – stífla.

Engar upplýsingar virðast liggja fyrir um hina formfögru Bakkarétt. Svo virðist sem listrænn ráðunautur hafi verið fenginn til að hanna réttina úr frá fagurfræðilegum forsendum. Líklega hefur hún leyst af réttina í Sleðabrekkum. Síðar, að loknu réttarhaldi í Bakkarétt hefur réttarhaldið færst yfir í Þingvallaréttina í Skógarkoti.

Engar upplýsingar virðast liggja fyrir um samspil Grímgilslækjar og Hrútagilslækjar ofan við hina manngerðu stíflu. Ofan stíflunnar er fráveita þar sem samlækjunum er hleypt niður að Leirum. Handan hennar hefur spengingum verið beytt til að koma affalli lækjanna í gegnum öflugt hraunhaft. Augljóst er af verksummekjum að þarna hafa farið fram talsverða framkvæmdir. Affallið rennur niður í Þingvallahraunið og hverfur niður í það ofan þjóðvegarins.

Lækjunum er að hluta hleypt úr stíflunni um steypt affall niður að Leirum (Þjónustumiðstöðinni). Mjög líklega hefur stíflugerðin verið gerð til þess að þjóna vatnsþörf þjónustumiðstöðvarinnar á Leirum og/eða til að takmarka vatnsrennslið þangað til að minnka líkur að flæður mynduðust umhverfis hana.

Í Náttúrufræðingnum 2020 fjalla Árni Hjartarson og Snorri Zóphóníasson um Öxará. Þar segir m.a. um Grímagils- og Hrútagilslæk (Leiralæk):

Þingvellir

Þingvellir – örnefni ofan við Leirur.

“Norðan við Öxará koma saman lækir í giljum frá Botnssúlum og Ármannsfelli og mynda einn læk eða smáá sem Leiralækur nefnist. Á fyrri tíð féll hann óheftur niður á Leira, flatlendið þar sem söluskálinn og tjaldsvæðið eru nú. Þeir eru myndaðir af framburði lækjarins. (Sumir tala um Leirur og nefna lækinn Leirulæk). Leiralækur á efstu upptök sín í Svartagili og Sláttugili vestan við eyðibýlið Svartagil og í Hrútagili, sem er nokkru vestar. Aurkeilur liggja frá giljunum og út á hraunið þar sem giljalækirnir sameinast. Eftir það nefnist lækurinn Hrútagilslækur. Neðar bætist Grímagilslækur við og eykur rennslið í Hrútagilslæk að mun. Nokkru neðan lækjamótanna hafa verið gerðar stíflur á hrauninu og hafa þær áhrif á lækjarrennslið. Rétt norðan við þjóðgarðsmörkin þar sem þjóðvegurinn liggur yfir Tæpastíg steypist lækurinn ofan í efstu misgengissprunguna í dálitlum fossi eða flúð. Þar skiptir hann um nafn og heitir Leiralækur eftir það. Efst rennur hann góðan spöl norðuraustur eftir þröngri sprungunni þar sem hann hverfur öðru hverju í hraunið en birtist svo á ný. Syðst í Hvannagjá tekur hann krappa beygju og snýr nánast viðá ferð sinni uns hann streymir frjáls niður brekkurnar ofan við Leirana. Þar smýgur hann undir akveginn og hverfur loks í Leiragjá, sem hann hefur að mestu fyllt með möl og sandi. Leirarnir eru grónar flatir sem myndast hafa af framburði Leiralækjar en ekki er hægt að sjá að Öxará hafi nokkru sinni flætt þar um.
Í þurrkatíð er Leiralækur jafnan þurr og raunar getur Hrútagilslækur einnig horfið gersamlega. Þurrir farvegir sýna að fyrrum hefur Hrútagilslækur runnið til Öxarár og hefur þá aukið vatnsmagn hennar allnokkuð.”

Brúsastaðir áttu landið utan Öxarár og þar með Þinghelgina. Í Vilkinsmáldaga frá 1397 eru Brúsastaðir þó skráðir eign kirkjunnar. DI IV, 94. Árið 1695 eru Brúsastaðir skráðir eign Þingvallakirkju og jarðardýrleiki 13 hdr. BL, 116.

Heimildir:
-Vísir Sunnudagsblað, 29. tbl. 25.07.1937, Eyðibýli í Þingvallasveit 1840, bls. 2-3.
-Lögrétta, 19. tbl. 07.05.1919, Þingvellir við Öxará, bls. 1.
-Kortlagning eyðibyggðarinnar á Þingvöllum…, Gunnar Grímsson – http://hdl.handle.net/1946/35509
-Náttúrufræðingurinn, 1. tbl. 2020, Öxará, Árni Hjartarson og Snorri Zóphóníasson, bls. 7.

Þingvellir

Þingvellir – rudd hefur verið upp stífla og sprengt í gegnum hraunhaft með tilheyrandi affalli….