Tag Archive for: Fjárréttir

Fossárrétt

Alls eru 224 fjárréttir þekktar á Reykjaneskaganum. Þá eru meðtaldar einstakar rúningsréttir utan selja.

Borgarhraunsrétt

Borgarhraunsrétt.

Fjárréttir, eins og við þekkjum þær, þekktust ekki á Skaganum fyrr en í lok 19. aldar. Áður var fjárbúskapur útvegsbændanna takmarkaður við mjólkandi ær og þær voru því jafnan tiltölulega fáar á sérhverjum bæ. Ærnar voru á sumrum hafðar í seljum þar sem selsmatseljan réð ríkjum. Hún mjólkaði þær og vann afurðir úr mjólkinni; áfir, rjóma, skyr og ost. Sú hafði sér til stuðnings smala er gætti fjárins að næturlagi og skilaði því til mjalta morguns og síðdegis frá 6. til 16. viku sumars ár hvert að jafnaði. Ef eitthvað bar út af var honum refsað með því að láta hann „eta skattinns sinn“, sem væntanlega hefur verið vísir af hinni landlægu skattheimtuárát hér á landi fyrr á öldum.

Bæjarfellsrétt

Bæjarfellsrétt í Krýsuvík.

Þegar seljabúskapnum lauk endanlega um og undir árið 1900 stækkuðu innskagabændur fjárbú sín og byrjað var að „reka fé á fjall“. Sá háttur hefur verið viðhafður allt til þessa dags.

„Eftirfarandi upplýsingar um Þórkötlustaðarétt eru fengnar úr minni Sigurðar Gíslasonar frá Hrauni við Grindavík, 84 ára (f: 05. maí 1923).

Þórkötlæustaðarétt

Þórkötlustaðarétt.

Siggi á Hrauni, eins og hann er jafnan nefndur, þekkir manna best austurumhverfi Grindavíkur. Hann man tímana tvenna og hefur ávallt verið reiðubúinn að miðla öðrum fróðleik um liðna tíð. Siggi fylgdi FERLIRsfélögum að réttinni í Þórkötlustaðahverfi, sem lítið hefur verið vitað um – fram að þessu.

“Þórkötlustaðaréttin, sú sem nú er, var komin, óbreytt að stærð og lögun, þegar ég man fyrst eftir mér. Faðir minn sagði að hún hefði verið hlaðin af Grindavíkurbændum um aldamótin 1900. Grjótið var að einhverju leyti úr Vatnsheiðinni og Efra-Leiti, auk þess sem einstaka grjót kom upp úr túnsléttun í hverfinu og áreiðanlega hefur einhver hraunhella verið þarna umhverfis réttina. Hún var síðan endurbætt fyrir nokkrum árum. Efnið í endubótina var fengið í landi eigenda Þórkötlustaða, að þeim forspurðum. Réttin hefur þó ávallt þótt góð til síns brúks.“

Þórkötlustaðarrétt

Gamla Þórkötlustaðarréttin við Efra-Land.

Fyrrum var fé Grindvíkinga, vel á fjórða þúsund á vetrarfóðrum. Féð af fjalli fyllti safnhólfið sem og alla dilka. Urðu bændur að rýma af og til úr dilkunum svo þeir gætu dregið allt sitt fé. Þegar gerðið kom til, ofan við réttina, greiddist heldur úr þrengslunum.

Áður var lögréttin í Krýsuvík, suðvestur undan Arnarfelli (Arnarfellsréttin). Réttin var hlaðin um 1890, en hætt var að nota hana um 1950. Þangað til varð að reka úrdrátt frá Þórkötlustöðum upp í Krýsuvík og var afgangsféð selt þar.
Réttin suðaustan við Bæjarfellið var vorrétt. Þá voru rúningsréttir t.d. á Vigdísarvöllum og í Stóra-Hamradal, sem enn sjást leifar af.

Arnarfellsrétt

Arnarfellsrétt.

Áður en Þórkötlustaðaréttin kom til réttuðu Þórkötlustaðabændur þar sem nú er grjótgarður vestast innan girðingar Efra-Lands, þ.e. þar í norðvesturhorninu, sem nú er. Þar var Gamla réttin. Í henni var enginn dilkur, einungis gerði. Sjá má leifar hennar ef vel er að gáð. Réttin var mun stærri en ætla mætti, en grjót var tekið úr henni og notað í garðana, sem sjá má ofan við Efra-Land.”

Hafur-Björn Molda-Gnúpsson er sagður, ef marka má þjóðsöguna, hafa átt gnægð fjár, enda “efnaðist hann mjög af fé” eftir draumfarirnar með landvættinum og tilkomu geithafursins í hjörð hans (þess vegna er allt fé Grindvíkinga öðruvísi en annað fé landsmanna), og bræður hans fiskuðu aldrei sem fyrr. Auðguðust þeir bræður bæði af gæðum lands og sjávar. Hvergi er minnst á réttir í frásögnum þeirra bræðra.

Stóri-Hamradalur

Rúningsrétt í Stóra-Hamradal.

Réttirnar í fyrrum landnámshólfs voru til margra nota, s.s. heimarétt, almenningsrétt, skilarétt og rúningsrétt, auk „útdráttarétta“ einstakra bæja. Margar þeirra eru enn heillegar, enda ekki um fornar fornleifar að ræða. Fjárrétt er í raun framhald afréttar. Réttir hafa verið misstórar. Bæði þær sem og staðsetning þeirra hafa jafnan tekið mið af notagildi á hverjum tíma.

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1963 fjallar Guðjón Jónsson um „Kambsrétt“, dæmigerða slíka á þeim tíma. Hér verður gripið niður í greinina á nokkrum stöðum: „Landbúnaður hefir verið annar aðalatvinnuvegur þjóðarinnar. Fram á síðustu ár bjuggu sveitabændur meira við fjárbú en kúabú. Áttu sumir þeirra margt áa og sauða. Mikil vinna er að hirða vel margt fé og halda því saman, sérstaklega vor og haust. Það þarf að smala því í byggð og óbyggð, reka það saman af smærri og stærri svæðum, og koma því í fjárrétt, þar sem því er sinnt og ráðstafað, eftir því sem við á og þurfa þykir.

Vörðufellsrétt

Vörðufellsrétt á Vörðufelli.

Fjárréttir eru breytingum og eyðingu háðar eins og annað á jörðu hér. Mörgum kann að virðast, að það hafi ekki mikið að segja, þótt ein almenningsrétt sé færð úr stað eða lögð niður. Það sé varla í frásögur færandi. En er hann ekki margur fróðleikurinn, sem nútímamenn vildu gjarnan að geymzt hefði, en glataðist af því að hann þótti ekki, á sínum tíma, þess virði, að haldið væri til haga?

Girðingarrétt

Girðingarrétt.

Þótt sameiginlegar byggðarsafnsréttir hafi verið notaðar víða um alllangt skeið, er talið vafasamt, að svo hafi verið fyrr á tímum. Meðan engar girðingar voru til að hindra rennsli fjárins og það flakkaði viðstöðulaust bæja og byggða á milli, kom margt fé í skilaréttir.“

Margar hinu merkilegustu fjárrétta á Reykjaneskaga, s.s. Fossárréttin gömlu í Kjós, hafa verið friðlýstar, þrátt fyrir að hafa síðan orðið skógræktaráhugafólki að bráð….

Fossárrétt

Fossárréttin í Kjós var friðlýst 2011 (friðuð). Fornleifar klæddar skógi.

 

Búrfellsgjáarrétt

A.m.k. 220 fjárréttir eru þekktar á Reykjanesskaganum; í fyrrum landnámi Ingólfs. Réttirnar voru til margra nota, s.s. heimarétt, almenningsrétt, skilarétt og rúningsrétt, auk „útdráttarétta“ einstakra bæja. Margar þeirra eru heillegar, enda ekki um fornar fornleifar að ræða. Eftir að selstöðurnar lögðust af í lok 19. aldar fóru bændur að reka á fé afrétti í byrjun sumars og smala því síðan til rétta að hausti. Fjárrétt var í raun framhald afréttar. Réttir hafa verið misstórar. Bæði þær sem og staðsetning þeirra hafa jafnan tekið mið af notagildi á hverjum tíma.

Réttir

Réttir á Reykjanesskaga – yfirlit.

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1963 fjallar Guðjón Jónsson um „Kambsrétt“, dæmigerða slíka á þeim tíma. Hér verður gripið niður í greinina á nokkrum stöðum:
„Landbúnaður hefir verið annar aðalatvinnuvegur þjóðarinnar. Fram á síðustu ár bjuggu sveitabændur meira við fjárbú en kúabú. Áttu sumir þeirra margt áa og sauða. Mikil vinna er að hirða vel margt fé og halda því saman, sérstaklega vor og haust. Það þarf að smala því í byggð og óbyggð, reka það saman af smærri og stærri svæðum, og koma því í fjárrétt, þar sem því er sinnt og ráðstafað, eftir því sem við á og þurfa þykir.
Flest heimili eiga sína heimafjárrétt út af fyrir sig eða í félagi með öðrum. Svo er almenningsrétt, skilarétt, fyrir eitt eða fleiri sveitafélög, þar sem byggðasöfn og fjallsöfn eru rekin að til sundurdráttar.
Réttir og réttarhald er gamall og nýr þáttur í atvinnulífi sveitafólksins. Frá þeim eiga margir glaðar og góðar minningar, sérstaklega frá þeim tíma, er þær voru eina almenna skemmtisamkoma ársins. Til þeirra hefur verið hugsað með eftirvæntingu. Þær hafa verið og eru enn sóttar af ungum og gömlum, ríkum og fátækum.
Fjárréttir eru breytingum og eyðingu háðar eins og annað á jörðu hér. Mörgum kann að virðast, að það hafi ekki mikið að segja, þótt ein almenningsrétt sé færð úr stað eða lögð niður. Það sé varla í frásögur færandi. En er hann ekki margur fróðleikurinn, sem nútímamenn vildu gjarnan að geymzt hefði, en glataðist af því að hann þótti ekki, á sínum tíma, þess virði, að haldið væri til haga?
Þótt sameiginlegar byggðarsafnsréttir hafi verið notaðar víða um alllangt skeið, er talið vafasamt, að svo hafi verið fyrr á tímum. Meðan engar girðingar voru til að hindra rennsli fjárins og það flakkaði viðstöðulaust bæja og byggða á milli, kom margt fé í skilaréttir. Í hverri rétt var réttarstjóri. Hann sá um, að rekið væri í almenninginn, þegar þess þurfti, áminnti um að fjárdrætti væri hraðað, því sumir áttu langt heim. Í réttarlok seldi réttarstjóri ómerkinga og kalineyrð lömb, sem eigendur gátu ekki helgað sér. Var þá stundum fjörlega boðið, sérstaklega ef um mislitt og fallegt sauðarefni var að ræða, og menn höfðu hresst sig mátulega á réttarpelanum, sem oft var hafður með í réttir. Þeim kindum, sem ekki voru hirtar í réttinni, kom hreppstjóri fyrir hjá einhverjum bónda nálægt henni. Hann skrifaði mörk kindanna og sendi afrit af þeim lista til allra hreppstjóra í ágrannasveitunum. Eigendur kindanna gátu svo sótt þær til bóndans, sem gætti þeirra, gegn 3 aura gjaldi fyrir hvern sólarhring, sem þær voru í umsjón hans. Þær kindur, sem ekki gengu út á milli rétta, voru seldar á uppboði í næstu rétt. Þannig gekk það allt haustið, þar til því var breytt við endurskoðun fjallskilareglugjörðarinnar 1911; þá var ákveðið að selja allan óskilafénað í lok hverrar réttar.“

Heimild:
-Árbók Hins íslenska fornleifafélags 01.01.1963, Kambsrétt – Guðjón Jónsson, bls. 100-102.

Borgarhraunsrétt

Borgarhraunsrétt ofan Ísólfsskála

Búrfellsgjáarrétt

Fjárréttir á Reykjanesskaganum eru 222 talsins og ekki svo gömul fyrirbrigði. Þær elstu eru frá því í lok 19. og byrjun 20. aldar. Reyndar eru til minjar um eldri réttir, en þær tengjast venjulega rúningum eða fráfærum. Til eru litlar safnréttir, en þá venjulega nálægt bæjum, enda ekki rekið á afrétt fyrr en eftir að selstöðurnar lögðust af um og eftir 1870. Hugtakið „afréttur“ hefur breyst mikið frá fyrri tíð þegar fé var haldið upp frá bæjum á afmörkuðum svæðum uns bændur tóku sig saman og ráku fé upp til heiða í byrjun sumars og söfnuðu því síðan saman að hausti til úrdrátta.

Garðastekkur

Garðastekkur, tóftin óljós lengst til vinstri, og Garðarrétt. Fjárborg ofan við réttina, sennilega frá stekkjartímanum.

Sérhver bóndi hafði fé sitt í seli, að jafnaði frá 6. til 16. viku sumars. Í selinu, sem oftast var ofarlega eða jafn yst á landamerkjum, gætti smali fjárins og selsmatsseljan mjólkaði og vann afurðirnar. Fátt fjár var þá á bæjunum, enda flestir kotbýli er byggðu afkomu sína á útvegi.

Hlíðarborg

Hlíðarborg. Síðar stekkur.

Við endalok selsbúkaparins færðist vinna smalans og selsmatsseljunnar heim á bæ. Selsstekkurinn færðist þangað. Stundum var hann heimfærður upp á „heimasel“. Stekkjartíminn var einhver skemmtilegasti tími vorsins og jafnvel alls ársins. Eftir Jónsmessuna komu fráfærurnar, þá var það einn góðan veðurdag, að ærnar voru reknar heim af stekknum og ekki hleypt til lambanna framar, heldur voru þær mjólkaðar í kvíunum og reknar síðan í haga og setið þar yfir þeim, líkt og í seljunum fyrrum. Sumir heimastekkjanna urðu síðar að réttum. Þannig varð Garðastekkur, sem enn sést þótt grasi gróinn sé orðinn, að rétt fyrir Garðabæina.

Arnarfellsrétt

Arnarfellsrétt.

Geldfé var hins vegar sleppt á vorin, bæði sauðum og gemlingum, svo snemma sem tök voru á, þar sem það var ekki látið eiga sig úti mestan hluta vetrarins. Því var smalað á vorin, oftast um faradagaleytið, og rúið.
Í dag er „afréttur“ landsvæði utan byggðar sem að staðaldri hefur verið notað til sumarbeitar fyrir búfé. Þannig hefur búskaparháttum verið varið í u.þ.b. 150 ár á Reykjanesskaganum. Síðustu árin hefur fé í auknum mæli verið haldið í afmörkuðum beitarhólfum. Hefðir og aðferðir hafa breyst frá einum tíma til annars.

Þorbjarnarstaðir

Þorbjarnarstaðir – Stekkurinn, síðar rétt.

Á Skaganum eru allmargar grjóthlaðnar fjárréttir, sumar hverjar meistara vel gerðar. Má þar t.d. nefna Vörðufellsréttina, Girðingarréttina og Geitafellsréttina (Gjáréttina) í Selvogsheiði, Bakkarétt og Þingvallarétt, Árnakróksrétt ofan Selvatns, Eldborgarrétt, Arnarfellsrétt og Bæjarfellsrétt í Krýsuvík, Borgarhraunsréttina ofan Ísólfsskála, Búrfellsgjárréttina og Selflatarétt í Grafningi. Nýlegri réttir eru t.d. Fossárréttin í Kjós, Þórkötlustaðaréttin í Grindavík, Hafravatnsrétt og Skógarhólarétt á Þingvöllum.

Stóri-Hamradalur

Rétt í Stóra-Hamradal.

Rúningsréttir má finna víða nálægt bæjum. Fær er rúningsréttin í Stóra-Hamradal, Kálfellsrétt, Þorbjarnarstaðarétt, Straumsrétt, Óttarsstaðarétt og Dísurétt.
Minjar fjárréttanna, þótt þær séu ekki mjög gamlar, eru mikilvægur vitnisburður um búskaparhættina fyrrum og ber því að varðveita sem slíkar. Nokkrar réttanna hafa verið annað hvort eyðilagðar eða beinlíns verið fjarlægðar líkt og Hraunsréttin ofan Hafnarfjarðar og Meðalfellsvatnsréttin í Kjós. Aðrar hafa orðið skógrækt að bráð, s.s. gamla Fossárréttin.
Réttir á Reykjanesskagnum eru 204 talsins. Sjá myndir af mörgum þeirra HÉR.

Heimild:
-Íslenskir þóðhættir, Jónas Jónasson frá Hrafnagili, Ísafoldarprentsmiðja 1961, bls. 172.

Hafravatnsrétt

Hafravatnsrétt.