Tag Archive for: fornminjar

Snældursnúðar

Bjarni F. Einarsson skrifaði tvær greinar um fornleifaskráningu í Sveitarstjórnarmál árið 1996. Sú síðari bar yfirskriftina „Skyldur okkar gagnvart fortíðinni„:

Inngangur

Bjarni F. Einarsson

Bjarni F. Einarsson. Starfsmaður Þjóðminjasafnsins.

„Í fyrri grein minni um fornleifaskráningu á Íslandi fjallaði ég aðallega um þau lög sem lúta að fornleifaskráningu og öðru sem tengist henni. Ég skilgreindi hugtökin fornleifar (skv. þjóðminjalögum) og fornleifaskráning. Jafnframt fjallaði ég um forsögu fornleifaskráninga og sýndi hvernig þessi mál hafa breyst í tímans rás eins og hugtökin fornleifar og fornleifaskráning. Í þessari grein ætla ég að fjalla um nauðsyn fornleifaskráningar og skyldur okkar gagnvart fortíðinni, enda eru þessi atriði náskyld.
Síðan „Commissionen for Oldsagers Opbevaring“ var og hét í byrjun 19. aldar hefur mikið vatn runnið til sjávar. Þjóðin hefur fengið sjálfstæði, stofnað háskóla og þjóðminjasafn og sett lög um hvað séu fornleifar og hvað ekki. Til að rifja það stuttlega upp þá eru allar minjar eða rústir, sem eldri eru en 100 ára og mannaverk eru á, taldar til fornleifa. Einnig eru staðir tengdir þjóðtrú eða athöfnum manna og jafnvel yfirnáttúrulegra vera, svo sem álfasteinar og stöðlar, taldir til fornleifa skv. þjóðminjalögum.

Hafnir

Hafnir – fornleifauppgröftur.

Fornleifar eru leifar mannlegra athafna og sumar þeirra eru mikilvægar fyrir skilning okkar á allri sögu þjóðarinnar, svo sem þingstaðir, verslunarstaðir, landnámsbýli o.s.frv. Flestar fornleifarnar eru þó mikilvægastar fyrir aukinn skilning okkar á byggðasögu einstakra svæða eða héraða, svo sem fjárhúsarústir, seljarústir o.s.frv. Oft skarast þessi atriði og varasamt getur verið að fylgja þeim í blindni.

Herdísavíkursel

Í Herdísarvíkurseli.

Starfsgreinar sem hvíla á gömlum merg, eins og seljabúskapur, sjósókn, kvikfjárrækt og járnsmíði svo dæmi séu tekin, hvíla á gömlum merg og eiga sér oft á tíðum sínar sérstöku fornleifar sem eru afleiðing þeirra athafna sem greinunum fylgdu. Þessar fornleifar eru okkar sameiginlega eign. Þær geta verið gjallvörp eða rauðablástursminjar eftir járnsmíðar eða járnframleiðslu, varir og naust þar sem sjósókn var o.s.frv. Samantekið eru allar fornleifarnar mikilvægur hluti af búsetulandslaginu okkar og eru mikilvægur hluti af skynjun okkar á því.

Af hverju ekki fyrr?

Bárujárn

Torfbærinn.

Sú staðreynd að við Íslendingar höfum ekki skráð fornleifar okkar fyrr, svo að heitið geti, er býsna athyglisverð. Í þessum efnum erum við ca 100 árum á eftir nágrannaþjóðum okkar mörgum. Eina af ástæðunum hygg ég vera þá staðreynd að rústir þær og minjar sem finnast úti um landið eru svo nátengdar þeim veruleika sem eldri kynslóð landsins ólst upp við og man. Enginn eðlismunur var t.d. á fjárhúsi frá 18. öld og fjárhúsi frá fyrstu áratugum hinnar 20. Bæði voru hluti af hinu íslenska landbúnaðarþjóðfélagi, sem segja má að hafi fyrst liðið undir lok um miðja þessa öld. Þá hóf nútíminn innreið sína og gamli tíminn, sem var tími fátæktar og vesældar fyrir marga, best gleymdur og grafinn og húsakynnin sömuleiðis.

Galtastaðir

Gamall bær.

Eitt sinn átti ég samtal við gamla bóndakonu um mikilvægi þess að varðveita gamlan torfbæ, sem enn stóð á hlaðinu hjá henni. Nú hafði risið nýtt og reisulegt steinhús á bæjarstæðinu og allir fluttir yfir í það. Gömlu konunni var fyrirmunað að skilja þennan áhuga minn á gamla bænum og vamaði mér meira að segja inngöngu þegar ég sýndi tilburði í þá áttina. Hins vegar var ég rneira en velkominn að skoða nýja bæinn og jafnvel þiggja kaffitár og meira til, eins og tíðkast á landsbyggðinni. Gamli bærinn var aðeins minning um kulda og vosbúð, eilífa vinnu og lítil laun og gamla konan vildi alls ekki leyfa mér að eiga nokkra hlutdeild í slíkri minningu.
„Hvað gæti hann haldið um slíka konu?“ hugsaði hún ef til vill.

Hafnarfjörður

Ás – plógur.

Hugarfar þetta, sem kom fram hjá gömlu konunni, hef ég orðið var við víðar. Þessu hugarfari verðum við að allt hugarfar sem er byggt á reynslu. Þá reynslu er hins vegar mikilvægt að varðveita fyrir framtíðina og komandi kynslóðir, enda var hún svo mikilvægur hluti af sögu þessarar þjóðar að ef hún glatast fáum við beinlínis ranga hugmynd um fortíðina. Einnig er mikilvægt að sannfæra fólk um að þessi reynsla þeirra og sá veruleiki sem það bjó við er mikilvægur menningararfur en ekki eitthvað persónulegt sem engum gagnast að muna eða þekkja. Ekki held ég að hugmyndin um fátækt liggi ein að baki hugmyndum gömlu konunnar. Nútíminn með öllum sínum tækninýjungum og breyttu hugarfari almennt gerir það sem gamalt er úrelt og skapar nýjar þarfir sem eru bein afleiðing af nýja tímanum. Í því ljósinu virðist hið gamla oft lítils virði og fólki gjarnt á að tengja það vanefnum.
Við verðum að bera virðingu fyrir fortíð okkar, ekki síst fyrir þá sök að við erum það sem við erum einmitt vegna hennar.

Fornleifar og menningin

Hofsstaðir

Hofsstaðir í Garðabæ – fyrirmynd góðs frágangs eftir fornleifauppgröft.

Fornleifar eru efnislegar minningar genginna kynslóða. Sjálfar kynslóðimar hverfa ein af annarri og hugsanir þeirra að mestu leyti með þeim. Fornleifarnar voru hluti af veruleika forfeðranna sem mikilvæg mannvirki, kennileiti eða staðir og þær skiptu þá miklu máli. Gátu þær meira að segja verið þeim lífsnauðsynlegar. Án þessara fornleifa væri sagan harla óáþreifanleg og jafnvel álitamál hvort við værum sjálfstæð þjóð yfirleitt. Er hægt að byggja land og halda uppi menningu án beinna tengsla við söguna?
Íslendingar eru stoltir af sögu sinni. Áþreifanlegar leifar þessarar sögu eru fornleifarnar. Þess vegna eigum við að gera þeim hátt undir höfði, varðveita þær og vernda.

Landamerki

Landamerkjavarða á Fremstahöfða.

Landslagið er mikilvægur hluti af veruleika manneskjunnar og einn þeirra þátta sem skapa hana. Skilgreiningin á því að vera Vestfirðingur er t.d. að hluta til fólgin í því landslagi sem einkennir Vestfirðina og Vestfirðingar kalla heimaslóðir. Í þessu landslagi eru fornleifarnar mikilvægur þáttur með sínum formum og sögnum og þær eru gjarnan úr sömu efnum og landið sjálft. Það er því mikilvægt að standa vörð um fornleifar landsins, vegna þess að þær útskýra að sumu leyti skilgreiningar okkar á sjálfum okkur svo sem það að vera Vestfirðingur, Austfirðingur, Eyjamaður, Skagfirðingur, úr Flóanum eða einfaldlega það að vera Íslendingur.

Gjásel

Gjásel – uppdráttur ÓSÁ.

Á bak við allar fornleifar liggur ákveðin hugmyndafræði og segja má að oftast sé það hin ríkjandi hugmyndafræði samfélagsins hverju sinni. Hús átti að byggja á ákveðinn hátt, úr ákveðnum efnum og á ákveðnum stöðum. Þessir þættir stýrðust af hugmyndafræðinni og var ekki sjálfgefið að ætíð hafi verið byggt á sem bestan máta, bestu efnin notuð eða besta staðsetningin valin. Inn í myndina kom hefð og hugmyndir sem voru afrakstur aldalangrar aðlögunar og reynslu. Reynslan var sótt í umhverfið og hugarfylgsni mannanna, svo sem trúarlegar hugmyndir og jafnvel hindurvitni ýmiss konar. Allt þetta er falið í fornleifunum.
Eins er dreifing fornleifa í landslaginu ekki afleiðing tilviljana, heldur lágu þar að baki ákveðnar reglur og venjur samfélagsins. Því eru fornleifar einnig vitnisburður um þessa hluti.

Húshöfði

Húshöfði – beitarhús og Jófríðarstaðasel.

Ef við tökum sem dæmi fornleifar eins og beitarhús, þar sem kindur voru hafðar yfir veturinn og þeirn beitt á landið (kjarrið eða sinuna), þá eru beitarhúsin leifar ákveðinna búskaparhátta sem eru löngu horfnir. Þessum húsum var gjaman komið fyrir nálægt landamerkjum á milli bæja svo að kindurnar gætu skroppið yfir til nágrannans og náð þar í eina og aðra tuggu svona rétt til að létta bónda sínum byrðina. Því eru beitarhús jafnframt nokkurs konar vitnisburður um tilfinningu manna gagnvart lögunum og kannski eilítið hvers gagnvart öðrum.

Hellishraunsfjárskjól

Hellishraunsfjárskjól. Eyðilagt vegna vanskráningar.

Þegar skipuleggja á eitthvert svæði eða jarðrask er í vændum vegna húsbygginga, vegagerðar o.s.frv. er nauðsynlegt að viðkomandi aðilar séu meðvitaðir um þær minjar sem kunna að vera á svæðinu. Til að svo megi vera þarf fornleifaskráning að hafa farið fram og niðurstaða þeirrar skráningar verður einnig að vera aðgengileg þeim sem hennar kunna að þurfa við. Án þessarar skráningar er minjavarslan einfaldlega máttlausari en ella í ráðgjöf sinni til einstakra aðila, svo sem skipulagsyfirvalda, framkvæmdaraðila ýmiss konar og jafnvel einkaaðila.

Bleiksteinsháls

Landamerkjavarða á Bleiksteinshálsi. Hefur nú (2024) verið eyðilögð.

Fyrsta vinnuregla minjavörslunnar í þessum efnum er að allar fornleifar beri að varðveita, enda er það tekið fram í lögum. Þegar því verður hins vegar ekki við komið er það minjavarslan ein sem ákvarðar hvað skuli gera, eða hversu ítarleg rannsókn þurft að vera eigi slík að fara fram að áliti minjavörslunnar. Þá þarf leyfi fornleifanefndar. Í vissum tilfellum þarf ekki mikla rannsókn eða athugun til að komast að því að viðkomandi fornleifa uppfylla ekki þær kröfur sem gerðar eru svo að þær njóti ævinlegrar friðunar þjóðminjalaganna. Annars vegar getur verið að minjarnar séu ekki eitt hundrað ára eða eldri og falla þá ekki undir þjóðminjalögin, eða hins vegar að minjagildið sé það lítið að lítil athugun sé nægjanleg áður en þær verði fjarlægðar. Í einstaka tilfellum getur verið að vettvangsathugun ein nægi, en í öðrum tilfellum þarf að rannsaka fornleifarnar mjög ítarlega og gætu slíkar rannsóknir tekið mörg ár.

Skálafell

Tóft í Skálafelli. Líklega fyrrum skáli Ingólfs.

Að síðustu ber að nefna að í nokkrum tilfellum getur verið um fornleifar að ræða sem minjavarslan getur ekki leyft að raskað verði á nokkurn hátt, enda séu þær svo mikilvægur minnisvarði um sögu þjóðarinnar að jaðri beinlínis við ábyrgðarleysi að hleypa nokkrum í þær nema að mikið liggi við.
Ef fornleifar glatast eru þær horfnar að eilífu. Þær er ekki hægt að laga eða endurgera. Þær eru horfnar veruleikanum og þær eru horfnar vísindunum. Sama má segja um fornleifarannsóknir að vissu marki. Þegar fornleifar eru grafnar eyðileggjast þær og hverfa, en þær hverfa inn í annars konar tilveru og sú tilvera er varðveitt á bókum eða í ritum. Gangi það hins vegar ekki að um þær sé ritað er enginn eðlismunur á beinni eyðileggingu og fornleifauppgreftri, í báðum tilfellum hverfa fornleifarnar að eilífu.

Stórhöfði

Stórhöfði – fjárskjól , enn óskráð.

Þéttbýlissvæði eru mörg hver að vaxa úti um landið og sú þróun mun vonandi halda áfram í náinni framtíð. Ný lönd verða brotin í þessari þróun og þá munu margar fornleifar verða á veginum, sumar jafnvel alveg óþekktar í dag. Þó að svæði kunni að vera skráð einu sinni og jafnvel tvisvar er það aldrei trygging fyrir því að ekkert meira kunni að leynast undir yfirborðinu. Því er mikilvægt að fara nákvæmlega yfir þau svæði sem raska á til að minnka hættuna á óvæntum uppákomum fornleifa eins og framast er unnt. Slíkar uppákomur eru yfirleitt dýrar og tímafrekar.

Kringlumýri

Kringlumýri ofan Krýsuvíkur – með elstu mannvistarleifum á Íslandi – líklega selstaða frá „Húshólmabæjunum“, fyrrum Krýsuvík eftir landnám. Hefur aldrei verið skráð.

Það getur verið þarft að minnast þess að oft finnast skemmtilegustu fornleifarnar við óvæntustu aðstæðurnar. Við getum aldrei gengið út frá því sem vísu að við séum undir allar hugsanlegar fornleifar búin.
Saga okkar er að hluta til skráð í umhverfi okkar, umhverfi sem við höfum skapað smátt og smátt í aldanna rás. Sjálf skilgreinum við okkur sem einstaklinga í gegnum umhverfið og þjóðin sem slík skilgreinir sig út frá þessu umhverfi og það sem þar kann að leynast. Við berum öll ábyrgð á sögu okkar og menningu og þar eru fornleifarnar engin undantekning.“

Heimild:
-Sveitarsjórnarmál, 56. árg. 01.06.1996, Um fornleifaskráningu á Íslandi – upphaf og ástæður – síðari grein; Skyldur okkar gagnvart fortíðinni, Bjarni Einarsson, bls. 112-116.

Ísólfsskáli

Refagildra Í Skollahrauni við Ísólfsskála – ein af uþ.b. eitt hundrað á Reykjanesskaganum.

Fornleifar

Bjarni F. Einarsson skrifaði tvær greinar um fornleifaskráningu í Sveitarstjórnarmál árið 1996. Sú fyrri bar yfirskriftina „Upphafið og lögin„:

Bjarni F. Einarsson

Bjarni F. Einarsson – starfsmaður Þjóðminjasafnsins.

„Í Þjóðminjalögum stendur m.a. eftirfarandi: „Þjóðminjasafn lœtur, eftir föngum, skrá allar þekktar fornleifar og gefur út skrá um friðlýstar fornleifar og skal hún endurskoðuð á þriggja ára fresti. Skylt er að fornleifaskráning fari fram á skipulagsskyldum svæðum áður en gengið er frá skipulagi eða endurskoðun þess og skal Þjóðminjasafn eiga samvinnu við skipulagsyfirvöld um það. “
Í I. grein laga um mat á umhverfisáhrifum stendur: „Markmið laga þessara er að tryggja að áður en tekin er ákvörðun um framkvœmdir, sem kunna, vegna staðarvals, starfsemi sem þeim fylgir, eðlis eða umfangs, að hafa í för með sér umtalsverð áhrifá umhverfi, náttúruauðlindir og samfélag, hafi farið fram mat á umhverfisáhrifum, svo og að tryggja að slíkt mat verði fastur liður í gerð skipidagsáœtlana.“ Í 10. grein sömu laga stendur: „Í mati á umhverfisáhrifum skal tilgreina á viðeigandi hátt áhrif sem framkvœmdir og fyrirhuguð starfsemi kunna að hafa á menn, samfélag og menningu, dýr, plöntur og aðra þœtti lífríkis, jarðveg, vatn, loft, veðurfar, landslag og samverkan þessara þátta. “

Fornleifaskráning

Fornleifaskráning.

Því er ljóst að samkvæmt lögum ber okkur að skrá fornleifar og aðrar greinar þjóðminjalaga sýna að ekki skiptir máli hvort um þekktar eða óþekktar fornleifar er að ræða, allar njóta þær friðunarákvæða þjóðminjalaganna.

Þjóðminjaráð og Þjóðminjasafn Íslands hafa nú ákveðið að hefja undirbúning að fornleifaskráningu á öllu landinu. Fyrsta skrefið er að finna þá aðferð sem hentar og Þjóðminjasafn mælist til að notað verði um landið allt. Næsta skref er að hrinda tilraunaskráningu af stað og reyna kerfið til fulls.
En okkur ber ekki að skrá fornleifar einungis vegna þess að lög kveða á um það, heldur höfum við siðferðislegar, fræðilegar og sögulegar skyldur í þessum efnum. Í þessari grein verður lítillega fjallað um upphaf þessara mála hér á landi og hugtökin fornleifaskráning og fornleifar skilgreind. Í næstu grein mun ég fjalla um þessi mál út frá siðferðislegum, heimspekilegum og fræðilegum sjónarhóli.

Fornleifaskráning

Álfakirkja

Álfakirkja í Almenningi, sem er jafnframt fjárskjól.

Hugtakið fornleifaskráning felur í sér skráningu á fornleifum og er þá átt við svokallaðar fastar fornleifar, svo sem mannvirki, varir, kuml o.s.frv. (ekki lausar fornleifar sem við köllum forngripi. Hugtökin fornleifar og forngripi köllum við fornminjar). Einnig er hægt að tala um fastar fornleifar sem ekki eru mannvirki í orðsins fyllstu merkingu, svo sem uppsprettur, álfasteina og álagabletti, og fornleifar sem eru afleiðing óskyldra athafna, svo sem reiðgötur, vöð og stöðlar.

Bekkjarskúti

Bekkjaskúti, fjárskjól, í Almenningum.

Hugtakið greinir ekki í sundur þekktar fornleifar frá óþekktum, heldur felur það í sér skráningu á öllum fornleifum og til að hún geti gengið eftir þarf að leita skipulega að þeim í landslaginu. Stundum getur jafnvel borgað sig að leita að þeim í heimildum. Til eru skráningar sem ekki fela í sér skráningu allra fornleifa, svo sem skráning á sérstökum tegundum fornleifa, eins og kumlum, þjóðleiðum, álfasteinum o.s.frv. Eins má ímynda sér staðbundnar skráningar á sögulegum minjum, hellum, vörðum, stríðsminjum, minjum tengdum hvalveiðum Norðmanna o.s.frv.

Hernám

Skotbyrgi, stríðsminjar, á Garðaholti.

Slíkar skráningar uppfylla tæplega ákvæði þjóðminjalaga um fornleifaskráningu, hversu góðar eða merkilegar þær kunna að vera.
Við fornleifaskráningu er fylgt aðferðafræði, sem ákveðin er áður en sjálf skráningarvinnan hefst. Má segja að lykilatriði í þeirri vinnu sem nú fer fram varðandi aðferðafræðina sé skipulag og einfaldleiki, hvernig svo sem það verður ákveðið þegar yfir lýkur. Þessi atriði fela í sér að aðferðin verður fljótvirk og ódýr.

Hellishraunsfjárskjól

Hellishraunsfjárskjól. Eyðilagt vegna vanskráningar.

Ef fornleifaskráin á að gagnast öllum sem hana þurfa að nota, svo sem opinberum framkvæmdaraðilum, einkaaðilum, skipulagsyfirvöldum og áhuga- og fræðimönnum, er mikilvægt að skráð sé samkvæmt sama kerfi hvar sem er á landinu. Þess ber að geta að ekki er til nein galdralausn í þessu sambandi, mikilvægast er að hefjast sem fyrst handa með það kerfi sem við getum sem best búið til miðað við allar forsendur sem við höfum.

Fornleifar

Selatangar

Selatangar – fiskbyrgi. Áþreifanlegar fornleifar.

Fornleifar eru allar þær leifar sem mannaverk eru á og eldri eru en hundrað ára. Þjóðminjalögin orða það á svohljóðandi hátt í grein nr. 16, III. kafla: „Fornleifar teljast hvers kyns leifar fornra mannvirkja og annarra staðhundinna minja sem menn hafa gert eða mannaverk eru. Að auki njóta staðir sem tengjast þjóðtrú, siðum, venjum og þjóðsagnahefð, eins og hörgar, álfasteinar og uppsprettur, vemdar laganna, enda séu þeir mikilvægur menningararfur rétt eins og mannvirkin.

Grindavík

Álfhóll við Þorbjörn h/f í Grindavík. Efnislegar fornleifar.

Skipta má fornleifum í tvo staði, annars vegar efnislegar fornleifar og hins vegar andlegar eða huglægar fornleifar. Hinar efnislegu fornleifar eru það sem við í daglegu tali köllum rústir eða tóttir. Þær eru áþreifanlegar og greinilega orðnar til af mannavöldum. Hinar andlegu fomleifar eru aftur á móti staðir sem tengjast hugarfari þjóðarinnar, eins og álfasteinar o.fl.

Þórkötlusdys

Þórkötludys í Þórkötlustaðahverfi í Grindavík.

Slíkir staðir eru oft algerlega án allra beinna verksummerkja mannlegra athafna, þó að vitundin um þá hafi stundum leitt af sér óbein verksummerki, svo sem á álagablettum þar sem gras er aldrei slegið eða þar sem annað afskiptaleysi hefur beinlínis orðið til þess að staðurinn varðveittist óbreyttur og óhreyfður í aldir.
Þegar fram líða stundir bætast sífellt fleiri rústir og önnur mannvirki í hóp fornleifa einfaldlega vegna hundrað ára reglunnar. Að auki mun okkur lærast meir og meir að lesa í landið og jafnvel nýjar tegundir fornleifa skjóta upp kollinum. Þannig lýkur í raun aldrei fornleifaskráningu, nokkuð sem við verðum að sætta okkur við, verra er ef hún byrjar aldrei!

Upphafið

Finnur magnússon

Finnur Magnússon (1781-1847).

Hugmyndir um að skrá allar íslenskar fornleifar eiga sér alllanga sögu og má rekja hana tæp 200 ár aftur í tímann. Þá voru reyndar fornleifar skilgreindar á allt annan hátt en gert er nú, eins og mun koma fram hér á eftir.
Árið 1807 var komið á fót í Danmörku nefnd er kallaðist „Commissionen for Oldsagers Opbevaring“ eða á íslensku „Nefndin til verndunar fornleifa“. Hlutverk nefndarinnar var að afla upplýsinga um fornleifar í öllu ríkinu, þ.e.a.s. hinu danska konungsríki, svo hægt væri að marka einhverja stefnu um varðveislu þeirra og verndun. Spurningalisti frá nefndinni var sendur út þegar árið eftir til allra sóknarpresta sem náðist til í ríkinu. Til Íslands bárust hins vegar listarnir ekki að ráði m.a. vegna styrjalda í álfunni.
Tæpum tíu árum síðar, eða árið 1816, vann prófessor Finnur Magnússon að eigin skráningu á íslenskum fornleifum og ýmsurn sögnum og virðist hann hafa gert þetta til að koma upplýsingunum á framfæri við „Commissionen“. Stuttu síðar var Finnur gerður að nefndarmanni og var hlutverk hans að sjá um tengsl „Commissionen“ við Ísland. Finnur þýddi og staðfærði spurningalista nefndarinnar og sá til þess að þeir yrðu sendir til Íslands strax um vorið 1817.

Matthías Þórðarson

Matthías Þórðarson (1877-1961).

Þessi skrá Finns var höfð til hliðsjónar þegar fyrsta friðlýsing á fornleifum hér á landi átti sér stað þann 19. apríl 1817, en þá voru 10 fornleifar friðaðar eða öllu heldur friðlýstar hér á landi.
Fornleifar voru ekki friðlýstar á ný fyrr en 90 árum síðar, eða með tilkomu nýrra fornminjalaga árið 1907. Á árunum 1926-1930 var svo gert gríðarlegt átak í friðlýsingarmálum og hafa aldrei jafn margar fornleifar verið friðlýstar hér á landi og einmitt þá, eða um 84% allra friðlýstra fomleifa í dag. Aðalhvatamaður að þeim friðlýsingum var þáverandi þjóðminjavörður, Matthías Þórðarson, en hann mun þó ekki hafa farið á staðina sjálfur, heldur notað eldri gögn og ritaðar heimildir við sína friðlýsingu.
Aldrei fór eiginleg fomleifaskráning fram vegna þessara friðlýsinga. Slík vinna hófst ekki fyrr en um 1980, u.þ.b. 160 árum eftir að „Commissionen “ hóf starf sitt hér á landi. Sú skráning var ekki yfirgripsmikil og voru margir að skrá næstu árin, hver með sína aðferð og sínar lausnir á þeim vandamálum sem upp komu við skráninguna.

Húshólmi

Húshólmi – skáli í gömlu Krýsuvík þar sem nú er Húshólmi. Talinn með elstu fornleifum landsins.

Árið 1990 var í fyrsta sinni birt á prenti skrá yfir friðlýstar fornleifar skv. nýjum þjóðminjalögum nr. 88/1989. Þar kemur í ljós að fjölda friðlýstra fornleifa er mjög misskipt eftir sýslurn. Þannig eru aðeins 3 fornleifar, eða staðir með fornleifum, friðlýstar í Gullbringusýslu. Ekki er hægt að halda því fram að úrval friðlýstra fornleifa sé dæmigert fyrir fornleifar landsins, þvert á móti. Varla liggur mismunurinn í stærð sýslnanna eða þýðingu fomleifanna sjálfra. Aðrir þættir, svo sem áhugi einstakra fræðimanna á vissum stöðum og vissum fornleifum ásamt fjölda fornra heimilda um viðkomandi svæði og fornleifar, eru trúlega mikilvægir í þessu sambandi. Þetta mun breytast í náinni framtíð, enda mun væntanleg fomleifaskráning á Íslandi ekki taka mið af slíkum þáttum.

„Commissionen og Reykjavík“

Vatnsendahæð

Vatnsendahæð – beitarhús.

Þegar „Commissionen“ hóf starfsemi sína í byrjun 19. aldar töldust fornleifar vera eitthvað annað en við teljum í dag. Töldust t.d. venjulegar rústir af beitarhúsum og öðrum rústum varla til fornleifa.
Í landi Reykjavíkur eru í dag ca 160 staðir með fornleifum á fornleifaskrá. Fjöldi einstakra fornleifa er u.þ.b. 300 í svari til „Commissionen“ frá Árna Helgasyni, dómkirkjupresti í Reykjavík um tíma, segir að í sókninni hafi aðeins verið þrennar fornleifar og allt voru það lausir gripir frá kaþólskum tíma. Þeir voru biskupakápa, skímarfontur og kaleikur einn vel gylltur. Aðrar fornleifar þekkti Árni prestur ekki í Reykjavík (Vík) og þótti honum það allundarlegt í sjálfu landnámi Ingólfs Arnarsonar, fyrsta landnámsmanns Íslands að margra áliti.

Víkursel

Víkursel í Öskjuhlíð.

Í fornleifaskrá prófessors Finns Magnússonar frá 1816 er einnig getið um þrennar fornleifar (nemar þó) í landi Reykjavíkur (Víkur). Þær voru biskupakápan og skírnarfonturinn áðurnefndu og fallbyssur tvær, sem verið höfðu á Bessastöðum í fyrstu, en var síðar komið fyrir í virkinu Fort Phelp af sjálfum Jörundi hundadagakonungi. Sagði Finnur að til fallbyssnanna hefði sést í flæðarmálinu á fjöru, en þar munu þær hafa lent að lokum eins og aðrar þekktar fallbyssur hér við land (á Grundarfirði og Flatey!). Aðrar fornleifar þekkti Finnur ekki í landi Reykjavíkur.
Það verður að teljast nokkuð athyglisvert að hvorugum hafi borist til eyrna nein munnmæli um neitt það sem þeim þótti ástæða til að telja upp í bréfum eða skrám sínum. Hvergi er t.d. minnst á meintan haug Ingólfs Arnarsonar þar sem sumir töldu hann vera við Breiðagerðisskólann, eða hof” hans sem sumir töldu vera þar skammt frá. Munnmæli um þessa staði voru talsvert áberandi á fjórða áratug þessarar aldar og var hinn meinti haugur Ingólfs til og með rannsakaður lítillega og um hann sagt að hann væri athyglisverður og nánari rannsóknar þörf. Nánari rannsókn fór þó aldrei fram.

Í næstu grein mun ég fjalla um hina siðferðislegu og fræðilegu skyldu okkar að standa vörð um fornleifar landsins. Það er okkur beinlínis lífsnauðsynlegt sem þjóð á meðal þjóða og er jafnvel þjóðarvitundin sjálf að veði.“

Heimild:
-Sveitarsjórnarmál, 56. árg. 01.03.1996, Um fornleifaskráningu á Íslandi – upphaf og ástæður – fyrri grein; Upphafið og lögin, Bjarni Einarsson, bls. 34-38.

Fornleifauppgröftur

Fornleifauppgröftur í Stöðvarfirði.

Borgarholt

Á Borgarholti norðan Úlfljótsvatns eru talsverðar tóftir.

Borgarholt

Borgarholt, nefnd fjárborg, en eru greinilegar minjar stekks.

Holtið dregur nafn sitt af nefndri fjárborg, sem þar hefur verið upphaflega, en síðar verið breytt í stekk. Stekkurinn er greinilegur ef vel er að gáð. Ástæðan hefur að öllum líkindum verið sú að skammt frá, undir holtinu hefur verið tímabundin selstaða frá bænum. Tóftin er tvískipt, grjóthlaðin að framanverðu (til austurs) með sitthvorum innganginum. Hliðarveggir og milliveggur er hlaðnir að lágum hamravegg.
Að einhverjum tíma liðum voru byggð tvö fjárhús norðaustan við selshúsin með heykumli fast vestan þeirra. Með því hafa bæði hlutverk selsrústanna og fjárborgarinnar fyrrnefndu breyst.

Borgarholt

Borgarholt – fyrrum selsminjar?

Kolbeinn Guðmundsson skrifar um Borgarholt og minjarnar þar í „Örnefni í landareign jarðarinnar Úlfljótsvatns í Grafningi, eins og þau voru um aldamótin 1900, skrifað 1944„. Þar segir:
„Hamrar heitir klapparbrún, sem nær frá Ljósafossi fram á móts við Írufoss. Borgarholt heitir kollóttur klapparhóll, syðst á Hömrunum upp undan Írufossi. Þar hefir verið fjárborg, og sér greinilega fyrir henni. Austan undir Borgarholtinu, á valllendisflöt, mótar aðeins fyrir einhverjum byggingum, en ógreinilega.
Borgarmýri heitir mýrarblettur fyrir vestan Borgarholtið. Mýri þessi er áföst við Keramýrina, með mjóu sundi að vestan.

Borgarholt

Borgarholt, rústir 54 I og 54 II.

Austan við Keramýrina, suður af Borgarholtinu, er móarimi. Á honum sést móta fyrir gömlum byggingum, tveimur eða þremur og þeim ekki litlum.
Fyrir sunnan Keramýrina er mosavaxin heiðarbunga með litlu skógarkjarri að norðan-verðu. Norðan í henni, vestarlega, er stór jarðfastur steinn. Hann hefir verið nefndur Brynkasteinn síðan 1898, kenndur við Brynjólf Jónsson frá Minna-Núpi. Hann var þá barnakennari á Bíldsfelli og fór til messu á Úlfljótsvatni í miklum snjó og ófærð.

Brynkasteinn

Brynkasteinn.

Komst hann að steini þessum, en var þá með öllu uppgefinn. Samferðamenn hans, sem voru tveir, skildu hann þá þarna eftir, en fóru sjálfir alla leið að Úlfljótsvatni, fengu þar sleða og drógu hann á honum til kirkjunnar. Veður var gott, svo allt fór vel.“

Í „Fornleifaskráningu vegna deiliskipulags við Sogsvirkjanir í Grímsnes- og Grafningshreppi“ frá árinu 2018 segir: „Borgarholt heitir kollóttur klapparhóll, syðst á Hömrunum upp undan Írufossi. […] Austan undir Borgarholtinu, á valllendisflöt, mótar aðeins fyrir einhverjum bygginum, en ógreinilega,“ segir í örnefnaskrá.

Bjarni F. Einarsson

Bjarni F. Einarsson.

Bjarni F. Einarssin skráði minjastaðinn í tengslum við deiliskráningu fornleifa í Úlfljótsvatni 2005, þar segir: „Undir kollóttum klapparhól, syðst í Hömrunum.. […]. Rústirnar fundust ekki þrátt fyrir leit.“ Minjastaðurinn var ekki hnitsettur í skýrslu Bjarna F. Einarssonar.“

Í „Aðalskráningu fornleifa vegna aðalskipulags í landi Úlfljótsvatns í Grafningshreppi í Árnessýslu“ segir Bjarni F. Einarsson eftirfarandi um minjarnar á Borgarholti:

Fornleif 53 – rúst
„Efst á hól við norðanverða Borgarvík, um 30 – 40 m norðvestur af Úlfljótsvatni og Hrútey.

Borgarholt

Borgarholt – Rúst 53 skv. fornleifaskráningu.

Rúst; 5×7 m (NV-SA), veggir úr grjóti, 1-1,5 m breiðir og 0,2-0,5 m háir. Garðlög eru greinileg á innanverðum langveggjum. Dyr snúa mót suðaustri. Rústin er vel gróin. Um 5 m suður af rústinni gætu leynst rústabrot.“

Bjarni tengir rústina hvorki við örnefnið Borgarholt né fjárborgina, sem þar á að hafa verið skv. örnefnalýsingu.

Fornleif 54:2 – fjárhús

Borgarholt

Borgarholt – fjárhús og heykuml.

„Í brekku mót norðri, um 5 m vestur af rúst 54:2. Norðan undir klettum, 11×16,5m (VNV-ASA). Veggir úr grjóti (og torfi?), 1- 2,5 m breiðir og 0,1-1 m háir. Þrjú hólf eru á rústinni (hólf A – C). Dyr eru á hólfum A og B til norðurs. Ekki eru sýnilegar dyr á hólfi C, en gætu hafa snúið inn í hólf B. Hólf C gæti verið hlaða. Garðlög sjást víða að innanverðu í öllum hólfum. Suðurhluti hólfs A og B er grafinn niður í hólinn eða brekkuna. Gaflar hólfanna eru þétt upp við bakkann. Kampar í hólfum A og B eru mjög greinilegir og vel farnir. Vestur veggur hólfs C er nær horfinn. Rústin er vel gróin grasi.“

Bjarni tengir hvorki fjárhúsin við tóftina 54:1 né upphaflega tilurð hennar í hinu sögulega samhengi.

Fornleif 54:1 – Rúst

Borgarholt

Borgarholt – Rúst 54:1.

Rúst í brekku að mót suðaustri, 5 metra austur af 54:1. Norðaustan undir klettum, 8,5×9 m (A-V). Veggir úr grjóti, 1,5-2 m breiðir og 0,1-2 m háir. A.m.k. tvennar dyr eru á rústinni (dyr A og B). Dyr A eru yfirbyggðar, en dyr B hafa hrunið. Þriðju dyrnar eða op er hugsanlega á vestur vegg (C). Þar gæti fóður hafa verið sett? Mikið af grjóti við vestur vegg og á gólfi rústarinnar. Rústin er vel gróin grasi.“

Op C hefur væntanlega upphaflega verið eldhúsaðgangur selstöðunnar.
Ljóst er að þörf er á að endurskoða notkunargildi minjanna á Borgarholti, þótt ekki væri fyrir annað en hið sögulega samhengi. Hafa ber í huga að fjársterkir aðilar hafa þegar fest kaup á hluta jarðarinnar sem og nærliggjandi jörðum með stórfellda skógrækt í huga með það eitt markmið í huga að gefa stóriðjum tækifæri til að „kolefnisjafna“ óþrifin. Aðferðarfræðin minni svolítið á aflátsbréfin fyrrum, sem er og verður væntanlega saga út af fyrir sig.

Í „Fornleifaskráningu í Grfanings- og Grímsneshreppi I„, Reykjavík 1999, er ekki minnst á Borgarholt.

Heimild m.a.:
-Örnefnalýsing Kolbeins Guðmundssonar á örnefnum í landaeign jarðarinnar Úlfljótsvatns í Grafningi, eins og þau voru um aldamótin 1900, skrifað 1944.
-Fornleifaskráning vegna deiliskipulags við Sogsvirkjanir í Grímsnes- og Grafningshreppi, Reykjavík 2018.
-Aðalskráning fornleifa vegna aðalskipulags í landi Úlfljótsvatns í Grafningshreppi í Árnessýslu, Bjarni F. Einarsson 2005.
-Endurskoðun fornleifaskráningar í Grímsnesi og Grafningi með viðbótum við eldri fornleifaskrá, Reykjavík 2018.
-Fornleifaskráning í Grímsneshreppi I, Orri Vésteinsson, Reykjavík 1999.

Borgarholt

Borgarholt – minjar.

Möðruvallarétt

Sesselja Guðmundsdóttir skrifaði í Skógræktarritið 2008 um „Fornminjar og skógrækt„:

Skógræktarritið

Skógræktarritið 2008.

„Tilgangurinn með þessum greinarskrifum er að hvetja skógræktarfólk til þess að gefa gaum að fornminjum í skógrækt eða á væntanlegum skógræktarsvæðum. Víða um landið eru fornminjar nú þegar kaffærðar í útlendum trjám og svo virðist sem ekkert eftirlit sé með þeim verknaði af hálfu hins opinbera. Fyrstu lög um verndun fornminja voru sett árið 1907 en þau nýjustu árið 2001. Allar götur frá því fyrstu lögin voru sett, er kveðið skýrt á um að ekki megi raska fornminjum án þess að áður fari fram mat á þeim. Gróðursetning ofan í fornminjar, eða í allra nánasta um hverfi þeirra, er bönnuð með lögum á Íslandi. Minjar sem eru 100 ára og eldri teljast til forn leifa.

Fornminjalög og fleiri lög

Sesselja Guðmundsdóttir

Sesselja Guðmundsdóttir.

Eins og áður segir, voru fyrstu fornminjalögin (Lög um verndun fornmenja) sett árið 1907 og í 1. kafla, 2. grein, er tilgreint hvað telst til „staðbundinna fornleifa“ og þar segir m.a.: „Til fornleifa teljast m.a. Þingbúðarústir, gömul mannvirki á fornum þingstöðum, sögustöðum og öðrum merkisstöðum, sem nokkurs er um vert fyrir menningarsögu landsins, rústir af hofum, hörgum og hvers konar blótstöðum frá heiðni, af kirkjum og kirkjugörðum, kapellum og bænahúsum,forn vígi eða rústir af þeim, forn garðlög, rústir af fornum bæjum, seljum, búpeningshúsum, farmannabúðum, naustum og öðrum fornbyggingum, ennfremur fornir öskuhaugar.“ Í þessum lögum er kveðið á um tilkynningaskyldu til yfirvalda og … „skal verkstjóri eða það stjórnarvald, sem hlut á að máli, skýra stjórnarráðinu frá málavöxtum, áður enn nokkuð er haggað við fornleifunum, og ákveður þá stjórnarráðið, hvað gjöra skuli.“
Fyrstu lög um Skógrækt ríkisins voru líka sett árið 1907 en gildandi lög eru frá árinu 1955 og í þeim er hvorki minnst á fornminjar né náttúruvætti.

Fossárrétt

Fossárréttin gamla 2009 – að hverfa í plantaðan skóg.

Í seinni tíma lögum um fornminjar eru svipuð ákvæði og árið 1907, en þó ítarlegri, varðandi minjar sem teljast til fornleifa (gamlar þjóðleiðir og vörður teljast nú til fornleifa). Í gildandi lögum (Þjóðminjalög 2001 nr. 107) segir m.a. í 1. kafla, 1. gr.: Tilgangur þessara laga er að stuðla að verndun menningarsögulegra minja og tryggja að íslenskum menningararfi verði skilað óspilltum til komandi kynslóða.“ Í 4. kafla, 10. gr., segir m.a.: „Fornleifum má enginn, hvorki landeigandi, ábúandi né nokkur annar, spilla, granda né breyta, ekki heldur hylja þær, laga né aflaga né úr stað flytja nema með leyfi Fornleifaverndar ríkisins.“

Möðruvallarétt

Möðruvallarétt – horfin í skóg.

Í 11. gr. segir m.a.: „Fornleifavernd ríkisins lætur, eftir föngum, skrá allar þekktar fornleifar og gefur út skrá um friðlýstar fornleifar og skal hún endurskoðuð á þriggja ára fresti.“ Í 11. gr. segir einnig: “Þeim minjum, sem friðlýstar eru, skal fylgja 20 metra friðhelgað svæði út frá ystu sýnilegu mörkum fornleifa og umhverfis nema kveðið sé á um annað.“ Í 14. gr. segir: „Nú telur landeigandi, ábúandi eða einhver annar, þar á meðal sá sem stjórnar opinberum framkvæmdum, að hann þurfi að gera jarðrask, svo sem vegna vegagerðar, veitu lagnar, framræslu eða skógræktar, er haggað geti við fornleifum og skal hann þá skýra Fornleifavernd ríkisins frá því áður en hafist er handa við verkið.“

Krýsuvík

Krýsuvík neðan Baðstofu – fornleifar eyðilagðar á fyrsta degi framkvæmda.

Í markmiðum Skipulags- og byggingarlaga, frá árinu 1997, segir m.a.: „…að stuðla að skynsamlegri og hagkvæmri nýtingu lands og landgæða, tryggja varðveislu náttúru- og menningarverðmæta og koma í veg fyrir umhverfisspjöll og ofnýtingu, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi,…“

Trjárækt í og við fornminjar
Á fyrri helmingi 20. aldar plantaði fólk trjám við hús sín og býli, sér og sínum til yndisauka og skiljanlegt að á þeim tíma hafi menn ekki verið að velta því fyrir sér hvort plantað var í gamla bæjarhóla eða tóftir á landareigninni.

Rósel

Rósel 2020 – umlukið trjárækt.

Í árdaga skógræktar á Íslandi hefur almenningur ekki verið vel meðvitaður um gildandi lög um fornminjar. En nú er öldin önnur og skógræktar fólk ætti að vera vel upplýst um þessi mál, þó sérstaklega þeir sem starfa í félagasamtökum tengdum skógrækt. Hér verða tínd til nokkur dæmi um eyðileggingu fornminja af völdum gróðursetningar á Suður- og Suðvesturlandi:

Búðasandur (Maríuhöfn) í Hvalfirði, við norðanverðan Laxvog. Þar er talin hafa verið mesta kauphöfn á Suðvesturlandi á miðöld um og fjölsóttasta höfn landsins á 14. öld með tilheyrandi kaupstefnum.

Hálsnesbúðir

Hálsnesbúðir á Búðarsandi.

Margar búðarústir liggja í sveig á grasrima ofan við sandinn og vestan lónsins. Þar stendur gamall sumarbústaður og trjáreitur inn við hann hefur kaffært hluta tóftanna. Rústirnar á Búðasandi voru friðlýstar árið 1975 en sumar húsið á tóftasvæðinu hefur líklega verið byggt fyrir þann tíma og trjám plantað í tóftirnar, þrátt fyrir að þáverandi fornminjalög bönnuðu slíkt.

Sámsstaðir

Tóftir Sámsstaða.

Fornbýlið Sámsstaðir í Kjósarsýslu, norðan Leirvogsár en vestan Stardals. Friðun tóftanna var þinglýst árið 1938. Samkvæmt Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns (vegna ársins 1705) segja munnmæli (þá) að á Sámstöð um hafi verið kirkja. Gamall grenilundur er efst í túninu og engin veit nú hvort fornminjar leynast þar í trjárótunum. Fyrir örfáum árum var mörgum barrtrjáplöntum stungið niður í bæjarrústir Sámstaða þrátt fyrir að þar sé skilti um friðlýstar fornleifar.

Hrísakot

Hrísakot – uppdráttur.

Fjárréttarrústir í Hrísakoti í Brynjudal, Hvalfirði. Réttin var t.d. í notkun fyrir aldamótin 1900, samkvæmt örnefnaskrá, en er þó líklega miklu eldri. Vöxtuleg grenitré hafa nú kaffært hluta réttarinnar og því er ógerningur að sjá lögun hennar lengur. Landgræðslusjóður keypti fyrrnefnda landspildu á árunum 1975-1979 og stjórn sjóðsins hefði átt að sýna þá fyrirhyggju að leyfa réttarveggjun um að standa sem „vin í mörkinni“, sem og að virða lög um fornminjar.

Sveinagerði í Strandarkirkjulandi í Selvogi. Það er hringhlaðinn vörslugarður á milli tveggja kletta hóla og er svæðið innan hans 35–40 m í þvermál.

Sveinagerði

Sveinagerði í Selvogi.

Í lýsingu Selvogsþinga árið 1840 eru tilgreind munnmæli um að í Sveinagerði hafi Erlendur lögmaður Þorvarðsson (d. 1576) átt lystihús á öðrum hólnum og horft þaðan á sveina sína við „leiksæfingar“ í gerðinu. Nú hefur víði verið plantað fast við grjótgarðinn allan hringinn, þannig að varla sést örla á hleðslunni. Lúpínu hefur líka verið sáð þarna vegna uppblásturs og að vísu hefur leikflögin gróið upp á síðustu árum vegna þessa „gróður átaks“ en fornminjarnar horfið.

Baðsvallasel

Selsminjar í skógi á Baðsvöllum.

Baðsvallasel (Járngerðastaðasel) í Grindavík, norðan undir Þorbjarnarfelli. Selið var í notkun árið 1703 skv. Jarðabókinni. Fast ofan við eina tóftanna er gamall grenilundur og inni í honum er hluti selrústanna.

Austan Rauðavatns í Reykjavík eru tóftir Grafarsels en þær voru friðaðar árið 1987. Selstæðið er við gamlan lækjarfarveg, í lágum hlíðum sem heita Selbrekkur og snýr mót suðvestri. Eins og flestir vita, hefur skógrækt við Rauðavatn lengi verið við lýði og frá árinu 1946 í hönd um Skógræktarfélags Reykjavíkur.

Grafarsel

Grafarsel.

Við gróðursetningu þarna hefur verið að mestu tekið tillit til tóftanna og göngustígur liggur upp með þeim í átt til holtsins. Við gerð stígsins hefur ekki verið farið að fornminjalögum hvað varðar „20 metra friðhelgað svæði út frá ystu sýnilegu mörk um forn leifa …“. Tuttugu metra friðhelgi er ekki stórt svæði þegar skógrækt er höfð í huga, því tré stækka yfir leitt á alla kanta, ef svo má segja, fyrir utan það að svörðurinn breytist. Á öðrum stöðum í sömu skógrækt, hefur furutrjám verið plantað í fornminjar og það meira að segja fast við verndunarskilti. Það er vel framkvæmanlegt í mörg um til fellum, sérstaklega þar sem tré eru ung, að endurheimta fornminjarnar og sýna þeim þá virðingu sem þeim ber, samkvæmt lögum.

Reykjavíkursel

Reykjavíkursel við Selvatn.

Við Selvatn í Mosfellssveit voru tvö selstæði, samkvæmt örnefnaskrám og annað hefur mjög líklega verið frá Vík á Seltjarnarnesi (nú Reykjavík) og nefnt Víkursel. Á því selstæði stendur nú sumarhús í þéttum skógarlundi.

Aðgát skal höfð…
Í gönguferðum um vel skipulögð skóglendi, er það flestum til yndisauka að ganga fram á gamlar búsetuminjar, s.s. húsarústir, fjárréttir og stekki á opnum svæðum. Menn staldra við, setjast á veggjabrotin og velta fyrir sér sögu lands og þjóðar. Fornminjar á skógræktarsvæðum auka fjölbreytni og gera þau áhugaverðari en ella.

Fornasel

Við Fornasel 2008.

Í 2. tbl. Skógræktarritsins 2007 er grein eftir Björn Jónsson um Bjarnagarð í Landbroti en það er 7–8 km langur og mikill vörslugarður frá því um 1200. Greinin er falleg og skrifuð með mikilli virðingu fyrir fornminjum sem og skógrækt. Björn telur að trjáræktin hafi bjargað hluta Bjarnagarðs og segir að „án hennar væru þær [fornminjarnar] horfnar, þurrkaðar út í nafni framfara [stækkun túna o.fl.] …“ Hann nefnir líka að þess hafi verið vel gætt að gróðursetja hvergi í fornar minjar í þess um 20 ára gamla skógi. Mætti fleira skógræktar fólk temja sér slík vinnubrögð.

Heiðarbær

Tóftir Móakots í Þingvallasveit – horfnar í skóg.

Skógræktarfélag Íslands hefur nú gefið út góðar leiðbeiningar á vefnum sem heita Skógrækt í sátt við um hverfið og eru þær samdar af þverfaglegum starfshópi en í honum eiga m.a. sæti fulltrúar frá samtökum um skógrækt, fornleifavernd, landvernd, fuglavernd og náttúruvernd.
Í leiðbeiningunum segir: „Skógrækt veldur breytingum. Því er afar mikilvægt að hún falli sem best að heildarsvipmótum lands og eins að hún raski ekki náttúru- eða menningarminjum.“ Á þessum tímum tækni og upplýsingar ættu að vera hæg heimatökin að kortleggja minjar um leið og skógrækt er skipulögð.
Fornminjar og náttúruminjar eiga vel heima í skógrækt – en þær þurfa svo sannarlega sitt rými.“

Undirhlíðar

Undirhlíðar – girðingarleifar.

Málið er, eða a.m.k. virðist svo, að framangreindu að dæma, að launað starfsfólk fornminjavörslunnar hafi ekki hinn minnsta áhuga á að vernda fornleifar landsins. Og þá þarf ekki að minna skógræktarfólkið á að hirða eftir sig leifar skógræktargirðinganna, sem nú bæði hefta og skaða fætur göngufólks um hin annars áhugaverðu útivistarsvæði…

Heimild:
-Skógræktarritið, 1. tbl. 15.05.2008, Fornminjar og skógrækt – Sesselja Guðmundsdóttir, bls. 96-103.

Hvaleyrarsel

Hvaleyrarsel – stekkur.

Kýrgil

Í Fréttatímanum 2012 er viðtal við fornleifafræðinginn Völu Garðarsdóttur undir fyrirsögninn „Heimur Íslendingasagnanna opnast með tenginu við fornminjar„.

Vala Garðarsdóttir

Vala Garðarsdóttir.

Vissulega er vík á milli fornleifafræðinnar og sagnanna sjálfra en það er gaman að velta þessari tengingu fyrir sér segir Vala Garðarsdóttir sem eyðir dögunum í að grafa eftir fornleifum en Íslendingasögurnar eru henni þó jafnan ofarlega í huga.
Hún segir vík vera á milli Íslendingasagnanna og fornleifafræðinnar en gaman sé að leika sér að tengingum þar á milli og gæða þannig sögur nar sem lifað hafa með þjóðinni í gegnum árhundruðin lífi.
Vala er fornleifafræðingur og hefur haft brennandi áhuga á Íslendingasögunum síðan í æsku. Í þáttunum Ferðarlok tengir hún þessi tvö
hugðarefni sín saman og sér nú loks fram á að hugmynd hennar um aðgengilegan fróðleik um Íslendingasögurnar, Landnámu og forsögu Laxdælu og fall Gísla Súrssonar í Gísla sögu.“

Alltaf að grafa

Vala Garðarsdóttir

Ferðalok – fróðleikur um þættina.

Leikin atriði úr Íslendingasögunum setja mikinn svip á þættina og Vala segist hafa fylgst náið með upptökum á þeim atriðum.
„Ég fékk hugmyndina að þessu og fannst þurfa að gera þetta efni svolítið aðgengilegra sjónrænt,“ segir Vala sem velti þessu lengi fyrir sér. „Ég byrjaði á þessu um svipað leyti og ég byrjaði í fornleifafræðinni. Ég var alltaf að hugsa um þetta. Ég hef lesið sögurnar oft og farið um söguslóðirnar og þar fer maður að rýna í tóftirnar og hugsa þetta lengra.“

Kristján Eldjárn fyrirmynd

Vala Garðarsdóttir

Vala garðarsdóttir – Kirkjugarður við Austurvöll, fornleifafræðingur, Vala Garðarsdóttir 8639199, beinagrindur

Vala segist horfa mikið til Kristjáns Eldjárns, sem var þjóðminjavörður áður en hann varð forseti Íslands. „Ég fæ mikið af hugmyndum frá Kristjáni Eldjárn og ég myndi segja að hann væri mér mjög sterk fyrirmynd. Ég er mjög hrifin af hugmyndafræði hans að reyna ekki endilega að sanna sögurnar heldur að blása aðeins meira lífi í þær.
Ég er búin að skoða þetta í svolítið langan tíma. Bæði fornleifarnar og Íslendingasögurnar. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á Íslendingasögunum yfir höfuð. Alveg frá því að ég var krakki. Þær eru samt meira tómstundagaman hjá mér,“ segir Vala sem er fyrst og fremst fornleifafræðingur sem stendur við þá vík sem hún segir að sé á milli fræðanna og sagnanna.
„Vissulega er vík á milli fornleifafræðinn ar og sagnanna sjálfra en það er gaman að velta þessari tengingu fyrir sér og reyna að festa á þessu hendur.“

Sannleikskornin í sögunum

Íslendingabók

Íslendingabók.

„Maður er kannski á gráu svæði sem fræðimaður ef maður er eitthvað að reyna að sanna að einhverjir ákveðnir atburðir í Íslendingasögunum hafi átt sér stað í raunveruleikanum. Þetta er meira gert til að vekja meiri áhuga á sögunum en auðvitað er mögulegt að ákveðnir atburðir hafi átt sér stað og einhver sannleikskorn geta leynst á bak við textann. Eða að einhverjir atburðir hafi kveikt ákveðna sögu. Það er dálítið gaman að rekja þetta líka út frá fornleifunum, út frá aldursgreiningum og landnámi og landnámsstöðum sem rætt er um í Landnámu sjálfri. Ég held að það sé ekkert fjarri lagi og ég held það sé enginn að rengja Landnámu sem slíka.“
Vala bendir á að þegar sögur eru annars vegar sé viðbúið að þær séu kryddaðar. „Auðvitað bætir fólk í og einhvern veginn formast, þróast og breytast
sögurnar í gegnum þessi hundrað eða tvö hundruð ár sem kannski líða á milli atburða þangað til þeir eru settir niður á skinn. Sannleikskornið er örugglega til staðar þótt ýkjurnar verði einhverjar eins og alltaf gerist með sögur.“

Silfur Egils og fall Gísla

Kýrgil

Kýrgil – tóft.

Í Ferðalokum er farið yfir valda atburði úr Íslendingasögunum og tengsl þeirra við fornminjar sem enn fyrirfinnast annað hvort úti í náttúrunni eða á söfnum. Lagt er upp með að sögumaður gangi á söguslóðir, segi frá viðfangsefni hvers þáttar, stikli á sögunni, ræði við fræð menn, sagnamenn, heimamenn og fleiri. Í þáttunum er því rýnt í sögu forfeðranna frá ýmsum sjónarhornum og stuðst við fornminjar, náttúruna og munnmælasögur sem gefa innsýn í fortíðina.
„Við förum í gegnum ákveðna atburði en tökum ekki fyrir heilu sögurnar. Við skoðum ekki alla Njálu, Laxdælu eða Gísla sögu. Við tökum ákveðna atburði úr sögunum sem hægt er að tengja við forngripi. Við tökum til dæmis silfur Egils úr Egils sögu, bardagann við Knafahóla úr Njálu, landnám Auðar djúpúðgu úr Landnámu og forsögu Laxdælu og fall Gísla Súrssonar í Gísla sögu.“

Kýrgil

Kýrgil – uppdráttur ÓSÁ.

Vala segir valið mikið til ráðast af því sem er til áþreifanlegt úr fortíðinni. „Silfur Egils varð fyrir valinu vegna þess að það fundust silfurpeningar í Kýrgili í Mosfellsdal og silfurpeningar slegnir í Skotlandi. Það er alveg hægt að leika sér með þetta. Sama er að segja um bardagann úr Njálu en dys og fleira hefur fundist á sama stað og sagan á að hafa gerst. Maður er svolítið að leika sér að því að tengja saman fornleifar og sögu og þess vegna valdi ég þessa atburði til þess að leika mér með.“

Alltaf að grafa
Leikin atriði úr Íslendingasögunum setja mikinn svip á þættina og Vala segist hafa fylgst náið með upptökum á þeim atriðum.
„Já, já. Ég er alltaf með frá a til ö. Þótt þetta sé samstarfsverkefni þá vill maður náttúrlega vera til staðar þó ekki væri nema bara upp á faglega þáttinn og að fylgja þessu úr vör. Það er líka svo gaman að sjá þetta verða að veruleika og þessa frábæru leikara sem við eigum á Íslandi sýna hvað í þeim býr. Allt fólkið sem kom að framleiðslunni var frábært og ég held að það hafi nú komið mér mest á óvart hvað fólk getur aðlagast ýmsu.“

Vala Garðarsdóttir

Vala Garðarsdóttir.

Enskur titill þáttanna er Journey´s End en hugmyndin er að reyna að selja þá til sýninga í nágrannalöndum Íslands. „Framleiðendurnir eru að reyna að selja þetta til hinna Norðurlandanna, Frakklands og Þýskalands og Bretlands jafnvel. Við höfum fundið fyrir miklum áhuga þannig að það virðist vera mikill áhugi á Íslendingasögunum í þessum löndum.“
Vala segist vera orðin mjög spennt og tilhlökkunin sé mikil enda langt um liðið síðan hún lagði upp í þennan leiðangur um fortíðina. Hún heldur samt að sjálfsögðu fullri einbeitingu í forn leifagrúskinu þar sem nóg er að gera. „Ég er búin að vera að grafa síðan í maí og verð að út október. Það er nú svona það sem ég geri venjulega, hitt er meira í hjáverkum.“

Skarphéðinn í uppáhaldi

Vala Garðarsdóttir

Vala Garðarsdóttir.

Vala heillaðist ung af Íslendingasögunum og hefur marg lesið þær og á auðvitað, eins og allir, sína eftirlætis persónu. Og sá er enginn aukvisi. „Það er kannski klisja en ég er mjög hrifin af Skarphéðni Njálssyni. Hann er svo margbrotinn og flókinn. Hann svo góður en að sama skapi er hann
grimmur. Hann rúmar allar andstæðurnar í einum manni. Gunnar á Hlíðarenda er líka alltaf í miklum hávegum hjá mér. Þeir eru andstæður en ég veit ekki hvort þetta segi meira um mig en eitthvað annað. Síðan eru náttúrlega konur eins og Hildigunnur Starkaðardóttir sem er einstaklega flott persóna.“

En Bergþóra og Hallgerður?
„Hallgerður er svo flókin og það er margt sem fer mikið í taugarnar á mér í fari hennar. En það er ekki hægt að neita því að hún sé margbrotin. Kvennaráðin eru köld hjá henni.“

Heimild:
-Fréttatíminn, 40. tbl. 05.10.2012, Heimur Íslendingasagnanna opnast með tenginu við fornminjar, Vala Garðarsdóttir, bls. 22-23.

Laugarnes

Laugarnes – minnismerki um kirkju í kirkjugarði. Í honum ku Hammgerður Fróðadóttir hafa verið grafin.

Krýsuvík

Guðni Gíslason skrifaði í Fjarðarfréttir 2023 um „Fornminjar eyðilagðar í Hamranesi“ í Hafnarfirði. Minjaverði hafði verið bent á að minjarnar væru ekki á minjakorti og Minjastofnun var með málið í skoðun. Í ritstjórnarpisli í inngangi umfjöllunarinnar segir hann m.a. um þátt bæjaryfirvalda í Hafnarfirði:

Guðni Gíslason

Fjarðarfréttir – Guðni Gíslason, ritstjóri.

„Greinilegt er að taka þarf til í meðferð skipulagsmála í Hafnarfirði. Klúður og ógagnsæi virðist sífellt aukast og menn virðast ekki lengur muna hvort deiliskipulag byggist á aðalskipulagi eða öfugt eins og nýlegar aðalskipulagsbreytingar í Hamraneshverfinu sýna. Þrátt fyrir að ekki sé búið að gera deiliskipulag finnst embættismönnum allt í lagi að veita framkvæmdaleyfi, sem segja lítið um hvað má og hvað ekki, og finnst ekki að það þurfi að kynna t.d. lagningu reiðvega eða vega í ósnortnu landi. Þetta skapar hættur þar sem minjaskráning er ófullkomin og minjar ekki skráðar vegna þess að sá sem skráir hefur ekki fyrir því að ráðfæra sig við þá sem þekkja til í bæjarlandinu. Það sakar ekki að vanda sig.“

HamranesÍ umfjöllunni segir: „Þar sem nú rís Hamraneshverfið er svæði sem kallaðist Dalurinn eða Ásflatir eða jafnvel Hellisdalur. Um það má m.a. lesa í örnefnalýsingum Gísla Sigurðssonar og Ara Gíslasonar.
Þar er fjárskjól sem hefur verið nefnt Hellirinn eða eins og Gísli nefnir það Hellishraunsskjól en hraunið í dalnum er nefnt Hellishraun. Þetta svæði var í landi bæjarins Áss undir Ásfjalli. Skjólið, sem í raun var aðkoma að hellinum var að sögn Gísla vel hlaðið en hrunið þegar hann skráði upplýsing arnar á síðustu öld.

Var með í Ratleik Hafnarfjarðar

Ratleikur

Bæjarstjóra Hafnarfjarðar, Rósu Guðbartsdóttur, afhent Ratleikskortið.

Í þessum helli var eitt merkið í Ratleik Hafnarfjarðar 2021 og var þá forstöðumanni Byggðasafnsins bent á að fjárskjólið væri ekki merkt á minjakorti bæjarins sem þá hafði nýlega verið birt. Var þá upplýst að fjárskjólið væri þó skráð. Bæjarstjóri, Rósa Guðbjartsdóttir fékk afhent fyrsta Ratleiks kortið þar sem fjárskjólið er merkt.
Ekki er til deiliskipulag af svæðinu þar sem fjárskjólið er, en hverfið er að mestu hannað sem þróunarreitir þar sem lóðarhafar fá að koma sjálfir með tillögu að deiliskipulagi. Í aðalskipulagi var svæðið merkt sem íbúðasvæði þar til á breyttu aðalskipulagi frá 4. maí 2021 er svæðið er merkt sem miðsvæði.

Fjárskjól eyðilagt án nokkurra heimilda
HamranesVið skoðun á svæðinu í síðustu viku má sjá að öll ummerki um fjárskjólið eru horfin og hellirinn hefur verið brotinn niður af hluta og lögð hefur verið sver lögn þarna um. Á tillögu að deiliskipulagi fyrir þetta svæði má sjá að þvert yfir svæðið er gert ráð fyrir kvöð um lagnaleið en merkingar á minjunum vantar inn á deiliskipulagið.

Minjastofnun benti á minjarnar
Í bréfi til umhverfis og skipulagssviðs Hafnarfjarðar þann 20. júlí 2020 svaraði Minjastofnun erindi skipulagsfulltrúa Hafnarfjarðarkaupstaðar þar sem óskað var eftir umsögn stofnunar innar um tillögu að aðalskipulagsbreytingu sem náði til svæðis í Hamranesi (og var samþykkt 4. maí 2021 eins og nefnt er hér að ofan). Þar segir m.a.: „Á svæðinu eru skráðar einar minjar (nr. 2061-1), fjárskýli sem er fyrirhleðsla við hraunhelli. Taka þarf tillit til minjanna þegar kemur að deiliskipulagsvinnu.“

Hvað varð um ábendinguna
HamranesSigurður Haraldsson, sviðsstjóri umhverfis og skipulagssviðs, segist ekki hafa vitað af minjunum og viti ekki hvers vegna ábending Minja stofnunar hafi ekki komist til skila í skipulagsvinnuna. Hann nefndi þó að notast hafði verið við minjaskráningu á vef fyrir Hafnarfjörð, www.map.is/hafnarfjordur en þar eru þessar minjar ekki merktar inn. Málið yrði þó skoðað.

Minjastofnun með málið í skoðun

Þór Hjaltalín

Þór Hjaltalín.

Minjavörður Reykjaness hjá Minjastofnun, Þór Ingólfsson Hjaltalín, sagði í svari við fyrirspurn Fjarðarfrétta ætla að skoða skemmdir á minjunum og taka málið fyrir hjá stofnununni.
Í minjaskráningu Atla Rúnarssonar frá 14.10.2019 er fjárskjólið sagt í landi Hvaleyrar og ástand sagt illgreinanlegt. Hætta er sögð vegna bygginga fram kvæmda og í lýsingu er haft eftir lýsingu í athugasemdum Katrínar Gunnarsdóttur í fornleifaskráningu frá 2005: „Þar sem hleðslur fjárhellisins hafa hrunið niður og varla mögulegt að segja til um hvar og hvernig þær hafa verið, er ekki ástæða til að varðveita hellinn sem heimild um búsetuhætti fyrir tíma.“
Í pistli „Dalurinn – Hellishraunsskjól“ á www.ferlir.is skrifar Ómar Smári Ármannsson fornleifafræðingur og sérfræðingur í mannvistarminjum á Reykjanesi 12. febrúar 2019: „Þrátt fyrir framangreinda umsögn er full ástæða til að varðveita fjárskjólið sem og svæðið þar umleikis, ekki síst vegna þess að þarna er um að ræða eitt af fáum fjárskjólum, þeim mikilvægu mannvirkjum frá fyrri tíð, í landi Hafnarfjarðar“.

Fleiri minjar sem ekki eru merktar í skipulagi

Leynir

Skjól í Leyni. Nú horfið.

Dæmi eru um skráðar minjar sem finna má á korti en eru ekki merktar inn á deiliskipulag og smalaskjól sem finna má við Tinhellu er t.d. inn á athafnalóð og í minjaskráningu eru þær ekki sagðar í neinni hættu.
Þá eru líka dæmi um að náttúruminjar séu ekki skráðar eins og Litli Rauðimelur en hann er rétt við Stóra Rauðamels námurnar sem nú er fyrirhugað að stækka vegna hafnargerðar í Straumsvík. Liggur fyrir deiliskipulagsbreyting vegna þessa án þess að Litla Rauðamels sé getið í umhverfisskýrslu.

Stórhöfði

Stórhöfði – fjárskjól. Óskráð.

Þá eru fleiri fornminjar óskráðar í bæjar landinu, m.a. fjárskjól við Stórhöfða sem gæti verið í hættu vegna fyrir hugaðs reiðstígs sem veitt hefur verið framkvæmdaleyfi fyrir án þess að deiliskipulag liggi fyrir eða að málið hafi verið kynnt almenningi.
Virðist eins og áhugi fyrir fornminjum og náttúruminjum sé lítill í stjórnsýslunni og þykir mörgum vont að vita til þess að minjar séu eyðilagðar án þess að leitað hafi verið eftir áliti og samþykki Minjastofnunar.“

Samtrygging aðila innan minjavörslunnar, s.s. Minjaráðs, virðist slík að nánast ómögulegt er fyrir venjulegt fólk að mótmæla eða vekja athygli á því sem miður fer þegar fornleifarnar eru annars vegar.
Ekkert hefur a.m.k. heyrst frá Minjastofnun vegna framangreindrar eyðileggingar fornminjanna í Dalnum.

Heimild:
-Fjarðarfréttir, 3. tbl. 02.03.2023, Fornminjar eyðilagðar í Hamranesi – Guðni Gíslason, bls. 10.

Hafnarfjörður

Heiðarbrunnur. Flókavarða ofar. Óskáð fornleif í Hafnarfirði.

Krýsuvík

Í Morgunblaðinu 2012 var viðtal við Ómar Smára Ármannsson um jarðrask það er fylgdi borunarframkvæmdum HS-orku á Reykjanesskaganum þar sem hvorki væri tekið tillit til umhverfissjónarmiða né minjaverndar.

Brennisteinsvinnsla

Brennisteinsnám á Reykjanesskaganum – fyrirliggjandi fornleifaskráning.

Viðtalið er að mörgu leyti merkilegt, ekki síst í ljósi þess að síðan það var tekið fyrir 13 árum hefur HS-orka hafið borun í Krýsuvík þar sem fyrirtækið byrjaði á því á fyrsta degi að eyðileggja fornar minjar, fyrrum brennisteinsnámuhús Krýsuvíkurbónda frá því á 18. öld, þrátt fyrir að athygli jarðfræðings fyrirtækisins hafði skömmu áður verið vakin á tóftunum, standandi á vettvangi. Auk þess hafði viðmælandi fornleifaskráð allar brennisteinsminjar á Reykjanesskaganum, án þess þó að HS-orka hefði sýnt þeirri fyrirliggjandi vinnu hinn minnsta áhuga.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafði gefið leyfi til framkvæmdanna án þess að krefjast eðlilega áður fornleifaskráningar á svæðinu sem verður að teljast verulega ámælisvert. Ekki er vitað hvort sú sérstaka stofnun Fornleifavernd ríkisins hafi æmt hið minnsta eða skræmt vegna alls þessa. Og hvers vegna eiga verktaktar að fá að ákveða hversu mikið jarðsrask vegna einstakra framkvæmda verður hverju sinni? Hafa ber í huga að fæstar ákvarðanir þeirra hafa hingað til verða að teljast vitsmunalegar, enda, að því er virðist, einungis byggðar á eigin hagsmunum.

Minnka mætti rask með minni borteigum

Ómar Smári

Ómar Smári Ármannsson Krýsuvík.

„Þetta snýst ekki um hvort það eigi að virkja eða ekki heldur að það verði gert þannig að menn geti verið sáttir við framkvæmdirnar,“ segir Ómar
Smári Ármannsson um fyrirhugaðar jarðhitaboranir á Reykjanesskaganum. Hann segir augljóst að við nýlegar og eldri virkjunarframkvæmdir á Suðurnesjum og víðar hafi ekki verið vandað nægilega vel til verka, hægt hefði verið að hafa borstæðin eða borteigana undir jarðborana mun minni, leggja vegi og pípur og reisa virkjanamannvirki þannig að minna beri á þeim í landslaginu.

Sogin

Sogadalur – efra borplanið.

Ómar Smári er vel þekktur fyrir áhuga sinn á náttúru og minjum Reykjanesskagans, einkum í tengslum við ferðahópinn Ferlir en einnig vegna þess að hann er aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu. Morgunblaðið fór í vikunni með Ómari um þrjú svæði á Suðurnesjum; að Trölladyngju og Sogum, Eldvörpum og Krýsuvík. Á öllum þessum svæðum, og raunar víðar á Suðurnesjum, stendur til að virkja jarðhita og svæðin raðast öll í nýtingarflokk samkvæmt rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða.

Sogadalur

Sogadalur – neðra borplanið.

Við Trölladyngju eru tvær nýlegar tilraunaborholur HS orku. Önnur þeirra og sú nýrri (frá 2006) er uppi í hlíð, við gönguleiðina að Sogunum sem er vinsælt útivistarsvæði og rómað fyrir náttúrufegurð. Þar var gert borplan sem Ómar og blaðamaður mældu að væri 45×70 metrar að stærð eða rúmlega 3.000 fermetrar. Það sem upp úr stendur af borholunni sjálfri – en hún reyndist reyndar ónothæf – er ekki nema 2,5×5 metrar.

Ómar Smári fylgdist með framkvæmdunum á sínum tíma og hann segir ljóst að planið hefði mátt vera mun minna, í það minnsta helmingi minna, ef viljinn hefði verið fyrir hendi. Hægt hefði verið að leggja plan undir borinn en síðan flytja aðföng að honum eftir því sem þurfti.

Sogadalur

Sogadalur – hér má sjá óskráða selið ofarlega t.v. sem naumlega slapp við vegslóðann og efra borplanið neðst t.h.

Rafstöðina hefði mátt hafa annars staðar og leggja raflínu meðfram veginum. Pípur hefði mátt hafa á neðra borplaninu og flytja þær upp eftir og varahlutir og vinnuskúra hefði sömuleiðis mátt hafa þar. Þess í stað hefði jarðýta gert ljótt sár í hlíðina og síðan hefði hundruðum tonna af möl verið ekið á staðinn til að útbúa óþarflega stórt borplan.
Hafa yrði í huga að jafnvel þótt borholan hefði virkað væri endingartími jarðhitavirkjana ekki nema 50-60 ár. Illgerlegt eða ómögulegt væri að fjarlægja ummerki um holuna að þeim tíma liðnum. Þá minnir hann á að rökin með virkjunum séu gjarnan þau að þær skapi atvinnu. „En það fá ekki færri vinnu við að virkja þótt borstæðið sé lítið,“ segir hann.

Sést yfir fornminjar

Sogadalur

Sogadalur – seltóft skammt frá vegarlagningunni upp á efra borplanið.

Ómar Smári tekur fram að hann er ekki andvígur því að auðlindirnar séu nýttar. Vinnubrögðin við borholurnar við Trölladyngju og víðar séu á hinn bóginn þannig að þau hljóti að draga úr stuðningi við virkjanir.
„Hér sjá menn bara eyðileggingu og hugsa: Verður þetta allt svona?“ Hann bendir einnig á að tilviljun ein hafi ráðið því að vegurinn sem liggur upp að borstæðinu hafi ekki farið yfir gamalt sel en tóftir þess kúra í hlíðinni. Raunar hafi vegurinn verið lagður án gilds framkvæmdaleyfis þá og þegar hann var
lagður. Leyfið fékkst eftir á og þá hjá viðeigandi sveitarfélagi. Sjaldan eru allar tóftir skráðar.

Krýsuvík

Krýsuvík neðan Baðstofu – fornleifar 2024.

Það gildir t.d. um tóftir í Krýsuvík sem að óbreyttu muni fara undir borplan, þar séu auðsjáanlega fornminjar sem hvergi hafi verið skráðar eða rannsakaðar. Aðspurður segir Ómar Smári að með tillögu HS orku vegna borunar í Krýsuvík hafi fylgt fornleifaskráning. „Í skýrslunni eru þessar tóftir ekki tilgreindar og það eru ekki nógu góð vinnubrögð.“
Þriðja svæðið sem farið var um var Eldvörp en þar vill HS Orka bæta við fimm borteigum, þar af tveimur sem eru á skilgreindu iðnaðarsvæði. Einn borteigur er þar fyrir, ríflega 3.100 fermetrar auk um 1.200 fermetra svæðis meðfram veginum sem var raskað.

Eldvörp

Eldvörp.

Ómar Smári segir að í Eldvörpunum verði að fara sérstaklega varlega enda sé svæðið ríkt af fegurð og sögu en um leið afar viðkvæmt. Ástundi menn sömu vinnubrögð og hingað til lítist honum hins vegar ekki á blikuna.

Ætla að fara varlega

Eldvörp

Eldvörp – borholuplan. Ekkert af nefndum borholuplönum á Reykjanesskaganum hafa komið framkvæmdaraðilum til góða úr því sem komið er.

Ásbjörn Blöndal, forstöðumaður þróunarsviðs HS Orku, segir að við Eldvörp standi til að fara eins varlega og framast sé unnt. Til standi að beita skáborun og bora í um 1.000-1.200 metra frá teigunum, miðað við lóðlínu, sem sé það mesta sem hægt sé að gera í jarðlögum sem þessum.
En hvað þá með stærð borteiganna? Ásbjörn segir að undanfarin ár og áratugi hafi menn reynt að taka sem minnst svæði undir borteiga. „Það er fyrst og fremst verktakinn sem ákvarðar hvað hann þarf til að hann geti unnið verkið sómasamlega. Það hefur allt kapp verið lagt á að hafa umfangið eins lítið og
kostur er.“

Eldvörp

Eldvörp – nýtt og nánast óþarfa borstæði.

Nokkuð frá Eldvörpunum er annar og mun stærri borteigur, um 6.000 fermetrar að stærð, samkvæmt lauslegri mælingu. Á honum eru tvær niðurdælingarholur fyrir Svartsengi og Ásbjörn segir að það hafi verið sú stærð sem þurfti fyrir tvær holur. Þá tekur Ásbjörn fram að HS Orka vinni náið með Grindavíkurbæ að undirbúningi framkvæmda við Eldvörp. Svæðið sé hverfisverndað og ekki verði hróflað við gígunum, enda séu þeir friðaðir. Teigarnir verði að mestu við núverandi veg og pípur og annað lagðar meðfram honum.

Eldvörp

Eldvörp – borplan. Hvenær skyldi „hraunhellur/hraungrýti verða lagðar þarna yfir? Hvers vegna ekki að minnka borteigana svo eftirkostnaðurinn verði minni en ella, af fenginni reynslu.

Meðal þess sem hefur verið rætt um að gera er að leggja hraunhellur/hraungrýti yfir þá borteiga sem ekki nýtast, þ.e. ef holurnar gefa ekki af sér orku. Þá megi nánast afmá ummerki um rask, líkt og hafi verið gert við hús Bláa lónsins. Slíkt sé ekki hægt að gera við vinnsluholur því þær þurfi að hreinsa reglulega með bortæki.
Deiliskipulagstillaga að framkvæmdum í Eldvörpum er nú til meðferðar hjá Grindavíkurbæ.

Óskráðar fornminjar

Ómar Smári bendir á að tilviljun ein hafi ráðið því að vegurinn sem liggur upp að efra borstæðinu við Trölladyngju hafi ekki verið lagður yfir gamalt sel en tóftir þess kúra í hlíðinni.

Krýsuvík

Krýsuvík – borsvæðið á upphafsdögum þess. Hér er búið að afmá fornminjar, bæði vegna ástæðu og án líklegra eftirmála.

Raunar hafi vegurinn verið lagður án gilds framkvæmdaleyfis. [Bæjarstjórn Voga gaf út leyfið, en þegar bent var á að umráðasvæðið væri innan marka Grindavíkur gaf bæjarstjórn Grindavík út afturvirkt framkvæmdarleyfi án nokkurrar umhugsunar.] Þessar fornminjar hafi raunar hvergi verið skráðar. Hið sama eigi við um tóftir í Krýsuvík sem að óbreyttu muni fara undir borplan. Þar séu auðsjáanlega fornminjar sem hvergi hafi verið skráðar eða rannsakaðar. Aðspurður segir Ómar Smári að með tillögu HS orku vegna borunar í Krýsuvík hafi fylgt fornleifaskráning sem unnin var af Fornleifavernd ríkisins. „Í skýrslunni eru þessar tóftir ekki tilgreindar og það eru ekki nógu góð vinnubrögð,“ segir Ómar Smári.

Krýsuvík

Krýsuvík. Grænavatn t.v. og Gestsstaðavatn t.h.

Þá mætti auðveldlega hafa borplanið á öðrum stað, aðeins nokkrum tugum metra frá séu ónýt útihús sem mætti rífa og nota svæðið sem borplan.“

Heimild:
-Morgunblaðið, 105. tbl. 05.05.2012, Minnka mætti rask með minni borteig – Óskráðar fornminjar, texti: Rúnar Pálmason, bls. 12-14.

Sogasel

Selin í og við Sogagíg, Sogalækur og vegslóðinn upp að efra borstæðinu. – Uppdráttur ÓSÁ.

Krýsuvík

Það hlaut að koma að því!. HS-orka hefur hafið framkvæmdir við borstæði í Krýsuvík undir Hettu og Baðstofu og byrjaði á því, að venju, að ganga um svæðið á „skítugum skónum“.

Krýsuvík

Krýsuvík neðan Baðstofu – fornleifar 2024.

Fyrsta fórnalambið var, að venju, ein fornleif af tveimur frá 18. öld, eða jafnvel þeirri 17., þegar Krýsuvíkurbóndi flutti út brennistein úr námunum til tekjuauka. Stórvirkri vinnuvél hafði einfaldlega, af óskiljanlegri ástæðu, verið ekið rakleitt yfir sögulega tóftina, líkt og jafnan er gert við upphaf stærri framkvæmda á Reykjanesskaganum. Þetta virðist vera það fyrsta sem framkvæmdaraðilum dettur í hug við þegar þeir mæta á vettvang. Akstur vinnuvélarinnar nákvæmlega þarna er með öllu óskýrður. Svar hlutaðeigenda verður eflaust sem og svo oft áður við slíkar aðstæður; „Sorry, gröfustjórinn vissi ekki betur„. Fulltrúi Byggðasafns Hafnarfjarðar mun að öllum líkindum, líkt og vanalega, sverja af sér alla vitneskju um minjarnar þrátt fyrir að hafa, greinilega með mistækum árangri, talið sig hafa fornleifaskráð svæðið opinberlega. Þessar tilteknu minjar, þrátt fyrir skráðar fyrirliggjandi heimildir af svæðinu sem og vitneskju um þær, fóru bara, að venju, milli „skips og bryggju“ hlutaðeigandi yfirvalda.

Krýsuvík

Krýsuvík neðan Baðstofu – fornleifar.

Ef að líkum lætur mun Minjastofnun ekkert aðhafast vegna þessa, þrátt fyrir að vitað var um minjarnar eftir opinberlega birta ritgerð um brennisteinsnám á Reykjanesskaga frá 2011 á vefsíðunni ferlir.is sem og útgefna sérstaka sjálfstæða fornleifaskráningu af brennisteinsnámusvæðinu í Brennisteinsfjöllum, Seltúni og Baðstofu í Krýsuvík frá árinu 2014 að frumkvæði fornleifafyrirtækisins Antikva, auk þess sem fulltrúi HS-orku, BÓF, hafði áður verið kvaddur á svæðið, honum bent sérstaklega á minjarnar, og hann beðinn, með fullri vinsemd, um að gæta þess að fornleifunum þeim yrði hlíft ef og þegar að kæmi að aðkomu stórtækra vinnuvéla.

Krýsuvík

Krýsuvík neðan Baðstofu – fornleifar.

Þrátt fyrir allar ábendingarnar var ekki talin ástæða, að mati ráðandi aðila, í aðdragandanum, að fornleifaskrá framkvæmdarsvæðið sérstaklega, sem verður nú að teljast einstaklega ámælisvert. Þarna hafa kjörnir fulltrúar ríkis, sveitarfélagsins og framkvæmdaraðilans augljóslega sofið á verðinum. Talandi um „græna vegginn“ í Mjóddinni??!!

Eyðileggingin er dæmigerð fyrir sofandahátt þeirra, sem fá greitt fyrir að eiga að vinna vinnuna sína, en virðast því miður vera allt of uppteknir við eitthvað allt annað en það sem þeim er ætlað….
Málmleitartæki

Í „Þjóðminjalögum“ frá árinu 2001 (nr. 107 31. maí) var ákvæði er gerði notkun málmleitartækja við leit að forngripum í jörðu óheimila nema með sérstöku leyfi þjóðminjavarðar. Ákvæðið var í 16. gr. laganna og hljóðaði þannig: „Óheimil er notkun málmleitartækja eða annars tækjabúnaðar við leit að forngripum í jörðu nema með sérstöku leyfi þjóðminjavarðar.“

Hafnir

Fornleifarannsókn í Höfnum.

Í 18. gr. laganna voru „forngripir“ skilgreindir þannig: „Forngripir eru lausar fornminjar, einstakir hlutir, 100 ára og eldri. Þegar forngripir finnast sem liggja eða legið hafa í jörðu skal finnandi tilkynna Fornleifavernd ríkisins fundinn svo fljótt sem við verður komið.“
Þjóðminjalögin hafa verið felld úr gildi.

Í „Þjóðminjalögum“ frá 1989 (nr. 89 29. maí) var sambærilegt ákvæði í 24. gr.: „Óheimil er öðrum en starfsmönnum þjóðminjavörslunnar notkun málmleitartækja eða annars tækjabúnaðar við leit að forngripum í jörðu nema með sérstöku leyfi þjóðminjavarðar„.

Ekkert slíkt ákvæði var í „Þjóðminjalögunum“ 1969 (nr. 52 19. maí 1969).

Málið var að enginn greinarmunur var gerður í lögunum hvort fólk væri að leita með málmleitartækjum að nýlegum minjum eða fornum.

Málmleitartæki

Fornleifafræðingar nota málmleitartæki – nú án þess að spyrja um sérstakt leyfi frá Þjóðminjaverði.

Nú eru í gildi „Lög um menningarminjar“ (nr. 80 29. júní 2012) er tóku gildi 1. jan. 2013. Í þeim lögum er hvergi getið um bann við notkun málmleitartækja í leit að fornminjum í jörðu. Í 3. gr. laganna eru „fornminjar“ skilgreindar þannig í 3. gr.: „Fornminjar samkvæmt lögum þessum eru annars vegar forngripir og hins vegar fornleifar.

Fornleifar

Fornleifar undir Bessastaðastofu.

-Forngripir eru lausamunir 100 ára og eldri sem menn hafa notað eða mannaverk eru á og fundist hafa í eða á jörðu eða jökli, í vatni eða sjó. Skip og bátar frá því fyrir 1950 teljast til forngripa. Til forngripa teljast einnig leifar af líkömum manna og hræjum dýra sem finnast í fornleifum, svo sem fornum haugum, dysjum og leiðum.
-Fornleifar teljast hvers kyns mannvistarleifar, á landi, í jörðu, í jökli, sjó eða vatni, sem menn hafa gert eða mannaverk eru á og eru 100 ára og eldri„.

Á Vísindavef HÍ er spurningunni „Nota fornleifafræðingar á Íslandi málmleitartæki?“ svarað:

Málmleitartæki

Auðvelt er að finna fornminjar í jörðu með notkun málmleitartækja.

„Líklegt er að flestir fornleifafræðingar hafi haldið á málmleitartæki að minnsta kosti einu sinni, enda leitar fornleifafræðin mjög oft til annarra tækni- og vísindagreina þegar kemur að framþróun.

Fornleifar

Fornleifauppgröftur.

Fornleifafræði er fjölbreytt fag, enda eru margar hliðar á hinu liðna. Fornleifafræðingar rannsaka allt frá sameindasýnum undir smásjá að samhengi milli bæja á lands- og heimsálfuvísu, og breytingar sem eiga sér stað yfir margar aldir. Fornleifafræðingar skrifa um atburði sem ýmsir aðrir fræðimenn tjá sig um – þá helst sagnfræðingar. En hvað greinir fornleifafræðinga frá öðrum fræðimönnum? Í stuttu máli má segja að rannsóknarviður þeirra sé venjulega einhvers konar efnismenning. Fornleifafræðingar túlka liðna atburði með tilliti til mannvistarleifa. Auðvitað þurfa þessar leifar ekkert endilega að vera fornar – aðferðafræði fornleifafræðinga geta oft sagt margt um nýliðna atburði.

Fornleifar

Minjafundur við uppgröft.

Það er mikilvægt að hafa hugtakið ‘aðferðafræði’ í huga þegar rætt er um fornleifafræði, enda safna fornleifafræðingar gögnum með mjög einkennandi aðferðum. Þá má helst nefna uppgröftinn sjálfan; þó eru til fjölmargar aðrar leiðir til að afla gagna um efnismenningu hins liðna.
Fornleifafræðingar grafa með ýmsum aðferðum, en þær eru allar ítarlegar og kalla á mikla teikni- og skráningarvinnu. Algengasta aðferðin (svokölluð single-context recording) krefst þess að öll jarðlög séu grafin í öfugri tímaröð, frá hinu yngsta til hins elsta.

Gjóskusnið

Unnið við að sniðgreina gjóskulög í jarðvegssniði.

Jarðlög eru aðskilin á þeirri forsendu að hægt sé að útskýra hluta efnis innan uppgraftarsvæðis sem afleiðingu einhvers konar atburðar. Slíkir atburðir geta varað í margar aldir eða nokkur augnablik; fornleifafræðingar reyna sjaldan að tjá sig um það. Mikilvægara er að geta raðað þessum atburðum í tímalinu – atburðarás frá nútímanum að órofnu jarðlagi sem sýnir engin ummerki um mannvist. Fornleifafræðingar reyna að skilja þessa atburðarás með því að fjarlægja hið yngsta fyrst, þar til engin mannvistarummerki eru sjáanleg lengur. Það er því alls ekki markmið fornleifauppgraftar að finna málmgripi sérstaklega – allur jarðvegur innan rannsóknarsvæðis er fjarlægður og skrásettur.

Málmleitartæki

Málmleitartæki.

Í stuttu máli er takmarkað gagn af málmleitartæki við fornleifauppgröft, en tækið bíður upp á rannsóknaraðferðir sem geta hæglega aflað gagnlegra upplýsinga um liðna atburði þegar aðstæður leyfa, þá helst við yfirborðsmælingar eða kortlagningu á uppblásnum svæðum.

Málmleitartæki nota segulsvið til að finna málmhluti á stuttu færi, sjaldan lengra en 40 cm. Sum greina einnig á milli ólíkra málma. Venjulega eru slík tæki notuð til að finna málmhluti undir yfirborði. Hvernig gæti slíkt tæki gagnast við fornleifauppgröft? Ef fjarlægja þarf yngstu jarðlög fyrst, þá er lítið gagn af vitneskju um gripi neðar í jarðveginum. Ef gripurinn situr í jarðlagi sem er eldra en hið yngsta óuppgrafna lag, þá er ekki tímabært að grafa hann upp. Ef hann tilheyrir yngsta óuppgrafna jarðlaginu, þá mun hann finnast við uppgröft, enda vanda fornleifafræðingar sig mjög við uppgröftinn.

Fornmunir

Fornmunur.

Einnig er vert að hafa í huga að vanalega er einfalt að sjá ummerki um málmhlut, þar sem tæring málms litar og breytir jarðveginum umhverfis málminn. Fyrir þær sakir er ekki algengt að sjá fornleifafræðinga nota málmleitartæki á uppgraftarsvæðum.
En hvað ef fornleifafræðingar sjá einfaldlega ekki málmgripinn við uppgröft? Þá endar hann væntanlega í fötu sem tæmd er í moldarhaug. Hér getur málmleitartækið komið að góðum notum, og hefur höfundur þessa svar séð slíkt tæki notað sem hálfgert öryggisnet til að ná málmhlutum sem fóru óvart á hauginn. Þó er slík notkun ekki algeng. Fornleifafræðingar nota frekar sigti til að forðast þetta, en sigtið gagnast að sjálfsögðu einnig til að finna mannvistarleifar sem ekki eru úr málmi, eins og viðar- og beingripi. Einnig bíður sigtið upp á mun ítarlegra öryggisnet en málmleitartækið, enda fer allur jarðvegurinn í gegnum sigtið.

Málmleitartæki

Sérsveit lögreglunnar með málmleitartæki að leit að „fornleif“ í jörðu við Austurgötu í Hafnarfirði.

Oft eru aðstæður óhentugar fyrir málmleitartæki. Málmleitartæki nema málmhluti á allt að 40 cm færi, ef stærð hlutarins leyfir. Einnig þarf að hafa í huga að málmur í bergi getur truflað tækið. Bergtegundir hafa iðulega eitthvað magn af járni, enda eru bergtegundir flokkaðar meðal annars af járnoxíðhlutfalli (FeO-hlutfall) þeirra. Blágrýti, algengasta bergtegundin á Íslandi, hefur hátt járnoxíðhlutfall.

Fornmunir

Vettvangur stríðsátaka er vinsæll meðal fólks.

Í ljósi þess mætti segja að tækið virki ekki vel nema mannvistarlög séu innan við 40 cm frá yfirborði og bergið dýpra. Þetta er ansi þröngur gluggi.
En málmleitartæki geta þó gagnast fornleifafræðingum við ákveðnar aðstæður. Gefum okkur að fornleifafræðingur vilji rannsaka bardaga þar sem skotvopn voru notuð. Líklegt er að skotárásir hermanna hafi skilið eftir mikið magn af skothylkjum. Hér gæti málmleitartæki komið sér vel til að kortleggja helstu átakasvæði bardagans. Connor & Scott telja að slíka notkun megi rekja til ársins 1958, þegar Ron Rickey kortlagði staðsetningu hermanna í bardögunum í Little Bighorn og Big Hole í Montana.

Málmleitar

Í leit að fornmunum með málmleitartæki.

Á Íslandi var notkun málmleitartækja lengi vel bönnuð. Þau voru gerð lögleg með nýjum menningarminjalögum sem tóku gildi 1. janúar 2013 (þó ekki hljóðalaust). Nýlega var málmleitartæki notað við rannsókn á mögulegri höfn við Vatnsfjörð í Ísafjarðardjúpi, og ekki kæmi á óvart þó tækið skjóti oftar upp kollinum hér á landi.
Í stuttu máli er takmarkað gagn af málmleitartæki við fornleifauppgröft, en tækið bíður upp á rannsóknaraðferðir sem geta hæglega aflað gagnlegra upplýsinga um liðna atburði þegar aðstæður leyfa, þá helst við yfirborðsmælingar eða kortlagningu á uppblásnum svæðum. Þó slík tæki hafi verið bönnuð lengi á Íslandi eru þau nú lögleg.“

Í Morgunblaðinu 23. október 2014 er fjallað um notkun málmleitartækja undir fyrirsögninni „Amast við fjársjóðsleit„.
Ekki gert ráð fyrir aðkomu áhugamanna að leit að fornminjum -Ekki lengur bannað að nota málmleitartæki en ekki má hreyfa við jarðvegi í leit að forngripum -Skylda að tilkynna um gripi.

Málmleitartæki

Áhugafólk við leit að fornminjum.

„Ekki er gert ráð fyrir aðkomu áhugamanna við leit að fornminjum í lögum um menningarminjar. Þeir geta leitað á yfirborðinu, til dæmis með málmleitartækjum, en mega ekki róta í jarðvegi til að fá svar við því hvort forngripir eru undir. Forstöðumaður Minjaverndar ríkisins veltir því fyrir sér hvort ekki ætti að gera ráð fyrir samstarfi við áhugafólk við þá stefnumörkun sem nú er framundan.

Málmleitartæki

Staffordshire-sjóðurinn í Englandi fannst með aðstoð málmleitartækis.

Fréttir berast oft af því frá nágrannalöndunum að áhugamenn um fornminjar hafi rambað á merka forngripi með notkun málmleitartækja. Áhugamenn hafa til dæmis fundið merka fjársjóði frá víkingaöld, bæði í Danmörku og Bretlandi.

Málmleitar

Derek McLennan með gripi sem hann fann með málmleitartæli.

Nýjasta dæmið er Skotinn Derek McLennan sem fann falinn fjársjóð frá víkingaöld í Dumfriesskíri í síðasta mánuði. Telja sérfræðingar þetta merkasta fjársjóð sem fundist hefur á Skotlandi. McLennan og félagar hans voru að leita með málmleitartækjum. Hann datt líka í lukkupottinn í fyrra þegar hann fann stærsta sjóð silfurpeninga frá miðöldum sem fundist hefur í Skotlandi.

Erfið samviskuspurning
Leit að forngripum er áhugamál fjölda fólks í nágrannalöndunum, ekki síst í Bretlandi. Þar eru reglur um slíka leit rýmri en á Norðurlöndunum og svipar til reglna í Bandaríkjunum. Íslenskar reglur taka mið af norrænum rétti þar sem þeir eru tortryggðir sem leggja það á sig að leita að forngripum. Óttast fornleifafræðingar að fólk hirði sjálft gripina og valdi tjóni á fornleifum. Þannig var almenningi bannað að nota málmleitartæki við fornleifarannsóknir en búið er að taka það ákvæði út úr íslenskum lögum.

Fornmunir

Gripir, sem Derek fann með aðstoð málmleitartækis.

Það nýmæli er í lögum um menningarminjar sem samþykkt voru á árinu 2012 að einungis þarf formlegt leyfi Minjastofnunar til að stunda fornleifarannsóknir sem hafa jarðrask í för með sér. Tilkynna þarf aðrar rannsóknir, þótt ekki sé grafið upp. Þá er það spurningin hvað maðurinn með málmleitartækið gerir þegar hann fær svörun um að eitthvað sé undir. Hann má ekki grafa eftir fornleifum. Hann má sjálfsagt grafa ef hann telur að undir sé járnadrasl yngra en 100 ára. Þetta hlýtur að vera erfið samviskuspurning.
Hitt er svo annað mál að fornleifafræðingar nota lítið málmleitartæki við rannsóknir sínar hér á landi. Hefðbundnari aðferðir henta þeim betur. Þá má geta þess að járninnihald bergs er hátt hér á landi og getur truflað tækin.

Málmleitartæki

Hægt er að greina sprengubrot með aðstoð málmleitatækja.

Málmleitartæki eru notuð við ýmislegt fleira en að leita að jarðsprengjum og silfursjóðum. Þau eru til sölu í verslunum, bæði tæki sem henta atvinnumönnum í framkvæmdum og áhugamönnum. Þau kosta frá fáeinum tugum þúsunda en draga þá skammt. Tæki eins og Skotinn var með kosta hér um 130 þúsund krónur, samkvæmt upplýsingum frá versluninni Íhlutum. Málmleitartæki er einnig hægt að fá leigð í áhaldaleigum. Hentugt getur verið að grípa til þeirra ef skartgripur hverfur í sandinn í Nauthólsvík.

Ekki margir sjóðir hér

Málmleitartæki

„Mesti og mik­il­væg­asti“ silf­ur­sjóður frá vík­inga­tím­an­um, sem fund­ist hef­ur í Bretlandi frá ár­inu 1840, verður sýnd­ur al­menn­ingi í London og York eða Jór­vík í næsta mánuði. Er hann tal­inn geta varpað nýju ljósi á þenn­an tíma.
Talið er, að auðugur maður og kannski vík­ing­ur hafi grafið hann í jörð í Norðimbralandi á 10. öld, lík­lega 927 eða 928, til að koma í veg fyr­ir, að hann félli í hend­ur Engil­söx­um en þeir tók­ust oft á um yf­ir­ráð yfir land­inu við vík­inga eða nor­ræna menn. Er sjóður­inn met­inn á rúm­lega millj­ón sterl­ings­punda, rúm­lega 205 millj­ón­ir ís­lenskra króna.
Pen­ing­arn­ir segja sína sögu:
Í sjóðnum er meðal ann­ars silf­ur­bik­ar, sem einn og sér er met­inn á meira en 40 millj. kr., 617 pen­ing­ar, hring­ar og óunnið silf­ur. Talið hef­ur verið, að á þess­um tíma hafi Stafford­skíri og Jór­vík­ur­skíri verið und­ir yf­ir­ráðum Engilsaxa en af sum­um pen­ing­anna má þó ráða, að nor­ræn­ir menn hafi þá verið að slá sína eig­in mynt á þess­um svæðum. Að öðru leyti voru pen­ing­arn­ir komn­ir víða að, frá Norður­lönd­um, meg­in­landi Evr­ópu, frá Tashkent í Úsbekíst­an og alla leið frá Af­gan­ist­an. Þykir það sýna vel hve menn­ing­ar­leg og efna­hags­leg tengsl við um­heim­inn voru mik­il á þess­um tíma.

Ekki eru miklar líkur á að stórir silfursjóðir liggi hér í jörðu. Það er ef til vill heppilegt fyrir fornleifaverndina. Freistingarnar eru minni. Mjöll Snæsdóttir, fornleifafræðingur hjá Fornleifastofnun Íslands, nefnir þrjá sjóði frá síðustu öld en þeir fundust í Gaulverjabæ, Ketu á Skaga og Miðhúsum á Héraði. Sá síðastnefndi fannst 1980.

Fornmunir

Mynt sem fannst með málmelitartæki. Hún var slegin í Erkibiskupstíð Annós II er af gerð sem ekki hefur áður fundist eða þekkst.

Auk þess hafa fundist minni sjóðir og stakir silfurpeningar. Allir sjóðirnir fundust fyrir tilviljun, vegna einhverra framkvæmda. Gaulverjabæjarsjóðurinn hefur sérstöðu því hann er eini hreini peningasjóðurinn. Í honum eru um 350 peningar frá ýmsum löndum. Uppistaðan er enskir og þýskir peningar frá því um 1000 eða fyrr.
Mjöll segir það rökrétt að hér séu fáir sjóðir miðað við nágrannalöndin. Líklegt sé að fleiri sjóðir hafi verið grafnir þar sem fleira fólk bjó. Því má bæta við að faldir fjársjóðir hafa gjarnan verið tengdir hernaði. Menn hafi átt þá til að kaupa sig frá ófriði eða verið að fela fjármuni sína vegna hernaðar og síðan fallið sjálfir. Þótt oft hafi verið ófriður á milli höfðingja hér á landi var það þó talið friðsamt og ekki eins mikil ástæða til að fela sjóði og í nágrannalöndum þar sem barist var um yfirráð.

Silfur Egils eign ríkisins

Silfur Egils

Silfurpeningur, sem fannst á Þingvöllum.

Ef einhver dettur í lukkupottinn, til dæmis með því að finna silfur Egils Skallagrímssonar í Mosfellsdal, er sjóðurinn eign íslenska ríkisins og ber að tilkynna fundinn tafarlaust til Minjastofnunar og skila honum til Þjóðminjasafnsins. Raunar má ekki hagga kistunum, hvað sem kann að vera eftir af þeim, eða fjarlægja lausa hluti vegna þess að fornleifafræðingar vilja geta rannsakað ummerkin nákvæmlega. Áhugamaðurinn fær fleira en heiðurinn af fundi sjóðsins því hann á rétt á að fá greiðslu sem svarar til helmings af verðmæti hans og landeigandinn hinn helminginn.

Sjá meira um silfur Egils HÉR, HÉR og HÉR.

HÉR má sjá nýlega frétt um árangur leitar áhugamanns að fornminjum með málmleitartæki.
Málmleitartæki

Málmleitartæki

Þrátt fyrir ákvæði gildandi Minjalaga má lesa eftirfarandi á vefsíðu Minsjastofnunar [jan 2021]:
„Á Íslandi er almenningi ekki leyfilegt að nota málmleitartæki til að leita að fornminjum“.

Í sjónvarpsþætti RÚV um silfur Egils fullyrti forstöðukona Minjastofnunar að notkun málmleitartækja, annarra en fornleifafræðinga, væri óheimil, sjá HÉR. – Það er einfaldlega tómt bull.

fornmunir

Það er mikil íþrótt í Danmörku að fara um með málmleitartæki um lendur bænda sem það leyfa og leita að fjársjóðum.
Í Danmörku finna málmleitarmenn nú orðið flesta þá málmfundi og sjóði sem bitastæðir þykja í Danaveldi og víðar. Talið er að flestir hópar og klúbbar málmleitartækjamanna séu heiðarlegt fólk sem skilar af sér verðmætunum á tilheyrandi safn, sem síðan rannsakar fundarstaðinn þegar uppskeru á akri bóndans lýkur.
Lög í Danmörku, svokölluð Danefælov (Dánarfjárlög), sjá einnig til þess, að þeir sem sjóðina finna fái eitthvað fyrir sinn snúð.

Ástæða er til að hvetja áhugasamt fólk til að nota málmleitartæki við leit að fornminjum í jörðu. Bent skal á að ef slíkar finnast, ber þrátt fyrir allt, að tilkynna það til Minjastofnunar. Áhugasamir á Reykjanesskaganum geta einnig haft samband á netfangið ferlir@ferlir.is.

Heimildir:
-Þjóðminjalög. 2001 nr. 107 31. maí.
-Lög um menningarminjar. Lög nr. 80 29. júní 2012.
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=65813
-https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1528433/

Málmleitartæki

Málmleitartæki eru af ýmsum gerðum.

Álfsnes

Bærinn Álfsnes er á Álfsnesi á Kjalarnesi. Í örnefnaskrám er m.a getið um gamlan bæjarhól, svonefndan Hulduhól (Hólinn) neðan við bæjarhúsin og laug (vatnsstæði) ofan þeirra.

Álfsnes

Álfsnes – Hulduhóll.

„Hulduhóll var 20 – 30 m frá bænum í suðaustur. Hann var stór um sig, stórþýfður og ávalur á alla kanta. Í honum var talið huldufólk, og sá B.[irgir] K.[ristjánsson] eitt sinn huldukonu þar í grennd.“ (Ö.Ál.3). „Hulduhóll var kallaður Hóllinn í daglegu tali. Þetta var aflangur hóll, og hallaði aðeins af honum niður á túnið.“ (Ö.Ál.2).
Hulduhóll er stór hóll suðaustur af bænum, gæti verið gamall bæjarhóll. Munnmæli herma að „Í Hólnum í Álfsneslandi var talið að huldufólk byggi“.

Álfsnes

Álfsnes – laug/brunnur/vatnssstæði.

Í „Fornleifaskráningu vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Álfsnesi“ frá árinu 2008 segir um Hulduhól: „Í túni Álfsness í aflíðandi grasi grónni brekku um 20
m SA af íbúðarhúsunum er álfhóll, um 2 m á hæð, mjög vel grasi gróinn“.

Í óútgefinni „Fornleifaskráningu á Álfsnesi og Glóru“ árið 2006 segir: „„Staðhættir og lýsing: Ferhyrnd laug sem er með þrjár hliðar steyptar en eina hlaðna. Norðvesturhliðin er með stórgrýti með steinhleðslum neðst og er 3 m löng.

Álfsnes

Álfsnes – tóft við „laugina“.

Aðrar hliðar laugarinnar eru 2 m langar. Laugin er ca. 1 m að dýpt, hún er full af vatni ásamt svolitlum gróðri. Ástand: Hleðslur standa. Hættumat: Hætta vegna nærliggjandi iðnaðar. Aldur: 1900+ þó að hlaðni hluti laugarinnar gæti verið eldri“.
Skammt norðaustan „laugarinnar“ er ferhyrnd tóft. Á túnakorti frá 1916 er hún í jaðri norðurtúngarðs Álfsness.
Með því að bera tóftina á túnakortinu, auk hliðastæðrar tóftar við vesturtúngarðinn, má augljóslega bera kortið saman við nýlega loftmynd af bæjarstæðinu.

Heimildir:
-Athugasemdir Þórðar S. Kristjánssonar við örnefnaskrá. (Ö.Ál.2).
-Athugasemdir Birgis Kristjánssonar við örnefnaskrá. (Ö.Ál.3).
-Fornleifaskráning á Álfsnesi og Glóru, 2006. Óútgefin skýrsla. Gögn Minjasafns Reykjavíkur.
-Fornleifaskráning vegna fyrirhugaðra framkvæmda í Álfsnesi í Reykjavík, 2008.

Álfsnes

Álfsnes