Færslur

Minna-Knarrarnes

“Í túni eystri hálflendunnar í Suðurkoti í Brunnastaðahverfi er stór hóll, sem kallaður er Þerrir. Honum fylgdi sú sögn, að þar ættu álfar heima, og þess vegna mætti aldrei slá hólkollinn. Ef það var gert, átti bóndinn að verða fyrir einhverju óhappi. Munu flestir bændur hafa virt þessi álög, því engin dæmi vissu menn þess að hólkollurinn hefði verið sleginn.

Suðurkot

Um 1890 flytur á þennan part maður, sem Hannes Hannesson hét, og tók hann þar við einu kúgildi. Fyrsta sumarið, sem hann var þarna, mun grasspretta hafa verið lítil. Þóttist hann þá nauðbeygður til þess að slá hólinn og gerði það.
Á þessum árum var venja að kýrnar af mörgum bæjum voru reknar í einum hóp á haga langt uppi í heiði, og skiptust bændur á um að reka kýrnar, en sá, sem rak þær, tekur þá eftir því, að kýr Hannesar í Suðurkoti er eitthvað undarleg. Og allt í einu tekur hún sig bölvandi út úr hópnum og ræðst á þúfu nokkra, eins og hún væri blótneyti. Reif hún og tætti alla þúfuna sundur með hornunum, en féll því næst niður steindauð.
BrandsleiðiÝmsir settu þetta í samband við það, að álögin á Þerri höfðu verið lítilsvirt, og aldrei sló Hannes hólinn upp frá því. – (B.H.)
Í örnefnalýsingu fyrir Brunnastaði segir m.a.: “Upp af Töðugerði, upp við veg, er stór hóll með pöllum að sunnan. Þessi hóll heitir Grænhóll. Austan við hann, neðan Gamlavegar og Lambskinnshóls er síðar getur, heitir Tvívörðulágar. Upp af Halakoti er hóll í túni sem heitir Boghóll og nyrsti bletturinn þar í túninu heitir Fimmálnatún. Þá er næst skólajörðin og þar er gamalt eyðibýli sem heitir Kothús, þetta er suður af skólahúsinu. Þá er hér norðar og niður við sjó svonefnt Naustakot. Upp frá því er Suðurkot og þar fyrir neðan garðinn er hóll sem heitir Þerrir. Langur og stór hóll hér austur af bæ heitir Langhóll.”
NónhóllLárus Kristmundsson á Brunnastöðum kannaðist aðspurður strax við álagahólinn. Í stað þess að ganga að hólnum, hélt hann sig innan dyra, gekk út að glugga á herbergi á vesturhlið Brunnastaða og benti: “Þarna er Þerrir. Hann mátti aldrei slá. Handan hólsins eru tóftir Suðurkots”. Þegar að var komið var engar mannvistarleifar að sjá á hólnum, en suðvestan við hann mótar enn fyrir tóftum Suðurkots. Kotið hefur haft tvö þil mót vestri og umhverfis hefur verið túngarður. Hluti hans sést enn. Merkileg fornleif í ljósi sögunnar – en vanvirt.
GrásteinnSú er sögn að bærinn Hlöðunes hafi upphaflega heitið Hlöðvisnes og kenndur við þann, er þar byggði fyrstur manna. Þar í túninu á þessi Hlöðvir að vera heygður og heitir þar enn Hlöðvishaugur. 

Brandsleiði er í túninu á Litla-Knarrarnesi, en engar sagnir eru til um það, og vita menn því ekki, af hverju það hefir fengið nafn sitt. En fornt mun það vera.”
Í örnefnalýsingu fyrir Knarrarnes segir m.a.: “Vík var þurrabúð, syðst í túni Minna-Knararness. Hún fór í eyði laust eftir síðustu aldamót. Nónhóll er fyrir sunnan Vík. Í honum er klettur, sem heitir Grásteinn. Nónhóll er eyktarmark frá Minna-Knarrarnesi.

Brandsleiði

Brandsleiði. Lambúshóll fjær.

Lambhúshóll er austan við Vík og austur af honum er Brandsleiði, aflöng þúfa eins og leiði. Sögn er engin til um það. Í kringum Brandsleiði heitir Brandsgerði. Helgavöllur er á milli Brandsgerðis og sjávar.”
Birgir Þórarinsson, staðarhaldari að Minna-Knarrarnesi, kannaðist aðspurður strax við Brandsleiði. Hann sagði Benjamín Eiríksson, sem var í sveit á Knarrarnesi árið 1917, segja frá leiðinu. Að því sögðu gekk hann suður fyrir Minna-Knarrarnes, upp á svonefnt Brandsgerði. Þar í miðju gerðinu var óslegið þýfi; Brandsleiði. Leiðið var óslegið á annars vel slengnu gerðinu. Suðvestar er Lambúshól og sunnan hans má sjá Digravörðu (líklegt hádegismark) og innsiglingarvörðu vestar. Hvorutveggja væru ágæt myndefni í dagsbirtu, en þegar hér var komið var henni verulega farið að halla. Lesendur eru því beðnir velvirðingar á myndgæðunum.

Kirkjugatan

Þá gekk Birgir óhikað að Nónhól suðvestan við núverandi bæjarhús. Birgir sagði gamla bæjarhólin hafa verið norðan við núverandi íbúðarhús. Bæjarhóllin var augljós. Útnorðan hans mótaði fyrir heimatúngarði og að sunnan er hlaðinn garður umhverfis gamlan matjurtargarð. Hvarvetna eru minjar og örnefni um fornbýlisháttu.
Aftan við bæjarhólin, fast við matjurtargarðinn norðvestanverðan, má enn sjá móta fyrir gömlu kirkjugötunni, sem lá með ströndinni og þræddi svo til alla bæina áleiðis að Kálfatjarnarkirkju. Það væri gustukaverk að rekja götuna frá Vogum að bæjarstæðunum að kirkjustaðnum í einhverri FERLIRsferðinni. Af fyrri ferðum um svæðið má telja ljóst að gatan er víða greinileg á köflum þótt henni hafi verið raskað þess á millum.
Frabært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimild:
Árni Óla – Strönd og vogar, 1961.

Þerrir