Gengið var eftir Rauðamelsstíg. Vikið var út af stígnum til suðurs og komið við í Bekkjum, þar sem skoðaður var mikið fjárskjól á fallegum stað. Komið er að því í gegnum klofinn hól og birtast þá hleðslurnar skyndilega framundan.
Álfakirkjan – fjárskjólsop t.v.
Þá var haldið til norðvesturs og komið við í Brenniselshæðum. Norðan hæðanna eru mikla hleðslur á tveimur stöðum og tótt framan við þá stærrii. Talið er að þarna hafi verið kolagerðarvinnsla á öldum fyrrum.
Gengið var á ská upp að Álfakirkunni og skoðaður fjárhellir, sem er norður undir henni. Álfakirkjan gæti jafnframt hafa verið þriðji Krosstapinn, sem er að finna á þessu svæði.
Haldið var til norðurs og þá komið að gömlum tóftum í lág.
Í henni hafa verið hleðslur og sennilega ein tvö hús. Þessar hleðslur eru eldri en þær sem er að finna í Brenniseli. Alveg er gróið yfir þær og nær ógjörningur að finna þær að sumarlagi.
Bekkjarskúti.
Litið var á Bekkjaskútann, mikið fjárskjól í bakka jarðfalls, og loks á Sveinsskúta í grunnu jarðfalli nokkru ofar. Við op eru fyrirhleðslur úr þunnum hraunhellum. Allar eru þessar minjar vestan Rauðamelsstígs (Skógargötu). Gatnamót eru á stígnum skammt þar frá, sem fyrst var vikið út af honum. Annars vegar liggur stígurinn áleiðis upp í Óttarstaðasel og hins vegar til suðurs áleiðis upp í Skógarnef. Þar greinist hann annars vegar í átt að Mosunum við Böggukletta og hins vegar áfram upp í gegnum nefið áleiðis upp að Búðarvatnsstæði. Gatan er vörðuð frá gatnamótnum við Rauðamelsstíg.
Brennisel í Almenningum.
Eftir Almenningsgönguna var haldið í Arnarseturshraun og leitað fyrstu vegavinnumannabúðanna, sem reistar voru þegar Grindarvíkurvegurinn var lagður 1914 til 1918. Þarna eru miklar hleðslur og hús. Þá var leitað endabúða vegagerðarmannanna, og fundust þær skammt norðan Grindavíkur. Þar með hafa sennilega allar búðir vegagerðarmannanna fundist við Grindavíkurveginn, en þær eru á tólf stöðum og hafa búðirnar að öllum líkindum verið með um 500 metra millibili í gegnum hraunið.
Sigurgeir Gíslason.
Á öllum stöðunum eru heilleg hús og/eða hleðslur, auk skjólveggja og garða. Vegavinnubúðunum er lýst annarss staðar. Þá liggja fyrir talsverðar upplýsingar um aðdraganda, undirbúning og framkvæmd við lagningu vegarins. Verkstjóri var Sigurgeir Gíslason, Hafnfirðingur, en víða má enn sjá vegi, einkum í kringum Hafnarfjörð, sem hann tók þátt í að leggja í upphafi 20. aldar. Sigurgeir bjó lengi á Vífilsstaðatúni.
Ávallt gaman að fylgja eftir verkum frumkvöðla fyrri kynslóða.
Frábært veður.
Álfakirkja.