Færslur

Flugmynd

Haldið var í flug yfir Reykjanesið. Stefnan var tekin yfir öll helstu minja-, sögu- og náttúrusvæði skagans.

Hraunssel

Hraunssel – flugmynd.

Flugmaðurinn reyndist þrautþjálfaður, Ólafur Örn Ólafsson, hafði þekkingu á svæðinu og átti auðvelt með að finna hin helstu svæði.
M.a. var flogið yfir Bessastaðanesið, Þorbjarnastaði í Hraunum, Óttarstaði og Straum, Straumssel, Gapið í Almenningum, Kleifarvatn, Austurengjahver, Grænavatn, Krýsuvíkurheiði, Krýsuvíkurbjarg, Húshólma, Óbrennishólma, Selatanga, Katlahraun, Ísólfsskála, Festarfjall, Hraun, Þórkötlustðahverfið, Þórkötlustaðanesið, Grindavík, Stóru-Bót, Húsatóftir, Sundvörðuhraun, Eldvörp, Háleyjabungu, Skálafell, Valahnúk, Karlinn, Reykjanestána, Gömlu-Hafnir, Junkaragerði, Merkines, Ósabotna, Pattersonflugvöll, Stapann og Vatnsleysuströndina á leið inn til lendingar.

Flugmynd

Straumssel – flugmynd.

Ofan frá var mun auðveldara að átta sig á aðstæðum, legu garða, nálægra minja, stíga og gamalla gatna.
Stefnt er að öðru yfirlitsflugi fljótlega og skoða þá m.a. austanvert svæðið, s.s. Selvogsheiðina, Brennisteinsfjöll og Heiðina há.
Veður var frábært. Flugið tók 1 klst og 10 mín.

Flugmynd

Straumssel – flugmynd.

Portfolio Items