Færslur

Hamrasel

Í Örnefnalýsingu Ásgeirs Jónassonar frá Hrauntúni (birtist m.a. í Árbók Hins ísl. fornleifafélags 1932) er fjallað um Miðfellshraun og Miðfellsfjall [Miðfell]. Þar segir m.a.: “Miðfellshraun takmarkast af Miðfellsfjalli að norðvestan, Þingvallavatni að vestan og suðvestan, Kaldárhöfða að sunnan og Lyngdalsheiði að austan; að norðan hallar upp að Hrafnabjargahálsi, og eru takmörk þar víðast óglögg, enda mun hraunið að mestu ættað þaðan.

Hamrasel

Hamrasel – Hamrselshæðir.

Þar austur af eru Hamraselshæðir. Ná þær jafnlangt upp og Bringur, og niður að Stóra-Karhrauni og austur að Barmahrauni. Austast á hæðum þessum er hellir, og tóftir, er hæðirnar bera nafn af; þar hefir vafaust verið sel. Syðst á hæðum þessum er stór brekka við Stóra-Karhraun, er Grembás heitir.”

Hamrasel

Hamraselshellir

Í framangreindri lýsingu er þess ekki getið að nefnt sel hafi verið frá Miðfelli þrátt fyrir staðsetningu þess í þeirra landareign. Það bendir til þess að selstaðan sé mjög forn.
Í Jarðabókinni 1703 (bls. 360) segir um selstöðu frá Miðfelli í Þingvallasveit: “Selstöðu á jörðin í sjálfrar sinnar landi, en hefur þó ei að nýtingu brúkuð verið. Selstaða hefur eignuð verið Hömrum í Grímsnesi í Miðfellslandi, þar sem heitir Hamrahellir, og eru munnmæli að Miðfells menn hafi hjer fyrir átt hestagöngu á vetur í Hamralandi. Hvorugt þessara ítaka hefur brúkuð verið í manna minnum.”

Hamrasel

Hamraselshellir.

Þegar selstaðan í Hamraseli er skoðuð er ljóst að um mjög forna slíka er að ræða, þrátt fyrir að Hamrahellir hafi löngum verið nýttur sem afdrep fyrir gesti og gangandi, enda ágætt skjól í nálægð við þekktar þjóðleiðir í Lyngdalsheiði.
Ofan við hellisopið er hlaðið skjól refaskyttu. Þaðan er ágætt útsýni yfir neðanverða heiðina. Varða er við hlið skjólsins, efst á hellisbrúninni. Hellishellir er í enda gróinnar hraunrásar er á sér langan aðdraganda. Í hellinum má sjá aflagaðar hleðslur.

Hamrasel

Hamrasel – stekkur.

Framan við hellinn, á austurbarmi hrauntraðarinnar, eru hleðslur, sennilega stekkur. Annar stekkur er skammt vestan við opið, nú að mestu mosagróinn.
Selið hefur að öllum líkindum verið í hvylft suðvestan við hellinn, í skjóli fyrir austanáttinni. Þar má greina brunn og óljósar minjamyndanir, sem verður að þykja ekki ósennilegar í ljósi aldurs hinna meintu selsminja.
Frábært veður. Gangan tók 1. klst og 1. mín.

Hamrasel

Hamraselshellir.