Tag Archive for: Gráhraun

Grindarskörð

Sögn er um að þýsk flugvél hafi nauðlent undir Lönguhlíðum 1941 eftir að skotið hafði verið á hana í Öskjuhlíð. Áhöfnin, fjórir menn, eiga að hafa komist af. Þeir sprengdu flakið í loft upp og leifar þess eiga síðan að hafa verið fjarlægðar.
SvæðiðÞrátt fyrir að sagan öll sé með ólíkindum eru ummerki í Gráhrauni, nyrst í Rjúpnadyngjuhrauni, rétt utan við Reykjanesfólkvang. Þar neðan við er Skógarhlíð, efsti hluti Heiðmerkulands á Elliðavatnsheiði. Þrír krikar ganga inn á milli hrauntungna; Grenikriki vestast, þá Miðkriki og Skógarkriki austast. Ofan þeirra er svæðið, sem ætlunin var að skoða með hliðsjón af framangreindu.
Þá var og ætlunin við tækifæri að skoða svæðið á hraunsléttunni ofan við Kerlingargil ofan Lönguhlíða. Einnig var ætlunin að skoða undir og ofan við svonefndar Lönguhlíðar norðan við Þrengslin. Þar, innst í Hellum undir Sandfellum, voru lengi vel leifar af flugvél, m.a. hjólabúnaður. Neðar liggur gömul þjóðleið, Lakastígur um Lágaskrað og síðan Selsstígur niður að Kerlingarbergi ofan við Hraun í Ölfusi.
TóftFrásögnin sem slík er lyginni líkust og virðist vera hreinn uppspuni. En þótt ekki hafi beinlínis verið færðar sönnur á sannleiksgildi hennar, og beinum tilvitnunum í heimildir er ábótavant er samt sem áður ástæðulaust að fullyrða algerlega að hún sé að öllu leyti beinlínis röng – a.m.k. ekki fyrr en aðstæður allar og sennilegir möguleikar á öllum hugsanlegum stöðum hafa verið skoðaðir nánar. Sagnfræðingar vilja gjarnan festast í þeirri kenningu að ekkert sé til nema það hafi áður verið skráð og þá af fleiri en einum. Ef fara ætti þeirri formúlu væru t.d. fæstar minjarnar á Reykjanesskaganum til. Auk þess ber að hafa í huga að ekki er alltaf allt satt sem sagt hefur verið (eða skráð).
Engin ástæða er þó til að véfengja algerlega haldlitlar upplýsingar, jafnvel orðróm
. Sagnfræðin heimilar einungs staðfestu þess, sem þegar hefur verið skráð, en þegar heimildir urðu til var það án viðurkenningar fræðigreinarinnar. Hér er fjallað um efnið vegna þess að það er áhugavert og atburðir gerðust m.a. á Reykjanesskaganum.

Heinkel 111Eftirfarandi umfjöllun birtist í Lesbók Mbl 28. mars 2009 (hafa ber í huga að eldri lýsingar eru til af sama atviki, s.s. eftir Björn Tryggvason, en allar óstaðfestar m.t.t. fyrirliggjandi heimilda): Ævintýralegur flótti frá Íslandi – Ævintýraleg flóttasaga var opinberuð af Árna B. Stefánssyni lækni, sem rifjaði upp sögu þýsks flugstjóra í Lesbók 1994. Greinarhöfundur hefur rannsakað baksvið sögu flugstjórans enn frekar og segir hér frá því sem hann hefur komist að um einstæða flóttasögu þýskra hermanna frá Íslandi.
LögreglustjóriEkki gat Árna B. Stefánsson grunað að grein hans Stríðsleyndarmál afhjúpað er birtist í Lesbókinni 1994 var að mati þeirra þýskra í Freiburg brot á þarlendum læknaeiði um samband sjúklings og læknis. Í greininni rifjaði hann upp minnisblöð sín af viðtali sem hann átti við þýskan flugstjóra á hersjúkrahúsi. Saga flugstjórans var skilgreind sem þýskt ríkisleyndarmál. Ég lét snara þessari grein yfir á þýsku og sendi út til allra sem tengdust rannsóknarvinnu minni í að finna nafn flugstjórans, flugvélartegundina og flugsveitina sem hann þjónaði, en þetta vantaði í sögu Árna. Hér heima fékk ég sérstakt rannsóknarleyfi frá utanríkisráðu-neytinu og dómsmálaráðuneytinu til að grúska í gömlum pappírum en það stóð á rannsóknarleyfinu frá forsætisráðuneytinu. Það barst mér á þann sérstaka hátt að mér var vísað út af Þjóðskjalasafni Íslands í boði forsætisráðherra Íslands og ráðuneytisstjóra hans. Þá grunaði mig strax að eitthvað væri til í sögu þýska flugstjórans um ævintýri hans á Íslandi. Þetta var haustið 1994. Nú, 19. mars 2009, voru liðin 68 ár síðan þýski flugstjórinn nauðlenti flugvél sinni undir Lönguhlíð á Reykjanesi rétt við gömlu göngubrautina yfir Grindarskörð. Það var lögreglustjórinn í Reykjavík 1941 sem lét fjarlægja vélina, allt er horfið.“
Hafa ber í huga að Langahlíð nær ekki að Grindarskörðum. Margir telja þó Kerlingarskarð milli Grindarskarða og Lönguhlíðarhorns vera Grindarskröð. Lengi vel var hins vegar brak úr flugvél í Lönguhlíðum við Kerlingargil, sem er skammt vestan við Lönguhlíðarhorn. 

Frásögn Árna
He 111Frásögn Árna í Mbl 11. júní 1994 bar fyrirsögnina Stríðsleyndarmál afhjúpað. „Það var á Þorláksmessu fyrir réttum 15 árum að fundi okkar bar saman. Hann lá ekki á minni deild, hann lá á krabbameinsdeildinni, var í geislameðferð. Það hafði verið mikið að gera, ég nýbyrjaður á augndeildinni, þýskan hjá mér ekkert sérlega góð, eiginlega hafði ég ekki áhuga á að ræða við hann, eða að vera með einhverja Íslandskynningu. En nú voru að koma jól og auk þess hafði hann enn á ný látið liggja fyrir mér skilaboð um að hann vildi ræða við mig. Ég gekk fram í anddyrið, hann stóð það í reykjarsvælunni með sígarettu í munnvikinu, vel til hafður, góðlegur eldri maður, eins og afi í myndabók. Hann sagði „þú ert Íslendingur, er það ekki“, jú sagði ég, „ég verð að tala við þig“. Ekki jók það nú áhuga minn, en áhersla hans á „verð“ fannst mér þó dálítið óvenjuleg. Hvað vildi hann vita um Ísland svona rétt fyrir jólin? Skrýtið þetta „verð“, rétt svona flaug í gegnum hugann. Hann lagði höndina vingjarnlega á öxl mér og sagði „við skulum fara inn fyrir“. Honum var mikið niðri fyrir og hann sagði mér sögu:

Það eru liðin tæp 40 ár og þetta er ekki lengur stríðsleyndarmál,“ sagði hann og ég hugsaði, hann er eitthvað ruglaður. Augnabliki síðar varð ég ekkert nema eyru og skammaðist mín. Frásögn hans hefur oft leitað á mig, einnig var það ósk hans að ég segði frá þessum atburðum. Í raun var þetta hans hinsta ósk, við sáumst ekki meir, hann fór heim á aðfangadag og lést skömmu eftir áramót.

„Það veit þetta enginn, ég hef engum sagt frá þessu, en þar sem þú ert Íslendingur þá verð ég að segja þér frá þessu, þetta er hluti af sögu Íslands. Ég kom til Íslands fyrir tæpum fjörutíu árum,“ sagði hann. „Stríðsleyndarmál má reyndar ekki gera opinber innan fjörutíu ára, en ég hugsa að þetta sé allt í lagi.“ Síðan dró hann djúpt andann og hélt áfram. „Það var snemma sumars 1941 að ég var flugstjóri í þýskri vél í könnunarflugi yfir Reykjavík. Við tókum loftmyndir af Reykjavíkurflugvelli. Bretarnir voru þarna, það var lítið að óttast, þeir höfðu engar flugvélar til varnar, eða til eftirleitar, svona lagað var vonlaust eftir að Ameríkanar tóku við. Við fengum í okkur skot úr loftvarnabyssum í Öskjuhlíð. Vélin missti flug og við nauðlentum á hraunsléttu á hálendinu um 20 km austur eða suðaustur frá Reykjavík.“

JunkerHann lýsti þessu nákvæmlega og virðist þetta hafa verið á grágrýtissléttunni vestur eða suðvestur af skíðasvæðinu í Bláfjöllum. Ég verð að játa að langt er um liðið, síðan hann sagði mér þetta og ekki get ég lengur munað hvort hann minntist á flugvélartegundina, Henkel minnir mig, Junkers voru hér þó aðallega. Þá er ég ekki viss um ártalið, 1940 eða 1941, Reykjavíkurflugvöllur virtist að mestu kominn. Þetta var ansi ótrúlegt, en svo hélt hann áfram. „Það var komið undir kvöld og sólin að setjast í vestri. Við komumst allir af og enginn slasaðist. Enginn virtist hafa orðið var við okkur. Við náðum talstöðvarsambandi við þýskt könnunarskip, sem reyndar sigldi undir spænsku flaggi. Lá það í Vestmannaeyjahöfn. Við tókum fjarskiptatækin og matarbirgðir úr flugvélinni og sprengdum hana síðan í tætlur. Síðan lögðum við af stað í austurátt. Við ferðuðumst á nóttinni og vorum fjóra daga á leiðinni. Ölfusárbrú var nokkurt vandamál, á henni var breskur vörður. Við ræddum hljóðlega saman og kinkuðum bara kolli til þeirra, þegar við fórum yfir og þeir kinkuðu til baka. Gekk það vel og við önduðum ansi mikið léttar. Síðan héldum við í austur, þar til við komumst á mót við Vestmannaeyjar. Þar tókum við bát traustataki, rerum yfir, komumst í skipið og þaðan til Þýskalands.

He 111Ég var orðlaus. „Ég varð að segja þér þetta, ég hef engum getað sagt frá þessu í tæp 40 ár, þetta er hluti af stríðssögu Íslands,“ sagði hann. Honum hafði greinilega létt mikið. Síðari hluta stríðsins dvaldi hann svo í Norður-Noregi við Tromsö og þjónaði í flugdeildinni, sem varði Tirpitz, systurskip Bismarck, sagði hann mér.

„Heyrðu,“ sagði hann að lokum, „svo þú getir sannað réttmæti frásagnar minnar ætla ég að skrifa nafn skipsins niður á blað.“ Sem hann og gerði: Juan Fernandez/Schiff 28.

DönitzÉg var uppveðraður af þessu og skrifaði strax heim, þeim manni, sem ég vissi fróðastan um þessi mál. Svarið var stutt og laggott, „þetta stenst ekki“. Reyndar tók hann dýpra í árinni en það. Mér mislíkaði svar þetta mjög og sárnaði fyrir hönd sögumanns míns.

Fáránlegt er að ætla að dauðvona maður láti sér detta í hug að segja einhverjum svona lygasögu. Það var og er óhugsandi í mínum huga. Eftir þessar undirtektir gat ég ekki fylgt þessu nánar eftir. Sögumaður minn var látinn og lítið að gera. Því miður láðist mér að taka niður nafn hans. Miðann með skipsnafninu setti ég inn í bók og hugðist fylgja þessu eftir þegar heim kæmi.

Fjórum árum síðar, stuttu eftir heimkomu úr námi, leitaði frásögnin á mig. Þrátt fyrir mikla leit var mér lífsins ómögulegt að finna miðann. Vegna þeirra undirtekta, sem ég áður hafði fengið, treysti ég mér ekki að birta frásögn sögumanns míns opinberlega án frekari sannanna.

Síðastliðið vor rakst ég svo loksins á nafnið, ég hafði skrifað það á öftustu síðu bókar einnar og hent miðanum, það var þannig engin furða að mér tókst aldrei að finna hann þrátt fyrir mikla leit.

GastergepoNú loksins get ég efnt loforðið, sem ég gaf gamla manninum á Þorláksmessu 1978. Loksins get ég komið þessu frá mér og get sjálfur andað léttar. Ég hef reynt að sannreyna þessa sögu, en ekki haft árangur sem erfiði. Hafnaskjöl Vestmannaeyja- hafnar 1940-­1941 eru annaðhvort týnd eða ekki aðgengileg. Hafnsögumaður í Vestmannaeyja- höfn frá þessum árum segir engin spænsk skip hafa legið þar í höfninni á þessum tíma. Hugsanlegt er að eitthvað komi út úr athugun, sem ég hef komið í gang á þýskum stríðsskjölum, ekki geri ég mér þó miklar vonir. Það er eins og þetta hafi gerst í gær. Fas gamla mannsins, einlæg og skilmerkileg frásögn hans, hve mjög honum létti við að deila þessu með einhverjum. Er þetta með eftirminnilegustu jólagöfum, sem ég hef fengið. Í raun er mér sama hver trúir og hver ekki, frásögnin er í mínum huga sönn.

Þetta er hetjusaga úr seinni heimsstyrjöld; málsstaður Þjóðverja, andstæðinga okkar, er aukaatriði. Flugstjóri þessi gerði það ómögulega, hann nauðlenti hér og kom áhöfn sinni úr landi, án Brakþess að nokkur yrði þess var, eða áttaði sig á því síðar. Sagan er svo lygileg að það tekur varla tali. Tvo til þrjá km suðvestur af Bláfjallaskálanum, rétt vestan við kantinn á Strompahrauni eru leifar flugvélar. Ekki veit ég hvort saga hennar er þekkt. Staðsetning þessi, eða önnur lík, fellur vel að frásögn gamla mannsins. Er það von mín að þið lesendur hafið af þessum línum mínum nokkra ánægju, nú þegar liðin er rétt rúmlega hálf öld frá því að atburðirnir áttu sér stað. Í mínum huga er þetta frásögn gamals manns af sérkennilegri heimsókn til Íslands á erfiðum tímum. Saga af hetjudáð.

Geti einhver ykkar lesenda staðfest sögu þessa þætti mér vænt um að sá hinn sami setti sig í samband við mig.“

Hafa ber í huga að brakið, sem Árni minnist á í jaðri Strompahrauns, er af „Bresku Gránu“.

Leyniförin
Guðbrandur heldur áfram. „Alexander Holle flugstjóri leggur af stað í Íslandsleiðangurinn um hádegið Brakhinn 19. mars 1941 á He 111 flugvél sem var sérútbúin í langflug með flugþol upp á 12 klst. Þeir fara frá Sola-flugvelli í Stavangri í Noregi sem Þjóðverjar höfðu þá lagað mikið síðan frá innrásinni. Það var búið að lengja flugbrautir og bæta alla aðstöðu. Flugvélin hefur verið yfirhlaðin í flugtaki með fjóra menn um borð og troðfull af bensíni. Það var ekkert smá peð sem Hitler hafði sent eða rekið út í þennan ævintýraleiðangur samkvæmt beiðni frá Karl Dönitz flotaforingja og yfirmanni kafbátadeildar, en yfirmaður hans, Raider flotaforingi, þvoði hendur sínar af aðgerðinni og afskiptum af herskipinu Bismarck. Sérfræðingur Adolfs Hitlers í þessum leiðangri var samkvæmt bestu heimild Íslandsvinurinn Wilhelm Canaris, flotaforingi og yfirmaður þýsku Abwehr-leyniþjónustunnar, sem var sá eini í leiðangrinum sem hafði komið áður til Íslands. Vinur hans var skrifstofustjóri hjá Kaupfélaginu Þór á Hellu, þegar þetta gerðist. Aðrir um borð voru loftskeytamaður og siglingafræðingur, en annar þeirra slasaðist í nauðlendingunni og varð ógöngufær. Þeir nauðlenda flugvélinni rétt eftir kl 4.15 í miklu roki sem þá brast á. Neyðarkallið sem þeir senda út um kvöldið náði ekki mikið lengra en að Hellu á Rangárvöllum eða rétt rúmlega það, þaðan berst það símleiðis yfir á sérstakan fulltrúa Þjóðverja á Íslandi sem var konsúll Svíþjóðar og frá honum til lögreglustjórans í Reykjavík. Það er síðan 23. mars sem eigendur skipafélagsins Ísafoldar hf., eigendur skipsins m/s Eddu, fá fyrirmæli um að fara úr Reykjavíkurhöfn með fulllestað skip, til Hafnarfjarðarhafnar og sækja þangað tvo Þjóðverja, fara út á ytrihöfn Reykjavíkur og bíða. Hinir tveir voru sóttir á bíl við Þrengslaafleggjarann og selfluttir til skrifstofustjórans á Hellu og voru þar gestir fram til 30. mars, er þeir voru fluttir yfir til Vestmannaeyja. Annar þeirra var Wilhelm Canaris. Þeir eru í Eyjum til 5. apríl er S/S Spica kemur og flytur þá til Reykjavíkur og þannig sameinaðist áhöfnin um borð í m/s Eddu. Eddan fer frá Reykjavík til Spánar 6. apríl og er þýska áhöfnin komin um borð í kafbátinn U-98 hinn 11. apríl. Alexander Holle flugstjóri lét skrá þetta ævintýri sitt sem nauðlendingu á sjó við Noreg, bjargað úr gúmmíbát um borð í þýskan kafbát, eftir skotárás frá þeim ensku hinn 19. apríl 1941. Einn slasaður.

Flóttinn
Canaris„Hálfsögð er saga þá einn segir frá,“ segir í gömlu íslensku máltæki og á það við um flóttasögu Þjóðverjans sem er á þessa leið: ,,Það eru liðin tæp 40 ár, þetta er ekki lengur stríðsleyndarmál. Það veit þetta enginn, ég hef engum sagt frá þessu, en þar sem þú ert Íslendingur þá verð ég að segja þér frá þessu, þetta er hluti af stríðssögu Íslands. Ég kom til Íslands fyrir tæpum 40 árum, stríðsleyndarmál má reyndar ekki gera opinber innan fjörutíu ára, en ég hugsa að þetta sé allt í lagi. Það var snemma sumars 1941 að ég var flugstjóri á þýskri flugvél í könnunarflugi yfir Reykjavík. Við tókum loftmyndir af Reykjavíkurflugvelli. Bretar voru þarna, það var lítið að óttast, þeir höfðu engar flugvélar til varnar, eða til eftirleitar, svona lagað var vonlaust eftir að Ameríkanar tóku við. Við fengum í okkur skot úr loftvarnarbyssu í Öskjuhlíð. Vélin missti flug og við nauðlentum á hraunsléttu á hálendinu 20 km austur eða suð-austur frá Reykjavík. Það var komið undir kvöld og sólin að setjast í vestri. Við komumst allir af og enginn slasaðist. Enginn virtist hafa orðið var við okkur. Við náðum talstöðvarsambandi við þýskt könnunarskip, sem reyndar sigldi undir spænsku flaggi. Lá það í Vestmannaeyjahöfn.
Við tókum fjarskiptatækin og matarbirgðir úr flugvélinni og sprengdum hana Stríðsminjarsíðan í tætlur. Síðan lögðum við af stað í austurátt. Við ferðuðumst á nóttunni og vorum fjóra daga á leiðinni. Ölfusárbrú var nokkurt vandamál, á henni var breskur vörður. Við ræddum hljóðlega saman og kinkuðum bara kolli til þeirra, þegar við fórum yfir og þeir kinkuðu til baka. Gekk það vel og við önduðum ansi mikið léttar. Síðan héldum við í austur, þar til við komum til móts við Vestmannaeyjar. Þar tókum við bát traustataki, rerum yfir, komumst í skipið og þaðan til Þýskalands. Ég varð að segja þér þetta, ég hef engum getað sagt frá þessu í tæp 40 ár, þetta er hluti af stríðssögu Íslands. Heyrðu, svo þú getir sannað réttmæti frásagnar minnar ætla ég að skrifa nafn skipsins niður á blað: Juan Fernandez/Schiff 28.“ Í frásögn Árna kom einnig fram að flugstjórinn hafi verið í flugsveitinni sem varði orrustuskipið Tirpitz í Noregi en því skipi var sökkt haustið 1944. Mér þótti þessi flóttasaga frekar ótrúleg, hún gekk einfaldlega ekki upp. Ég fékk mikla skemmtan og fróðleik við það að hringja í alla bændur á svæðinu til að forvitnast um árabáta sem gátu verið til taks á svæðinu þarna um vorið 1941.

Gamla

Þarna voru ferjubátar, bátar til selveiða og stórir útróðrarbátar í Bakkafjöru og er einn þeirra á safninu hans Þórðar við Skóga. Ætli ég sé ekki eini maðurinn á Íslandi sem hefur tekist að æsa upp þennan rólyndismann, Þórð safnvörð í Skógasafninu, hann gafst alveg upp á mér og vísaði mér á bræður sem bjuggu á bænum Bakka við samnefnda fjöru. Þaðan fékk ég ævintýrasögur af hafnsögubátnum Létti frá Vestmannaeyjum sem kom þarna upp í fjöruborðið þegar færi gafst, setti út lítinn árabát sem sótti fólk upp á sand og flutti út í Létti og út til Eyja. Það var sama hvar ég spurði frétta, enginn bóndi á svæðinu kannaðist við að bát hafi verið stolið öll stríðsárin en bræðurnir á Bakka töldu ekki útilokað að þeir hafi verið fluttir út í Eyjar með hafnsögubátnum Létti. Fógetinn á Hvolsvelli kafaði djúpt í gömul skjöl embættisins en fann enga kæru um stolinn bát öll stríðsárin. Það var fyrst við rannsóknir á flóttaskipinu sem í ljós kom að Þjóðverjarnir fjórir höfðu skipt liði, tveir voru við Hafnarfjörð og þar flugstjórinn en tveir fóru austur að Hellu.

Flóttaskipin
VestmannaeyjarÞýska flóttaskipið í Vestmannaeyjahöfn, sem reyndar sigldi undir spænsku flaggi í frásögn þýska flugstjórans, varð nú að ráðgátu ef einhver sannleikskjarni var í frásögninni. Söfnunareðli landans kom nú að góðu gagni. Á Þjóðskjalasafni fann ég dagbækur tollgæslunnar í Vestmannaeyjum og síðan komst ég yfir vinnslu- og framleiðsluskýrslur á fiski með upplýsingum um til hvaða landa fiskurinn fór. Á þessum skýrslum voru upplýsingar um skip sem komu inn og út úr Vestmannaeyjahöfn, hvert þau fóru og hvaðan þau komu. Þau sem fóru til Evrópu fóru öll á England, síðan fóru skip til Ameríku en ekki frá Vestmannaeyjum heldur Reykjavík. Það var sigling m/s Eddu til Spánar í apríl 1941, frá Reykjavík með saltfisk og gotu, sem vakti furðu mína og undrun eins og ástandið var í mars og apríl 1941, en stuttu áður höfðu þýskir kafbátar sökkt þremur íslenskum fiskiskipum og Þjóðverjar lýst yfir hafnbanni á Ísland sem var yfirlýsing um árásir á öll íslensk skip. Lánið lék við mig er ég fann skipsdagbók m/s Eddu undir nafninu m/s Fjallfoss og síðan lögskráningarbók um áhöfn skipsins fyrir árið 1941. Með dagbók hafnsögumanna Reykjavíkurhafnar, fyrir sama tímabil, tókst að leysa gátuna.
Þetta var Tripizhreint ótrúlegt, Schiff 28 reyndist vera S/S Spica, norskt flutningaskip, þriggja mastra skúta með hjálparvél, systurskip S/S Arctic sem Fiskimálanefnd ríkisstjórnar Íslands átti. S/S Spica kemur til Vestmannaeyja og losar 55 tonn af áburði. Tekur Þjóðverjana tvo og flytur inn á Reykjavíkurhöfn, leggst þar utan á Edduna undir kolakrananum þar sem vitni mitt sér Þjóðverjana tvo fara úr Spica yfir í Edduna. Þar eru fyrir hinir tveir Þjóðverjarnir, en þeir höfðu komið um borð í Edduna í Hafnarfjarðarhöfn hálfum mánuði áður. Þær tvær vikur um borð í skipinu eru síðan ein ævintýraleg saga sem ekki verður sögð hér. ,,Juan Fernadez“ verður kallmerki fyrir m/s Eddu á siglingaleiðinni til Spánar eða þangað til kafbáturinn U-98 stöðvar Edduna og tekur um borð Þjóðverjana fjóra og flytur þá til Frakklands eftir 23 daga flótta í íslenskri lögsögu. Þegar Eddan kemur til Íslands úr þessari ferð er hún seld til Eimskipafélagsins og fær nafnið Fjallfoss.

Leitin að þýska flugstjóranum
Sögusviðið 1941Fyrstu vísbendingar um þýska flugstjóra og heimsóknir þeirra til Íslands á stríðsárunum fann ég hjá Landmælingum Íslands, en þar hafði safnast fyrir fróðleikur um þessar heimsóknir, aðallega myndir og lýsing á búnaði sem Þjóðverjar notuðu við loftmyndatökur. En þar var líka að finna mörg nöfn áhafnameðlima í þessum Íslandsleiðöngrum. Tveir hermannanna svöruðu bréfum mínum veturinn 1994 til 1995. Þá var veraldarvefurinn ekki kominn til sögunnar og allt gekk hægt fyrir sig. Þessi tvö sambönd reyndust sögunni dýrmæt því hér voru á ferðinni gamlir menn sem þjónuðu þýska flughernum út frá Noregi. Þeir voru í samtökum uppgjafahermanna í Þýskalandi sem hittust alltaf reglulega til að skála í bjór og gráta fallna félaga frá þessum árum. Þessum mönnum sendi ég nú frásögn Árna. Greinina fékk ég birta í málgagni þýskra uppgjafahermanna, „Kameraden“. Í frásögn Árna kemur fram að flugstjórinn þjónaði í flugdeildinni sem varði skipið Tirpitz úti í Noregi, en það sökk haustið 1944. Hafi frásögn þýska flugstjórans frá Íslandi verið ráðgáta þá voru ævintýri hans úti í Noregi ekki síður dularfull. Ég er búinn að liggja yfir skipulagi þýska flughersins árum saman til að finna flugsveitina sem hugsanlega gat hafa sent flugvél til Íslands í þennan leiðangur í mars 1941. Öll sambönd notuð, togað í alla strengi í Þýskalandi, en allt kom fyrir ekki.
Það auðveldaði ekki rannsóknina óvissan um Holleflugvélartegundina því flakið var horfið. Ég fékk sendar tjónaskýrslur yfir allar flugvélar sem saknað var árið 1941 en þar í var fyrirvari um að dagsetningar gætu verið rangar eða bókhaldið falsað, að gögn vantaði frá mörgum flugsveitum eða þeim eytt samkvæmt skipun að ofan. Íslandsvinirnir sem lent höfðu í ævintýrum við Ísland höfðu ekki setið auðum höndum í ellinni og ekki allir svarað kalli Foringjans um að eyða öllum gögnum um aðgerðir við óvininn á árunum 1938 til 1945. Einn þessara manna var Roman Gastager flugstjóri, sem á sinn hátt segir sögu könnunarflug- sveitarinnar sem flaug út á Atlantshaf frá Frakklandi. Flugsveit þessi var 1.(F)123, en F stendur fyrir þýska orðið Fernaufklarungsgruppe. Aðeins ein áhöfn lifði fram yfir árið 1945, eða fjórir menn. Werner Fehse flugstjóri segir sögu flugsveitarinnar 1.(F)124, sem var með bækistöð í Noregi frá 1940 til 1945. Þetta er greinargóð lýsing á skipulagi og aðgerðum flugsveitarinnar og hvernig þeir týndu tölunni frá ári til árs, áhöfn fyrir áhöfn, eða þangað til þær eru sameinaðar flugsveitinni 1. (F)120, en það er einmitt sú flugsveit sem er í reglulegu flugi til Íslands, en þó fyrst frá júní 1941. Þýska veðurstofan var með flugvélar í leiðöngrum til Íslands frá haustinu 1940. Þeir voru hér eins og gráir kettir en töpuðu aldrei flugvél á Íslandi svo vitað sé. Rudi Schmidt flugstjóri gefur út sögu flugsveitarinnar KG 26, sem einnig var með bækistöð í Noregi. Þetta var ekki könnunarflugsveit heldur árásarflugsveit sem notaði sprengjur og tundurskeyti. Yfirmaður þessarar flugsveitar hafði tvær He 111-flugvélar sem voru sérútbúnar til langflugs og það verður önnur þeirra sem nauðlendir á Íslandi í leynileiðangri fyrir Adolf Hitler og Carl Dönitz, yfirmann kafbátadeildar þýska flotans. Alexander Holle var þá flugstjóri en líka æðsti yfirmaður KG 26, sem hafði það hlutverk að finna skipalestir á leið frá Íslandi til Murmansk í Rússlandi og granda þeim. Þegar Holle segist vera að verja herskipið Tirptiz
 síðar í stríðinu þá hafði hann heldur betur hækkað í tign og var þá orðinn Oberst Holle, einn æðsti yfirmaður þýska flughersins í Noregi. Hann var fæddur í Bielefeld í Þýskalandi 27.2. 1898 en lést í München 16.7. 1978, áttræður að aldri.

Eftirmáli
He 111Við rannsókn þessa ótrúlega máls kom margt undarlegt upp sem freistandi er að skoða nánar. Þannig fékk ég vísbendingu um að skrifstofustjórinn á Hellu hefði verið myrtur ásamt tveimur nafngreindum Íslendingum úti í Þýskalandi eftir 1956, í kjölfar þess að háttsettum þýskum foringjum Hitlers var sleppt úr fangabúðum. Þetta var einhvers konar hefndaraðgerð háttsettra nasista. Það verða síðan tollverðir í Vestmannaeyjum sem fletta ofan af Arctic-málinu. Skip Fiskimálanefndar læðist út úr höfninni í Vestmannaeyjum í skjóli myrkurs fyrstu vikuna í desember 1941, án þess að Bretar skoði farm og farmskjöl. Ég bar þetta undir loftskeytamanninn á S/S Arctic í þessari ferð sem þá sagði að „þeir hefðu verið sendir með matvæli til Vigo, stærstu bækistöðvar þýskra kafbáta á Spáni“.

Hellan

Mínar heimildir herma að það hafi ekki bara verið áhöfnin á S/S Arctic sem var handtekin við komuna til Íslands í febrúar 1942, heldur einnig símamálastjórinn, lögreglustjórinn, stjórn og forstjóri Fiskimálanefndar og það hafi verið Kunigund,[kann að vera ranglega stafsett] ameríski sendifulltrúinn, sem fletti ofan af liðinu í nafni OSS, leyniþjónustu forseta Bandaríkjanna. Þetta var fyrsti og einn stærsti sigur á nasistum í Evrópu. Það verður síðan ameríska herverndarliðið á Íslandi sem hrekur Hermann Jónasson þáverandi forsætisráðherra frá völdum um vorið 1942 þegar málið upplýstist. Besta dulmálið í ævisögu er að finna í svari við spurningu söguritara Agnars K. Hansen, sem þá var flugmálastjóri Íslands en áður lögreglustjórinn í Reykjavík. Söguritarinn spyr Agnar ,,hvort hann ætli að segja sögu lögreglustjórans á stríðsárunum“. Agnar svarar: „Ef sú saga verður sögð verður hún á við bestu James Bond-söguna,“ en eins og allir vita var James Bond leyniþjónustumaður. Ég bíð nú eftir því að gögn um OSS, (Overseas secret service) leyniþjónustu forseta Bandaríkjanna, verði opnuð á amerískum skjalasöfnum. Þá kemur í ljós hvort Agnar lögreglustjóri var einfaldur eða tvöfaldur leyniþjónustumaður (agent or double agent) sem slapp undan hefndaraðgerðum þýskra nasista eftir 1956.“

Brak

Agnar var lögreglustjóri í Reykjavík frá 1940 til 1947, síðan flugvallastjóri ríkisins 1947 til 1951. Hann var ráðinn flugmálastjóri 1951 og gegndi því embætti til dauðadags 23. desember 1982.
Þýsk flugvél, sambærileg Heinkel 111, fórst í Svínadal í Esju eftir skotárás árið 1942.
Við skoðun á Gráhrauninu kom í ljós að grámosinn (hraungambrinn) er horfinn þar á stóru hringlaga svæði, ca. 30 m í ummál. Líklega hefur mosinn brunnið fyrir ca. 30-40 árum. Ekki er ósennilegt að eldingu hafi lostið þarna niður og eldur kviknað í mosanum. Eftir stutta stund hafi síðan gengið rigning inn á svæðið og slökkt eldinn. Ef það hefði ekki orðið hefði mosahraunið að öllum líkindum allt brunnið á stóru svæði. Engin ummmerki voru eftir utanaðkomandi hluti, s.s. flugvélahluti.

SvæðiðAðspurður nánar um slysstaðinn svaraði höfundur greinarinnar eftirfarandi: Brak úr vélinni fannst undir Lönguhlíð inn við Grindarskörð en brakið sjálft var fjarlægt af málmsöfnurum, tveir bræður frá Hafnarfirði sumarið 1941, vængir, hjólastell, mótórar og stél. Ég tel mig hafa verið á, í, við ætlaðan nauðlendingarstað skv. lýsingu sjónarvotts af vegsummerkjum en mikið álbrak var á svæðinu haustið 1941. Svæðið er austast í Lönguhlíðinni þar sem skemmst er á milli vegarins og skriðu sem þar rennur fram úr hlíðinni. Ég er hér að tala um Bláfjallaafleggjaran frá Hafnarfirði og upp í Bláfjöll. Brakið sést að hluta á loftmynd frá 1942.“

Ljóst er að að skoða þarf nánar svæðið „undir Lönguhlíðum inn við Grindarskörð“ með hliðsjón af því hvort þar kunni að leynast álpjötlur, skinnur, rær og/eða leiðslur úr flugvélinni. Hafa ber þó í huga að flugvél, sem var að flytja varahluti, fórst þarna á svæðinu á 5. áratug síðustu aldar. Brak úr henni sást lengi vel.

Huldur

Brak í Sveifluhálsi.

Sagnir um að flugvélahlutar eftir flugslys hafi síðar verið dregnir til Hafnarfjarðar eru nokkrar, t.d. flak Canson-vélar, sem fórst efst í Sveifluhálsi utan við Huldur. Brak úr henni fannst mörgum árum síðar í Hrútagjárdyngju. Það gæti hafa hent flugvélina undir Lönguhlíðum því brak er að finna í hrauninu norðvestan við meintan nauðlendingarstað. Á því braki má lesa stafina .032 ANRA. Skv. upplýsingum þess manns, sem best þekkir til flugslysasögunnar fyrrum, Eggerts Norðdahls, mun „.032“ vera þykktin á álinu, en ANRA gæfi til kynna að þarna gætu verið leifar breskrar Douglas flugvélar, sem fórst á hraununum suð-austan við Helgafell (átta mílur suð-suð-austur af Hafnarfirði 7. mars 1944. Flakið fannst fyrst 11. júní 1944). Á hlutum, sem þar fundust áður var einmitt áletrunin .032 AN eða .032 ANRA stimplað á plöturnar að innanverðu. „Hugsanlegt er að ANRA standi fyrir Army Navy Rolled Aluminium eða eitthvað álíka. Á öðrum hlutanum er merki Breska flughersins svo enginn vafi er á hvers þjóðar hún var„.
Sjá einnig meira um Flugvélaflök á Reykjanesskaganum.
Frábært veður. Gangan tók 3. klst og 3 mín.

Heimild:
-Lesbók mbl 28. mars 2009 – Guðbrandur Jónsson – gudbrandur@drangey.is
-Byggt á frásögn Árna B. Stefánssonar í mbl. 11. júní 1994.
-Eggert Norðdahl.

Lönguhlíð

Brak við Kerlingagil.