Færslur

Selatangar

Gengið var um Katlahraun, að fjárskjóli Vigdísarvallamanna, síðar Skála, Smíðahellinum, Sögurnarkórnum, Vestari lestargötunni, Nótahellinum og refagildrunum fremst á brúninni.

Selatangar

Fjárskjól við Selatanga.

Síðan var haldið austur um Tangana, staðnæmst við brunninn og þá gengið að vestustu búðinni í verstöðinni, litið á óninn, síðan verkhúsið og staðnæsmt við Dágon. Jón Guðmundsson frá Skála taldi Dágon merkja djöfull upp á dönsku, en aðrir hafa viljað halda því fram að um geti verið að ræða hljóðbreytingu úr dragon eða dreki. Alls ekki svo ólíklegt heldur.
Þegar fiskur var verkaður á Selatöngum voru sum byrgin, líkt og þau stærstu, notuð til að verka fiskinn í. Þess var vandlega gætt að “kjötið” kæmi hvergi saman og vel var pakkað svo loft kæmist ekki að. Þá var jafnan reynt að halda þessum verkhúsum köldum.

Selatangar

Selatangar – þurrkgarðar.

Í þurrki, eftir að fiskurinn hafði tekið sig, var hann færður á þurrkgarðana, sem eru þarna um alla tangana. Þess á milli var fiskurinn geymdur í minni byrgjunum, sem víðar eru og sum bara nokkuð heilleg, en í þeim loftaði vel um hann.
Gengið var um svæðið og skoðuð mismunandi byrgi. Staldrað var við Smiðjuna og austustu sjóbúðina áður en haldið var upp með Eystri-Látrum, kíkt á skjólin undir austurbakkanum og áð við helli þann er oftast hefur verið vart við Tanga-Tómas við. Rifjuð var upp sagan af viðureign hans og Arnarfellsbónda á sínum tíma.
Farið var yfir uppdráttinn af Selatangasvæðinu og gerðar lítilsháttar lagfæringar á honum. Nú er komin nokkuð heilleg mynd af þessu merkilega útveri.
Frábært vorveður. Gangan tók 1 klst. og 1. mín.

Á Töngunum

Á Selatöngum.

ísólfs

Dágon er klettadrangur á Selatöngum í Gullbringusýslu. Einnig er hóll með því nafni í túni í Stóru-Fellsöxl í Skilmannahreppi í Borgarfirði. Orðið merkir upphaflega “korn” eða “lítill fiskur”.
Dágon á SelatöngumJón Guðmundsson frá Skála taldi Dágon geta merkt djöfull upp á dönsku er hann var á ferð með FERLIR um Selatanga, en taldi það þó ekki fullreynt. Aðrir hafa viljað halda því fram að um geti verið að ræða hljóðbreytingu úr dragon eða dreki. Alls ekki svo ólíklegt heldur.
Dágon er m.a. nefndur í landamerkjaskrá fyrir Krýsuvík, dags. 14. maí 1890 [og] lesinni á manntalsþingi fyrir Grindavíkurhrepp að Járngerðarstöðum hinn 20. júní 1890, Dágon (Raufarkletti). Hér er kletturinn einnig nefndur Raufarklettur.
Karlmannsnafnið Dágon kemur fyrir í Gamla testamentinu, 1 Samúel 5. Um var að ræða guð lífs og akuryrkju hjá Filisteum.
Hér á landi hefur heitið annars vegar notað um þann sem menn dást að, er í eftirlæti hjá e-m, t.d. „Hann er dágon allra í bænum“, og hins vegar á Orðabókin sunnlensk dæmi um merkinguna “gamall hattur”. Dagón eða dágón getur í ísl. því merkt  ‘karlmannshetta’ og gæti nafnið á Selatöngum verið dregið af líkingu við það fat, sem ekki virðist svo fjarri lagi.
Brim

Selatangar

Gengið var um Selatanga og einstakar minjar gaumgæfðar. Skoðaðar voru m.a. sjóbúðir, verkhús, þurrkbyrgi, þurrkgarðar, brunnur, smiðja, skiptivöllur, byrgi, hella, hlaðnar refagildrur og gamlar götur. Síðan var gengið um Katlahraunið eftir Rekagötunni að Ísólfsskála. Á leiðinni var rifjuð upp jarðsaga svæðisins.

Sjóbúð

Í þessari heimsókn kom berlega í ljós hversu varnarlausar minjarnar á Selatöngum eru. Hraunþakið á fyrirhlöðnum skúta austast á Selatöngum hafði fallið niður á hleðsluna svo hana má varla greina lengur. Þá hefur sjórinn brotið enn meira af miðverkunarhúsinu svo nú er varla nema þriðjungur eftir.
Á Selatöngum var allmikið útræði, bæði á vegum Krýsuvíkurbónda og annarra, meðal annars er talið að þaðan hafi fyrrum verið róið á skipum frá Skálholtsbiskupi (sjá má bækling um Selatanga HÉR). Vísa er til sem nefnir 82 sjómenn á Töngunum. Útræði lagðist niður á Selatöngum eftir 1880.
Allmiklir verbúðarústir eru þar enn og víða hefur verið hlaðið fyrir hraunskúta, s.s. hesthús og geymslur. Minjarnar þar eru friðlýstar.

Selatangar

Selatangar – verkhús.

Á seinni hluta 19. aldar kom upp reimleiki á Selatöngum og var draugurinn nefndur Tanga-Tómas. Mikill reki er við Selatanga. Þar er stórbrotið umhverfi og má einkum nefna Katlahraun vestan við Tangana. Nefndur Tómas var maður, er eitt sinn kom að Krýsuvík og baðst þar gistingar en honum var úthýst. Fór Tómas þá þaðan, en varð úti á Selatanga. Tómas gekk aftur og var draugurinn jafnan nefndur Tanga-Tómas. Margir urðu fyrir aðsókn hans en einkum Beinteinn úr Hraunum suður, enda var hann oft við selaskot á tanganum. Stundum skaut Beinteinn silfurhnöppum á drauginn en það hreif ekkert. Aftur fældist hann í svipinn, þá er skotið var á hann lambaspörðum. Oft fylgdi draugurinn Beinteini heim og varð honum helzt til friðar að láta konu sína sofa fyrir framan sig, því að þá komst draugurinn ekki að honum. Einhverju sinni var draugurinn kominn inn í bæinn á undan Beinteini. Hann krossaði fyrir dyrnar, eins og þá var siður til, til þess að varna draugnum að komast inn, en þetta varð til þess í þetta skipti að draugurinn komst ekki út. Hann var með gustmesta móti um nóttina og var stundum bjart í baðstofunni af eldglæringum (sjá meira HÉR).

Selatangar

Selatangar – þurrkbyrgi.

Nú standa eftir verbúðarústirnar, fiskbyrgi og fiskgarðar auk hraunhella sem voru notaðir til ýmissa hluta. Standa mörg fiskbyrgin og fiskgarðarnir enn að miklu leyti, en sjórinn hefur verið að brjóta smám saman niður þær minjar er standa næst ströndinni. Núverandi minjar eru flestar yngri en 1799 er stórflóð og fárviðri gerði þá á Suðvesturströndinni og braut niður og skolaði í burt fjölmörgum mannvirkjum. Svæði þetta var allt friðlýst, sem fyrr sagði, 1966 af Kristjáni Eldjárn, þáverandi þjóðminjaverði.

Selatangar eru í Ögmundarhrauni á mörkum jarðanna Ísólfsskála og Krýsuvíkur.

Selatangar

Gengið um Selatanga.

Ljóst er að hraunið hefur runnið eftir landnámsöld (sjá meira HÉR og HÉR. Einnig HÉR). því undir því eru leifar mannvirkja sem greinilegar eru á svonefndum Húshólma. Geislakolsaldursgreining á koluðum gróðurleifum dagsettu hraunið til miðrar 12. aldar og annálar nefna eldgos 1151. Óvíst er hvenær útgerð hefst frá Selatöngum en samkvæmt ofangreindu eru minjarnar ekki eldri en frá miðri 12. öld. Víst er að útgerðin lagðist niður um tíma eftir Básendaflóðið 1799 (sjá meira HÉR og HÉR), og svo að fullu og öllu 1884 en það ár var síðast róið frá Selatöngum. Um það leyti féll seinasta sjóbúðin, og hafa menn eigi hafst þar við síðan, utan þess að bændur frá Skála voru þar lengur við útræði og selveiðar.

Selatangar

Selatangar – sjóbúð og fiskbyrgi.

Rústirnar eru margar, auk garðhleðslanna sem eru á hraunnefunum og eru nú að mestu horfnar.
Á Selatöngum er talið að fyrrum hafi m.a. verið biskupsskip frá Skálholti. Hella við Tangana notuðu vermenn til ýmissa nota. Í einum höfðu þeir kvörn sína og kölluðu þeir þann helli Mölunarkór, í öðrum söguðu þeir og kölluðu hann því Sögunarkór o.s.frv. Reki var mikill á Selatöngum og færðu sjómenn sér það í nyt; smíðuðu þeir í helli einum ýmsa gripi úr rekaviðnum, þá er landlegur voru, en þær voru ekki ótíðar, því að brimasamt var þar og því sjaldan róið á stundum.

Selatangar

Á síðara hluta 19. aldar bjó í Stóra-Nýjabæ í Krýsuvík maður sá, er Einar hét. Hann átti mörg börn, og er saga þessi höfð eftir tveim sonum hans, Einari og Guðmundi. Einar, faðir þeirra, var allt að 30 vertíðum formaður á Selatöngum. Var í mæli, að reimt hefði verið á Selatöngum, og var draugsi sá í daglegu tali nefndur Tanga-Tómas. Hann gerði búðarmönnum ýmsar smáglettur, en var þó ekki mjög hamramur. Þá bjó á Arnarfelli í Krýsuvík maður sá, er Beinteinn hét. Var talið að Tómas væri einna fylgispakastur við hann. Var Beinteinn þessi fullhugi mikill, smiður góður og skytta og hræddist fátt. Var þetta orðtak hans:
“Þá voru hendur fyrir á gamla Beinteini”.
SelatangarEinu sinni varð Beinteinn heylítill, og flutti han
n sig þá niður á Selatanga með fé sitt til fjörubeitar. Var hann þarna um tíma og hafðist við í sjóbúð, er notuð var á vetrum. Kvöld eitt er Beinteinn kemur frá fénu, kveikir hann ljós og tekur tóbak og sker sér í nefið.

Tík ein fylgdi honum jafnan við féð og var hún inni hjá honum. Veit Beinteinn þá ekki fyrr en ljósið er slökkt og tíkinni hent framan í hann. Þreif hann þá byssuna og skaut út úr dyrunum. Sótti draugsi þá svo mjög að Beinteini að hann hélzt loks ekki við í sjóbúðinni og varð að hröklast út í illviðrið og fara heim til sín um nóttina. Hafði Beinteinn skaröxi í hendi og hvar sem gatan var þröng á leiðinni heim um nóttina, þá kom draugsi þar á móti honum og reyndi að hefta för hans, en undir morgun komst Beinteinn heim og var þá mjög þrekaður. Um viðskipti draugsa og Beinteins er ekki fleira kunnugt, svo að sögur fari af. Þess má geta, að þá er Beinteinn var spurður, hvað hann héldi, að um draugsa yrði, er sjóbúðin yrði rifin, þá svaraði hann: “Og hann fylgir staurunum, lagsi”.

Selatangar

Nokkru eftir þetta bar svo við, að tveir áður nefndir synir Einars bónda í Stóra-Nýjabæ fóru niður á Selatanga á jólaföstunni og hugðu að líta til kinda og ganga á reka; jafnframt ætluðu þeir að vita, hvort þeir sæju ekki dýr, því að annar þeirra var skytta góð.
Þeir komu síðla dags niður eftir og sáu ekkert markvert; fóru þeir inn í þá einu búð sem eftir var þar þá og ætluðu að liggja þar fram eftir nóttinni, en fara á fætur með birtu og ganga þá á fjöru og vita, hvort nokkuð hefði rekið um nóttina.
Bálkar voru í búðinni fyrir fjögur rúm, hlaðnir úr grjóti, eins og venja var í öllum sjóbúðum og fjöl eða borð fyrir framan. Lögðust þeir í innri rúmbálkinn að vestanverðu og lágu þannig að Einar svaf við gaflhlaðið en Guðmundur andfætis. Þá er þeir höfðu lagzt niður, töluðu þeir saman dálitla stund og segir þá Guðmundur meðal annars:
“Skyldi þá Tómas vera hér nokkurs staðar?”
Austasta sjóbúðin og byrgiKvað Einar það líklegt vera. Fella þeir svo talið og ætlað að sofna en er þeir hafa legið litla stund
heyra þeir að ofan af ytra bálkinum við höfuð Guðmundar stekkur eitthvað. Var það líkast því sem stór hundur hefði stokkið niður á gólfið; voru þeir þó hundlausir er þeir komu þangað, og búðin lokuð. Segir þá annar bræðranna:

“Þarna er hann þá núna”, en í sömu svipan er kastað tómu kvarteli sem hafði staðið á ytra bálkinum hinum megin, inn í gaflhlað beint yfir höfuð Einari. Sofnuðu þeir bræður ekki um nóttina, en fóru á fætur. Ekki lét draugsi neitt frekara til sín heyra.
VerkhúsSölvi Björn Sigurðson hefur ritað umsögn um eitt verka Árna Bergmanns, Geirfuglinn, en sagan á m.a. að gerast á Selatöngum.

Í Geirfuglunum rekur maður á miðjum aldri uppvaxtarsögu sína og minningar frá æskustöðvunum, þorpi á Suðurnesjum sem nefnist Selatangar og er fyrir ill tíðindi orðið frægari staður en bæði Vestmannaeyjar og Reykjavík. Titill bókarinnar gefur það til kynna að hér er lýst heimi á hverfanda hveli, fólki sem heyrir fortíðinni til og er í bráðri útrýmingarhættu. Hin mikla tákngerving þessarar útrýmingar er ægilegt slys sem veldur bana meiri hluta íbúanna; aðeins fáeinir lifa af og þjást af söknuði, tómleikakennd og væntanlega samviskubiti yfir því að hafa komist af.
RefagildraHin válegu tíðindi sem gerst hafa marka þáttaskil fyrir alla þá sem eftir lifa. Þessi þáttaskil eiga sér ef til vill djúptækar menningarlegar og pólitískar aðstæður sem um nokkurt skeið hafa mótast í landinu og stefnt þjóðinni í voða. 

Ýmsar blikur eru á lofti um að slysið tengist tilraunum bandaríska hersins og aðsetri kafbáta hans í sjávarhellum skammt frá byggðinni. Þetta fæst að vísu ekki staðfest og aðrir telja að ægilegar jarðhræringar hafi valdið slysinu. Það verður samt ekki annað skilið en að hinir nýju landnemar í íslensku samfélagi séu engir aufúsugestir, og að ýmsar þjóðfélagshræringar og stríðsræskingar sem þjóðin hefur bægt frá sér í ellefu aldir etji henni nú á vafasama braut með skelfilegum afleiðingum.

Verbúð

Framármaður – málverk Bjarna Jónssonar.

Kaldastríðsskjálftinn hlýtur að vera raunverulegur áhrifaþáttur við ritun þessarar fyrstu skáldsögu Árna Bergmanns, sem einnig er uppgjör við liðna tíma, horfna bernsku og þjóðlíf sem hans kynslóð hefur séð líða undir lok.
Geirfuglinn er dágætt dæmi um hvernig nútíminn er oft tengdur við liðna sögu, sögu er snert getur hina viðkvæmustu sálarstrengi þjóðar (sjá meira HÉR).
Loks voru refagildrunar skoðaðar sunnan Katlahrauns (sjá meira HÉR).
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimildir m.a.:
-http://www.reykjanes.is/um_Reykjanes
-http://www.fornleifavernd.is
-Fornleifaskrá. Skrá um friðlýstar fornleifar. Ágúst Ó. Georgsson tók saman – Reykjavík 1990.
-Jón Thorarensen: Rauðskinna- Rvk. 1949, bl.72-76
-Ísólfsskáli. Örnefnalýsing. Guðmundur Guðmundsson bóndi Ísólfsskála. Ari Gíslason skráði – Örnefnastofnun Íslands.
-Lúðvík Kristjánsson: Íslenzkir sjávarhættir II. Rvk. 1982, bls. 410-11
-http://bokasafn.rnb.is
-http://www.bokmenntir.is

Selatangar

Í Katlahrauni.

Á Selatöngum

Á Selatöngum.

Dágon

Í Alþýðublaðinu árið 1970 skrifar Gestur Guðfinnsson um Dágon; Guð Filista á Selatöngum:
Ögmundadys“Í Selatöngum, hinni fornu veiðistöð Krýsvíkinga, er margt athyglisvert að sjá og skoða. Kannski furðar maður sig þó mest á að hitta þar fyrir sjálfan guð Filista í flæðarmálinu, að vísu niðurbrotinn og næstum því að engu orðinn, en samt sem áður gegnandi þýðingarmiklu embætti.
Gísli Sigurðsson varðstjóri og örnafnasafnari í Hafnarfirði vakti athygli okkar á þessu ekki alls fyrir löngu, en hann hafði sína vitneskju frá dr. Jakobi Benediktssyni málfræðingi, svo og úr Biblíunni. Það hefur lengi verið vitað um stand eða drang í Selatöngum, sem kallaður hefur Verið Dágon eða Dagon, — en flestum hefur þótt nafnið torskilið og ekki íslenzkulegt.
dagon-221Í bókinni Frá Suðurnesjum er að finna ritgerð, sem heitir Frá Valahnúk til Seljabótar eftir Guðstein Einarsson. Þar er m. a. vikið að þessum kletti í eftirfarandi klausu; „Dágon er hraunstandur uppi í kampinum á Selatöngum og eru í honum landamerki milli Ísólfsskála og Krýsuvíkur. Kirkjurnar komu víða við með ítök í gamla daga, og þarna fyrir Ísólfsskálalandi, frá Dágon að austan og vestur; um Veiðibjöllunef, átti Kálfatjarnarkirkja allan stórviðarreka, þ. e. ábúandinn mátti sjálfur hirða það sem kallað var morkefli. Ítak þetta var svo keypt af núverandi ábúanda og eiganda Ísólfsskála um 1920, svo það er ekki kirkjueign lengur.”

Selatangar

Selatangar – sjóbúð.

Í Lýsingu Grindavíkursóknar 1840—41 eftir séra Geir Bachmann kemur þessi sami klettur einnig við sögu. Þar stendur m. a.: „Á Selatöngum er drangi eða klettur í fjörunni, Dagon kallaður, og skilur hann bæði land og reka Krýsu- og Grindavíkur.”
Gísli kvað ýmsar tilgátur hafa verið uppi um heitið á klettinum og hefði hann þess vegna hringt til dr. Jakobs Benediktssonar málfræðings og spurt hann um það. Taldi Jakob líklegast, að Dagon væri biblíunafn, enda kom það á daginn, þegar Gísli fór að blaða í Biblíunni. Þetta er einmitt nafn á sjálfum guði Filistanna, að vísu ritað Dagón, en ekki Dagon, eins og í sóknarlýsingunni. Það er bezt að gefa heilagri ritningu orðið, þegar málum er þar, komið að Ísraelsmenn hafa beðið ósigur fyrir Filistum og sáttmálsörkin er komin í hendur óvinanna:

Selatangar

Á Selatöngum.

„En Felistar höfðu tekið Guðs örk og flutt hana frá Ebeneser til Asdód. Og Filistar tóku Guðs örk og fluttu hana í hús Dagóns og settu hana við hliðina á Dagón. En er Asdódmenn risu árla morguninn eftir, sjá, þá lá Dágón á grúfu á gólfinu fyrir framan örk Jahve. Tóku þeir þá Dágón og settu hann aftur á sinn stað. Og þeir risu árla u m morguninn daginn -eftir, og sjá, þá lá Dagón á grúfu á gólfinu fyrir framan örk Jahve; höfuð Dagóns og báðar hendur voru brotnar af honum og lágu á þröskuldinum: bolurinn einn var eftir af Dagón. Fyrir því stíga prestar Dagóns og allir þeir, sem ganga inn í hús Dagóns, ekki á þröskuld Dagóns í Asdód, og helzt það enn í dag. Og hönd Jahve lá þungt á . Asdód-mönnum, hann Skelfdi þá og sló þá með kýlum — Asdód og héraðið umhverfis. En þegar Asdód-búar sáu, að þetta var þannig, þá sögðu þeir: Örk Ísrels Guðs skal eigi lengur hjá oss vera, því að hörð er hönd hans á oss og á Dagón, guði vorum.” En það er fleira skemmtilegt við þetta en nafnið.

Selatangar

Á Selatöngum.

Örlög Dagons í Selatöngum urðu nefnilega ekki ósvipuð endalokum nafna hans í Biblíunni. Hann brotnaði í einhverju stórbriminu og lagðist á grúfu í flæðarmálinu. Það er ekki einu sinni eftir af honum uppistandandi bölurinn, hvað þá meira. Kunnugir vita hins vegar nokkurn veginn hvar Dagon var, hann stóð í fjörukampinum rétt utan við svokallaða Vestri-Hlein, ekki langt vestan við verbúðirnar og fiskbyrgin, þar sem dálítil klettasnös skagar fram í fjöruna.
Erfitt er að spá nokkuð í tildrögin að nafngiftinni, líklega er merkingin heldur niðrandi, þó að þarna sé að vísu um háttsetta persónu að ræða, Filistar hafa víst aldrei verið hátt upp skrifaðir í almenningsálitinu á Ísandi. Landamerkjadeilur koma kannski einna helzt í hugann, þar sem þetta var landamerkjaklettur, en kirkjur áttu hagsmuna að gæta á báða bóga. Hins vegar virðist ljóst að nafnið sé tilkomið eftir að kristinn siður og biblíuþekking varð almenningseign á Suðurnesjum.” — G. G.

Heimild:
-Alþýðublaðið 8. október 1970, bls. 7 og 11.

Selatangar

Á Selatöngum.