Færslur

Í gær mátti sjá sjö einstaklinga leika sér á brimbrettum utan við Stóru-Bót vestan Járngerðarstaða í Grindavík.
BrimbrettiSól var, logn og 12°C hiti, en aldan virtist ná sér upp á tilteknum stað skammt utan strandarinnar. Kjöraðstæður virtust því þarna til brimbrettaleiks. Sjömenningarnir flatmöguðu á sléttum sjónum skammt utar og biðu eftir að ný alda tæki sig upp. Þegar það gerðist nýtti einhver þeirra tækifærið, réri af stað með öldunni, stóð upp og lét hana bera sig þverhandar áleiðis að landi. Tilkomumikið var að sjá snillingana leika listir sínar á öldunni.

Sjá Myndir.

Reykjanes

Fátt er jafn tilkomumikið og þegar staðið er á brimströnd í hávaðaroki og horft á öldurnar leika sér hvatvíslega við bergið.
Brim-91Krafturinn er býr undir niðri er fáum öðrum líkur. Þrátt fyrir mikilfengleikann, eða kannski vegna hans, er alltaf jafn erfitt að taka myndir af illúðlegu brimi. Bæði er það vegna þess að þá gengur ýrið yfir ströndina og þar með ljósmyndarann og seltan festist á linsunni og gerir honum erfitt um vik. En með því að leika svolítið á náttúruöflin er hægt að forðast brimdrekann…

Sjá meira undir Myndir.

Þegar veður er gott er það hvergi betra en í Grindavík“, sagði Guðbergur Bergsson, rithöfundur og skáld, eitt sinn í viðtali við myndútgáfu RÚV.

SeltangabrimOrðin koma ekki af engu, enda Guðbergur víðkunnugur og vel samanburðarhæfur; fæddur á Ísólfsskála undir Slögu þar sem brimið hamast hvað mest þegar það sést. Hann líkt og svo margir aðrir, sem alist hafa upp í Grindavík, vita að vindurinn leikur sér oftlega við ströndina, ýfir sjó og magnar öldur. Í öllum látunum örvast sjórinn, en nær þó einungis að fága steininn án þess að nokkur veiti því eftirtekt. Þannig skynja Grindvíkingar veðrið… 

Sjá meira undir MYNDIR.

Brimið er fylgifiskur yfirborðs sjávar allt umhverfis landið.
Orðatiltækið “Opt er brim með háflæði” er Hraunsvikhins vegar ekki altækt. Í Grindavík má auk þess gjarnan sjá brimspilið í lágflæði enda skerin langteig hvort sem er utan við Sloka, Þórkötlustaða-nesi, Malarendum utan Járngerðarstaða eða Staðarmölum í Staðarhverfi. Tilkomumest er þó staðbundið lágfjörugosbrimið, fjörubrim, í Hraunsfjöru, einkum í logni.
Guðbergur Bergsson, rithöfundur, fæddist að Ísólfsskála. Hann sagði einhverju sinni að “þegar veðrið væri gott í Grindavík væri það hvergi betra”. Það eru orð að sönnu.

Sjá meira undir MYNDIR.

Brimið utan við Grindavík er óþrjótandi myndefni, jafnvel í óþéttum vindi.
Vægur austan þræsingur Grindavíkurbárurlék báruna grátt í morgun utan við innsiglinguna, bæði í Stóru-Bót og út með Nesinu svo aðdáunarvert þótti tilsýndar. Fólk af höfuðborgarsvæðinu gerir sér gjarnan ferð til Grindavíkur við þessar aðstæður til að berja myndvefnaðinn auga og eignast ógleymanlegar minningar fyrir lítið. Þótt Grindavík sé ekki enn orðið fjölmennasta byggðalagið á utanverðum Reykjanesskaganum er bærinn þó óumdeilanlega sá tilkomumesti.

Sjá MYNDIR. (Myndirnar eru ekki fyrir sjóveika.)

FERLIR hefur verið óþreytandi að gefa lesendum bragð af minningum, bæði í texta og myndum.
AskurÁþreifanleiki hversdagins við bragðið er þó engu minni þegar staðið er á ströndinni, hvort sem er á Skyggni eða Sloka. Ásýndin mót hafinu við Grindavík getur á stundum verið tilkomumikil, einkum í hvassviðrum og austan þræsingi. Meðfylgjandi myndir eru hins vegar teknar þegar aldan fór mjúkum brám um bergið sem og mb. Ask, GK 65, þegar bátnum var siglt um innsiglinguna í Grindavíkurhöfn síðdegis.

Sjá meira undir Myndir.

Portfolio Items