Eftirfarandi lýsing var hraðskrifuð upp á námskeiði er Jón Böðvarsson hélt um Grindavíkurstríðið í Saltfisksetrinu í Grindavík. Hún er birt með fyrirvara – hugasanlega er þörf á einhverri leiðréttingu – eftir er að bera hana saman við skriflegar heimildir, s.s. í “Ensku öldinni“og “Tíu þorskastríð“, sbr. innihald texta:
“Grindavíkurstríðið”
II. hluti – 10. mars 2004.
Jón sagðist í framhaldi af I. hluta hafa spurst fyrir um nefndar filmur. Ræddi hann m.a. við Heimi Stígsson. Sá sagðist muna eftir því að hafa fengið “langan” renning af filmu hjá Grindavíkurbæ og framkallað tvö eintök; Grindavíkurbær hefði fengið annað eintakið og Þjóðskjalasafnið hitt. Hann hafi síðan skilað filmunni. Mundi bara ekki hvort það hafi verið til Grindavíkur eða á Þjóðskjalasafnið. Jón sagðist hafa vitað til þess að Reykjanesbær hefði fengið hluta filmusafns Heimis að gjöf, en Heimir hafi aðspurður sagt að þessar filmur væru ekki þar. Nú væri verið að svipast um eftir þeim á nokkrum stöðum, m.a. í geymslum og á skrifstofu bæjarstjórans í Grindavík. Ekki væri enn vitað hvar eintak Grindavíkurbæjar væri niður komið.
“Í dag er ætlunin að fara betur yfir bardagana, bæði á Básendum og í Grindavík, en eftir viku yrði farið yfir friðarsamningana. Þeir höfðu gríðarleg áhrif á alla framvindu mála í Evrópu á þeim tíma. Hafa þarf í huga að eftir 1500 kom tími líkur þeim sem síðar kom á 20. öldinni. Ný heimsmynd varð til í kjölfar siglingar Kólumbusar til Ameríku. En gæta þarf vel að því að sú villa sem Ítalir og Spánverjar hafa reynt að koma inn hjá fólki að Kólumbus hafi fundið Ameríku væri algjör della. Í ævisögu Kólumbusar, sem skráð var af syni hans, kemur fram að hann hafi farið með sjómönnum frá Bristol til Íslands árið 1478. Hafi hann mest verið á Ingjaldssandi, en einnig í Hafnarfirði og í Reykjavík. Í Kólumbusarsafninu á Kanaríeyjum kæmi þetta einnig vel fram. Englendingar vissu bæði um Grænland og Norður-Ameríku á þessum tíma. Þeir stunduðu fiskveiðar við Grænland og Nýfundnaland.
Kólumbus fór til Íslands gagngert til að afla upplýsinga um þessi óráðnu lönd í vestri. Gekk hann síðan á fund Ferdinands Spánarkóngs til að fá stuðning hans til siglinga þangað, en látið var liggja að því að hann ætlaði að sigla til Kína og þaðan til vesturs. Uppgötvanir lágu þá fyrir að jörðin væri hnöttótt, en ekki flöt. Markmið Spánverja var að hasla sér völl í Nýja heiminum í vestri, enda fór það svo að þeir flykktust þangað í stórum stíl eftir að uppgötvun hans varð ljós heima fyrir. Lögðu þeir m.a. undir sig lönd eins og Filippseyjar og aðrar eyjar í Kyrrahafi á meðan Portúgalar lögðust á Manhattansvæðið og Bretar á miðja Ameríku þar sem þeir strádrápu Indíánana.
Um 1500 voru Spánverjar um 10 milljónir talsins og drottnuðuá höfunum. Frakkar voru helmingi fleiri, eða 20 milljónir, en Englendingar hins vegar helmingi færri, eða 5 milljónir talsins. Nú eru á Bretlandseyjum tvöfalt fleiri íbúar en á Spáni. England, sem í raun var einungis Wales, var á þessum tíma nokkurs kona nýlenda. Hansakaupmenn stjórnuðu t.d. allri verslun í London og voru ráðandi afl í verslun í heiminum. Ítalar áttu og stjórnuðu námuréttindum í Englandi og Ítalir réðu yfir kirkjunni þar í landi. Fleiri ríki nutu og áhrifa í Englandi á þessum tíma. Spánverjar voru nýbúnir að reka Márana af höndum sér og í Austur-Evrópu sátu Tyrkirnir sem fastast þrátt fyrir grimmilega tilraunir þarlendra, s.s. Rúmverja, að reka þá af höndum sér.
Hverjar voru helstu þjóðirnar í Evrópu á þessum tíma? Í fyrsta lagi Spánn með Ferdinand og Ísabellu í broddi fylkingar, tengdaforeldra Hinriks VIII. Í öðru lagi var Maximillian Þýskalandskeisari með Habsborgaraveldið og í þriðja lagi Lúðvík XII Frakklandskonungur. Loks var það páfinn í Vatikaninu í Róm. Öll þessi ríki voru kaþólks, en sátu að svikráðum hvert við annað í stórum stíl. Frakkland vildi leggja undir sig England með aðstoð Skota, en Þýskalandskeisari spyrnti gegn því.
Um 1530 áttu Englendingar 440 hafskip. Af þeim stunduðu um 150 veiðar eða siglingar til Íslands. En hvað var það sem var þeim svona dýrmætt hér? Á þessum tíma lögðu kaþólikkar áherslu á föstna og að einungis væri á henni etinn fiskur. Hinrik VIII. framfylgdi því að farið yrði að föstulögum. Englendingar bæði veiddu og keyptu vorur hér á landi, einkum skreið og brennistein (í Hafnarfirði). Hann var notaður í púður og skotfæri og þótti einka mikilvægur í stríðunum er þá geisuðu í Evrópu.
Eftir að hirstjóri Danakonungs var niðurlægður og drepinn á Rifi lokuðu Danir dönsku sundunum og bönnuðu verslun Englendinga í ríki sínu. Hinrik VIII. (1485-1509) brást illa við. Lagði hann m.a. á stríðsskatta og efldi aðalinn. Honum datt þó ekki í hug að fara í stríð heldur notaði fjármunina til að byggja upp og smíða skip, efla siglingar og gera út landkönnuði. Kapphlaup var hafið til Ameríku eftir að fréttist af heimsálfunni eftir siglingu Kólumbusar. Frá Íslandi fengu þeir fisk og brennistein, eins og áður sagði. Leiðin til að verða stórveldi á þessum tíma var að leita auðs í Vesturálfu.
Hinrik VII og síðar Hinrik VIII lögðu mikla áherslu á að tryggja og styrkja áhrif sín þar. Hinn síðarnefndi giftist Katrínu, dóttur Ferndinands Spánarkóngs, ekkju Arthurs, bróður hans. Fyrstu árin var hann greinilega undir áhrifum tengdaföðursins, en eftir að hann hafði safnað saman við hirðina fulltrúum breska aðalsins, sem haldið hafði til í köstulum sínum víða um landið og fór að bjóða honum í veislur jókst sjálfstæði hans til muna. Kom hann m.a. með því í veg fyrir hugsanlegar uppreisnir heima fyrir. Auk þess naut hann hylli fyrir sigra sína í Frakklandi. Þá notaði hann tækifærið til að taka krúnuerfingja af lífi í stórum stíl. Hótaði hann Katrínu skilnaði, enda orðinn hundleiður á henni þegar hingað var komið, efldi borgarastéttina og styrkti sjálfstæði borga, en á þeim tíma voru þjóðríkin m.a. í mótun í Evrópu. Buðu konungar víða borgarstéttinni hin bestu kjör til að afla fylgis. Katrín eignaðist mörg börn, en þau dóu kornung. Þegar Ferndinand dó gerði Hinrik VIII. bandalag við Frakkakonung. Katrín reiddist, en hann hótaði aðs kilja við hana og giftast Önnu Boleyn, en páfagarður bannaði það. Hinrik lét þá þingð samþykkja að bannað væri að taka mark á tilmælum páfa eða bera nokkuð undir hann. Yfirmaður ensku kirkjunnar í Kantaraborg var gerður að yfirmanni kirkjunnar þar í landi. Hinrik lét ógilda hjónaband hans og Katrínar. Með því komst kaþólska kirkjan í miklar hremmingar og greiddi fyrir aðgengi hins lútherska siðar í Evrópu. Hinrik giftist Önnu Boleyn. Eignaðist hún stúlku þremur mánuðum síðar er skírð var Elísabet (Elísabet I.). Páfinn bannfærði Hinrik VIII, en konungur bannaði lestur tilkynningarinnar. Síðar giftist hann þriðju konunni. Hún ól honum son, en hún dó af barnsburðinum. Sú næsta var ákærð fyrir hórdóm og lét Hirnik hálshöggva hana og alla, sem tengdust því máli. Giftist hann fjórum öðrum eftir það.
Afskipti Hinriks VIII. af Íslandi; Danakóngur sá að ekki var nokkur leið að koma Englendingum af Íslandsmiðum. Ákvað hann þá að þeir sem kæmu með ódýrar vörur til Íslands fengju þol til fiskveiða. Hinrik afnam lögin, sem bannað höfðu Englendingum takmarkaðar Íslandssiglingar. Árið 1528 komu 148 ensk skip til Íslands. Fimm árum síðar voru þau 85 talsins, að meðaltali um 84 lestir hvert.
Árið 1532 voru einungis Básendar og Grindavík aðsetur Englendinga hér á landi. Búið var að hrekja þá frá öðrum höfnum við Faxaflóann, m.a. Hafnarfirði. Öðru hverju voru Englendingar að gera þýskum skráveifur. Hertóku þeir m.a. þýskt skip í Straumsvík (1486), færðu það til Galloway á Englandi og seldu. Árið 1511 kom til átaka og 1514 tóku Englendingar þrjú Hansaskip og hirtu allt af þeim (Björn Þorsteinsson – Fimm þorskastríð). Árið 1528 réðst enskt skip á Hamborgarafar í höfninni á Rifi og hirtu úr því öll vopn. Árið 1529 sökkti Willys nokkur, enskur, Hamborgarafari í Eyjafirði.
Þann 31. mars (páskadagur) árið 1532 sigldi enskt 150 lesta skip, Anna, inn á mjótt lónið utan við Básenda, en fór ekki inn á leguna. Básendar höfðu þá verið verslunarstaður Englendinga um alllangt skeið. Þýskir höfðu hins vegar orðið á undan þeim (komu hingað 30. mars, á laugardegi) og nutu því þeirrar reglur að þeir sem fyrstir urðu í höfn að vori nytu þar forgangs um sumarið. Englendingarnir á skipunu vörpuðu akkerum, bátur var settur út og róið var í land. Þjóðverjar voru þá um 150 talsins í landi. Englendingarnir báðum um leyfi til að hafa aðstöðu á Básenum, en foringi Þjóðverja, Ludtkin Smith, hafnaði því. Hann sagði að allar aðrar hafnir stæðu þeim opnar, en sjálfur hefði hann nú forréttindi á Básendum, auk þess sem félaga hans væri von hvað úr hverju. Englendingar virtust ekki taka þessum viðbrögðum illa og réru út í skip sitt, en sýndu ekki á sér neitt fararsnið. Daginn eftir (mánudag) kom annað enskt skip (Thomas) með áðurnefndan Willys við stýrið. Margir kaupmenn voru um borð, en áhöfnin var um 160 manns. Skipin höfðu lagt samhliða úr höfn í Englandi, en orðið viðskila í hafi.
Englendingarnir komu sér saman um að ráðast á Þjóðverjana í landi og drepa þá. Voru þeir það öruggir um yfirburði sína að þeir sendu boð til nálægra Íslendinga að koma í veislu þeirra að Básendum og þar sem yrði “þjóðverjakjöt á borðum til hátíðarbrigða”. Bróðir Ludtkins, Hans Smith, hafði verið ásamt fleiri Þjóðverjum á Básendum um veturinn og vingast við Íslendingana svo þeir voru heldur hliðhollir Þjóðverjum á þessari stundu. Þeir hunsuðu því boð Englendinganna. Á þriðjudag, 2. apríl, hélt annað enska skipið (Thomas) inn á höfnina á Básendum. Skutu skipverjar þess á þýska skipið. Löskuðu þeir bæði stafn þess og búlka. Áhöfn Önnu hóf þá skothríð, en skipið rak stjórnlaust eftir að þjóðverjar höfðu náð að höggva í sundur akkerisfestina. Rak það upp í fjöruna. Þjóðverjarnir, sem voru mun færri (30 og 80 að auki sem voru þar fyrir) virtust hafa betur. Þó var komið á vopnahléi. Á flóðinu reyndu Englendingar að losa strandaða skipið, en Þjóðverjar hófu þá árás og skoruðu á Englendinga að leggja niður vopn sín og afhenda góssið gegn griða. Því var hafnað og lögðu Þjóðverjar undir sig strandaða skipið, en héldu hinu í herkví. Áhöfnin á skipinu beið næsta flóðs, en komst ekki út vegna norðlægsstrenginsvinds. Anna var því um kyrrt í höfninni, auk þess sem skipið komst ekki út nema sigla framhjá Hamborgarafarinu, sem lá utan við það. Þótti það ekki fýsilegu kostur. Enski skipstjórinn, sem eftir lifði, fór yfir í þýska skipið, en Ludtkin skipaði honum að afhenda öll vopn. Var gengið að því, en er Þjóðverjarnir ætluðu út í enska skipið mættu þeir mikilli mótspyrnu. Hjuggu þeir þá gat á byrðinginn, drápu nokkra Englendinga, handtóku aðra og skildu þá eftir klæðalitla.
Eftir átökin sendi Ludtkin eftir Hansakaupmönnum til Hafnarfjarðar. Englendingum var í framhaldi af því gert að gjalda sektir með skreið, en fengu að sigla skipi sínu til Grindavíkur. Erlendur Þorvaldsson, lögmaður, setti Tylftardóm og réttlætti formlega haldlagningu á góssi því er Englendingar skildu eftir á Básendum, m.a. hið sjórekna skip, sem þótti allnokkurs virði, metið á 1000 sterlingspund.
Englendingar báru því síðar við í skýrslum sínum að hafa þurft að leita hafnar að Básendum vegna óveðurs, en Ludtkin hafi þá ráðist á þá. Báðir kenndu þannig hvorum öðrum um upphaf átakanna.
Víkur þá sögunni enn og aftur til Grindavíkur. Englendingarnir, sem tekið höfðu þátt í átökunum á Básendum, en var griður gefinn, flúðu þangað. Tóku þeir allmikið af fiski til sín, sem tilheyrði m.a. Þjóðverjum. Erlendur lét þá enn og aftur setja dóm og dæmdi Englendinga í sektir. Um það leyti kom að landi í Grindavík John nokkur Braye, eða Jóhann Breiði, eins og landinn nefndi hann, á skipi sínu Peter Gibson. Lét hann þegar reisa virki á Járngerðarstöðum, ofan við Stóru Bót. Gerðust Englendingar bitrir út í Íslendinga vegna stuðnings þeirra við Þjóðverja á Básendum. Hótuðu þeir landanum og bönnuðu honum að selja þýskum fisk. Pyntaði Jóhann mann, hótaði öðrum og tók lömb og sauði frá manni sem sinnti ekki þessu verslunarbanni hans. Nam hann hest af manni og gerðist alldjarfur til kvenna. Flutti hann t.d. konu eina út í skip sitt og hélt eiginmanninum þar í böndum meðan hann hafði einhver not af henni.
Um þessar mundir var Diðrik af Minden fógeti á Bessastöðum. Skipaði hann þýskum og öðrum er hagsmuna áttu að gæta að finna sig við Þórðarfell ofan við Grindavík. Lofaði hann öllum þeim sem það gerðu mála í nafni konungs. Hafnarfjarðarkaupmenn tóku tilmælunum strax vel og safnaðist fljótt allnokkuð lið við Þórðarfell, eða um 280 menn (aðrar heimildir segja 180), þ.á.m. 8 skipshafnir frá Bremen, sveit Diðriks, liðsmenn frá Hafnarfirði, Njarðvíkum og frá Básendum. Diðrik lýsti Englendingana í Grindavík réttdræpa, en alla sem gegn þeim færu friðhelga að lögum. Ástæðuna fyrir aðförinni sagði hann m.a. virkisgerðina, sem hann taldi vera atlögu að sjálfum Danakonungi, auk yfirgangs Englendinganna og afbrota. Hér virtist því fyrst og fremst vera um nokkurs konar lögregluaðgerð að ræða.
Margir Englendinganna voru á sjó þennan dag, 10. júní 1532. Jóhann Breiði, fálkatemjari konungs, og 13 aðrir Englendingar voru í virkinu. Aðfararnótt 11. júní, kl. 02.00, læddust Hafnfirðingar og Njarðvíkingar að virkinu, en Básendamenn og Þjóðverjarnir héldu í átt að skipunum sem lágu utan við Stóru-Bót. Útsinningshraglandi var og úfinn sjór. Þegar menn nálguðust virkið var gert áhlaup á það með óhljóðum og látum. Vaknaði Jóhann Breiði og menn hans við vondan draum, en náðu ekki að verjast. Voru þeir allir drepnir á nýðingslegan hátt og lík Jóhanns illa leikið. Fimmtán voru drepnir. Náðist að kyrrsetja skip Jóhanns á legunni, en fjögur skip Englendinga lágu utar. Búðir annarra Englendinga voru þarna skammt frá og voru þeir, sem þar vorum, handteknir, átta talsins. Voru þeir látnir grafa félaga sínum undir virkisveggnum. Fjórum skipum tókst að leggja frá landi, en eitt fórst á grynningunum á leið út.
Diðrik sló upp veislu, en eftir nokkra daga gaf byr svo skipi Peter Gibson var siglt til Bessastaða, enda nú metið eign danska kóngsins. Erlendur setti enn einu sinni Tylftardóm með það að markmiði að réttlæta gjörningin og leggja “löglega” hald á allt góss Englendinganna, auk þess að dæma þá í sektir. Herinn var um kyrrt í Grindavík í 10 daga, enda Englendingarnir þar til alls vísir. Margir þeirra höfðu verið á sjó þegar atlagan var gerð og þótti þeim aðkoman að landi heldur kuldaleg.
Í styrjöldinni höfðu fjórar þjóðir tekið þátt; auk Englendinga voru það Þjóðverjar, Danir og Íslendingar. Með “Grindavíkurstríðinu” lauk ekki átökunum, því fór fjarri. Það var upphafið að átökum stórþjóða. Með því hófst “styrjöld”, sem átti eftir að standa í langan tíma.
Hinrik VIII. frétti fljótlega af átökunum. Svo virðist af skrifum hans um þetta mál að hann hafi verið mjög kunnugur hér á landi. Maximillian Þýskalandskeisari frétti einnig fljótlega af átökunum. Allar skýrslur Englendinga, Þjóðverja og Dana um aðdraganda átakanna á Básendum og í Grindavík, eða Grindaveg eins og það er ritað á þeim tíma, um átökin eru 70-80 skjöl. Friðarsamningarnir, sem fylgdu í kjölfarið, eru 33 blaðsíður og feikna merkilegir. Í fylgiskjölunum eru miklar upplýsingar, en þau eru svo til öll á latínu, þýsku og örfá á íslensku. Þessi skjöl þyrfti öll að þýða yfir á íslensku.
Þetta er eina stríðið á Íslandi sem gera þurfti sérstaka friðasamninga um á milli voldugustu þjóða Evrópu á þeim tíma. Samningarnir gefa einnig góða sýn á lífskjörin á þessum tímum, einkum á Suðurnesjum.
Hinrik VIII. gafst síðar upp, m.a. vegna átaka annars staðar sem og innbyrðis átaka hans í kvennamálunum. Tímabilið er ekki einungis áhugavert fyrir Suðurnesin heldur og Ísland allt. Alveg frá 1420 til 1602 gerðust fleiri merkilegir atburðir á Suðurnesjum en nokkurs staðar annars staðar á Íslandi. Eftir Grindavíkurstríðið byrjuðu Danir að þoka Þjóðverjum á brott héðan og tókst það loks árið 1602 með tilkomu einokunarverslunarinnar, sem er síðan kapítuli út af fyrir sig.
Næst verður fjallað um friðarsamningana. Stuðst verður við gögn og ljósrit.
Loks verður farin ferð um söguslóðir Grindavíkurstríðsins, s.s. á Básenda og Stóru Bót”.
Sjá III. hluta.
ÓSÁ tók saman – yfirlestur: JG – VG og SJF.