Leitað var staðfestingar á selstöðu frá Fremra-Hálsi í Kjós. Til leiðsagnar var fenginn Guðbrandur Hannesson (f: 1936), bóndi í Hækingsdal og fyrrum oddvita í Kjósarhreppi. Maðurinn sá er jafnframt kunnugastur um örnefni, sagnir og minjar í hreppnum.
Í Jarðabókinni 1703 segir m.a. um selstöðu frá Fremra-Hálsi (Fremrehals) í Kjósarhreppi: „Selstöðu á jörðin í heimalandi“. Svo er að sjá á umfjölluninni að jörðin hafi verið notadrjúg og búsældarleg því jarðardýrleikinn er sagður vera xxii, en „túnin stórlega fordjörfuð af skriðum og engjar öngvar“.
Sauðafell var þá hjáleiga frá Fremra-Hálsi, „bygð í manna minni á fornu eyðibóli, þar sem halda áður hafi lögbýlisjörð verið, en nær eyðilögð vita menn eigi, og hefur þetta land fyrir hundrað ár Hálsi átölulaust eignað verið. Eyðilagðist fyrir þá grein, að bóndanum á Fremra-Hálsi þótti sú bygð of mjög að sjer og sínum peningi þrengja, og eru nú síðan yfir 40 ár, sem það hefur ekki bygst; þar með er það vetrarríki mesta fyrir fannlögum, og því örvænt að aftur byggjast muni. Þar er nú selstaða frá Hálsi.“
Maungutóftir eru sagðar hafa verið hjáleiga frá Fremra-Hálsi, „bygt í fyrstu manna minni, og varaði bygð um ein 4 eður 5 ár“
Hulsstaðir var önnur hjáleiga; sagðir „enn nú fornt eyðiból og liggur í Hálslandi, veit enginn nær eyðilagst hafi. Þar er túnstæði alt í hrjóstur og mosa komið, og því ómugulegt aftur að byggja“.
Guðbrandur benti FERLIR á Hulsháls eða Hulshrygg. Taldi hann líklegt að hjáleigan Hulsstaðir hafi verið öðru hvoru megin við hrygginn þótt hann hafi ekki séð tóftir þar. Leit að Hulsstöðum bíður betri tíma.
Heimild m.a.:
-Jarðabókin 1703.
-Guðbrandur Hannesson, bóndi í Hækingsdal.
-Örnefnaýsingg fyrir Neðir-Háls í Kjós.