Færslur

Gömlu-Hafnir

Haldið var að Sandhöfn, Kirkjuhöfn og Eyrarhöfn (Eyri) og gengið þaðan vestur götuna áleiðis upp á Hafnaberg. Lýsing hafði fengist af gamalli rétt þar í slakka hægra megin götunnar.

Gömlu Hafnir

Gömlu Hafnir – vörslugarður.

Þrátt fyrir nokkra leit fannst réttin ekki að þessu sinni, enda getur reynst erfitt að greina eitt frá öðru þarna í flæminu. Svæðið virðist eyðilegt, en það leynir á sér. Víða má sjá landnámsplöntur, fjölskúðugt fuglalíf og auk þess ber ýmislegt fyrir augu þegar betur er að gáð. Skúmurinn verpir t.d. þarna í sandinum og getur látið ólíkindalega.
Hlaðið gerði fannst skammt vestan og norðan Sandhafnar. Það er hlaðið nokkrun veginn sporöskjulaga með hringlaga hliðargerði við það norðanvert. Til norðurs út frá því er stuttur leiðigarður. Líklega hefur þarna verið rétt fyrrum. Skammt norðvestan er vörslugarður er liggur til suðvesturs upp að meginvörslugarðinum ofan Hafnabæjanna.

Gömlu Hafnir

Gömlu Hafnir – bæjarhóll.

Gerðinu var bætt inn á uppdrátt, sem gerður hafði verið af svæðinu. Mikið af mannvistarleifum er þarna með ströndinni og ofan hennar, s.s. hákarlabyrgi refagildra o.fl. T.a.m. er þarna sögn um grafreit. Tóft er í honum, auk annarrar utar.
Sigurjón Hinriksson frá Merkinesi sagðist muna vel eftir leifum bæjanna, einkum Kirkjuhafnar, ofan við garðana. Bæjarleifarnar hefðu síðan smám saman fokið í burtu. Lengst af hefðu leifar bæjarins Eyri verið þarna á tanganum. Sandhólarnir væru sandumorpnir klapparhólar, en bein hefðu verið flutt úr kirkjugarðinum yfir í garðinn við Kirkjuvog.
Frábært veður. Gangan tók 1 klst. og 11 mín. (Sjá meira HÉR og HÉR).

Hafnaberg

Hafnaberg.