Færslur

Járnbraut

Gengið var inn á svonefnda Flatahraunsgötu, gamla leið, sem enn sést norðan við Fjarðarkaup. Þegar komið var yfir hraunið var beygt til austurs með jaðri þess, að svonefndum Hraunholtsstekk.

Járnbrautarvegur

Járnbrautarvegur í Hafnarfjarðarhrauni, milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar.

Sést móta fyrir tótt í laut í hraunjaðrinum. Austar var komið í laut og henni voru greinilegar hleðslur. Skúti var vestan í lautinni, innan við hleðslurnar, en handan þeirra í suðri var hellir; Hraunsholtshellir. Um er að ræða nokkuð rúmgóðan helli, en gamlar sagnir eru til um hellir þennan. M.a. er talið að Arnes útilegumaður, sá er stal peningum Hofsstaðabónda, hafi falið sig um tíma í helli á þessu svæði. Suðaustan við lautina er gömul rétt. Í norðurhorni hennar er hlaðið hús. Allt eru þetta mjög gamlar hleðslur. Í vesturjarði Löngulautar er hlaðinn stekkur.

Járnbrautarvegurinn

Fyrirhuguð lega Járnbrautarvegarins.

Gengið var suður yfir Flatahraun, allt að svonefndum Miðaftanshól. Á honum er landamerkjavarða. Sunnan við hólinn er járnbrautarvegurinn. Hann er u.þ.b. átta metra breiður og liggur svo til beint í gegnum hraunið. Hann endar við austurjaðar þess, en þar má sjá hvar grótið hefur verið tekið úr hraunhólunum og hlaðið í kesti. Á a.m.k. tveimur stöðum á veginum er farið yfir djúpar gjótur og er mjög fallega hlaðið í kantana. Vegur þessi var gerður árið 1918 og náði alveg niður á fiskireitina ofan við Hafnarfjörð (sjá meira HÉR). Til stóð að leggja járnbraut þaðan, en ekki náðist að ljúka þeirri framkvæmd. Nú er þetta eini kaflinn, sem eftir er af þessu mikla mannvirki á þess tíma mælikvarða.
Frá Miðaftanshól var gengið að Hádegishól, á milli hans og Fjarðarkaupa. Á þeim hól er einnig landamerkjavarða. Sunnan við hólinn var Hraunsholtssel. Nú er búið að byggja og raska svo til öllu svæðinu svo einungis sést móta fyrir selsstæðinu. Hraunsholtsselsstígur liggur í norður frá hólnum og í gegnum Flatahraunið að Hraunsholti. Vel sést enn móta fyrir stígnum í gegnum hraunið. Í suðaustur frá Hádegishól er Stórhóll.
Göngunni lauk við Fjarðarkaup. Frábært veður.

Arneshellir

Arneshellir við Hraunsholt.

Völvuleiði

Gengið var um vestanvert Flatahraun norðan Hrafnistu. Í hrauninu er margt minja, s.s. rétt, stekkur, heytóftir, kví og stöðull, en utan þess, ofan við Dysjamýrina er Völvuleiðið.

Flatahraunsrétt

Flatahraunsrétt (Balarétt).

Á Völvuleiði hvíla álög. Algengt var að sjá dysjar við gamla þjóðvegi sbr. dysirnar við Kópavogslæk og uppi á Arnarneshálsinum. Eftirfarandi upplýsingar um svæðið eru komnar frá Jónatani Garðasyni, sem þekkir það einna manna best.

Garðagata

Garðagata – kirkjuvegurinn.

Garðagata er gamla leiðin frá Hraunsholti, um Garðaholtsendann, þar sem námurnar voru og nú eru garðlönd, um ýmist um lágholtið eða háholtið framhjá þúfunum (dysjunum) og að Garðakirkju. Kirkjuvegurinn var aftur á móti í gegnum Víðistaði, um Dysjamýrina og Hraunsnefið. Upphlaðinn moldavegur lá yfir Dysjatúnið (sem var mýrlent mjög í þá tíð). Dysjabrúin eins og gatan var nefnd þar sem hún lá yfir mýrina var sléttuð á sínum tíma.
Í annars sléttur hrauninu áður en komið er að úfnum hraunkantinum mátti sjá hringlaga rétt; Bakkastekkjarétt eða Flatahraunsrétt. Stundum var hún nefnd Balarétt. Hún er nokkuð heilleg. Sunnan hennar var gróinn manngerður, hringlaga hóll. Slétt og gróið hraunið ber með sér að þarna hafi verið fiskitrönur þangað til nýlega.

Garðahverfi

Bakkastekkur.

Norðvestan réttarinnar eru hleðslur af kví. Í hraunbolla norðan hennar er hlaðinn leiðigarður og lítil stekkur framan við fyrirhlaðinn smáskúta. Suðvestan við hann er Bakkastekkjanef, sem tilheyrir Flatahrauni. Sunnan þessa mátti sjá rústir af a.m.k. tveimur húsum eða heytóftum.
Neðan við Garðaveginn sem nú er, rétt við steinhlaðna húsið að
heimtröðinni að Bala, er gamall stöðull í hraunkrika þar sem ærnar voru mjólkaðar. Það er Balastöðull.

Það er rétt að benda þér á að ástæðan fyrir að Flatahraun er algjörlega marflatt á þessum stað, sem og á þeim stað þar sem raðhúsin, sem tilheyra Hrafnistu eru, er sú að á Garðaholti var kampur á stríðsárunum og hermennirnir voru einnig með skúra sína og byrgi við Bala, á Skerseyri og Brúsastöðum (eitthvað af þessu stendur enn).

Garðahverfi

Presthóll (Prestaþúfa).

Hermennirnir notuðu gjóturnar í Flatahrauni sem ruslahauga og fylltu þær af drasli og síðan var sléttað
yfir allt saman. Þess vegna er þetta svona fagurlega slétt.
Norðan við Dysjamýri er gróinn hóll; Völvuleiðið.
Haldið var áfram upp á ásinn og yfir að Prestaþúfu (Presthól). Umrótið eftir herinn er í Prestaþúfu, þar sem Markús nokkur sem var Garðaklerkur á sautjándu, frekar en átjándu öld, sat gjarnan þegar hann íhugaði efni predikana sinna. Hóllinn var grafinn út og útbúin einskonar skotgröf, hann er við vegamót Álftanesvegar og afleggjarans að Garðaholti.

Flatahraun

Hlaðið byrgi í Flatahrauni.

Gengið var norður og niður að Garðastekk og gömlu götunni heim að Görðum síðan fylgt til vesturs upp eftir norðanverðu Garðaholti. Við götuna, hægra megin, eru hleðslur. Þar mun vera svonefnd Mæðgnadys.
Garðakirkja á Álftanesi er vegleg kirkja á sögufrægum stað. Hún hefur átt tímana tvenna kirkjan, sem þar er nú. Hún var reist 1879-80 og Pétur Sigurgeirsson, biskup, vígði hana á öðarum degi hvítasunnu. Kirkjan er úr hlöðnu grjóti úr holtinu fyrir hana.
Hinn 20. desember 1914 var nýja kirkjan í Hafnarfirði vígð og frá sama tíma var Garðakirkja formlega lögð niður. Gekk nú á ýmsu uns konur í Garðahreppi tóku málið í sínar hendur á öndverðu ári 1953 og hafði kirkjan þá verið rústir einar að heita má í aldarfjórðung. Var kirkjan svo endurreist og endurvígð af biskupi hinn 20. mars 1966, þegar 300 ár voru liðin frá fæðingu Jóns Vídalíns.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 11 mín.

Völvuleiði

Völvuleiði.