Færslur

Fornigarður

Gamall slóði. Gamli vegur eða Selsgata, var genginn frá Fjárskjólshrauni niður í Herdísarvíkursel suður undan Herdísarvíkurhrauni ofan við Seljabót.

Herdísavíkursel

Í Herdísarvíkurseli.

Leiðin er mjög falleg í gegnum hraunið og vel greinileg. Selið, sem kúrir undir hraunkantinum mót suðri, hefur verið stórt og eru margar tóttir því tengdu, sem og vatnsstæði vestan við þær. Skoðaðar voru gamlar hlaðnar refagildrur á klöppunum austan Seljabótar og einnig rúningsréttin í sjálfri bótinni.
Þá var hraunsleiðin gengin til baka og haldið að Fornagarði austan Vogsósa, en garðurinn, sem getið er um í heimildum frá árinu 1275, náði frá Hlíðarvatni að Nesi í Selvogi. Um hefur verið að ræða mikið mannvirki í þá daga. Hann var því 7 km langur. Að sjálfsögðu hét hann ekki Fornigarður í upphafi, heldur Strandargarður, en eftir því sem aldirnar færðust yfir hann gerði nafnið það líka.
Lognið var á smáhreyfingu, en hlýtt.

Herdísarvíkursel

Herdísarvíkursel – uppdráttur ÓSÁ.

Gamlivegur

Ákveðið var að leita og fylgja svonefndum Gamlavegi frá Ártúni og Árbæ að Reynisvatni og áfram áleiðis að Búrfellskoti, en gata þessi lá á Þingvelli forðum daga. Af sögnum mátti greina að úrbætur hafi verið gerðar á reiðgötunni með það fyrir augum að gera hana vagnfæra millum höfuðstaðarins og hins helgasta staðar þjóðarinnar frá upphafi þjóðveldisins.
Gamlivegur-2Ljóst var þó að með stefnu í nútíma vegargerð hafi bæði tekið lítið sem ekkert tillit til hinna fornu gatna og áhugi á varðveislu þeirra hefur að sama marki verið engin í gegnum tíðina. Svo rammt hefur að þessu kveðið að í fornleifaskráningum síðustu ára er þessara tegunda fornleifa sjaldnast getið.
“Jarðarinnar Grafar mun fyrst getið í máldaga Maríukirkju á Bessastöðum sem tímasettur er til ársins 1352 en ekki er þar getið um eiganda jarðarinnar. Gröf var komin í eigu Viðeyjarklausturs 1395. Þá var gerð skrá um kvikfé og leigumála á jörðum klaustursins.
Gröf virðist hafa verið í einkaeign þar til í byrjun 16. aldar, því þann 5. september 1503 seldu Guðmundur Þórarinsson og Ingibjörg Jónsdóttir Árna ábóta jörðina fyrir fjórtán hundruð í lausafé og kvittuðu fyrir andvirðinu. Þann 10. desember sama ár (1503) var í Viðey gert skiptabréf Árna ábóta annars vegar og Halldórs Brynjólfssonar hins vegar, á jörðunum Strönd í Hvolhreppi og Gröf í Mosfellssveit.
Gamlivegur-3Þar með var Gröf aftur komin í einkaeign. Ekki eru heimildir fyrir því hvenær Halldór seldi jörðina, en hann var nefndur hinn auðgi og hafði mikið umleikis. Svo mikið er víst að jörðin hefur aftur orðið klausturjörð á tímabilinu 1503–um 1545 og hélst svo þar til klausturjarðir runnu til konungs um siðaskipti. Á árunum 1547–1552 er jarðarinnar svo getið í fógetareikningum Bessastaðamanna.
Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1704 er konungur talinn eigandi, en ábúandi er Einar Þórðarson. Leiga var greidd konungi í smjöri til Bessastaða.
Gamlivegur-4Kvaðir voru um mannslán og hestlán til Þingvalla og annarra staða, jafnvel stundum norður í land og í ýmsar áttir. Skila átti tveimur dagsláttum, tveimur hríshestum og einum eða tveimur móhestum. Skera átti torf, flytja lax úr Elliðaánum, sjá um skipaferðir, sækja timbur til Þingvalla, sinna hússtörfum á Bessastöðum og fleira. Engjar jarðarinnar voru mjög litlar. Kvikfénaður er skráður 6 kýr, 1 kvíga tvævetur, 8 ær með lömbum og 4 hestar. Heimilismenn eru skráðir 10. Kostir jarðarinnar eru taldir litlir. Hjáleigur eru taldar tvær, það eru Grafarkot sem byggst hafði upp fyrir 50 árum og hét hugsanlega Holtsstaðir áður og hjáleigan Oddgeirsnes sem var hafði verið eyðijörð í allra manna minni.
Gamlivegur-5Litlum sögum fer af jörðinni en skömmu fyrir 1840 er hún seld eins og flestar konungsjarðir á þessum slóðum. Gröf var mjög landstór jörð. Hún fékk nafnið Grafarholt þegar bærinn var fluttur á núverandi stað við Vesturlandsveg árið 1907. Þá bjó í Grafarholti bændahöfðinginn Björn Bjarnason hreppstjóri og um skeið alþingismaður, fróðleiksmaður mikill, en sérkennilegur í mörgu. Árið 1943 var jörðin Grafarholt lögð undir Reykjavík samkvæmt lögum og meginhluti hennar síðan tekinn eignarnámi 1944.
“Gamlivegur” er til á nokkrum stöðum, s.s. á Vatnsleysuströnd og í Selvogi. Á uppdrætti Steinbjörns Björnssonar eru merktir nokkrir gamlir slóðar. „Gamli vegurinn“ er trúlega elsti slóðinn á milli Árbæjar og Hólms yfir Klapparholtsmóa og líklega elsti forveri Suðurlandsvegar.
Enginn örugg merki eru sjáanleg eftir hann nema hugsanlega nyrst við núverandi Gamlivegur-6Norðlingabraut. Leiðin er merkt rauð. Annar slóði lá svo suðvestur frá Rauðavatni inn Margrófina inn að Oddagerðisnesi. Þessi vegur var forveri Breiðholtsbrautar og er nú notaður sem reiðvegur að hluta nyrst. Slóðinn er merktur grænn. Að lokum slóði yfir Klapparholt og Klapparholtsvað yfir að Elliðavatni.
Fyrsti Suðurlandsvegurinn var gerður vagnafær 1886–1892. Hann lá frá Árbæ eftir Rofabæ og austur yfir Hellisheiði. Núverandi Suðurlandsvegur liggur að mestu í gamla vegstæðinu við Rauðavatn. Fyrir austan vatnið hefur gamli vagnavegurinn hugsanlega verið, þar sem nú er reiðvegur við Rauðavatnsskóg og austar núverandi bílvegur, norðan Suðurlandsvegar. Norðan við Suðurlandveg, fyrir austan Rauðavatn, er síðan um 13 hektara svæði sem Skógræktarfélag Reykjavíkur hið eldra hóf plöntun í um 1900.
Þetta er eitt af Gamlivegur-7elstu skógræktarsvæðum landsins og er í dag notað sem útivistarsvæði. Nýbýlið Baldurshagi var þar sem nú er OLÍS bensínstöðin. Þar var rekin greiðasala á árunum 1920–1945. Austan við það var braggahverfið Camp Columbus Dump, sem var birgðageymsla.
Í örnefnaskrá er ritað um Gamla veg: ,,Þá erum við komin að Gamla vegi, sem lá um Leirdal, Kotsklofning, Flagið, Vörðulágar [svo] og eftir Eggjum”. Vegurinn var merktur inn á Herforingjaráðskort 1909. Miðað við núverandi skipulag liggur syðsti hluti golfvallarins í Grafarholti yfir veginn, og hann liggur um 300 m fyrir norðan prentsmiðju Morgunblaðsins við Hádegismóa.
Gamlivegur-8

Lýsing: Þar sem vegurinn er enn sjáanlegur, má sjá rás þar sem grjót hefur verið hreinsað upp úr melnum og hlaðið í kanta. Suðvestast eru um 70 m sem liggja í brekku og beygir vegurinn þar. Síðan kemur um 50 m kafli á milli tveggja flata á golfvellinum, og svo 30 m kafli.
Gamlavegi var fylgt í gegnum móan norðan við Hádegismóa áleiðis austur fyrir Grafarholt. Grafarkot var þar sem nú er golfskáli golfvallarins undir Grafarholti. Syðstu flatirnar liggja ofan á Gamlavegi. Hann sést þó vel koma niður á flatirnar ofan af móunum austan núverandi Suðurlandsvegar. Eftir að hafa gengið yfir flötina kemur gatan aftur í ljós í móakafla. Þar er gatan tvískipt; annars  vegar gamli reiðvegurinn og hins vegar fyrstu merki um vagnnveg, sem lagður hefur verið ofan í eða samhliða reiðveginum. Þessi ummerki má glögglega sjá á nokkrum stöðum á leiðinni upp á Reynisvatnsáss og áfram á leiðinni áleiðis til Þingvalla.
Nú hverfur gatan undir golfvallaflatir. Í rauninni er sorglegt til þess að vita að golfvallaleggjendur skuli ekki hafa skilið eftir ummerki eftir götuna á þessu svæði því það hefði alls ekki komið niður iðkuninni. Líklegt má telja að menn þeirra tíma hafi lítið sem ekkert spáð í gildi hinna fornu leiða m.t.t. framtíðar varðveislu. Lýsir það allnokkurri skammsýni hlutaðeigandi. Og skrítið má telja að ekki hafi verðar gerðar áætlanir strax á fyrstu tíð nútíma vegagerðar að gera ráð fyrir áframhaldandi sýnileika hinna fornu gatna, t.d. sem göngu- eða reiðleiðir, ekki einungis meða það fyrir augum að varðveitar slíkar heldur og til að sýna afkomendum hver þróun þeirrar tegundar mannvirkja hafi verið frá fyrstu tíð landnáms hér á landi.

Grafarsel

Gamlivegur sést ekki aftur fyrr en norðan Reynisvatns. Bæði hefur golfvöllurinn eytt honum og auk þess suðaustasta byggðin í Grafarholti. Ef tekið er mið af herforingjakorti frá árinu 1909 er gata sýnd sem reiðleið en ekki vagnvegur þrátt fyrir augljós ummerki séu eftir vagnveg samhliða reiðleiðinni. Vagnvegur er á sama korti sýnd sunnan Rauðavatns og er hann nefndur “Gamlivegurinn”, þ.e. með greini. Að henni verður vikið síðar.
Þegar komið var upp að Reynisvatni mátti sjá leifar að hlöðnum túngarði. Á kortinu fyrrnefnda er Gamlivegur sýndur liggja ofan garðsins og síðan áfram upp á Reynisvatnsás með stefnu til norðausturs vestan Miðdals. Þar endar gatan á kortinu, en í raun lá hún áfram að Búrfelli, til austurs sunnan fjallsins framjá Búrfellskoti og áfram upp í gegnum Seljadal og á Þingvelli.

Gamlivegurinn

FERLIR hafði áður rakið þennan hluta líkt og sjá má annars staðar á vefsíðunni.
Af ummerkjum að dæma virðist reiðleiðin (eldri gatan) hafa legið framhjá bænum Reynisvatni og síðan norður með vestanverðu vatninu og til austurs með því norðanverðu. Þar liggur gatan hlikkjótt, á hálsinn. Á sama kafla kemur vagnvegurinn upp frá vatninu með stefnu upp á hálsinn, í og til hliðar við reiðleiðina. Þegar upp er komið hefur götunum verið raskað með nýrri malarvegi, en handan hans sjást þær vel. Göturnar koma saman skammt handan malarvegarins, en síðan liggur reiðvegurinn samhliða vagnveginum skammt sunnar. Þær sameinast síðan og eftir það liggur nýrri malarvegur ofan á þeim til austurs norðan Langavatns uns þær venda til norðausturs vestan Miðdals, sem fyrr sagði.
Ekki er að sjá að minnst sé á Gamlaveg í öGamlivegur-9rnefnalýsingum fyrir Ártún, Árbæ og Reynisvatn. Eftir er þó að skoða umfjöllun um vegagerð í Ísafold og fleiri eldri tímaritum. Þar gætu mögulega komið fram upplýsingar um fyrrnefndan vagnveg á endurbættum Gamlavegi. Örnefnið gæti og hafa tengst úrbótunum og vagnvegurinn þá verið nefndur Gamlivegur, þótt þess sjáist ekki merki á kortinu frá 1909.
Þá var haldið þvert til suðurs yfir Reynisvatnsheiðina með stefnu á Grafarsel og Gamlaveginn. Eftir áningu í Grafarseli var komið inn á Gamlaveginn (með greini). Hann sést enn norðan núverandi Suðurlandsvegar. Þar sem nú er komið hringtorg austan Rauðvatns hefur vegurinn verið fjarlægður, en sjá má hvar hann kemur aftur í ljós í hæð skammt austar. Veginum var fylgt til norðvesturs. Á fyrrnefndu korti er vegurinn dreginn upp og skv. hnitsetningu er hann svo til nákvæmlega á sama stað. Er hann ágætt dæmi um nákvæmni kortagerðamanna er unnu sína vinnu fyrir 100 árum, án nokkurra nútíma GPS-tækja.
Frábært veður. Gangan tók 5 klst og 5 mín.

Heimildir m.a.:
-Fornleifaskráning vegna tvöföldunar Suðurlandsvegar (Gröf, Hólmur og Geitháls), Anna Lísa Guðmundsdóttir – 2010.

Gamlivegur

Gamlivegur – gangan.