Færslur

Selvogur

Býlin í Garðahverfi liggja svo þétt að kominn er vísir að svolitlu þorpi og var girt í kringum það allt með görðum.
gardur-221Varnargarður lá meðfram sjónum og norðaustan megin teygði sig hinn mikli Garðatúngarður, frá Balatjörn í suðaustri, um Dysjamýri og Garðaholt, til Skógtjarnar í norðvestri. Garðinn lét séra Markús Magnússon reisa í kringum 1800 og væntanlega hafa allir íbúar hverfisins sameinast um verkið undir hans stjórn. Voru þá fjarlægð eldri garðlög við túnin ofanverð. Garðar hafa því verið þarna fyrr þótt þá þyrfti að endurhlaða með jöfnu millibili. Mannvirkjagerð af þessu tagi hefur tíðkast frá fornu fari og eru varðveittir garðar annars staðar sem vörðu heilu byggðalögin, t.d. Skagagarður á Garðskaga (Kristján Eldjárn.  Árb. ferðaf. 1903: Bls. 107-19). og Bjarnargarður í Landbroti (Sigurður Þórarinsson. Árb. ÍF 1982:bls. 5-39). Í Grágás eru jafnvel lagaákvæði um þetta og segir að Löggarður átti að vera „fimm feta þjokkur við jörð niðri, en þriggja ofan, og skal hann taka í öxl þeim manni af þrepi, er bæði hefir gildar álnar og faðma” (Ísl. fornr. XII: Bls. 112).

gardar-221Í Lýsingu Garðaprestakalls 1842 segir:  „Garðlag er og þvert yfir Garðahverfi sem skiptir því í austur og vestur hverfið. Fleiri garðlög finnast, er sýna, að hér eru tún forðum útgrædd upp í Garðaholt”. Hér mun átt við Garðatúngarð sem skipti milli Garðatorfunnar meðfram sjónum og nytjalands hverfisins fyrir ofan. Á Túnakorti 1918 má sjá hvar hann liggur frá suðaustri til norðvesturs meðfram túnum bæjanna Dysja, Pálshúsa, Nýjabæjar, Garða, Ráðagerðis, Hlíðar, Hausastaðakots og Hausastaða. Hann byrjar við Balatjörn og endar við Skógtjörn. Skv. Fasteignabókum er enn túngarður við allar jarðirnar árin 1932-44.
Í Örnefnaskrá 1964 segir:  „Garðatúngarður: Þetta var mikill túngarður, hlaðinn af grjóti. Lá neðan frá Dysjamöl við Balatjörn norður allt að Skógtjörn. Girti þannig af alla Garðatorfuna með hjáleignatúnunum. Séra Markús stiptprófastur Magnússon lét hlaða þennan garð á síðari hluta 18. aldar. Var það mikið mannvirki. „ Þegar garðurinn var lagður voru um leið fjarlægðir aðrir garðar sem voru  „vítt um túnin ofanverð, og munu hafa verið nokkurs konar varnargarðar um akurreiti, þegar akuryrkja var stunduð […] „  Talað var um Austurgarð austur frá loggardurGarðahliði, en Vesturgarð vestur frá því. (G.R.G: 95). Austan Dysja var kallaður Dysjatúngarður (181-220). Fornleifaskráning fór fram árið 1984 og fundust þá hlutar Vesturgarðsins. Ofan Garða er hann varðveittur frá Garðhúsum til Háteigs og birtist síðan aftur á um 70 m kafla ofan Hlíðar en endar við girðingarhorn við heimkeyrslu Grjóta. Ætla má að allir íbúar Garðahverfis hafi sameinast um byggingu þessa mikla túngarðs undir stjórn séra Markúsar enda hefur þeim líklega borið skylda til. Eins og fram kemur voru þarna eldri garðlög fyrir en mannvirkjagerð af þessu tagi hefur tíðkast frá fornu fari. Annars staðar á landinu eru varðveittir langir garðar sem varið hafa heilu byggðalögin og má nefna Skagagarð á Garðskaga og Bjarnagarð í Landbroti. Í Grágás eru lagaákvæði um byggingu slíkra garða og segir þar að Löggarður átti að vera „fimm feta þjokkur við jörð niðri, en þriggja ofan, og skal hann taka í öxl þeim manni af þrepi, er bæði hefir gildar álnar og faðma”.

Heimildir:
-Árni Helgason:  „Lýsing Garðaprestakalls 1842”. Landnám Ingólfs. Safn til sögu þess III. Félagið Ingólfur gaf út. Rvk. 1937-9. Bls. 197-220.
-Fasteignabók löggilt af Fjármálaráðuneytinu samkv. lögum nr. 41, 8. sept. 1931 öðlast gildi 1. apríl 1932.
-Fasteignabók löggilt af Fjármálaráðuneytinu samkv. lögum nr. 3, 6. jan. 1938. 1942-1944.
-Gísli Sigurðsson: Skrá yfir örnefni og fiskimið í Álftaneshreppi hinum forna: Bessastaðahreppi: Garðahreppi: Hafnarfirði og Hraunum: 1964. Garðahverfi A40, 43-4 / Garðaland B38, 41-2.
-Guðlaugur Rúnar Guðmundsson: Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar Safn til sögu Garðabæjar III. Garðab. 2001.
-Guðrún Sveinbjarnardóttir:  „1300-33/36”. Fornleifaskráning í Garðabæ 1984. Þjóðminjasafn Íslands.
-Sigurður Þórarinsson:  „Bjarnagarður. „ Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1981. Rvk. 1982. Bls. 5-39.
-Uppdráttur af túnum í Garðahverfi frá 1918: Garðar, Krókur, Nýibær.
-Uppdráttur af túnum í Garðahverfi: Bakki, Pálshús, Dysjar (Desjar) frá 1918.
-Uppdráttur af túnum í Garðahverfi: Hausastaðir, Hausastaðakot, Katrínarkot,
-Móakot, Hlíð (2 býli), Háteigur, Miðengi frá 1918.
-Kristján Eldjárn.  Árb. ferðaf. 1903: Bls. 107-19.
-Sigurður Þórarinsson. Árb. ÍF 1982:bls. 5-39.
-Ísl. fornr. XII: Bls. 112.

Garðar

Garðar.