Færslur

Sverð

Notkun málmleitartækja hafa löngum verið forboðin við leit að fornminjum hér á landi. Í Ljóra 1984 fjallar Guðmundur Ólafsson, fornleifafræðingur og deildarstjóri hjá fornleifadeild Þjóðminjasafnsins, um slík tæki undir spurningunni: “Málmleitartæki, hættuleg leikföng eða meinlaust tómstundargaman?” Þar segir:

Guðmundur Ólafsson“Á síðustu árum hafa flætt út á markaðinn ýmiskonar málmleitartæki sem ætluð eru almenningi. Tæki þessi er oftast auglýst upp sem spennandi og ábatasöm fjársjóðaleitartæki. Gefið er í skyn að með þeim sé enginn vandi að finna gull og silfur sem grafið er ijörðu. Þetta hefur vitanlega freistað margra, eins og alltaf þegar gull er annars vegar.
Þessi nýja holskefla gullleitarmanna í Evrópu hefur hins vegar valdið fornleifafræðingum og öðrum þeim sem með minjavörslu fara, miklum áhyggjum. Það hefur nefnilega komið í ljós, að gullleitarmenn kæra sig oftast kollótta um lög um verndun fornleifa, en ráðast fyrst og fremst á staði þar sem fornminja er að vænta. Þannig hefur hvað eftir annað komið í ljós við rannsóknir, að friðlýstar minjar og aðrar fornleifar hafa kerfisbundið verið rændar með hjálp málmleitartækja.
Evrópsk minjaverndaryfirvöld hafa m.a. reynt að bregðast við þessu vaxandi vandamáli með upplýsingastarfsemi um fornminjalög og tilgang fornleifavörslunnar, en það virðist hafa lítið að segja.
MálmleitartækiÞá má geta þess, að málmleitartæki og misnotkun þeirra hefur verið til umræðu í Evrópuráðinu, og frá ráðherranefnd þess eru væntanleg tilmæli til aðildarlandanna um aðgerðir eða lagaákvæði sem torveldi kaup og sölu málmleitartækja og komi í veg fyrir misnotkun þeirra. Í framhaldi af þessu hefur t.d. þjóðminjavarðarembættið í Svíþjóð lagt til við menntamálaráðuneytið, að meðferð málmleitartækja þar í landi verði háð sérstöku leyfi (eins og t.d. byssuleyfi) eða að sala málmleitartækja verði aðeins heimiluð til þeirra sem þurfa tækjanna við atvinnu sinnar vegna.
Sem betur fer hefur ekki borið mikið á þessum tækum hér á landi fram að þessu, en það getur breyst á stuttum tíma. Fyrir stuttu birtist auglýsing í Morgunblaðinu um málmleitartæki sem gæti orðið fyrirboði sömu uggvænlegu þróunar á þessu sviði og átt hefur sér stað í nágrannalöndum okkar.
Ég tel því að við ættum að láta reynslu annarra okkur að kenningu verða og grípa til ráðstafana, áður en fjársjóðaleit er orðin að vandamáli hér á landi. Í drögum endurskoðunarnefndar þjóðminjalaganna er lagt til að notkun málmleitartækja eða annars tæknibúnaðar við leit að fornminjum sé óheimil, öðrum en starfsmönnum viðurkenndra minjasafna.
Þar er vissulega komin ágæt tillaga, sem hluta nytsamleg í meðförum ábyrgra aðila og er ekkert við slíkt að athuga, en í höndum óprúttinna fjársjóðarleitarmanna gætu þau orðið að hættulegum eyðileggingartækjum og valdið ófyrirsjáanlegu tjóni á fornleifum okkar. Full ástæða væri til að biðja menntamálaráðherra að taka sérstaklega til greina núna með bráðabirgðaráðstöfunum, þar til ný þjóðminjalög taka gildi.”

Málmleitartæki

Málmleitartæki eru af ýmsum gerðum.

Í Þjóðminjalögunum 2001 var ákvæði um bann við notkun málmleitartækja verið sett inn við leit að fornminjum í 16. gr.: “Óheimil er notkun málmleitartækja eða annars tækjabúnaðar við leit að forngripum í jörðu nema með sérstöku leyfi þjóðminjavarðar.”

Ellefu árum síðar þegar Minjalögin voru samþykkt á Alþingi 2012 var þessu ákvæði hent út – góðu heilli.
Engin dæmi eru um að fornleifum hafi verið spillt hér á landi þar sem málmleitartækjum hefur verið beitt “án leyfis þjóðminjavarðar“, – heldur þvert á móti.

Heimildir:
-Ljóri, 1. tbl. 01.11.1984, Málmleitartæki, hættuleg leikföng eða meinlaust tómstundargaman? – Guðmundur Ólafsson bls. 21-22.
-Þjóðminjalög 2001, 16. gr.
-Þingskjal 1610, 140. löggjafarþing 316. mál: menningarminjar (heildarlög). Lög nr. 80 29. júní 2012.

Málmleitartæki

Notkun málmleitartækja geta verið gagnleg – hvort sem er að nýlegum eða fornum gripum.