Færslur

Breiðabólstaðasel

Gengið var að Hraunsseli.

Breiðabólstaðasel

Breiðabólsstaðasel.

Lagt var af stað frá Raufarhólshelli í Þrengslunum og austur yfir gamburmosahraun með grónum lyngbollum í beina línu að Lönguhlíð þar sem styst er yfir hraunið. Gangan tekur innan við 10 mínútur. Í hraunkantinum, þegar komið er yfir, liggur selið, greinilega miðlungs gamalt. Í selinu eru fimm rými; baðstofa, búr og eldhús, auk tvískipts stekks. Á bak við tóttirnar er lítið fjárskjól í skúta. Selstígurinn liggur niður með kantinum um Skógstíg. Bæði ofan og neðan við selið eru grasi grónar Lönguhlíðar.

Þá var haldið frá Raufarhólshelli til vesturs í leit Breiðabólstaðaseli. Gengið var yfir Þrengslaveginn, yfir gróðir hraun og upp á Raufarhól. Þetta eru breiðir og sléttir melhólar. Gengið er yfir þá með stefnu til vesturs að sunnanverðum Krossfjöllunum, rétt ofan við syðsta stapann.

Hafnarsel

Hafnarsel I .

Gengið er yfir móa og síðan aftur upp á slétta mela. Þá er komið inn á götu er liggur ofan við víða dali að sunnanverðu. Gatan liggur til vestnorðvestur með stefnu að Geitahlíð. Óþarfi er að fara upp í sjálf Krossfjöllin heldur ganga einungis með hlíðum þess. Flagið sést fljótlega á vinstri hönd og handan við næsta gróðurhrygg er grasi gróinn dalur og háir, langir klettar er horfa á mót austri, vestast í fjöllunum. Þar undir er Breiðabólstaðarsel. Selið er vel greinilegt, en gróið. Það er staðsett á mjög fallegum stað. Það eru fjórar tóttir. Tvö rými eru í þeirri stærstu. Að selinu er um hálftíma auðveldur gangur ef farið er rétta leið. Annars þarf að fara upp um Krossfjöllin, en það er þrátt fyrir allt falleg leið, klettastandar og grónir dalir og brekkur, einkum að vestanverðu.
Ofan Krossfjalla er óþekkt selstaða; annað hvort frá Breiðabólstað eða Þorlákshafnarbænum.

Hafnarsel

Í Hafnarseli.

Lokst var tekið hús í Hafnarseli (Þorlákshafnarseli). Um 5 mínútna gangur er að því frá Þrengslaveginum þar sem það kúrir undir kletti vestan við Votabergið. Það eru þrjár tóttir og í einni tóttinni, þeirri undir klettinum, eru þrjú rými.
Skammt vestar er klettastandur. Austan undir honum er hlaðinn stekkur. Skjólgott er undir berginu. Í því er fugl og nægt vatn er drýpur af því hvarvetna. Hafnarselið er í sljóki fyrir austanáttinni, ríkjandi rigningarátt, líkt og mörg önnur sel á Reykjanesi. Saga er tengd selinu um karl er komst í kerlingu, en hún verður ekki rakin hér. Meðfylgjandi mynd er látin duga að þessu sinni.
Veður var frábært, milt og kaflaskipt sól.

Hraunssel

Hraunssel Ölfusi – uppdráttur ÓSÁ.

 

Breiðabólstaðasel

Þá var haldið frá Raufarhólshelli til vesturs í leit að Breiðabólstaðaseli.

Breiðabólstaðasel

Breiðabólsstaðasel.

Gengið var yfir Þrengslaveginn, yfir gróðir hraun og upp á Raufarhól. Þetta eru breiðir og sléttir melhólar. Gengið er yfir þá með stefnu til vesturs að sunnanverðum Krossfjöllunum, rétt ofan við syðsta stapann. Gengið er yfir móa og síðan aftur upp á slétta mela. Þá er komið inn á götu er liggur ofan við víða dali að sunnanverðu. Gatan liggur til vestnorðvestur með stefnu að Geitahlíð. Óþarfi er að fara upp í sjálf Krossfjöllin heldur ganga einungis með hlíðum þess. Flagið sést fljótlega á vinstri hönd og handan við næsta gróðurhrygg er grasi gróinn dalur og háir, langir klettar er horfa á mót austri, vestast í fjöllunum. Þar undir er Breiðabólstaðasel. Selið er vel greinilegt, en gróið. Það er staðsett á mjög fallegum stað. Það eru fjórar tóttir. Tvö rými eru í þeirri stærstu. Að selinu er um hálftíma auðveldur gangur ef farið er rétta leið. Annars þarf að fara upp um Krossfjöllin, en það er þrátt fyrir allt falleg leið, klettastandar og grónir dalir og brekkur, einkum að vestanverðu.

Breiðabólstaðasel

Breiðabólstaðasel.

Annað sel fannst fyrir stuttu undir ofanverðum Krossfjöllum. Um er að ræða selsþyrpingu, stekk og ágætt vatnsstæði. Ekki er ólíklegt, af ummerkjum að dæma, að þarna geti verið um að ræða nýrri selstöðu Hafnarsels, sem er þarna skammt norðar.
Loks var tekið hús á Hafnarseli (Þorlákshafnarseli). Um 5 mínútna gangur er að því frá Þrengslaveginum þar sem það kúrir undir kletti vestan við Votabergið. Það eru þrjár tóttir og í einni tóttinni, þeirri undir klettinum, eru þrjú rými. Skammt vestar er klettastandur. Austan undir honum er hlaðinn stekkur. Hafa ber þó í huga að mikilvægt er að nýta þekkinguna á selstöðunum fyrrum er tjá á fræðileikann.

Hafnarsel

Hafnarsel II – uppdráttur ÓSÁ.

Þorlákshafnarsel

Haldið var upp í Krossfjöll frá Raufarhól.
Gengið var ofan Dimmadals og inn með Fagradalsgafli ofan Fagradals. Stefnan var tekin á Kvídal undir Kvíadalabergi í LitlalandsselKrossfjöllum. Breiðabólstaðarselið er í Kvíadal. Þaðan var haldið í svo til beina stefnu til suðvesturs að Hlíðarendaseli við “nýrri” Ólafskarðsveg milli Búrfells og Geitafells. Skammt vestan Krossfjalla var gengið yfir “gamla” Ólafsskarðveginn. Núverandi “Ólafsskarðsvegur” (sá nýrri) er merktur milli Búrfells og Geitafells, en í örnefnaskrám og á gömlum kortum er hans getið þar sem hann lá upp frá Litlalandi um Grislingahlíð í norðausturhorn Geitafells. Við “nýju” götuna er Hlíðarendasel. Þá var haldið til suðausturs niður heiðina að Litlalandsseli.
Fallegur hraunsskúti er við selið, sem og aðrar leifar þess. Til baka var gengið um Leirdalsmóa, ofan Grútarbeilu og um Sauðabrekkur undir Dimmadalshæð.

Breiðabólastaðasel

Breiðabólstaðasel – uppdráttur ÓSÁ.

Krossfjöllin láta ekki mikið yfir sér, en þegar komið er að fjöllunum má sjá hið fallegasta umhverfi innan lágra dalgeira. Fremst eru Löngudalir, en inn af þeim eru aðrir grösugir dalir, Kvíadalir. Eru klettabríkur milli þeirra. Mesta bríkin heitir Kvíadalaberg, nokkurra metra hátt standberg, sem horfir mót austri. Austan undan því eru allgreinilegar rústir. Þar stóð Breiðabólsstaðarsel. Ofan við selið er Krossfjallahnúkur. Tætturnar eru m.a. tvö hús sambyggð, úti á grundinni, utanmál 6 m. lengd og 13 m. breidd, beggja húsanna. Þá eitt hús upp við bergið, utanmál þess: 6 m. breidd og 5 m. lengd. Loks lítið hús rétt við hlið hins, um 2 m. sinnum 2 m. að utanmáli.

Selið er vel greinilegt, en gróið. Það er staðsett á mjög fallegum stað. Það eru í rauninni fjórar tóttir, tvö rými í hvorri. Kví virðist undir kletti sunnan við syðri tóftina. Ekki var að sjá stekk við selið. Vatn hefur væntanlega verið sótt í Flagið efst í Fagradal, en það er nú þurrt.
Selsstígurinn liggur að Breiðabólstað á tveimur stöðum, annars vegar niður í Leirdal og hins vegar með Ásunum.

Ólafsskarð

Ólafsskarðsvegur.

Á leið í Hlíðarendasel var gengið yfir Ólafsskarðveg. Hann er enn vel greinilegur.
Hlíðarendasel er á miðri leið frá Búrfelli inn að Geitarfelli, í stefnu af Búrfelli á Hrútagil (Kálfagil/Fálkaklett). Ljóst er að suðausturhorn Geitafells hefur gengið undir ýmsum nöfnum í gegnum tíðina, en selið virðist hafa þolað þau öll. Það kúrir í gróinni lægð, milli hóla, efst undir sunnanverðri hraunbrúninni þar sem hún rís hæst í hrauninu. Um 45 mín. gangur er frá Hlíðarenda upp í selið. Um er að ræða tvær tóttir sitt hvoru megin og síðan er hlaðinn stekkur, tvískiptur og sporöskjulaga, norðan þeirra. Annar stekkur eða gerði er norðan við vestari tóftina. Á bak við selið að austanverðu er skúti, sem líklega hefur verið notaður sem geymslustaður.

Núverandi Ólafskarðsvegur er liggur milli Búrfells og Geitafells (vestan Búrfells) er greinilega gömul gata áleiðis niður í Þorlákshöfn.

Hlíðarendasel

Hlíðarendasel – uppdráttur ÓSÁ.

Selstígurinn liggur hins vegar upp frá Hlíðarenda, samstíga, upp með austuröxl Búrfells og síðan svo til beina leið í selið, sem er efst í hraunbungunni er 1/3 er ófarinn að Geitafelli. Frá selinu liggur stígurinn síðan upp að Selvöllum undir Geitafelli vestan við Fálkaklett (o.s.frv.).

Stefnan var tekin á Litlalandssel. Selið er austasuðaustan við Hlíðarendasel. Gróið hraunið gefur lítt tækifæri til stefnumiða, en kunnugir taka mið af Geitafellinu og Búrfellinu annars vegar og Skálafellinu hins vegar.
Selstóftirnar eru upp á “fjallinu”, neðan Lyngbrekkna og Grislingahlíðar. Hraunið ofan við selið nefnist Lyngbrekknahraun og eru Efri-Lyngbrekkur ofan og vestan þess, en Neðri-Lyngbrekkur neðan þess og austan.

Litlalandssel

Litlalandssel – uppdráttur ÓSÁ.

Það er í hrauni austur frá Búrfelli. Það heitir Litlalandshraun. “Í því austarlega er Litlalandsselið, í stefnu frá Búrfelli á Kerlingarberg.” U.þ.b. 25 mínútna gangur er milli Hlíðarendasels og Litlalandssels. Reyndar er mjög auðvelt að ganga framhjá því, en selið sést best frá suðri, en erfitt er að koma auga á það þegar komið er úr gagnstæðri átt. Það er utan í hól í gróinni kvos, sem opnast mót suðri, þar sem heiðina tekur að halla verulega til suðurs. Tóttin, tvískipt, er norðvestan í hólnum og við hlið hennar er kví. Hóllinn sjálfur er holur innan og er hægt að ganga í gegnum hann. Hann hefur líkast til verið hluti af selbúskapnum. Gólfið er lagað. Við suðurenda opsins mótar fyrir tóft. Austan við hólinn er hlaðinn ferkantaður, tvíhólfa, stekkur. Grjótið í honum er nokkuð stórt, en hleðslan hefur verið einföld. Selið sker sig nokkuð úr umhverfinu því meira gróið er í kringum hólinn er annars staðar á svæðinu.

Selsstígurinn hefur verið fremur stuttur, eða um 20 mínútna langur. Farinn hefur verið Ólafsskarðsvegurinn upp frá bænum og beygt út af honum ofan við brúnina. Þar er hægt að rekja hann svo til beint í selið.

Litlalandssel

Hellisskúti í Litlalandsseli.

“Bærinn Litlaland stóð í grunnum hvammi eða dal, undir sömu hlíð og eystri Hlíðarbæirnir. En þar er hlíðin lág, nema á litlum kafla fyrir austan túnið. Þessi staðarákvörðun er miðuð við þann stað sem bærinn hefur staðið frá fornu fari. En nú er bærinn staðsettur austur í Ás, miðsvæðis, þó eldra bæjarstæði og tún sé greinilegt”, segir í Örnefnalýsingu. Litlaland á land mót Hlíðarenda upp í austuröxl Geitafells.
Í bakaleiðinni var gengið yfir Ólafsskarðsveg. Í örnefnaskrá segir hins vegar að “um [Ólafsskarð] liggur Ólafsskarðsvegur, og áfram suður með Bláfjöllum, um Þúfnavelli norðan við Geitafell, niður hjá Grislingahlíð, að Litlalandi … “Ólafsskarðsleið frá Litlalandi liggur um Fagradal, Þúfnavelli, milli Fjallsins eina og Bláfjalla, um Ólafsskarð, Jósefsdal á þjóðveg neðan við Þórishamar.” Þannig er Ólafsskarðsvegur merktur inn á gömul kort. Hann liggur upp frá Litlalandi milli Skyggnis og Stekkjardals. Ofan brúnarinnar greinist hann, annars vegar um Leirdal og hins vegar vestan í Borgarlágum, en kemur saman á ný í Grislingahlíð.
Selstígurinn í Hafnarsel hefur einmitt legið um Ólafsskarðsveg upp frá Litlalandi. Ofan við Grislingahlíð beygir hann til norðurs að Sandfelli og lá þar sunnan og austan við það að Votabergi. Þetta hefur verið u.þ.b. tveggja klukkustunda gangur.
Loks var tekið hús á Hafnarseli (Þorlákshafnarseli). Um 5 mínútna gangur er að því frá Þrengslaveginum þar sem það kúrir undir kletti vestan við Votabergið. Það eru þrjár tóttir og í einni tóttinni, þeirri undir klettinum, eru þrjú rými. Skammt vestar er klettastandur. Austan undir honum er hlaðinn stekkur.

Þorlákshafnarsel

Þorlákshafnarsel undir Votabergi – uppdráttur ÓSÁ.

Í Örnefnaskrám segir að “frá fornu fari mun Þorlákshöfn hafa haft í seli í Breiðabólsstaðarlandi í Ölfusi… Þorlákshafnarsel stóð undir Votabergi, sem er skammt fyrir norðan þjóðveginn um Þrengslin, sem svo eru kölluð sunnan Hellisheiðar… Selrústirnar, eins og þær líta út nú á dögum, eru ekki beinlínis við bergið sjálft heldur við lítinn hamraskúta kippkorn frá. Rústirnar eru vallgrónar en skýrar”.

Hafnasel II

Hafnasel norðan Krossfjalla – uppdráttur ÓSÁ.

Reyndar hafði Þorlákshafnarbærinn einning selstöðu norðan undir Krossfjöllum. Þar má enn sjá fjölda tófta við fallegt vatnsstæði.

Aðalhúsið, sem sýnist vera, er um 4 m á lengd og 2 m á breidd, líklega selbaðstofan, en af enda hennar er örlítið hús, sem gæti hafa verið eldhús, en til hliðar og nær skútanum er þriðja húsið, ef til vill mjólkurhús, rösklega 3 m á lengd og 1.5 m á breidd, en við enda þess örlítill kofi, sem gæti hafa verið smalabyrgi eða hundakofi.”
Í annarri lýsingu segir að “vestur frá Votabergi, en austan vegarins, er lágur móbergsstapi úti í hrauninu. Austan við hann er gömul rúst. Þar stóð Þorlákshafnarsel eða Hafnarsel. Þar hafði Þorlákshafnarbóndi í seli gegn skipsuppsátri Breiðabólsstaðarbóndans í Þorlákshöfn.”
“Sunnar frá selinu er hóll eða klettaborg og þar við lóðréttan, lítinn hamravegg er eitthvert mannvirki, sem gæti verið kvíar og raunar ekki sýnilegt, hvað það gæti veirð annað. Hamraveggurinn hefur verið notaður á eina hlið, en síðan hlaðið á þrjá vegu úr grjóti. Þetta er um 7 m á lengd og 2 m á breidd, kynni að hafa tekið um 25-30, en það má þykja helst til lítið fyrir stórbýlið Þorlákshöfn. Þetta gæti þó vel staðist, því fjöldi sauðfjár var þar ekki svo mikill á 18. öld og fram á þá 19.”

Þorlákshafnarsel

Í Þorlákshafnarseli (Hafnarseli).

Heimild er til um leið ofan við selið. Þar segir m.a.: “Götur miklar og gamlar liggja um selrústirnar, sem þá hafa verið sérlega mikið troðnar til sels og frá því, en ekki var þarna alfaraleið.” Í annarri lýsingu segir að “upp úr grasgeira ofan við Votaberg er sniðgata í snarbrattri hlíðinni, upp á brúnina, og heitir Tæpistígur.”
Rústir Þorlákshafnarsels undir Votabergi á Hellisheiði.” friðlýst af Þór Magnússyni 20.1.1976.
Selsstígurinn hefur verið nokkuð langur og nokkrar jarðir að þvera því “Þorlákshafnarbærinn gamli stóð um miðja vegu milli Skötubótar og Hafnaress (63°51.402-21°22.525), fast við ströndina, Hafnarvíkina, niður í Þorlákshöfn, uppi á allháum sjógarði eða uppfyllingu, sem hét Sjógarður, og snéri stafni mót suðri. Nú er hins vegar búið að umturna öllu bæjarstæðinu svo ekkert er eftir, nema hluti af Þorlákshól.

Hafnarsel

Hafnarsel.

Aðalathafnasvæði hafnar, fiskverkunnar og annarra framkvæmda eru nú á bæjarstæðinu”, segir í Örnefnaskrá. “Í bæjarröðinni voru allmörg hús, geymsluhús austast en baðstofa, hlaðin úr höggnu grjóti, vestast. Fjós var vestan í móti, og hesthús, en heyhlaða, ærhús og fleiri byggingar að bæjarbaki. Suður af eystri hluta bæjarhúsanna stóð tveggja hæða timburhús og fleiri hús áföst, austan við það, en stórt geymsluhús aðeins sunnar.” Hægt er að sjjá teikningu og ljósmyndir af bænum í Sögu Þorlákshafnar.” Bærinn hefur staðið þar sem nú er Hafnarskeið 6, 8a & 8b.

Þorlákshöfn

Þorlákshöfn – gamli bærinn.

“Þorlákshöfn var einn þessara gömlu kirkjustaða. Þar var hálfkirkja (63°51.407-21°22.332) fram um 1770 og hafði svo verið örugglega í 250 ár, en sennilega þó í allt að 400 árum. Kirkjan hefur staðið þar sem nú er Hafnarskeið 8. Kirkjugarður var norðan við bæjarhúsin. Bein, er upp komu í jarðraski sem varð í sambandi við hafnarframkvæmdir 1962, voru flutt þaðan að Hjalla. Við kirkjuna hefur verið grafreitur og garður hlaðinn kringum hann. Kemur það fram í einni heimild 1673, að garður sé umhverfis kirkjuna… Þegar kirkjan var fallin og menn hafa séð fram á, að hún yrði ekki  endurbyggð, var upp úr tóft hennar reist sjóbúð, er var ávallt síðan kölluð Kirkjubúðin. Vísuðu dyr hennar, sem voru til vesturs, á Geitafell. Kirkjubúðinni var haldið við og notuð af sjómönnum í meira en heila öld, allt fram yfir þarsíðustu aldamót. Þá var hún rifin og jöfnuð við jörðu. Í nóv. 1951 var jöfnuð út til mold til þess að jafna og slétta fyrir utan hlöðuinnfall í Þorlákshöfn í Ölfusi. Þá komu þar í ljós mannabein. Var þá verkinu hætt að sinni.”
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 04 mín.

Heimild m.a.:
-http://www.bokasafn.is/byggdasafn/fornleifaskra
-Farfuglinn (1975).
-Eiríkur Einarsson: Örnefni og minjar í Hjallasókn, 1976.
-Örnefnaskrár.
-Örnefnakort – Eiríkur Einarsson 1969.

Hlidarendasel-211

Hlíðarendasel.

 

Þorlákshafnarsel

Gengið var yfir Eldborgarhraun eftir Lágaskarðsvegi gegnt Raufarhólshelli, norður með Lönguhlíð, inn á Selstíg, upp í Sandali og á Eldborg undir Meitlum, um Lágaskarð milli Litla-Meitils og Stóra-Sandfells og um Lákastíg austan Stóra-Meitils um Stóradal að Hveradölum. Þessi fyrrum fjölfarni vegur var nefndur Lágaskarðsvegur.

Lágaskarðsvegur

Kort af svæðinu – Lágaskarðsvegur fyrir miðju.

Gatnamót eru undir Lönguhlíð þar sem Selstígurinn liggur af honum suður með hlíðinni að Hrauni. Þessi leið hefur einnig verið nefnd Lágaskarðsvegur, líkt og hin, sem liggur frá gatnamótunum til suðvesturs áleiðis niður að Breiðabólstað. Sá hluti götunnar (Selstígur/Lágaskarðsvegur) lá niður að Hjalla í Ölfusi. Hraunsselið er skammt neðan við gatnamótin, fast við hraunbrúnina. Í bakaleiðinni var gengið suður með austanverðum Litla-Meitli, ofan við Innbruna og áð undir Votabergi þar sem Hafnarsel kúrir undir grettistaki.
Lágaskarðsvegur var genginn yfir Eldborgarhraunið frá malarnámusvæðinu við Raufarhólshelli að Lönguhlíð. Ofar er Sanddalahlíðin og Suðurhálsar. Þegar komið var yfir hraunið var gengið spölkorn suður eftir Selstígnum og litið á tóftir Hraunssels.
Þá var haldið áfram upp með Lönguhlíð gengið norður eftir Lágaskarðsvegi, milli hraunsins og hlíðarinnar. Undirhlíðin er grasi gróin og því greiðfar göngufólk.

Litli-Meitill

Litli-Meitill.

Litli-Meitill blasti við í norðvestri og Eldborgin var beint framundan, ofan Sanddala. Undir Litla-Meitli eru fallegir grasbalar, auk þess sem sjá má vísir af skógrækt undir hlíðinni. Nyrðri-Eldborg er framundan. Úr henni liggur falleg hrauntröð á sléttlendið fyrir neðan. Eldborgarhraun, sem rann áleiðis að Hjalla í Ölfusi, kom úr þessari Eldborg. Í raun er það miklu mun eldra en Kristnitökuhraunið norðvestan við Lambafellið, það er myndaði Svínahraunsbrunann.
Gígurinn er mikilfenglegur, ekki síst þar sem hann trjónaði þarna uppi í þokukenndri hlíðinni. Hann hefur hlaðið upp háan gígbarm að vestanverðu.

Eldborg

Eldborg undir Meitlum – hrauntröð.

Gígurinn er opinn mót suðaustri og liggur hrauntröð frá honum fram eftir hrauninu. Reyndar eru gígarnir tveir, þessi er nefnist Nyrði-Eldborg og annar mun minni austar, utan í Stóra-Sandfelli, nefndur Syðri-Eldborg. Hraunið norðan þeirra er úr Eldborg ofan Hveradala, austan í Stóra-Reykjafelli.
Gengið var áfram um Lágaskarð. Í þjóðsögum Jóns Árnasonar um þræla Ingólfs Arnarssonar, Sviða og Vífil segir m.a.: “Langt fyrir ofan Vífilsstaði er fell eitt sem Vífilfell heitir og liggur þjóðvegur ofan fyrir norðan það þegar farið er Hellisskarð að austan eða Lágaskarð; en rétt vestan undir fellinu liggur Ólafsskarðsvegurinn á þjóðveginn.”

Raufarhólshellir

Í Raufarhólshelli.

Í örnefnalýsingum er fjallað um Lágaskarðsveg. Þar segir m.a. að “Lágaskarð liggur hjá Stakahnúk [en hann er áberandi þegar komið er í skarðið austan við Stóra-Meitil]. Eftir skarðinu liggur Lágaskarðsvegur.
Lágaskarðsvegur hefst við Breiðabólstað. Hann liggur yfir Bæjarlæk [við Breiðabólsstað] rétt fyrir ofan Fossinn, inn Torfdalshraun, austan Torfdalsmels og innan til á móts við Krossfjöll austur yfir Eldborgarhraun, austur að Lönguhlíð og upp á Hveradalaflöt, undir austurhlíðum Lakahnúka og síðan um breitt skarðið yfir slétt og greiðfært helluhraun (að mestu mosagróið) og síðan niður úr skarðinu (sem er meira eins og grunnt dalverpi en skarð) til Þorlákshafnar og í Selvog. Á herforingjaráðskorti frá 1909 (1:50000) er norðurendi leiðarinnar sýndur vestar en hér er lýst. Þar liggur Lágaskarðsleiðin útaf Hellisheiðarvegi undir neðstu brekkum Reykjafells og yfir hraunhólana neðan við Hveradalaflöt en sú leið er mun ógreiðfærari þó hún sé styttri. Á kortinu kvíslast leiðin við Lönguhlíð og liggur ein slóð til Breiðabólstaðar en önnur til Hrauns.”
Varða Vegurinn er lengstaf aðeins kindastígur en nokkur vörðutyppi eru í sjálfu skarðinu (á helluhrauninu) og gætu sum þeirra verið gömul. Á nokkrum stöðum má ímynda sér að hestaumferð hafi gert för í hraunhelluna en hvergi er það skýrt. Þessi leið mun nú ganga undir nafninu Lákastígur, en það nafn er væntanlega komið frá Lakahnúkum austan við stíginn. Austar og sunnar, undir Norðurhálsum, eru Lakakrókur og Lakadalir.
Steindór Sigurðsson lýsir Lágaskarðsleið í Árbók Ferðafélagsins 1936: “Þessi leið liggur að mestu leyti samhliða Þrengslaleiðinni, en um það bil þremur km austar. Og Meitlarnir mynda takmörkin á milli þeirra. Leiðin liggur frá Skíðaskálanum, og stefnir suður yfir lága öldu, um 50 m upp á við af veginum í byrjun. Þegar upp á hana er komið, sér greinilega móta fyrir Lágaskarði. Vestan undir [Lákahnúkum] er víðast hvar graslendi, sem ásamt haganum undir Lönguhlíð, austar á leiðinni, hefir orðið til þess að gera leið þessa vinsælli en Þrengslaleiðina. Lágaskarðsleiðin var ein aðalþjóðleiðin yfir Hellisheiði, allt fram að því að akvegur var gerður yfir heiðina og sjálfsögðust lið allra austanmanna, er um Eyrarbakka komu og fóru yfir Ölfusá í Óseyrarnesi og um Hafnarskeið. Vestan undir Stóra-Sandfelli er hádepill Lágaskarðsleiðar (303 m.y.s.).

Skálafell

Skálafell.

Skammt austar liggur leiðin niður brekku eina talsvert bratta en ei langa, og þegar kemur á brekkubrúnina, sér vegafarandinn hvar Eldborgarhraunið breiðist út vestur með Meitilstöglunum og allt vestur að Sandfelli. Með heiðarbrúninni er greiðfær og götumtroðinn grasmói, og heiðin fyrir ofan hann – að suðurbunga Skálafells, heitir Langahlíð. Norðaustur af Krossfjöllum skiptast leiðir, en gamla aðalleiðin lá suðaustur með Lönguhlíð, niður hjá Kömbum og Kerlingadrögum, vestanvert við brún Hjallafjalls og annaðhvort austur með fjallsbrúninni, að Hjalla eða suðvestur undir hraunið, að hrauni, sem var fyrrum alkunnur viðkomustaður þeirra, sem Lágaskarð fóru.” Hálfdan Jónsson getur Lágaskarðsleiðar í lýsingu Ölfushrepps frá 1703: “Á þessum fjallgarði, er fyrir norðan þessa byggð sveitarinnar liggur, eru þrír vegir vestur á Suðurnes, nefnilega Ólafsskarð, Lágaskarð og Sanddalavegur, hverjir allir saman koma í einn veg á vestanverðu fjallinu, þá byggðarlönd taka til Suðurnesjajarða.”

Lakadalur

Lakadalur.

Í Þjóðólfi 14. september árið 1906 er fjallað um fyrirhugaða járnbrautalagningu milli Reykjavíkur og Ölfuss. Þar segir m.a. um járnbrautarleiðina austur í sýslur að verkfræðingurinn Þorvaldur Krabbe hafi nú athugað leiðina. “Skýrði hann oss frá, að hann hefði fyrst athugað leiðina héðan austur í Ölfus. Er þar um þrjár leiðir að tala: um Ólafsskarð, Lágaskarð og um Hellisheiði niður hjá Reykjaholti og Reykjum, en um þá leið væri naumast að tala. Um Ólafsskarð mætti leggja braut, og væri þá farið fram hjá Vífilfelli, en Lágaskarðsleiðin niður að Hrauni væri greiðust, en á þeirri leið væri um hraun að fara á mjög löngum kafla, og hann vildi ekki leggja til, að járnbrautir væru lagðar yfir hraun. Undirstaðan eða hleðslan undir brautina héldist þar afarilla, sigi niður og skekktist allavega, og það gæti orðið stórhættulegt, því að járnbrautarteinarnir mega ekki haggast hið minnsta, annars er við því búið, að lestin hlaupi út af sporinu.”

Lágaskarðsvegur

Stapi við Lágaskarðsveg.

Framundan var Hveradalaflötin norðan Lakahnúka og Hveradalir suðavestan í Reykjafelli (Stóra-Reykjafelli). Í efsta dalnum, vestan við Eldborg, var skíðastökkpallur og heitir þar Flengingarbrekka. Stærsti dalurinn heitir Stóridalur og ofan við mynni hans er Skíðaskálinn. Hverirnir, sem dalirnir eru við kenndir, eru í litlum hvammi fyrir ofan Skíðaskálann.
Skíðaskálinn í Hveradölum var reistur árið 1934 af Skíðafélagi Reykjavíkur og var hann í eigu þess til 1971 er Reykjavíkurborg keypti hann. Skálinn brann til kaldra kola 21. janúar 1991. Nýr skáli í svipuðum stíl var þá reistur á grunni hins gamla. Hann var tekinn í notkun 4. apríl 1992 og formlega vígður 17. júní það ár.

Skíðaskáli

Skíðaskálinn í Hveradölum.

Uppi í brekkunni fyrir ofan skálann eru tveir minnisvarðar. Annar þeirra er til minningar um Ludvig H. Müller (1879-1952), kaupmann, er var formaður Skíðafélags Reykjavíkur í 26 ár, frá stofnun þess 1914, en hinn um Kristján Ó. Skagfjörð (1883-1951), kaupmann, er var formaður þess næstu 11 árin. Í Hveradölum bjó á árunum milli 1930 og 1940 danskur maður, A.C. Høyer að nafni. Hafði hann þar greiðasölu. Þá hafði hann gufu- og leirböð og vísi að gróðurhúsarækt, líklega einn fyrsti maður hér á landi sem stundaði þann atvinnuveg.
Gengið var til baka um Stóradal, niður í Stórahvamm vestan undir Stóra-Meitli og hlíðinni fylgt til suðurs milli hennar og Lambafellshrauns, framhjá Hrafnakletti og að Votabergi. Undir berginu er Þorlákshafnarsel (Hafnarsel).
RaufarhólshellirÍ örnefnalýsingu segir að “frá fornu fari mun Þorlákshöfn hafa haft í seli í Breiðabólsstaðarlandi í Ölfusi. Þorlákshafnarsel stóð undir Votabergi. Selrústirnar, eins og þær líta út nú á dögum, eru ekki beinlínis við bergið sjálft heldur við stóran klett kippkorn frá. Rústirnar eru vallgrónar en skýrar. Aðalhúsið, sem sýnist vera, er um 4 m á lengd og 2 m á breidd, líklega selbaðstofan, en af enda hennar er örlítið hús, sem gæti hafa verið eldhús, en til hliðar og nær skútanum er þriðja húsið, ef til vill mjólkurhús, rösklega 3 m á lengd og 1.5 m á breidd, en við enda þess örlítill kofi, sem gæti hafa verið smalabyrgi eða hundakofi. Þar hafði Þorlákshafnarbóndi í seli gegn skipsuppsátri Breiðabólsstaðarbóndans í Þorlákshöfn. Sunnar frá selinu er hóll eða klettaborg og þar við lóðréttan, lítinn hamravegg er eitthvert mannvirki, sem gæti verið kvíar og raunar ekki sýnilegt, hvað það gæti verið annað.

Votaberg

Votarberg.

Hamraveggurinn hefur veirð notaður á eina hlið, en síðan hlaðið á þrjá vegu úr grjóti. Þetta er um 7 m á lengd og 2 m á breidd, kynni að hafa tekið um 25-30, en það má þykja helst til lítið fyrir stórbýlið Þorlákshöfn. Þetta gæti þó vel staðist, því fjöldi sauðfjár var þar ekki svo mikill á 18. öld og fram á þá 19.”
Rústirnar voru friðlýstar af Þór Magnússyni í janúar 1976.
Í heimildum er einnig sagt frá Tæpistíg, leið er lá “upp úr grasgeira ofan við Votaberg, sniðgata í snarbrattri hlíðinni, upp á brúnina.”
Gengið var niður með Litla-Meitli og niður Eldborgarhraun að upphafsstað. Á leiðinni var leitað hugsanlegra hella í hrauninu, en engir fundust að þessu sinni.
Frábært veður. Gangan tók 4 klst og 4 mín.

Heimild m.a.:
-http://www.bokasafn.is/byggdasafn/fornleifaskra

Þorlákshafnarsel

Þorlákshafnarsel – uppdráttur.