Kristján H. Kristjánsson skrifaði eftirfarandi nýlega (2023) um „Gufunesið“ á samfélagsmiðlunum:
„Ég kannaði Gufunesið sem er ógeðslegasta svæði Reykjavíkur. Mikið af drasli og vond lykt enda er umhverfissóðinn SORPA með starfsemi þarna. Ég tók eftir krossi við hól skammt frá Sorpu og kom þá í ljós að þarna eru margar líkamsleifar grafnar skv. minnisvarða, sem voru áður í kirkjugarð Maríukirkju, þar sem áburðarverksmiðjan var. Í Þorláksmáldaga sem kenndur var við Þorlák Þórhallsson biskup og gerður árið 1180 segir að Maríukirkja sé í Gufunesi. Prestur í Gufunesi á þeim tíma var Ásgeir Guðmundsson en hann lést kringum 1180. Kirkjan var lögð niður 1886. Kirkjan stóð um nokkra hríð og var notuð sem skemma en var svo rifin og kirkjugarðurinn sléttaður. Staðsetning kirkjunar glataðist með tímanum en við byggingaframkvæmdir við Áburðaverksmiðjuna 1978 komu upp mannabein sem reyndust tilheyra gamla kirkjugarðinum.
Ákveðið var að láta grafreitinn víkja fyrir framkvæmdum og voru beinin flutt í nýjan grafreit í túninu og hófst verkið 6. ágúst 1968. Mjög víða í garðinum voru “leiðin” hvert ofaná öðru. Sumsstaðar mátti greina 3 beinagrindur hverja niður af annarri. Einnig mátti sjá það að engin kista hafði verið utan um líkið, heldur bara “fjöl” undir. Líka leit svo út fyrir að ekkert hafi verið, annað en líkaminn lagður í moldina. Engin kista var heil, utan ein barnskista, sem náðist heilleg, en mjög fúin. Á öllum kistunum var lokið fallið niður að botnfjöl og yfirleitt voru þessar kistufjalir svo fúnar að þær duttu í sundur þegar hreyft var við þeim. Við uppgröftinn komu upp 748 mannabein eða höfuðkúpur, sem taldar voru, auk barnskistunnar.
Beinin voru látin í 125 kassa, sem voru allir af sömu gerð og stærð. Ekki fundust legsteinar eða brot af þeim. Undir lokfjöl einnar kistunnar lá silfurskjöldur áletraður, Páll Jónsson, sýslumaður, Elliðavatni, settur sýslumaður Gullbringu- og Kjósasýslu 1801-1803 og síðar 1818, dáinn 1819. Og í annarri kistu fundust tvö silfurlauf af sömu gerð, en mismunandi stærð. Þessi lauf voru á höfuð- og fótagafli. Í þriðju kistunni lá naglbítur. Þessi gripir og bein Páls fóru í Þjóðminjasafnið. Varðveist hefur altari úr kirkjunni. Það barst að Úlfarsfelli eftir að kirkjan í Gufunesi var aflögð.
Þar var það lengi notað sem búrskápur, þar til séra Hálfdán Helgason á Mosfelli rakst á það og flutti heim að Mosfelli og notaði það við hjónavígslur. Síðar var það flutt að Reykjalundi og gert upp af Magnúsi Ingvarssyni, sem málaði rósamynstur á það, sem hann lærði í Noregi og er það núna notað þar við guðþjónustur. Ég fékk leyfi til þess að taka þessar myndir af altrarinu. – Ég tel rétt að flytja beinin í Gufuneskirkjugarðinn vegna þess að þetta er allt of ógeðslegur staður fyrir látna.“
Heimild:
-Kristján H. Kristjánsson.