“Hegningarhúsið er hlaðið steinhús reist árið 1872 af Páli Eyjólfssyni gullsmið. Húsið var friðað 18. ágúst árið 1978 samkvæmt 1. málsgrein 26. og 27. greinar þjóðminjalaga nr. 52/1969 og tekur friðunin til ytra borðs þess ásamt álmum til beggja hliða og anddyri með stiga. Hæstiréttur var þar til húsa á árunum 1920 – 1949.
Í hegningarhúsinu voru sextán fangaklefar, litlir og þröngir og loftræsting léleg. Fangaklefarnir voru auk þess án salernis og handlaugar. Á efri hæð voru skrifstofur og salur sem áður hýsti bæjarþingsstofuna, Landsyfirrétt og síðar Hæstarétt þar til hann flutti í nýbyggingu við Lindargötu árið 1947.
“Fyrsti fanginn kom í hegningarhúsið fyrir 80 árum. Árið 1869 voru sett ný hegningarlög fyrir Ísland og hafði stiórnin samið þau mjög eftir danskri löggjöf. Var tekið fram í lögunum sjálfum að þau skyldi taka gildi 1. ágúst 1870, en þó sleginn sá varnagli, að þeim skyldi ekki beitt fyrr en skilyrði væri fyrir hendi. Mun hafa verið svo til ætlazt að mörg fangahús væri þá komin upp og allsheriar hegningarhús fvrir land allt í Reykjavík. En dráttur varð á því, og þess vegna var þessi varnagli sleginn. Það var ekki fyrr en árið 1871 að mæld var út lóð í Efri-Þingholtunum í Reykjavík, við Skólavörðustíginn, handa hinu fyrirhugaða hegningarhúsi. Átti þetta að verða allmikið hús á þeirra tíma mælikvarða og byggt úr steini.
Að sjálfsögðu var Íslendingum ekki treyst til þess að reisa svo vandað og mikið hús, og voru fengnir danskir menn til að standa fyrir smíðinni, Bald timburmeistari og Liiders múrari. Reykjavíkurbær lagði fram 4135 rdl. 53 sk. til byggingarinnar og Hegningarhúsið í Reykjavík tryggði sér um leið 200 ferálnir í húsinu til sinna þarfa. Fékk bærinn þarna tvær stofur til umráða. Annað var þingstofa bæjarins, sem enn er þarna, en hitt var svonefndur „borgarasalur”. Átti að halda þar almenna borgarafundi, en til þess var stofan brátt of lítil. Í þessari stofu var hæstiréttur frá því að hann var stofnaður og þangað til hann fluttist í hin nýju húsakynni sín á Arnarhóli. Nú er þetta hluti af íbúð yfirfangavarðar. Smíði hússins gekk heldur seint, en þó var henni lokið að mestu árið 1873. En áður en húsið væri tekið í notkun, þótti nauðsynlegt að setja lög um hegningarvald það, er veita skyldi stjórn hegningarhússins. Frumvarp um þetta lagði stjórnin fyrir Alþingi 1873, en þingið neitaði algjörlega að fallast á það.”
Alþingi taldi það vegna ómannúðlegt. Sendi það frumvarpið frá sér með beiðni til konungs um að það yrði ekki gert að lögum.
Þessi afstaða Alþingis var að engu höfð, og var frumvarpið óbreytt gefið út 5. janúar 1874 sem tilskipun um stjórn hegningarhússins.
Með tilskipun 28. febrúar s. á. var svo ákveðið að frá 15. ágúst skyldi öll hegningarvinna, sem menn væri dæmdir til hér á landi samkvæmt hinum nýu hegningarlögum, úttekin í hegningarhúsinu í Reykjavík. Enn voru og gefnar
út reglur 22. júní 1874 um meðferð fanga og mataræði, og var allt þetta samið eftir dönskum lögum og tilskipunum.
Seint á þessu ári flyzt fangavörðurinn, Sigurður Jónsson, í húsið með fjölskyldu sína. En fyrsti fanginn kemur ekki þangað fyr en 26. janúar 1875, og eru því liðin rétt 80 ár á miðvikudaginn kemur frá þeim atburði. Er því ekki úr vegi
að athuga hvað þessi maður, er svo að segja vígði hegningarhúsið, hafði til saka unnið.
Fyrstu afbrotin: Maður þessi hét Guðlaugur Sigurðsson og var fæddur í Reykjavík 8. júlí 1852. Árið 1872 er hann talinn til heimihs í Grjóta hjá móður sinni, Sigrúnu Guðlaugsdóttur, sem var ekkja. Hann er þá tvítugur að aldri. Þar er einnig bróðir hans Sigurður, tveimur árum eldri. Þá átti margt fólk heima í Grjóta. Voru þar talin sjö heimili og tveir lausamenn, samtals 31 maður. Svo virðist sem Guðlaugur hafi um þessar mundir lagzt í óreglu, og kemst hann undir manna hendur þá um sumarið.
Hinn 3. ágúst er dómur felldur yfir honum í aukarétti Reykjavíkur í máli, sem réttvísin hafði höfðað gegn honum fyrir þjófnað og gripdeildir. Er þess þar getið, að hann hafi aldrei sætt ákæru fyr. Nú er hann borinn ýmsum sakargiftum og hefur meðgengið allt. Fyrsta afbrot hans er talið það, að haustið áður hafi hann hnuplað hnakk og tveimur kössum og falið undir bát niðri í fjöru. En ekki var felustaðurinn öruggari en svo, að menn fundu þetta og var þýfið tekið af honum. Virðist svo sem ekki hafi verið gert meira úr því að sinni, en það er nú rifjað upp, þegar aðrar sakir bætast við. Þá var honum gefið að sök að hafa farið inn í hús Robb kaupmanns, sem var opið, og gengið rakleitt inn í stofu og stolið þar áttavita og sálmabók. Hvort tveggja mun þó hafa verið tekið af honum aftur og þjófnaðurinn ekki verið kærður. En svo var það í júnímánuði þá um sumarið, að Guðlaugur kom inn í einhverja búð hér í bænum og sá poka liggja þar á gólfinu, og fekk þegar ágirnd á honum. Poka þennan átti sveitarmaður nokkur, sem nefndur er E. Einarsson. Var í pokanum „lítilræði af afhöggnum hæklum af nautgrip, brennivínsflaska, hnífur og brýni”. Guðlaugur þreif pokann og hljóp út
með hann, en þetta komst fljótt upp og var málið kært. Guðlaugur var tekinn og fannst hjá honum pokinn með hæklunum og hnífnum, en brýninu hafði hann glatað og brennivínið hafði hann drukkið. Fyrir þessar sakir var hann dæmdur til að sæta „5 daga fangelsi við vatn og brauð í fangahúsi Reykjavíkur kaupstaðar”. Er látið skína í að þessi dómur sé hafður vægur, vegna þess að hinn ákærði sé mjög ungur að aldri og hafi ekki sætt neinni ákæru fyr. Annar dómur Hinn 7. apríl 1873 er Guðlaugur dæmdur öðru sinni, og eru sakargiftir nú meiri og alvarlegri en fyrr, og allt hefur Guðlaugur meðgengið.
Þess er þá fyrst að geta, að rúmum mánuði eftir að hann hafði verið dæmdur, laumaðist hann „inn í ólokað hús P. Ólafssonar og faldi sig þar í heyi”. Þessi P. Ólafsson mun sennilega vera Pétur hattari, sem átti heima í Aðalstræti 6. Pétur var heima þegar Guðlaugur laumaðist inn í húsið, en gekk út skömmu síðar. Þá fór Guðlaugur á stúfana og náði þar í skrúfur og ýmislegt fleira smávegis, sem hann stakk í vasa sinn. Svo náði hann þar einnig í „hér um bil 4 pund af
smjöri, viðlíka af kaffi og 10 pund af riklingi.”
Var hann kominn með þetta fram að útidyrum þegar Pétur bar að. Sá Guðlaugur þá sitt óvænna, skildi þetta allt eftir og hljóp út fram hjá Pétri. Varð Pétur var við manninn, en þekkti hann ekki vegna myrkurs. Rakst hann svo á smjörið, kaffið og riklinginn í anddyrinu og bar það allt inn aftur.
Þá um haustið hafði Guðlaugur hnuplað tvennum sokkum, sem voru hengdir til þerris hjá húsi frú Herdísar Benediktsen í Austurstræti 10. Og rétt fyrir jólin hafði hann stolið deshúsi og bókarslitri í veitingahúsi Einars Zoéga. Var deshúsið virt á 2 rdl. og hefur því verið vandað.
Nokkru eftir hátíðar hafði Guðlaugur svo farið inn í ólæst íbúðarhús Halldórs Kr. Friðrikssonar skólakennara í Kirkjustræti, og stolið þar gulri olíukápu og tveimur kútum með slatta af mjöli og byggi, og ennfremur skál með mjólk. Var þetta allt geymt í inngönguskúr hjá húsinu. Segir í dómnum að þetta hafi „fundizt aftur hjá honum, og er aftur skilað að öllu leyti, að fráteknu mjöli, byggi og mjólk, fyrir hvað endurgjalds hefur ekki verið krafizt.”
Í marzmánuði 1873 hafði Guðlaugur svo brotizt inn í fiskhjall nábúa síns, Eiríks Ásmundssonar útgerðarmanns í Grjóta, föður Árna kaupm. og leikara. Hjallur þessi var læstur, en Guðlaugur komst inn í hann með því móti, að hann braut fyrst einn rimil með steini og gat svo rykkt þremur öðrum úr með handafli, enda er sagt að rimlarnir hafi verið veigalitlir og gamlir.
Síðan tók Guðlaugur þarna úr hjallinum 9 bönd af fiski (18 fiska), sem Eiríkur átti ekki, heldur voru eign Pálínu Ólafsdóttur. Fyrir þetta var hann kærður. Seinna þennan sama dag lagði Guðlaugur leið sína að húsi Páls Melsteds yfirréttarmálaflutningsmanns við Austurvöll (þar sem nú er Sjálfstæðishúsið). — Þetta var gamla húsið, sem Páll hafði keypt af Álaborgar-Jóni. Húsið var ólæst þegar Guðlaug bar að því, og fór hann þar rakleitt inn í búr og náði sér þar í „tvö brauð, eitt eða tvö stykki af osti, nokkuð af soðnu kjöti, en kokkhúslampa hafði hann þess utan stungið í vasa sinn.” Var hann kominn með þetta fram í anddyri, en þá var komið að honum og allt af honum tekið.
„Auk þessa er hinn ákærði orðinn uppvís með eigin játningu að því, að hafa fundið gamlan vasahníf og klæðisvettlinga, sem eru næsta lítils virði, án þess hann hafi lýst þessum hlutum, en sú hegning, er hann kynni að hafa bakað sér fyrir ólöglega meðferð á fundnu fé, fellst undir þá hegningu, er honum verður ákvörðuð fyrir þjófnað.” Fiskarnir, sem hann tók úr hjalli Eiríks í Grjóta komu ekki til skila og var hann dæmdur til að greiða Pálínu andvirði þeirra að fullu, og einnig allan málskostnað. Síðan var hann dæmdur fyrir þjófnað í 8 mánaða hegningarvinnu, er afplánast mætti með 27 vandarhagga refsingu. En í 8 mánuði skyldi hann vera háður sérstöku eftirliti lögreglustjórnarinnar.
Þriðji dómur Hinn 12. nóvember 1873 er Guðlaugur svo dæmdur í þriðja sinn í aukarétti Reykjavíkur fyrir þjófnað og óráðvandlega meðferð á fundnu fé. — Málavextir voru þessir: Hinn 15. október var Guðlaugur staddur inni í eitingastofu Einars Zoéga. Þar var einnig maður nokkur, er Gunnar Árnason hét. Meðan Gunnar þessi var að tala við þriðja mann, laumaðist Guðlaugur að honum og tókst að hnupla úr vasa hans peningabuddu, sem í voru 3 rdl. og 16 sk. Komst Guðlaugur undan með þetta og fleygði buddunni, en peningana, sem í henni voru, afhenti hann móður sinni daginn eftir.
Þetta sama kvöld braut Guðlaugur tvær rúður í húsi Bergs Þorleifssonar söðlasmiðs við Skólavörðustíg. Seildist hann svo inn um gluggann og náði þar í „maskínuhníf”, sem söðlasmiðurinn átti. Fór hann með hnífinn heim til sín og faldi hann í rúmi sínu um nóttina. Ekki mun honum hafa virzt sá felustaður öruggur, því að daginn eftir fór hann með hnífinn vestur að Hlíðarhúsum og faldi hann þar í skurði. Þessi hnífur var hinn mesti forlátagripur, hafði kostað 9 rdl. 32 sk. Eftir tilvísan Guðlaugs fannst hnífurinn þarna í skurðinum og mun hafa verið óskemmdur, því að Guðlaugur hafði vafið hann innan í þangrusl.
Þá játaði Guðlaugur það, að hjá búð Havsteins kaupmanns hefði hann fundið buddu, sem í voru 6 rdl. Þessa buddu hefði hann hirt og ekki lýst henni. Var þetta um sömu mundir og Vilhjálmur nokkur Halldórsson hafði tilkynnt lögreglunni að hann hefði týnt buddu með þessari peninga upphæð í. — Þótti líklegt að hér væri um sömu budduna að ræða. En fyrir 5 ríkisdali af þessum peningum hafði Guðlaugur keypt sér kind, og einum ríkisdal hafði hann sólundað. Var í réttinum gerð krafa um að Guðlaugur yrði dæmdur til þess að greiða lögreglusjóði Reykjavíkur þessa 6 rdl., svo að hægt væri að koma þeim til eigandans, ef hann gæfi sig fram. Dómur fell nú þannig, að Guðlaugur skyldi sæta 16 mánaða hegningarvinnu, er afplánast mætti með tvisvar sinnum 27 vandarhagga refsingu, og skyldi hann vera háður eftirliti lögreglustjórnarinnar í 16 mánuði. Auk þess var hann dæmdur til að greiða Gunnari Árnasyni 1 rdl. 16 skildinga (en það var mismunurinn á því, er fannst hjá honum, eða móður hans, og því sem hann hafði stolið frá Gunnari). Bergi Þorleifssyni skyldi hann greiða 40 sk. fyrir rúðurnar, er hann braut. Lögreglusjóði Reykjavíkur skyldi hann greiða þá 6 rdl. er hann hafði fundið, og auk þessa skyldi hann greiða allan málskostnað. Allt þetta skyldi greitt innan hálfs mánaðar, að viðlagðri aðför að lögum.
Þess má geta, að Guðlaugur kærði sig aldrei um að sér yrði skipaður málsvari í réttinum. Málið var einfalt frá hans hálfu í hvert skifti, hann meðgekk allar yfirsjónir sínar, og tók dómunum mótmælalaust.
Fyrsta dóminn, 5 daga við vatn og brauð, mun hann hafa tekið út í „svartholinu” svonefnda, sem var í húsinu þar sem nú er Haraldarbúð. En ekki hafði sú refsing nein áhrif á hann, því að tæpum mánuði eftir að hann er laus, fer hann að hnupla aftur. Síðan sætir hann tvívegis líkamlegri refsingu, eftir því sem vottað er í réttarbókum, fyrst hýddur 27 vandarhöggum og síðar fangavist. En þessar refsingar geta ekki stöðvað hann á þeim óheilavegi, sem hann var á, og enn kemst hann undir manna hendur og fær dóm.
Fjórði dómur Hinn 12. nóvember 1874 er Guðlaugur enn kærður, og nú fyrir innbrot og tilraun um þjófnað. —
Voru málavextir þessir: Um miðjaan október hafði hann verið seint á ferli á götum bæarins, en þá var talið að menn væri seínt á ferli ef klukkan var farin að ganga ellefu. Mvrkur grúfði þá yfir allt, því að ekki voru götuljósin. búðum hafði verið lokað og ljós slökkt víðast hvar í íbúðarhúsum. Þá kom Guðlaugi allt í einu til hugar að brjótast inn í eitt af vörugeymsluhúsum W. Fischers kaupmanns við Aðalstræti og stela þaðan. Og hann lét ekki sitja við umhugsunina eina. — Umhverfis verslunarhúsin var hár skíðgarður. Hann kleif nú yfir skíðgarð þennan, braut rúðu að vestanverðu á austasta geymsluhúsinu. Síðan náði hann sér í tunnu, til að standa á, og af henni komst hann inn um gluggann og inn í húsið. En ekki hefur hann farið varlega, því að menn urðu begar varir við ferðir hans.
Var svo komið að honum inni í húsinu áður en honum tókst að stela neinu. Fvrir þessar sakir var honum stefnt, en nú fór sem fyrri, þegar hann var yfirheyrður, að hann játaði á sig fleiri yfirsjónir. Hann sagði frá því, að veturinn áður hefði hann stolið tveimur fiskum úr salti frá Jóni Ólafssyni, húsbónda sínum. En Jón kom að honum og tók af honum fiskana og kærði hann ekki.
Þá sagði hann frá því, að þá um haustið hefði hann stolið höggpróu og nokkrum látúnshringum frá Óla Finsen póstmeistara. Fundust þessir munir hjá honum og var þeim skilað til póstmeistarans.
Dómur í þessu máli var kveðinn upp í aukarétti Reykjavíkur hinn 8. desember 1874. Þar segir svo: „Þessi brot ákærða. sem áður hefur verið dæmdur þrisvar og straffaður fyrir þjófnað, ber að heimfæra undir 234. gr. hegningarlaganna. sbr. 45. og 47. gr. sömu laga, og virðist hegning sú, sem hann fyrirfram hefur til unnið, þegar á annan bóginn er litið til þess, að ákærði er mjög þjófgefinn, en á hinn bóginn tekið til greina, að hann er ungur og þýfið er ekki mikils virði, en ákærði fús að meðganga — hæfilega metin 16 mánaða betrunarhúsvinna. Svo ber honum og að greiða allan af máli þessu löglega leiðandi kostnað.”
Guðlaugur ferði sig ánægðan með þennan dóm, og svo er hann fluttur sem fyrsti fangi í hið nýja Hegningarhús og kemur hann þangað hinn 26. janúar 1875. kl. 12 á hádegi. Þarnaa skvldi hann nú sitja í lfl mánuði. Í fangaskrá hegningarhússins er hann kallaður vinnumaður, ógiftur og barnlaus. — Í athugasemdadálki stendur þetta: “Með því að hlutaðeigandi prestur og læknir ekki þekktu neitt til um framferði eða heilbrigðisástand sakamannsins, verður þess hér einnngis getið, sem hann sjálfur í þessu tilfelli ber. Sakamaðurinn getur þess, að hann ávallt hafi verið heilsugóður og aldrei legið neina stórlegu, nema árið áður en hann fermdist hafi hann legið í taugaveikinni”. Sóknarprestur var þá Hallgrímur Sveinsson, síðar biskup. Hafði hann tekið við embættinu 1871, og hefur ekki þekkt neitt til Guðlaugs. Jón Hjaltalín var héraðslæknir, en þar sem Guðlaugur hafði aldrei þurft að leita læknis, hefur Hjaltalín verið ókunnugt um heilsufar hans.
Í seinasta dóminum er Guðlaugur talinn „mjög þjófgefinn”, en þjófur hefur hann þó ekki verið. Ljós vottur þess er það, hve óhönduglega honum tekst til í hvert sinn hann anar áfram og oftast nær er komið að honum og þýfið tekið af honum. Þetta, ásamt ýmsu öðru, ber vott um að stelsýkin hafi aðeins sótt á hann undir áhrifum áfengis.
Ýmislegt ber og vott um að hann hafi verið talinn meinleysismaður, og mÖnnum hafi verið gjarnara að vorkenna honum, en taka hart á yfirsjónum hans. Í dómunum skín það alltaf í gegn, að dómendur vilja hlífast við, bæði Árni Thorsteinsson sem dæmdi hann þrisvar sinnum, og Lárus Sveinbjörnsson, sem dæmdi hann síðast. Þeir finna honum það báðir til málsbóta að hann sé ungur að aldri, og hafi fúslega meðgengið allt. Og þetta, hvað Guðlaugur er fús á að játa yfirsjónir sínar, ber ekki vott um að hann hafi verið harðsvíraður þjófur. Virðist það og vera undir tilviljan komið hvað hann hrifsar í hvert skifti. Þó er eins og hann hafi slægst eftir að stela því er matarkyns var, og gæti það bent til þess að þröngt hafi verið í búi hjá móður hans. Það ber og vott um að hann hafi ekki verið illa kynntur, að menn bregðast við á svipaðan hátt. þegar hann stelur frá þeim. Halldór Kr. Friðriksson yfirkennari vill ekki kæra hann og heimtar engar bætur fyrir missi sinn. Páll Melsted vill ekki heldur kæra hann, og sama máli gegnir um Robb kaupmann, þótt Guðlaugur væri staðinn að stuldi inni í stofu hjá honum. Jón Ólafsson húsbóndi hans lætur sér og nægja að taka af honum fiskana, sem hann stal. Virðist þetta allt benda til þess að menn hafi vorkennt Guðlaugi og vitað að honum var þetta hnupl ekki sjálfrátt. Lýkur svo hér að segja frá fyrsta fanganum í hegningarhúsinu við Skólavörðustíg.”
Síðasti fanginn í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg gekk þaðan út í frelsið kl. 10:50 þann 1. júní 2016.
Heimildir:
-http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3282319
-http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=3272022
-http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=327203s