Færslur

Bringnavegur

Bringnavegurinn var rakinn frá Laxnesi upp á Háamel á Mosfellsheiði.
Vegurinn var lagður af tilstuðlan Guðjóns Helgasonar, föður Halldórs Laxness árið 1910. Á göngunni var m.a. komið að Bringnavegur-221upptökum Köldukvíslar, reiðleið frá Bringum yfir í Seljadal,
veginum um Illaklif, Grafningsvegi og reið- og vagnveginum frá Seljadal yfir að Vilborgarkeldu auk Þingvallavegarins frá 1894 og konungsveginum frá 1907.
Á skilti við gamla Bringubæinn stendur m.a.: “Búseta hófst í Bringum árið 1856, bærinn varstundum nefndur Gullbringur á fyrri tíð og nafn hans komst á hvers manns varir þegar mannskaðinn á Mosfellsheiði varð í marsmánuði 1857. Þá urðu sex vermenn úti á heiðinni en átta komust við illan leik niður í Bringur og fengu aðhlynningu.
Á æskuárum Halldórs Laxness voru Bringur efsti bærinn í Mosfellsdal og kom hér eitt sinn í heimsókn ásamt móður sinni, Sigríði Halldórsdóttur. Halldór og Móðir hans hafa væntanlega farið svonefndan Bringnaveg í þessari ferð. Sú þjóðleið lá úr Mosfellsdal, framhjá Bringum og tengdist síðan svokölluðum Þingvallavegi hjá Borgarhólum á Mosfellsheiði. Bringnavegur var lagður að undirlagi Guðjóns Helgasonar, föður Halldórs Laxness, árið 1910 og má allvíða sjá leifar vegarins.
Bringur fóru í eyði á 7. áratugi 20. aldar og hét síðastaði ábúandinn Hallur Jónsson (1891-1968). Enn mótar fyrir bæjarstæðinu ofarlega í túninu.”

Bringnavegur

Bringnavegur.