Tag Archive for: Hafnasel

Hafnasel

Á landakortum er örnefnið „Seljavogur“ merkt við norðaustanverða Ósa í Höfnum. Örnefnið bendir til að þar hafi verið selstaða og það fleiri en ein. Hingað til hefur ekki verið vitað um aðra selstöðu norðan Ósa en Stafnessel norðan Djúpavogs. Í vettvangsferð FERLIRs átti hins vegar annað eftir að koma í ljós.
Ósar - loftmyndMagnús Þórarinsson lýsir eftirfarandi í ritinu „Leiðir, lendingar og örnefni á Miðnesi frá árinu 1960 þar sem hann er að lýsa Stafneslandi: „Nokkurn spöl austur af Fremri-Skotbakka er annar tangi, sem heitir Innri-Skotbakki. Skammt innar er gamli Kirkjuvogur. Þar sér aðeins fyrir rústum, en engin önnur merki um fyrri byggð. Til marks um það, hve Vogur (gamli Kirkjuvogur) var mikil jörð, skal þess getið, að árið 1407 selur Björn Þorleifsson hirðstjóri manni einum, er Eyjólfur hét Arngrímsson, Voga á Rosmhvalanesi, sem þá var kirkjustaður, fyrir 5 jarðir á Vestfjörðum. (Árb. Esp. 2, 68.)
SeltóftNokkur fróðleiksauki er þáttur jarðabókar (Á. M. & P. Víd.) 1703. Þar segir svo: „Gamli Kirkjuvogur. Forn eyðijörð, um hana er skrifað síðast meðal Hafnahreppsbæja, að óvíst sé, hvort hún liggi í Kirkjuvogs- eða Stafneslöndum, item, að munnmæli séu, að Kirkjuvogsbær sé þaðan fluttur. Nú að fleirum kringumstæðum betur yfirveguðum sýnist að sitt hafi hvor bær verið. Kirkjuvogur sem nú er byggður, og þessi gamli Kirkjuvogur, sem af gömlum documentum ráða er að heitið hafi til forna Djúpivogur. Hvað sem hér um er að segja, þá er það víst, að þessi eyðijörð öldungis ekki kann upp aftur að byggjast, með því so vel túnstæðið sem landið allt um kring af sandi uppblásið er og að bláberu hrjóstri orðið. Svo er og lendingin, er þar sýnist verið hafa, af útgrynni öldungis fordjörfuð og ónýtt. Grastór, sem hér og hvar í landareigninni kunna til baka að vera, nýta sér Stafnesingar og Kirkjuvogsmenn og er hér ágreiningur um landamerki.“
Seljavogssel IÁrið 1703 hefir gamli Kirkjuvogur legið í auðn yfir stórt hundrað ár, segir þar, þ. e. frá 1580 eða nokkru fyrr.
Þegar hér er komið, er orðið grónara heiðarland með lyngklóm niður undir sjávarbakka. Útfiri er mikið innst í Ósum og sandleirur allmiklar um stórstraumsfjöru. Djúpivogur er nyrzti, innsti og lengsti vogurinn í Ósabotnum. Þar voru landamerki milli Stafness og Hafna og um leið hreppamörk. Þeim mun þó hafa verið lítilsháttar breytt á síðari árum.
Yfir margt er að líta á langri ævi og umbreytingasamri. Frá strönd ég stari og sé í fjarska tímans: sjóinn og fjöruborðið með öllu Miðnesi, eins og rósótta ábreiðu, síbreytilega eftir sjávarhæð og ljósbroti sólar. Á lognblíðum dögum, þegar síkvik báran lék við þarann og sandinn, fóerlan söng sitt ljúfasta lag og æðurin ú-aði á útmánuðum, var yndislegt að vera ungur og lifa í óskadraumum, sem aldrei rættust. – En svo dró bliku á loft og bakka við hafsbrún. Þau sendu sterkan hvínandi storm, þá varð dimmt undir él, sjórinn úfinn og ægilegur, eins og reiður jötunn, er Hræsvelgur blakaði arnarvængjum sínum. Þannig er, í fáum orðum, myndin á spjaldi minninganna.“
Seljavogssel IINokkurra selstaða er getið frá Hafnabæjunum, s.s. Merkinessel, Gamlasel, Möngusel og Kirkjuvogssel (sjá HÉR). Þær eru allar uppi í Hafnaheiðinni. Kalmannstjörn mun hafa haft selstöðu suður undir Stömpum. Ekki er að sjá í heimildum að selstaða eða selstöður frá bæjunum hafi verið við Seljavog við norðaustanverða Ósa, en þar munu þó vera tóftir. Örnefnið bendir til að þar hafi verið fleiri en ein selstaða, en skv. örnefnalýsingu Stafness voru landamerki milli þess og Hafna að hafa verið við Djúpavog skammt norðvestar. Það er því ekki ólíklegt að þarna kunni að hafa verið selstöður frá Hafnabæjum, s.s. Kotvogi, eða jafnvel frá enn fyrri tíð og þá jafnvel frá Hvalsnesi. Bæði gætu mörk hafa breyst sem og eignarhlutdeild, frændsemi ráðið staðsetningu eða aðstaðan verið keypt í skiptum fyrir aðra önnur hlunnindi.
Seljavogssel IIÍ Jarðabókinni 1703 er getið um selstöður frá Hvalsnesi, en þær eiga þá að vera komnar í eyði. Þrátt fyrir leitir hafa ekki fundist ummerki eftir þær í heiðinni ofan við bæinn, sem verður að teljast óvenjulegt. Í Jarðabókinni 1703 segir um selstöður frá Hvalsnesi (Hualsnesi): „Selstöður tvær er sagt að kirkjan eigi, og eru nú báðar þær næsta því ónýtar fyrir grasleysi, og önnur aldeilis vatnslaus, so er og mestalt land jarðarinnar komið í sand, grjót og hrjóstur“. Skv. þessu er að sjá að Hvalsnes hafi haft selstöður, hugsanlega á mismunandi tímum, á a.m.k. tveimur stöðum. Önnur þeirra gæti hafa verið við Seljavog, a.m.k. er það ekki útilokað. Skoða á eftir heiðina ofan við selstöðurnar m.t.t. hugsanlegra selstíga. Hér eru selstöðurnar einfaldlega nefndar „Hafnasel“ þótt enginn hafi bær verið með því nafni. Hin selstaðan gæti síðar hafa verið frá Kotvogi, jafnvel byggst upp úr þeirri fyrrnefndu. Kirkjuvogur (Kyrkiu Vogur) hafi skv. Jarðabókinni 1703 „selstöðu eigi allfjarri. Mjög haglítil. En vatnsból í selinu mjög erfitt, so að á hestum þarf til að flytja um hásumar“. Selstaðan frá Kirkjuvogi er þekkt. Þó er ekki útilokað að við Seljavog hafi verið eldri selstaða frá Gamla-Kirkjuvogi, enda fyrir Djúpavog að fara. Jarðarinnar er getið í Jarðabókinni sem eyðijarðar, en ekkert er fjallað um selstöðu á þessu svæði.
SeljavogurÞegar komið er norður fyrir austanverða Ósa við Hafnir verður fyrst fyrir Djúpivogur er nær þar lengst upp í landið. Suðaustur af voginum er Beinanes. Efst á því er stór klettur; Hestaskjól. Suðaustan við Beinanes er Seljavogur, mjór og langur. Þvert yfir Beinanes, milli Seljavogs og Djúpavogs, á móts við miðja vogina, eru að sjá á loftmynd leifar af hlöðnum garði. Suðvestan innan við garðinn eru tóftir er síðar verður getið. Við vettvangsskoðun var erfitt að koma auga á garð þennan.
Samkvæmt Jarðabókinni 1703 hafði Kirkjuvogur í seli, sbr. „Selstaða eigi allfjarri. Mjög haglítil. En vatnsból í selinu mjög erfitt, so að á hestum þarf til að flytja um hásumar“. (Sjá meira um Kirkjuvogssel HÉR.)
Í Jarðabókinni er ekki getið um selstöður frá hjáleigum Kirkjuvogs, s.s. Hólshúsi, Garðhúsum, LandamerkiHaugsendakoti og Árnagerði (Arne gerde). Getið er um Gamla-Kirkjuvog, „forna eyðijörð. Hefur legið í auðn stórt hundrað ár. Eru munnmæli að Kirkjuvogs bær sje þaðan fluttur, þángað sem nú stendur hann, og vill þá þetta bæjarstæði í Kirkjuvogslandi verið hafa. Aðrir halda að þetta bæjarstæði sje í Stafness landi“.
Þar sem selstöðu við Seljavog er ekki getið í Jarðabókinn 1703 má telja að annað hvort hafi þær þá verið aflagðar þar fyrir löngu eða teknar upp eftir að Jarðabókin var skrifuð. Af ummerkjum á vettvangi að dæma má telja líklegt að selstöðurnar hafi orðið til talsvert fyrir árið 1700 (a.m.k. sú sem er norðan við Seljavog), en fallið í gleymsku. Til viðmiðunar er t.d. Kirkjuvogsselið, sem verður að teljast af nýrri tegund selja, enda miklu mun greinilegri en þessar selstöður. Fyrrum hefur þetta land væntanlega tilheyrt Gamla-Kirkjuvogi þótt það tilheyri nú Höfnum. Af ummerkjum að dæma virðist þó hafa verið róið í nyrði selstöðuna, en það gæti hafa verið leið til að spara krókinn fyrir Djúpavog.
landamerkinOfan við vörina í nyrðri selstöðinni er tóft. Í selstöðunni, sem er í skjóli fyrir austanáttinni undir lágu klapparholti, eru þrjú rými og hringlaga gerði. Ofan við klapparholtið er ágætt vatnsstæði.
Í syðri selstöðunni, sunnan við Seljavog, eru rými hins vegar reglulegri og virðast nýrri. Þau eru í einni lengju. Norðar, á klapparholti, eru stakar tóftir, sú syðsta greinilegust. Í henni sjást hleðslur. Neðan við hana, undir klapparholtinu og ofan við voginn, er hringlaga hleðsla; lítið gerði, hugsanlega kví í skjóli fyrir austanáttinni. Selstaðan sjálf er óvarin fyrir regni og vindum, sem verður að teljast óvenjulegt. Hins vegar eru góð skjól undir klöppum í nágrenninu.
Grónar vörður ofan við selstöðurnar benda til þess að komið hafi verið að þeim sjóleiðis frá því sem Hafnir eru í dag, þ.e. róið yfir Ósa.
HestaskjólHvenær land Gamla-Kirkjuvogs féll undir Stafnesland er ekki vitað þegar þetta er ritað. Hins vegar má sjá á gamalli gróinni vörðu norðaustan við Djúpavog með línu í hlaðna vörðu norðaustar í heiðinni hvar landamerkin hafi legið á liðnum öldum. Selstöðurnar, sem hér um ræðir eru báðar utan hennar, þ.e. í landi Hafna.
Fyrrnefndar selstöður eru greinilegar þótt ekki væri fyrir annað en að í kringum þær eru mikið graslendi, en óvíða annars staðar norðan Ósa, nema ef vera skyldi á litlum blettum undir klettum vestanverðum, og í þeim báðum má vel greina rými með grónum jarðlægum veggjum og tilheyrandi hleðslum (stekkir).
Hvað sem líður niðurstöðum þess hvaða jörðum þessar selstöður hafa tilheyrt fyrrum verður a.m.k. tvennt að teljast merkilegt; annars Svæðiðvegar sú uppgötvun að örnefnið Seljavogur á sér áreiðanlega og skiljanlega skýringu og hins vegar að þar skuli liggja áhugaverðar fornminjar er legið hafa í þagnargildi um aldir. Auk þess taldist skráning þessara tilteknu selstöðuminja til þeirrar tvöhundruð og sextugustu (260), sem FERLIR hefur skoðað á Reykjanesskaganum, fyrrum landnámi Ingólfs.
Í leiðinni var ákveðið að skoða tilgreint Stafnessel. Í örnefnalýsingu sem Ari Gíslason skráði eftir Metúsalem Jónssyni um Stafnes segir m.a. um Stafnessel: „Skammt suður og upp frá Gálga eru lágar klappir nefndar Klofningar. Þar suður og upp af Þórshöfn er einstök varða á klöpp, Mjóavarða, sem var innsiglingarmerki á Þórshöfn. Suðaustur af henni eru svo tvær vörður á klöpp, sem nefndar eru Systur. Þar austur af eru Stórubjörg, og austan þeirra er gamalt sel, sem heitir Stafnessel.“
Magnús Þórarinsson segir í sinni framangreindri lýsingu: „Enn sést móta fyrir rústum af Stafnesseli“.
Við skoðun á selstöðunni var augljóst að þarna eru mannvistarleifar. Þær eru hins vegar mjög fornar að sjá.
Frábært veður. Gangan tók 2 klst og 2 mín.

Heimildir m.a.:
-Magnús Þórarinsson: „Leiðir, lendingar og örnefni á Miðnesi; Stafnes“, Frá Suðurnesjum. Frásagnir frá liðinni tíð, Félag Suðurnesjamanna í Reykjavík, Hafnarfirði, 1960, bls. 151 –165.
-Örnefnalýsingar fyrir Hafnir.

Stafnessel

Stafnessel.