Færslur

Konungsvegurinn

Í fornleifaskráningu Kristins Magnússonar frá árinu 2008 er m.a. fjallað um Eiríksbrú; vegagerð um Hellisheiði fyrir 1880:

Kambar

Núverandi vegur um Kamba.

“Árið 1875 voru sett lög um vegi á alþingi. Landssjóður átti að sjá um og annast útgjöld af vegum sem lágu milli byggða og sýslna. Vegur var lagður um Svínahraun á árunum 1877 og 1888. Í reglugerð var sagt að að vegurinn skyldi vera 10 feta breiður (3,13 m), upphlaðinn og púkkaður með grjóti. Lestir áttu að geta mæst á veginum en hestvagnaumferð var ekki höfð í huga við hönnun hans. Eiríkur Ásmundsson frá Grjótá sá um vegagerðina. Hann tók einnig að sér að leggja veg um Kamba árið 1879.

Hellisheiðarvegur

Eiríksvegur ofan Hveragerðis.

Vegurinn um Kamba þótti of brattur og því lítið notaður. 15 árum síðar var lagður annar vegur um Kambana. Árið 1880 hélt Eiríkur áfram vegagerð og lagði þá veginn vestur yfir eystri hluta Hellisheiðar. Þessi vegur var um 4-5 km, beinn og vel gerður. Vegurinn var kenndur við hann og kallaður Eiríksbrú.”

Samkvæmt heimildarmanni, Birni Pálssyni, má finna leifar hestaskjóls suðaustan undir þjóðvegi 1 og sunnan Eiríksbrúar og gömlu þjóðgötunnar. Hestaskjól þetta var notað þegar Eiríksbrú var gerð árið 1879.

Eiríksbrú

Eiríksbrú (Eiríksvegur) á Hellisheiði.

Vegurinn var víða upphlaðinn og púkkaður með grjóti, um 2-3 m breiður. Leifar hans eru sýnilegar á nokkrum stöðum á heiðinni og í Kömbum. Kafli vegarins sem varðveittur er á háheiðinni.

Grjóthlaðin tóft er um 50 m suðaustan undir núverandi þjóðvegi ofan við Hamarinn og er hér líklega um hestaskjólið eða aðhaldið sem Björn Pálsson nefnir. Það er byggt úr hraungrýti ofan á litlum hraunhól, um 19,8m x 9,3 m að stærð og liggur sem næst A-V. Inngangur hefur verið við vesturenda tóftarinnar. Mosavaxin að mestu að austanverðu en hleðslan er sýnileg að vestanverðu. Lyngvaxnir móar í kring.

Hveragerði

Eiríksvegur ofan Hveragerðis – lagður um 1880.

Enn eru varðveittir kaflar af þessum vegi. Einna heillegasti kaflinn er neðan við Kambana í landi Hveragerðis. Verndargildi vegarins felst ekki hvað minnst í því að hann er sennilega með fyrstu vegum á Íslandi sem byggður er samkvæmt forskrift en í reglugerð sem gefin var út um veginn var sagt að hann skyldi vera 10 feta breiður, upphlaðinn og púkkaður með grjóti. Þannig er hann einmitt gerður á þeim stöðum þar sem enn má sjá leifar hans.

“Vegir hafa legið yfir Hellisheiði frá ómunatíð. Gata lá upp Kamba, yfir Hurðará og í stefnu á Gíga ofan við Hellisskarð. Í klöppum á þeirri leið eru víða djúpar götur, gengnar á liðnum öldum. Síðar var lagður upphlaðinn vegur, kenndur við Eirík í Grjóta, sömu leið.”
“Það mun hafa verið nálægt 1880-1881, að Eiríkur Ásmundsson í Grjóta […] lagði steinilagðan veg um Kamba, yfir allar hæðir og lautir, svo að hann yrði þráðbeinn.

Eiríksvegur

Eiríksvegur ofan Hveragerðis 2009.

Vegna brattans víðast hvar og þess, að ekkert var borið ofan í veg þennan, var hann sjaldan eða aldrei farinn, en sumarið 1894 var upphleypti vegurinn yfir Kamba lagður, og var hann krókóttur mjög og aðeins ætlaður gangandi mönnum og ríðandi, svo og vagnhestum […]. Eystri hluti vegarins yfir Hellisheiði var lagður sama árið sem Kambavegurinn […] en vegurinn yfir vestari hluta heiðarinnar var lagður árið áður […].”

“Frá stóru vörðunni á Efra-Skarði lá leiðin til austurs um greiðfært hraun. Þar má sjá götu, sem grjótið hefur verið týnt úr og beinan upphlaðinn veg, þann fyrsta sem lagður var á Hellisheiði. Sá vegur mun hafa verið lagður árið 1879 og kallaður Eiríksvegur. Kenndur við verkstjórann, Eirík Ásmundsson frá Grjótá. Bílaslóðin sunnan fyrir Reykjafell liggur yfir gömlu götuna hjá litlum Gíghól…

Hellisheiði

Hellisheiði – vörðuð leiðin.

Vörðurnar standa sig vel, flestar, og eru 18 vörður frá gíghólnum og austur á Syðri-Þrívörðu. Þar kemur hraunbrún, sem liggur þvert á leiðina. Á brúninni norðan götunnar stendur gamalt sæluhús … Niður af hraunbrúninni liggur sniðgata og enn er helluhraun með sporuðum klöppum. Næsti áfangi er önnur hraunbrún. Sú er nefnd Eystri Þrívörður. Þar var talin hálfnuð leið yfir Hellisheiði. Þá tekur við ósléttara hraun, sunnan við apalhraunið. Þar er greinileg gata og hefur hún gróið grasi. Þegar nálgast austurbrúnina beygir hún til suðurs, vestan við Hurðarásinn, sem gamli bílvegurinn lá yfir. Síðan gegnum skarð sunnan á ásnum…

Eiríksvegur

Hestakjól við Eiríksveg á sunnanverði Hellisheiði.

Síðan lá leiðin eftir vatnsfarvegi niður á Kambabrúnina … Síðan lá leiðin um sniðgötu niður Kambabrúnina, skammt ofan við gamla þjóðveginn, sem bíllinn notaði. Greinileg gata liggur niður Kambabrekkuna, gróin grasi. Síðan lá leiðin um melinn, sunnan Hamarsins.”
“Framhald [vegar Eiríks í Grjóta um Svínahraun, [b. 1877-78], lá upp um Hellisskarð fyrir ofan Kolviðarhól; þar er enn (1973) efst í skarðinu lítt hrunin hleðslan í vegköntunum. Hellisskarðsvegur var ekki vagnfær, til þess var hann of brattur… .
Næst á dagskrá á Suðurlandsvegi var að leggja Kamba- og Hellisheiðarveg. Eiríkur frá Grjóta tók þá vegagerð að sér og gefur þann veg enn að líta ef vel er skoðað í Kömbum.

Kambar

Kambar – vegir og leiðir frá mismunandi tímum.

Er skemmst frá því verki að segja, að Kambavegur var lagður 1879 og var svo brattur að hann þótti lítt nothæfur og var ekki mikið farinn þau 15 ár sem liðu, þar til næst var lagður vegur um Kamba. 1880 hélt Eiríkur áfram vegarlagningu og lagði nú veginn vestur yfir eystri hluta Hellisheiðar; allt til þess er kom á helluhraunið sem var greiðfærara. Lengd þess vegar var um 4-5 km og var hann þráðbeinn og allvel gerður og er enn vel sýnilegur…

Svínahraun

Vagnvegurinn um Svínahraun.

Kunnáttuleysi í vegagerð og vantrú á notkun og framtíð vagna olli því, að vegirnir voru lagður á þann hátt, að þeir útilokuðu þann möguleika að menn hæfu vagnferðir eftir þeim… . Til þess var brattinn í Hellisskarði og Kömbunum of mikill og einnig vantaði akfæran veg frá Reykjavík upp að Svínahrauni.”

Eftirfarandi ábending kom við deiliskipulag Hveragerðisbæjar vegna skipulags byggðar í Kambalandi:
“Það eru ekki allir sem vita að Hveragerði hefur verið í þjóðleið frá því að land byggðist, þó að þéttbýli hér sé ekki eldra en 90 ára.

Svínahraun

Forna gatan um Svínahraun.

Vestast í sveitarfélaginu, undir Kömbunum, er að finna leifar af þremur kynslóðum af þjóðvegum. Með þeim þjóðvegi sem nú liggur um Kamba er því að finna á litlu svæði fjórar kynslóðir af þjóðvegum allt frá landnámi. Mér finnst mikilvægt að við höldum þessum minjum til haga og skipuleggjum byggðina í Kambalandi þannig að sýnishorn þessara þjóðvega fái að njóta sín og vera hluti af skipulaginu. Samkvæmt núverandi skipulagi er aðeins gert ráð fyrir að mjög lítill hluti þessara minja verði varðveittar.

Kambar

Mynd; skipulag – “Hér fyrir neðan er mynd af skipulagi Kambalands þar sem ég er búinn að merkja inn þessar mannvistarleifar, nr. 1-3 og svo eru ljósmyndir af minjunum, sem sjást kannski ekki mjög vel í dag þar sem mosinn hefur náð yfirhöndinni víða.”

Meðfylgjandi voru eftirfarandi fróðleikur með vísan til merkinga á uppdrættinum:
Nr. 1: Gamla þjóðleiðin frá landnámi til um 1880. Hún er sérstaklega merkjanleg í Hrauntungu fyrir ofan Hveragerði en ágangur í margar aldir hefur grafið djúpa rák í hraunið eins og sjá má. Gamla þjóðleiðin liggur niður í Ljóðalaut. Á brotalínunni á skipulagsteikningunni má sjá m.a. hvar þjóðleiðin liggur, m.a. við lóðir næst Ljóðalaut og aðrar lóðir sem munu skera þjóðleiðina í sundur.

Nr. 2: Um 1880 var lagður vegur yfir Svínahraun og Hellisheiði og niður Kamba. Vegavinnustjóri var Eiríkur Ásmundsson í Grjóta og hefur vegurinn verið kenndur við hann, ýmist nefndur Eiríksvegur eða Eiríksbrú.

Kambar

Eiríksvegur frá því um 1880 ofan Hveragerðis.

Vegurinn var steinlagður og einkenni hans var að hann var lagður þráðbeinn yfir hæðir og lautir. Í Kömbunum gat vegurinn því orðið nokkuð brattur. Vegna þessa og að sjaldan var borið í hann var vegurinn sjaldan notaður. Nýr Kambavegur var svo lagður árin 1895-1896. Enn sést móta fyrir Eiríksvegi fyrir ofan byggðina í Hveragerði þó að mosi hylji nú þennan gamla veg. Á brotalínu á skipulagsteikningunni má sjá hvar Eiríksvegur liggur efst uppi við Kambaveg. En Eiríksvegur liggur í raun nánast alveg að byggðinni við Borgarhraun/Kjarrheiði en skipulagið gerir ráð fyrir að hann hverfi alveg undir lóðir og götur.

Kambar

Vegurinn um Kamba 1906.

Nr. 3. Nýr vegur var lagður yfir Hellisheiði og niður Kamba árin 1895-1896 og var sá vegur í notkun allt til ársins 1972 þegar núverandi þjóðvegur var tekinn í notkun. Gamli Kambavegurinn er nú vinsæl gönguleið. Gert er ráð fyrir því í skipulagi Kambalands að vegurinn verði ein af stofnbrautum hverfisins og má þannig segja að hann haldi sínu hlutverki.

Við athugun kom í ljós að engar opinberar fornleifaskráningar hafa verið gerðar um framangreinda vegi og leiðir um Kambana fyrrum.

Kambar

Forna þjóðleiðin frá landnámi til um 1880 um Kamba ofan Hveragerðis.

Á vefsíðu um söguferðir í Hveragerði segir um Eiríksveg:
“Um 1880 var lagður vegur yfir Svínahraun og Hellisheiði og niður Kamba. Vegavinnustjóri var Eiríkur Ásmundsson í Grjóta og hefur vegurinn verið kenndur við hann, ýmist nefndur Eiríksvegur eða Eiríksbrú. Vegurinn var steinlagður og einkenni hans var að hann var lagður þráðbeinn yfir hæðir og lautir. Í Kömbunum gat vegurinn því orðið nokkuð brattur. Vegna þessa og að sjaldan var borið í hann var vegurinn sjaldan notaður. Nýr Kambavegur var svo lagður árin 1895-1896. Enn sést móta fyrir Eiríksvegi fyrir ofan byggðina í Hveragerði þó að mosi hylji nú þennan gamla veg.”

Eiríksvegur

Eiríksvegur ofan Vatnsleysu á Vatnsleysutrönd.

Annar Eiríksvegur er ofan Vatnsleysustrandar: “Eiríksvegur liggur frá Akurgerðisbökkum upp í Flekkuvíkurheiði, áleiðis að Þrívörðuhól. Um er að ræða sýnishorn af vegagerð fyrri tíma.
Vegurinn er nefndur eftir verkstjóranum sem hét Eiríkur Ásmundsson (1840-1893) frá Grjóta í EiríksvegurReykjavík en Eiríkur þessi stjórnaði m.a. fyrsta akvegargerð um Kamba. Eiríksvegur er 3-4 m breiður og í honum er mikið af grjóthnullungum. Ekkert farartæki hefur hingað til nýtt sér “samgöngubótina” því vegargerðin dagaði uppi í Flekkuvíkurheiðinni einhvern tímann fyrir síðustu aldamót. Almenningsvegurinn liggur svo til samsíða Eiríksvegi á þessum slóðum, ýmist ofan eða neðan hans, og á kafla liggja allir þrír vegirnir samsíða, Strandarvegur neðstur, svo Almenninsgvegur og Eiríksvegur efstur.”

Heimildir m.a.:
-Hengill og umhverfi, fornleifaskráning, Kristinn Magnússon – 2008.
-https://krumminn.is/kambaland-og-thjodvegir-fra-landnami/
-https://www.facebook.com/508916472581521/posts/1510638752409283/

Kambar

Gamli Kambavegurinn sem var lagður um 1895-1896.