“Um skipstapann frá Galmannstjörn 10. þ. mán. 1865, (eptir kandid. Odd V. Gíslason).
Þann 10. þ. m. milli dagmála og hádegis, fórst skip á Gálmatjörn í Hafnahrepp með 15 manns, af hverjnm að 7 náðust lifandi, en 8 drukknuðu og vorn þeir: 1. Formaðurinn Þorgils Eiríksson frá Kambi í Holtum, 2. Hannes Ólafsson, vinnumaður á Gálmatjörn, 3. Ólafr Snjólfsson vinnumaður á Gálmatjörn, 4. og 5. bræðurnir Sigurður og Ísleifur Árnasynir vinnum. frá Garðsauka í Hvolhrepp, 6. Guðmundur Sigurðsson frá Götu í Holtum, 7. Jón Hinriksson frá Ölversholti í Holtum, 8. Jón Vigfússon vinnumaður í Miðkrika í Hvolhrepp. Allir þessir menn voru í bezta aldri frá 20 — 50 ára og voru allir ókvæntir.
Skipstapinn orsakaðist þannig, að sjó tók að brima, og þegar á sund það kom, sem farið var inn um á lendingu, varð frákastið að norðanverðu svo mikið í ólaginu að eigi neitti stjórnar og barst skipið að nefinu, sem er að sunnanverðu við sundið, stóð þar og hvolfdi allt í einu; komust nokkrir á kjöl, og nokkrum varð náð úr landi og á áttæring sem fram var settur, því eigi höfðu aðrir róið þennan dag, og náðust allir.
Þeir sem dauðir voru, voru bornir heim að bæ og var nú óðar sent til Vilhjálms bónda Hákonarsonar í Kirkjuvogi, og brá hann við snögglega, þótt hann væri sjálfur nýkominn úr skinnklæðunum, hljóp suður að Gálmatjörn og að hans tilstuðlan var allt það reynt sem unnt var, til að endurlífga hina drukknuðu, opnuð æð á handlegg, lagðir á tunnur til þess að ná úr þeim sjónum; þarnæst voru spenntir handleggir þeirra fram og upp með höfðinu og svo niður aptur til þess að hleypa lopti í lungun, burstaðir á fótinn, handleggjum og herðum og var þessum tilraunum haldið áfram allan daginn en allt til einskis. Ekki varð vart við nokkurt lífsmark.”
Heimild:
-Þjóðólfur, 18. árg. 1865-1866, bls. 103.