Færslur

Braggi

Friðþór Eydal skrifaði um „Herbragga – minjar um merka húsagerð“ í Bændabæaðið árið 2013:
Braggi-21„Síðari heimsstyrjöldinni hefur verið lýst sem mesta umbrotatíma í sögu þjóðarinnar. Skyndileg opnun markaða í Bretlandi og Bandaríkjunum fyrir allar útflutningsafurðir þjóðarinnar á margföldu verði og atvinna sem skapaðist við það og fjölbreytt umsvif erlends herliðs í landinu hleypti af stað gríðarlegum efnahagslegum uppgangi. Umskiptin þóttu kærkominn eftir langvarandi stöðnun og kreppu og grunnur varð lagður að nútímavæðingu og velmegun þjóðarinnar.
Fjölmennt herlið bandamanna flutti til landsins ógrynni tækja og búnaðar og skildi ýmislegt eftir að styrjöldinni lokinni sem landsmenn nýttu á margvíslegan hátt. Nýstárlegar bifreiðar og stórvirkar vinnuvélar ollu byltingu í samgöngum og framkvæmdatækni og stór hverfi tunnulaga bárujárnsskála báru vitni um hugvitsamlegar lausnir í gerð bráðabirgðahúsnæðis til íbúðar og atvinnustarfsemi. Þótt herbúðirnar hyrfu flestar fljótt af sjónarsviðinu gengu fjölmargir skálar sem landsmenn nefndu bragga í endurnýjun lífdaga. Er af því merk saga sem snertir ýmsa þætti atvinnu- og byggingarsögu landsins á árunum eftir stríð og allt fram á þennan dag.
Víða um land má enn sjá bragga sem nýttir hafa verið með fjölbreyttum hætti og af mikilli hugkvæmni sem atvinnuhúsnæði í bæjum og útihús til sveita. Í nokkrum héruðum má segja að vart sé það býli sem ekki státi af gömlum bragga sem enn er í fullri notkun. Þetta er einkum áberandi í Eyjafirði og víðar á Norðurlandi. Gamlir braggar eru þó ekki bara braggar heldur eru þeir af nokkrum mismunandi gerðum og stærðum frá mismunandi framleiðendum í Bretlandi og Bandaríkjunum sem áhugavert er að skilgreina. Sjálfberandi bogaform er einkar hagkvæmt byggingarform semfremstu arkitektar og hönnuðir hafa löngum hagnýtt til fjölbreyttra nota enda mjög sterkt miðað við efnismagn. Formið hentar vel af þessum sökum við gerð bráðabirgðahúsnæðis og skýla, enda ódýrt og auðvelt í flutningi og uppsetningu og er t.d. víða notað í uppblásnum neyðarspítölum.
braggi-22Breski Nissen-bragginn var hannaður í fyrri heimstyrjöldinni af norskættuðum Kanadamanni, Peter Norman Nissen, sem starfaði í verkfræðisveit breska hersins í Frakklandi. Hönnunin var einföld – bogin bárujárnsklæðning á stálbogum með langböndum úr tré. Gaflar voru úr timbri eða steinhleðslu með gluggum og dyr á öðrum endanum. Gólfið var gert úr tréflekum og innri klæðning úr bárujárni eða trétexi. Efniviðurinn var auðveldur í flutningi og uppsetning fljótleg með ófaglærðu vinnuafli. Nissen-braggar voru framleiddir í stórum stíl fyrir breska herinn í báðum heimsstyrjöldum. Algengustu íbúðarskálarnir voru 16 x 36 fet að grunnfleti og hýstu 14 hermenn. Stærri skálar, 24 og 30 fet á breidd voru notaðir sem spítalar, mötuneyti, samkomusalir og skemmur. Stærri braggaskemmur, 35×90 fet að grunnmáli, voru notaðar í margvíslegum tilgangi, t.d. sem vörugeymslur og verkstæði.
Bandaríkjamenn kynntust bröggum Nissens í Frakklandi í fyrri heimsstyrjöldinni og hófu eigin framleiðslu skömmu áður en Bandaríkin tóku að sér hervernd Íslands árið 1941. Bandaríkjaher tók við breskum herbúðum eftir því sem þær losnuðu og reisti fleiri skála úr bresku efni en þegar bandarískum hersveitum tók að fjölga árið 1942 tóku braggar af bandarískri gerð að berast til landsins. Bandaríkjamenn framleiddu fyrstu braggana nánast óbreytta og nefndu Quonset eftir flotabækistöðinni Quonset Point Naval Air Station í Rhode Island þar sem hönnun og framleiðsla fór fram í fyrstu á vegum Bandaríkjaflota. Bráðlega braggar-23komu fram endurbættar gerðir sem voru 16, 20 og 24 fet á breidd. Breskir íbúðarbraggar og fyrstu bandarísku braggarnir þekkjast á tunnulagi, þ.e. innhvelfdum boga við jörðu, en endurbættir braggar af Quonsetgerð á lágum beinum veggjum. Aðrar gerðir hvelfast frá fótstykkinu.
Stórir skálar sem Bandaríkjaher reisti hér á landi sem vöruskemmur og verkstæðishús voru af tveimur gerðum, báðar 40×100 fet að grunnmáli. Slíkar skemmur þjónuðu einnig ýmsum öðrum tilgangi líkt og hjá Bretum, t.d. sem samkomuhús. Bandaríkjafloti reisti fyrst skemmur með háum beinum veggjum og lágu bogadregnu þaki sem líktust ráðhúsinu í Reykjavík í útliti. Þessi gerð var efnismikil og rúmfrek í flutningi og leysti jafnstór gerð Quonset-bragga, sem var helmingi efnis- og fyrirferðarminni í flutningi, hana fljótt af hólmi. Allmargar skemmur af báðum gerðum eru enn í notkun á nokkrum stöðum á landinu ásamt breskum bogaskemmum sem þó eru mun algengari.
Meginliðsafli bandaríkjahers hélt af landi brott árið 1943 og 1944. Liðsveitir sem eftir sátu til stríðsloka höfðu flestar braggi-24aðsetur á Keflavíkurflugvelli og Bretar á Reykjavíkurflugvelli. Breska og bandaríska herliðið reisti alls um 12.000 bragga af öllum stærðum og gerðum í landinu auk um 1.000 smærri bygginga úr timbri og steini sem einkum þjónuðu sem eldhús og böð. Bandaríkjaher tók við vörnum landsins af Bretum árið 1942 ásamt flestum mannvirkjum þeirra og bar ábyrgð á uppgjöri leigusamninga við landeigendur og að skila lóðum í upprunalegt horf.
Braggarnir leystu brýnan húsnæðisvanda að nokkru leyti Húsnæðisskortur var viðvarnandi í Reykjavík, Hafnarfirði og á Akureyri og lánaði bandaríkjaher bæjaryfirvöldum nokkur yfirgefin braggahverfi til þess að leysa úr brýnasta vandanum árið 1943. Bandamenn höfðu hvorki not fyrir mannvirkin annarsstaðar né mannafla til niðurrifs og sömdu stjórnvöld um að ríkisstjórnin keypti öll mannvirki Bandaríkjahers nema á Keflavíkurflugvelli og Miðsandi í Hvalfirði vægu verð gegn því að annast niðurrif og bæta landspjöll. Voru samsvarandi samningar gerðir um eftirstöðvar breskra eigna braggi-26og Sölunefnd setuliðseigna falið að annaðist sölu eignanna og standa straum af kostnaði við landlögun og bótagreiðslur. Í erindisbréfi til nefndarmanna lagði Björn Ólafsson fjármálaráðherra áherslu á að vel væri gengið frá landinu og afmáð eftir því sem best væri unnt öll ummerki um herstöðvar og landinu komið í sómasamlegt horf.
Margir braggar standa enn Óhægt þótti fyrir Sölunefndina sjálfa að annast framkvæmdir og bæta skemmdir vítt og breitt um landið. Var samið við kaupendur á landsbyggðinni, sem aðallega voru sýslufélög og sveitarstjórnir, um að þær önnuðust landbætur og skuldbindingar vegna landeigna sem nefndinni báru. Innkaupsverð smærri Nissen-bragga var 100 krónur en margir voru í slæmu ástandi og ekki hæfir til endursölu. Útsöluverð samskonar bragga hjá Sölunefndinni var 1.000 krónur en vandaðri bandarískir braggar voru mun dýrari og vöruskemmur seldust fyrir 6.000 – braggi-2812.000 krónur. Braggarnir þóttu henta vel til íbúðar í skamman tíma en einkum fyrir atvinnustarfsemi og sem útihús til sveita þar sem fjölmargir þeirra gengu í endurnýjun lífdaga og standa margir enn nærri 70 árum síðar.
Ísland er ekki eina landið þar sem þessar stríðsminjar fengu nýtt hlutverk, en bragga er t.d. víða að finna í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hérlendis fengu braggarnir þó fljótt á sig hálfgert óorð sökum allt of langrar notkunar gamalla bráðabirgðaherbúða sem íbúðarhúsnæðis efnaminna fólks í höfuðborginni. Hlutfallslegur fjöldi og fjölbreytt nýting braggaefnis til endurbóta og tengingar við önnur byggingarform hérlendis verður þó að teljast nokkuð sérstök ef ekki einstök í húsagerðarlist.
Erlendis eru dæmi um að braggar hafi verið varðveittir í tengslum við byggðasöfn, hernaðarsöfn eða söfn um sögu húsagerðarlistar en hérlendis hefur varðveislan einungis ráðist af notagildi. Með endurnýjun húsakosts líður senn að því að þessar lifandi stríðsminjar og merkileg dæmi um útsjónarsemi í húsagerð landsmanna hverfi af sjónarsviðinu.“

Heimild:
-Bændablaðið, 19. árg., 15. tbl. 2013, bls. 22 – Friðþór Eydal, höfundur bóka um hernámsárin og fyrrum upplýsingafulltrúi varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli.

Braggar

Braggar við Keflavíkurflugvöll.

Hafnavegur

Tveimur vel hlöðnum vörðum, yfir mannhæða háar, hefur verið komið fyrir á svæði á Þrívörðuhæð við Hafnaveg sunnan Keflavíkurflugvallar. Vörðurnar eru við herkampana Camp Hopkins og Camp Rising, sem þarna var á stríðsárunum, og lýsa komu hersveita Bandaríkjamanna hingað til lands 1941, vinnu hermannanna við að koma sér fyrir hér á landi í Nissenbröggum og herbúðalífinu sem við tók.
Á þessum vörðum eru upplýsingaskilti. Á öðru þeirra er eftirfarandi texti:

Bandaríski herinn á Íslandi
VörðurnarVorið 1941 kom Churchill forsætisráðherra Breta fram með þá tillögu við Fanklin Roosevelt forseta Bandaríkjanna, að bandarískur her leysti sveitir Breta af. Roosevelt var tregur til að senda hermenn án þess að ósk um slíkt kæmi frá íslenskum stjórnvöldum. Engu að síður þá var snemma í júní tekið til við að udnirbúa för bandarísks herliðs til Íslands. Bandarískar könnunarsveitir voru sendar til landsins til að skoða hugsanlega staði fyrir eftirlitsflugvelli og safna gögnum um húsnæði og lífskjör; loftvarnir, varnir við ströndina og við hafnir; og ástand hernaðarmannvirkja.
Bandaríkjamenn fengu formlegt boð frá Hermanni Jónassyni, forsætisráðherra Íslands, í júlí 1941. Þann sama dag tilkynnti bandaríkjaforseti þinginu um ráðstöfun sveita úr loft-, land- og sjóher til Íslands.

Bandarískir sjóliðar fyrstir á staðinn
Annað upplýsingaspjaldiðFyrsta stórfylki sjóhersins, undir stjórn John Marston, hershöfðingja, var fyrsta bandaríska herliðið sem kom til Íslands. Það lenti við Reykjavíkurhöfn 7. júlí og fékk brátt liðsauka frá flugher, flota og landher.
Sjóliðarnir bjuggu upphaflega til bráðabirgða í Nissenskálum sem bresku hersveitirnar höfðu reist og hófust brátt handa við að byggja nýjar herbúðir. Victoria Park og Camp MacArthur, tvær samliggjandi herbúðir í Mosfellssveit norðaustur af Reykjavík, voru teknar í notkun af fyrsta herfylki. Annað herfylki kom sér fyrir í Camp Baldurshagi. Þriðja herfylki tók yfir breskar búðir, Camp Brautarholt, sem voru staðsettar á klettanesi nálægt innsiglingunni í Hvalfjörð. Þetta voru litlar ókláraðar búðir án rafmagns eða pípulagna. Hlöðu hafði verið breytt í matsal yfirmanna. Fimmta varnarherfylki, loftvarnasveit, var dreift í nokkrar búðir nálægt höfninni og fyrir austan borgina. Stórskotaliðið sá um að manna byggingarflokka sem reistu marga Nissenskála og önnur herbúðarmannvirki og byssustæði.
Nissen-braggiSjötta sjóliðasveit sem var hreyfanleg sveit, fékk það verkefni að byggja nýjar herbúðir til að hýsa sveitir landhersins. Litlar búðir með Nissenskálum höfðu áður verið reistar af Bretum, en pípu- og raflagnir og aðra aðstöðu átti enn eftir að útbúa. Sjóliðarnir reistu þess bráðabirgðaskála með hraði sem svefnskála, spítala, kirkjur, matsali, bíósali, vöruhús og skrifstofur. Í janúar 1942 fékk Sjóherinn skipun um að láta Landhernum eftir herbúðir sínar og snúa aftur til Bandaríkjanna þar sem þeim yrði fengin önnur verkefni. Í mars höfðu stórar sveitir bandaríska flotans. landhersins og flugsveita landhersins (AAF) komið sér fyrir á Íslandi.“

Á hinu er eftirfarandi texti:

Bandaríkjaher tekur við stjórninni
Nissan-braggiÍ apríl 1942 var skiptingunni frá bresku herliði yfir í bandaríkst herlið að mestu lokið. 22. apríl tók Bandaríkjaher við yfirstjórn herliðsins á Íslandi, undir stjórn Charles H. Bonesteel majórs. Boonesteel setti upp aðalstöðvar í Camp Tadcaster (sem var endurskírður Camp Pershing) við Elliðaár í Reykjavík, og var þá 3 km fyrir utan borgina og 1.5 km fyrir austan fyrrum höfuðstöðvar breska hersins í Camp Alabaster.
Hersveitirnar voru dreifðar um fjöldan allan af herbúðum innanbæjar, fyrir austan borgina, í Hafnarfirði í suðri og í Mosfellsbæ í norðaustri. Aðalstöðvar bandaríska flotans voru staðsettar í Camp Knox í norðvesturhluta Reykjavíkur og flugstöðvar flotans tóku yfir tvær stórar herbúðir við norðurströnd Fossvogs nálægt flugvellinum sem Bretar höfðu byggt. Flestar þessara búða hafa nú horfið vegna stækkunar borgarinnar. Þær fáu byggingaleifar sem enn standa eru vel varðveittar steinhleðslur, skorsteinar, vegir, stígar og stöku virki.

Herbúðabyggingar og herbúðalíf
Nissan-braggiLiðsafli verkfræðisveita sem áttu að sjá um byggingu herbúða var lítill og var oft aukinn með mönnum frá öðrum sveitum auk innlendra verkamanna. Verkið sóttist seint vegna óblíðs veðurfars og upp komu alvarleg tæknileg vandamál. Aðflutningar byggingarefnis voru mikið vandamál þar sem Ísland var langt frá birgðastöðvum hersins.
Stórskotalið sem áttu að byggja fleiri herbúðir sendu vinnuflokka á valda staði til að reisa Nissenskála undir verkstjórn fárra manna úr sveit konunglegra verkfræðinga. Ekki var óalgengt að mennirnir ynnu 16 stundir á sólarhring og fjöldinn allur af herbúðum var reistur á nokkrum vikum. Hópur sex eða fleiri manna gat reist skála á nokkrum klukkustundum. Hóparnir luku 16 skálum á dag.

Nissan-braggi

Nissenskálarnir var einfaldur í smíði. Endar hvers skála voru gerðir úr þremur viðareiningum sem mhægt var að setja saman á nokkrum mínútum. Klæðningin að innanverðu var gerð úr viðarplötum á 4×2 stálgrind. Bogadregnir veggirnir og þakið voru klæddir bárujánsplötum. Tvö lög að málmplötum voru sett neðst í hliðarnar en þakið var með einfaldri klæðningu. Byggingunni var haldið uppi af sveigðum burðarbitum (T-bitum) úr stáli. Hverjum skála fylgdi fullkomið sett af verkfærum og tækjum. Það eina sem þurfti að gera á staðnum var að útbúa grunn úr steinsteypu eða hraunkubbum.“

Fyrrnefndir braggar voru nefndir eftir hönnuðinum, Bjorn Farlein Nissen, en hann fæddist í Gjorvik nálægt Osló 1863, fluttist til Ameríku og starfaði þar við hönnun.Upplýsingaskilti