Sigurður Þórólfsson skrifaði m.a. um “Búfje á Íslandi til forna” í Búnaðarritið árið 1927: “Ýmsir síðari tíma menn hafa ritað um búskap Íslendinga til forna. Þeir hafa allir haldið því fram, að nautgripaeign landsmanna, einkum á 15. og 16. öld, hafi verið miklu meiri en hún var síðastliðna öld. Eigi verður þessu neitað með rökum, en hitt virðist mjer líklegt, að þeir hafi gert alt of mikið úr nautgripafjölda landsmanna á fyrri öldum, einkum kúafjöldanum. Í þessu riti mun jeg reyna að færa rök fyrir því.
Sjera Þorkell Bjarnason hefir giskað á, að á söguöldinni, eða jafnvel lengur, hafi Íslendingar átt 5 sinnum fleiri kýr en þeir áttu á 19. öld. Hann giskaði ennfremur á, að mannfjöldinn í landinu hafi þá verið 110 þús., og þar af 80 þús. vinnufærir menn, karlar og konur. Og honum þykir sennilegt, að á 10., 11. og 12. öld afi forfeður vorir átt að jafnaði eins margar kýr á búi og þeir höfðu vinnandi heimilismenn. Eftir þessu ættu þá að hafa verið á söguöldinni 80 þús. kýr í landinu, eða jafnvel lengur fram eftir. Hinsvegar hjelt sjera Þorkell því fram, að geldneyti hefðu tæplega fleiri verið á þeim tímum en 55 þús. Mjer þykir sennilegast, að þessum tölum sjera Þorkels mætti snúa við og segja, að kýrnar í fornöld hefðu verið um 55 þús., en geldneytin að minsta kosti 80 þús. Þessu til styrktar verður bent á ýmislegt síðar.
Eins og kunnugt er, hafa ýmsir aðrir en sjera Þorkell haldið því fram, að mannfjöldinn á Íslandi hafi á söguöldinni og um lok 11. aldar verið rúmlega 100 þús., t. d. Magnús Stephensen, Jón Sigurðsson og Arnljótur Ólafsson. Hinsvegar hefir dr. Björn M. Ólsen fært góð rök fyrir því, að um 965 hafi mannfjöldinn í landinu verið frá 51—68 þús. Hann hallast helst að 60 þús., og að aldrei hafi Íslendingar fleiri verið í landinu, þegar þeir voru flestir, en 75—80 þús. Þau rök, sem dr. B.M. Ólsen færir fyrir þessu, eru hin merkilegustu og verða þung á voginni. Ef það er rjett, sem jeg get fallist á, að mannfjöldinn í landinu hafi aldrei verið yfir 80 þús., og það væri hinsvegar sannanlegt, að forfeður vorir hafi haft til jafnaðar eins margar kýr og þeir höfðu hjú eða vinnandi fólk á heimilum sínum, eins og sjera Þorkell Bjarnason telur líklegt, þá geta kýrnar með engu móti hafa verið 80 þús., heldur í mesta lagi 58 þús. Sjera Porkell, og jafnvel fleiri, hefir bygt skoðnn sína um tilsvaran hjúa og kúa á heimilum til forna á sögum um kúaeign Harðar Grímkelssonar og Guðmundar ríka á Möðruvöllum, sem jeg vík að síðar.
En hann mun einnig hafa þótst fá góða bendingu í þessu máli í fornum lögum, t.d.: „Hver sá bóndi er skyldur að gjalda skatt og þingfararkaup, er skulda hjú hans hvert á kú eða kúgildi” o.s.frv. — „En skuldahjón eru þeir menn hans allir, er hann á fram að færa, og þeir verkamenn, sem þar þurfa að skyldu fyrir að vinna o.s.frv. — Það er hæpið að byggja mikið á þessu, því að t. d. bóndi sem átti 5 börn og var einyrki, og átti 7 málnytukúgildi, gat átt aðeins 3 kýr og 24 ær.
Ýmsir fræðimenn, einkum dr. Þorvaldur Thoroddsen og sjera Þorkell Bjarnarson, hafa bygt skoðun sína um nautgripafjöldann í landinu á nokkrum frásögnum í Íslendingasög-unum og máldögum kirkna, klaustra og biskupsstólanna. En allar þessar heimildir verður að nota varlega í þessu tilliti, einkum Íslendingasögurnar. Þær hafa vilt mönnum sýn, enda engar vísindaheimildir. Um máldaga kirkna er öðru máli að gegna og forna reikninga klaustra og stóla, sjeu þeir skildir rjett. Menn hafa misskilið búfjáreign staðanna, eða hve miklum búpeningi þeir framfleyttu. Í þessum inngangi verð jeg að minnast lítið eitt á þá helstu staði í fornsögunum, þar sem sagt er frá búfjáreign manna. En þá má vefengja sem sannsögulegar heimildir. Tökum til dæmis söguna um stórbúskap Guðmundar ríka á Möðruvöllum. Það er sagt að hann hafi haft á búi sínu 120 kýr og 120 hjú. Um Ljósvetningasögu, sem þetta er í, segir dr. Finnur Jónsson, að töluverð missmíði sjeu á henni, og það sje sýnilegt, að síðar hafi verið skotið inn í frumsöguna 5.—12. kaflanum, af þeim er rituðu söguna upp á síðari tímum; þeir hafi rifið í sundur það, sem saman átti o.s.frv. En sagan um kýrnar er einmitt í 5. kafla sögunnar, þar sem skáldskapurinn hefst. Sje nokkur fótur fyrir því, að Guðmundur ríki hafi átt 120 kýr, og þá sjálfsagt ekki færri geldneyti, má telja víst, að nautgripum hans hafi verið skift niður á margar jarðir eða fleiri en eitt bú. Ríkir menn áttu þá venjulega mörg bú, hver fyrir sig. Hann gat einnig haft mikið af nautgripunum í fóðrum að vetrinum hjá landsetum sínum, eins og þá var mikill siður og hjelst lengi við. Að þessu búskaparlagi stórbænda í fornöld verður síðar vikið.
Á Breiðabólsstað í Reykholtsdal, sem er fremur lítil jörð, er sagt að Hörður Grímkelsson hafi haft 30 kýr og 30 hjóna. En vitanlega hafa geldneyti hans verið að minsta kosti eigi færri, samkvæmt búskaparlagi fornmanna. En Harðarsaga þykir mjög óábyggileg. Dr. Finnur Jónsson, sem manna best hefir athugað fornsögurnar, segir um þessa sögu, að hún sje að mestu leyti tómur skáldskapur, tilhæfulaus tilbúningur og ekki eldri en frá 14. öld. Mikið hafa menn líka bygt á frásögninni í Flóamannasögu um kýrránið frá Bjarna spaka. Þar er sagt að Þorgils Orrabeinsstrjúpur hafi tekið frá Bjarna þessum 20 kýr og 120 ásauði, því honum hafi þótt hann fá of mikið fje með dóttur sinni. Saga þessi um ránið er ekki trúleg. Löglegum kaupmála milli hjóna máttu menn eigi breyta í fornöld og gerðu aidrei svo vitað sje. Það varðaði við lög. Nú hafa þeir sem álita sögusögn þessa sannsögulega, gert ráð fyrir því, að það sem Þorgils tók frá Bjarna hafi aðeins verið litið eitt af búfjáreign hans. Þeir hafa bent á þetta sem góða heimild fyrir stórbúskap fornmanna á söguöldinni. En Flóamannasaga er eigi vel ábyggileg. Dr. Finnur Jónsson segir um hana, að hún hafi lítið sögulegt gildi. Þá kem jeg að kúabúinu mikla á Sæbóli, sem sagt er frá í Gísla sögu Súrssonar. Gísli gekk í fjósið á Sæbóli og batt saman halana á 60 kúm. Þó að þessi saga sje ein af ábyggilegri Íslendingasögunum í flestum greinum, má þó finna nokkra veika staði í henni, án þess hjer sje farið út í þá sálma. Talan 60 getur líka hæglega verið misrituð eða mislesin af þeim, er rituðu upp söguna á 14. öld eftir frumsögunni. Mjer þykir ólíklegt að jörðin Sæból í Haukadal, sem fyrir löngu er komin í eyði, hafi nokkru sinni getað borið 60 kýr og sjálfsagt annað eins af geldneytum, ásamt öðrum venjulegum búpeningi. Jeg hefi þó í huga það sultarfóður, sem kúm var ætlað til forna, samkvæmt elstu Búalögum, og útbeit á öllum geldum búfjenaði, eins og þá tíðkaðist. — Á þetta verður bent síðar og það nánar athugað.
Ekki er sú saga ótrúleg, að Rútur hafi tekið 20 naut frá Höskuldi Dalakollssyni og skilið jafnmörg eftir. Laxdæla er i flestu ábyggileg saga, nema helst Bollaþátturinn. En af þessu verður ekkert vitað um kúaeign Höskuldar, því að orðið naut var oft í fornöld, og jafnvel fram á 17. öld, haft jafnt um kýr og geldneyti. Sennilega hefir Höskuldur átt engu færri geldneyti en mylkar kýr, og mætti giska á að hann hafl átt samtals 40 nautgripi, auk kálfa, og hafi þá mylkar kýr hans verlð um 15. Þetta mun hafa verið hæfileg áhöfn á jörðinni í fornöld, en hún var að fornu metin 40 hundruð. Eigi verður sjeð að sú jörð hafi neitt verulega gengið úr sjer frá því í fornöld. Túnið og engjarnar virðist ekkert hafa getað breytst til hins verra.
Hjer hefi jeg þá bent á þá staðina í fornsögunum, sem menn hafa mest bygt á hugmyndir sínar um kúafjöldann á Íslandi í fornöld. En af því, sem að framan er sagt, eru þessar söguheimildir að litlu hafandi. En úr geldneytafjöldanum hafa menn eigi gert of mikið að mínu viti. Geldneytin munu hafa verið arðsamari en mylkar kýr. Á góðum beitarjörðum hafa að líkindum oftast verið fleiri geldneyti en kýr, bæði ung og gömul. Í fornöld og lengi fram eftir öldum var geldneytum beitt út að vetrinum, nálega eins og hrossum er alment beitt nú á tímum. Einkum gengu gamlir uxar vel úti t.d. að 16 naut eða uxar, sem Ólafur pá átti, hafi gengið úti í Breiðafjarðardölum fellisvetur einn og komið sjálfir heim að Hjarðarholti um vorið. Þá voru miklir skógar í Dölunum og víða er þar skjólasamt. Oft hafa jarðbönn og fjárfellir verið í einum hreppi, en í öðrum í sömu sýslu næg beit og betra veðurfar. Saga þessi er því ekki ótrúleg.
Mjer finst margt benda á, að geldneytin í fornöld hafi verið yfirleitt fleiri en kýrnar. Fyrir þeim þurfti oft litið að hafa. Þau gengu mjög úti á vetrum, nema í jarðleysum, og voru svo rekin á fjöll eða afrjetti á vorin. Með lögum var mönnum bannað að hafa þau í heimahögum. Það mun lengi hafa viðgengist, að mylkar kýr og ásauðir væri færri á búum manna en geldneyti og geldfjenaður. Landshagir og veðráttufar á Íslandi benti mönnum snemma á þetta búskaparlag. Svo virðist sem kýrnar hafi víða verið hafðar margar, fleiri en jarðirnar í raun og veru báru, til þess að geta átt mörg geldneyti fremur en til þess að fá mjólk úr þeim. Margt, sem hjer verður síðar minst á, bendir á þetta. Þótt uxarnir væri illa framgengnir á vorin eftir harða vetur, voru þeir spikfeitir á haustin og miklir í bú að leggja.
Það kemur nokkrum sinnum fyrir í fornsögunum, sem ábyggilegastar eru, að minst er á geldneyti eða uxa. Þau ummæli benda á mikinn geldneytisfjölda á nokkrum bæjum. Skallagrímur ljet eitt sinn reka heim mörg naut (uxa) til slátrunar. Þórólfur bægifótur var eigi auðmaður, þó átti hann að minsta kosti 12 uxa á fjalli, sje það satt, sem sagt er í Eyrbyggju um viðskifti hans og Arnkels goða. Þorsteinn Egilsson á Borg ljet eitt sinn slátra 3 nautum í senn að vorlagi í nesti handa Agli föður sínum til Alþingis. Vitanlega hafa margir verið um þetta nesti. Bendir þetta þó á, að á Borg hafi þá verið margir uxar og ekki sármargir undan vetrinum.
Höfðingjar gáfu oft vinum sínum gamla uxa eða naut, engu síður en falleg stóðhross. Þeir sem gáfu þessar gjafir, eitt naut eða fleiri, hafa eflaust átt af miklu að taka. Bestir þóttu uxarnir, þegar þeir voru 7—9 vetra gamlir eða eldri. Sumir áttu jafnvel 13 vetra gamla uxa. Otkell gaf Runólfl goða í Dal uxa 9 vetra gamlan, þótt fjefastur væri. Þessi siður, að gefa uxa í vináttuskyni, hjelst lengi við í landinu. Á 13. öld gaf t. d. Skeggi í Viðvík Þorgilsi skarða 9 vetra gamlan uxa til vinfengis. Mætti mörg fleiri dæmi benda á.
Á tólftu og þrettándu öld. Elstu máldagar, frá 12. öld, einkum síðari hluta hennar, eru til nokkrir máldagar yfir kirkjueignir á Íslandi. Meðal annars er þess getið í þeim, hve mikið búfje kirkjurnar eiga. Þeir eru fyrstu ábyggilegu heimildirnar, sem til eru um búpeningseign landsmanna, það sem þeir ná. Fyrsti og elsti máldaginn er um eignir. Stafholtskirkju í Borgarfirði um 1140. En auk hans eru til 25 eða 26 máldagar um aðrar kirkjueignir í ýmsum hjeruðum landsins frá síðari hluta aldarinnar. Jeg tek hjer upp nokkur atriði úr þessum elsta og merkilega máldaga, því að hann gefur manni góða hugmynd um hvernig kirkjurnar komast fyrst í álnir, og hann bregður um leið nokkurri birtu yfir aldarandann á vissu sviði:
„Þessi er máldagi í Stafholti eftir því sem Steini prestur Þorvarðsson setti: Hann gaf til kirkju alt heimaland og 20 kýr, 120 ásauði, 60 gelda sauði, 60 veturgamla sauði, 10 kúgildi í geldum nautum, 5
hesta, 15 hundruð í húsbúnaði og húsgögnum innan veggja, land á Svarfhóli, Bjargarstein, Hofstaði, Laxholt, Skógarland hið vestra, Engines á Ströndum, Miðdalsmúla og Bjarnardal allan fyrir ofan Mælifellsgil. Ennfremur selför í Þverárdal uppfrá Kvíum” o.s. frv. Á þessari gjöf hvíldi sá skylduskattur að fæða og og klæða 2 presta og einn messudjákn en auk þess 2 kvengilda ómaga af ætt sjera Steina. Kirkjan eða staðurinn fjekk ýmsar aðrar tekjur og þar á meðal tíund af 24 bæjum, sem voru þá í sókninni. — Auk þeirra bygðra jarða, skóglands og afrjetta, sem hjer að framan er getið, gaf sjera Steini kirkjustaðnum ýms önnur ítök, laxveiði í ám o. s. frv. Hjer er lítið sýnishorn af því hvernig margar kirkjur eignuðust í fyrstu búfjenað og önnur verðmæti. Sjera Steini Þorvarðarson var auðugur maður og mun hafa lært prestleg fræði utanlands. Um 1140 gerir hann Stafholt, erfðaóðal sitt, að sjálfstæðri kirkjueign eða „beneficium”. Hann gerir þetta kirkjumálum landsins til eflingar og sjálfum sjer til sálubótar, samkvæmt ríkjandi trúarkenningum. Þetta mundi nú þykja ofmikil áhöfn á Stafholti: 20 kýr, 15—20 geldneyti, 240 sauðfjár og 5 hross. En Það vill nú svo vel til að jeg þekki vel þessa jörð. Og það má fara nokkuð nærri um hvernig hún hefir verið eða litið út á 12. öld. Jeg hygg þvi að með því búskaparlagi, sem þá var alment, hafi mátt ala heima á staðnum að vetrinum þennan búpening. Þetta verður betur skýrt í síðasta kaflanum í þessu riti. Jeg hefl talið saman búfjáreign þeirra staða, sem til eru máldagar yfir frá 12. öld. Það eru 26 máldagar, auk Kristfjárbúanna, sem jeg tel ekki með. Kirkjurnar eiga til jafnaðar hver, rúmlega 6 1/2 kú og 22 ásauði en lítið eitt, nema örfáar, af öðrum búpeningi. Jeg set hjer töflu yfir búfjártal auðugustu kirknanna á þessum tíma, ásamt fjárframtali Helgafellsklausturs. Þess skal getið, að þar sem lítið k er sett fyrir aftan einhverja tölu í töfludálkunum, bæði þessari töflu og þeim öllum, er á eftir fara, þá merkir það kúgildi.
Á fjórtándu öld. Fjórtánda öldin gekk illa í garð með felli á mönnum og skepnum. Fyrirrennari hennar, þrettánda öldin, hafði kvatt menn og málleysingja með eldgosum miklum, sandfalli, landskjálfta og fjárfelli. Þessi fjárfellir hjelt áfram næsta ár, 1301, og hafði í för með sjer mikinn hungurdauða á Norðurlandi, einkum í Skagafirði og Fljótum. Er sagt að þar hafi dáið úr hungri um 500 manneskjur. Næsti fjárfellir varð 1313, „hrossafellisveturinn” illræmda. Sá fellivetur kom eftir óvenjuilt óþurkasumar. Þá fjell svo búfje manna, að „víða um sveitir urðu menn snauðir að búfje”!. Eigi virðist þó þessi fellir hafa haft mikil áhrif á búfjáreign norðlensku kirknanna eftir máldögum þeirra að dæma nokkrum árum siðar.
Á fimtándu öld. Í byrjun þessarar aldar gekk svartidauði yflr landið, eins og kunnugt er. Af ýmsum fornum ritum og brjefum má sjá, að eigi hefir liðið á löngu, þar til þjóðin rjetti við aftur eftir þetta mikla áfall. Jeg hygg, að alt of mikið hafl verið gert úr þessari pest og afleiðingum hennar, og þeim erfðutn og auði, sem sagt er að hafi í byrjun þessarar aldar safnast á fárra manna hendur í landinu. En hjer verður ekki farið út í þessa sálma.
Á sextándu öld. Það voru erfiðir tímar á Íslandi fyrir og eftir aldamótin 1500. Síðari plágan gekk yfir landið 1496, en það, sem um hana er sagt í fornum ritum virðist mjög ýkt. Það er þó víst, að hún var mjög mannskæð. Um aldamótin (1500 og 1501) voru harðindi í landinu; og 1508 — 12 áttu landsmenn við þrjá óvini að berjast: mannskæða bólusótt, eldgos, og harðindi sökum illviðra. Frá þessum tímum (1492—1518) eru máldagar Stefáns biskups í Skálholti. Þeir munu flestir vera frá 1500 —1515. Þetta máldagasafn nær yfir 88 aðalkirkjur í Skálholtsbiskupsdæmi. Af því má sjá að hver þessara kirkna, sem máldagi er yfir, á til jafnaðar 7 kýr og 34 ásauði. Kúm hefir fækkað en ásauðum fjölgað frá því fyrir hjer um bil 1 mannsaldri. Og bæði geldneytum og geldfje heflr einnig fækkað. Þar verður venjulega fækkunin mest í öllum harðindum. — Þótt ekki sje getið um búpeningsfellir á árunum 1568 —1512, þá bendir ýmislegt á, að búfjenaður hafi fallið þau árin.”
Heimild:
-Búnaðarrit, 41. árg. 1927, 3.-4. tbl., bls. 217-273.