Færslur

Urriðakot

Skal hér fjallað um tvö skemmtileg örnefni í landi Garðabæjar, annars vegar hina meintu dys (landamerki) Guðnýjarstapa og hins vegar álfhólinn ofan við Dýjakróka við Urriðakot.
DyjakrokshollÍ örnefnaskrá SP fyrir Urriðakot má lesa eftirfarandi um álfhólinn: “Heimildarmaður er móðir hans, Guðbjörg Guðmundsdóttir sama stað. Hún er fædd í Urriðakoti 1906 og átti þar heima til 1939. Örnefnin nam hún af föður sínum, Guðmundi Jónssyni bónda í Urriðakoti, en á uppvaxtarárum sínum vann hún mikið með honum við útistörf. Guðmundur var fæddur í Urriðakoti 1866 og átti þar heima til 1941, en foreldrar hans bjuggu þar á undan honum og mun faðir hans hafa flust þangað 1846, en móðir hans nokkru síðar.
“Mýrin sunnan við túnið heitir Dýjamýri. Ofan við veginn rétt fyrir sunnan túnið er Grjótréttin, rústir gamallar réttar, sem móðir mín veit ekki, hvenær hætt var að nota. Í austurhorni Dýjamýrar eru uppsprettur undan holtinu, og kallast það svæði Dýjakrókar.
Ofan við Dýjakróka er lítill hóll, Dýjakrókahóll. Í hólnum var talið búa Dyjakrokarhuldufólk og sá afi minn, Guðmundur Jónsson bóndi í Urriðakoti, konu, sem hann þekkti ekki sækja vatn í fötum í Dýjakróka snemma á þessari öld. Milli Grjótréttar og Dýjakrókahóls eru grasgeirar, er nefndust Dýjakrókaflöt. Úr uppsprettunum í Dýjakrókum rennur Dýjakrókalækur vestur Dýjamýri í Þurrumýrarlæk, en Þurrumýrarlækur rennur í vatnið. Þurrumýrarlækur dregur nafn af Þurrumýri, sem er suðvestan Dýjamýrar og er í Setbergslandi. Í Dýjamýri rétt neðan við Dýjakróka, en norðvestan við Dýjakrókalæk, er stórt dý ófært mönnum og skepnum. Það nefnist Svaðadý. Frá því rennur Svaðadýsrás í Dýjakrókalæk. Þar sem Þurrumýrarlækur rennur í Urriðakotsvatn, er tangi út í vatnið Urriðakotsmegin, er nefnist Álftatangi. Hann er á mörkum Urriðakots og Setbergs. Skammt norðaustan við hann gengur annar tangi út í vatnið, Skothústangi. Í Skothústanga eru gamlar rústir af byrgi, er nefnast Skothús. Hér fram undan í vatninu eru kaldavermsl.”
GudnyjarstapiUm hitt örnefnið, Guðnýjarstapa, má lesa eftirfarandi í bókinni  “Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar”: Í örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Hofstaði segir m.a. um Guðnýjarstapa: “Guðnýjarstapi er klapparhóll með grasþúfu nyrst á Hofstaðaholti, landamerki milli Vífilsstaða og Hofstaða. Merkin lágu um Guðnýjarstapa frá Markavörðu að norðan og síðan um þúfu, Sérstökuþúfu (syðriþúfu) sunnan í Hofstaðaholti og í Miðaftanshól fram frá hrauninu (GS). Í lýsingu Hagakots sem GS hefur eftir Sigurlaugu Jakobsdóttur í Hraunsholti og Guðbjörgu Guðmundsdóttur frá Urriðakoti liggur línan úr Sérstökuþúfu (Syðriþúfu) í Vífilsstaðalæk.
Samkvæmt lýsingu systranna Sigríðar og Halldóru Gísladætra frá Hofstöðum voru síðustu mörk Hofstaðajarðar úr Stórakróki á Arnarneslæk í vörðuna í Dýjakróki og þaðan í Guðnýjarstapa við núverandi Holtsbíð 91. Enn sést þar rúst sem gæti verið hluti Guðnýjarstapa.”
Tilgáta er um að Guðnýjarstapi geti verið forn dys.

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing fyrir Urrðakot, Svanur Pálsson.
-Guðlaugur Rúnar Guðmundsson, Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar, 2001.

Garðabær

Guðnýjarstapi.