Færslur

Hafurbjarnaholtsvarða

“Ofan Straumsselshellra syðri er Gamlaþúfa.
Vestur af henni liggja Bringurnar. Þar er Steinhús, Steinhusskjol-1klapparhóll mikill og áberandi. Rétt austan við það er fjárskjól eða skúti, sem mun ekki hafa neitt sérstakt nafn. Í skrá Gísla Sigurðssonar er skúti þessi nefndur Gústafsskjól. En þetta nafn hafði Gísli sjálfur gefið, þegar hann var í örnefnaleiðangri ásamt Gústaf Brynjólfssyni. Áður höfðu þeir Gústaf gefið þessu nafnið Steinhússkjól.
Austur frá Gömluþúfu er lægð, sem nær allt austur að Hafurbjarnarholti. Þar er að finna Stórholt og á því Stórhóll. Þar er einnig að finna Stórholtsgreni og þar skammt frá Skotbyrgið. Hér suður af er Fjárskjólsklettur með sitt Fjárskjól. Þá er Fjallgrenshæð og þar í kring Fjallgrensbalar og Fjallgrensgjá og Fjallgren. Fjallgrenið er í austur frá Gömluþúfu, á að gizka. Þá kemur nokkuð slétt helluhraun, en suður af því kemur svo Sauðabrekkugjá, sem heitir Fjallgrensgjá austar.”
Auðvelt var að ganga að Skotbyrginu við Fjarsskjolsklettur-1Stórholtsgrenið. Í rauninu eru grenin þar efra tvö; beggja vegna byrgisins. Þau eru bæði merkt með steinum.”
Í Landamerkjabréfi fyrir Straum var undirritað 31. maí 1890 og  
þinglýst 9. júní sama ár. Samkvæmt því eru landamerkin svohljóðandi: “Landamerki milli Straums og Óttarstaða, byrja við sjó á Vatnaskersklöpp, yfir miðjan Markhól og þaðan beint í Stóra – Nónhól; frá Nónhól, í Gvendarbrunn; frá Gvendarbrunni í Mjósundavörðu; frá Mjósundavörðu í Klofaklett, suður og upp af Steinhúsi. – Á Klofaklett er klappað: „Ótta.“, „Str.“ og varða hlaðin hjá. Frá Klofakletti í Markastein, suður og uppaf Eyólfshól; á þennan Markastein er klappað: „Ótta.“, „Str.“ Frá þessum Markasteini sömu stefnu upp að Krýsuvíkurlandi.
Fjarskjolid-1Á hina hliðina milli Straums og Þorbjarnarstaða, byrja landamerkin við sjó á Pjetursbyrgi á neðsta hólmanum, og þaðan beint í svonefnda Tóu; úr Tóu beint í Vestari – Tobbukletta yfir miðjan Jónshöfða, og í vörðu vestarlega á há – Hafurbjarnarholti(nu), og þaðan beina stefnu mitt á milli Stóra – Steins, og Fjárskjólskletts, í vörðu á há – Fremstahöfða og þaðan hina sömu beinu stefnu þar til að Krýsuvíkurland tekur við.”
FERLIR hafði áður staðsett Steinhússkjól neðan/ofan (eftir því hvaða lýsing er notuð) við Klofaklett. Um er að ræða lítið hússlaga skjól í kletti með grasi gróinni lægð frramanvert.
Nú var ætlunin að staðsetja Fjárskjólsklett og Fjárskjólið. Þegar tekið var mið af vörðunni vestarlega á há Hafurbjarnaholtinu í sjónhendingu að Fremstahöfða, milli Steinsins og Fjárskjólskletts mátti sjá að síðarnefnda kennileitið var rétt austan við línuna. Norðan við klettinn er Fjárskjólið (með stóru Effi); stórsprunginn hóll með miklum grasgróningum umleikis í lægðum og lágum brekkum skammt ofan (sunnan) við Hafurbjarnarholtið þar sem það er hæst.
Í leiðinni var vandfundið ónefnt og óskráð fjárskjól ofan við Brunntorfur skoðað.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimildir:
-Örnefnalýsing GS fyrir Straum.
-Landamerkjabréf Straums 31. maí 1890.

Gamlaþúfa

Gamlaþúfa.