Tag Archive for: Fjarðarhellir

Hellisgerði

Leitað var Fjarðarhellis í miðbæ Hafnarfjarðar. Hann fannst eftir stuttan umgang, en hellir þessi var notaður sem fjárhellir áður en byggð fór að þrengja að honum.

Hellisgerði

Fjarðarhellir í Hellisgerði.

„Landslag í Hafnarfirði er víða mjög sérkennilegt. Hraunið setti áður fyrr mestan svip á bæinn, enda stendur hann í hraunbrekku, sem hallar niður að flæðamáli. Hraunið var mjög óslétt og mishæðótt, klettar margir og furðurlega lagaðir. Eftir því sem byggðin jókst í Hafnarfirði og færðist út, hurfu ýmiss sérkenni landslagsins. Hamrar voru sprengdir og sléttað yfir gjár. Árið 1922 var lagt til að Málfundafélagið Magni kæmu upp blómagarði og skemmtigarði, þar sem sérkenni landslagsins, hraunborganna og gjánna, fengju að halda sér, en gróðurinn væri aukinn af prýði og yndi. Nefnd, sem sett var í málið, leyst vel á svæði það, sem nú er Hellisgerði, en þar var þá nokkur vísir af trjágróðri. Knud Zimsen, borgarstjóri í Reykjavík, segir í endurminningum sínum, að móðir hans hafi fylgst með gróðrinum í nánd við Fjarðarhelli af miklum áhuga og innileik. Faðir Knuds lét girða og friða allstórt svæði í kringum hellinn, og hlaut það nafnið Hellisgerði. Síðar var svæðið stækkað og aukið. Helstu samkomur Hafnfirðinga voru þar um allnokkurt skeið.“

Heimild m.a.:
-Saga Hafnarfjarðar 1908-1983.

Hellisgerði

Fjarðarhellir.

Hellisgerði

Við innganginn í Hellisgerði í Hafnarfirði er skilti með eftirfarandi upplýsingum:

Hellisgerði

Fjarðarhellir í Hellisgerði.

„Sögu Hellisgerði má rekja aftur til miðvikudagsins 15. mars árið 1922. Þá hélt Guðmundur Einarsson framkvæmdarstjóri trésmiðjunnar Dvergs framsögu á fundi er hann nefndi „Getur félagið Magni haft áhrif á útlit Hafnarfjarðar?“

Hellisgerði

Hellisgerði 2024.

Í framsögunni svaraði hann spurningunni játandi með að koma upp skemmti- og blómagarði sem yrði Magna til sóma og bænum til mikillar prýði. Í kjölfarið var stofnuð nefnd innan félagsins sem hafði það hlutverk að finna heppilegan stað fyrir garðinn. Komst nefndin að þeirri niðurstöðu að hið svokallaða „Hellisgerði“ á milli Reykjavíkurvegar og Kirkjuvegar værið kjörið fyrir garðinn. Þar var vísir að trjálundi en C. Zimsen verslunarstjóri hafði látið girða af svæði í kringum Fjarðarhelli um aldamótin.

Hellisgerði

Hellisgerði.

Haustið 1922 samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar að láta félaginu í té hið umbeðna garðstæði endurgjaldslaust. Það skilyrði fylgdi þó samþykkt bæjarstjórnar að skemmtigarðurinn yrði opinn almenningi á sunnudögum á sumrin og að ef eigi yrði búið að griða svæðið af og hefja ræktun þar innan tveggja ára, missti félagið rétt sinn til landsons. Vorið eftir var búið að girða Hellisgerði af og þann 24 júní var haldin þar útiskemmtun sem hafði þann tilgang að afla fjár til starfseminnar og kynna fyrir bæjarbúum. Við það tækifæri afhenti Magnús Jónsson bæjarfógeti Málfundafélaginu Magna Hellisgerði fyrir hönd bæjarfélagsins og óskaði þeim velfarnaðar í starfinu. Skemmtunin þótti takast svo vel að ákveðið var að halda Jónsmessuhátíð árlega til fjáröflunar. Til skemmtunar voru ræðuhöld, lúðrablástur, söngur og dvöl í gerðinu sjálfu.

Síðasta Jónsmessuhátíðin í Hellisgerði var haldin árið 1960.

Hellisgerði

Hellisgerði.

Í Skipulagsskrá fyrir garðinn kemur fram að tilgangur hans var fyrst og fremst þvíþættur. Í fyrsta lagi að vera skemmtigarður, þar sem bæjarbúar áttu kost á að njóta ánægju og hvúldar í tómstundum sínum. Í öðru lagi að vekja áhuga bæjarbúa á blóma- og trjárækt og í þriðja lagi að geyma óraskaðar minjar um hið sérkennilega bæjarstæði Hafnarfjarðar.

Hellisgerði

Í Hellisgerði.

Vorið 1924 hófst ræktun í Hellisgerði og var þá Ingvar Gunnarsson kennari ráðinn forstöðumaður. Upphafleg stærð garðsins var um 4000 m2 en árið 1960 samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar að láta Magna í té 6000 m2 land til viðbótar við Hellisgerði. Óhætt er að segja að enginn enn maður hafi ráðið eins miklu um útlit og rekstur Hellisgerðis frá upphafi og Ingvar Gunnarsson en að honum látum var Sigvaldi Jónsson garðyrkjumaður ráðinn forstöðumaður en eftirmaður hans vera Svavar Kjærnested. Eftir að starfsemi Magna og Garðráðs lagðist niður hefur umsjón og eftirlit Hellisgerðis verið í höndum garðyrkjustjóra Hafnarfjarðarbæjar.“

Hellisgerði

Hellisgerði.

Hafnarfjörður

Gísli Sigurðsson skrifaði grein í Fjarðarfréttir árið 1969 undir fyrirsögninni „Á fornum slóðum„:

„Eftir að Gvendur góði hafði um árabil verið barinn til bókarinnar, gerðist hann prestur. Hann gerðist andheitari öðrum kennimönnum og ölmusubetri, svo að fáir fóru tómhentir af hans fundi. Hann fór víða um land og vígði björg og vöð, sem hættuleg höfðu verið mönnum. Hann vígði og brunna, svo að hverjum þeim, er úr drakk, varð það að heilsulind og til margs konar blessunar. Enda þótt Gvendur væri Norðlendingur, kom hann ekki svo lítið við hér á Suður- og Inn-Nesjum og vígði hér fleiri brunna en víða annars staðar.
Skulu þeir nú taldir:

Gvendarbrunnur í Vogum

Gvendarbrunnur

Gvendarbrunnur í Vogum.

Sunnan byggðar í Vogum er tjörn lítil og norðan hennar er einn þessara brunna. Hann var um aldabil heilsulind mönnum og skepnum. Má vera að svo sé enn.

Gvendarbrunnur í Hraunum
Gvendarbrunnur í Hraunum er rétt við gamla alfaraveginn. Hann er þar í klöpp undir Gvendarbrunnshæð. Fer ekki mikið fyrir honum, en margur mun á ferð sinni eftir þeim gamla vegi hafa þáð þar svaladrykk. Ekki er vatnið gott á bragðið, svo að mér varð að orði, er ég drakk úr honum fyrir nokkrum árum, það sama og kerlingin sagði: „Beiskur ertu, drottinn minn.“

Gvendarbrunnur í Arnarnesi

Arnarnes

Arnarnes – Gvendarbrunnur.

Norðan í Arnarnesi vestanverðu, rétt spölkorn neðan gömlu alfaraleiðarinnar, er lind lítil og rennur úr henni lækur til sjávar. Upp frá honum liggur stígur, sem svo hefur verið fáfarinn um síðustu aldir, að hann er mosagróinn. En vatnið er gott og heilnæmt.

Gvendarbrunnar í Rauðhólum
Þar höfum við fjórða brunninn, sem Gvendur góði vígði. Frá honum streymir nú það lífsins vatn, sem nær allri Stór-Reykjavík er af brynnt daglega. Eiga fáar höfuðborgir jafn gott vatn íbúum sínum.
Af þessu má sjá, að Gvendur hinn góði var á undan sinni samtíð, því með vígslu staða, eins og þessara brunna, hefur hann bent okkur á hve nauðsynlegt það er, okkur mannanna börnum, að ganga með virðingu um náttúruna og vernda hana, þar sem því verður við komið, gegn allri óhelgi.
Alls staðar kringum okkur eru staðir, minni og stærri, sem okkur ber að ganga um með virðingu og beita getu okkar stöðum þessum til verndar, helga þá með virðulegri umgengni. Hér í Hafnarfirði og nágrenni er margt slíkra staða:

Varðan við Vörðustíg

Hafnarfjörður

Varða við Vörðustíg.

1887 var samningur gerður um land Akurgerðis. Landið var merkt vörðum. Nú er þessi varða ein uppistandandi af þeim. Vörðu þessa ber okkur því að vernda.
[Ákjósanlegast er að ganga að vörðunni um stíg frá Merkurgötu.]

Arnarklettarnir tveir
Við Arnarhraun eru klettar tveir með þessu nafni. Hér hefur rétt verið stefnt, því þeir eru nú verndaðir og eiga að standa eins og þeir eru.

Hellisgerði
Gerðið við Fjarðarhelli var tekið í vernd ágætis félagsskapar, félagsins Magna. Þar átti að vernda svipmót Hafnarfjarðarhrauns. Nú er staður þessi verndaður með því að þar er upp risinn einn hinn sérkennilegasti og fegursti garður á landi hér.

Fagrihvammur

Hafnarfjörður

Fagrihvammur ofan Brúsastaða. Loftmynd 1954.

Hvammur vestur í hrauni, ofan Brúsastaða, hefur, að því er ég bezt veit, verið skráður sem einn þeirra staða, er verndaður verður til framtíðar, að hann haldi og beri svipmót hraunsins.

Ástjörn

Ástjörn

Ástjörn.

Hún hefur nú verið skráð verndarsvæði og um eitt hundrað metra landspilda allt um kring tjörnina. Var þessa þörf, þar sem við tjörnina er einn gróðursælasti staður hér nærlendis, með fjölbreyttari gróðri en annars staðar er að finna. Og þar verpir í sefinu
flórgoðinn, sérkennilegur fugl.

Bæjarrústir í Setbergstúni
Ofanvert við heyhlöðu á Setbergi eru rústir gamla Setbergsbæjarins. Það er trúa mín, að þar sé að finna allar þær gerðir bæja, sem tíðkazt hafa á landi hér frá landnámstíð fram til síðustu aldamóta. Þessar rústir ber að varðveita, þar til hægt er að grafa þær upp af vísindalegri nákvæmni.

Setbergssel

Setbergssel.

Þá eru ekki selja-rústirnar fáar í nágrenninu, sem vernda ber. Fjárborgir eru margar hér í nágrenninu og ber að varðveita þær. Sumar eru reyndar komnar undir verndarvæng Þjóðminjasafns Íslands og þeirra ágætu manna, er þar starfa.
Lesari góður, vafalaust munt þú geta bent á miklu fleiri staði en hér eru nefndir. Gerðu það, og þú munt eiga í huga þér ánægjulega hugsun um gott verk, sem ekki kostaði mikið.
En umfram allt, tileinkaðu þér með ferðum um nágrennið þá unaðslegu staði, sem eru allt um kring og kalla á þig og þitt óeigingjarna starf, þína óeigingjörnu umhyggju.“

Heimild:
-Fjarðarfréttir, 4. tbl. 01.09.1969, Á fornum slóðum – Gísli Sigurðsson, bls. 3.

Kaldársel

Kaldársel – fjárborg.