Færslur

Bæjarstjóri Grindavíkur, Ólafur Örn Ólafsson, bauð FERLIR í útsýnisflug yfir Reykjanesskagann. Straumsselið  skartaði sínu fegursta í hádegissólinni og Hálsarnir opnberuðu glögglega nútímahraunsskilin frá því um miðja 12. öld. Minjar fyrri tíma lágu sem skrifuð bók fyrir vængjum.
FlugstjórinnFlogið var t.d. yfir minjasvæði Húshólma. Hinar fornu tóftir, hugsanlega allt frá upphafi landnáms hér á landi, líkt og lyftu sér upp úr hrauninu mót myndavélinni. Hafaldan við ströndina lék sér stillt við bergið – aldrei þessu vant. Eftir hringsól, uppkeyrslur og niðurdýfur var stefnan tekin á Festarfjall. Ekki var að sjá annað en að fjallið vildi að þessu tilfefni opinbera sannleik þjóðsögunnar. Sjaldan hafði festin verið jafn greinileg og nú.
Grindavík reis öll upp líkt og hún vildi með því fagna bæjarstjóra sínum. Hann lækkaði flugið og mætti faðmlaginu.
Sjá má nokkrar myndanna HÉR.

Flugmynd
Haldið var í flug yfir Reykjanesið. Stefnan var tekin yfir öll helstu minja-, sögu- og náttúrusvæði skagans.

Þórkötlustaðanes

Þórshöfn í Þórkötlustaðanesi – flugmynd.

Flugmaðurinn reyndist þrautþjálfaður, Ólafur Örn Ólafsson, hafði þekkingu á svæðinu og átti auðvelt með að finna hin helstu svæði.
M.a. var flogið yfir Bessastaðanesið, Þorbjarnastaði í Hraunum, Óttarstaði og Straum, Straumssel, Gapið í Almenningum, Kleifarvatn, Austurengjahver, Grænavatn, Krýsuvíkurheiði, Krýsuvíkurbjarg, Húshólma, Óbrennishólma, Selatanga, Katlahraun, Ísólfsskála, Festarfjall, Hraun, Þórkötlustðahverfið, Þórkötlustaðanesið, Grindavík, Stóru-Bót, Húsatóftir, Sundvörðuhraun, Eldvörp, Háleyjabungu, Skálafell, Valahnúk, Karlinn, Reykjanestána, Gömlu-Hafnir, Junkaragerði, Merkines, Ósabotna, Pattersonflugvöll, Stapann og Vatnsleysuströndina á leið inn til lendingar.
Ofan frá var mun auðveldara að átta sig á aðstæðum, legu garða, nálægra minja, stíga og gamalla gatna.
Stefnt er að öðru yfirlitsflugi fljótlega og skoða þá m.a. austanvert svæðið, s.s. Selvogsheiðina, Brennisteinsfjöll og Heiðina há.
Veður var frábært. Flugið tók 1 klst og 10 mín.

Flugmynd

Straumssel – flugmynd.

Portfolio Items