Færslur

Njarðvíkursel

Landnám Ingólfs markast af strandlengju Reykjanesskagans og í austri af Ölfusá, Sogi, Þingvallavatni og botni Hvalfjarðar.

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – fyrrum landnám Ingólfs – kort Björns Gunnlaugssonar 1844.

Landnám Ingólfs er um 3.000 ferkílómetrar að stærð, eða um 3% af landinu öllu. Þar búa hins vegar um 200 þús manns eða tæplega 70% þjóðarinnar.
Gróðurfarslega er Landnám Ingólfs víða grátt leikið. Kemur þar til eldvirkni fyrri tíma auk þess sem svæðið hefur mátt þola ofbeit aldirnar í gegn, líkt og mörg önnur svæði hér á landi. Engu að síður hefur Landnám Ingólfs orðið útundan í viðleitni til landgræðslu á síðustu áratugum. “Gróður fyrir fólk” leggur áherslu á að gróður eykur útivistargildi lands. Heiðmörkin er gott dæmi þar um, svæði sem lengst af var hrjóstrugir melar og hraunflákar en er nú, fyrir framsýni manna um miðja 20. öld, gróðursæl útivistarparadís fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins.

Landnám

Landnám Ingólfs – skipting.

Á íslenskan mælikvarða eru veðurfarsleg gróðurskilyrði á svæðinu góð og óhætt er að fullyrða að þegar Ingólfur Arnarsson nam þar land hafi svæðið verið nær algróið og láglendið skógi vaxið. Nú, rúmlega 1100 árum síðar, er myndin allt önnur, gróðurfarið ber dapurleg merki aldalangrar búsetu, gróðurnýtingar og annarra mannlegra aðgerða, enda hefur svæðið verið þéttbýlt allt frá landnámi til þessa dags. Skógi og kjarri hefur að mestu verið útrýmt og hefur það víða leitt til mikillar jarðvegs- og gróðureyðingar sem enn hefur ekki tekist að stöðva.

Fossárrétt

Fossárrétt 2009 – að hverfa í plantaðan skóg.

Ástæða er til þess að ætla að þrátt fyrir margháttaðar landgræðsluaðgerðir sé gróðurþekjan á svæðinu enn á undanhaldi og aðeins á friðuðum svæðum getur gróður talist í framför.

Nú má víða á Reykjanesskaganum sjá ummerki uppgræðslu og gróðuraðhlynningar. Trjáplöntum hefur verið komið fyrir í fornum tóftum, tré þekja gömul fjárskjól og stekkir hafa horfið í skóga.

Baðsvellir

Selsminjar í skógi á Baðsvöllum.

Minna þarf áhugafólk um uppgræslu og skógrækt að huga að hugsanlegum mannvistarleifum á einstökum svæðum áður en lengra er haldið. Svæði hafa verið endurskýrð, s.s. Sólskógur þar sem áður hétu Selbrekkur. Selsminjarnar þar hafa verið kaffærðar í skógrækt. Trjám hefur verið plantað í Njarðvíkursel við Seltjörn og í Rósel við Ró[sa]selsvötn ofan Keflavíkur. Þar hefur skógræktarfólk einnig plantað trjám í hina fornu Melabergsleið (Hvalsnesgötu). Þá hafa tré verið gróðursett ofan í fornminjar í svonefndum Selskóg á og ofan Baðsvalla norðan Þorbjarnarfells, líkt og í Víkursel vestan Öskjuhlíðar. Svona mætti, því miður, lengi telja…
Sjá meira HÉR og HÉR.
Heimild:
-http://www.gff.is/landnam-ingolfs.html

Reykjanesskagi

Reykjanesskagi – örnefni.

Hátún

Eftirfarandi er megininntak erindis, sem einn FERLIRsfélaganna flutti á opinni ráðstefnu Landverndar um þá framtíðarsýn að Reykjanesskagi verði eldfjallagarður og fólkvangur. Ráðstefnan var haldin í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju 24. febr. 2007:
Handrit“Reykjanesskaginn geymir miklar náttúru- og mannvistarminjar – mikil verðmæti. Með sanni má segja að á svæðinu megi sjá minjar um svo til alla búsetu- og atvinnusögu þess frá upphafi landnáms hér á landi.
Skaginn – hið forna landnám Ingólfs – er vestan línu sem dregin er frá  Botni að Ölfusrárósum.
Á þessu svæði búa nú, árið 2007, um 207.000 manns. Það skapar bæði möguleika í verulegra góðri nýtingu, en einnig þörf á yfirveguðum varnaraðgerðum.
Hópur fólks, FERLIR, hefur endurkannað landnámið markvisst og skipulega í nokkur ár, leitað uppi minjar, skoðað, myndað og skráð þær.
“Reykjanesskaginn er alger auð” og þar er ekkert merkilegt að sjá”. Þetta má sjá í ferðabók fyrr á öldum. Segja má að viðhorfið hafi lítið breyst  – hjá mörgum.
StakkavíkurselÞað sem flest fólk sér á ferð sinni um svæðið eru þjóðvegir og háspennumöstur – og kannski hraun og stöku fjall.
Svæðinu hefur verið raskað, oft að óþörfu og stundum án tilskilinna leyfa.
Margar hinna merkilegu mannvistaleifa eru vanræktar (Kapellan á Hraunssandi).
Aðrar hafa verið skemmdar án nokkurrar skynsamlegrar hugsunar.
Svæðið hefur fjöldamargar mannvistaminjar að geyma. Segja má að hvar sem stigið er niður fæti megi sjá ummerki eftir forfeður og –mæður.
Minjarnar eru engu ómerkilegri en hin fornu handrit. Án fortíðar er framtíðin lítils virði.”

Sjá meira undir Landvernd.

Húshólmi

Gamla Krýsuvík í Húshólma – uppdráttur ÓSÁ.

Helgadalur

Í Norðanfara 1880 er fjallað um stofnun “Hið íslenska fornleifafjelags”:

Norðanfari“Næstliðið sumar stofnuðu nokkrir hinna helztu embættismanna í Reykjavík nýtt fjelag er nefnist «Hið íslenzka fornleifafjelag», og barst oss með síðasta pósti næstl. ár boðsbrjef og lög nefnds fjelags frá formanni þess herra landfógeta Árna Thorsteinsson til birtingar í blaði voru. Vjer þurfum ekki að vera margorðir um fjelag þetta, því vjer vonum og teljum víst, að landar vorir muni jafnt sjá nauðsyn sem nytsemi pess, og ætlum vjer að þeir sem unna frægðarljóma fornaldarinnar og framfór og menntun binnar yfirstandandi og komanda tíðar, muni bezt geta sýnt áhuga sinn með því að ganga í fjelagið senda því forngripi og styrkja pað á annan hátt. Eitst. Boðsbrjef.
Áhugi Íslendinga á að viðhalda fornleifum og safna þeim hefir hingað til eigi verið jafnmikill og kapp það, sem um margar aldir hefir verið lagt á, að varðveita sögur vorar, mál og þjóðerni, og er þó ljóst, að engin skýring yfir fornsögur vorar er betri, en þau þögulu vitni, er felast fá fet undir yfirborði jarðarinnar.

Sel

Heimildir eru um Sel frá 14. öld og var það lengst af kirkjujörð auk þess sem útræði var mikið úr Selsvör, enda upphaflega um sel frá Víkurbænum að ræða. Bærinn var síðar oft nefndur Stóra-Sel. Steinbær var reistur þar árið 1884 sem stendur enn.
Uppdráttur Hoffgards frá árinu 1715 sýnir m.a. Sel enda eitt af höfuðbýlum á þessu svæði og prestsetur. Nýlegar fornleifarannsóknir sýna að undir steinbænum eru leifar af torfbæ. Selsbærinn stóð þar sem í dag er Holtsgata 41b.

Margar af fornleifum vorum hafa lógazt og farið forgörðum. Fjöldi þeirra hefir komizt í hendur útlendra manna, sem eigi hafa skeytt þeim nema til stundargamans, og eigi skilið þýðing þeirra fyrir oss. Það eru að eins sumar þeirra, er hafa lent á útlendum söfnum, en þó hvergi svo margar, að þær geti getið nokkra ljósa eða samfasta hugmyndum menntunarástand lands vors á ýmsum tímum.
Síðan hið íslenzka forngripasafn var stofnað, hefir það að vísu borgið mörgum íslenzkum fornleifum, sem annars hefði glatazt eða tvístrazt, en mikið vantar þó á, að það, einkum sökum fjeskorts geti verndað svo íslenzkar fornleifar sem skyldi, og er því ljóst að brýn þörf er á, að landsmenm leggi sig enn betur fram, en hingað til hefir verið um það að vernda fornleifar vorar, þess vegna hafa nálega 40 menn gengið í fjelag, “sem nefnist hið íslenzka fornleifafjelag, og er það fyrirætlan fjelagsins að starfa að því af öllu megni, að Forngripasafn vort geti auðgast þannig af fornmenjum, að menn með því geti rakið lífsferil þjóðarinnar um hinar liðnu aldir. Einkum mun fjelagið verja kröptum sínum til að leita að fornleifum bæði í jörð og á, vernda þær, lýsa þeim og gjöra þær bæði þjóð vorri og erlendum fræðimönnum sem kunnastar.
Áður hefir það opt borið við að menn hafa grafið eptir feim menjum í gróðahug, en það kemur sjaldan fyrir, að slíkur gröptur svari kostnaði, heldur glatast þá jafnan sá fróðleikur, sem ætla má að fengizt hefði, ef rjett hefði verið farið að. Fjelagið mun því eptir efnum styrkja að því, að við slíkar rannsóknir sje farið eptir vísindalegum reglum, og grafið sje með nægilegu eptirliti, til þess að þjóð vor geti haft nokkra trygging fyrir, að svo rjett sje að farið, sem bezt má verða. Sje því að einhver viti til fornra mannvirkja sem þurfa friðunar, uppgraptar eða vísindalegrar rannsóknar, vonast fjelagið eptir að menn leiti sín, og mun það þá veita fullting sitt. Það er áform fjelagsins að láta rannsaka þingvöll, fyrst og fremst Lögberg, og mun rannsóknum þessum þar eptir verða framhaldið víðar.
Fjelagið leyfir, sjer því, að skora á alla á menn, innlenda og útlenda, er unna hinum fornu fræðum vorum, að ganga í fjelagið, annaðhvort með tveggja króna tillagi á ári hverju, eða 25 króna tillagi í eitt skipti. Svo eru menn og beðnir, að styrkja fjelagið í öllum starfa þess, þar á meðal með því að vísa á fornleifar og menjar frá fyrri öldum, senda þær til ráðstöfunar á forngripasafnið, láta skýrslur í tje um fornleifar, sem enn kunna að vera lítt þekktar, eða um gripi, sem æskilegt er að fá vitneskju um.”
Stjórn fornleifafjelagsins, 27. nóvbr. 1879.
Árni Thorsteinsson, Bergur Thorberg.
formaður. Björn Magnúss. Ólsen.
Jón Árnason. Jón þorkelsson.
Magnús Stephensen, Sigurður Vigfússon,
fjehirðir, varaformaður.
Hins íslenzka fornleifafjelags. – Indriði Einarsson.

Heimild:
-Norðanfari, 11.-12. tbl. 24.02.1880 – Hið íslenska fornleifafjelag, bls, 21.

Helgadalur

Helgadalur – minjar.

Sverð

Notkun málmleitartækja hafa löngum verið forboðin við leit að fornminjum hér á landi. Í Ljóra 1984 fjallar Guðmundur Ólafsson, fornleifafræðingur og deildarstjóri hjá fornleifadeild Þjóðminjasafnsins, um slík tæki undir spurningunni: “Málmleitartæki, hættuleg leikföng eða meinlaust tómstundargaman?” Þar segir:

Guðmundur Ólafsson“Á síðustu árum hafa flætt út á markaðinn ýmiskonar málmleitartæki sem ætluð eru almenningi. Tæki þessi er oftast auglýst upp sem spennandi og ábatasöm fjársjóðaleitartæki. Gefið er í skyn að með þeim sé enginn vandi að finna gull og silfur sem grafið er ijörðu. Þetta hefur vitanlega freistað margra, eins og alltaf þegar gull er annars vegar.
Þessi nýja holskefla gullleitarmanna í Evrópu hefur hins vegar valdið fornleifafræðingum og öðrum þeim sem með minjavörslu fara, miklum áhyggjum. Það hefur nefnilega komið í ljós, að gullleitarmenn kæra sig oftast kollótta um lög um verndun fornleifa, en ráðast fyrst og fremst á staði þar sem fornminja er að vænta. Þannig hefur hvað eftir annað komið í ljós við rannsóknir, að friðlýstar minjar og aðrar fornleifar hafa kerfisbundið verið rændar með hjálp málmleitartækja.
Evrópsk minjaverndaryfirvöld hafa m.a. reynt að bregðast við þessu vaxandi vandamáli með upplýsingastarfsemi um fornminjalög og tilgang fornleifavörslunnar, en það virðist hafa lítið að segja.
MálmleitartækiÞá má geta þess, að málmleitartæki og misnotkun þeirra hefur verið til umræðu í Evrópuráðinu, og frá ráðherranefnd þess eru væntanleg tilmæli til aðildarlandanna um aðgerðir eða lagaákvæði sem torveldi kaup og sölu málmleitartækja og komi í veg fyrir misnotkun þeirra. Í framhaldi af þessu hefur t.d. þjóðminjavarðarembættið í Svíþjóð lagt til við menntamálaráðuneytið, að meðferð málmleitartækja þar í landi verði háð sérstöku leyfi (eins og t.d. byssuleyfi) eða að sala málmleitartækja verði aðeins heimiluð til þeirra sem þurfa tækjanna við atvinnu sinnar vegna.
Sem betur fer hefur ekki borið mikið á þessum tækum hér á landi fram að þessu, en það getur breyst á stuttum tíma. Fyrir stuttu birtist auglýsing í Morgunblaðinu um málmleitartæki sem gæti orðið fyrirboði sömu uggvænlegu þróunar á þessu sviði og átt hefur sér stað í nágrannalöndum okkar.
Ég tel því að við ættum að láta reynslu annarra okkur að kenningu verða og grípa til ráðstafana, áður en fjársjóðaleit er orðin að vandamáli hér á landi. Í drögum endurskoðunarnefndar þjóðminjalaganna er lagt til að notkun málmleitartækja eða annars tæknibúnaðar við leit að fornminjum sé óheimil, öðrum en starfsmönnum viðurkenndra minjasafna.
Þar er vissulega komin ágæt tillaga, sem hluta nytsamleg í meðförum ábyrgra aðila og er ekkert við slíkt að athuga, en í höndum óprúttinna fjársjóðarleitarmanna gætu þau orðið að hættulegum eyðileggingartækjum og valdið ófyrirsjáanlegu tjóni á fornleifum okkar. Full ástæða væri til að biðja menntamálaráðherra að taka sérstaklega til greina núna með bráðabirgðaráðstöfunum, þar til ný þjóðminjalög taka gildi.”

Málmleitartæki

Málmleitartæki eru af ýmsum gerðum.

Í Þjóðminjalögunum 2001 var ákvæði um bann við notkun málmleitartækja verið sett inn við leit að fornminjum í 16. gr.: “Óheimil er notkun málmleitartækja eða annars tækjabúnaðar við leit að forngripum í jörðu nema með sérstöku leyfi þjóðminjavarðar.”

Ellefu árum síðar þegar Minjalögin voru samþykkt á Alþingi 2012 var þessu ákvæði hent út – góðu heilli.
Engin dæmi eru um að fornleifum hafi verið spillt hér á landi þar sem málmleitartækjum hefur verið beitt “án leyfis þjóðminjavarðar“, – heldur þvert á móti.

Heimildir:
-Ljóri, 1. tbl. 01.11.1984, Málmleitartæki, hættuleg leikföng eða meinlaust tómstundargaman? – Guðmundur Ólafsson bls. 21-22.
-Þjóðminjalög 2001, 16. gr.
-Þingskjal 1610, 140. löggjafarþing 316. mál: menningarminjar (heildarlög). Lög nr. 80 29. júní 2012.

Málmleitartæki

Notkun málmleitartækja geta verið gagnleg – hvort sem er að nýlegum eða fornum gripum.

Aspar

Svo virðist sem lítið sé aðhafst við að spyrna í verki við fótum og höndum þegar samspil skógræktar og fornleifa eru annars vegar.

Fornasel

Við Fornasel 2008.

Í 3 gr. Laga um menningarminjar nr. 80/2012 segir um “Fornminjar“:
Fornminjar” samkvæmt lögum þessum eru annars vegar forngripir og hins vegar fornleifar.
Forngripir” eru lausamunir 100 ára og eldri sem menn hafa notað eða mannaverk eru á og fundist hafa í eða á jörðu eða jökli, í vatni eða sjó. Skip og bátar frá því fyrir 1950 teljast til forngripa. Til forngripa teljast einnig leifar af líkömum manna og hræjum dýra sem finnast í fornleifum, svo sem fornum haugum, dysjum og leiðum.
Fornleifar” teljast hvers kyns mannvistarleifar, á landi, í jörðu, í jökli, sjó eða vatni, sem menn hafa gert eða mannaverk eru á og eru 100 ára og eldri, svo sem:
a. búsetulandslag, skrúðgarðar og kirkjugarðar, byggðaleifar, bæjarstæði og bæjarleifar ásamt tilheyrandi leifum mannvirkja og öskuhauga, húsaleifar hvers kyns, svo sem leifar kirkna, bænhúsa, klaustra, þingstaða og búða, leifar af verbúðum, naustum og verslunarstöðum og byggðaleifar í hellum og skútum,
b. vinnustaðir þar sem aflað var fanga, svo sem leifar af seljum, verstöðvum, bólum, mógröfum, kolagröfum og rauðablæstri,

Baðsvellir

Selstóftir í skógi á Baðsvöllum.

c. tún- og akurgerði, leifar rétta, áveitumannvirki og aðrar ræktunarminjar, svo og leifar eftir veiðar til sjávar og sveita,
d. vegir og götur, leifar af stíflum, leifar af brúm og öðrum samgöngumannvirkjum, vöð, varir, leifar hafnarmannvirkja og bátalægi, slippir, ferjustaðir, kláfar, vörður og önnur vega- og siglingamerki ásamt kennileitum þeirra,
e. virki og skansar og leifar af öðrum varnarmannvirkjum,
f. þingstaðir, meintir hörgar, hof og vé, brunnar, uppsprettur, álagablettir og aðrir staðir og kennileiti sem tengjast siðum, venjum, þjóðtrú eða þjóðsagnahefð,
g. áletranir, myndir eða önnur verksummerki af manna völdum í hellum eða skútum, á klettum, klöppum eða jarðföstum steinum og minningarmörk í kirkjugörðum,
h. haugar, dysjar og aðrir greftrunarstaðir úr heiðnum eða kristnum sið,
i. skipsflök eða hlutar þeirra.
Fornminjar njóta friðunar nema annað sé ákveðið af Minjastofnun Íslands.

Njarðvíkursel

Njarðvíkursel.

Í 4. gr. er fjallað um “Byggingararfinn“:
Til byggingararfs samkvæmt lögum þessum teljast hús og önnur mannvirki og einstakir hlutar þeirra sem hafa menningarsögulegt, vísindalegt eða listrænt gildi, svo sem:
a. stök hús eða hlutar þeirra og húsasamstæður, hvort sem er til íbúðar eða menningar- og atvinnustarfsemi í þéttbýli eða dreifbýli, húsaþyrpingar og götumyndir,
b. kirkjur og bænhús, ásamt tilheyrandi mannvirkjum, svo sem klukkuturnum, garðhleðslum og sáluhliðum, klaustur, samkomuhús, skólahús og nánasta umhverfi þeirra, aðrar opinberar byggingar, íþróttamannvirki og sundlaugar,
c. brýr og hvers konar samgöngumannvirki, virkjanir, stíflur, dælustöðvar og önnur orkumannvirki, hafnarmannvirki, vind- og vatnsmyllur, vitar, slippir, hjallar, manngerðir hellar og réttir.

Rósel

Rósel 2020.

Í 21. gr. um “Verndun fornleifa” segir m.a.:
Fornleifum, sbr. 3. mgr. 3. gr., jafnt þeim sem eru friðlýstar sem þjóðminjar og þeim sem njóta friðunar í krafti aldurs, má enginn, hvorki landeigandi, ábúandi, framkvæmdaraðili né nokkur annar, spilla, granda eða breyta, hylja, laga, aflaga eða flytja úr stað nema með leyfi Minjastofnunar Íslands.
Eigendur og ábúendur jarða skulu hlúa að fornleifum á landareignum sínum og viðhalda umhverfi þeirra eftir því sem sanngjarnt getur talist. Minjastofnun Íslands er skylt að veita ráðgjöf og leiðbeiningar í því sambandi.
Minjastofnun Íslands gerir nauðsynlegar ráðstafanir til verndar fornleifum, viðhalds eða endurbóta, en áður skal gera landeiganda eða ábúanda viðvart um þær. Ef nauðsyn krefur lætur Minjastofnun Íslands rannsaka fornleifar með uppgreftri eða á annan hátt.
Friðlýstum fornleifum skal viðhaldið á kostnað ríkisins. Minjastofnun Íslands ber ábyrgð á friðlýstum fornleifum og semur verk- og fjárhagsáætlun um viðhald þeirra.

Hvalsnesleiðin forna

Hvalsnesleiðin forna 2008.

Í 22. gr. laganna er fjallað um “Friðhelgun og merkingar“:
Fornleifum sem eru friðlýstar skal fylgja 100 metra friðhelgað svæði út frá ystu sýnilegu mörkum þeirra og umhverfis nema kveðið sé á um annað. Hvers konar röskun, byggingarframkvæmdir eða aðrar framkvæmdir á friðhelguðu svæði umhverfis friðlýstar fornleifar eru óheimilar án leyfis Minjastofnunar Íslands. Friðhelgað svæði umhverfis aðrar fornleifar, sem ekki eru friðlýstar en njóta friðunar, skal vera 15 metrar nema annað sé ákveðið.
Minjastofnun Íslands skal sjá til þess að friðlýstar fornleifar eða minjastaðir séu auðkennd með sérstökum merkjum. Upplýsingaskilti eða aðrar merkingar við friðlýstar fornleifar skulu vera í samræmi við reglur sem stofnunin setur og skal staðsetning þeirra vera háð samþykki stofnunarinnar.

Hvaleyrarsel

Hvaleyrarsel.

“Meðal þess sem er nýtt í lögunum og við fögnum hjá Minjastofnun er að friðhelgað svæði í kringum friðlýstar minjar er nú 100 metrar, en það var 20 metrar í eldri lögum. Þá er nýjung í minjaverndarlögum að inn kemur ákvæði um 15 metra friðhelgað svæði kringum friðaðar minjar en slíka mörkun skorti í eldri lögum” skrifar Kristín Huld Sigurðardóttir í “hugleiðingum sínum um breytt umhverfi minjaverndar í Árbók HIF 2012 (2013).

Á vesíðu Minjaverndar segir m.a. um framkvæmdir við friðlýstar fornleifar: “Umhverfis friðlýstar fornleifar er 100 metra friðhelgað svæði út frá ystu sýnilegu mörkum þeirra. Hvers konar röskun, byggingarframkvæmdir eða aðrar framkvæmdir á friðhelguðu svæði umhverfis friðlýstar fornleifar og á fornleifunum sjálfum eru óheimilar án leyfis Minjastofnunar Íslands”.

Hvaleyrarsel?

Hvaleyrarsel – stekkur.

Í riti um “Skógrækt í skipulagsáætlunum sveitarfélaga” er m.a. fjallað um áhrif skógræktar á menningarminjar: “Það er gert við mat á áhrifum skipulagstillögunnar á umhverfið. Sem dæmi má nefna að skógrækt getur haft áhrif á gróðurfar, ásýnd lands og nærveður og einnig á svæði sem njóta verndar, s.s. vegna vatns, náttúrufars
eða menningarminja”.

Í umsögn Minjastofnunar um lýsingu vegna gerðar landsáætlunar í skógrækt LSK2020 til Umhverfis og Auðlindaráðuneytisins þann 30. janúar 2020 segir m.a.: “Nýrækt skóga getur haft í för með sér umbyltingu lands og raskað einstökum fornleifum sem og haft áhrif á minjaheildir og menningarlandslag. Því er nauðsynlegt að festa í sessi samvinnu skógræktar og minjavörslu til að tryggja hagsmuni minjaverndar.

Seldalssel

Seldalssel.

Í 1. mgr. 21. gr. laga um menningarminjar segir: “Fornleifum […] jafnt þeim sem eru friðlýstar sem þjóðminjar og þeim sem njóta friðurnar í krafti aldurs, má enginn, hvorki landeigandi, ábúandi, framkvæmdaraðili né nokkur annar, spilla, granda eða breyta, hylja, laga, aflaga eða flytja úr sdtað nema með lyfi Minjastofnunar Íslands”.
Mikilvægt er að það sé skýrt að allar fornleifar (sem uppfylla skilyrði 3. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012) er friðaðar og taka þarf tillit til þeirra og þess menningarlandslags sem þær tilheyra þegar horft er til skógræktar. Í 4. gr. laga um skóga og skógrækt nr. 33/2019 segir: “Nánar tiltekið skal í áætluninni gerð grein fyrir: a; forsendum fyrir vali á landi til skógræktar með tilliti til náttúruverndar, minjaverndar og landslags.”

Húshöfði

Húshöfði – stekkur.

Á Reykjanesskaganum hefur skógræktarfólk litla virðingu borið fyrir menningarminjum og öðrum fornleifum. Eftirlit með að trjám og öðrum gróðri sé plantað í einstakar fornleifar eða jafnvel heilar menningarheildir hefur hingað til verið ábótavant, eins og eftirfarandi nokkur dæmi sanna:

1. Í friðlýsta Fossárréttina hefur verið plantað trjám með þeim afleiðingum að gamla réttin sést nú varla í landslaginu.
2. Í Fornasel ofan Brunntorfa í Hafnarfirði hefur trjám verið plantað fast við selshúsin að norðanverðu.
3. Trjám hefur verið plantað í selin á Baðsvöllum ofan Þorbjarnar í Grindavík. Nokkrum húsanna hefur verið raskað.
4. Plantað hefur verið trjám í tóftir Njarðvíkurselsins austan Seltjarnar í Njarðvíkurlandi.

Húshöfði

Húshöfði – Beitarhús og Jófríðarstaðasel.

5. Selið í Selbrekkum (nú Sólbrekkum) í Njarðvíkum er nú þakið trjám.
6. Önnur selstaðan við Róselsvötn ofan Keflavíkur er nú horfin í trjágróður.
7. Trjám hefur verið plantað í gömlu Hvalsnesleiðina ofan Keflavíkur.

Hamarskotssel

Hamarskotssel – stekkur.

8. Trjám hafði verið plantað í Snorrastaðaselið við Snorrastaðatjarnir, en þau voru fjarlægð eftir að athygli var vakin á því.
9. Trjám hefur verið plantað þétt upp við megintóft Hvaleyrarsels við Hvaleyrarvatn ofan Hafnarfjarðar.
10. Trjám hafði verið plantað í stekk Hvaleyrarsels sunnan vatnsins. Þau hafa að hluta til verið fjarlægð eftir ábendingar.

Heiðmörk

Fjárborg og fjárhús í Heiðmörk.

11. Trjágróður þekur nú stekk Seldalssels norðan Seldals milli Selhöfða og Stórhöfða.
12. Trjágróður þekur nú stekk Jófríðarstaðasel í Húshöfða ofan Hafnarfjarðar.
13. Trjám hefur verið plantað fast við beitarhúsatóft Jófríðastaða í Húshöfða sem og við seltóftirnar þar skammt frá.

Hamarskotssel

Hamarskotssel – trjárækt.

14. Tré þekja nú stekk Hamarskotssel norðan Sléttuhlíðar ofan Hafnarfjarðar.
15. Tré þekja rústir fornbýlisins Holukots í Botnsdal í Hvalfirði.
16. Fjárborg og fjárhús í Heiðmörk eru þakin og umkringd gróðursettum trjám.

Víkursel

Víkursel í Öskjuhlíð.

17. Trjám hefur verið plantað framan við munnan að Hamarskotsselsfjárhelli.
18. (Reykja)Víkurselið í Öskjuhlíð er nánast horfið í skóg.

Á nokkrum minjasvæðum hafa tré orðið sjálfsáð með þeim afleiðingum að minjarnar eru nánast horfnar, s.s. við Gránuskúta sunnan Gjásels, við Hrauntungufjárskjólið í Hrauntungum, við innganginn í Neðri-Straumsselshella, Sveinsfjárskjól ofan Hafnarfjarðar sem og Öskjuholtsskjólið ofan Vatnsleysustrandar. Lítið virðist við því að gera.

Óttarsstaðasel

Óttarsstaðasel – plöntuniðursetning.

Það er ekki til bóta að einstaklingar dundi sér við að planta trjám í fornleifar, án vitundar um hvaða reglur gilda um slíkt. Nýjasta dæmið er að finna í Óttarsstaðaseli ofan Hafnarfjarðar. Þar hefur einhver fundið sig tilknúinn til að planta aspartrjáarsprotum umhverfis meginseltóftirnar, væntanlega með þeim afleiðingum að þær hverfi í gróður þegar fram líða stundir, auk þess aspir eru aðskotaviðbót við ríkjandi trjágróðurinn í Almenningum. Óttarsstaðaselið er menningarheild. Þar er, auk selshúsanna, að finna, nátthaga, tvö fyrirhlaðin fjárskjól, stekki og vatnsból. Óvíst er hvort hlutaðeigandi láti sér nægja að nýplanta í selstóftirnar, eða hvort það sé einungis upphafið að stórtækari trjárækt á svæðinu?

Sjá meira HÉR.

Heimildir:
-Lög um menningarminjar nr. 80/2012, 3., 21. og 22. gr.
-Ný lög um minjavernd – hugleiðingar um breytt umhverfi minjaverndar, Kristín Huld Sigurðardóttir. Árbók Hins íslenska fornleifafélags 2012 (2013).
-https://www.minjastofnun.is/media/skjol-i-grein/Arbok-HIF-181-196.pdf
-https://www.minjastofnun.is/minjar/fridlystar-fornleifar/
-https://www.skipulag.is/media/attachments/Skograektogskipurlag_2017_lores.pdf
-Umsögn Minjastofnunar um lýsingu vegna gerðar landsáætlunar í skógrækt LSK2020 til Umhverfis og Auðlindaráðuneytisins þann 30. janúar 2020.
-https://www.google.is/url?sa=t&rct=j&q=&esrc=s&source=web&cd=&ved=2ahUKEwjzw4ar36HzAhVB3KQKHR_8CukQFnoECBYQAQ&url=https%3A%2F%2Fwww.stjornartidindi.is%2FPdfVersions.aspx%3FrecordId%3D6c07557e-44ee-4c82-9cf7-6cbad986b536&usg=AOvVaw3BNZGa_ub3-gTWUbowFUhZ

Fossárrétt

Fossárrétt 2009.

Fossárrétt

Fossárrétt 2011.

Málmleitartæki

Í “Þjóðminjalögum” frá árinu 2001 (nr. 107 31. maí) var ákvæði er gerði notkun málmleitartækja við leit að forngripum í jörðu óheimila nema með sérstöku leyfi þjóðminjavarðar. Ákvæðið var í 16. gr. laganna og hljóðaði þannig: “Óheimil er notkun málmleitartækja eða annars tækjabúnaðar við leit að forngripum í jörðu nema með sérstöku leyfi þjóðminjavarðar.”
Í 18. gr. laganna voru “forngripir” skilgreindir þannig: “Forngripir eru lausar fornminjar, einstakir hlutir, 100 ára og eldri. Þegar forngripir finnast sem liggja eða legið hafa í jörðu skal finnandi tilkynna Fornleifavernd ríkisins fundinn svo fljótt sem við verður komið.”
Þjóðminjalögin hafa verið felld úr gildi.

Í “Þjóðminjalögum” frá 1989 (nr. 89 29. maí) var sambærilegt ákvæði í 24. gr.: “Óheimil er öðrum en starfsmönnum þjóðminjavörslunnar notkun málmleitartækja eða annars tækjabúnaðar við leit að forngripum í jörðu nema með sérstöku leyfi þjóðminjavarðar“.

Ekkert slíkt ákvæði var í “Þjóðminjalögunum 1969 (nr. 52 19. maí 1969).

Málið var að enginn greinarmunur var gerður í lögunum hvort fólk væri að leita með málmleitartækjum að nýlegum minjum eða fornum.

Málmleitartæki

Fornleifafræðingar nota málmleitartæki – nú án þess að spyrja um sérstakt leyfi frá Þjóðminjaverði.

Nú eru í gildi “Lög um menningarminjar” (nr. 80 29. júní 2012) er tóku gildi 1. jan. 2013. Í þeim lögum er hvergi getið um bann við notkun málmleitartækja í leit að fornminjum í jörðu. Í 3. gr. laganna eru “fornminjar” skilgreindar þannig í 3. gr.: “Fornminjar samkvæmt lögum þessum eru annars vegar forngripir og hins vegar fornleifar.
-Forngripir eru lausamunir 100 ára og eldri sem menn hafa notað eða mannaverk eru á og fundist hafa í eða á jörðu eða jökli, í vatni eða sjó. Skip og bátar frá því fyrir 1950 teljast til forngripa. Til forngripa teljast einnig leifar af líkömum manna og hræjum dýra sem finnast í fornleifum, svo sem fornum haugum, dysjum og leiðum.
-Fornleifar teljast hvers kyns mannvistarleifar, á landi, í jörðu, í jökli, sjó eða vatni, sem menn hafa gert eða mannaverk eru á og eru 100 ára og eldri“.

Á Vísindavef HÍ er spurningunni “Nota fornleifafræðingar á Íslandi málmleitartæki?” svarað:

Málmleitartæki

Auðvelt er að finna fornminjar í jörðu með notkun málmleitartækja.

“Líklegt er að flestir fornleifafræðingar hafi haldið á málmleitartæki að minnsta kosti einu sinni, enda leitar fornleifafræðin mjög oft til annarra tækni- og vísindagreina þegar kemur að framþróun.
Fornleifafræði er fjölbreytt fag, enda eru margar hliðar á hinu liðna. Fornleifafræðingar rannsaka allt frá sameindasýnum undir smásjá að samhengi milli bæja á lands- og heimsálfuvísu, og breytingar sem eiga sér stað yfir margar aldir. Fornleifafræðingar skrifa um atburði sem ýmsir aðrir fræðimenn tjá sig um – þá helst sagnfræðingar. En hvað greinir fornleifafræðinga frá öðrum fræðimönnum? Í stuttu máli má segja að rannsóknarviður þeirra sé venjulega einhvers konar efnismenning. Fornleifafræðingar túlka liðna atburði með tilliti til mannvistarleifa. Auðvitað þurfa þessar leifar ekkert endilega að vera fornar – aðferðafræði fornleifafræðinga geta oft sagt margt um nýliðna atburði.
Það er mikilvægt að hafa hugtakið ‘aðferðafræði’ í huga þegar rætt er um fornleifafræði, enda safna fornleifafræðingar gögnum með mjög einkennandi aðferðum. Þá má helst nefna uppgröftinn sjálfan; þó eru til fjölmargar aðrar leiðir til að afla gagna um efnismenningu hins liðna.
Fornleifafræðingar grafa með ýmsum aðferðum, en þær eru allar ítarlegar og kalla á mikla teikni- og skráningarvinnu. Algengasta aðferðin (svokölluð single-context recording) krefst þess að öll jarðlög séu grafin í öfugri tímaröð, frá hinu yngsta til hins elsta. Jarðlög eru aðskilin á þeirri forsendu að hægt sé að útskýra hluta efnis innan uppgraftarsvæðis sem afleiðingu einhvers konar atburðar. Slíkir atburðir geta varað í margar aldir eða nokkur augnablik; fornleifafræðingar reyna sjaldan að tjá sig um það. Mikilvægara er að geta raðað þessum atburðum í tímalinu – atburðarás frá nútímanum að órofnu jarðlagi sem sýnir engin ummerki um mannvist. Fornleifafræðingar reyna að skilja þessa atburðarás með því að fjarlægja hið yngsta fyrst, þar til engin mannvistarummerki eru sjáanleg lengur. Það er því alls ekki markmið fornleifauppgraftar að finna málmgripi sérstaklega – allur jarðvegur innan rannsóknarsvæðis er fjarlægður og skrásettur.

Málmleitartæki

Málmleitartæki.

Í stuttu máli er takmarkað gagn af málmleitartæki við fornleifauppgröft, en tækið bíður upp á rannsóknaraðferðir sem geta hæglega aflað gagnlegra upplýsinga um liðna atburði þegar aðstæður leyfa, þá helst við yfirborðsmælingar eða kortlagningu á uppblásnum svæðum.

Málmleitartæki nota segulsvið til að finna málmhluti á stuttu færi, sjaldan lengra en 40 cm. Sum greina einnig á milli ólíkra málma. Venjulega eru slík tæki notuð til að finna málmhluti undir yfirborði. Hvernig gæti slíkt tæki gagnast við fornleifauppgröft? Ef fjarlægja þarf yngstu jarðlög fyrst, þá er lítið gagn af vitneskju um gripi neðar í jarðveginum. Ef gripurinn situr í jarðlagi sem er eldra en hið yngsta óuppgrafna lag, þá er ekki tímabært að grafa hann upp. Ef hann tilheyrir yngsta óuppgrafna jarðlaginu, þá mun hann finnast við uppgröft, enda vanda fornleifafræðingar sig mjög við uppgröftinn. Einnig er vert að hafa í huga að vanalega er einfalt að sjá ummerki um málmhlut, þar sem tæring málms litar og breytir jarðveginum umhverfis málminn. Fyrir þær sakir er ekki algengt að sjá fornleifafræðinga nota málmleitartæki á uppgraftarsvæðum.
En hvað ef fornleifafræðingar sjá einfaldlega ekki málmgripinn við uppgröft? Þá endar hann væntanlega í fötu sem tæmd er í moldarhaug. Hér getur málmleitartækið komið að góðum notum, og hefur höfundur þessa svar séð slíkt tæki notað sem hálfgert öryggisnet til að ná málmhlutum sem fóru óvart á hauginn. Þó er slík notkun ekki algeng. Fornleifafræðingar nota frekar sigti til að forðast þetta, en sigtið gagnast að sjálfsögðu einnig til að finna mannvistarleifar sem ekki eru úr málmi, eins og viðar- og beingripi. Einnig bíður sigtið upp á mun ítarlegra öryggisnet en málmleitartækið, enda fer allur jarðvegurinn í gegnum sigtið.

Málmleitartæki

Sérsveit lögreglunnar með málmleitartæki að leit að “fornleif” í jörðu við Austurgötu í Hafnarfirði.

Oft eru aðstæður óhentugar fyrir málmleitartæki. Málmleitartæki nema málmhluti á allt að 40 cm færi, ef stærð hlutarins leyfir. Einnig þarf að hafa í huga að málmur í bergi getur truflað tækið. Bergtegundir hafa iðulega eitthvað magn af járni, enda eru bergtegundir flokkaðar meðal annars af járnoxíðhlutfalli (FeO-hlutfall) þeirra. Blágrýti, algengasta bergtegundin á Íslandi, hefur hátt járnoxíðhlutfall.2 Í ljósi þess mætti segja að tækið virki ekki vel nema mannvistarlög séu innan við 40 cm frá yfirborði og bergið dýpra. Þetta er ansi þröngur gluggi.
En málmleitartæki geta þó gagnast fornleifafræðingum við ákveðnar aðstæður. Gefum okkur að fornleifafræðingur vilji rannsaka bardaga þar sem skotvopn voru notuð. Líklegt er að skotárásir hermanna hafi skilið eftir mikið magn af skothylkjum. Hér gæti málmleitartæki komið sér vel til að kortleggja helstu átakasvæði bardagans. Connor & Scott telja að slíka notkun megi rekja til ársins 1958, þegar Ron Rickey kortlagði staðsetningu hermanna í bardögunum í Little Bighorn og Big Hole í Montana.
Á Íslandi var notkun málmleitartækja lengi vel bönnuð. Þau voru gerð lögleg með nýjum menningarminjalögum sem tóku gildi 1. janúar 2013 (þó ekki hljóðalaust). Nýlega var málmleitartæki notað við rannsókn á mögulegri höfn við Vatnsfjörð í Ísafjarðardjúpi, og ekki kæmi á óvart þó tækið skjóti oftar upp kollinum hér á landi.
Í stuttu máli er takmarkað gagn af málmleitartæki við fornleifauppgröft, en tækið bíður upp á rannsóknaraðferðir sem geta hæglega aflað gagnlegra upplýsinga um liðna atburði þegar aðstæður leyfa, þá helst við yfirborðsmælingar eða kortlagningu á uppblásnum svæðum. Þó slík tæki hafi verið bönnuð lengi á Íslandi eru þau nú lögleg.”

Í Morgunblaðinu 23. október 2014 er fjallað um notkun málmleitartækja undir fyrirsögninni “Amast við fjársjóðsleit“.
Ekki gert ráð fyrir aðkomu áhugamanna að leit að fornminjum -Ekki lengur bannað að nota málmleitartæki en ekki má hreyfa við jarðvegi í leit að forngripum -Skylda að tilkynna um gripi.

Málmleitartæki

Áhugafólk við leit að fornminjum.

“Ekki er gert ráð fyrir aðkomu áhugamanna við leit að fornminjum í lögum um menningarminjar. Þeir geta leitað á yfirborðinu, til dæmis með málmleitartækjum, en mega ekki róta í jarðvegi til að fá svar við því hvort forngripir eru undir. Forstöðumaður Minjaverndar ríkisins veltir því fyrir sér hvort ekki ætti að gera ráð fyrir samstarfi við áhugafólk við þá stefnumörkun sem nú er framundan.

Málmleitartæki

Staffordshire-sjóðurinn í Englandi fannst með aðstoð málmleitartækis.

Fréttir berast oft af því frá nágrannalöndunum að áhugamenn um fornminjar hafi rambað á merka forngripi með notkun málmleitartækja. Áhugamenn hafa til dæmis fundið merka fjársjóði frá víkingaöld, bæði í Danmörku og Bretlandi. Nýjasta dæmið er Skotinn Derek McLennan sem fann falinn fjársjóð frá víkingaöld í Dumfriesskíri í síðasta mánuði. Telja sérfræðingar þetta merkasta fjársjóð sem fundist hefur á Skotlandi. McLennan og félagar hans voru að leita með málmleitartækjum. Hann datt líka í lukkupottinn í fyrra þegar hann fann stærsta sjóð silfurpeninga frá miðöldum sem fundist hefur í Skotlandi.

Erfið samviskuspurning
Leit að forngripum er áhugamál fjölda fólks í nágrannalöndunum, ekki síst í Bretlandi. Þar eru reglur um slíka leit rýmri en á Norðurlöndunum og svipar til reglna í Bandaríkjunum. Íslenskar reglur taka mið af norrænum rétti þar sem þeir eru tortryggðir sem leggja það á sig að leita að forngripum. Óttast fornleifafræðingar að fólk hirði sjálft gripina og valdi tjóni á fornleifum. Þannig var almenningi bannað að nota málmleitartæki við fornleifarannsóknir en búið er að taka það ákvæði út úr íslenskum lögum.
Það nýmæli er í lögum um menningarminjar sem samþykkt voru á árinu 2012 að einungis þarf formlegt leyfi Minjastofnunar til að stunda fornleifarannsóknir sem hafa jarðrask í för með sér. Tilkynna þarf aðrar rannsóknir, þótt ekki sé grafið upp. Þá er það spurningin hvað maðurinn með málmleitartækið gerir þegar hann fær svörun um að eitthvað sé undir. Hann má ekki grafa eftir fornleifum. Hann má sjálfsagt grafa ef hann telur að undir sé járnadrasl yngra en 100 ára. Þetta hlýtur að vera erfið samviskuspurning.
Hitt er svo annað mál að fornleifafræðingar nota lítið málmleitartæki við rannsóknir sínar hér á landi. Hefðbundnari aðferðir henta þeim betur. Þá má geta þess að járninnihald bergs er hátt hér á landi og getur truflað tækin.

Málmleitartæki

Hægt er að greina sprengubrot með aðstoð málmleitatækja.

Málmleitartæki eru notuð við ýmislegt fleira en að leita að jarðsprengjum og silfursjóðum. Þau eru til sölu í verslunum, bæði tæki sem henta atvinnumönnum í framkvæmdum og áhugamönnum. Þau kosta frá fáeinum tugum þúsunda en draga þá skammt. Tæki eins og Skotinn var með kosta hér um 130 þúsund krónur, samkvæmt upplýsingum frá versluninni Íhlutum. Málmleitartæki er einnig hægt að fá leigð í áhaldaleigum. Hentugt getur verið að grípa til þeirra ef skartgripur hverfur í sandinn í Nauthólsvík.

Ekki margir sjóðir hér

Málmleitartæki

„Mesti og mik­il­væg­asti“ silf­ur­sjóður frá vík­inga­tím­an­um, sem fund­ist hef­ur í Bretlandi frá ár­inu 1840, verður sýnd­ur al­menn­ingi í London og York eða Jór­vík í næsta mánuði. Er hann tal­inn geta varpað nýju ljósi á þenn­an tíma.
Talið er, að auðugur maður og kannski vík­ing­ur hafi grafið hann í jörð í Norðimbralandi á 10. öld, lík­lega 927 eða 928, til að koma í veg fyr­ir, að hann félli í hend­ur Engil­söx­um en þeir tók­ust oft á um yf­ir­ráð yfir land­inu við vík­inga eða nor­ræna menn. Er sjóður­inn met­inn á rúm­lega millj­ón sterl­ings­punda, rúm­lega 205 millj­ón­ir ís­lenskra króna.
Pen­ing­arn­ir segja sína sögu:
Í sjóðnum er meðal ann­ars silf­ur­bik­ar, sem einn og sér er met­inn á meira en 40 millj. kr., 617 pen­ing­ar, hring­ar og óunnið silf­ur. Talið hef­ur verið, að á þess­um tíma hafi Stafford­skíri og Jór­vík­ur­skíri verið und­ir yf­ir­ráðum Engilsaxa en af sum­um pen­ing­anna má þó ráða, að nor­ræn­ir menn hafi þá verið að slá sína eig­in mynt á þess­um svæðum. Að öðru leyti voru pen­ing­arn­ir komn­ir víða að, frá Norður­lönd­um, meg­in­landi Evr­ópu, frá Tashkent í Úsbekíst­an og alla leið frá Af­gan­ist­an. Þykir það sýna vel hve menn­ing­ar­leg og efna­hags­leg tengsl við um­heim­inn voru mik­il á þess­um tíma.

Ekki eru miklar líkur á að stórir silfursjóðir liggi hér í jörðu. Það er ef til vill heppilegt fyrir fornleifaverndina. Freistingarnar eru minni. Mjöll Snæsdóttir, fornleifafræðingur hjá Fornleifastofnun Íslands, nefnir þrjá sjóði frá síðustu öld en þeir fundust í Gaulverjabæ, Ketu á Skaga og Miðhúsum á Héraði. Sá síðastnefndi fannst 1980. Auk þess hafa fundist minni sjóðir og stakir silfurpeningar. Allir sjóðirnir fundust fyrir tilviljun, vegna einhverra framkvæmda. Gaulverjabæjarsjóðurinn hefur sérstöðu því hann er eini hreini peningasjóðurinn. Í honum eru um 350 peningar frá ýmsum löndum. Uppistaðan er enskir og þýskir peningar frá því um 1000 eða fyrr.
Mjöll segir það rökrétt að hér séu fáir sjóðir miðað við nágrannalöndin. Líklegt sé að fleiri sjóðir hafi verið grafnir þar sem fleira fólk bjó. Því má bæta við að faldir fjársjóðir hafa gjarnan verið tengdir hernaði. Menn hafi átt þá til að kaupa sig frá ófriði eða verið að fela fjármuni sína vegna hernaðar og síðan fallið sjálfir. Þótt oft hafi verið ófriður á milli höfðingja hér á landi var það þó talið friðsamt og ekki eins mikil ástæða til að fela sjóði og í nágrannalöndum þar sem barist var um yfirráð.

Silfur Egils eign ríkisins

Silfur Egils

Silfurpeningur, sem fannst á Þingvöllum.

Ef einhver dettur í lukkupottinn, til dæmis með því að finna silfur Egils Skallagrímssonar í Mosfellsdal, er sjóðurinn eign íslenska ríkisins og ber að tilkynna fundinn tafarlaust til Minjastofnunar og skila honum til Þjóðminjasafnsins. Raunar má ekki hagga kistunum, hvað sem kann að vera eftir af þeim, eða fjarlægja lausa hluti vegna þess að fornleifafræðingar vilja geta rannsakað ummerkin nákvæmlega. Áhugamaðurinn fær fleira en heiðurinn af fundi sjóðsins því hann á rétt á að fá greiðslu sem svarar til helmings af verðmæti hans og landeigandinn hinn helminginn.

Sjá meira um silfur Egils HÉR, HÉR og HÉR.

HÉR má sjá nýlega frétt um árangur leitar áhugamanns að fornminjum með málmleitartæki.
Málmleitartæki

Málmleitartæki

Þrátt fyrir ákvæði gildandi Minjalaga má lesa eftirfarandi á vefsíðu Minsjastofnunar [jan 2021]:
“Á Íslandi er almenningi ekki leyfilegt að nota málmleitartæki til að leita að fornminjum”.

Í sjónvarpsþætti RÚV um silfur Egils fullyrti forstöðukona Minjastofnunar að notkun málmleitartækja, annarra en fornleifafræðinga, væri óheimil, sjá HÉR. – Það er einfaldlega tómt bull.

Ástæða er til að hvetja áhugasamt fólk til að nota málmleitartæki við leit að fornminjum í jörðu. Bent skal á að ef slíkar finnast, ber þrátt fyrir allt, að tilkynna það til Minjastofnunar. Áhugasamir á Reykjanesskaganum geta einnig haft samband á netfangið ferlir@ferlir.is.

Heimildir:
-Þjóðminjalög. 2001 nr. 107 31. maí.
-Lög um menningarminjar. Lög nr. 80 29. júní 2012.
-https://www.visindavefur.is/svar.php?id=65813
-https://www.mbl.is/greinasafn/grein/1528433/

Málmleitartæki

Málmleitartæki eru af ýmsum gerðum.