Tag Archive for: Grindavík

Járngerðarstaðir

Loksins hefur Járngerður gamla, sú er Járngerðarstaðahverfið í Grindavík hefur dregið nafn sitt af, fengið varanlega hvíld. Fyrst eftir niðursetninguna stóð dys Járngerðar við gömlu sjávargötuna milli Járngerðarstaða og Norðurvarar (Fornuvarar). Vermenn gengu þöglir framhjá dysinni, staðnæmdust, lutu höfði og fóru með sjóferðarbæn.
Síðar var lögð Járngerðarleiði árið 2005varanlegri gata (Verbraut) fyrir sjálfrennireiðina framhjá dysinni. Eftir það stóð einungis eitt horn hennar út undan götunni. Nú (árið 2008) hefur gatan verið kyrfilega aðlöguð nútímakröfum, verið breikkuð og undirbúin undir malbikun. Þar með hefur Járngerðarleiðið horfið undir flatneskjuna – tákn hinna nýju tíma.
Í sjálfu sér hefði auðveldlega verið hægt að hlífa legstað gömlu konunnar, táknmerki  hverfisins, og hafa þarna mjórri einstefnugötu, eða bara einfalda þrengingu til hraðatakmarkana, en bæjarfulltrúar Grindvíkinga virðast ekki hafa heyrt af slíkum möguleika, sem þó hefur verið algeng lausn í öðrum bæjarfélögum, bæði hérlendis og erlendis um langt skeið. Á næstunni er ætlunin, vegna þessara mistaka hinna mannlegu, að leggja táknrænan krans á malbik Verbrautar þar sem hin þjóðsögulega dys hefur verið í hugum forfeðra Grindvíkinga um aldir.
Þjóðsagan nefnir að „Þorkatla bjó á Þorkötlustöðum í Grindavík, en Járngerður á Járngerðarstöðum. Báðar voru þær giftar. Einu sinni sem oftar voru karlarnir þeirra báðir á sjó. Nú gjörði mikið brim og héldu báðir til lands. Þorkötlu karl fekk gott lag á Þorkötlustaðasundi og komst af. Þá varð Þorkatla fegin og mælti hún svo fyrir að á því sundi rétt förnu skyldi aldrei skip farast ef formann þess brysti hvorki hug né dug, og menn vita ekki til að þar hafi farizt skip á réttu sundi.
Tómas Þorvaldsson við dys Járngerðar 2004Það er að segja frá Járngerðar karli að hann drukknaði á Járngerðarstaðasundi. Þá varð Járngerður afar grimm og mælti svo um að þar skyldu síðan farast tuttugu skip á réttu sundi. Segja menn að nú sé fyrir víst nítján drukknuð, en þá er eitt eftir og má búast við að það farist þá og þá. Á götu þeirri sem til skips var gengin frá Járngerðarstöðum er leiði Járngerðar.“
Önnur heimild kveður á um að „Þorkatla hafi búið á Þorkötlustöðum í Grindavík, en Járngerður á Járngerðarstöðum. „Báðar voru þær giftar. Einu sinni sem oftar voru karlarnir þeirra báðir á sjó. Nú gjörði mikið brim og héldu báðir til lands. Þorkötlu karl fekk gott lag á Þorkötlustaðasundi og komst af. Þá varð Þorkatla fegin og mælti hún svo fyrir að á því sundi rétt förnu skyldi aldrei skip farast ef formann þess brysti hvorki hug né dug, og menn vita ekki til að þar hafi farizt skip á réttu sundi.
Dys Járngerðar í Verbraut (rauður hringur)Það er að segja frá Járngerðar karli að hann drukknaði á Járngerðarstaðasundi. Þá varð Járngerður afar grimm og mælti svo um að þar skyldu síðan farast tuttugu skip á réttu sundi.” Segja fróðir menn að þetta hafi gengið eftir. Leiði kvennanna má sjá í hvoru hverfi. Þorkötluleiði mun vera á túninu austan Þórkötlustaðavegar nr. 11 sem og dysjar hunds og smala.
Í vangaveltum heimamanna segir að „Járngerður hafi reiðst þegar bóndi hennar drukknaði á Járngerðarstaðasundi og lagt á að 20 skip skyldu farast á sundinu. Járngerður gæti hafa verið gift Þorsteini hrugni og búið á Járngerðarstöðum (þrjú hús standa nú á Járngerðarstaðatorfunni). Munmæli herma að Járngerðarleiði, sem Járngerður er sögð hafa verið heygð sé við veginn, rétt við bæinn Vík (sunnan götunnar suðaustan við Vík).“
Þann 21. nóvember árið 2007 stofnuðu grindvískir atvinnuleikarar formlega til félagsskaparins GRAL. GRAL er skammstöfun á GRindvískir AtvinnuLeikarar. Meginmarkmið félagsins er að taka þátt í þjóðfélagsumræðum, hafa áhrif á listalíf í landinu (og þá helst í Grindavík) og álykta í hinum ýmsu málum á opinberum vettvangi.
Á verkefnaskránni framundan er einmitt „Járngerður og Þórkatla“; barnaleikrit sem fjallar um skessurnar Járngerði og Þórkötlu sem tvö hverfanna í Grindavík eru nefnd eftir. Í Járngerðarleiði 2008einn pott eru sett örnefni og þjóðsögur frá Grindavík. Þorbjörn og Hafur-Björn koma við sögu ásamt ruplandi Tyrkjum og hinum ægilega Ægi á Sandi sem er bæði örlátur og grimmur.
GRAL hefur gert munnlegt samkomulag við Erling Einarsson sem stendur að uppgerð Flagghússins á Járngerðarstöðum um sýningar á loftinu þar haustið 2008. Bæjarfulltrúar Grindavíkurbæjar hafa lofað framtakið og eru tilbúnir að veita verkefninu brautargengi. Svo virðist sem áherslan sé, um þessar mundir, meiri á orð en varanleika.
En HVAÐ UM JÁRNGERÐARLEIÐIÐ? Það að jarða þá gömlu endanlega undir slétt malbik hlýtur að senda ungum Grindvíkingum og öðrum þau skilaboð að öllum sé skítsama um fornar sögur og sagnir á svæðinu….
Draga verður í efa að löglegt leyfi hafi legið fyrir eyðileggingunni frá viðkomandi yfirvöldum. Hafi slíkt leyfi verið fyrir hendi væri fróðlegt að fá að sjá það… Þjóðminjalög gilda jú líka í Grindavík – þau nýjustu frá árinu 2001. Að vísu getur veður hamlað umferð um Reykjanesbraut og Grindavíkurveg, en nýjustu lagabreytingar ættu þó a.m.k. að berast á áfangastað með vorskipunum.
Einhver hafði á orði að framangreind framkvæmd gæti lýst ákveðinni kvenfyrirlitningu ráðamanna Járngerðarstaðahúsin og Vesturbrautbæjarins. Ef satt er þarf Jafnréttisráð að sýna að það eigi til snör viðbrögð. Þessi aðför að Járngerði virðist reyndar kalla á viðbrögð margra annarra aðila og stofnana er lagalegu hlutverki hafa að gegna í samfélaginu. Ólíklegt er þó, af fyrri reynslu að dæma, að viðbragðstími þeirra verði meiri en hraði snigilsins. Varla er t.a.m. hægt að ætlast til að Fornleifavernd ríkisins lyfti rassi frá stól vegna minja á Reykjanesskaganum frekar en fyrri daginn. Líklega er vænlegast, úr því sem komið er, að fá leyfi Gauja í Vík til að gefa eftir smá hornskika við veginn, efna til hugmyndarsamkeppni meðal grindvískra listamanna um minnisvarða um fyrrum frú Járngerði og koma honum síðan upp á staðnum fyrr en seinna.
Þess má geta að þegar Vesturbraut var grafin upp vegna sömu framkvæmda kom verktakinn niður á hlaðið garðlag. Sá hafði uppi snör handtök, fjarlægði garðinn og mokaði yfir. Vitni urðu þó að atvikinu. Skv. Þjóðminjalögum hefði verktakanum borið að tilkynna fundinn til Fornleifaverndar ríkisins. Ekki er ólíklegt að ætla að þarna hafi verið uma ð ræða leifar af gamla bænum á Járngerðarstöðum, þeim er kom við sögu „Tyrkjaránsins“. Af meðfylgjandi loftmynd að dæma liggur Vesturbrautin í gegnum gamla veggstæðið. Eðlilegt er því að spyrja: „Í ljósi gildandi laga; hvers vegna var ekki gert ráð fyrir að minjar myndu finnast á þessu svæði áður og á meðan á framkvæmdunum stóð og hvers vegna var ekki fylgst með hvort svo væri?“

Járngerðarstaðir

Járngerðarstaðir.

 

Húshólmi

Eftirfarandi „Tillögur liggja fyrir um frekari rannsóknir, verndun og aðgengi að minjasvæðinu í Húshólma“ í Ögmundarhrauni sem og nærliggjandi svæðum:

Þörf á ítarlegri rannsóknum

Húshólmi

Húshólmi – skilti.

Mikilvægur þáttur fornleifaverndar er varðveisla minja, rannsóknir og varðveisla upplýsinga. Mikilvægt er fyrir þjóðina að vernda minjar; hlúa að menningararfi hennar.
Skv. Þjóðminjalögum lætur Fornleifavernd, eftir föngum, skrá allar þekktar fornleifar. Skv. reglugerð um þjóðminjavörslu annast Fornleifavernd einnig rannsóknir, skráningu og kynningu fornleifa.
Mikilvægt er að vettvangsskoða og skrá vandlega allar fornleifar á Húshólmasvæðinu sem og á aðliggjandi svæðum. Þá þarf að gera áætlun um frekari rannsóknir á svæðinu, bæði út frá mögulegum aldri minjanna og hraunsins sem og samhengi þeirra. Þá þarf að rannsaka sérstaklega alla garða, tóftir og meintan grafreit með hliðsjón af tilurð, meintum íbúum og öðru menningar- og búsetusamhengi svæðisins í heild. Ekki er ólíklegt að niðurstaðan geti haft áhrif á hina stöðluðu mynd af landnámi hér á landi. Það er jafnframt ein helsta skýringin á því hvers vegna ekki hafa þegar verið hafnar skipulegar rannsóknir á svæðinu.

Húshólmi

Gengið í Húshólma um Húshólmastíg.

Rannsóknir, s.s. fornleifaskráning, hafa farið fram í og við Húshólma, samanber m.a. framangreindar athuganir Brynjúlfs, rannsóknir Sigurðar Þórarinssonar, Jóns Jónssonar og Hauks og Sigmundar og skráning Bjarna F. Einarssonar vegna fyrirhugaðs Suðurstrandarvegar.
Í fornleifaskráningu Bjarna kemur m.a. fram að fjárborgin í Húshólma sé eldri en frá 1226, garðar eru sagðir eldri en 1550 sem og tóftir við hólmann. [Líklega er hér ekki um fjárborg að ræða heldur virki í samhengi minjasvæðisins í heild].
Til fróðleiks má geta þess að í fornleifaskýrslunni er Húshólmastígur t.d. sagður vera Ögmundarstígur og vörður austan Ísólfsskála sagðar vera við gömlu þjóðleiðina, en þær voru hlaðnar til gamans af syni Guðmundar á Ísólfsskála og vinnumanni á bænum á fyrstu áratugum 20. aldar (sbr. umsögn bróður þeirra). Þær nefnast Bergur og Brandur.

Brandur

Vörðurnar Brandur og Bergur.

Suðurstrandarvegur hefur á undanförnum árum fengið talsverða athygli, en nokkrar rannsóknir hafa farið fram á svæði er lútað hefur að fyrirhugaðri legu hans, m.a. í gegnum Ögmundarhraun. Um tíma var ein hugmynd að leggja veginn í gegnum ofanverðan Húshólma. Skiptar skoðanir voru um ágæti þess m.t.t. verndunarsjónarmiða minjanna.
Bjarni gerði athugasemdir við umsagnir umsagnaraðila v/Suðurstrandarvegar í mars 2001. Í þeim kemur m.a. fram að “getið hefur verið um fyrirhugaða lagningu Suðurstrandarvegar þar sem hann liggur m.a. í gegnum Ögmundarhraun. Aðilar gáfu út umsagnir um legu vegarins, m.a. með tilliti til fornleifa. Í athugasemdum kom m.a. fram:
Fornleifafræðistofan hefur fengið til athugunar umsagnir fjögurra aðila um tillögu að matsáætlun Suðurstrandarvegar.

Húshólmi

Húshólmastígur um Ögmundarhraun.

Allar eru ábendingarnar sem fram koma góðar og eru umsagnaraðilar sammála þegar svo ber undir. Þó er einn staður sem umsagnaraðilar eru ekki sammála um, en það er Húshólmi í Ögmundarhrauni í landi Grindavíkur. Þjóðminjasafn, Hafnarfjarðarbær og Landmótun leggja til að hinn fyrirhugaði vegur verði færður upp fyrir hólmann, en Grindavík mælir með því að hann verði lagður í gegnum hann.
Rökin með færslunni upp fyrir Húshólma eru þau að um samfellt minjasvæði frá Húshólma, Fitjum og að Selöldu sé að ræða og að færsla vegarins komi betur út vegna tengingar við Ísólfsskálaveg, þ.e.a.s. aðkomu að Krýsuvíkurhverfi að sunnan (Landmótun og Hafnarfjarðarbær).

Húshólmi

Gengið í Húshólma.

Þjóðminjasafnið bendir á að vegurinn muni skera í sundur Húshólma og fjórar fornleifar lenda ofan vegar. Væntanlega er gengið út frá sömu forsendum og Hafnarfjarðarbær og Landmótun gera, þ.e.a.s. að um samfellt minjasvæði sé að ræða, allavega í sjálfum Húshólmanum.
Rök Grindavíkur með því að hafa veginn í gegnum Húshólma voru nokkur: Þau eru; öryggisatriði varðandi hugsanlegan sjávarháska, öryggi gagnvart snjóalögum og skemmti- og fagurfræðilegt gildi vegna ferðamanna (Grindavík). Einnig er bent á að leiðin muni liggja nærri fornminjum og áhugaverðum stöðum sem ekki hafa notið sín eins og verðugt væri hingað til. Er hér átt við þá staðreynd að minjarnar í Húshólma eru afar óaðgengilegar. Þjóðminjasafnið tekur undir þetta sjónarmið en mælir þó gegn legunni. Því ber að álykta að eina röksemdin fyrir færslu vegarins norður fyrir Húshólma sé samfellt minjasvæði.”
Bjarni telur hins vegar að Húshólmi og Selalda eigi fátt annað sameiginlegt en að á þeim séu fornleifar. Hinar fornu rústir í Húshólma séu mun eldri en rústirnar við Selöldu og af allt öðrum toga. Einnig megi benda á að svæðin séu í sitt hvoru sveitarfélaginu og að þau hafi ólíkar skoðanir til umgengis og verndunar minjanna á þeim. Bjarni telur að Húshólminn sjálfur sé merkilegt fyrirbæri, en það sé allt önnur saga.

Húshólmi

Gengið í Húshólma.

“Skráning fornminja er einn þáttur rannsókna. Í Húshólma þarf að skrá allar fornminjar, hvort sem um er að ræða tóftirnar vestan hólmans, garða, fjárborg, rétt/stekk, gerði, refabyrgi, tóft ofan við Hólmasund, gerði vestan í Ögmundarhrauni, stíga og annað er tengst gæti og skapað heilstæða mynd af minjasvæðinu. Færa þarf upplýsingarnar inn á aðgengilega kortagrunna, merkja minjar, gera ráðstafanir til að varðveita þær, gera ráð fyrir reglubundnu eftirliti eða vöktun á svæðinu, koma á góðu samstarfi við framkvæmda- og hagsmunaaðila tengdum svæðinu, þátttöku almennings og áhugafólks, upplýsingamiðlun og fjármagn til þeirra aðgerða og ráðstafana er lagðar verða til.”
Í grein á vefsíðu Fornleifafræðistofnunar segir Bjarni m.a. að “samband náttúru og menningar hefur verið manneskjunni hugleikið allt frá tímum Forn-grikkja. Menn sáu snemma sambandið á milli menningar og umhverfis og vægi náttúrunnar í örlögum mannsins.

Húshólmi

Fornmaður í Húshólma.

Manneskjan hefur lagað sig að ólíkustu aðstæðum. Því nær sem dregur nútímanum þeim mun stórtækari er mótun hennar á umhverfinu. Maðurinn hefur tekið meira úr umhverfinu en hann skilar til þess og til frambúðar getur það aðeins þýtt einn hlut ef ekki verður að gáð: stórslys. Og í þessu sambandi á ég ekki aðeins við hið náttúrulega eins og hráefni ýmisskonar, ég á einnig við leifar eftir gengnar kynslóðir en þær eru jafn mikilvægur hluti af umhverfinu og vatnið, grösin og bergið. Umhverfi samanstendur nefnilega bæði af náttúrulegum og menningarlegum þáttum. Hin mikla og nauðsynlega umræða sem tengist umhverfismálum og virðist fara vaxandi hér á landi, hefur því miður nær einvörðungu snúist um hið fyrrnefnda. Nú er tími til kominn að gefa hinu síðarnefnda gaum.
Hinn menningarlegi þáttur umhverfisins er rústir og önnur verksummerki manna, örnefni og ýmsir staðir sem tengjast trú manna, sérstökum atburðum eða verkmenningu þjóðarinnar. Slíkt umhverfi í félagi við hið náttúrulega köllum við menningarlandslag. Menningarlandslagið er mikilvægt fyrir sjálfsvitund einstaklinganna. Það eru minningar sem tengjast forfeðrunum, þeim sjálfum og sögunni. Þeir eru hluti af menningarlandslaginu.
HúshólmiÞegar fé er ráðstafað er mikilvægt að hafa framangreida þætti í huga. Afleiðingarnar gætu komið fram síðar, þegar of seint verður að bregðast við fyrrum mögulegri varðveislu framangreindra menningarminja. Þegar á heildina er litið er það bæði lífríki einstakra staða og mannvistarleifarnar sem gera þessa þjóð að því sem hún er.
Menningararfurinn er ekki aðeins fólginn í handritunum okkar, tungunni eða því sem söfnin geyma. Hann er að verulegu leyti einnig fólginn í rústunum sem finnast út um allt land. Í þeim er fólgin saga, sem hvergi er geymd annarsstaðar. þær eru lykillinn að skilningi okkar á gripunum, sem horfið hafa úr sínu eðlilega umhverfi inn á söfnin og sumar rústanna geta einar varpað ljósi á líf alþýðunnar og hlutskipti hennar í lífsbaráttunni. Íslensk þjóð varð þjóð á meðal þjóða í húsum, sem nú eru rústir einar. Rústirnar skipta okkur því nákvæmlega jafn miklu máli og rústir annarra þjóða skipta þær, þó svo að þær séu ekki jafn miklar að vexti og ekki úr jafn varanlegum efnum og rústir margra annarra þjóða. Minnimáttarkennd okkar Íslendinga í þessum efnum er athyglisverð, en hún stafar fyrst og fremst af vankunnáttu okkar um þessi mál og þeirri staðreynd að við höfum ekki skilið þýðingu rústanna fyrir þjóðarímyndina. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr, voru þessar rústir hluti af tilverunni og veruleikanum og þess vegna eru þær mikilvægar fyrir þjóðina, sögu hennar og ímynd. Ef hún eyðir þeim, eyðir hún hluta af sjálfri sér. Mikilvægi rústanna nær að auki út fyrir landsteinana og má t.d. benda á þá staðreynd að erlendis hefur plógurinn meira eða minna afmáð híbýli bænda frá víkingaöld. Hér á landi tíðkuðust aðrir búskaparhættir, sem hlífðu þessum tegundum rústa. Þær varpa því ljósi á hlutskipti manneskjunnar í norrænum veruleika.

Húshólmi

Húshólmi – stekkur.

Grundvallaratriði í minjavernd af því tagi sem rætt hefur verið um hér að framan, og reyndar minjavörslu allri, er að vita hvað til er svo að hægt sé að marka einhverja skynsamlega stefnu um verndunarmál. Tækið til þess heitir fornleifaskráning.
Minjavernd er umhverfisvernd. Við skiljum ekki umhverfið til fulls ef við skiljum ekki áhrif genginna kynslóða á það.”
Mikilvægt er aðhafa í huga að þótt minjar á nálægum svæðum séu ekki að vera frá sama tíma eða jafnvel minjar innan tiltekins svæðis, geta þær sem heild eftir sem áður verið jafn merkilegar. Þær geta lýst og endusagt búsetu-, atvinnu- og nýtingarsögu svæðisins til lengri tíma.

Selatangar

Selatangar – verkhús.

Á Selatöngum er t.d. saga vermennsku og sjósóknar, fiskverkunar og mannlífs í veri, í Húshólma eru væntanlega frumbúsetuminjar og nýting svæðisins til fjárhalds og undir Selöldu er m.a. saga seljabúskapar og væntanlega búskapar á síðari öldum. Allt getur þetta vel spilað saman og bæði stuðlað að fjölbreyttri nýtingu og áhrifaríkri upplýsingagjöf til handa áhugasömu fólki.

Hvað á að rannsaka?
Minjavernd verður að byggja á vettvangsathugunum en benda má á nokkur atriðið sem vert er að hafa í huga við áætlanagerð, skipulag og varðveislu svæða.
Langmest af fornleifum er að finna á gömlum bæjarstæðum sem oftar en ekki er enn búið á. Mikilvægt er að reynt verði að takmarka framkvæmdir á slíkum stöðum og fylgjast vel með því raski sem nauðsynlegt er. Brýnt er að komið verði í veg fyrir eyðileggingu slíkra minja. Auk vegagerðar og línulagna stafar fornleifum nú helst hætta af skógrækt og aukinni sumarbústaðabyggð auk þess sem nýbyggingar og framkvæmdir á þétt-býliskjörnum. Minjunum í Húshólma og nágrenni stafar þó ekki ógn af síðastnefndu þáttunum.

Húshólmi

Fjárborgin í Húshólma.

Í Húshólma hafa minjarnar varðveist svo vel sem raun ber vitni vegna þess að þær hafa verið tiltölulega óaðgengilegar inni í hrauni og jafnvel þótt áhugasamt fólk hafi reynt að finna þær hefur því fundist það erfitt. Sama á við um minjarnar í Óbrennishólma. Aðrar minjar á svæðinu, þ.e. Selatangar að vestanverðu, hafa um allnokkurt skeið verið aðgengilegar fólki, en þrátt fyrir hversu nærtækar þær hafa verið, hefur furðu mörgum reynst erfitt að finna þær. Verminjunum þar hefur helst stafað hætt af ágangi sjávar, enda má sjá mikinn mun á minjunum er standa næst sjónum frá því einungis fyrir nokkrum árum síðan. M.a. hefur sjórinn nýlega brotið niður hluta eins heillega verkshússins af þremur. Eftir standa tvö, en þau gætu einnig hæglega farið forgörðum í einhverjum stórsjónum einn vondan veðurdag. Að austanverðu stafar minjunum undir Selöldu ekki ógn af fólki vegna þess hve fáir vita af tilvist þeirra. Þar eru jarðvegseyðingaröflin hins vegar ógnandi skaðvaldur. Um þau verður rætt nánar síðar í verkefninu.

Húshólmi

Húshólmi – skilti.

Allar framngreinar minjar eru hvorki aðgengilegar eða einu sinni sýnilegar, en full ástæða væri til að koma upplýsingum um þær á framfæri við ferðamenn og almenning og auka þannig útivistargildi svæðisins að hluta eða í heild. Þegar skipulögð eru útivistarsvæði, þá er sjálfsagt að reyna að nýta þær auðlindir sem fyrir eru og fornleifastaðir geta verið afar spennandi og upplýsandi fyrir skólafólk eða ferðamenn, jafnt innlenda sem útlenda, að skoða. Til þess að það sé hægt þarf ekki annað en að skrá staðinn á vettvangi, merkja hann svo fólk viti hvert að eigi að fara og gera upplýsingar um hlutverk og gildi minjanna aðgengilegt á einn eða annan hátt, t.d. með prentuðum bæklingum eða skiltum á staðnum. Fyrir ferðaþjónustuna, og þá um leið viðkomandi byggðarlag, eru menningarleifar líkt og í Húshólma og nágrenni, mikil verðmæti.
Eins og fram kemur í kaflanum hér að framan er mikilvægt að skrá vandlega allar fornleifar á Húshólmasvæðinu sem og á aðliggjandi svæðum. Þá þarf að gera áætlun um frekari rannsóknir á svæðinu, bæði með hliðsjón af aldri minjanna og hraunsins. Rannsaka þarf garða, tóftir og grafreit með hliðsjón af aldri, tilurð og hugsanlegum menningar- og búsetuminjum.

Gildi minjanna í Húshólma

Húshólmi

Forn garður í Húshólma.

Eins og fram kemur í athugasemdum Bjarna F. Einarssonar er Húshólmi merkilegt fyrirbæri. Sama viðhorf endurspeglast í athugunum Brynjúlfs Jónssonar og annarra, sem skrifað hafa um minjarnar í hólmanum eða rannsakað þær m.t.t. aldurs.
Mikilvægt er að vernda minjar og umhverfi Húshólma. Ljóst er að aldur minjanna er hár og telja má fullvíst að Ögmundarhraun, er færði hluta þeirra í kaf og hlífði öðrum, rann á sögulegum tíma. Það gefur hrauninu ákveðið gildi, auk þess sem einstakt má telja að hægt sé að ganga að minjum við slíkar aðstæður.
Segja má að minjarnar í Húshólma feli í sér flest þau gildi er gjaldgeng eru í minjavernd. Þau hafa mikið gildi fyrir land og þjóð, hvort sem um er að ræða ímyndargildi fyrir landssvæðið og fólkið, tengslagildi við sögu og uppruna, vísindalegt gildi vegna takmarkaðra fyrirliggjandi upplýsinga og hugsanlegra möguleika þeirra á að varpa ljósi á fyrrum óljósa hluti með rannsóknum, upplifunargildi fyrir áhugasamt fólk, fagurfræðilegt gildi vegna aðstæðna á svæðinu þar sem eru samspil hrauns er runnið hefur á sögulegum tíma og minja, sem til eru komnar eftir að fólk settist fyrst að hér á landi, upplýsingagildi er felst í að miðla þekkingu sem aflað hefur verið á fræðilegum grundvelli og ekki síst nota- og fjárhagslegt gildi fyrir ferðaþjónustuna hér á landi. Fjallað verður nánar um síðastnefnda gildi sérstaklega.
Minjar eru áþreifanlegur og efnislegur tengill við fortíðina umfram sem bækur eða frásagnir gera. Þær eru tákn fortíðar, geta gefið upplýsingar um liðna sögu, miðla þekkingu milli kynslóða og eru í raun tengill nútímafólks við forfeður þess.
Í bréfi Kristins Magnússonar, fornleifafræðings, f.h. Þjóðminjasafns Íslands 23. júlí 2003 varðandi Suðurstrandarveginn milli Grindavíkur og Þorlákshafnar í framhaldi af vettvangsskoðun í Húshólma er m.a. fjallað um fyrrgreindar athugsemdir Bjarna um Húshólma og skilyrði veglagningar í gegnum hólmann.

Húshólmi

Húshólmi – leifar af fornum garði.

“Þjóðminjasafnið telur að til að hægt sé að fallast á lagningu vegarins gegnum Húshókma þurfi aðgera bílastæði við veginn. Mæla þarf rústirnar á svæðinu upp og búa til upplýsingaspjöld á bílastæðinu þar sem almenningur getur fræðst um það sem þar er að sjá. Leggja þarfs tíga ums væðið þannig að umferð um það sé stýrt. Búa þarf til umbúnað um rústirnar sjálfar þannig að þeim stafi ekki hætta af umferð gangandi fólks um svæðið en jafnframt þannig að tilfinningin fyrir mikilfengleika rústanna í hrauninu glatist ekki. Til athugunar er að efna til samkeppni um frágang svæðisins. Huga þyrfti að samtarfi við Þjóðminjasafnið, Vegagerðina, Grindavíkurbæ, Náttúru-vernd ríkisins og e.t.v. fleiri aðila í þessu sambandi. Samningur milli þessara aðila og framkvæmdaáætlun verður að liggja fyrir áður en hafist verður handa við vegaframkvæmdirnar og framkvæmdir við frágang svæðisins verða að haldast í hendur við vegagerðina og vera lokið áður en almennri umferð verður hleypt áveginn. Tryggja þarf viðhald þeirra mannvirkja sem þarna verða reist í framtíðinni og eftirlit með fornleifunum. Ráða þarf umsjónarmann yfir sumartímann sem hefði með höndum leiðsögn eftirlit á svæðinu. Einungis með þessum skilmálum getur Þjóðminjasafn Íslands fallist á að vegur verði lagður í gegnum Húshólma. Ef ekki er hægt að tryggja varðveislu minjanna á svæðinu með slíkum aðgerðum telur safnið að eina leiðin til að forða þeim frá skemmdum sé að viðhalda erfiðu aðgengi að svæðinu með því að leggja veginn norðan Húshólmans.”
Við gerð tillagna, sem hér eru lagðar fram um aðgengi aðminjasvæðinu í Húshólma, var m.a. tekið mið af framangreindum skilyrðum Kristins f.h. Þjóðminjasafnsins, en þær eiga jafnvel við í öllum meginatriðum þótt Suðurstrandarvegur verði lagður ofan við Húshólma.

Ráðstafanir til að koma í veg fyrir yfirstandandi eyðingu minja í Húshólma

Húshólmi

Húshólmavarðan.

Í dag er helsta ógnin við hluta fornleifanna jarðvegsrof í Húshólma. Þegar hafa langir hlutar torfgarða fokið burt og ljóst er að þeir munu hverfa að mestu í framtíðinni verði ekkert aðgert. Landgræsla ríkisins, sem staðið hefur fyrir uppgræðslu og áburðargjöf í Krýsuvíkurheiði austan við Ögmundarhraun, hefur haft áhuga á að græða upp sárin í Húshólma. Mikilvægt er að ákveðið verið sem fyrst hvernig að þeim málum skuli staðið svo minjar í hólmanum beri ekki meiri skaða af.
Landgræðsla ríkisins hefur samið við Landhelgisgæsluna um flutning á fræi og áburði inn í Húshólma. Síðan er ætlunin að leita eftir sjálfboðaliðum á vori komanda til að sá í sárin, sem þegar hafa myndast í hólmanum og stöðva þannig frekari gróðureyðingu.
Einnig er mikilvægt að huga að Óbrennishólma því þar hefur gróðureyðingin bæði sótt að fjárborginni stóru, tóft skammt austan hennar sem og jarðlægum garði er liggur upp með fjárborginni að vestanverðu.
Þá eru minjarnar undir austanverðri Selöldu einnig í mikilli hættu vegna jarðvegseyðingar. Tvær fjárborgir eru nú á rofabörðum, forn tóft stendur á gömlum lækjarfarvegi og veður, vindar og vatn sækja að jarðlægum tóftum skammt austan hennar.
Minjar á Selatöngum eru í hættu vegna ágangs sjávar. Sjórinn hefur t.d. nýlega brotið niður hluta af annars heillegu verkhúsi er stendur hvað næst sjónum. Líklega mun sjórinn smám saman taka til sín flestar minjanna á Selatöngum líkt og hann hefur gert víðast hvar með ströndum Reykjanesskagans í gegnum tíðina.

Aðgangur að minjunum – tillögur

Húshólmi

Húshólmi – meintur grafreitur.

Mikilvægt er að gefa fólki kost á að skoða minjarnar í Húshólma. Það þarf bæði að gera með ákveðnum takmörkunum, en jafnframt á þann hátt að það auki gildi og áhrif heimsóknarinnar. Í Húshólma eru bæði menningarminjar og náttúruminjar. Hvorutveggja eru greinanlegar minjar og þær þarf að gera aðgengilegar. Í tillögum hópsins hefur verið reynt að samræma þau sjónarmið er lúta að friðun og verndun annars vegar og aðgengi almennings að fornminjum hins vegar. M.a. voru eftirfarandi upplýsingar frá Fornleifavernd ríksins hafðar í huga: “Það að vekja athygli á stað eða minjum og gefa hvorutveggja gildi er besta varðveisluaðferðin.”

Á að tengja Húshólmasvæðið við önnur svæði – af hverju og hvernig?

Óbrennishólmi

Óbrennishólmi; fjárborg eða virki!?

Önnur nálæg svæði er tiltölulega auðvelt að tengja Húshólmasvæðinu. Um er að ræða Óbrennishólma annars vegar og Selatanga í vestri og Selöldu í austri hins vegar. Í tillögum hópsins er ekki gert ráð fyrir bættu aðgengi í Óbrennishólma með beinum hætti, að sinni að minnsta kosti. Aftur á móti er lögð áhersla á að tengja saman hin svæðin þrjú með sjávargötu eða -stíg. Bæði myndi það auka möguleika og gildi svæðisins til skoðunar og útivistar og um leið gefa áhugasömu fólki kost á að kynnast samfelldari sögu og atvinnuháttum á suðurströnd Reykjanesskagans í fögru umhverfi, en óvíða er t.d. fallegra útsýni með ströndum landsins, auk þess sem hraunin eru jafn gott skjól fyrir vindum og snjór leysir þar tiltölulega snemma þá sjaldan sem snjóar þar eitthvað að ráði.
Göngugatan myndi, skv. tillögunni, liggja með ströndinni frá Heiðnabergi út á Selatanga, um 6.5 km leið (sjá með-fylgjandi upp-drátt). Það tæki að meðaltali u.þ.b. klukku-stund að ganga þá leið. Upp frá götunni væru lagðir göngu-stígar, sem reyndar er mjög auðvelt (þyrfti einungis að merkja með stikum eða hælum) frá 1. Heiðnabergi við Hælsvík upp að tóftum Eyrar og Krýsuvíkursels og vestur með sunnanverðri Selöldu, að Fitjum, þar sem gert er ráð fyrir bílastæði, 2. upp Húshólma að minjasvæðinu (einnig auðvelt með hraunkantinum að vestanverðu) og 3. um Selatanga, en þar er göngustígur fyrir upp á bílastæðið ofan og vestan við minjasvæðið. Gera þyrfti ráð fyrir göngustíg inn í Ketilinn í Katlahrauni, skammt vestan Seltanga. Þar er skjólgóður og fagur áningarstaður, auk merkilegra jarðfræðifyrirbæra, ekki ólík Dimmuborgum við Mývatn.

Húshólmi

Húshólmi – skáli.

Tiltölulega auðvelt er að leggja göngugötu þessa leið með ströndinni, en á köflum verður að vinna gerð hennar á höndum. Sléttlent er frá Hælsvík að austurjaðri Ögmundarhrauns, að mestu mólendi. Ekki er lagt til að fylgt verði gamla Húshólmastígnu í gegnum austan-vert Ögmundarhraun því hann þarf að fá að vera áfram eins og hann er. Um austanvert Ögmundarhraun ofan við ströndina er stígur fyrir og því ætti að vera auðvelt að fylgja honum með tilheyrandi lagfæringum. T.d. þyrfti að bera ofan í hann fínni grús. Í gegnum Húshólma er auðvelt að leggja stíg ofan við sjávarkambinn, með gömlu strandlínunni. Þá tekur við annar af tveimur erfiðari hlutum leiðarinnar m.t.t. stígagerðar. Hægt væri að fara yfir þennan kafla eftir fyrirliggjandi stíg frá minjasvæðinu austan Húshólma, að Brúnavörðum, en hér er hins vegar lagt til að sjávargatan fylgi sem mest ströndinni. Kaflann yfir hraunhaftið vestan Húshólma þarf að handgera, sem fyrr segir. Reynsla er komin á slíka stígagerð í Dimmuborgum á vegum Landgræðslu ríkisins. Samkvæmt upplýsingum frá henni er kostnaður við slíka stígagerð um 100.000 kr. á hverja 100 metra. Vinnan er unnin af sjálfboðaliðum undir leiðsögn sérfræðings. Efni og aðdrættir eru keyptir. Fulltrúi Landgræðslunnar taldi í samtali mjög líklegt að hún gæti orðið þeim, sem leggja vildi stíg þessa leið, innan handar við útvegun sjálfboðaliða og leiðsögn. Í Dimmuborgum er gert ráð fyrir að stígur sé það breiður að a.m.k. tveir geti gengið hann samhliða.
Kaflinn áfram að Selatöngum um Miðreka er misgreiðfær yfirferðar, ágætur á köflum en erfiðari utan þeirra. Þannig er síðasti kaflinn að Selatöngum austanverðum, að Eystri-Látrum, ógreiðfær og þyrfti að sæta sama lagi við stígagerðina og við vestanverðan Húshólma, þ.e. sýna útsjónasemi og taka mið af landslaginu við lagninguna. Á þessum kafla eru m.a. fallegar hraunmyndanir, auk möguleika á greiðfæri gönguleið upp í Óbrennishólma.

Húshólmi

Húshólmi – stoðholur.

Staðsetning bílastæða við minjasvæði er mikilvæg út frá verndunarsjónarmiðum. Því lengra sem er fyrir folk að ganga því færri leggja ferðina á sig. Ástæða er, a.m.k. fyrst um sinn, að takmarka fjölda fólks að minjasvæðinu í Húshólma. Þess vegna er lagt til að bílastæðið við Húshólma verði upp við Suðurstrandarveginn og að fólk þurfi að ganga þaðan niður að minjasvæðinu. Gert e

r ráð fyrir að lengd stígsins geti orðið, miðað við núverandi tillögu að vegstæði, um 2 km. Húshólmastígurinn er 1.1. km. Það tæki því fólk um 20 mín. að ganga stíginn frá bílastæðinu að minjasvæðinu (40 mín fram og til baka). Það er vipuð vegarlengd og upp og niður Laugaveginn.

Hafa þarf samráð við Hafnarfjarðarbæ við samræmingu og vegna ráðstafna með hliðsjón af tillögunum þar sem Selöldusvæðið er undir forsjá bæjarfélagsins, sbr. afsal landbúnaðarráðherra á landi úr Krýsuvíkur til Hafnarfjarðarbæjar 20. febrúar 1941. Þá hafa fulltrúar Hafnarfjarðarbæjar sínt minni áhuga á nýtingu Krýsuvíkur til útvistar en t.a.m. fulltrúar Grindavíkurbæjar á nýtingu Húshólma og Selatanga, en þeir hafa nýlega m.a. stuðlað að útgáfu bæklings um minjar, sögu og sagnir á síðarnefnda staðnum (2004). Fyrirhuguð er útgáfa á sambærilegum bæklingi um Húshólma. Hvorutveggja er liður í glæða áhuga fólks á svæðunum og auðvelda því jafnframt að gera sér grein fyrir einstökum minjum sem og aðstæðum.

Gildi Húshólma fyrir ferðaþjónustuna

Húshólmi

Húshólmi – skálatóft.

Gildi Húshólma og nærliggjandi svæða, sem og reyndar alls Reykjanesskagans, fyrir ferðaþjónustu á svæðinu er ótvírætt. Í Húshólma eru merkar minjar og fólk hefur áhuga á merkum minjum. Í könnunum ámeðal ferðamanna, sem heimsækja Ísland sem og á meðal innlendra ferðamanna, kemur yfirleitt berlega í ljós að þeir hafa mestan áhuga á náttúrunni og sögulegum menningaminjum. Á Reykjanesskagnum hafa gönguferðir átt auknum vinsældum að fagna. Hingað til hefur skaginn verið stórlega vanmetinn m.t.t. ferðamennsku. Athyglinni hefur verið beint að mjög fáum stöðum, s.s. Bláa lóninu og Reykjanesvita svo einhverjir séu nefndir. Á svæðinu eru hins vegar ótal minjar er tengjast sögu, mannlífi og lífsbaráttu fólks frá upphafi byggðar hér á landi. Má þar nefna t.d. dysjar, tóftir bæja, selja og tengdra mannvirkja, s.s. stekkja, rétta, fjárborga og fjárskjóla, gamlar þjóðleiðir djúpt markaðar í klöppina, vörður er tengjast sögum og sögnum, þjóðsagnatengdir staðir, staðir tengdir þjóðsögum, götur og vegir er lýsa þróun vegagerðar, vitagerð frá upphafi, hús er enduspegla gerð þeirra og notkun um aldir, mannvistaleifar í hellum og skjólum, hlaðnar refagildrur er lýsa veiðiaðferðum og þannig mætti lengi telja. Þá er ónefnd óviðjafnanleg náttúrufegurð og fjölbreytni jarðsögunnar.

Húshólmi

Upplýsingaskilti í Húshólma.

Þegar litið er á hið afmarkaða svæði suðurstrandarinnar, sem hér hefur verið til umfjöllunar, verður því varla neitað að það hefur mikla möguleika upp á að bjóða. Hægt er að bæta aðgengið að ákveðum aðgerðum afstöðnum. Tillögur hópsins kveða á um hverja þær eru á þegar tilnefndum svæðu.
Ein af forsendum ferðaþjónustunnar er aðgengi. Mikilvægt er þó að staðsetja bílastæði með hliðsjón af sjónarmiðum um nauðsyn verndunar. Þannig gera tillögur hópsins ráð fyrir staðsetningu bílastæði fólks, er vill heimsækja Húshólma, upp við Suðurstrandarveginn og síðan gerð göngugötu frá því niður að minjasvæðinu við hólmann. Þar er gert ráð fyrir stýringu fólks með merkingum, stígum og jafnvel lágum girðingum. Gert er ráð fyrir að umgengi fólks verði takmarkað og minjunum sjálfum hlíft, sbr. meðfylgjandi uppdrátt.
Ekki er ástæða til að óttast yfirgengilegan ágang fólks á Seltaöngum og Selöldu og því er lagt til að bílastæðin verði staðsett nær minjasvæðunum. Það er og gert til að göngufólk, er nýtir sér sjávargötuna til skoðunar, eigi auðveldara með að nálgast hana til endanna.

Upplýsingar um minjarnar

Húshólmi

Húshólmi – stoðholur.

Á hverjum stað þurfa að koma fram réttar og hnitmiðaðar upplýsingarnar um aðgengilegar og sýnilegar minjar á viðkomandi svæði. Í Húshólma, og jafnvel víðar, á eftir að framkvæma rannsóknir og sjálfsagt er að leyfa fólki að fylgjast með framgangi þeirra með ákveðinni upplýsingagjöf til hliðar við megin upplýsingatöflurnar. Á töfluna við Húshólmarústirnar er sjálfsagt að geta um hvers vegna fjarlægð frá bílastæðinu að minjunum er eins löng og raun ber vitni, þ.e. út fráverndunarsjónarmiðum. Það myndi jafnframt vera ábending til fólks að umgangast minjarnar með meiri varúð og virðingu. Upplýsingagjöf, ábendingar og vel afmarkaðir stígar geta stuðlað að verndun minja ef rétt er að málum staðið. Reynslan sýnir að langflestir fara eftir leiðbeiningum og fylgja stýringum þar sem þær eru fyrir hendi. Þannig þarf að hafa í huga að nota upplýsingarnar á viðkomandi stöðum bæði til fróðleiks og sem leiðbeinandi tilmæli um umgengni, mikilvægi fornleifa og ábyrgð almennings á verndun þeirra, sbr. gildandi ákvæði laga þar að lútandi.

Gerð og útlit skilta
Mikilvægt er að samræma útlit og upplýsingagjöf á svæðunum.
Í tilllögunum er gert ráð fyrir bílastæðum við Selatanga, við Suðurstrandarveg ofan við Húshólma og vestan við Selöldu. Merkja þarf bílastæðin og aðliggjandi göngustíga að minjasvæðunum. Við aðkomuna að minjasvæðunum sjálfum þurfa að vera upplýsingatöflur með ítarlegri upplýsingum, s.s. v/leiðir og stíga, uppdráttum og áhugaverðum söguskýringum.

Óbrennishómi

Óbrennishólmi – fjárborg eða virki.

Þá þarf að merkja einstakar minjar með minni skiltum eða merkingum þannig að fólki sé ljóst hvaða minjar það er að skoða á hverjum stað. Auk þessa þarf vegvísa við sjávargötuna, t.d. er lagt er af stað frá tilteknum stað og komið er að tilteknum stað. Á þurfa að kom afram vegarlengdir á milli staðanna. Þá þurfa að vera leiðarvísar á einstaka stað, s.s. þar sem hægt er að ganga frá stígnum upp í Óbrennishólma. Ekki er að svo komnu máli gert ráð fyrir sérstakri upplýsingatöflu þar.
Ferðamálasamtök Suðurnesja hefur gert áætlun um merkingar leiða og minjasvæða á Suðurnesjum. Samkvæmt upplýsingum þeirra kostar uppsett upplýsingatafla um 250.000 króna. Grindavíkurbær hefur jafnframt lagt fram drög að skipulegum merkingum á minjum í umdæmi bæjarins. Eins og fram kom í upphafi er mikilvægt að samræma uppsettar merkingar og upplýsingatöflur á Reykjanesskaganum og reyndar helst um land allt.

Fá styrktaraðila

Óbrennishólmi

Í Óbrennishólma.

Leita þarf til styrktaraðila til að fjármagna gerð skilta og jafnvel göngustígagerð. Að fenginni reynslu er mjög líklegt að áhugasamir aðilar; fyrirtæki, stofnanir, félög og aðrir, muni sýna verkefninu áhuga, auk þess hægt ætti aðvera að sækja styrki tilverkefnisins frá sjóðum Ferðamálaráðs, Poskasjóði sem og fleiri hálf-opinberum og opinberum aðilum, auk þess líklegt megi telja að Grindavík myndi leggja einhverja fjármuni til verksins.
Ljóst er að Landgræðsla ríksins er reiðubúin að veita aðstoð og faglega ráðgjöf ef eftir því verður leitað. Án efna gildir slíkt hið sama um aðrar stofnanir samfélagsins, s.s. Fornleifavernd ríksins, Þjóðminjasafn Íslands, Byggðasafn hafnarfjarðar o.fl.

Mikilvægt er að ákveðinn aðili, ef af verður, haldi utan um verkefnið, annist framkvæmd þess og hafi samráð við alla þá hlutaðeigandi aðila er stuðlað geta að framgangi þess, samræmt og lagt til góð ráð eða stuðning. Ferðamálafulltrúi Grindavíkur væri tilvalinn til verksins eða annar, sem bæjarfélagið fengi til þess, í samstarfi við forstöðumann Byggðasafns Hafnarfjarðar.

Vöktun – Eftirlit

Óbrennishólmi

Tóft í Óbrennishólma.

Í lögum er kveðið á um að allir beri í raun ábyrgð á forlleifunum og varðveislu þeirra. Fornleifavernd ríkisins hefur lagalega umboðið varðandi ákvörðunartöku á varðsveislu, rannsóknir, meðhöndlun eða nýtingu minja.
Rétt er að taka undir skilyrði Kristins Magnússonar, fornleifafræðings, Ráða þarf umsjónarmann yfir sumartímann, sem hefði með höndum leiðsögn eftirlit með minjum á svæðinu. Gera þarf áætlun um viðhald og varðveislu þeirra.
Reyndar væri tilvalið að knýja á um að Fornleifavernd ríkisins fengi umbeðið stöðugildi minjavarðar á Reykjanesi. Sá aðili gæti annast framangreint eftirlit með þessum svæðum sem og öðrum á skaganum. Reyndar er líkt orðið löngu tímabært.

Framkvæmdaráætlun

Óbrennisbruni

Forn garður í Óbrennisbruna.

Við tillögugerð þessa hefur það verið haft að leiðarljósi að lágmarka kostnað við gerð aðstöðu, en gera hin merkilegu minjasvæði eftir sem áður sem aðgengilegust almenningi, þó með ákveðin verndunarsjónarmið að markmiði.
Þessar tillögur er auðveldlega hægt að framkvæma í áföngum m.v. hvert svæði fyrir sig eða hvert á fætur öðru.
Lagt er til að þeim verði komið í framkvæmd samhliða lagningu fyrirhugaðs Suðurstrandarvegar og verði lokið áður en umferð verður hleypt á hinn nýja veg, sbr. fyrrnefndar tillögur Magnúsar Kristinssonar, fornleifafræðings.

Lokaorð

ísólfs

Gengið um Selatanga.

Í bók sinni Harðsporar lýsir Ólafur Þorvaldsson, sem manna best þekkti til Krýsuvíkur á síðari árum og hafði skoðað minjarnar og velt fyrir sér mögulegu fyrrum mannlífi í Húshólma og veltir vöngum yfir fyrri athugunum. “Vonandi tekst betur til, þegar þeir menn, sem þeim málum ráða, ganga á landamæri nútíðar og fortíðar í Húshólma, til þess að skera úr og ákveða, eftir þeim gögnum, sem þar kunna fram að koma, aldur og annað, sem máli skiptir, varðandi hina fornu byggð, sem þar hefur áður verið og lengi hefur legið óbætt hjá garði – að sá vettvangsdómur, sem þeir þar upp kveða, megi verða svo skýlaus og ákveðinn, að framtíðin þurfi ekki lengur um það efni að deila. Hér mun verða óvenjulegt efni til úrlausnar.”

Skilyrði fornleifauppgrafta í sumum nágrannalandanna er jafnan þau að í upphafi verði gert ráð fyrir hvernig eigi að lokum að gera almenningi kleift að skoða afraksturinn með aðgengilegum hætti. Má nefna Hjaltland og Orkneyjar sem dæmi. Einföld skýrsla á óskiljanlegu máli er ekki látin duga. Strax í byrjun er gert ráð fyrir að uppgröfturinn skili einhverju nýtanlegu – einhverju upplýsandi. Til þess þarf að gera slíkt svæði bæði aðgengilegt og áhugavert með stígagerð, merkingum og skiltum með helstu niðurstöðum. Með því að byggja upp þannig fyrirkomulag hér á landi myndi sýnileiki sögunnar, tengsl þjóðar við fortíð sína, verða markviss og áhrifin á menntastofnanir og ferðaþjónustuna myndu margfaldast frá því sem verið hefur.

Framangreint er unnið af Ómari Smára Ármannssyni – og er til í aðgengilegu ritgerðarformi, sem hann gaf Grindavíkurbæ – bænum að kostnaðarlausu á sínum tíma…

Heimildir m.a.:
-Bjarni F. Einarsson: Krýsuvík. Fornleifar og umhverfi – Fornleifastofan – 1998.
-Bjarni Einarsson – byggt á grein hans “Minjavernd er umhverfisvernd” á vefslóðinni http://www.mmedia.is/~bjarnif/frame.htm
-Bjarni F. Einarsson: Fornleifaskráning vegna mats á umhverfisáhrifum fyrirhugaðs Suðurstrandarvegar frá Þorlákshöfn að Grindavík. Lokaskýrsla – Reykjavík 2003.
-Bjarni F. Einarsson: Athugasemdir við umsagnir umsagnaraðila v/Suðurstrandarvegar – 2. mars 2001.
-Brynjúlfur Jónsson: Rannsókn í Gullbringusýslu og Árnessýslu sumarið 1902. Árbók hins íslenska fornleifafélags 1903 (bls. 48-50 og myndasíða IX) – Reykjavík 1903.
-Brynjúlfur Jónsson: Tillag til alþýðlegra fornfræða (bls. 101-102). Menningar og fræðasamband alþýðu – 1953.
-Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson: Ferðabók 1752-1757 – Reykjavík 1987.
-Einar Gunnlaugsson: Hraun á Krýsuvíkursvæði. B.S.-ritgerð við verkfræði- og raunvísindadeild Háskóla Íslands, bls. 79 – 1973.
-Gísli Oddsson: Annalium in Islandia Farrago and De Mirabilibus Islandiae,, Islandica 10: 1-84.
-Gísli Sigurðsson: Gönguleiðir út frá Krýsuvík. Landslag og leiðir – útvarpserindi, ódagsett.
-Gísli Þorkelsson: Setbergsannáll. Í: Annálar 1400-1800 (annals Islandici Posteriorum Sæculorum), 4. bindi 1-215 – Reykjavík 1940-’48.
-Gráskinna hin meiri: Tyrkjarán í Krýsuvík, bls. 257.
-Guðrún Gísladóttir: Environmental Characterisation and Change in South-western Iceland, bls. 111-124 – doktorsritgerð 1998.
-Haukur Jóhannesson og Sigmundur Einarsson: Krýsuvíkureldar I. Aldur Ögmundarhrauns og miðaldalagsins. Jökull no. 38, (bls. 71-85) – 1988.
-Jón Vestmann: Sóknarlýsing 1840
-Jónas Hallgrímson: Bréf og dagbækur, bls. 366– Reykjavík 1989.
-Kristinn Magnússon: Suðurstrandarvegur milli Grindarvíkur og Þorlákshafnar. Húshólmi – Garðabæ 23. júlí 2001.
-Krýsuvík: Örnefnalýsing – Örnefnastofnun, ódagsett.
-Landbúnaðarráðherra: Afsal af hluta af Krýsuvíkurlandi til Hafnarfjarðarbæjar – 20. febrúar 1941.
-Menningarminjar í Grindavíkurhreppi: Svæðisskráning, Orri Vésteinsson – 2001.
-Náttúruvernadrráð – Skrá um náttúruminjar á Suðvesturlandi – Tillaga um Ögmundarhraun – 1998.
-Jón Jónsson: Um Ögmundarhraun og aldur þess, bls. 193-197 – Reykjavík 1982.
-Ólafur E. Einarsson: Hamfarir í Húshólma – Morgunblaðið 4. september 1989.
-Ólafur E. Einarsson: Höfuðbólið Krýsuvík og fjórtán hjáleigur þess – Lesbók Mbl. 7. mars 1987.
-Ólafur Olavíus: Ferðabók 1775-1777 – Reykjavík 1965
-Ólafur Þorvaldsson: Krýsuvíkurkirkja að fornu og nýju – Alþýðublað Hafnarfjarðar, jólablað 1961.
-Ólafur Þorvaldsson: Harðsporar, bls. 115-120 – Reykjavík 1951.
-Reglugerðð um þjóðminjavörslu: 23. gr. – 1998.
-Stefán Stefánsson: Krýsuvík og Krýsuvíkurland, fyrri hluti – Sunnudagsblað Timans 25. júní 1967.
-Stefán Stefánsson: Krýsuvík og Krýsuvíkurland, seinni hluti – Sunnudagsblað Tímans 2. júlí 1967.
-Sveinn Pálsson: Ferðabók, dagbækur og ritgerðir 1791-1797, bls. 659-660 – Reykjavík 1983.
-Sveinbjörn Rafnsson: Frásögur um fornaldarleifar 1817-1823. Fyrri hluti (bls. 227). Stofnun Árna Magnússonar – Reykjavík 1983.
-Sveinbjörn Rafnsson: Um aldur Ögmundarhrauns. Eldur í norðri. Afmælisrit helgað Sigurði Þórarinssyni sjötugum 8. janúar 1982 (bls. 415-424) – Sögufélag, Reykjavík 1982.
-Tómas Tómasson: Eldsumbrot á Reykjanesi, Faxi 8, 3. tbl, bls. 10, 4. tbl. bls. 6-7 og 5. tbl. bls. 3-4 – 1982.
-Vegagerð ríkisins: Suðurstrandarvegur. Mat á umhverfisáhrifum – 2001.
-Þorleifur Einarsson: Jarðfræði Reykjavíkur og nágrennis – Reykjavík 1974.
-Þorvaldur Thoroddsen: Ferðabók 1883, bls. 180 – Reykjavík 1925.
-Þjóðminjalög: 11. grein – 2001

Aðrar heimildir:
-http://www.nat.is/travelguide/ahugav_st_ogmundarhraun.htm
-http://www.fornleifavernd

Stoðhola

Þjófagjá

Gengið var á Þorbjarnarfell ofan við Grindavík. Hæst er fellið 243 m.y.s. skv. upplýsingum Landmælinga Íslands (EE).

Þorbjarnarfell

Þorbjarnarfell – örnefni og gönguleiðir (ÓSÁ)

Þorbjarnarfell, eða Þorbjörn eins og fellið er jafnan nefnt, er allsérstakt í tvennum skilningi. Bæði er það með eldri fjöllum á Reykjanesskaganum, að hluta a.m.k., því það virðist að einhverju leyti vera frá fyrra ísaldarskeiði, en jafnframt því síðara. Það er því að nokkru leyti eldra en t.d. Fagradalsjall, sem er um tíu þúsund ára gamalt. Þá gengur misgengi þvert á fellið, frá suðri til norðurs, skáhallt á landsrekssprungurnar, sem annars eru áberandi á skaganum. Þorbjörninn er úr bólstrabergi, líkt og Stapafellið.

Þorbjörninn býður upp á ýmsar uppgönguleiðir; veginn austan í fellinu, stíg upp frá Baðsvöllum að norðanverðu, Gyltustíginn að suðvestanverðu og síðan upp hlíðar þess neðan Þjófagjár, svo til fyrir því miðju að sunnanverðu.

Þjófagjá

Í Þjófagjá.

Að þessu sinni var gengið á ská til vesturs upp sunnanvert fellið, með stefnu á Þjófagjá. Þjóðsaga tengist gjánni, en í henni segir að „skammt fyrir ofan byggðina í Grindavík er fjall, sem heitir Þorbjarnarfell, – oftast nefnt Þorbjörn. Í toppi þess er hamragjá, sem heitir Þjófagjá.
Er svo sagt, að þar hafi einu sinni hafst við fimmtán þjófar, sem lögðust á fé Grindvíkinga. Eigi sáu byggðarmenn færi á að vinna þá fyrr, en bóndason frá Hópi tókst á hendur að svíkja þá. Hann fór til þeirra, sór þeim trúnaðareið og var með þeim um hríð. Hann varð þess vís, að þeir fóru hvern laugardag í bað í laug þeirri, sem er á Baðsvöllum norðan undir fjallinu.

Einn gætti klæða þeirra, meðan þeir voru í baðinu, og gerðu þeir það til skiptis. Svo kom, að þeir trúðu bóndasyni fyrir að geyma föt sín. Þá sneri hann um annarri skyrtuerminni og annarri brókarskálminni hjá þeim öllum og hljóp síðan, sem fætur toguðu, til bæja.

Þjófagjá

Í Þjófagjá.

Það fór eins og hann ætlaðist til; þjófunum varð tafsamt að komast í föt sín, og ekki fóru þeir nema í nærklæðin og eltu hann síðan, en náðu honum ekki. Urðu þeir mjög sárfættir í grjótinu.
Nú þustu byggðarmenn að þeim, og gátu þeir ekki komist undan. Voru þeir allir teknir höndum og hengdir þar, sem síðan heita Gálgaklettar. Bóndasonurinn varð ólánsmaður, en eigi er getið, hvað fyrir hann kom.“
Frá suðurenda Þjófagjár er fallegt útsýni yfir byggðalagið. Haldið var upp einstigi í gjánni og hún skoðuð í leiðinni. Á einstaka stað eru fallegar hraunmyndanir sem og kynjamyndir.
Þegar komið var upp úr gjánni var haldið niður í gíginn í því miðju. Í honum eru leifar eftir hernámsliðið, braggabrak, götur, hleðslur og einmana arinn stendur þar enn sem tákn um það sem var.
Af Þorbjarnarfelli er ágætt útsýni yfir Baðsvellina þar sem þjófarnir áttu að hafa farið til baða fyrrum með hinum afdrifaríkum afleiðingum. Þá er og þaðan ágætt útsýni yfir að Gálgaklettum undir Hagafelli þar sem þjófanir eiga að hafa endað ævi sína hangandi milli klettanna í ófrjálsu falli.

Heimildir m.a.:
-Huld I, bls. 60-61.

Þjófagjá

Í Þjófagjá.

Sæskrímsli

Á landakortum fyrri alda má oft á tíðum sjá, auk landa og örnefna, hinar ýmsu kynjaskepnur hafsins. Landakönnuðir og kortagerðamenn, sem vildu láta taka sig alvarlega, skráðu það eitt er þeir sjálfir sáu eða fengu staðfest eftir áreiðanlegustu heimildum. Af því að dæma ættu kynjaskepnurnar að hafa verið til á þeim tímum, þótt ekki hafi alltaf tekist fullkomlega að teikna þær af ítrustu nákvæmni, þ.e. hvað varðar lögun og lit. Stærðina höfðu menn þó jafnan á hreinu og voru ekkert að draga úr henni svo neinu næmi.
SkrímsliOftar en ekki brá skepnunum einungis fyrir stutta stund og yfirleitt við verstu aðstæður, s.s. í myrkri, brábrimi eða þegar einhver var í sjávarháska. Vitað er, ef tekið er mið af steingervingum, sem fundist hafa, að til voru forsögulegar skepnur, bæði í sjó og á landi, er voru ægilegri og með annað svipmót en nú þekkist og miklu mun stærri, lengri og hærri. Margar frásagnir eru til af skrímslum hér á landi og enn eru að finnast kvikindi, sem talið hefur verið að ættu að vera útdauð fyrir löngu. Þannig fannst t.d. fyrir skömmu 33 feta „útdauður“ sæormur við strönd Kaliforníu.

Merki Grindavíkur er Hafur; skírskotun til hafsins? Grindvíkingar hafa af og til talið sig hafa séð ýmislegt í sjóum og í gjám, sem erfitt hefur reynst að útskýra sem eðlilegan hlut. Einn sagði m.a. frá ferð í hina vatnsmiklu Grænubergsgjá ofan við Staðarhverfi. Hafði hann frétt af því að álar gengu upp í gjána og ætlaði hann að reyna að ná í nokkur stykki. Þegar íbúinn hafði komið sér fyrir eftir að hafa klifrað niður að vatnsfletinum rýndi hann niður í spegiltært undirdjúpið. Eftir að hafa setið á hækjum sínum stutta stund virtist sem „lítill“ áll nálgaðist yfirborðið hægt og rólega. Teygði maðurinn sig þá fram og gerði sig tilbúinn að grípa fiskinn þegar hann kæmi nær, en honum hætti hins vegar að lítast á blikuna þegar „litli“ állinn stækkaði óðfluga eftir því sem hann nálgaðist meira. Undir það síðasta sá maðurinn sitt óvænna, reis upp og ákvað að koma sér upp úr gjánni hið skjótasta – því ef héldi fram sem horfði myndi hún hvorki rúma bæði hann og aðkomudýrið, svo fljótt stækkaði dýrið í tíma og rúmi er það nálgaðist. Manninum varð svo mikið um að hann leit ekki aftur fyrir sig fyrr en hann hafði staðnæmst í Grindavík.

Þekkt er sú sögn í Grindavík að börn mættu ekki koma nálægt Silfru því í gjánni væri skrímsli er gæti tekið þau til sín. Fæstir höfðu séð skrímsli þetta því langflestir þorðu ekki að nálgast staðinn fyrir sitt litla líf. Þó voru til vansvefta Grindvíkingar sem höfðu það augum litið að næturlagi. Einn, sem ekki vildi láta nafn sitt getið, lýsti því svo: „Þetta er ægilegt skrímsli, dökkgrænt og ekki ólíkt krókudíl. Ég sá bara hausinn, en það var líka alveg nóg. Sennilega hef ég bara verið heppinn að sleppa lifandi frá óberminu. Við horfðumst á um stund og þá voru ekki nema u.þ.b. 5 metrar á millum.“
Sú trú hefur löngum verið meðal íbúa Grindavíkur, a.m.k. þeirra elstu, að sæskrímsli leiti upp í brunna og gjár ofan við Grindavík sér til hvíldar – enda nóg af hvorutveggja. Eitt skrímslið sást einu sinni sóla sig á jónsmessunótt á barmi Bjarnagjár, öðru (gæti þó verið það sama) brá fyrir í Hrafnagjá nokkrum árum seinna og nokkrir hafa talið sig sjá langmjótt trýni gæjast upp úr Gerðavallabrunnum af og til, einkum að kvöldlagi eða snemma morguns. Guðjón í Vík hefur bæði séð kvikindi bregða fyrir í Dalnum og í Vatnsstæðinu. Hefur það m.a. sést flatmaga á grasbakkanum innst í Nautagjá, sem þá var hvað næst byggðinni. Grindavíkurprestur, sem heyrði þá frásögn, bað viðkomandi lengstra orða að minnast ekki á atvikin því þau „gætu komið róti á sóknarbörnin“.
Allir geta verið sammála um að ekki hafa allir kimar hafsins og gjánna verið kannaðir og reyndar mjög fáir. Það ætti því, eðli málsins samkvæmt, að ve
ra erfitt að fullyrða að hvergi kunni að leynast dýr, sem „ekki eru til“. Hafmeyjar eru t.d. ekki óþekktar meðal grindvískra sjómanna (sjá t.d. um hafmeyna í Grindavík HÉR). Og hafgúur, sbr. eftirfarandi frásögn: „Svo hefur sagt Pétur Eyjólfsson skipari, að eitt sinn, er hann sigldi skútu sinni sunnan fyrir Eldeyjar og vestur á Jökuldjúp á Faxaflóa, sá einn háseta mannshöfuð ofan um brjóst standa úr sjó upp. Sá sagði, er hann sá þetta: „Hver djöfullinn er að tarna?” Pétur hljóp undan stýrinu og setti annan undir og bað að stýra hjá sýn þessari, en eigi á hana. Sagði hann svo, að andlit þetta væri sem stór altunnubotn með rauðgulu hári hrokknu. Eigi sáust hendur, nema líkt handleggjum til olnboga, en brjóst afarmikil. Sýndist honum sem holdslitur á vera. Sá hann og til alls andlitsskapnaðar, en allt ógurlega stórvaxið. En þá er Pétur var sigldur eigi alllangt umfram, seig skrímsl þetta allhóglega í sjó. Ætlaði Pétur það margýgi (hafgúu) verið hafa. Eigi heyrðu þeir neitt í henni láta, en líkast, að hún sneri sér við að gæta þeirra.“
„Árið 1590 kom út nýtt viðlagabindi, Additamentum IV, við kortasafn hollenska kortagerðarmannsins Abrahams Orteliusar, Theatrum orbis terrarum. Í því er kort af Íslandi. Höfundar er hvergi getið en tekið er fram að það sé stungið í eir 1585. Á kortinu er líka að finna tileinkun til Friðriks II Danakonungs frá Anders Sørensen Vedel (Andreas Velleius), hinum kunna sagnaritara Dana. Það er fyrir löngu orðið ljóst að Vedel er ekki höfundur kortsins og hefur ekki getað gert það. Kortið er það mikið tímamótaverk miðað við fyrri kort, þ. m. t. Norðurlandakort Orteliusar sjálfs frá 1570, að það má telja vafasamt að það sé gert eftir fyrirmynd erlends manns. Hér er ekki öðrum til að dreifa en Íslendingi og berast þá böndin fljótt að manni þeim er fjöllærðastur var allra landsmanna, Guðbrandi Þorlákssyni biskupi á Hólum. Guðbrandur var hneigður til stærðfræði og hann átti bækur helstu stærð-, landfræðinga og kortagerðarmanna. Hann mældi hnattstöðu Hóla og fékk mjög nákvæma útkomu. Til er kort eftir hann af Norður-Atlantshafi og löndum umhverfis það frá árinu 1606. Íslandskort Guðbrands er ekki lengur til og ekki er vitað hvenær hann gerði það. Til er listi yfir kirkjur og firði sem hann virðist hafa notað við gerð þess. Ekki er heldur vitað með vissu með hverjum hætti kortið barst Orteliusi í hendur. Leitt hefur verið getu
m að því að hann hafi fengið það frá Vedel sem vann um þessar mundir að sögu Danaveldis, sem kom aldrei út, en með henni áttu að fylgja kort af ríkinu. Allt er ókunnugt um samband Guðbrands biskups og Vedels en líklegast er að Vedel hafi snúið sér beint til hans þegar kom að því að fá kort af Íslandi í hina fyrirhuguðu bók. Í lesmáli aftan á kortinu ber Ortelius Vedel fyrir ýmsu af því sem hann segir af landinu og hann talar um Vedel sem höfund kortsins. Þetta bendir til þess að eitthvað samband hafi verið á milli þeirra. Ortelius hefur eflaust ekki fengið frumkort Guðbrands frá Vedel og því ekki vitað að hann var höfundurinn. Þó að Íslandskort Orteliusar væri lengi vel eignað Vedel vissu þó sumir að hann var ekki höfundur þess. Finnur Jónsson biskup eignar Guðbrandi kortið án allra athugasemda í kirkjusögu sinni og danski sagnaritarinn Lyschander, samtímamaður Vedels, segir beinlínis að það sé eftir Guðbrand.

Kort Orteliusar er prentað í opnu arkarbroti en á baki er lýsing landsins á hinum ýmsu tungumálum sem kortasafnið var prentað á áður en yfir lauk. Talið er að Ortelius sé höfundur þessa lesmáls en mikið af því sem þar kemur fram er ættað frá Vedel og í síðari útgáfum var ýmsu bætt við m. a. úr Brevis commentarius eftir Arngrím Jónsson lærða sem kom út á þessum tíma.
Umhverfis landið svamlar mikill fjöldi hvala og ófreskja. Þau eru, ásamt rekavið, hafísum og ísbjörnum, merkt bókstöfunum A-Q sem vísa til skýringa á bakhlið kortsins. Ekki er vitað hvort eitthvað af þessum furðudýrum var á frumkorti Guðbrands eða hvort þau voru viðbætur Vedels og Orteliusar. Ýmis skrímsli á kortinu virðast eiga til einhvers skyldleika að telja við ófreskjurnar á Norðurlandakorti Olaus Magnus frá 1539 og í Kosmógrafíu Sebastians Münsters frá 1544. Íslensk nöfn nokkurra hvalategunda gætu þó bent til þess að einhver slíkur fróðleikur hafi fylgt kortinu frá biskupi þó að endanlega gerð sína hafi þau líklega fengið hjá þeim sem bjuggu kortið prentunar og gerðu myndamótið.
Ef litið er á landið í heild eins og það kemur fyrir á kortinu kemur brátt í ljós að lögun þess er fjarri því að vera rétt ef miðað er við nýjustu kort gerð með fullkomnustu tækjum. Landið er allt dregið of skörpum og beinum línum. Það vekur athygli hve mikið fer fyrir fjörðum, flóum og skögum í hlutfalli við aðra stærð landsins. Eflaust stafar þetta af því að strandlengjan var mönnum miklu kunnari en þeir hlutar er innar lágu. Stefnur fjalla og fljóta eru aðeins réttar í meginatriðum og upptök hinna meiri vatnsfalla eru biskupi flest ókunn. Hálendi er víðast hvar dregið af handahófi og þegar kemur að miðhálendinu er eins og allt fari úr böndunum hjá Guðbrandi og sýnir það ljóslega hve þessar slóðir voru mönnum ókunnar. Það sést best á því að Vatnajökull er ekki á kortinu og verður það teljast furðulegt því flestir hinna meiri háttar jöklanna eru sýndir. Vegna þess hve kortið gerir hálendinu lítil skil verður landið talsvert mjórra en efni standa til og of langt miðað við breiddina. Landið er látið spanna 23 lengdargráður sem er meira en helmingsaukning frá réttu lagi.
Kort Guðbrands biskups Þorlákssonar í gerð Orteliusar birtist síðan í útgáfum á kortasafni hans á hinum ýmsu tungumálum fram til ársins 1612. Langflest eintök af Íslandskorti Guðbrands sem þekkjast eru þannig til komin að bóksalar hafa rifið kortasafnið í sundur og boðið hvert kort fyrir sig til sölu. Mörg eintök af því hafa verið litskreytt.“
Frásögn af skrímsli í Kelifarvatni má sjá HÉR.

Heimild:
-http://kort.bok.hi.is

Þórkötlustaðanes

Af einhverri óútskýrðri ástæðu hafa einhverjir haldið að vitinn á Þórkötlustaðanesi bæri nafnið „Hópsnesviti„.  Að vísu komst sú nafngift inn í eina lýsingu, en hún sem slík breytir ekki nafninu og landfræðilegri staðsetningu vitans. Nafnabrengl þessi eru þó að hluta til skiljanleg því af Þórkötlungum hefur vitinn jafnan verið nefndur „Nesviti“, þ.e. stytting úr Þórkötlustaðanesviti. Járngerðingar hafa hins vegar haft vitann fyrir augunum yfir Hópsnesið, en svo nefnist vestanvert Þórkötlustaðanesið.
Þórkötlustaðanesviti - mörkin (rauð lína)Viti þessi var byggður árið 1928 úr steinsteypu. Verkfræðingurinn Benedikt Jónasson hannaði vitann, en ljóshæð hans yfir sjávarmáli er 16 metrar. Vitahæðin sjálf er 8,7 metrar. Þórkötlustaðanesviti var löngum keyrður með ljósavél, en hann var rafvæddur árið 1961.
Í örnefnalýsingu fyrir Þórkötlustaði segir: „En í vesturenda [] eru merkin móti Hrauni og í Melhól, sem er þar vestur af. En aftur á móti er niðri í nesinu, á merkjum móti Hópi, svonefnt Markalón.“ Lón þetta er u.þ.b. 60 metra vestan við línu frá vitanum. Í annarri örnefnalýsingu fyrir Þórkötlustaði segir: „Þar beint niður undan í flæðarmálinu er stór steinn. Hann heitir Markasteinn og skilur hann lönd Þórkötlustaða og Hóps. Í hann eru klöppuð tákn L.M. um landamerki.“
Í örnefnalýsingu fyrir Hóp segir: „Þorkötlustaðanes hefur fyrr verið nefnt. Það er allmikið nes, er gengur hér fram í sjó. Vesturhluti þess tilheyrir Hópi. Nokkuð framarlega í nesinu á merkjum er lón, sem heitir Markalón. Þar við er klöpp, sem er á merkjum.“
ÞórkötlustaðanesvitiHvernig gæti nokkrum manni, að framansögðu að dæma, dottið í hug að nefna vita eftir nábýlisjörð á annarra manna landi? Slíkt myndi hæglega geta valdið misskilningi á merkjum og jafnvel missi lands, sem forfeður vorir hafa hingað til verið fastheldnir á af sögnum að dæma. Rekinn á Nesinu hefur löngum verið ágreiningsefni og því varla hafa menn viljað gefa hið minnsta tilefni til að ætla mönnum annað, en þeir áttu nákvæmlega tilkall til hér fyrrum.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Þórkötlustaði, I og II.
-Örnefnalýsing fyrir Hóp.

Þórkötlustaðanesviti handan við Járngerðarstaðasund

Örn Arnarson skáld lýsir Þorbjarnarfelli í ljóði sínu Grindvíkingur:
Thorbjorn-229„Við skulum yfir landið líta,
liðnum árum gleyma um stund,
láta spurul unglingsaugu aftur skoða strönd og sund.
Sjá má enn í Festarfjalli furðuheima dyragátt.
Þorbjörn klofnu höfði hreykja himin við í norðurátt“.

Heimild:
Jón Böðvarsson, 1988:128

Þorbjarnarfell

Þorbjarnarfell.

 

Krýsuvíkurkirkja

Gengið var um svæðið í kringum Krýsuvíkurkirkju og tóftir bæjanna Snorrakots, Norðurkots, Lækjar, Suðurkots og Hnausa skoðaðar. Krýsuvíkurkirkja á sér langa sögu. Athyglinni var því einkum beint að kirkjunni að þessu sinni, sögu hennar að fornu og nýju. Til hliðsjónar var lýsing Ólafs Þorvaldssonar er hann ritaði í jólablað Alþýðublaðs Hafnarfjarðar árið 1961. Í henni segir hann m.a.

Ólafur Þorvaldsson

Ólafur Þorvaldsson.

“Eftir öllum líkum mun óhætt að segja, að kirkja hafi verið í Krýsuvík í átta til níu aldir. Ég held, að sögu Krýsuvíkurkirkju sé þannig farið, að erfitt sé að rekja hana, í það minnsta fyrstu aldirnar, svo öruggt samhengi fáist. Ég held, að margur myndi hnjóta um það spursmál, hvar fyrsta kirkja Krýsuvíkur hafi verið reist, hvenær, og hver hana lét gera. Við þessum spurningum höfum við hvergi getað fengið fullnægjandi svar.
Í Landnámabók Ara Þorgilssonar segir svo: “Þórir haustmyrkur nam Selvog og Krýsuvík.” Einar Arnórsson prófessor telur líklegt, að Þórir haustmyrkur hafi komið nokkuð seint út. Fyrir þessu færir hann þau helst rökum að “Súgandi”, þriðji maður frá Þóri, ætti að vera uppi um 1000.
Landnám Þóris er því að nokkru í Gullbringusýslu, en sýslumörkin telja, að kirkjan hafi ekki löngu eftir kristnitöku verið byggð í Krýsuvík. Yfir hinu mun hvíla algjör óvissa, svo sem fyrr er á minnst, hvar og af hverjum sú kirkja var byggð.
Elsta heimild, sem mér er kunn um kirkju í Krýsuvík er, að um 1200 er hennar getið í kirknaskrá Páls biskups. Kirkjan er talin Maríukirkja, og á heimaland allt, ásamt Herdísarvík og níu mæla lands á Þorkötlustöðum, auk ítaka.
Eftir það er Krýsuvíkurkirkju getið í ýmsum máldögum allt fram undir 1600. Flestir máldagarnir fjalla um eignir kirkjunnar fastar og lausar, ítök o.fl., og ber víðast fátt á milli, utan þá orðalag. Á tíma þeim, sem máldagarnir ná yfir, hefur lausafé kirkjunnar ekki ávallt verið það sama, munir gengið úr sér, og stundum aðrir komið í þeirra stað, lifandi peningi fækkað, þar til horfinn var með öllu, og segja má, að svo hafi farið um flesta muni kirkjunnar.

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja.

Allt bendir til, að Krýsuvíkurkirkja hafi aldrei rík verið af lausafé. Hitt mun helur mega telja, að fram eftir öldum hafi hún eftir öllum bréfum að dæma mátt teljast allveg á vegi stödd í föstum eignum, þar sem hún hefur átt allt land sóknarinnar, byggt og óbyggt, og meira þó, það er hún átti einnig Herdísarvíkina, bestu verstöð í Selvogi, landríka vildisjörð, og lágu lönd saman. Auk þessa ýmis ítök.
Hitt er ljóst, bæði af íslenskum heimildum svo og ferðabókum erlendra, sem um landið reistu og til Krýsuvíkur fóru, flestir til athugunar jarðhita og brennisteini, að meðal sóknarmanna hafi þar oftar ríkt fátækt en auður, jafnvel svo, að til landauðnar dró á tímabili. Ég skal nefna hér eitt dæmi þessu til stuðnings. Árið 1553-’54 telur Marteinn biskup “kirkju þar góða, – en enginn bær er þá í sókninni”. Eitthvað hefur þetta ömurlega hlutskipti þess byggðarlags varðað, því að með bréfi 27. sept. 1563 leggur Páll Stígsson hirðstjóri, í samráði við Gísla Jónsson biskup í Skálholti, niður sóknarkirkju í Krýsuvík, og leggist hún og eitt kot “sem þar er hjá”, til Strandarkirkju í Selvogi. Þó skal í Krýsuvík standa lítið húskorn, Guðs vegna og þess heimilisfólks, sem þar kann að vera sjúkt eða gamalt. “Og herra Gísli skyldi nokkur kúgildi til leggja, svo að Guðs orðs þénari mætti þar hvíld nætursakir hafa, þá hann þar kæmi eða þyrfti þar að koma guðlegrar hjarðar að vitja.”
Krýsuvíkurkirkja virðist þó standa eftir sem áður. Árni Magnússon telur hana útkirkju frá Strönd. Svo er og í kirkjuskrá 1748, og enn í prestakallaskipunarlögum frá 1880.

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja.

Með prestakallalögum 1907 er Krýsuvíkursókn lögð ti Staðarprestakalls í Grindavík. Loks er með stjórnarráðsbréfi 21. október 1929 Krýsuvíkurkirkja lögð niður og sóknin sameinuð Grindavík (Stjt. 1929 B. 305).
Með þessari síðustu ráðstöfun mætti ætla, að lokið væri sögu Krýsuvíkurkirkju hinnar fornu. Þó má segja enn sem fyrr, að kirkjan stendur eftir sem áður, – en mennirnir viðurkenna hana ekki lengur. – Ég fæ ekki betur séð en við þetta yfirgefna hús, sem einu sinni var guði vígt, hafi komið fram hinn sami “huldi verndarkraftur”, sem Jónas kveður um í Gunnarshólma, um “hólmann, þar sem Gunnar sneri aftur”, og forðaði því frá að afmást með öllu, svo enginn sæi þess lengur stað.
Það má segja, að frá 1563-1929 hafi Krýsuvíkurkirkjusókn verið í útlegð, eða í 366 ár. Í 344 ár var hún á vist hjá Strandarkirkju í Árnessýslu og í tuttugu og tvö ár hjá Staðarkirkju í Grindavík, þ.e. frá 1907-1929. Það ár er kirkja lögð niður í Krýsuvík. Eftir það eiga Krýsvíkingar kirkjusókn til Grindavíkur. Löng kirkjugata það.

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja.

Árið 1929, þegar kirkjan var lögð niður, eru þrjár fjölskyldur í sókninni, ein mannmörg, tvær miðlungi stórar. Þá mun hafa verið búið að ákveða vegarlagningu um Krýsuvík, ef hún hefur ekki þegar verið hafin.
Og vegurinn kom. Með veginum kom fólkið og nokkrar framkvæmdir, þótt eitthvað af þeim hafi farið nokkuð á annan veg en skyldi, – en þetta kemur í hendi, sagði karlinn.
Svo fóru gömlu Krýsvíkingarnir alfarnir. Flestir fóru þeir eftir hinum aldagömlu slóðum, sem þeir höfðu farið margir alla ævina, aðrir skemur. Svo kom nýtt fólk eftir nýja veginum, sumir til búsetu, aðrir sem farfuglar. Það var því enn komið fólk í hina fornu Krýsuvíkursókn, – en “kirkja fyrirfinnst engin á staðnum”.
Eftir að síðasti ábúandinn var fluttur veikur burt frá Krýsuvík og átti þangað ekki afturkvæmt, var lokið allri umhirðu um hina fornu kirkju, er hann hafði búið í mörg síðustu árin þar. Það beið heldur ekki lengi, þar til þar fyrirfannst hvorki gluggi né hurð. Hurðarleysið kom sér líka betur fyrir þá hjörð, sem þá tók að sækja þetta forna guðshús. Þar inni fann skjól í hrakviðrum fjöldi nautgripa og hesta, er þarna voru til hagagöngu á sumrin.
Flestir, sem þarna voru kunnugir, töldu víst, að um þetta forna, vanhirta hús færi þá og þá sömu leiðina sem önnur hús staðarins, það hryndi í rúst eða fyki burt. Nei, hin forna, yfirgefna kirkja fauk hvorki né hrundi. Hún stóð af sér öll stórvirði og alla “hverakippi”.

Magnús Ólafsson

Magnús Ólafsson.

Hún bara beið, beið eftir sveini, er leysti hana úr böndum. Og sveinninn kom. Fyrir hans tilverknað stendur í dag á hlaði hinnar fornu stórjarðar fegurra hús en þar hefur áður staðið og bíður þess að vígjast í kirkju eða kapellu Krýsuvíkursóknar.
Vonandi bíður þess húss aldrei önnur eins niðurlæging sem hinnar síðustu kirkju staðarins.
Þessi síðasta Krýsuvíkurkirkja, sem hér um ræðir, mun að öllum líkindum vera fyrsta kirkja þar, er byggð var úr timbri einu saman. Þessi kirkja var byggð 1857. Síðan er henni getið í mörgum prófastavisitasíum og ávallt nefnd “timburhús”. Í biskupsvísitasíu árið 1875 er Krýsuvíkurkirkju lýst allnákvæmlega. Þar kvartar biskup yfir, að ekki hafi þá verið gert við galla þá, sem á kirkjunni hafi verið við síðustu vísitasíu hans. Sér í lagi er það ytri klæðning á þaki, sem sé orðin léleg og þurfi endurnýjunar við. Telja má fullvíst að aðalsmiður hafi verið Beinteinn Stefánsson bóndi að Arnarfelli í Krýsuvík, og má heita skemmtileg tilviljun, að dóttursonur hans var til þess að gera nú upp hina gömlu kirkju af nákvæmni og hagleik, sem þeim frændum hefur báðum verið í blóð borinn.”
Staldrað var við hjá leiði Sveins Björnssonar, málara og yfirlögregluþjóns í Hafnarfirði, en hann var síðastur grafinn í kirkjugarðinum í Krýsuvík.

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja.

Brennisteinsfjöll
Gengið var upp með suðurjaðri Hvammahrauns (Hvannahrauns) frá Gullbringu austan Kleifarvatns með stefnu á Vörufell (534 m.ys.). Ætlunin var að skoða hina formfögru gíga Vörufellsborga og halda síðan upp að Eldborg (570 m.y.s.) í Brennisteinsfjöllum, drottningu glepragíganna á Reykjanesskaganum. Miklar hrauntraðir, margir gígar og væntanlega allnokkur forvitnileg jarðop vörðu leiðina, en glöddu augað.
Orkufyrirtæki hafa haft ágirnd á Brennisteinsfjöllum. Ekki síst þess vegna var ákveðið að gaumgæfa það með hliðsjón af öðrum mögulegum verðmætum – og jafnvel meiri – til lengri tíma litið. Göngusvæðið er allt innan umdæmis Grindavíkur.
Hraunið norðan Gullbringu heitir Hvammahraun og er sagt kennt við hvammana sem eru í kring þar sem það fellur niður sunnanverða Vatnshlíð og út í vatnið. Þessi hraunstraumur er annar af meginstraumum sem hafa komið hafa úr mikilli gígaröð í Brennisteinsfjallaeldstöðinni til vesturs. Hluti hraunstraumsins rann til norðurs, m.a. niður í Fagradal. Hinn straumurinn féll niður í Herdísarvík, til suðausturs. Hins vegar, ef grannt er skoðað,má sjá fleira en eitt hraun í Hvömmunum. Þegar gengið var niður frá Eldborg má sjá stóran gíg. Úr honum hefur komið þunnfljótandi hraunkvika og runnið niður hlíðarnar. Það helluhraun hefur greinilega fallið niður syðst í Vatnshlíðinni og er undir hrauni því sem jafnan er nefnt Hvammahraun. Það er því eldra. Hvammahraunið hefur hins vegar komið úr gígunum vestan við Kistufell.
Gengið var upp með Gullbringu með hraunkantinum, inn á gömlu þjóðleiðina ofan hrauns (Dalaleiðin), upp gróinn sneiðing í brekkunni norðan Gullbringu og áfram upp með Brúnunum. Þar er stórt jarðfall, alveg við götuna. Niðri í því er Gullbringuhellir. Hann hefur m.a. verið notaður sem skjól því í hellinum er hlaðið undir bæli undir vegg. Ofar er annað op á hellinum. Rásin er sú sama. Þar í rás er rúmgóður hellir, a.m.k. 150 m langur.
Haldið var áfram upp með hraunjaðrinum, upp undir svonefndar Bringur, sem sumir hafa viljað meina að heiti Gullbringa. Nafnið sé komið af því að á kvöldin þegar sólin er að setjast á bak við Miðdegisnúk á Sveifluhálsi slái gullleitum bjarma á hlíðina alla. Það vita reyndar þeir sem séð hafa. Hinir, sem verið hafa á Bringunum þegar morgunsólin kemur upp sjá hins vegar gylltum bjarma slá á Gullbringu (þá neðri).
Beygt var til hægri upp úr hvömmunum og stefnan tekin á Vörðufell. Haldið var yfir í hrauntröð mikla er kemur úr eldborg norðvestan Vörðufells. Þá var gengið á hina breiðu og reglulega formuðu eldborg norðan Vörðufells. Kvikan úr henni hefur að mestu unnið niður í Herdísarvíkurhraun við Lyngskjöld.
Norðan eldborganna er Eldborg í Brennisteinsfjöllum. Hún er fremur lítil, en stendur hátt. Þegar staðið er uppi á henni má sjá svo til um allan Reykjanesskagann. Sást vel yfir að Hvirfli, Grindarskarðshnjúkum og Syðstubollum í norðri, Æsubúðum í suðri og yfir Sveifluhálsinn, Núpshlíðarhálsinn, Keilir, Fagradalsfjall, Þórðafell og Súlur í vestri. Gígaröðin liggur til NA norðan hennar og SV sunnan hennar. Áður en komið var að Eldborginni sást rjúpa þjóta hjá – og hvítur refur í loftköstum á eftir. Hann var svo upptekinn við veiðarnar að honum yfirsást mannfólkið.
Vestan Eldborgar er enn ein eldborgin, sem fyrr sagði. Þar er stærsti gígurinn og sá þeirra sem framleitt hefur mesta þunnfljótandi kvikuna er rann að mestur til vesturs, niður hlíðarnar.
Að þessu sinni var ekki gengið um Kistufell og niður í Brennisteinsnámurnar, enda gert ráð fyrir að um það svæði verði gengið í annarri ferð n.k. vor þegar skimað verður eftir „götunum djúpu“ norðvestan Kistufells (fundust í einni FERLIRsferðinni, ca. 10-15 m djúp).
Tiltölulega fáir þekkja til Brennisteinsfjalla en þau eru í næsta nágrenni við höfuðborgina, í Reykjanesfólkvangi sem er náttúruperla við bæjardyr borgarinnar. Þar eiga Grindvíkingar og aðrir íbúar höfuðborgarsvæðisins og næsta nágrennis athvarf til að stunda útivist og njóta náttúrunnar á svæði, sem nýtur verndar.
Orkustofnun hefur skoðað Brennisteinsfjöll m.t.t. háhitaöflunar. Í umsögn stofnunarinnar segir að „Brennisteinsfjallasvæðið er fremur lítið og afmarkað“ með hliðsjón af því. Á vefsíðu stofnunarinnar segir m.a. um svæðið:
„Jarðhitasvæðið í Brennisteinsfjöllum liggur í 400–500 m hæð yfir sjó. Virkur jarðhiti kemur fram sem gufur í um 450 m hæð, en köld ummyndun er á fjórum stöðum og vitnar um meiri virkni á fyrri tíð. Jarðhiti á yfirborði er óverulegur og miðað við útbreiðslu jarðhita og ummyndunar er svæðið um 3 km2. Viðnámsmælingar benda til þess að svæðið sé um 18 km2 á 700 m dýpi undir sjávarmáli, um 1200 m undir yfirborði þar sem jarðhita verður vart. Háhitasvæðið í Brennisteinsfjöllum liggur í samnefndri sprungurein og hefur gosið þar a.m.k. 30–40 sinnum eftir að ísöld lauk. Brotalínur eru ungar á svæðinu frá sjó og norður á Mosfellsheiði og verða oft jarðskjálftar á um 5 km breiðu og um 40 km löngu belti.
Jarðskjálftar í Brennisteinsfjöllum geta orðið nokkuð stórir. Megingerð jarðlaga er móberg, og þar sem gosstöðvar hafa náð upp úr jökli hafa runnið hraun og myndast stapar eða hraunahryggir. Allar bergmyndanir eru basalt og ekkert súrt eða ísúrt berg hefur fundist á yfirborði.“ Með umfjölluninni fylgja yfirlitsmyndir, sem sýna alls ekki þá miklu náttúrufegurð er svæðið hefur að geyma.
Brennisteinsfjöll eru eina sprungureinin og háhitasvæðið sem enn er að mestu er ósnortið – öllum hinum hefur verið raskað að meira eða minna leyti vegna jarðhitanýtingar.
Náttúruperlur eins og sú sem hér er rædd eru gríðarlegar auðlindir í sjálfu sér, ósnortnar og kynngimagnaðar. Verndargildi þeirra er hátt sem þýðir á máli hagfræðinnar að þær eigi vafalaust eftir að margfaldast að verði eftir því sem tímar líða. En um leið má búast við ásókn þeirra sem vilja nýta sér jarðvarmann á þessum svæðum og virkja. Þegar hefur verið sótt um leyfi fyrir rannsóknaboranir í Kerlingarfjöllum og í Reykjanesfólkvangi, m.a. í Brennisteinsfjöllum. Augljóst er að virkjanir á þessum stöðum munu hafa mikil og óafturkræf náttúruspjöll í för með sér.
Forsætisráðherra hefur haldið því fram að ríkisstjórnin hafi enga stefnu í uppbyggingu álvera. Á sama tíma geysast menn áfram og leggja til að reist verði ný álver og þau eldri stækkuð, allt með fullum stuðningi stjórnvalda. Sama stefnuleysi ríkir í virkjanamálum. Stjórnvöld hafa gefið raforkufyrirtækjum lausan tauminn með því að innleiða samkeppni á raforkumarkaði en hafa ekki enn lokið við gerð rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma. Í raun má efast um að stjórnvöld ætli sér yfir höfuð nokkuð með þeirri vinnu sem hefur farið í gerð rammaáætlunarinnar. Í fyrsta áfanga hennar, er ekki einu sinni fjallað um Kerlingarfjöll sem virkjunarkost.
Til eru stjórnmálasamtök er telja að dýrmæt náttúrusvæði, eins og Brennisteinsfjöll, eigi að vernda. Það er engin þörf á því að ráðast að þessum perlum. Þvert á móti er mikilvægt að hlúa að þeim með því að samþykkja að gerð verði um þau verndaráætlun. Þannig yrði vernd þeirra tryggð og séð til þess að unnt væri að njóta þeirra um ókomna tíð.
Guðrún Hallgrímsdóttir segir Brennisteinsfjöll vera öræfi Reykvíkinga. Reyndar má segja að fjallasvæðið allt sé í rauninni ómetanleg verðmæti allra landsmanna.
Á Reykjanesskaganum má enn rekja stórkostlega jarðsögu, líklega sögu sem á engan sinn líka og hefur á síðustu 5000 árum mótað landsslag þéttbýlisins á suðvesturhorninu.
Áhrifavaldar í mótun skagans eru fjögur eldstöðvakerfi sem liggja á gosbeltinu eftir endilöngum skaganum og hefur gosið í þeim öllum á sögulegum tíma. Þau eru Reykjaneskerfið þar sem gaus fyrir um 1500 – 1800 árum og svo aftur í Reykjaneseldum árin 1211 – 1240, Trölladyngjukerfið en þar gaus fyrir 2000 árum og síðan aftur í Krýsuvíkureldum 1151-1180, Brennisteinsfjallakerfið sem var virkt fyrir 2000 árum og aftur í Reykjaneseldum og að lokum það stærsta Hengilskerfið sem var í essinu sínu fyrst fyrir um 5000 árum og svo aftur fyrir 2000 árum.
Þegar stórhuga menn mæltu fyrir stofnun Reykjavíkurfólksvangs um miðjan áttunda áratug síðustu aldar bentu þeir á að á fáum stöðum á landinu væri að finna fjölbreyttari eldgosmyndanir og hvergi í Evrópu væri að finna sambærileg jarðfræðifyrirbæri í návist þéttbýlis. Þarna mætti finna flest það sem sóst væri eftir inn á Miðhálendinu, öræfakyrrð og óröskuð víðerni.
Eftir stofnun fólksvangsins var ítrekuð nauðsyn þess að huga að framtíðarskipulagi varðandi landnotkun. Það skipulag hefur ekki litið dagsins ljós en nú 30 árum síðar er búið að ráðstafa þremur af þessum fjórum eldstöðvakerfum og háhitasvæðum til fjölnýttrar orkuvinnslu þ.e. að framleitt er rafmagn, hitaveituvatn, grunnvatn og iðnargufa. Byggðar hafa verið verksmiðjur, jarðböð og orkuver. Nýtingu háhitasvæða fylgja vegalagnir og efnisnámur, borholur, borplön, raflínur og vatns- og gufuleiðslur. Þeir sem fara um Hengilsvæðið og Hellisheiði, út á Reykjanes eða ganga um Svartsengi og meðfram Eldvörpum sjá hvernig borholum hefur verið dritað um allt. Vegir liggja þvers og kruss. Aðeins Brennisteinsfjöll ein eru eftir ósnortin.
Óþarfi er að bíða eftir áætlun um landnýtingu, en hins vegar er nauðsynlegt að bjarga Brennisteinsfjöllum. Þau heita eftir brennisteinsnámum á háhitasvæði á afskekktu landsvæði suður af Lönguhlíð þar sem merkar minjar er að finna um sambúð lands og þjóðar en er þó með öllu ósnortið af nútímanum. Svæðið er töfrandi náttúruparadís þar sem gefur að líta ýmsar gerðir gíga, stuðlaberg, hrauntraðir og tjarnir.
Orkuyfirvöld hafa nú þegar óskað eftir því að hefja rannsóknir í Brennisteinsfjöllum. Gegn því hefur Náttúrufræðistofnun lagst enda fylgja slíkum rannsóknum vegir, borholur og borplön. Þar með væri búið að eyðileggja öll háhitasvæðin á Reykjanesi.
Verði komið í veg fyrir veitingu leyfis til rannsókna í Brennisteinsfjöllum kæmi til greina að friðlýsa hluta Reykjanesfólksvangs sem fyrsta skref í stofnun rekbelta – heimsminjasvæðis sem næði áfram austur eftir gosbeltinu til Vatnajökuls og þaðan norður í Axarfjörð eins og Sigrún Helgadóttir hefur stungið upp á.
Full ástæða er til að ígrunda það alvarlega að friðlýsa Brennisteinsfjöllin sem ósnortið víðerni – og það fyrr en seinna.
Umhverfisstofnun vekur athygli á að í bréfi, dagsettu 26. nóvember 2003, er rektor Háskóla Íslands hafði farið þess á leit við umhverfisráðherra að auglýsingu um friðland í Herdísarvík verði breytt á þann veg að mögulegt verði að rannsaka og nýta jarðhita sem er að finna í Brennisteinsfjöllum. Umhverfisráðuneytið óskaði eftir afstöðu Umhverfisstofnunar til málsins með bréfi dagsettu 20. janúar sl. Álit stofnunarinnar var eftirfarandi:
„Í Brennisteinsfjöllum er jarðfræðileg fjölbreytni mikil, þar er að finna merkar og nánast ósnortnar eldgosaminjar, jarðskjálftasprungur, misgengi og háhita. Brennisteinsfjöll, og raunar allt Herdísarvíkurfriðland, eru hluti af stærra svæði sem fjallað er um í tillögu Umhverfisstofnunar um náttúruverndaráætlun, þ.e. Brennisteinsfjöll-Herdísarvík, en lagt er til að svæðið allt verði friðlýst sem náttúruvætti eða friðland.
Við val á tillögum sem fjallað er um í þingsályktunartillögu um þetta efni var svæðum meðal annars forgangsraðað með tilliti til jarðfræðilegra minja með einkunnagjöf. Þar fékk svæðið Brennisteinsfjöll-Herdísarvík næsthæstu einkunn og á eftir Geysi, en Reykjanes- Eldvörp- Hafnarberg og Grændalur fengu þriðju hæstu einkunnina. Þegar vinnuhópur umhverfisráðuneytis var að störfum lág fyrir að umhverfisráðuneyti hafði með bréfi dags 13. júní 2003, til iðnaðarráðuneytis, lagst gegn því að veitt yrði rannsókna- og nýtingarleyfi í Brennisteinsfjöllum. Í þingsályktunartillögunni var einungis fjallað um Geysi og Reykjanes- Eldvörp- Hafnarberg en ekki þótti ástæða til að fjalla um Brennisteinsfjöll- Herdísarvík að sinni, þar sem ekki voru áform uppi um nýtingu þessa svæðis.“ Nú er hins vegar raunin önnur, en rökin um verndun svæðisins eru enn þau sömu.
Á 130. löggjafarþinginu lagði Ásta R. Jóhannesdóttir fram eftirfarandi fyrirspurn fyrir iðnaðarráðherra: „Hvernig hefur verið brugðist við umsóknum Hitaveitu Suðurnesja og Orkuveitu Reykjavíkur um leyfi til rannsókna í Brennisteinsfjöllum?“
Svar iðnaðarráðherra var eftrifarandi: „Á miðju ári 2000 barst iðnaðarráðuneyti erindi frá Hitaveitu Suðurnesja þar sem farið var fram á rannsóknarleyfi til jarðhitarannsókna í Brennisteinsfjöllum. Á sama tíma barst ráðuneytinu sams konar erindi frá Orkuveitu Reykjavíkur. Í báðum tilvikum óskuðu umsækjendur eftir rannsóknarleyfi með fyrirheit um nýtingarleyfi.
Þetta var í fyrsta sinn sem tveir aðilar sóttu um rannsóknarleyfi á sem næst sama tíma frá því lögum nr. 57/1998, um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu, voru sett. Í þeim lögum er ekki kveðið á um það að ekki megi veita tveimur hæfum aðilum rannsóknarleyfi á sama svæði og á sama tíma. Ráðuneytið hefur litið svo á að túlka beri lög nr. 57/1998 svo að heimilt sé að veita fleiri en einum aðila rannsóknarleyfi á sama svæðinu.

Ráðuneytið telur að í slíkum tilvikum þurfi sérstaklega að tryggja að þær framkvæmdir eða rannsóknir sem leyfishafar hyggjast fara í séu ekki ósamrýmanlegar. Hins vegar verður að telja afar ólíklegt að tveir aðilar skuli samtímis standa að dýrum rannsóknum á sama jarðhitasvæðinu án þess að hafa fengið fyrirheit um forgang að nýtingarleyfi.
Eðli málsins samkvæmt er ekki unnt að veita fleiri en einum aðila fyrirheit um forgang til nýtingar á sama svæði. Þar sem lög nr. 57/1998 mæla ekki fyrir um hvernig gert skuli upp á milli umsækjenda taldi ráðuneytið ekki unnt að veita öðrum umsækjandanna fyrirheit um forgang að nýtingarleyfi. Var því beiðni um fyrirheit um forgang til nýtingar fyrir Hitaveitu Suðurnesja annars vegar og Orkuveitu Reykjavíkur hins vegar hafnað í júní 2002. Ráðuneytið benti hins vegar umsækjendum á þann möguleika að þeir sameinuðust um rannsóknir á svæðinu og fengju tilskilin leyfi til þess ásamt fyrirheiti um forgang að nýtingu.
Í lok janúar 2003 sóttu fyrrgreind fyrirtæki sameiginlega um leyfi til að rannsaka umfang, magn og afkastagetu jarðhitasvæða í Brennisteinsfjöllum. Þar var farið fram á að fyrirtækjunum verði sameiginlega veitt nýtingarleyfi á svæðinu ef árangur rannsókna reynist jákvæður. Í apríl 2003 var óskað eftir umsögnum Orkustofnunar, umhverfisráðuneytis og viðkomandi sveitarfélaga um umsókn fyrirtækjanna um rannsóknarleyfi í samræmi við ákvæði laga um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu. Orkustofnun og sveitarfélögin tóku jákvætt í að rannsóknarleyfi yrði veitt, en umhverfisráðuneyti taldi að ekki ætti að svo komnu máli að veita Hitaveitu Suðurnesja og Orkuveitu Reykjavíkur rannsóknarleyfi og fyrirheit um forgang að nýtingarleyfi.
Á fundi með umhverfisráðuneyti 26. águst 2003 var farið yfir forsendur fyrir áliti ráðuneytisins, en árið 2000 hafði ráðuneytið ekki lagst gegn því að rannsóknarleyfi yrði veitt, þó með ströngum skilyrðum.
Á fundinum kom fram að undirstofnanir ráðuneytisins hefðu gert nokkrar athugasemdir um að upplýsingar vantaði, m.a. hvað varðaði aðkomuvegi að svæðinu, staðsetningu borplana, og auk þess kom ósk um að beðið yrði eftir niðurstöðum rammaáætlunar. Á fundi með orkufyrirtækjunum í september 2003 var ákveðið að freista þess að afla þeirra gagna og upplýsinga sem talið hafði verið að á skorti í umsókn fyrirtækjanna um rannsóknarleyfi. Þá voru niðurstöður rammaáætlunar kynntar í lok nóvember 2003 þar sem fram kom að virkjun í Brennisteinsfjöllum telst í þeim flokki virkjana er næst minnst umhverfisáhrif hafa.
Þegar framangreind viðbótargögn berast iðnaðarráðuneyti mun umsagnaraðilum lögum samkvæmt kynnt þau gögn og þeim gefið tækifæri á að tjá sig um þau. Komi ekki fram verulegar efnislegar og rökstuddar athugasemdir mun iðnaðarráðuneytið í framhaldi af því gefa út leyfi til jarðhitarannsókna í Brennisteinsfjöllum.“
Í þingræðu 7. des. 2005 fjallaði Kolbrún halldórsdóttir m.a. um Brennisteinsfjöll:
„Ef við værum skynsöm mundum við nú setja reiknimeistara yfir það að reikna ólíka hagsmuni, annars vegar af því að vernda Brennisteinsfjöll og hins vegar að hleypa orkufyrirtækjunum þar að til að ná í jarðvarmann til að selja raforkuna ódýrt til stóriðju. Hvorir hagsmunirnir ætli kæmu betur út? Í mínum huga er ekki nokkur vafi, langtímahagsmunirnir af náttúruverndinni yrðu miklu meiri. Ég er sannfærð um það af því að reikniaðferðirnar sem umhverfissinnaðir hagfræðingar hafa þróað í þeim efnum hafa sýnt okkur fram á að ef dæmin eru reiknuð til enda þar sem náttúruverndarsvæði eru eða verndarsvæði sem hafa mikla verndarhagsmuni eru þau svo þung á vogarskálunum þegar til langs tíma er litið.
Ef þau eru reiknuð inn í heildarverðmætamatið eða hagsmunamatið allt verður útkoman sú að á endanum borgi það sig beinlínis í beinhörðum peningum fyrir okkur að vernda slíkt svæði. (Gripið fram í: Hefurðu …?) Varðandi Brennisteinsfjöll hefur þetta ekki verið reiknað svo að ég viti en gerðir hafa verið útreikningar og skrifuð um þetta háskólaverkefni, bæði hér á landi og reyndar í háskólum erlendis. Ég minnist þess að í háskólum í Skotlandi hafa háskólastúdentar reiknað út svæði á þessum nótum hér á Íslandi. Það þarf oft að fara út fyrir landsteinana til að fólk átti sig á því hve mikil verðmæti eru í húfi. Þessi aðferð sem kölluð er „skilyrt verðmætamat“ hefur verið reynd á ákveðnum svæðum á Íslandi og það hefur ævinlega komið í ljós að verndargildi svæðanna sem hafa verið reiknuð er gríðarlega hátt. Stjórnvöld hafa þó verið ófáanleg til að meta þá hagsmuni og taka þá inn í lokaákvarðanatöku um endanlega nýtingu á svæðinu. Þá er ég að tala um að náttúruvernd sé líka nýting. Það er auðvitað það sem þessi stjórnvöld verða að fara að opna augu sín fyrir. Með því að vernda náttúruna ósnortna erum við að nýta hana til yndisauka og yndisaukinn hefur á reiknistokki þeirra hagfræðinga sem ég var að tala um ákveðið verðgildi.“
Enn ein rökin fyrir því að hinkra og hætta þessu óðagoti, láta ekki eftir orkufrekjunni í orkufyrirtækjunum vegna þess að það liggur ekki lífið á, er að hér er fjöldi virkjunarkosta, í vatnsaflinu jafnvel, fullrannsakaður og ónýttur. Hv. þm. Mörður Árnason fór yfir það áðan og það skiptir verulegu máli að við tökum þetta upp á arma okkar á þeim nótum að við horfum heildstætt á málin.
Í Brennisteinsfjöllum er sérstætt háhitasvæði, nánast ósnortið og með afar hátt verndargildi. Svæðið er hið eina fjögurra eldfjallakerfa á Reykjanesi, sem ekki hefur verið spillt með borunum, vegagerð og línulögnum. Í Brennisteinsfjöllum eru merkar gosminjar frá sögulegum tíma, umhverfið er stórbrotið með gígum, eldhraunum og hellum, og þar má rekja opnar jarðskjálftasprungur og misgengi. Eldvirkt svæði nær alveg frá sjó norður fyrir Sandskeið. Dýrmætt er að hafa aðgang að öræfakyrrð og svo fjölbreyttu landslagi í aðeins 20 km fjarlægð frá þéttbýlinu á suðvesturhorni landsins. Að Brennisteinsfjöllum steðjar nú hætta þar sem mikill þrýstingur er á stjórnvöld um að veita rannsóknarleyfi þeim aðilum er telja svæðið fýsilegt til orkunýtingar. Skorað hefur verið á stjórnvöld að friðlýsa Brennisteinsfjöll, varðveita þau sem ósnortið víðerni og tengja þau friðlandinu í Herdísarvík eins og lagt er til í Náttúruverndaráætlun.
Þegar staðið var ofan við Bringurnar norðanverðar og horft yfir Hvammana og Vatnshlíðina mátti vel ímynda sér þá ógnarkrafta sem þarna hafa verið að verki er hraunið rann, fyllti dalinn og stöðvaðist úti í Kleifarvatni austanverðu. Undir er eldra helluhraun, sem sést vel þar sem það rann niður hlíðna sunnanverða.
Hellir ofarlega í brúnum var skoðaður. Hann var í þröngri rás, en fallegar myndanir voru í honum. Vel mátti sjá hvar Dalaleiðin liggur yfir hraunið þar sem það er mjóst, inn í óbrennishólma að sunnanverðu. Breið kindagata liggur umhverfis hraunið. Líklegt má telja að gangandi fólk hafi farið beint af augum eftir stígnum þvert yfir hraunið til suðurs frá vestanverðum hraunkantinum í Vatnshlíðinni, en ríðandi fólk farið eftir hinni miklu og áberandi götu í hrauninu undir Vatnshlíðinni og síðan krækt með hraunkantinum að Gullbringu. Gatan þar er áberandi enn þann dag í dag. Við Gullbringu skiptist gatan enn á ný, annars vegar í sneiðing upp hlíðina austan við fjallið og áfram um Kálfadali, og hins vegar í gróna sneiðingnum til vesturs norðan fjallsins og síðan yfir að Hvömmum sunnan Kleifarvatns.
Frábært veður. Gangan tók 5 klst og 5 mín. (16. km).

Heimildir m.a.:
-Guðrún Hallgrímsdóttir.
-Svandís Svavarsdóttir.
-Helgi Torfason og Magnús Á. Sigurgeirsson 2001.
-Umhverfisstofnun.
-Kolbrún Halldórsdóttir
-Alþingi.

Brennisteinsfjöll

Ofan Fagradals.

Sogasel

Með bréfi 20. mars 2006 skilaði Hitaveita Suðurnesja skýrslu um Fornleifaskráningu til sveitarfélagsins Voga og Grindavíkurbæjar, nokkru eftir að sveitarfélögin höfðu þá þegar veitt leyfi til vegagerðar í Sogadal. Ekki er vitað til þess að athugasemdir hafi verið gerðar við þessa aðferðafræði eða vinnubrögð hafi borist frá viðkomandi stjórnvaldi, t.a.m. Fornleifavernd ríkisins. Svo virðist sem hið opinbera (virka) stjórnvaldskerfi sé steindautt þegar kemur að forvörnum eða mikilvægum álitamálum er snerta hugsanlega aðgát varðandi varðveislu fornminja hér á landi.

Sogaselsgígur

Sogasel – uppdráttur ÓSÁ.

Í Fornleifaskráningunni kemur m.a. fram, eins og reyndar áður hefur verið fjallað um á vefsíðu FERLIRs eftir vettvangskoðunarferðir um svæðið, að ein rústanna og sennilega sú elsta er rétt við vegstæðið. Um hana segir höfundur skýrslunnar, Bjarni F. Einarsson, eftirfarandi: „Rústirnar hafa hátt minjagildi. Hugsanlega eru þær forveri Sogasels“.
Auk þess segir helst í Fornleifaskráningunni:
„Þar eru t.d. minjar Sogasels í afar fallegum gíg. Er minjarnar nánast út um allan gíg og líklega margar kynslóðir seljarústa… Á hinu kannaða svæði eru engar friðlýstar fornleifar, en bent skal á að skv. þjóðminjalögum frá 2001 eru allar fornleifar eldri en 100 ára friðaðar og sumar friðlýstar. Þeim má enginn, hvorki landeigandi, framkvæmdaaðili né nokkur spilla, granda né færa úr stað.
Samtals eru fjórar minjar á hinu kannaða svæði, þ.e. í Sogadal utan Sogaselsgígs. Þar af voru einar sem trúlega eru ynri en 1900 og því ekki fornleifar í skilningi laganna. Af þessum fjórum minjum teljast einar hafa hátt minjagildi. Rústir 39:1-2 hafa í heild sinni hátt minjagildi. Hugsanlega eru þær forveri Sogasels.
Nyrst er varða við vegslóða. Hún er líklega nýleg og mun ekki hafa neytt varðveislugildi, en í mikilli hættu. Syðst er vörðubrot, en í lítilli hættu. Um er að ræða vörðu er mun hafa varðað götu frá Sogaseli austur að Vigdísarvöllum.

Sogadalur

Tóft í Sogadal.

Í miðjunni eru tvær fornleifar í lítilli hættu, en í mikilli hættu verði vikið út frá vegstæðinu. Velta mætti fyrir sér hvort ekki sé ástæða til að friðlýsa hinar meintu minjar selsins (39) um leið og leifar Sogasels verða friðaðar. Í raun ætti að friðlýsa allar seljarústir á Reykjanesinu.
Merkilegustu fornleifarnar sem skráðar voru eru fornleifar nr. 39:1-2, í miðið. Þær falla í hæsta minjaflokk og hafa hátt varðveislugildi. Rústirnar eru 18-20 m suður af Sogalæk, í grónum og þýfðum móa undir hlíðarfæti. Rústirnar eru afar ógreinilegar í forminu ogg þýfðar þar sem þær kúra við jaðar vel gróins móa. Þó aðeins tvær rústir séu skráðar hér, er ekki hægt að útiloka að stekk sé t.d. að finna um 80 m suður af minjunum, norðan undir lágum kletti. Rústirnar eru fornlegar að sjá og líklega mun eldri en rústir Sogasels (frá Kálfatjörn, Jarðabók 1923-1924:142) skammt hjá norðan Sogalækjar.
Stærri rústin hefur vekki úr grjóti og torfi, 2-4 m breiða og um 40 cm háa. Ekki er hægt að greina vel hve mörg hólf hafa verið í mannvirkinu. Þau hafa vafalítið ekki verið færri en tvö og dyr snúið mót NV. Einstaka hraungrýti sést á yfirborðinu, en annars er rústin vel gróin mosa og grasi og þýfð. Hún stendur líklega ofan á eldri minjum og því er hún aldursgreind til sextándu aldar eða eldri.

Sogadalur

Varða í Sogadal.

Minni rústin (39:2) er 6 m í þvermál og nær hringlaga. Þykkt veggja er ekki greinanleg, en hæð þeirra er um 60 cm þar sem hæst er. Í SV hluta eru sýnilegir steinar (hraunsteinar). Rústin er vel gróin grasi og mosa og þýfð. Hugsanlega stendur rústin ofan á eldri minjum. Hið hringlaga form bendir til þess að hér hafi staðið fjárborg og þá ekki endilega í tengslum við rúst 39:1. Rústin gæti einnig hafa verið gerði eða stekkur frá hinu meinta seli. [Hinn nýi vegur liggur skammt vestan við rústina].
Varast ber að hafa vinnuskúra eða önnur mannvirki of nálægt fornleifum og haga akstri þungavinnuvéla með tilliti til fornleifa.“
Rétt er að minna á að allt framangreint var áður vitað. Þó ber að gera þá athugasemd við skráninguna að nyrsta rústin, varða, sé nýleg. Ef vel er að gáð, með fullri virðingu fyrir reyndum fornleifafræðingi, er um að ræða að hluta til endurreista vörðu á gömlum vörðufæti. Þarna er um að ræða selsvörðuna við Sogasel, en hún gefur selstöðuna í Sogagíg til kynna þegar komið er upp hálsinn frá Höskuldarvöllum. Selið sjálft sést ekki fyrr en komið er mun ofar og því auðvelt að fara framhjá því. Þarna hefur því verið um einu vísbendinguna að fara eftir fyrir þá sem leið áttu í selið fyrsta sinni. Eðlilegt hefði því verið að gefa henni hættmatið „mikið“.

Sogadalur

Vörðuleifar í Sogadal.

Þrátt fyrir kæruleysislega meðferð sveitastjórna í Vogum og Grindavík, hluthöfum í HS, á leyfisveitingum til gatnagerðar og umferðar um Sogadal er full ástæða til að benda hutaðeigandi aðilum á nauðsyn þess að umgangast svæðið með mikilli aðgát og af varfærni. Þarna eru verðmæti, miklu mun merkilegri, en það sem undir býr.
Þess má geta að lokum að þar sem beinir eigin hagsmunir, eindreginn (þröngsýnn vilji) og fjármunir fara saman gegn hagsmunum varðveislu menningararfleifðarinnar, munu þeir síðarnefndu ávallt bíða lægri hlut – því miður. Mannvitið er ekki lengra komið á þróunarbrautinni. Þótt heita eigi að maðurinn trjóni á toppi vitsmunastigans er það ekki efasemdalaust. Þegar fylgst er grannt með dýrunum verður að álykta að sum þeirra noti skilningarvit sín mun betur þegar kemur að aðstæðum er máli skipta.

Trölladyngja

Trölladyngja og Sogaselsgígur nær.

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja var reist árið 1857, en lögð af sem sóknarkirkja 1929, notuð till íbúðar, endurbyggð og síðan endurvígð 1964. Hún tilheyrir nú Hafnarfjarðarprestakalli í Kjalarnesprófastsdæmi.

Krýsuvík

Krýsuvík 1887.

Kirkjan er varðveitt af þjóðminjaverði. Þegar Krýsuvíkurbærinn, hið merka stórbýli um aldir, var orðinn svo hrörlegur á fyrri hluta 20. aldar að ekki var lengur hægt að hafast við í honum, flutti ábúandinn í kirkjuna. Hún var afhelguð og notuð sem bústaður um tíma. Þangað komu margir á ferðum sínum um Krýsuvík og nutu skjólsins þótt stundum væri vistin köld á vetrum. Ofn var þá í kirkjunni og var hann kyntur duglega, en kulnaði á milli. Kirkjan er dæmi um einfalda sveitakirkju frá síðari hluta 19. aldar. Krýsuvík er nú í eigu Hafnarfjarðarbæjar. Krýsuvík fór endanlega í eyði eftir 1950. Stórbýlið Krýsuvík hafði um tíma 14 hjáleigur, enda jarðgæði mikil áður en uppblástur tók að herja. Víða í Krýsuvík má sjá búsetuminjar, allt frá Selöldu í suðri að Kleifarvatni í norðri, Seljabót í austri og Selatöngum í vestri. Sveinn Björnsson, listamaður og lögreglumaður, hafði vinnustofu í Krýsuvík. Þegar hann andaðist 28.04.1997, sjötíu og tveggja ára, var hann jarðaður í Krýsuvíkurkirkjugarði 9. maí. Þá hafði ekki verið jarðsett í garðinum síðan 1917.

Krýsuvíkurkirkja

Krýsuvíkurkirkja var einföld timburkirkja í Krýsuvík. Hún var byggð árið 1857, endurbyggð árið 1964 og fór þá í vörslu þjóðminjavarðar og komst við það á lista yfir friðuð hús. Altaristafla kirkjunar var málverk eftir Svein Björnsson, listmálara.
Krýsuvíkurkirkja var notuð sem sóknarkirkja allt fram undir 1910. Hún var aflögð 1917 og notuð til íbúðar frá 1929, en síðan aftur breytt í kirkju 1963-64 fyrir tilstuðlan Björns Jóhannessonar, fyrrverandi forseta bæjarstjórnar í Hafnarfirði, en Hafnarfjarðarbær færði Þjóðminjasafninu húsið til varðveislu haustið 1964.
Kirkja mun hafa risið í Krýsuvík í upphafi kristni hér á landi í Kirkjulág í Húshólma áður en Ögmundarhaun rann um miðja 12. öld.