Færslur

Geldinganes

Minjar má finna á nokkrum stöðu í Geldinganesi.
Í örnefnalýsingu fyrir Gufunes segir m.a.: “Gufunesgrandi er milli Gufunesvogs og Lóns, þar innan við. GeldinganesMeðfram sjónum að sunnan, Gufunesmegin á Geldinganesi heitir Suðurmýri.  Helguhólsmýri er að norðvestanverðu og Helguhóll þar alveg niður við sjóinn. Munnmæli eru til um það, að þar hafi búið einsetukerling er Helga hét, og hafi hún að einhverju leiti lifað á laxi er hún veiddi. Norðurnes nær frá Helguhólsmýri og norðaustur á tangann. Á tanganum norðaustur af nesinu var mjög góð fjörubeit og þar mun hafa verið nokkur sölvafjara. Þarna var fjárborg, þar sem Gufunesbændur höfðu sauði og munu sauðir hafa gengið þar mikið til sjálfala á vetrum.”
Í Geldinganes I er m.a. fjallað um sjóðbúð og selstöðu í austanverðu Nesinu, hinni fyrrnefndu að norðanverðu og þeirri síðarnefndu að sunnanverðu.
Í örnefnalýsingunni er getið um fjárborg. Reyndar er fjárborg í sunnanverðu Nesinu skammt vestan við selstöðuna og hefur hún eflaust tengst Fjárborghenni. Neðan hvorutveggja er hlaðinn garður, væntanlega ætlaður til aðhalds fyrir sauðfé og aðrar skepnur, sem voru hafðar á Nesinu, en gátu annars farið á fastalandið yfir Eiðsgrandann á fjöru.
Fjárborg sú er getið er um í örnefna-lýsingunni, er eina mannvirkið, sem þar er lýst þrátt fyrir að önnur hafi fyrrum augsýnilega verið þar um langan tíma.
Fjárborgin er efst á Geldinganesi. Umleikis hana er þýflendi. Hún stendur hátt, en er að mestu fallin og gróið yfir. Þó má sjá hluta hennar standandi upp úr gróningum. Norðvestar er fyrrnefndur Helguhóll.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Geldinganes

Geldinganes – Helguhóll.

 

 

Geldinganes

Geldinganesið er og hefur verið vanrækt sögu- og minjasvæði. Ástæðurnar eru sennilega af tvennum toga, annars vegar þeirri að Nesið hefur verið lítt aðgengilegt og hins vegar að minjar hafa þar lítt verið skráðar að einhverju marki. 

Sjóbúð

Eina skráningin, sem átt hefur sér stað, er vegna fyrirhugaðrar Sundabrautar og þeir aðilar er þar hafa verið að verki hafa ekki viljað halda fornleifaþættinum svo mjög á lofti af “eðlilegum” ástæðum, þ.e. forðast athyglina að þeim þætti umhverfismats og annarra nauðsynlegra skilyrða framkvæmdanna.
Ákveðið var að skoða Geldinganesið austanvert, þ.e. milli norður- og suðurstrandar þess að austanverðu.
Í örnefnalýsingu fyrir Gufunes segir m.a.: “Gufunesgrandi er milli Gufunesvogs og Lóns, þar innan við. Meðfram sjónum að sunnan, Gufunesmegin á Geldinganesi heitir Suðurmýri.  Helguhólsmýri er að norðvestanverðu og Helguhóll þar alveg niður við sjóinn. Munnmæli eru til um það, að þar hafi búið einsetukerling er Helga hét, og hafi hún að einhverju leiti lifað á laxi er hún veiddi. Norðurnes nær frá Helguhólsmýri og norðaustur á tangann. Á tanganum norðaustur af nesinu var mjög góð fjörubeit og þar mun hafa verið nokkur sölvafjara. Þarna var fjárborg, þar sem Gufunesbændur höfðu sauði og munu sauðir hafa gengið þar mikið til sjálfala á vetrum.”
SeliðFjárborg er á suðaustanverðu Nesinu, skammt frá síðarnefndri selstöðu. Það mun hafa tilheyrt jörðinni Eiði, en leifar bæjarins má sjá suðvestan við Eiðið á milli lands og Nessins.
Geldinganes er tengt landi með eiðinu sem nú er ökufært, en var áður fyrr aðeins fært á fjöru. Geldinganes er óbyggt, en þar voru á sínum tíma geldsauðir aldir fyrir fálkarækt þá sem fór fram á Valhúsahæð á Seltjarnarnesi. Þessi geldsauðir áttu að verða fálkunum fóður þegar þeir voru fluttir utan.
Í Jarðabókinni 1703 er ekki getið um selstöðu frá Eiði. Hins vegar er þar “heimræði árið um kring meðan fiskur gekk inn í sundin, þó ekki so að hjer væri verstaða fyrir aðkomandi fólk”. Það getur vel skýrt sjóbúðartóftirnar suðaustan á Geldinganesi, utan við Réttartanga.
SelstaðanÞar eru tvær tóftir; önnur nær sjónum og hin fjær, tvískipt. Líklegt er að fremri tóftin hafi verið geymsla fyrir sjófatnað, áhöld og veiðarfæri, en hin efri svefnstaður áhafnar. Tóftin sú er ekki stærri en sú að hafa getað hýst áhöfn á áttæringi. Hleðslur standa og sjást grónar. Tóftirnar eru enn augljósar. Skammt neðan þeirra er ákjósanleg lending.
Og þá yfir að hugsanlegri selstöðu suðaustanvert á Geldinganesi. Þar eru leifar af þrískiptri tóft. Grjóthleðslur sjást vel í veggjum. Fast vestan við þær virðist vera leifar af gerði eða stekk. Austar eru grónar kot- eða húsleifar. Þarna gæti hafa verið fyrrnefnd aðstaða fyrir sauðfjáhirði Viðeyjarklausturs á tímum geldsauðanna. Húsakosturinn hefur þá væntanlega verið úr timbri, tvíþiljaður, enda af kóngsins vilja reistur.
Austar er fjárborgin fyrrnefna. Hún er greinlega gömul, enda upphlaðin af tímans gróningum. Í henni sunnanverðri sést móta fyrir hringhleðslum er gefur til kynna til hvers mannvirkið hefur verið brúkað. Ekki er útilokað að þarna, á þessu svæði í Geldinganesi, beint fyrir ofan eiðið, hafi verið selstaða fyrrum sem og aðstaða fyrir yfirsetufólk sauðabúskaparins þegar og á meðan stóð. Bæði fjárborgin og selstöðuminjarnar gefa til kynna, af lögun að dæma, að þær séu frá seinni tímum, en verið mikið notaðar á meðan var.
Ætlunin er að skoða Geldinganesið nánar við tækifæri.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst og 1 mín.

Heimild m.a:
-Önefnalýsing fyrir Gufunes.
-Jarðabókin 1703.

Geldinganes

Sjóbúð á Geldinganesi.