Færslur

Fóelluvötn

Leitað var að 180 ára gömlu sæluhúsi undir Eystri-Vatnsási við Fóelluvötn.

Guðrúnartóft

Guðrúnartóft.

Ritað hefur verið um sögu hússins í gömlu tímariti. Verður saga þess og aðdragandi rakin hér síðar. Gerður var út leiðangur fyrir allmörgum árum að leita að tóftunum og fundust þær þá. Farið var eftir þeirri lýsingu við leitina núna. Talað var um tóftir mót norðvestri í grónum klapparhrygg, en þegar komið var á vettvang reyndust þær nokkrar á svæðinu. Sagt er frá minjunum í annarri FERLIRslýsingu þar sem reyndist vera um að ræða, við nánari athugun, minjar nýbýlis í heiðinni. Tóftirnar gætu hafa eftirá um stund verið notaðar sem skjól fyrir ferðamenn á Austurleiðinni sunnan Lyklafells

Guðrúnartóft

Guðrúnartóft á Vatnaási við Fóelluvötn.

Ákveðið var að beita útilokunaraðferðinni, nýta reynsluna og möguleg kennileiti á svæðinu.
Fóelluvötnin teygja sig yfir nokkuð stórt svæði, þ.e. þegar eitthvað er í vötunum, en að þessu sinni var mjög lítið vatn í þeim. Líklegasta þjóðleiðin ofan við vötnin var rakin. Sæluhúsið fannst þá eftir tíu mínútna göngu. Um er að ræða tvær tóftir undir klapparhryggnum. Sáust þær vel í kvöldsólinni.
Tíminn vekur vitund um hversu vel FERLIRsfólk er orðið þjálfað í að finna það sem leitað er að. Þá var Vatnakofinn við Sandskeið skoðaður, gamalt sæluhús á gömlu leiðinni austur.

Guðrúnartóft

Guðrúnartóft – uppdráttur.

Lágafellssel

Skúli Helgason ritaði grein í Árbók Fornleifafélagsins árið 1981 er bar yfirskriftina; Gamla rústin við Fóelluvötn – og fólkið sem þar kom við sögu. Í henni (10 bls.) kemur m.a. fram eftirfarandi:
Helgi“Það var haustið 1979 að ég sem þetta rita brá mér eitt sinn inn í Borgarskjalasafn Reykjavíkur. Fékk ég að líta í málsskjöl, sem eru geymd viðkomandi landaþrætum milli Hólms, Lækjarbotna og Elliðakots á áratugunum 1870-1890. Meðal þeirra manna sem þar koma fram sem vitni að gefa upplýsingar um landsvæðið þar efra var Geir kaupmaður Zoëga. Hann var fæddur í Reykjavík árið 1830 og dvaldi og bjó þar alla ævi, en hann andaðist árið 1917. Hann hafði verið fróður um nágrenni Reykjavíkur, einkum á svæðinu þar efra, upp um Fóelluvötn til Kolviðarhóls og inn í Marardal. Hafði hann farið þangað fyrr á árum í sumarútreiðartúra sem fleiri Reykvíkingar, er voru þess megnugir að eiga hesta.
Í áðurnefndum vitnaleiðslum, sem fram fóru sumarið 1891, er eftirfarandi bókað eftir Geir Zoëga, sem þá var 61 árs:
“Vitninu var sagt það ungling, að kona nokkur, Guðrún Hákonardóttir, einhverntíma milli 1820-1830, hafi byggt kofa og búið í Fóelluvötnum sem afréttarlandi.”

Rústin

Til að skyggnast aðeins inn í þessa liðnu atburði lá nú fyrst að vita hvort íverukofinn, sem nefndur er við Fóelluvötn, væri nú framar finnanlegur. Til þess var leitað á vit þess manns, sem nú er meira en áttræður og hefur dvalið alla ævi á sama bæ. Hann er bæði greindur vel og langminnugur, eins og hann á kyn til. Þessi maður er Karl Nordal, bóndi á Hólmi við Suðurlandsbraut. Hann tók erindi mínu vel og kannaðsit hann við gamla rúst fyrir norðvestan Vötnin. Sagði hann að það væru þær einu rústir sem hann vissi til að væru þarna á stóru svæði, að fráteknum “Vatnakofanum” við Sandskeiðið, sem væri hinn gamli sæluhúskofi og var uppi standandi fram á þessa öld og margir eldri menn muna vel eftir. Karl á Hólmi var svo vinsamlegur að bjóða mér leiðsögn sína upp fyrir Fóelluvötn að finna rústina, ef mig fýsti að fara þangað og líta þar á fornar mannvistarleifar.
Þegar þarna upp eftir kom fann Karl fljótlega rústina, þótt hann hefði ekki að henni komið um síðastliðin sextíu ár. Rústin er dágóðan spöl suðvestur af Lyklafelli, gengur þar heiðardrag nokkurt til suðurs frá Fóelluvötnum. Nefnist það Eystri-Vatnaásinn.
HelgiEftir að gerð hafði verið nokkur leit í kirkjubókum og sýsluskjölum Gullbringu- og Kjósasýslu komu fram eftirfarandi heimildir um fólk það sem rústin við Fóelluvötn er eftir.
Guðmundur Guðmundsson var fæddur í Skildinganesi 1796 og þar ólst hann upp með foreldrum sínum og systkinum. Fluttist hann svo upp að Lágafelli í Mosfellssveit með foreldrum sínum, er þau fóru frá Skildinganesi. Guðmundur hefur vafalaust verið dugnaðar- og atorkumaður sem bræður hans áttu kyn til. Um svipað leyti og Guðmundur fluttist upp að Lágafelli kom þangað stúlka um tvítugsaldur neðan úr Reykjavík. Hét hún Guðrún Hákonardóttir, talin fædd á Stóru-Vatnsleysu á Vatnsleysuströnd árið 1795.

Helgi

Þau Guðmundur á Lágafelli og Guðrún Hákonardóttir gengu í hjónaband um 1818. Um þær mundir hafði hún lært ljósmóðurfræði og gegndi síðan ljósmóðurstörfum í Mosfellsveit um fjölda ára. Áttu þau nokkur börn sem upp komust og eru ættir frá þeim komnar. Þau hjón bjuggu á Lágafelli í tvíbýli til 1826. Á hinum hluta jarðarinnar bjó faðir Guðmundar uns hann andaðist 1822. Jörðin hefur sennilega verið fullsetin. Árið 1822 eru á báðum heimilum yfir 20 manns, bú hefur verið stórt og efnahagur góður. Um þessar mundir virðist Guðmundur bóndi yngri hafa tekið þá ákvörðun að efna til nýbýlisbyggingar og þá hafi hann komið auga á landspildu nokkra við Fóelluvötnin.
Eins og áður er að vikið er fram undan Lyklafelli, þó nokkurn spöl til suðvesturs, hæðardrag fram í Fóelluvötnin, en þau kannast felstir Reykvíkingar við. Hæðardrag þetta-Eystri-Vatnaásinn, liggur til suðurs. Fremst á því er klettabelti, reyndar tvö með stuttu millibili. Framundan því efra til suðvesturs er lítil brekka, gróin og græn hvert sumar, falleg tilsýndar og blasir við sunnan frá um nokkra vegalengd. Fyrir neðan þessa brekku er mýrardrag með vatnsrennsli í úrkomutíð. Svipað er einnig hinum megin við hæðardragið, en þar er efri hluti Fóelluvatnanna.
Þennan stað hefur Guðmundur á Lágafelli haft í huga er hann hugði til nýbýlisbyggingar. Suðvestan undir klettabeltinu fyrrnefnda hefur hann trúlega viljað byggja bæ sinn, þar hallar vel frá, skjólgott fyrir norðaustannæðingi, því að klettarnir mynda þarna nokkurn skjólgarð á litlu svæði. Eigi er nú vitað við hverja Guðmundur hefur samið um að fá að byggja þarna, trúlega hefur hann í það minnsta fengið munnlega heimild til þess hjá hreppstjórum Seltjarnarneshrepps og þeir hafa álitið svæði þetta vera óskipt afréttarland, en það munu Elliðakotsbændur ekki hafa viljað vera láta.
RústinNú gerist það þann 11. desember árið 1822 að Guðmundur á Lágafelli ritaði sýslumanninum í Gullbringusýslu, Ólafi Finsen, eftirfarandi bréf, eða mætti ein nefna það tilkynningu, sem var svohljóðandi: “Að ég undirritaður hefi ásett mér með tilvonandi leyfi yfirvalda að byggja eftirleiðis bæ og reisa bú í svonefndum Fóelluvötnum fyrir ofan Mosfellsveit og Seltjarnarneshrepp, auglýsist hér með eftir fyrirmælum tilskipunarinnar af 15. apríl 1776.”
Eigi mun sýslumaðurinn hafa svarað bréfi þessu strax, heldur skotið því fyrst til amtúrskurðar. En það er nokkurnveginn víst, að Guðmundur hefur hafið framkvæmdir þarna suður frá vorðið 1823. Eigi hefur hann þó beinlínis byrjað á venjulegri bæjarbyggingu, heldur byggt þarna hús, sem hann hefur hagnýtt  fyrir selstöðu. Hústóftin sést enn nokkuð vel. Hún er nú fyrir löngu fallin saman (veggir hrundir inn) og því er nokkuð erfitt að sjá hvað hún hefur verið stór nema að grafin væri upp, en eftir því sem næst verður komist hefur hún verið 3 álnir á breidd eða um 1.80 m, en lengdin 11-12 álnir, um 8 m.

Rústin

Trúlega hefur húsinu verið skipt í tvennt, verið í því milligerð. Gaflhlaðið er jarðfast bjarg, næstum jafnbreitt tóftinni, það er að líkindum meðalmanni í axlarhæð af gólfi, ef grafið væri niður í það, og næstum því lóðréttur flötur sem inn í húsið hefur snúið. Eins og áður segir, hefur húsinu verið skipt í sundur innan veggja, þar hefur verið svefnhús (selbaðstofa) og mjólkurhús. Þar að auki hefur verið eldhúskofi, máske utan veggja, sem ekki er nú vel hægt að átta sig á, en svona var húsaskipun háttað almennt í hinum gömlu seljum. Auk þessara húrústar sem er nokkuð greinileg, virðist votta fyrir ógreinilegum hleðslum, sem gætu verið miklu eldri, og þá kemur manni til hugar, að þarna hafi máske einhverntíma áður verið sel, á 18. öld, og þá ef til vill frá Skildinganesbændum. En um þetta verður nú ekkert fullyrt framar.

Húsið

Það virðist sem Guðmundur á Lágafelli hafi verið þarna með búsamla sinn (fráfærurær og kannski kýr) um næstu þrjú sumur. Þá fyrst er það sem sýslumaðurinn svarar fyrrgreindu bréfi Guðmundar. Þar vitnar hann til úrskurðar amtmanns. Er Guðmundi þar bannað að byggja nokkuð við Fóelluvötn fyrr en hann sé búinn að fá útmælt land til nýbýlis. Bréf sýslumanns, dags. 1. des. 1825, er svohljóðandi: “Eftir að ég hafði sent amtinu bréf yðar til mín um að útmæla yður jarðarstæði upp í þeim svonefndu Fóelluvötnum, hefur hann svarað því á þá leið, að þar eð þér ekki hafið sannað það að yðar fyrirtæki að byggja í Vötnunum sé löglega lýst, eins og þér í bréfi til amtsins af 11. des. 1822 útþrykkilega hafið sagt frá, að þér væruð búinn að gjöra þá ráðstöfun, að byggingaráformi yðar yrði þinglýst á hinni næstkomandi landsyfirréttarsamkomu, og þér þar hjá með því að byrja í Vötnunum með selstöðu og nokkurs konar útibú leyfislaust og án yirvaldsins tilhlutunar, hafið breytt ólöglega og þvert á móti Jónsbókar landleigubálki, 43. og 46. kap. og þar með orsakað mæðu og mótsagnir, svo finni hann í þetta sinn enga orsök til að leyfa yður það umbeðna, en skylduð þér þrátt fyrir það forboð, sem þegar gjörð eru eða hér eftir kunna að verða gjörð, ekki viljað sleppa þessu yðar fyrirtæki, verður það öldungis að koma á þá skoðunargjörð sem á plássinu yrði að haldast hvar hjá það hlyti af sjálfu sér að ef þar fengist að byggja, að nýbyggjarinn yrði að byggja þar reglulegan bóndabæ og rækta þar tún sem best verður, samt annaðhvort sjálfur búa þar eða eftir kringumstæðum byggja jörðina öðrum.
Eldri minjarEftir framanskrifuðum amtsins úrskurði hlýt ég því hér með alvarlega að fyrirbjóða yður að hafa frá næstkomandi vordögum nokkra selstöðu eða útibú í fyrrnefndu plássi, allt svo lengi sem þér ekki hafið fengið öðlast þar yðar löglega útmælt jarðarstæði.”
En þrátt fyrir þessi fyrirmæli og bann sýslumanns frá amtmanni virðist Guðmundur á Lágafelli ekki hafa viljað gefast upp fyrir framkvæmdir sínar í Fóelluvötnum. Og næsta sumar, 1826, hefur hann flutt búsamala sinn suður eftir eins og undanfarin sumur. Tíminn líður nú fram til 8. júlí (1826). Þá sendir sýslumaður stefnuvottunum í Mosfellsveit eftirfarandi fyrirskipun til birtingar Guðmundi á Lágafelli. Færir sýslumaður hana jafnframt inn í bréfabók sína og nefnir “auglýsingu”. Í henni ítrekar sýslumaður fyrri ákvörðun amtmanns og hans um “að láta útmæla honum jarðnæði í Fóelluvötunum, og ég þar þá fyrirbyði honum að hafa framvegis selstöðu eður útibú í téðu plássi, þar er hún væri ólögmæt… Því vildu stefnuvottarnir í Mosfellsveit á löglegan hátt birta honum, að hann verði viðliggjandi lagaákæru og sektar eiga að hafa burt flutt allan sinn búfénað úr fyrrgreindri selstöðu innan þriggja daga að reikna frá því honum þetta auglýsist…”.
TóftirEkki er vitað hvort Guðmundur á Lágafelli hafi horfið heim með búsmala sinn í júlí 1826, eins og honum var fyrirskipað. Báðir foreldrar Guðmundar á Lágafelli önduðust þetta sumar. Hinn látni, Guðmundur Jónsson á Lágafelli, var talinn eiga tvo þriðju hluta “í húsinu við Fóelluvötn”, og eru þeir virtir á 14 ríkisdali, 64 skildinga. Það jafngilti á þeim tíma nokkurn veginn einu kýrverði (3-8 vetra). Af þessu má sjá, að þarna hefur enginn smákofi verið byggður heldur talsvert mikið hús. Erfði Guðmundur á Lágafelli þessa 2/3 hluta af húsverðinu, hinn þriðja partinn hefur hann átt sjálfur. Hvað húsið hefur staðið lengi við Vötnin veit nú enginn, en trúlega ekki mörg ár. Það hefur verið rifið og viðirnir fluttir þaðan burtu.
Vitnisburður Geirs Zöega árið 1891 segir að Guðrún Hákonardóttir hafi búið í Fóelluvötnum. Guðrún hefur sennilega verið þarna sjálf selráðskona en aldrei haft þar vetursetu. Geir Zöega hefur vafalaust munað Guðrúnu vel, bæði uppalin í Reykjavík. Hún hefur áreiðanlega verið nokkuð þekkt kona og því hefur nafn hennar og minning lifað miklu lengur en Guðmundar manns hennar, sem dó löngu fyrr en hún sjálf. Trúlega hefur hún verið nokkuð mikil fyrir sér og ekki látið hlut sinn fyrir neinum smámunum.
Guðmundur Guðmundsson, maður Guðrúnar Hákonardóttur, varð ekki maður gamall. Hann drukknaði í fiskiróðri frá Seltjarnarnesi þann 6. apríl árið 1830, var hann þá hálffertugu að aldri. Á þessum mannskaðadegi fórust ekki færri en 15-20 menn í sjó á Seltjarnarnesinu, að vísu áttu þeir ekki allir þar heima.
SelvarðanGuðrún Hákonardóttir hefur verið kona um hálffertugt er hún varð ekkja. Hún bjó áfram á Lágafelli um nokkur ár. Árið 1835 er hún þar í tvíbýli, talin 41 árs gömul ekkja og “yfirheyrð ljósmóðir” (þ.e. lærð ljósm.). Börn hennar og Guðmundar urðu 7 talsins. Það yngsta fæddist eftir að Guðmundur drukknaði. Guðrún fer síðan að Stardal (1940). Árið 1855 er Guðrún komin að Laxnesi þar sem dóttir hennar er fyrir búi. Árið 1856 flytur Guðrún frá Laxnesi upp að Márstöðum í Akraneshreppi þar sem synir hennar munu hafa búið. Á Márstöðum dvaldist hún til æviloka, 2. desember 1859, 64 ára gömul.”
Með greininni fylgdu myndir af höfundi í rústinni.
FERLIR skoðaði rústina við Eystri-Vatnaásinn. Ljóst er að þar hefur verið stekkur. Þegar nágrenni hans var skoðað komu í ljós þrjár aðrar rústir; tvær litlar með op mót vestri og ein stærri og reglulegri, efst á ásnum. Hann er vel gróinn að vestanverðu. Hlaðinn veggur sést sunnan í húsinu, en gróið er yfir nyrðri vegginn. Norðvestan undir því eru minni tóftirnar, sennilega leifar eldri selstöðu. Húsið er litlu stærra en stekkurinn, en breiðara. Fyrir ókunnuga gæti verið erfitt að átta sig á minjaleifunum, en þær, sem og staðsetning þeirra, er augljós þegar að er gáð; í skjóli fyrir austanáttinni.
Selvarðan er á aflöngu klapparholti skammt norðar. Hún sést mjög vel þegar komið er að henni úr norðri, þ.e. frá Mosfellsveit. (Sjá meira um Fóelluvötn HÉR.)
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimild:
-Skúli Helgason – Árbók fornleifafélagsins 1981, bls. 118-128.

Selstaðan

Vatna-Sæluhús

Eftirfarandi upplýsingar bárust FERLIR í tölvupósti: “Ég fann tvær rústir á Sandskeiðinu  þ.e. við austur endann. Þetta virðast vera hlaðnir brunnar rétt við þar sem gamla þjóðleiðin lá upp á Bolaöldurnar. Ef þið hafið áhuga á að skoða þetta, þá hefði ég ánægju af að sýna ykkur staðinn.”
HleðslurGengið var að framangreindum hleðslum skv. ábendingum viðkomandi. Þær eru á grónum mel skammt frá uppþornaðri stórri tjörn er gæti hafa tilheyrt Fóelluvatnasvæðinu, undir svonefndu Ölduhorni. Gamli akvegurinn liggur þar skáhallt upp Ölduna. Nýrri vegur hefur síðan verið gerður upp hana svolítið vestar. Aðrir vegir eru þarna, en þeir hafa verið hluti af braggahverfi, sem þarna var á stríðsárunum og tengdust Sandskeiði. Varðturn var þarna ofar við veginn og hlið.
Fyrirhuguð er stækkun á flugvallarsvæðinu á Sandskeiði til austurs. Framangreindar hleðslur eru skammt innan þess svæðis.
Þarna gæti hafa verið gömul þjóðleið  vestan við vatnasvæðið, framhjá sæluhúsi, sem er á klapparhól þar nokkru norðar. Hún gæti líka hafa legið á millum vatnanna, ofan við Neðri-Fóelluvötun að vestanverðu og síðan vestan með Efri-Fóelluvötnum og þá nokkuð austar.

Hleðsla

Hleðslurnar sjást, en eru jarðlægar. Önnur virðist hringlaga, en óreglulegri lögun á hinni. Eitt hleðslufar virðist hafa verið um að ræða. Bil milli þeirra er ca. 12 metrar. Hugsanlega gæti þarna hafa verið mörkuð brunnsvæði fyrir menn og skepnur á leið um þjóðleiðina, en hafa ber í huga að stutt hefur verið í dýpra vatn skammt austar, auk þess lækir millum vatnanna hafa verið þarna skammhendis.
Hleðslurnar eru í línu milli braggasvæðis á Ölduhorni og mannvirkjanna á Sandskeiði. Líklegt má telja að þarna hafi verið stauralína á stríðsárunum. Púkkað og hlaðið hefur verið utan um staura þarna á melnum, enda meira en tveggja metra djúp mold undir ef tekið er mið af nálægum skurði. Þegar staurarnir hafa verið fjarlægðir hefur grjótið færst til og jafnvel sigið að hluta vegna frostverkunnar og þannig smám saman myndað “brunnlaga” hleðslu.
Þegar umhverfið var skoðað nánar beindist athyglin ekki síst að sæluhúsatóftinni fyrrenfndu.

Sandskeið

Í landamerkjalýsingu Elliðakots (Helliskots) frá Guðmundi Magnússyni, bónda þar, segir m.a.: “Að austanverðu: frá árfarinu til suðurs eptir nefndri stefnu beint í Vífilfell. Að sunnanverðu: frá Vífilsfelli niður Sandskeiðið niður fyrir Vatna-Sæluhús og svo eptir árfarinu fyrir sunnan neðri–Vötnin að þúfu, sem stendur á holtstanga fyrir neðan neðri–Vötn; þaðan eins og ræður syðsta kvíslin af Fossvallaánni…”
Hér er getið um “Vatna-Sæluhús” á nefndum stað. Á öðrum stað er sagt frá Vatnasæluhúsinu, sbr. umfjöllun um Fóelluvötnin: “Efri- og Neðri-Fóelluvötn eru sunnan við Lyklafell og austan við Vatnaás í núverandi landi Kópavogs, samsafn smátjarna og polla í grennd við Sandskeið, kringum þjóðveg 1 ofan við Reykjavík.

Sæluhúsið

Vatnasvæðið virðist hafa tilheyrt Vilborgarkoti og Helliskoti (Elliðakoti) samkvæmt Jarðabók Árna og Páls en báðar þessar jarðir eru þar skráðar í Mosfellssveit. Í Jarðabókinni er talað um óvissu í þessum efnum, sérstaklega varðandi Vilborgarkot sem þá, í byrjun 18. aldar, hafði lengi verið í eyði. Ábúendur Helliskots (Hellirskots) í Mosfellssveit og Hólms í Seltjarnarneshreppi höfðu þá lengi nýtt land Vilborgarkots. Frá þessum tíma er því ruglingurinn kominn um nýtingu Vilborgarkotslands. Í Jarðabókinni er sagt að jörðin Vilborgarkot gæti aftur byggst upp og þyrfti þá greinilega að skoðast hve vítt landeign þessarar jarðar verið hefði sem kunnugir menn meina að ekki hafi verið alllítið (Jarðabók III:287-288).
Þorvaldur Thoroddsen nefnir vötnin Fóelluvötn. Hann segir malar- og grjótfleti þar myndaða af vatnsrásum frá Lyklafelli. Fóelluvötn flæða yfir stórt svæði í leysingum en á sumrin er þar oftast þurrt. Sæluhús var byggt við Fóelluvötn um 1835 af Jóni hreppstjóra á Elliðavatni upp á eigin kostnað en síðan var skotið saman 50 ríkisdölum því til viðhalds (Þorvaldur Thoroddsen 1958 I:125). Tryggvi Einarsson frá Miðdal nefnir vatnið Tóhelluvatn (sjá örnefnalýsingu Elliðakots í Örnefnastofnun Íslands).
Í Jarðabók Árna og Páls er Fóhölluvot nefnd (ritháttur óviss). Þar segir að engjar séu nær engar heima við bæinn Hólm í Seltjarnarneshreppi en útheyjaslægjur brúkaðar þar sem heita Fóhölluvot (Jarðabók III: 283). Aftur á móti nefnir Hálfdán Jónsson Fóelluvötn í lýsingu Ölfushrepps 1703. (Sjá meira hér um sæluhús við Efri-Fóelluvötn. Einnig HÉR og enn meira HÉR. Fjallað verður nánar um sæluhúsin á þessu svæði síðar.)
Fóella er fuglsheiti, oftast kölluð hávella (Clangula Fóellahyemalis). Þessi mynd orðsins kemur fyrst fyrir á 17. öld í fuglaþulu: “Fóellan og hænan, hafa öndina væna.” (Íslenzkar gátur, skemtanir vikivakar og þulur IV 1898:243). Aðrar myndir þessa orðs eru fóerla (Jónas Hallgrímsson), fóvella (Skýrslur Náttúrufræðifélagsins) og e.t.v. fleiri af svipuðum toga. Uppruni er óljós, e.t.v. ummyndun á hávella. Hugsanlegur er einnig skyldleiki við fó- eins og í fóarn. Kjörlendi fóellunnar er votlendissvæði og heiðavötn. Líklegt er því að vötnin séu kennd við fuglinn þótt hann sé þar ekki áberandi lengur. Myndin Tóhelluvatn er að líkindum afbökun, tilkomin sem skýringartilraun á nafni sem hefur annars þótt torkennilegt. Sömu sögu er að segja um Fóhölluvot.
Sú þjóðtrú er enn lifandi að há vatnsstaða í Fóelluvötnum að vori boði mikið rigningasumar. Einnig er til sú sögn að til forna hafi runnið á mikil úr Þingvallavatni og hafi hún átt leið um þar sem Fóelluvötn eru nú og náð sjó á Reykjanesi. Kaldá mun eiga að vera leif af þeirri á.
Fóellutjörn er einnig til í Selvoginum.”
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimild m.a.
-óbyggðanefnd – úrskurður (Stór-Reykjavík).
-Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum – örnefni.

Sæluhús

Gæsir

Efri- og Neðri-Fóelluvötn eru sunnan við Lyklafell og austan við Vatnaás í núverandi landi Kópavogs, samsafn smátjarna og polla í grennd við Sandskeið, kringum þjóðveg 1 ofan við Reykjavík.
FóellaVatnasvæðið virðist hafa tilheyrt Vilborgarkoti og Helliskoti (Elliðakoti) samkvæmt Jarðabók Árna og Páls en báðar þessar jarðir eru þar skráðar í Mosfellssveit. Í Jarðabókinni er talað um óvissu í þessum efnum, sérstaklega varðandi Vilborgarkot sem þá, í byrjun 18. aldar, hafði lengi verið í eyði. Ábúendur Helliskots (Hellirskots) í Mosfellssveit og Hólms í Seltjarnarneshreppi höfðu þá lengi nýtt land Vilborgarkots. Frá þessum tíma er því ruglingurinn kominn um nýtingu Vilborgarkotslands. Í Jarðabókinni er sagt að jörðin Vilborgarkot gæti aftur byggst upp og þyrfti þá greinilega að skoðast hve vítt landeign þessarar jarðar verið hefði sem kunnugir menn meina að ekki hafi verið alllítið (Jarðabók III:287-288).
TóftirÞorvaldur Thoroddsen nefnir vötnin Fóelluvötn. Hann segir malar- og grjótfleti þar myndaða af vatnsrásum frá Lyklafelli. Fóelluvötn flæða yfir stórt svæði í leysingum en á sumrin er þar oftast þurrt. Sæluhús var byggt við Fóelluvötn um 1835 af Jóni hreppstjóra á Elliðavatni upp á eigin kostnað en síðan var skotið saman 50 ríkisdölum því til viðhalds (Þorvaldur Thoroddsen 1958 I:125). Tryggvi Einarsson frá Miðdal nefnir vatnið Tóhelluvatn (sjá örnefnalýsingu Elliðakots í Örnefnastofnun Íslands).
Í Jarðabók Árna og Páls er Fóhölluvot nefnd (ritháttur óviss). Þar segir að engjar séu nær engar heima við bæinn Hólm í Seltjarnarneshreppi en útheyjaslægjur brúkaðar þar sem heita Fóhölluvot (Jarðabók III: 283). Aftur á móti nefnir Hálfdán Jónsson Fóelluvötn í lýsingu Ölfushrepps 1703.
TóftinFóella er fuglsheiti, oftast kölluð hávella (Clangula hyemalis). Þessi mynd orðsins kemur fyrst fyrir á 17. öld í fuglaþulu: “Fóellan og hænan, hafa öndina væna.” (Íslenzkar gátur, skemmtanir vikivakar og þulur IV 1898:243). Aðrar myndir þessa orðs eru fóerla (Jónas Hallgrímsson), fóvella (Skýrslur Nátt-úrufræðifélagsins) og e.t.v. fleiri af svipuðum toga. Uppruni er óljós, e.t.v. ummyndun á hávella. Hugsanlegur er einnig skyldleiki við fó- eins og í fóarn. Kjörlendi fóellunnar er votlendissvæði og heiðavötn. Líklegt er því að vötnin séu kennd við fuglinn þótt hann sé þar ekki áberandi lengur. Myndin Tóhelluvatn er að líkindum afbökun, tilkomin sem skýringartilraun á nafni sem hefur annars þótt torkennilegt. Sömu sögu er að segja um Fóhölluvot.
Sú þjóðtrú er enn lifandi að há vatnsstaða í Fóelluvötnum að vori boði mikið rigningasumar. Einnig er til sú sögn að til forna hafi runnið á mikil úr Þingvallavatni og hafi hún átt leið um þar sem Fóelluvötn eru nú og náð sjó á Reykjanesi. Kaldá mun eiga að vera leif af þeirri á.
Á Deildará í Múlahreppi A-Barð. er til Fóelluhólmi, einnig skrifað Fóetluhólmi. Fóellutjörn er til í Selvoginum.”
Sjá meira um mannvirki við Fóelluvötn HÉR.

Heimild:
arnastofnun.is (Örnefnastofnun Íslands).

Guðrúnartóft

Guðrúnartóft á Vatnaási við Fóelluvötn.

Fóelluvörn

Leiðir frá Fóelluvötnum að Lækjarbotnum.
Við Fóelluvötn (í Vötnum eða á Vatnavöllum) eru sléttir grösugir vellir og voru fyrrum áfangastaður ferðamanna og leiðir lágu að völlunum frá öllum áttum. Frá norðri af Alfaraveginum gamla og Laufdælingastíg. Frá austri af Dyravegi og frá Kolviðarhóli (Hellisheiðarvegi) og Ólafsskarði. Úr suðri kom leið frá Sandskeiði (Sæluhúsinu), úr vestri frá Lækjarbotnum og úr norð-vestri frá Elliðakoti.
Austirvegur-227Í lýsingu Ölveshrepps 1703 eftir Hálfdán Jónson lögréttumann á Reykjum segir: „Vestur af Hellisheiði liggur almennings vegurinn ofan Hellisskarð, vestur yfir Hvannavelli, um endilangt Svínahraun og á Bolavelli, þaðan fyrir sunnan Lyklafell og vestan til í Fóelluvötnum, síðan með þeirri á, er úr vötnunum rennur, allt á Fossvelli og að Tröllabörnum etc.“
Í Austantórum ll bls 148, lýsir Jón Pálsson lestarmannaleið úr Flóa til Reykjavíkur á þessa leið:“
1. Frá Þjórsá að Laugardælum, nálega 17 Km.
2. Frá Laugardælum eða Kotferju að Torfeyri, austan Varmár nálega 10 Km.
3. Frá Torfeyri að Bolavöllum við Kolviðarhól, nálega 17 Km.
4. Frá Kolviðarhóli að Fóelluvötnum, norðan Sandskeiðs og sunnan Lyklafells, nálega 7 Km.
5. Frá Fóelluvötnum að Hraunsnefi hjá Silungapolli, nálega 10 Km.
6. Frá Silungapolli að Fossvogi við Reykjavík, nálega 15 Km.
Alls 77 Km.“
Austurvegur-228Ég hef gengið og kannað leiðir frá Fóelluvötnum (Vötnum, Vatnavöllum) niður með Fossvallaá að Lækjarbotnum og eru leiðir bæði norðan og sunnan ár. Fossvallaá  á upptök sín á vestanverðum Efri vötnum sunnan Lyklafells og rennur þar með jaðri vallana og á milli Vatnahæðar og Vatnás og er þá komin í Neðri vötn og rennur svo með norðurjaðri vallana og síðan með mosavöxnu hrauni sem kallað er Mosar. Þegar komið er vestur fyrir Vatnás kemur árfarvegur í Fossvallaá frá suðri með hlíðum Vatnás er það farvegur Lyklafellsár sem á upptök í Engidal sem er í vesturhíð Hengilsins og heitir þar Engidalsá. Hún rennur síðan  niður um Norðurvelli og að Lyklafelli austanverðu og heitir þar Lyklafellsá. Síðan rennur hún suður um Efri vötn og síðan að Vatnási austanverðum í djúpum farvegi og síðan síðan suður með Vatnási og vestur fyrir hann og þaðan norður í Fossvallaá. Götur liggja nyrst yfir Vatnás af Efri völlum vestur á Neðri velli. Í krikanum sem myndast vestan við Vatnásinn er tjarnarstæði og norðan við það eru lágir klettar sem mynda horn  og stefna klettarnir sem eru líklega misgengi norður á Miðdalsheiði og eru líklega syðsti hluti Heiðargjár sem nær norður að Borgarhólum. Götur liggja upp af völlunum báðum meginn við klettana upp um Vatnahæð og sameinast í götu að Elliðakoti.

Austurvegur-229

Einnig eru götur eftir brúnum klettana. Skammt vestan hornsins fer Fossvallaáin í þröngan og djúpan  farveg sem er mjög grýttur og virðist áin hafa brotið upp hraunið í stógrýti. Ekki er fært yfir farveginn með skepnur nema á örfáum stöðum. Götur liggja niður með norðanverðri ánni og þegar komið er á móts við bug á henni til suðurs er gata upp til hægri á móti bugnum upp um móa (N6404352 W135646) Í bugnum er mögulegt að fara yfir árfarveginn. Göturnar stefna í norð vestur um móa. Á leiðinni þverar línuvegur götuna og þegar farinn hefur verið smá spölur er komið að gatnamótum (N6404425 W2136155). Gata liggur upp til hægri sem liggur í Leirdal fyrir ofan tjarnarstæðið  sem í honum er og svo áfram um Elliðakotsheiði en skiptist svo í tvær leiðir og sveigir síðan í suðvestur niður sitthvorn dalin niður  á Fossvelli. Í örnefnalýsingu fyrir Elliðakot og Vilborgarkot er svæðið norðan Fossvallaár kallað Fossvallaheiði en aðalheiti heiðarinnar er Elliðakotsheiði. Torfvarða er nú á vinstri hönd (6404416 W2136214). Leiðin liggur nú að öðrum gatnamótum til hægri (N6404408 W2136377).
Liggur sú leið í Leirdal neðst í dalnum og fer stuttan spöl með tjarnarstæðinu og síðan fram úr dalnum og á bakka Fossvallaár. Fallin varða Austurvegur-230(N6404393 W2136504) er á holti sem er á milli ár og dals og önnur minni nokkrum metrum austar á sama holti. Önnur fallin varða er á holti vestan við dalsmynnið (N6404412 W2136785). Ef ekki er farið um Leirdal eru leiðir yfir lágan háls (Styttingur) eða fyrir hálsinn á bakka árinnar og sameinast svo leiðinni um Leirdal. Síðan áfram niður með ánni hjá vörðu (N6404377 2137423) að gatnamótum og hér er hægt að komast yfir árfarveginn á leið sunnan árinnar. Ef ekki er farið yfir árfarveginn er sveigt með brekkum til hægri greinilegar götur sem liggja fram á Fossvallabrúnir og eru hér miklir vatnsfarvegir manngerðir  síðan nýjasti Suðulandsvegurinn var lagður en þá var Fossvallaánni sem áður rann suður fyrir Fossvallabrúnir og sameinaðist  Syðri Fossvallakvísl veitt fram af Fossvallabrúnum með fyrirhleðslu í gamla farveginn. Leiðin liggur svo niður Fossvallabrúnirnar norðan við nýja farveginn og síðan yfir hann og eftir götum um Fossvelli að farvegi Syðri Fossvallakvíslar þar sést hvar umferð um götuna hefur myndað rás í klöppina.
Nú er komið að fyrirhleðslu ofan við Fossvallaklif sem stíflar farveg  Bæjarkvíslar sem rann í gili niður hjá Austurvegur-231Lögbergi og beinir nú öllu vatni niður í Nátthagakvísl og þaðan í Nátthagavatn. Þegar yfir fyrirhleðsluna er komið  er haldið niður með gili Bæjarkvíslar og er gamla gatan greinileg niður í sveigum eftir gilbrúnini. Við neðanvert gilið er hleðsla fyrir vesturendan á gömlum vatnsfarveg úr gilinu og myndast þar gerði og er þar smá hellisskúti mjög lágur.
Ef farið er sunnan Fossvallaár sem er kölluð Heiðarbrúnarkvísl í örnefnalýsingu fyrir Elliðakot eftir Tryggva í Miðdal er um nokkrar götur að velja. Syðsta gatan þræðir óbrennishólma dálítin spotta vestur eftir Mosum og hefur verið mýkri undir fót en leiðir norðar. Gatan kemur svo saman við hinar göturnar sem liggja vestur eftir Mosum. Ekki sést til gatna á völlunum fyrr en við fjórar grasvörður (N6404260 2135667) á mörkum Vatnavalla við slétt mosavaxið hraunið sem þekur svæðið frá völlunum niður á móts við Holtstanga og er kallað Mosar. Göturnar sameinast síðan en hraunið er hér meira og minna bert eftir vatnsrof. Nú sést til vörðuna á nyrðri bakkanum sem stendur neðan við Leirdalsmynni er sveigt yfir fyrirhleðsluna á farvegi Fossvallaár sem áður var nefnd og kemur þá gata af nyrðri leiðinni saman við götuna. Nú sést vörðubrot niður við Suðurlandsveg (nýjasta) sem þverar götuna.  Farið  er austan við vörðuna (N6403335 W2137650) og yfir þjóðveginn og stefnt á hól með vörðubrot á toppi (N6404298 W2137840).

Austurvegur-232

Hér eru ógreinileg vegamót til vinstri á leið sem liggur um Sandskeið.  Áður en komið að hólnum sem fyrr var getið er farið yfir farveg Syðri Fossvallakvíslar-innar og eru þar á tveim stöðum djúp spor mörkuð í klöppina (N6404281 W2137811) með stuttu millibili og er efra sporið dýpra. Hér er allt þakið í stórgrýti og umbylt eftir vatnsflóð og þræðir leiðin á milli hnullunga. Farið er austan við hólinn á greinilegri götu og er þá næsta varða á hól framundan (N6403289 W2137151) og hann hafður á hægri hönd og beygt til hægri innan við hann upp lága brekku og þá er komið að girðingu  sem liggur með Suðurlandsvegi sem var sá þriðji sem lagður var. Þegar yfir hann er komið er stefnt að  klapparhól og farið sunnan í honum og svo yfir Suðurlandsveg númer tvö og stefnt að torfvörðu sunnan við veginn (N6404324 W2138504). Nú erum við komin á mikla afgirta grassléttu við Lögbergsrétt á Fossvöllum. Innan við girðinguna virðist vera hrunin hraungrýtisvarða. (N6404344 W2138548) Við erum nú komin á slóðir fyrsta Suðurlandsvegarins sem lagður var sem vagnavegur um árið 1887. Hann liðast upp á Lakheiðina hér skammt sunnar. Næst sjáum við lítið vörðubrot (N64340 W2138550) og förum svo framhjá réttinni og í gegnum hlið á Höfuðborgargirðingunni og sveigjum svo með hraunjaðri framhjá fallinni vörðu (N6404430 W2138800) og höfum hana á vinstri hönd og svo að annari fallinni vörðu. Líklega hefur gatan farið að klapparhæð ofan Lækjarbotna og svo stefnt á vörðu (fallin) (N6404618 W2138966) á hæð sem nefnist Klif norðan Bæjarkvíslar (norðan Fossvallaklifs) og sameinast þar götunni sem kemur austan frá Fossvallabrúnum. Norðan við Klifið eru Klofningar og rennur Fossvallaá þar fram af í fossi og þar norðanvið er annað Klif (Heiðartagl?)) samkvæmt örnefnaskrám fyrir Elliðakot og Lækjarbotna.

-10.maí 2013. Jón Svanþórsson.

Klifhæð

Ártalssteinn á Klifhæð.

Lyklafell

Gengið var norður Mosa frá Vesturlandsvegi áleiðis að Fóelluvatni (Fóelluvötnum-Efri) ofan við Neðrivötn vestan Vatnaáss neðri í Elliðakotsheiði. Ætlunin var að skoða svonefnda Guðrúnartóft utan í Vatnaási efra sunnan Lyklafells, nokkurn veginn á milli vatnanna.

Guðrúnartóft

Guðrúnartóft.

Haldið var upp með Vatnahlíð vestan Vatnaáss neðri með stefnu á Lyklafellið. Ofan við ásinn var beygt til austurs og síðan haldið niður á neðri

Vatnásinn milli vatnanna. Þar syðst í ásnum, mót vestri kom tóftin í ljós.
Vötnin heita fullu og réttu nafni Fóelluvötn og eru kennd við andartegund, er fóella nefnist. Vötnin eru ein stærsta breiðan, er myndast hefur í Leitarhrauni á leið þess til sjávar.
Vötn takmarkast að austan af svokölluðum Öldum, sem eru einar þrjár eða fjórar og liggja frá suðvestri til norðausturs. Eru öldur þessar augsýniega misgengi. Að sunnan takmarkast Vötnin af Sandskeiði og Sleðaási og Lakheiði, þegar vestar dregur. Sandskeið er orðið til við framburð sands og leirs úr hlíðum Vífilsfells eða úr giljum í fjallshlíðinni þar nærri. Að norðan markast Vötnin af móbergsmyndunum. Ber hæst Lyklafell. Tryggvi Einrasson í Miðdal (1901-1985) kallar einungis Fóelluvatn það sem sjá má norðan Vatnaáss neðri. Þar hefur áður verið blautara og meira vatn en annars staðar á svæðinu.

Guðrúnartóft

Guðrúnartóft – uppdráttur.

Lyklafell er 281 m.y.s. Syðsti hluti þess er stundum nefnt Litla-Lyklafell. Fellið hefur orðið til í gosi undir jökli á sprungum sem legið hefur norðaustur og suðvestur, en jafnframt verið nokkuð snúin. Þetta gefur fellinu sérkennilega lögun, sem minnir á fornan lykil með stóran skúf, stilk og stórt skegg.

Nyrsti hluti Lyklafells er skúfurinn, en syðsti hluti þess skeggið, og hálsinn á milli er lykilsstilkurinnn. Blasir þetta við sjónum hvers og eins, sem fer ofan Öldur (t.d. eftir línuveginum). Auk þess tengist nafnið við ferðir bryta frá Skálholti er mun hafa tapað lyklum sínum við fellið, a.m.k. skv. þjóðsögunni þess efnis. (Sjá HÉR).
Tóftin á Vatnaási efri, sem nefnd hefur verið Guðrúnartóft, á sér meiri sögu en fljótt á litið virðist líklegt. Þarna hefur verið gerð ein síðasta tilraun til selstöðu hér á landi, ef skilja má heimildir rétt. Hjónin Guðmundur Guðmundsson og Guðrún Hákonardóttir frá Lága felli í Mosfellssveit reyndu að koma sér upp aðstöðu í Vötnunum og reistu hús þar, sem tóftin er nú. Var þetta að öllum líkindum árið 1823. Stóð svo ein þrjú ár, en þá var þeim stökkt burt af yfirvöldum. Guðmundur, maður Guðrúnar, varð ekki langlífur, en Guðrún lifði mun lengur. Hún var ljósmóðir í sinni sveit og þekkt kona. Því hefur verið talið við hæfi að kenna tóftina við hana.

Fóelluvötn

Guðrúnartóft við Fóelluvötn.

Athyglisvert er að jarðfastur steinn hefur verið hafður að gaflhlaði í húsinu, sem staðið hefur á tóftinni. Skúli Helgason, fræðimaður, hefur ritað skilmerkilega grein um tóftina, er nefnist: “Gamla rústin við Fóelluvötn og fólkið sem kom þar við sögu”, í Árbók fornleifafélagsins 1981, bls. 118-128.
Fjölfarið hefur verið um Vötn áður fyrr af gangandi mönnum, lestarmönnum eða mönnum lausríðandi. Mjög er nú tekið að fyrnast, hvernig alfaraleiðir hafa legið um Vötn. Þar eru nú engar glöggar slóðir lengur með vissu. Elstu og sennilega bestu heimildir um fornar leiðir um Vötn er að finna í lýsingu Ölfushrepps 1703 eftir Hálfdán Jónsson á Reykjum. Þar nefnir hann veg úr Hellisskarði um Fóelluvötn Helluskarðsveg.
Gengið var til baka milli ásanna og niður á Vesturlandsveg.
Frábært veður.

Heimildir m.a.:
-Hesturinn okkar 1989, 2.-3.tbl. – Riðið í Lækjarbotna og Vötn…

Fóelluvötn

Fóelluvötn – tóft.