Færslur

Gjábakkahellir

Haldið var í Goðahraun. Goðahraun (Eldborgarhraun) er samheiti yfir hraunin sunnan Hrafnabjarga og Kálfstinda austan Þingvallasveitar. Í þeim eru allnokkrir hraunhellar, s.s. Rauður, Pyttlur, Upppgjöf, Litla-op, Ranahellir, Turnhellir, Þumall, Klakahellir, Burknahellir, Lambahellir, Súlnahellir, Fallhellir, Tvíbotni, Litli-Björn, Vörðuhellir, Flórhellir, Gjábakkahellir, Lambhellir, Súluhellir, Tintron, Vegkantshellir og Raufin.
Gossprungan, sem hraunið kom úr, er um 5 km löng. Tvær eldborgir eru mest áberandi.
Hellarnir á Lyngdalsheiði - loftmyndRauður er fínlegur hellir í uppvarpi suðaustan við efri eldborgina. Hellirinn er um 180 m langur og hallar töluvert. Víðast hvar er hægt að ganga uppréttur. Veggirnir eru víðast hvar rauðlitaðir. Nokkrir dropsteinar eru í þessum efsta helli Goðahrauns.
Pyttlur er mikið uppvarp mitt á milli stóru eldborganna. Ausan undir hæsta hluta uppvarpsins er mikil hola niður í undirdjúpin. Sjálfur hellirinn er lítill.
Uppgjöf er skammt austan við stóru eldborgina, um 100 m langur hellir. Innst er mikil þrenging, sem hellamenn hafa jafnan gefist upp á að þræða.
Efra opið á GjábakkahelliLitla-op er við enda hrauntraðar við stærstu eldborgina. Nokkrum metrum innan við munnann er lítið op sem leiðir inn í hellinn. Þrenging hamlar för en þar fyrir innan er mikill salur eða hvelfing sem vel mætti duga til fundahalda ef inngangan væri ekki jafn erfið og raun ber vitni.
Ranahellir er um 200 m suðsuðvestan við Litla-op. Hellarnir eru tveir; annar er um 30 m langur og hinn um 40 m langur. Endar sá í þrengingu líkt og fílsrana.
Turnhellir er nokkru neðan við veginn sem liggur upp frá Stóra-Dímon og upp í Þjófahraun. Tveir munnar eru nyrst og efst í hellinum og auðvelt að ganga um þá báða. Innar er gott rými og spenar í loftum. Innar liggja göng upp á við. Turnhellir er um 90 m langur.
Þumall er nokkur neðan við veginn milli Þingvall aog og Laugarvatns. Heildarlengd hans er um 160 metrar.

Gjábakkahellir

Klakahellir. Um er að ræða mikla fóðurrás er tengist Fallhelli, S’ulnahelli, Tvíbotna, Litla-Birni, Vörðuhelli, Gjábakkahelli og öðrum hellum á svæðinu þótt hátt í 3 km séu á millum. Í Klakahelli eru jafnan fallegar ísmyndanir. Hann opnast til norðurs í töluvert niðurfall eða djúpa laut. Heildarlengd hans er um 70 metrar.
Burnkahellir er um 150 m langur. Á stuttum kafla hefur rásin skipst í kringum súlu og hæðarmunurinn á gólfinu verður um tveir metrar.
Lambahellar eru tvær stuttar rásir skammt frá hvorri annarri. Í opunum eru beinagrind af kind og lambi.
Súlnahellir er margslunginn og kvíslast víða kringum súlur. Innarlega í hellinum eru nokkrir dropsteinar, sá lengsti yfir hálfur metri. Heildarlengd hellisins er um 300 metrar.
Opið á TvíbotnaFallhellir er um 80 m langur. Hann er víðast hvar manngengur, en töluvert hruninn. Gamalt hlaðið byrgi er skammt vestan hellisins og sést það langt að.
Tvíbotni er um 310 m langur, fallegur, upprunalegur og lítt hruninn. Mikið niðurfall er í hraunið þar sem hellirinn er og þarf stiga eða reipi til að komast niður. Í suðurátt er hægt að fara um 50 m inn. Fallegir spenar hanga niður úr loftinu og þar má og sjá lagskipt storkuborð. Í norðausturhorni hvelfingarinnar inn af niðurfallinu er lítið gat, innan við metri í þvermál. Þar má fara niður og blasir þá við glæsileg hraunrás sem er yfir 200 m löng. Innst er rásin um 10 m á hæð og um 10 m á breidd.
Mikið er í honum af ósnortnum spenum en einnig nokkrir dropasteinar. Í honum þarf sérstaka aðgát, bæði til að stíga ekki sumstaðar niður úr veiku gólfinu en einnig vegna sérlegra viðkvæmra hraunmyndana.”
Tvíbotni er í sömu hraunrás og Gjábakkahellir. Hann er um 310 metra langur, fallegur og lítið hruninn. Tvíbotni fannst 1985. Hellirinn hefur tvo botna, þ.e. hann er á tveimur Jarðfall í Goðahraunihæðum og opnast í miklu niðurfalli. Um fleiri en eina leið er að velja með mismunandi útkomum. Innst í norðurgöngunum er hellirinn stór um sig. Meira en 10 metra lofthæð er þar jafn langt á milli veggja.
Litli-Björn-Vörðuhellir fannst 1987. Til norðurs er hellirinn um 120 m langur, töluvert hruninn. Á köflum er hátt til lofts og  vítt til veggja, en endar loks í hruni. Hellirinn gengur síðan um 230 m til suðurs frá niðurfallinu. Þar sem niðurfallið er um 80 metra norðan þjóðvegarins liggur hellirinn undir hann eins og Gjábakkahellir og Vegkantshellir. Í þessum hluta hellisins er lítið um hraunmyndanir, en þó er margt að skoða. Hellirinn er yfir 10 m breiður og hæðin er 2-3 metrar. Hrun er á millum í heillegri rásarinni. Innst í hellinum er um 70 cm há verða, hlaðin úr 10 steinum, sem fallið hafa úr hellisþakinu. Á vörðunni er fjársjóður; 25-eyringur frá árinu 1921. Litli-Björn og Vörðuhellir eru sama rásin – að þInngangan í Flórhellinn miklaví komust hellamenn nokkru seinna eftir að hafa þrætt hinn síðarnefnda. Vörðuhellir er um 350 m langur, en heildarlengd hellanna er um 800 metrar.
Flórhellirinn er a.m.k. 40 metra langur. Hann dregur nafn sitt af innvolsinu, en hann er sumstaðar á tveimur hæðum.
Gjábakkahellir er á Lyngdalsheiði og liggur undir veginn um 2 km frá Gjábakka. Hann er opinn í báða enda og er neðri endinn merktur með vörðu. Efri hellismunninn er fyrir ofan Lambhelli. Hann er mikið hruninn og ógreiðfær en bót í máli að auðvelt er að komast niður í hann. Þar er nokkuð um sepa, totur, spena, storkuborð og ýmsar hraunmyndanir. Á einum stað skiptist hellirinn í tvennt og á öðrum er hann á tveim hæðum. Gjábakkahellir er í heildina um 364 metrar á lengd. Hellirinn hefur einnig verið nefndur Helguhellir og Stelpuhellir. Hann hefur verið þekktur lengi. Matthías Þórðarson þjóðminjavörður skoðaði hann árið 1919. Til er þjóðsaga þar sem segir að stúlka frá Gjábakka hafi farið í hellinn og aldrei komið út aftur eða þá að hún hafi komið upp úti á Reykjanesi og þá hafi skór hennar verið fullir af gullsandi. Þjóðsagan skýrir nafngiftina Stelpuhellir, auk þess gæti stelpan hafa heitið Helga.
Lambhellir er sem næst ofan í Gjábakkahelli. Opið er um 50 metrum frá vegi skammt suðvestan við efra opið á Gjábakkahelli. Opið er lítið og stiga þarf til að komast niður. Hellirinn er um 30 m á lengd. Lamb hefur lagst til hinstu hvílu á klettasyllu innst í hellinum.
Súluhellir er um 300 metrum suðvestan við syðri hellismunna Gjábakkahellis. Hann er lítill og um 40 m langur. Innarlega í honum er mikil súla fyrir miðjum hellinum.
TÞúfutittlingshreiður við eina hraunrásinaintron er flöskulaga hola sunnan við Stóra-Dímon. Kvika hefur komið upp um hellinn og hlaðið upp nokkrun hól, uppvarp eða sníkjugíg. Gatið er efst í hólnum. Um 10 metrar eru niður á hellisbotninn. Heildarlengd Trintons er um 27 metrar.
Vegkantshellir er við veginn, sunnan við Stóra-Dímon og Trinton. Heildarlengdin er um 90 metrar. Í honum er hátt til lofts og vítt til veggja.
Raufin er niðurfall um 200 metrum sunnan við Vegkantshelli. Sjálf rásin, sem opnast í rauf, er um 50 m löng.
Lendi Goðahrauns er auðvelt yfirverðar. Meginhraunrásirnar eru þrjár. Má rekja þær eftir jarðföllunum. Úr miðrásinni ganga þverrásir á nokkrum stöðum. Víða eru jarðföllin gróin og auðvel niðurgöngu, en á stöku stað verður hún ekki reynd nema með stiga eða reipi. Opin eru jafnan lítil, en stækka er innar dregur. Þó má finna víð og myndarleg op og fylgja rásinni skamman veg, t.a.m. efst í austastu rásinni. Við Gaumgæft í einni rásinnijarðfallið er varðað greni og skammt vestar hlaðið byrgi refaskyttu. Þúfutittlingshreiður er skammt sunnar, inn undir lágu barði. Rjúpa lá á eggjum skammt austar og skógarþröstur beið þolinmóður með orm í goggnum eftir að ferðalangarnir færu upp úr jarðfallinu hans.
Það kom í raun á óvart hversu stórsteinóttur Gjábakkahellirinn var. Þrátt fyrir það þræddi tíkin Brá hellinn á enda líkt og alsjáandi eftir að hafa fengið hálsljós að láni. Sennilega er hún fyrsti hundurinn er þræðir Gjábakkahelli á enda? Annars er Gjábakkahellir vinsæll ferðamannhellir. Þegar FERLIRsfélagar höfðu þrætt hellinn sást til tuga annarra vera að undirbúa ferðalag í hann ofanverðan – og það þrátt fyrir að aðrir hellar, miklu mun greiðfærari og fallegri séu þarna innan seilingar. I
nnkoman í Flórhellinn mikla er t.a.m. einna sú tilkomumesta er þekkist í hellum hér á landi. Annars felur Goðahraunið op sín með sæmd, en með aðstoð loftmyndar af svæðinu var tiltöllega auðvelt að rekja rásinar og kíkja niður í jarðföllin – hvert á fætur öðru. Með í för voru Myndanirstaðsetningarhnit af þekktum hellum á svæðinu, en opin sem kíkt var inn í virtust miklu mun fleiri. Hafa ber þó í huga að þar geta verið önnur op á áður þekktum rásum. Hins vegar rann söknuður til þess að opin bæru ekki merki Hellarannsóknarfélagsins með tilheyrandi nafngiftum því líklegt má telja að félagsfólkið hafi áður komið í þessar rásir, varið þar drjúgum tíma og skoðað. Merkingarnar HRÍ vekja ávallt jákvæða staðfestingartilfinningu hjá öðrum áhugasömum leitendum. Hér þarf að bæta um betur. Einnig er ljóst að staðsetning allra þessara “dæmigerðu” hella og nálægð við þjóðbraut gæti stuðlað að auknum áhuga almennings á fyrirbærinu – ef vel væri staðið að merkingum. Pokasjóður styrkir gjarnan slík verkefni.
Mjög erfitt er að taka almennilega ljósmyndir í hraunhellum snemmsumars vegna móðu sem myndast af mannverunum. Hellarnir geyma í sér vetrarkuldann og þegar hann mætir sumarhitanum verður árekstur.

Frábært veður – lygna og tveggja tölustafa hiti. Gangan um svæðið og hellana tók 4 klst og 4 mín.

Heimildir m.a.:
-Björn Hróarsson – Íslenskir hellar 2006, bls. 327-335.

Gjábakkahellir

Gjábakkahellir.