FERLIR hefur verið óþreytandi að gefa lesendum bragð af minningum, bæði í texta og myndum.
Áþreifanleiki hversdagins við bragðið er þó engu minni þegar staðið er á ströndinni, hvort sem er á Skyggni eða Sloka. Ásýndin mót hafinu við Grindavík getur á stundum verið tilkomumikil, einkum í hvassviðrum og austan þræsingi. Meðfylgjandi myndir eru hins vegar teknar þegar aldan fór mjúkum brám um bergið sem og mb. Ask, GK 65, þegar bátnum var siglt um innsiglinguna í Grindavíkurhöfn síðdegis.