Færslur

Grændalur

Gengið var um Grændal ofan Hveragerðis. Dalirnir uppaf Ölfusdal heita Reykjadalur og Grænsdalur (Grændalur). Gufudalur er nafn á býli austast í Ölfusdalnum en uppaf því eru dalverpi með skemmtilegum gönguleiðum. Volgar laugar og litrík hverasvæði gera landsvæðið að einstakri náttúruperlu.
Grændalur-2Í nýlegri Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða fékk Grændalur hæstu einkunn af jarðhitasvæðum fyrir náttúruverðmæti í jarðminjum, vatnafari og vistgerðum. Ef vernda ætti eitthvert jarðhitasvæðanna á Hengilssvæði ósnortið kæmi Grændalur þar fyrst til greina. Þrátt fyrir það hefur ásókn orkufyrirtækja til tilraunaborana í dalnum verið linnulítil. Fjallað verður um það hér á eftir.
Grensdalur liggur norðan Hveragerðis. Úr honum kemur Grensdalsá sem rennur í Varmá. Dalurinn er, sem fyrr sagði, þröngur neðst og ekki áberandi en víkkar er innar er komið og er nokkuð víðáttumikill. Dalafell er hömrum girt vestan í dalnum og virðulegur Álútur að austanverðu. Í dalnum er mikill fjöldi hvera, lauga og volgra og er fjölbreytni vistkerfa þeirra með því mesta sem þekkist. 
Grændalsnafnið á vel við þar sem dalurinn er gróinn og gróðurinn sérlega grænn.
Grændalur-3Ummerki jarðhiti eru mjög víða, m.a. eftir báðum hlíðum endilöngum og í dalbotninum. Berggrunnurinn er þéttur þannig að vatn sígur lítið niður í hann en gömul framhlaup eru í hlíðunum og þar spretta upp lindir. Jarðhitinn í Grændal  er óvenjulega fjölbreyttur… Gufuhverir eru áberandi en þar finnast líka leirhverir, litlir sprengigígar, heitar skellur, vatnshverir, og heitar og volgar lindir og lækir sem sitra niður hallann. Grændalur er eitt af stærstu ósnortnu hvera- og laugasvæðum landsins í nánd við byggð. Gróskan er mikil og í dalnum vaxa nokkrar sjaldgæfar plöntutegundir, sem hér á landi finnast aðeins við jarðhita. Lífríki hveranna er talið einstaklega fjölbreytt. 

Grændalur-4

Náttúrufræðistofnun Íslands og Umhverfisstofnun hafa lagt til að Grændalur verði friðlýstur. Auðvelt er að komast að Grændal með því að aka í gegnum Hveragerði og áfram til norðurs þar til vegurinn endar við bílastæðið á bökkum Reykjadalsár.
Orkufyrirtæki hafa sóst eftir að virkja í Grændal. Árið 2001 lagðist Skipulagsstofnun gegn áformum Sunnlenskrar orku um rannsóknaborun í botni Grændals og vegagerð um 3 km leið inn eftir dalnum. 

Skipulagsstofnun féllst á borun rannsóknarholu í mynni dalsins með einu skilyrði. Fyrirtækið kærði úrskurðinn til umhverfisráðherra sem felldi hann úr gildi.
Grændalur-5Ráðherra samþykkti borstað norðan dalsins og veg að honum úr norðri frá línuvegi Búrfellslínu en féllst ekki á meginkröfu Sunnlenskrar orku um borstað og veg inn í dalnum sjálfum. Til fróðleiks má geta þess að í mati á umhverfisáhrifum um niðurstöðum frumathugunar og úrskurð skipulagsstjóra ríkisins um borun rannsóknarholu í Grændal, lagningu vegar o.fl. árið 2000 er fjallað um menningarminjar, en engra getið. Einungis að fulltrúi Þjóðminjasafnsins muni fara um svæðið þegar tækifæri gefst. Gefur þessi afstaða og ákvarðanataka án nauðsynlegra upplýsinga hugsunarleysi hlutaðeigandi aðila yfirdrifið til kynna.
Grændalur-6Grændalur sem er næst ósnortinn lokast til norðurs og er Ölkelduháls norðvestan hans. Dalirnir eru hluti af eldstöð sem kennd er við Hengil og nær eldstöðin frá Hveragerði til Nesjavalla, vestur fyrir Hengil og suður í Hverahlíð. Landslag svæðisins einkennist af jarðhita og er þar fjöldi hvera og lauga, berggangar, brot og framhlaup. Á svæðinu eru góðar opnur sem eru mikilvægar til rannsókna og fræðslu. Einkennandi eru lækjarsitrur sem seitla niður hlíðar dalsins. Þær eru sérstæðar á landsvísu enda hafa þær mikið að segja til um lífríki hveranna.
Í fyrrgreindu mati á umhverfisáhrifum og úrskurði 
Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum fundust ekki sýnilegar fornleifar við athugun í Grændal.
Í athugasemd Björns Pálssonar ofl. er vísað í heimildir og bent á að samkvæmt þeim hafa verið hjáleiga á flötunum framan við Þrengslin og sauðhús vestan Grændalsár, sennilega nærri áætlaðri vegleið. Innan Þrengsla séu ýmis örnefni er vitna um slægnanot og þar séu einnig örnefnin Nóngiljalækur og Húsmúli sem kunni að benda á hvar bær var í dalnum, sem nefndur er í örnefnaskrá. Þá er einnig bent á að leita hefði átt ummerkja um heybandsgötur sem sjást í Þrengslunum. Hlaðið aðhald sé við Grændalsá, við áætlað vatnstökusvæði, en það hafi ekki verið kannað. Einnig kemur
fram að fundist hafi tóttir fyrir botni dalsins.
Í þessari FERLIRsferð, sem var sú fyrsta og alls ekki sú síðasta, í Grændal, fundust grónar tóftir á a.m.k. þremur stöðum ofarlega í dalnum. Greinilegt er að slægjulönd hafa þar verið mikil fyrrum og fólk hefur hafst þar við hluta af sumri. Gerði bendir til þess að hestar hafi verið geymdir þar og húsasamstæður gefa til kynna tímabundna viðveru fólks.
Grændalur-7FERLIR er hins vegar ekki í vinnu hjá þjóðminjavörslu þessa lands, sem getur bara unnið sína vinnu eins og ætlast er til reglum samkvæmt.
Heybandsgöturnar, sem Björn Pálsson, minnist á, sjást vel í dalnum beggja vegna árinnar. Af þeim má ráða hvar mannvistarleifar megi leita í efstverðum Grændal.
Grændalur er í fáum orðum sagt stórkostlegt útivistarsvæði. Náttúrufegurðin í nágrenni þéttbýlis er óvíða meiri hér á landi. Hverasvæðin í dalnum gefa tilefni til að fara varlega, en ef götum er fylgt ætti hættan að vera sáralítil. Litadýrðin er stórbrotin og veðursældin í ofanverðum grösugum dalnum er einstök. Þaðan er stutt upp í Dalaskarð, leið yfir í ofanverðan Reykjadal. Slægjulönd voru í ofanverðum Grændal. Umbreytingar hafa orðið víða í dalnum. Bera kulnuð og ný jarðhitasvæði þess glögg merki. Í honum miðjum, að vestanverðu, þar sem áður var gróin Bóndabrekkan, er nú hverasvæði er varð nýlega virkt í kjölfar jarðskjálfta á Suðurlandi.
Ef skynsemi ræður ríkjum ætti að taka Hveragerðisdalina frá til útivistar og ferðamennsku. Verðmætin til slíkrar framtíðar versus tímabundin orkunýting með allri þeirri röskun er henni fylgir eru án efa margföld.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Grændalur

Grændalur.

 

Grensdalur

Þegar gengið er hring um Reykjadal og Grændal (Grensdal) ofan Hveragerðis um Dalaskarð (um 8 km ganga) er áður áhugavert að skoða örnefnalýsingu Ólafar Gunnarsdóttur, sem lengi var í Reykjakoti og m.a. smali þar.
Reykjadalur - djupagilsfoss-1Á svæðinu, auk örnefnanna, eru allnokkrar fornar minjar, s.s. selstöður, sauðahús og stígar. Hægt er að taka mið af Varmá er rennur í gegnum Hveragerði, en svo heitir áin neðan Sauðár sem rennur úr Gufudal. Ofar renna í hana Grendalsá, Reykjadalsá og Hengadalsá, auk nokkurra smærri lækja. Hér er byrjað við Sauðá og haldið upp eftir: “Sandhóll er hæð austan við Gróf að Sauðá. Selmýri er austan Sauðár, þar sem Gufudalur er. [Þar eru leifar sels eða selja (FERLIR).] Reykjanes nes niður þaðan við Varmá, austan Sauðár, ræktunarland Gufudals. Sokkatindur er hár tindur upp með Sauðá og norður af Gróf. Sokkatindsflöt er flöt vestan undir tindinum, dálítil.
Jarðföll eru vestur og inn af Sokkatindi og flöt. Þau sjást ekki af veginum. Tæpimelur er hryggur vestur þaðan mjór ofan. Tæpamelsgil er innan við melinn lítið, rennur í Grændalsá, smávætlur í gilinu. E.t.v. er gilið nafnlaust. Melar eru inn þaðan, inn undir Klóarmýri. Kló er upp þaðan. Snókatorfa (Snjákutorfa) er lítil torfa innan Tæpamelsgils. Þar var stundum slegið. Heyið flutt niður gilið og Þrengsli. Hrútatorfur eru inn af Háeggjum, lægðir og gróðurtorfur. Hrútastígur er stígur upp í torfurnar. Farið upp Gilið og fast uppi við Háeggjar og upp fyrir þær að norðan. (Hrútatorfur eru nær bænum en Sokkatindsflöt).”
Reykjadalur - KlambragilÞá færum við okkur upp að ætluðum upphafsstað. “Engjavað er á Grændalsá neðan við Engjamúla. Grændalsmói er mói á Eyrum fram af Grændal, flatur ofan, en með börðum í kring, oft kallaður Móinn.Grændalur er að austan. Blesatorfa er torfa innanvert við Þrengsli, nær niður að ánni, var slegin. Austurengi er gróðurblettur inn frá Blesatorfu, var slegið. Gil er innan til í enginu. Kjálkabrekka er gróðurbrekka innan við gilið, var slegin. Grænidalur að vestan: Langamýri er mýri, nær niður að á og er niðri við hana. Vörðudalur er dalskvompa, sem liggur upp þaðan upp undir Eggjar (Dalafellseggjar) eða Grændalseggjar). Stóridalur er dalskvompa nokkru stærri og nokkru innar. Heystöð er grasblettir inn með ánni. Engjamúli er sandhóll, sem gengur fram í dalinn og grasblettir uppi á, þar var slegið. Miðengi er engjaspilda þar inn af. Vesturfossahvos er lægð innar. Vesturfossar eru fossar þar upp frá, undir Dalaskarði. Vesturengi er þar innar af. Það er stærsta engjaspilda í Grændal. Dalafell er fjallið milli Grændals og Reykjadals. Dalaskarð er skarð innarlega við Grændal, yfir í Reykjadal, grunnt. Þar endar Dalafell.”
Þá færum við okkur aftur niður í mynni Grændals: “Leirdalsbrekka er brekka framan við þrengslin að vestan upp frá Engjavaði. Leirdalur er gilhvos framan við hana. Fláar eru brekkurnar suðaustan í Dalafelli niður að Grændalsá og Hofmannaflöt, með holum og giljum. Í þeim voru sauðahús frá Reykjakoti, á Hofmannaflöt. Rjúpnabrekkur eru brekkur vestur af flötinni og upp í Dalafell.
Reykjadalur - Klambragil-2Efribrekkur eru upp þaðan, óvíst hvar. Lækir gróðurflatir með ánni vestur frá Hofmannaflöt, þar var slegið. Kálfagróf gróið dalverpi upp frá Lækjunum til norðvesturs. Smjörgróf er gróf upp þaðan í Rjúpnabrekkum. Reykjadalsá er áin úr Reykjadal niður að ármótum Grændalsár – þaðan Varmá: áður fyrr rann Grændalsá í Reykjadalsá á Eyrunum skammt innan við túnið og neðan við Grændalsmóa. Djúpagilsfoss er foss í Reykjadalsá neðst í Djúpagili, sést frá bænum. Djúpagil er þröngur dalur neðan við Reykjadal.”
Förum þá áleiðis ofan úr Reykjadal að austan, frá Dalaskarði: “Dalaskarðsmýri er allstór mýri, nær upp undir Dalaskarð – meðfram ánni. Fálkaklettagil er austasta gilið af þremur, sem Reykjadalur greinist í innst í botni. Djúpagilsmýri er dálítill mýrarblettur neðst í dalnum upp frá Djúpagili. Hverakjálkar eru dalskvompa(ur) sem liggja vestur frá dalnum framarlega. Þar eru hveraaugu. Torfumýri er mýri innan við gil, sem liggur niður úr Hverakjálkum. Mýrin með ánni er mýrarteigur inn með ánni, undir Molddalahnjúk. Molddalir eru skvompa, nokkuð greinótt, vestur frá Reykjadal og bak við Mold-dalahnúk. Þar eru hverir. „Sandhnúkar“ eru kringum dalinn. Djúpagilseggjar eru klettabrún vestan við Djúpagil. Krossselsflatir eru suður af Djúpagilsfossi, en norðvestur af Svartagili. Gróðurflesjar, sjást frá bænum. Krossselsstígur er götuslóði upp brattann, þaðan upp í Árstaðafjall. Árstaðafjall er hryggur upp á heiðarbrúninni, samhliða Djúpagili.
Svartagljúfur er gljúfrið Vallasel-5að Hengladalaá, þar sem hún fellur ofan af heiðinni í Svartagljúfursfoss: hæsti fossinn í gljúfrinu. Árhólmar eru móarnir milli Hengladalaár og syðsta farvegs hennar niður að Varmá. Mosar eru brekkurnar upp þaðan sunnan við Svartagljúfur. Í Grændalsbotni eru Miðfossar, Austurfossar, Vesturfossar og Efstifoss.”
Tóftir eru þar sem jafnan er nefnd Stekkjaflöt neðst og vestan við Grændalsá. “Þar voru Sauðhús. Sauðhúsbarð innan við Grændalsá – var einnig hjáleiga [þar sem Menntaskólasetrið stendur nú (FERLIR). Þar var líka Reykjakots-hjáleiga, en óvíst hvar. Sauðhúsgil var upp með Sauðhúsi. Rjúpnagil var upp frá Hofmannaflöt, langt upp. Jókutangi var nes í Árhólmum, gegnt Hofmannaflöt. Annars talinn neðst á Hólmum. Ranghóll var í Lækjum. Kúadalur var lægð í Rjúpnabrekku.

Grensdalur-102

Kúadalsöxl er milli og Smérgróf og Stekkjartúnsfell: vestur af Þrengslum upp frá Leirdal. Hveramóar eru fremsti gróður á Grændal. Tæpur er við efri hver um götu. Kúadalsöxl er önnur milli Þrengsla og Rjúpnagils. Hveramýri er milli hvera.” Skammt vestar: “Nóngil er á Grændal, þar inn af. Smádalir eru lægðir niður af Stóradal. Austurfossar: austasta stórgil í Grændalsbotni. Miðfossar: inn þaðan, þá Ófærugil, næsta gil við Austurfossa. Tröllháls er milli Klóar og Kyllisfells. Miðengi er niður af Miðfossum. Ófærugilshnúkur er vestur af Ófærugili. Vesturfossar eru í gili, kemur úr Álftatjörnum. Grenbrekkur eru vestur þaðan. Grjótdalur er hvos austan við Dalaskarð. Heystöð: flatar mýrar vestan ár, niður frá Dalafelli. Grensdalur-103Sælugil er við hveri fram af þeim. Engjamúli (inni) þar fram af. Kapladalir er utan í Kló, loðnar dokkir niður eftir Langimelur. Tæpimelur og Pumpugil eru á milli. Blesu[a?]torfa er móti Löngumýri við á. Klandragil er innst á Reykjadal, stærsta gil þar [jafnan nefnt Klambragil (FERLIR).]”
Þess skal getið, að þetta er vélritað eftir eiginhandarriti Pálma Hannessonar rektors, en sums staðar hefur hann skrifað svo óskýrt, að ekki verður lesið með öruggri vissu. Af þessum sökum er ekki hægt að ábyrgjast, að hér sé allt rétt upp tekið – 7.8.1966.
Til samanburðar má skoða örnefnalýsingu Þórðar Ögm. Jóhannssonar af sama svæði: “Hengladalaá (Kaldá, eldra nafn, H.J. Lýsing Ölfus.)
Kemur úr Hengladölum, rann áður niður hraunið í Grensdalur-104fjallshlíðinni og var mikil útsýnisprýði frá Reykjakoti. Á seinni árum hefur hún runnið eingöngu í Svartagljúfur. Gamla-Árfar er Þurr farvegur Hengladalaár. Kemur í núverandi farveg við brúna heim að Reykjakoti. Varmá: Mjög er á reiki hvenær áin fær það heiti. Algengasta málvenja er nú að Varmárheitið fái hún þegar Hengladalaá og Grændalsá koma saman. Í lýsingu Ölfus frá 1705, eftir Hálfdán Jónsson, er Varmá talin byrja eftir að Sauðá er komin í ána. Sauðá kemur innan úr Kló og fellur í Varmá milli Reykjakots og Gufudals. Svæðið milli Gamla farvegs og árinnar. Árhólmar eru Móar á milli farvegsins og árinnar.
Mosar er hraunbrekkan á milli farvegsins og árinnar. Tjaldstaðabrún er efst á Mosunum. Þar lá gata. Skjónulág er graslaut, grasflöt í Mosunum. Grensdalur-105Mosalautir eur grasflatir í Árhólmunum. Jókutangi er tanginn þar sem Árhólmarnir ná lengst til norðausturs. Svartagljúfur er gljúfur norðan Mosanna. Þar rennur áin nú. Svartagljúfursfoss er foss efst í gljúfrinu. Klofningar eru Mosatunga norðan Svartagljúfurs. Nóngil er tvö gróin gil, norðan Klofninga.
Nóngiljabrekkur eru grasbrekkur á milli giljanna. Nóngiljabrekka: (K.G.) er grasbrekka norðan giljanna. Krosselsstígur er gömul gata sem lá upp á fjallið upp úr Nónbrekkunni (K.G.). Raufarberg er bergið ofan Nóngilja, sunnan Ástaðafjalls. Ástaðafjall (Heim. notaði þessa mynd af nafninu). Gróið fjall, norðan Raufarbergs, ber hæst. Þúfa er ávalur smáhnúkur syðst á Ástaðafjalli. Frammýri er mýrarblettur undir Raufarbergi, að ánni. Þúfudalur eru lautir og dalverpi austur af Þúfunni, norðan Frammýrar. Kvíar eru róin hlíð og lautir austan í Ástaðafjalli, norðan Þúfudals. Þar var um eitt skeið nautagirðing. Kvíagaflhlað er hæð norðan Kvíanna. Gjósta er gróið dalverpi norðan Ástaðafjalls. Bitra er sléttur mói giljóttur, nær allt að Hengli. Gömul grágrýtisdyngja. (Sjá einnig Kröggólfsst). Molddalahnúkar eru Grensdalur-106gróðurlausir hnúkar norðaustan Ástaðafj. Molddalir (Litli og Stóri) eru gróðurlausar dældir milli Molddalahnúka. Hverakjálkar er hverasoðið dalverpi, giljótt, sunnan Molddalahnúka. Syðri-Brúnkollublettur eru gróin flöt upp (vestur) af Reykjadal norðan Hverakjálka. Nyrðri-Brúnkollublettur er gróin flöt norðar. Svæðið vestan Reykjadalsár, frá Nóngiljum, neðan brúnar, til norðausturs. Krossselsflöt er létt flöt, neðan (austan) Nóngilja. Fossdalur er grýtt laut við fossinn. Fossdalsfoss er lágur foss neðst í Reykjadalsá, sést frá bænum [hér er Fossdalsfoss og Djúpagilsfoss í fyrri örnefnalýsingunni sami fossinn (FERLIR].
Fagraflöt er slétt grasflöt vestan árinnar, norðan Fossdals. Djúpagil er gilið fram úr Reykjadal (suður). Grensdalur-107Djúpagilsfoss er foss þar sem áin fellur niður í Djúpagil úr Reykjadal. Reykjadalur er dalurinn þar norður af. Í honum eru þessi nöfn; vestan ár til norðurs: Djúpagilsmýri er mýrarblettur norður frá fossinum. Ponta er smálaut þar norður af, neðan (austan) Molddalahnúka. Torfærumýri er lautur mýrarblettur norður af Pontu. Hveramýri er mýrarblettur með hverum, norður af Torfærumýri. Klambragil er gil með úfnum klettum, kemur frá vestri. Neðst í því er skáli U.M.F.Ö. [nú brunninn (FERLIR)]. Ölkelduháls er lágur háls austan Klambragils. Ölkelduhnúkur er hnúkur uppi á hálsinum. Fálkaklettar eru háir klettar fyrir botni dalsins. Norðan Fálkakletta er Lakahnúkur, í Grafningi. Austan ár til suðurs er Dalaskarð: Gróið skarð yfir á Grænsdal. Dalafell er fellið á milli Reykjadals og Grændals.

Grensdalur-108

Dalaskarðsmýri er mýrarblettur sunnan Fálkakletta, neðan Dalaskarðs. Klemensargil eða Skriðugil sunnan Dalaskarðsmýrar. Sigmundargil er gróið gil sunnar, þar var slegið. Grámelur er brattur melur móti suðvestri, móts við Djúpagilsfoss. Grámelsgil er smágil sunnan Grámels. Móklifsmýri er mýrarblettur sunnan Grámelsgils. Kúadalsöxl, vestri er hálfgróinn klettakambur, sunnan Móklifsmýrar. Smjörgróf er gróin laut neðan (sunnan) við Kúadalsöxlina. Strokkalágar eru grasbrekkur upp í melinn upp af borholunni. Kálfagrófarmelur er melhryggurinn austan Djúpagils. Kálfagróf er gróin kvos, skerst upp (vestur) í hrygginn. Fossdalshorn er endinn á Kálfagrófarmel, við Fossdalsfossinn.
Grjóthólmi er við ármótin þar, sem Grensdalur-109Reykjadalsá rennur í Hengladalaá, norðan hennar. Rönghóll er smáhóll þýfður neðar við Hengladalaá. Lækir er grasflöt með lækjum norður af Rönghól. Vallasel er grasflöt neðan við brekkuna, frá Lækjum og að borholunni. Hofmannaflöt er slétt flöt austan við lækinn, hærri. Þar var fjárhús í seinni tíð. Flötin slegin. Löngumýri (Langamýri) er hallandi mýri upp í fellið, upp frá Hofmannaflöt. Rjúpnabrekkur eru grasbrekkur sunnan í fellinu ofar Löngum. Rjúpnafell er klettakambur ofan við Rjúpnabrekkur. Efri-Brekkur eru grasbrekkur ofan við Rjúpnafell. Efribrekkuhnúkur er hnúkur uppi á fellinu ofan við Efri-Brekkur.
Fláar eru grónar brekkur austur af Hofmannaflöt, að litlu gili, ónefndu. Stekkatún eru grónar brekkur austan litla gilsins. Þar voru sauðahús frá Reykjakoti, sér Grensdalur-110fyrir tóftum. Grændalsvellir er bær, kominn í eyði 1703. Ketill taldi að hann hefði verið í Stekkatúni.”
Og þá aftur að upphafsstað neðst í Grændal: “Reyrbrekka er lítil brekka mót austri, við Þrengslin. Stekkatúnsfell er hæðarhryggur ofan Stekkatúns, vestan Þrengsla. Þrengslin eu þar sem Grændalaáin kemur fram úr fjallinu og niður á flatann, þar er enginn gróður, aðeins melbakkar. Hveramói er rasteygingar innan við Þrengsli, þar eru hverir, móinn var slægju-land, gróður hefur minnkað þar síðan heim. voru í Reykjakoti. Hveramýri er ofan við Hveramóa, að mestu horfinn nú. Kúadalur er hvilft við eggjarnar, nokkur gróður á milli kletta. Þar er nú hver, sem ekki var í minni heim. Þar hefur og fallið skriða. Kúadalsöxl eystri eru eggjarnar ofan Kúadals. Suðausturhornið á Dalafellinu. Bændabrekka er grasbrekka með hverum norðan Hveramóa. Þar slógu áður þrír bændur segja munnmæli (Stutta-Gunna).

Stekkatun-3

Löngumýri (Langamýri ?) er mýri niður við ána, neðan Bændabrekku. Vörðudalur er hvilft uppi í brekkunni, norðan Kúadals, gróður hefur minnkað þar. Miðdalur er smádæld norðan Vörðudals. Stóridalur er stærri dæld norðan Miðdals. Skeiðflatardalur er dæld neðan Miðd. og Stórad. Heystöð eru grasbrekkur innar (norðar), þar var slegið. Sælugil er gróið gil með hverum innan við Heystöð, þar var heyjað. Hrafnhreiðurhólar eru hólar uppi við eggjarnar. Með Eggjum er heildarnafn á svæðinu frá Þrengslum og að Engjamúla.” Síðan meira um Grændalseggjar: “Engjamúli, innri er gróinn hryggur frá Eggjum og niður að ánni. Grænsdalur eru inn frá Engjamúla. 

Stekkatun-4

Heimildarmenn mínir notuðu þetta nafn á dalnum og aðrir kunnugir, sem ég hefi heyrt bera sér það í munn. Sumir hafa haldið fram að dalurinn héti Grensdalur. Grændalsá rennur eftir Grænsdal og í Hengladalaá.”
Skoðum þá á ný svæðið vestan ár: “Vesturengjar eru eildarnafn á graslendinu vestan ár. Nóngiljalækir eru gróið gil innan Engjamúla, slægjuland. Húsmúli er gróinn mói, var sleginn. Sú tilgáta er til, að bærinn Engjagarður hafi verið í Grænsdal. Má vera að þessi örnefni bendi á að þar hafi hann verið. Grjótdalur er hvilft uppi við eggjarnar, sunnan Dalaskarðs.
Grjótdalssnið er stígur, sem lá upp úr Grjótdal og upp í Dalaskarð. Dalaskarð er skarð yfir í Reykjadal, áður getið. Dalaskarðshnúkur er Grensdalur-111hnúkur norðan Dalaskarðs. Vesturfossar eru gil sem rennur niður í Dalinn. Lækurinn kemur úr Álftatjörn. Grenbrekkur eru brekkur vestur frá Vesturfossum (K.G.). Álftatjörn er tjörn grunn, mýri í kring, norður af Folaldahálsi. Brúnir eru fyrir botni dalsins, „fara inn í Brúnir“.
Engjagarður er bær nefndur í Jarðab. Á.M. Ketill taldi líklegast að hann hefði verið vestan Engjamúla. Engjamúlaflöt er graslendið undir Engjamúla, frá Grændalsá (Þrengslum) og austur að Vesturmúla. Við brekkufótinn sér fyrir skurði. Í honum var leitt vatn úr Grændalsá í myllu, sem var við Vesturm.
155. Höfðaskyggnir: (K.G.) Hóll á brúninni upp af Engjamúlaflöt. Grændalsmói er þýfður mói, hærri, vestan vegarins niðri við Hengladalaána, austan óss Grændalsár. Austan túns að Sauðá og Tindarnir. Grófin er gróin laut upp frá ármótunum. Þar var sumarfjós frá Reykjum og síðar fjárhús frá Völlum, nú ræktun frá Gufudal.

Reykjadalur - Klambragil-3

Grasagrautarhóll er klettahóll austan Grófar að Sauðá.”
Framangreint eru ágætar lýsingar á örnefnum neðan, í og ofan við Reykjadal og Grændal (Grensdal), en við lesturinn má ætla að sérhver geti af honum orðið svolítið sjóveikur. Þá  er ráðið, einkum m.t.t. fagurleika svæðisins, að fá kunnugan leiðsögumann með í för (og jafnvel greiða honum svolítið fyrir vikið). Tryggja má með því að annars tilkomumikið svæðið lifnar við og gangan verður öllum miklum minnistæðari en ella.
Þegar Reykjadalur (Reykjadalir) og Grændalur (Grensdalur) eru skoðaðir í fyrri lýsingum FERLIRs má m.a. lesa um svæðið.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimild:
-Örnefnalýsing Ólafar Gunnarsdóttir um Reykjakot.
-Örnefnalýsing Þórðar Ögm. Jóhannssonar um Reykjakot.

Grændalur

Grændalur.

Grensdalur

FERLIR berast á hverjum degi jákvæð viðbrögð frá áhugasömu fólki um skrif á vefsíðunni um einstaka staði eða einstakar minjar á Reykjanesskaganum. Dæmi um slíka umfjöllun er t.a.m. um Grensdal (Grændal). -Dagbjartur Grensdalur-113Sigursteinsson, sem leiddi FERLIR m.a að flugvélaflaki norðan undir Skálafelli  sendi FERLIR t.a.m. eftirfarandi: “Það er alltaf gaman að lesa og skoða það sem þið eruð að fást við. Ég var að lesa um Grensdalinn eða eins og hann er nú kallaður Grændalur. Þegar ég var strákur að alast upp í Hveragerði var hann aldrei kallaður annað en Grensdalur og þá heyrpi ég að nafngiftin væri tilkomin af tófugreni sem þar hefði löngum verið og er sú tilgáta ekki verri en hver önnur því margur er nú dalurinn grænni en þessi. Til eru einhversstaðar gamlar sagnir um samnefndan bæ í dalnum eða dalsmynninu fljótlega eftir landnám og heyrt hef ég að Grens nafnið mundi komið úr fornírsku og þýddi eitthvað sem liggur vel við sól. Finnst rétt að halda í gamlar nafngiftir ef hægt er. Bið forláts á framhleypninni.”

Grensdalur-114

FERLIR svaraði og viðbrögð Dagbjarts voru: “Blessaður og þökk fyrir síðast (labbið áleiðis að Ansonvélinni í Hverahlíðinni – aftur. Ég var einhvern tímann að grúska í gamalli byggð í Ölvusi og hafði þá skrifað “Grensdalsvellir” fornbýli í Grensdal athugist síðar,  það var víst aldrei gert, þetta var í einhverri bók eða gömlum skræðum sen ég man ekki lengur hverjar voru. Þessa nafns er getið víðar, til dæmis í Riti Fornleifanefndar ríkisins 2008-9 (Stekkatún eða Grensdalsvellir). Ég hitti fyrir nokkru gamlan kunningja úr Ölfusinu, Þorstein Jónsson á Þóroddsstöðum sem fæddur er þar 1930 og hefur alltaf átt þar heima. Ég fór að spyrja hann um C64 vélina sem þið voruð að leita að 3 km. suðvestur af Núpafjallinu og átti að hafa farist 1944. Hann sagði þetta hljóta að vera einhverja vitlausa staðsetningu hjá þeim amerísku. 

Grensdalur-115

Þessi staðsetning væri svo stutt frá bænum sínum og áhugi 14 ára stráks á svona málum svo mikill að þetta gæti ekki hafa farið fram hjá sér þá. Hann sagðist svo mikið vera búinn að þvælast um þessar slóðir á sínum rúmlega 80 árum að það væri óhugsandi að hann hefði ekki gengið fram á þetta.”
Í Náttúruminjaskrá má lesa eftirfarandi um Grændal: “Grændalur og Reykjadalur liggja upp af Hveragerði. Grændalur sem er næst ósnortinn lokast til norðurs og er Ölkelduháls norðvestan hans. Dalirnir eru hluti af eldstöð sem kennd er við Hengil og nær eldstöðin frá Hveragerði til Nesjavalla, vestur fyrir Hengil og suður í Hverahlíð. Landslag svæðisins einkennist af jarðhita og er þar fjöldi hvera og lauga, berggangar, brot og framhlaup. Á svæðinu eru góðar opnur sem eru mikilvægar til rannsókna og fræðslu. Einkennandi eru lækjarsitrur sem seitla niður hlíðar dalsins. Þær eru sérstæðar á landsvísu enda hafa þær mikið að segja til um lífríki hveranna.”

Grensdalur-101

Samkvæmt örnefnaskrá Reykjakots er Stekkatún grónar brekkur austan í litlu gili. Þar voru sauðahús frá Reykjakoti sem enn megi sjá leifar af. Til eru frásagnir um að á þessu svæði hafi verið býlið Grændalsvellir en það hafi verið komið í eyði árið 1703. Leifar Grændalsvalla hafa aldrei fundist en sú tilgáta hefur verið uppi að Stekkatún og Grændalsvellir séu sami staðurinn. Í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns segir að Grændalsvellir hafi verið hjáleiga frá Reykjum. Þar hófst búskapur í lok 17. aldar en stóð aðeins í fjögur ár. Eftir að jörðin fór í eyði var hún notuð fyrir Stekkatún frá Reykjakoti. Landskuld af hjáleigunni var 40 álnir en leigukúgildi ekkert. Í Jarðabókinni segir að ekki sé hægt að taka upp búskap á jörðinni að nýju nema jörðinni til skaða. Í fornleifaskráningu af svæðinu segir m.a.: “Sunnan úr Dalfelli gengur rani sem liggur með fram Grændalsá í um 50 – 100 m fjarlægð frá ánni. Raninn mjókkar mikið í endann. Ofan á rananum er grasi vaxinn bali en bæði norðan og sunnan megin eru brattar brekkur út af rananum, um 5 – 10 m háar. Fremst á rananum þar sem hann er því sem næst láréttur eru þrjár tóftir. Engin þessara tófta né aðrar á svæðinu líkist bæjarhúsatóftum svo hafi bær einhvern tíma staðið á Stekkatúni þá eru rústir hans horfnar. Löng og mjó tóft liggur fremst á rananum. Vesturendi hennar og hluti suðurhliðar er horfinn en við tekur snarbrött brekka. Tóftin er algerlega vaxin grasi. Brekkan er grasi vaxin svo ekki sér í rof og virðist því langt síðan brotnaði af tóftinni. Hún er 9,6m x 6,4m að stærð, liggur NA-SV, op í SV. Vegghæð er mest 40 cm. Um 1,7 m norðaustar er önnur tóft (nr. 743), ferhyrnt, 6,8m x 5,1m að stærð og liggur NA-SV.

Grensdalur-116

Engin inngangur er greinanlegur en greina má hvilt í miðju tóftarinnar. Hún er mjög grasi gróin. Um 2m NV er þriðja tóftin (nr. 744). Hún er 6,8m x 6,8m að stærð, nánast hringlaga. Enginn inngangur er greinanlegur. Tóftin virðist yngri en hinar tvær, t.d. er vegghæð hennar nokkuð meiri eða 1m og greina má steinahleðslu að innanverðu. Um 28,6m í NA er fjórða tóftin (nr. 745), 13,6m x 7,6m að stærð og liggur NNA-SSV. Eitt hólf og með inngangur á SSV-hlið. Tóftin er grasi gróin en greina má steinhleðslur í veggjum að innanverðu. Vegghæð um 0,8-1m. Um 10,6m SAA er fimmta tóftin (nr. 746). Hún er 11,4m x 7,5m að stærð, liggur sem næst N-S. Inngangur hefur verið vestan megin á langhlið. Tóftin er grasi gróin en greina má steinahleðslur í veggjum að innanverðu. Vegghæð 0,8-1m. Tóftirnar tvær í brekkunni eru tengdar saman með garðlagi (nr. 747). Garðlagið er 12m á lengd og um 3m á breidd. Vegghæð um 10-30cm. Er vaxin grasi en þó sér í grjót. Á garðlaginu er viknilbeygja.”
 Umhverfið sem tóftirnar standa í er mjög fallegt. Grasi gróin rani meðfram Grændalsá þaðan sem útsýni er yfir árnar, Grændalsá og Hengladalaá, vellina sunnan ánna og upp á Hellisheiðina til suðvesturs.

Grensdalur-117

Tóftirnar mynda skemmtilega rústaþyrpingu. Ekki er ljóst til hvers þær voru nýttar en eflaust er hér um útihúsatóftir að ræða. Rannsóknir á staðnum myndu geta gefið betri vísbendingar um notkunina. Rústirnar eru vel grónar og ekki í neinni hættu. Stuttur gangur er að þeim og því möguleikar á að kynna þær fyrir almenningi.
Grensdalur-118“Undir Vesturmúla sem er vestan í Tindum eru tvær tóftir sem byggðar hafa verið inn í grasbrekkuna. Nyrðri tóftin er um 80 m suðaustur af Grændalsá en sú syðri um 300 m NNA af hesthúsahverfi Hvergerðinga. Um 340 m eru á milli tóftanna. Tóft sem er norðar liggur í graslendi neðst í brekkufætinum undir múlanum. Hún er grafin inn í brekkuna þannig að brekkan myndar austurlanghliðina. Þar ofan á liggur reiðvegur. Tóftin er 11 x 7 m að utanmáli. Veggir hennar eru útflattir, um 3 – 4 m á breidd. Um 4 m breitt op snýr í vestsuðvestur. Tóftin undir Vesturmúla. Um 340 m SSA er önnur tóft. Hún liggur líkt og hin í brekkufætinum og er grafin inn í brekkuna þannig að brekkan myndar austurhlið hennar. Tóftin er beint undir kletti sem er sá neðsti í þessari hlíð múlans. Rafmagnsgirðing liggur vestan við rústina, meðfram hlíðinni og alveg við tóftina. Tóftin er á kafi í grasi. Tóftinni er skipt í tvö hólf. Eitt aðalhólf en út frá því liggur langt og mjótt hólf til suðurs. Hún er um 12m x 7,4m að stærð og inngangur í suðurenda.”

Heimildir:
-Dagbjartur Sigursteinsson – póstur 23. 04. 2012 kl.00:11.
-Dagbjartur Sigursteinsson – póstur 23. 04. 2012 kl.12:17.
-http://eldri.ust.is/media/skyrslur2003/Graendalur.pdf
-Örnefnalýsing fyrir Reykjakot.
-Fornleifaskráning í Grensdal (Grændal).

Grensdalur

Í Grensdal.

Portfolio Items