Færslur

Ísland

Í “Landfræðissaga Íslands – Hugmyndir manna um Ísland, náttúruskoðun þess og rannsóknir, fyrr og síðar, eftir Þorvald Thoroddsen segir m.a. um upphaf búsetu manna hér á landi:

2. Fornar sagnir um Ísland áður en það fannst.
“Hjá ýmsum miðaldahöfundum er getið um Ísland og það sett í samband við viðburði, er gerzt hafa löngu áður en landið fannst; sést það berlega, að slíkt eru skröksagnir eða ýkjur seinni ára, og sanna þær alls ekki neitt samband við landið á þeim tíma, sem tilfærður er. Arthúr konungr, höfðingi Sílúra á Bretlandi, er nafnfræg hetja í gömlum riddarasögum og rímum; þó hafa margir efazt um, hvort hann hefir nokkurn tíma verið til; hann á að hafa dáið úr sárum árið 542 e. Kr. Í gömlum enskum bókum er opt talað um orrustur hans og sigurvinninga; þar er sagt að hann hafi lagt undir sig Norðurlönd og aðrar eyjar, og er þar talið Ísland og Grænland.
Galfried af Monmouth segir fyrstur nokkuð til muna um Arthúr konung og samkvæmar ritum hans eða frásagnirnar í Bretasögum. Þegar Arthúr konungr hafði barið á Söxum og lagt undir sig England og Skotland, er mælt hann hafi farið herferð til Írlands og síðan lagt undir sig Orkneyjar og Hjaltland og Suðureyjar, og síðan Danmörk, Noreg, Færeyjar og Gotland, og lagði svo skatt á öll þessi lönd. Síðan lagði Arthúr undir sig Frakkland, og líkaði Rómverjum það stórilla og sögðu honum stríð á hendur; bauð hann út miklu liði og voru með honum margir kappar og konungar úr skattlöndum hans; meðal þeirra er talinn »MaIvasíus Tíle-konungr (þat heitir nú Ísland)«. Einn af konungum þeirra, sem kom á eptir Arthúr, Malgó að nafni, »lagði undir sig allt Bretland ok Skotland, Írland, Ísland, Orkneyjar, Danmörk ok Gotland, ok voru þessi lönd öll honum skattgild, en karlmenn þýddust hann en eigi konur ok því varð guð honum reiðr«. Það sér hver maður, að frásagnir þessar eru eintómar ýkjur, tilbúnar löngu eptir þann tíma, sem um er rætt, og verður því ekkert á þeira byggt. Þess er og getið í gömlum bókum, að Kentigern biskup í Glasgow, sem var uppi á 6. öld, hafi sent kristniboða til Orkneyja, Noregs og Íslands; en þetta er jafn ótrúlegt eins og fleira, sem sagt er um þenna biskup. Sögurnar um Sunnifu hina helgu, að hún hafi farið frá Íslandi til Noregs til þess að boða þar kristni á 4. öld, hafa einnig við jafnlítið að styðjast.
Í fjölda mörgum fornkvæðum og rímum er getið um Ísland og Íslendinga, án þess að nokkur fótur sé fyrir því, og – eru slíkt ekki annað en skáldaýkjur, enda tóku rímnaskáldin fram á vora daga það ekki nærri sér, þó landaskipunin væri eigi sem réttust, í »Rosmers«-kvæði er t. d. sagt frá því, að Íslands konungur byggir skip; Rosram stígur í haf ok lætur alla konungsmenn sökkva til botns og drukkna nema Alvar konungsson. Hann er þar í 8. Í öðru kvæði er sagt frá því að Burraandrisi fréttir, að Íslands konungr eigi fagra dóttur og biður hennar sér til handa og vill hafa hálft rikið í heimanmund; Gloríant dóttir konungs er lofuð Karh keisara og vill ekki þýðast risann og biður Olgeir danska að hjálpa sér; hann fer á móti Burmand risa og leggnr hann að velli. Í færeysku fornkvæði er Friðfróði látinn sigla til Íslands, og þorir þá Íslands konungur ekki annað en bjóða honum skatt til friðar sér o. s. frv. Margs konar aðrar ýkjur um Ísland má finna hér og hvar í gömlum útlendum riddarasögum, rímum og kvæðum, og yrði hér oflangt að eltast við slíkt; þó Ísland sé sumstaðar í þess konar sögum sett í samband við viðburði, sera gerðust löngu áður en landið fannst, þá er það þó þýðingarlaust; því kvæðin og sögurnar eru löngu seinna til orðnar.
Nokkur ágreiningur ura fund Islands hefir fyrrum orðið meðal fræðimanna út úr nokkrura gömlum páfabréfum. Þegar erkibiskupsstóll var stofnaður í Hamborg 835, þá er Ísland nefnt í páfabréfinu og hafi sumir af því viljað ráða, að Ísland hafi verið albyggt og kristið, áður en Norðrmenn námu þar land; en hér liggur í augura uppi, að eitthvað hlýtur að vera ranghermt, því landið er nefnt því nafni, er það síðar fékk (Ísland); það er því víst engum efa bundið, að nöfnunum Ísland og Grænland hefir síðar verið skotið inn í páfabréfið, og öll líkindi til, að Brima-biskupar hafi gert það, eptir að Ísland varð kristið, til þess að geta talið þetta land sem önnur norræn lönd undir biskupsstólinn. Halda sumir Aðalbert erkibiskup (1043—1072), er vígði Ísleif Gissurarson til biskups, hafi skotið nöfnunum inn í bréfið og ef til till í 4 önnur brjef, sera seinna voru útgefin. Seinna spunnust ýmsar sagnir út af þessu, og í raunritum og kvæðum er Anskar hinum helga talið það til gildis, að hann hafi kristnað öll Norðurlönd og þar með líka Ísland og Grænland. Pontanus studdist við þessi páfabréf í ritdeilu sinni móti Arngrími lærða, en Arngrímur áleit, að bréfin myndu vera fölsuð, og á sama máli hafa flestir hinir merkari fræðimenn verið, t. d. K. Maurer, Finnur biskup Jónsson og Jón Sigurðsson. Sumir hafa haldið,” að nöfnin í frumritinu hafi ranglesist og ritararnir hafi aflagað önnur nöfn og gert úr þeim Ísland og Grænland. Hinn alkunni stjórnmálagarpur Gladstone hefir mikið fengizt við fornfræði og í ritum um Horaer hefir hann komizt að þeirri skoplegu niðurstöðu, að Ísland sé eyjan Ogygia, þar sem Oddyssevs dvaldi hjá Kalypso.

3. Írar finna Ísland.
Eins og kunnugt er, voru hér Írar þegar Norðraenn komu fyrst til landsins. Ari fróði segir í Íslendingabók »þá voru her menn cristnir, þeir es Xorþmenn calla Papa, en þeir fóru síðan á braut, af því at þeir vildu eigi vera her við heiðna menn, og létu eptir bæði irscar oc bjöllur og bagla; af því mátti skilja, at þeir voru menn írskir«. Landnáma bætir við um bjöllurnar og baglana, »þat fanst í Papey austr ok í Papýli, er ok þess getið í bókum enskum,
at í þann tíma var farið milli landanna«. Síðar segir um Kirkjubæ á Síðu (Ldn. IV. 11). »Þar höfðu áður setið Papar, og eigi máttu þar heiðnir menn búa«. Írar þeir er hinir íyrstu landnámsmenn kölluðu Papa, hafa eflaust verið klerkar eða munkar frá Írlandi, er höfðu leitað í einveru norður í höfum. Það sést líka á riti Dicuils munks, sem skrifað er 825, að Írar hafa fyrstir fundið Ísland. Dicuilus segir í riti sínu fyrst frá Thule og talar um hvað Solinus hafi sagt um þetta land og bætir því næst við: »Nú eru þrír tigir ára síðan, að klerkar, sem dvalið höfðu á þessari eyju frá því í byrjun febrúarmáuaðar til byrjunar ágústmánaðar, sögðu mér, að um sumarsólstöður og um næstu daga undan og eptir þá hyrfi sólin, er hún gengur til viðar eins og bak við dálítinn hól, svo að engin dimma varð um sjálfa þessa stuttu stund, hvað sem menn vilja gjöra t. d. tína lýsnar úr skyrtunui, þá má gjöra það eins og sól væri á lopti; ef þeir hefðu komið upp á há fjöll þar á eynni, mundi sólin líklega aldrei hafa horfið þeim. Mitt um þessa stuttu stund er miðnætti á jörðunni miðri, það er því ætlun mín, að sólin sjáist aptur á móti um skemmstari tíma í Thule um vetrarsólstöður eða nokkrum dögum undan og eptir, en þá er miðdegi á miðri jörðunni. Þeim hefir skjátlazt, er skrifað hafa, að sjór væri frosinn kringum eyna og að einlægur dagur án nætur væri frá vorjafndægrum til haustjafndægra og aptur á móti samhangandi nótt frá haustjafndægrum til vorjafndægra, því klerkar þessir komu þangað sjóleið um þann tíma, þegar mikill kuldi er vanur að vera og dvöldu þar, og voru þá ávallt dagar og nætur á víxl nema um sólstöðurnar, en þegar þeir sigldu þaðan norður á við eina dagleið, hittu þeir frosinn sjó«. Því næst segir Dicuilus frá eyjaklasa, sem liggur tveggja daga sigling fyrir norðan Bretland og
eru það líklega Færeyjar. Eyjar þessar eru allar litlar segir hann, og þröng sund á milli, og hafa þar búið í nærri hundrað ár einsetumenn frá Skotlandi, en þeir hafa orðið að flýja fyrir norskum víkingum, segir hann að þar sé ótölulegur grúi af sauðfé og alls konar sjófuglum. Af frásögn Dicuils er það auðséð að einsetumenn írskir hafa fundið Ísland líklega einhvern tíma á 8. öld, úr því Dicuilus hefir talað við klerka, sem þar höfðu verið um árið
795. Á Írlandi og Skotlandi hefir ekki verið friðsamt í þá daga þegar víkingahóparnir austan um haf alltaf voru að gera strandhögg, brenndu borgir og þorp, kirkjur og klaustur, drápu fólkið og rændu fénu; guðhræddir einsetumenn urðu að leita lengra og lengra burtu til þess að geta verið í friði.
Í latnesku riti um sögu Noregs, sem ritað hefir verið á Orkneyjum á miðri 13. öld, er þess getið, að þar hafi búið Piktar og Papar, er Norðmenn námu þar land; um Papana segir höfundurinn meðal annars: »Papar voru þeir kallaðir af því þeir klæddust hvítum klæðum eins og klerkar. -Þess vegna eru allir klerkar á tevtonska tungu kallaðir Papar. Ennþá heitir ein eyja Papey eptir þeim«. Allmörg örnefni á Orkneyjum og Hjaltlandseyjum benda á Papana. Í Orkneyjum eru tvær Papeyjar, Papey meiri og Papey minni (Papa-Westray og Papa Stronsay) og á tveim stöðum heitir þar Papýli, á Hrossey (Mainland) og á Rögnvaldsey (South Ronaldsay). Við Hjaltland eru líka tvær Papeyjar, Stóra Papey (Papa Stour) og Litla Papey (Papa Little) o. s. frv.  Af þessu sézt, að klerkar frá Írlandi mjög snemma hafa sest að á eyjum þessura og má svo rekja feril þeirra um Suðureyjar, Orkneyjar,
Hjaltland, Færeyjar og alla leið til Íslands. Hinir fyrstu íbúar, sem menn hafa sögur af á Orkneyjum, voru Piktar, og tóku þeir snemma við kristni, sagt er að Cormac hafi boðað þar kristni á 5. öld. Piktar héldu Orkneyjum fram á níundu öld, en þá urðu bæði lærðir og leikir að stökkva úr landi fyrir ofríki hinna norrænu víkinga. Munkaflokkar frá Írlandi settust víða að á eyjum og útskerjum við strendur Skotlands á 8. og 9. öld, og finnast mjög víða merki
eptir þá; þar sem byggð var boðuðu þeir kristni, og seinna settust þeir að á eyðieyjum og lifðu einsetumannalífi, fjarri róstum og ofríki víkinganna, sem þá fóru að koma í stórhópum að austan, einkum eptir það, að Haraldur hárfagri fór að brjóta undir sig Noreg. Hinir fornu Keltar á Írlandi og Skotlandi voru yfir höfuð að tala mjög gefnir fyrir sjóferðir og allt af á sífelldu flakki; það eru jafnvel nokkrar líkur til þess, að þeir hafi fundið Vesturheim fyrr en allir aðrir Norðurálfumenn, þó það sé með öllu ósannað enn.”

Heimild:
-Landfræðissaga Íslands – Hugmyndir manna um Ísland, náttúruskoðun þess og rannsóknir, fyrr og síðar eptir Þorvald Thoroddsen, gefin út af Hinu islenzka bókmenntafjelagi, I. Reykjavík, prentuð í Ísafoldarprentsmiðju 1892, bls. 13-14.