Færslur

Krækiberjablóm

Þegar gengið er um móana má, ef vel er að gáð, sjá fyrir fótum nokkrar berjategundir, s.s. bláber, krækiber, hrútaber og skollaber.
Bláberjalyngið er sumargrænn smárunni. Blöðin eru breytileg að gerð og lögun. Blómin, sem nefnast sætukoppar, eru nokkur saman efst á árssprota fyrra árs. Fullþroska eru berin dökkblá að utan en grænleit að innan með litlausum en bragðgóðum safa. Bláberjalyng er að finna um allt land, einkum í votlendi og mólendi. Bláberjarunninn blómgast í maí – júní og er þá u.þ.b. 10 – 30 cm. á hæð. Það fer mikið eftir árferði hvenær berin verða nægjanlega þroskuð til tínslu en líkt og með önnur íslensk ber má ekki reikna með fullum þroska fyrr en eftir miðjan ágúst. Ber, blöð og rót voru talin kælandi og barkandi. Þau voru notuð gegn lífsíki, köldu og skyrbjúgi. Gott þótti að strá dufti af rótinni á holdfúa sár.
BlaberAðalbláber
eru dökkblá og í sumum tilfellum svört ber sem vaxa villt víða um landið. Að innan eru þau rauð og bragðið er súrsætt. Aðalbláber vaxa í skógum, lautum og mólendi og oft er mest um þau á snjóþungum stöðum.
Algengust eru þau á norðanverðu landinu en heldur sjaldgæfari á landinu sunnarverðu, en þó ekki óalgeng. Aðalbláberjalyngið er grænn smárunni. Blöðin eru smásagtennt, ljósgræn, þunn og egglaga. Þau eru græn báðum megin en roðna er líður að hausti. Aðalbláberjalyngið blómgast í júní og er þá 10-30 cm. á hæð. Berin eru þó sjaldnast fullþroska fyrr en eftir miðjan ágúst. Ber, blöð og rót voru talin kælandi og barkandi. Þau skyldu nota, líkt og hálfnefnur þeirra, við lífsýki, köldu og skyrbjúgi. Te má gera af blöðunum til daglegrar notkunar. Aðalbláber hafa verið notuð við ýmis konar kvillum tengdum sjóninni. Rannsóknir benda til þess að aðalbláber bæti nætursjón, a.m.k. tímabundið. Tvær rannsóknir hafa verið gerðar á aðalbláberjum sem sýna að jurtin bætir sjón í rökkri, styttir þann tíma sem það tekur að venjast myrkrinu o
g styttir þann tíma sem augun eru að ná sér eftir að hafa orðið fyrir skerandi birtu. FERLIR hefur nýtt sér áhrifin, einkum þegar gengið er í myrkri eða áður en farið er niður í myrkvaða hella. Önnur áhrif berjanna virðast vera stutt og koma strax fram, þannig að ráðlagt er að nota berin eða þykkni úr þeim, rétt áður en þörf er á betri nætursjón.
Í MBL þann 15. ágúst 2000 er í grein fjallað um upphaf berjatímans: “Krækiber, bláber og aðalbláber hafa verið tínd hér á landi allt frá landnámi. Berjatíminn er nú hafinn og víst að margir eiga eftir að leggja leið sína í berjamó enda eru berin talin holl og af mörgum hreinasta sælgæti. Margir berjatínslumenn eiga sitt uppáhalds berjasvæði þar sem þeir fylla ílát sín ár hvert um þetta leyti. Aðrir ferðast um landið þvert og endilangt til að leita uppi ný berjasvæði og kynnast um leið margs konar náttúru enda útiveran stór hluti berjatínslunnar.

Einiber

Einiber í Skógarnefi.

Ber hafa áreiðanlega alltaf verið höfð til matar á Íslandi. Í bók Hallgerðar Gísladóttur, Íslensk matarhefð, kemur fram að samkvæmt íslensku þjóðveldislögunum mátti tína ber upp í sig á eignarlandi annarra en það varðaði sektum að tína þau og flytja burtu. Þar kemur einnig fram að krækiberjavín var bruggað í Skálholti snemma á öldum, sennilega vegna skorts á innfluttu messuvíni.
Berjaskyr var algengur réttur síðsumars og á haustin áður fyrr. Berin voru gjarnan geymd í súru skyri fram eftir vetri eða í sýru og drukkin með henni til bragðbætis. Berin hafa áreiðanlega oft stuðlað að því að draga úr skorti á C-vítamíni, sem var mjög algengur hérlendis, einkum á vetrum. Krækiber eru óvíða borðuð annars staðar en á Íslandi þó þau vaxi í fleiri löndum eins og t.d. á Grænlandi, í Kanada og í Skandinavíu. Samar, Inúítar og norður-amerískir indíánar borða raunar mikið af þeim.
Bláber og aðalbláber eru náskyld en aðalbláberin þykja betri enda sætari og safaríkari. Bláber eru fremur smá hér á landi en þykja bragðgóð. Þau eru vinsælust fersk en einnig notuð í bökur, grauta og í skyr. Þau má frysta og þurrka og gera úr þeim saft, hlaup og sultur. Best er þó að borða berin fersk, næstbest er að frysta þau því þá varðveitist eitthvað af C-vítamíninu en versti kosturinn með tilliti til næringargildis er að gera sultu eða saft.”

Hrútaber

Hrútaber.

Hrútaberjalyng er algengt á láglendi um allt land. Það vex í frjósömum brekkum og bollum,einnig oft í skógarbotnum. Plantan er með löngum, skriðulum renglum, sem eru bæði blöðóttar og hærðar. Þessar renglur, sem stundum eru kallaðar skolla- eða tröllareipi, geta orðið allt að tveir metrar á lengd. Blómstönglarnir eru uppréttir og með þyrnum. Blóm eru fá saman og eru bikarblöðin niðurbeygð en krónublöðin upprétt. Hrútaberin þroskast fremur seint á sumrin, þau eru safamikil og örlítið súr á bragðið. Berin hafa töluvert verið nýtt til sultugerðar. Dropar af hrútaberjum þykja styrkjandi bæði fyrir maga og hjarta. Einnig er talið að þeir lækni skyrbjúg. Droparnir eru búnir til á eftirfarandi hátt: 100 gr. af steyttum berjum eru sett í 1/2 lítra af sterku brennivíni og geymt á flösku í heitum sandi í þrá daga. Hið þunna er síðan síað frá og geymt.
Hið síðastnefna hefur áreiðanlega vakið athygli einhvers.
Skollaber vaxa innan um lyng og kjarr. Berin vaxa ætíð í breiðum, en oftast á fremur litlum svæðum. Þau eru víða að finna á norðanverðu Snæfellsnesi, á Vestfjörðum og við utanverðan Eyjafjörð. Skollaber eru einnig að finna nyrst á Austfjörðum. Ef vel er að gáð má einnig finna þau á Reykjanesskaganum. Hvítu blöðin fjögur eru ummynduð laufblöð sem lykja um blómsveipinn. Blómin sjálf eru nær svört eða rauðsvört á litinn. Skollaber þroskast ekki fyrr en seint á haustin, oft í september. Oftast þroskast ekki nem 2-3 ber í hverjum sveip.kraekiber