Tag Archive for: Efstihöfði

Hvaleyrarvatn

Þegar skoðað er svæðið meðfram Hvaleyrarvatni má sjá þar nokkra nafngreinda höfða að austanverðu; Húshöfða, Selhöfða, Miðhöfða (Þormóðshöfða) og Efstahöfða (Fremstahöfða), auk Stórhöfða að suðaustanverðu. Auk þess eru þarna tveir hálsar; Kjóadalaháls og annar ónafngreindur í vestur frá Fremstahöfða (Efstahöfða).

Efsta

Alla þessa höfða og hálsa prýða vörður, hér nefndar Höfðavörður, reyndar tvær á Húshöfða er virðast greinast í Húshöfðavörðu (vestar) og Kjóadalsvörðu (austar). Sumar eru landamerkjavörður. Kjóadalsháls er einnig nefndur Langholt. Þetta þarfnaðist nánari skýringa. Spurning vaknaði og um hvort tilgangur varðanna hefði einungis verið sem kennileiti efst á annars áberandi stöðum eða ávísun á Fjárhús í Seldaleitthvert annað. Spurningin fékk áhugaverð svör.
Skoðum fyrst skráðar heimildir um svæðið. Í örnefnalýsingu AG fyrir Ás segir m.a.: „Svo er hár hnúkur syðst á fjalli, sem heitir Vatnshlíðarhnúkur. Vestur af honum hallar fjallinu niður og myndar þar háls, sem nær niður á Hamranesið fyrrnefnda og heitir Bliksteinaháls eða Bleiksteinaháls. Á honum eru tveir steinar ljósir að lit, sem heita Bliksteinar. Þeir eru í hálsinum norðanverðum og eru á merkjum móti Hvaleyri. (Í örnefnalýsingu Hvaleyrar er getið um Bleikstein, landamerki á norðanverðum Bleiksteinshálsi.)
Fjárborg á SelhöfðaSunnan við Vatnshlíðarhnúkinn fyrrnefnda er hlíð með giljum og skógarbörðum, sem hallar niður að Hvaleyrarvatni, og heitir hlíð þessi Vatnshlíð. Að norðan eru merki Jófríðarstaða svo nærri vatninu, að þegar hátt er í vatninu, getur Jófríðarstaðabóndinn vatnað hesti sínum í því.
Sunnan við vestri endann á vatninu er gríðarstór höfði eða hóll, sem heitir Selhöfði. Á honum er merki móti Hvaleyri. Sunnan við vatnið er dálitill hryggur, sem nefndur er Kjóadalsháls. Svo er landið mjótt, því nú ná nöfnin þvert yfir land jarðarinnar. Svo er gríðarstór dalur, helmingur grasflöt, hitt moldarflag; heitir hann Miðhöfði. Þar upp
af er svo Efstihöfði, og svo skerst landið í odda við svonefnt Steinhús, neðst í gjánni, rétt fyrir neðan túnið í Kaldárseli. Þar myndar það tungu.“ Hér er hvorki varðan á „Húshöfða“ austanverðum né aðrar slíkar nefndar.

Fremsthöfðavarða

Í örnefnalýsingu GS fyrir Ás segir m.a.: „Landamerkjalína liggur úr gilinu um Vatnsendann og þaðan upp Kjóadalaháls í Kjóadalahálsvörðu. Frá Markavörðunni liggur lína um Kjóadali upp í Miðhöfðavörðu á Miðhöfða, þaðan í Fremstahöfðavörðu á Fremstahöfða og þaðan í Steinhús, sem í gömlum skjölum nefnist Steinhes, og er þar hornmark margra landa.

Efstahöfðavarðan

Selhöfði eða Hvaleyrarselhöfði er sunnan við Hvaleyrarvatn, en það er allt í Áslandi. Sunnan undir höfðanum eru miklar rústir eftir Hvaleyrarsel. Vestan við Selhöfðann er svo alldjúpur dalur, sem heitir Seldalur, sem að vestan myndast af hæstu hæðinni á þessum slóðum, sem heitir Stórhöfði. Hraunið milli Hamraness og Stórhöfða og frá Hvaleyrarvatni að austan og vestur á brún, þar sem landið hækkar, heitir Selhraun.“ Hér er „Húshöfðavarðan eystri“ nefnd „Kjóadalsvarða“. Ef vel er skoðað er það bara eðlilegt því Húshöfðanum sleppir þar sem hann er hæstur að handan og önnur óskilgreind hæð, Kjóadalsháls, vestan Kjóadals, tekur við. Það er því bæði eðlilegt og sjálfsagt að hæðin sú fengi sérstakt nafn. Svo virðist sem Langholtið sé efsti hluti Kjóadalshálsar. Þá er að sjá að Fremstihöfði og Efstihöfði séu einn og hinn sami.

Varðan á Selhálsi

Gengið var að vörðunum, fyrst á Fremstahöfða. Varðan sú er enn heilleg. Austan undir höfðanum eru mannvistarleifar; hálfhlaðið fjárhús. Líklega er hér um að ræða ætlaðar hleðslur frá Kaldárseli, enda eru bæði fjárskjól, gerði, rétt, fjárborg og selstaðan  ekki víðs fjarri.
Lítið er um stöðuvötn og læki á Reykjanesi en Kleifarvatn sem er mest allra vatna á Reykjanesskaganum er á sjálfu gosbeltinu. Þó eru víða smávötn (Djúpavatn, Grænavatn, Seltjörn, Snorrastaðatjarnir, Hvaleyrarvatn og Urriðavatn) og tjarnir (Augun í Krýsuvík, Hraunsfells-Vatnsfells vatnstæðið, Fagradals-Vatnsfells vatnstæðið), bæði í lægðum og gígum. Vatnsstæðin og sum vötnin hafa þótt aðlaðandi selstæði, t.a.m. Hvaleyrarvatn, Seltjörn og Snorrastaðatjarnir sem og Kaldá við Kaldársel.

Skammt sunnan við Miðhöfðavörðuna eru hleðslur lítils skjóls, sennilega fyrir smala eða til yfirsetu. Skjólið hverfur í lúpínu.
Í örnefnalýsingu Hvaleyrar segir m.a.: „Miðhöfði eða Þormóðshöfði Skjólið öðru nafni. Hann er allmiklu lægri en Selhöfðinn. Þar suðaustar er svo þriðji höfðinn, sem heitir Efstihöfði.“
Varðan á Langholti við Kjóadalaháls (Kjóadalshálsvarða, ef tekið er mið af lýsingu GS), virðist hafa verið byggð upp úr fyrrum fjárborg eða skjóli. Sunnan vörðunnar má enn sjá leifar af hringlaga hleðslu, ef vel er að gáð (áður en lúpínan nær að þekja umhverfið).
Varðan á Kjóadalahálsi vísar á hlaðið skjól skammt sunnar. Skjólið hefur verið endurbyggt að hluta. Óvíst er hvaða öðrum tilgangi hleðslur þessar hafa þjónað.

Hleðslur af skjóli

Á Selhöfða er varðan augljós vísbending á fjárborg, gerði eða litla rétt (jafnvel stekk) efst á honum. Skammt frá má sjá leifar af öðrum mannvistum á höfðanum. Fjárborgin, ef um slíkt hefur verið að ræða, er orðin nánast jarðlæg. Hún virðist hafa verið hlaðin úr torfi og grjóti, en veðrun eytt torfinu svo grjótið féll smám saman bæði inn og út frá veggjunum. Niður  undir sunnanverðum höfðanum eru leifar af stekk, skjóli eða tvískiptu fjárhúsi.
Kort af HúshöfðasvæðinuVarðan á Stórhöfða virðist einungis hafa þjónað tvennum tilgangi; annars vegar hafi hún verið gerð einhverjum til minningar og/eða skemmtunar eða sem leiðarmerki á vörðuðum Stórhöfðastígnum; gamalli þjóðleið millum Áss og Krýsuvíkur.
Varðan efst á Húshöfða virðist vera ábending um gamla beitarhúsatóft frá Jófríðarstöðum suðvestan í höfðanum. Þar í nágrenninu má og sjá fleiri mannvistarleifar tengdum fjárbúskap.
Merkt gönguleið liggur nú um svæðið sem tiltölulega auðvelt er að fylgja milli höfðanna. Minjarnar eru flestar skammt frá gönguleiðinni. Þá er hið ágætasta útsýni af höfðunum yfir umhverfið.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.
Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsingar fyrir Ás.

Miðhöfðavarða