Tag Archive for: dómhringir

Stafnes

Á a.m.k. átta stöðum á Reykjanesskaganum má finna skráðar minjar af lögréttum, þinggerðum og dómhringjum. Þær eru eftirfarandi:

Stafnes

Stafnes – dómhringur.

-Stafnes – lögrétta – skráð 1854
-Hvalsnes – lögrétta – skráð 1854
-Jófríðarstaðir – þinggerði – skráð 1703
-Hausastaðir – dómhringur – skráður 1820
-Ráðagerði – dómhringur – skráður 1840
-Hofstaðir – dómhringur – skráður 1840
-Kópavogur – þinggerði – skráð 1841
-Þingnes – dómhringur – skráður 1840

Sagt verður nánar frá framangreindum minjum síðar.

Heimild m.a.:
-AF og OV – Saga – Tímarit Sögufélagsins – 1992.
Þingnes

Garðar

„Í Fornleifaskráninu fyrir Garðahverfi er m.a. getið tveggja dómhringja; á Hausastöðum og við Garða.
Hausastadir-226Um dómhringinn á Hausastöðum segir: „Í Fornleifaskýrslu séra Markúsar Magnússonar árið 1820 segir: „Dómhringar (afmörkuð svæði þar sem dómar voru kveðnir upp). Merki sjást til eins slíks á jörð Garðakirkju, Hausastöðum, gömlum þingstað; hann er kringlóttur, um 30 faðmar að ummáli, en annars er ekkert merkilegt við hann.“ Skv. Örnefnaskrá 1764 var á Hausastöðum „þingstaður fyrir Álftaneshrepp, Hausastaðaþinghá.“ Hann var fluttur að Görðum eftir konungsbréfi 23. feb. 1816 (G.R.G: 104 o.þ.tilv.r.).
Skv. Sóknarlýsingu 1842 skiptist Hausastaðaþingsókn í Garðakirkjusókn og Bessastaðasókn. Í Garðakirkjusókn voru 32 býli og sátu á þeim 41 bóndi, 14 hjáleigumenn og 34 þurrabúðarmenn.“
Um dómhringinn við Garða segir: „Í lýsingu Garðaprestakalls 1842 segir: „Gerði tvö, sem sumir ætla, að séu dómhringir, finnast. Hið annað á Hofsstöðum, hitt í Ráðagerðistúni, sem er næsti bær við Garða.“ (Bls. 218). Hinn gamli þingstaður Álftnesinga var þó í dómhring (190-6) á Hausastöðum áður en hann var fluttur að Görðum eftir konungstilskipun 23. feb. 1816.“
Við skoðun á vettvangi kom í ljós….

Heimildaskrá:
-Árni Helgason: „Lýsing Garðaprestakalls 1842“. Sýslulýsingar og sóknalýsingar Landnám Ingólfs. Safn til sögu þess III. Félagið Ingólfur gaf út. Rvk. 1937-9. Bls. 197-220.
-Gísli Sigurðsson: Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi hinum forna: Bessastaðahreppi: Garðahreppi: Hafnarfirði og Hraunum: 1964. Garðahverfi A160 / Garðaland B153, Bæjatal A500 / B485.
– Guðlaugur Rúnar Guðmundsson: Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar Safn til sögu Garðabæjar III. Garðab. 2001.
Markús Magnússon: „Garðar á Álftanesi“. Frásögur um fornaldarleifar 1817-1823 fyrri hluti. Sveinbjörn Rafnsson bjó til prentunar. Rvk. 1983. Bls. 241-51.

Garðaholt

Garðaholt – fornleifar.