Tag Archive for: Heilaheill

Heilaheill

Heilaheill er félag fyrir fólk sem hefur lent í heilablóðfalli, eða sambærilegum sjúkdómi, og aðstandendur þeirra.
Við Duus-húsFélagsmenn fóru í sína árlegu sumarferð að þessu um Reykjanesið. „Við reynum að fara eina dagsferð á hverju sumri og þátttakan hefur yfirleitt verið góð,“ sagði Kristján Eiríksson, meðlimur í ferðahópi Heilaheilla. Reykjanesið varð fyrir valinu vegna þess að þar eru margar söguslóðir tengdar landnámi Íslands, auk þess sem jarðsaga þess er afar merkileg. Gert var ráð fyrir góðu aðgengi fyrir alla. Vel var gætt að því að allir sem vildu kæmust með í ferðina. „Við vorum í rútu sem var með lyftum fyrir hjólastóla. Þannig gátu þeir sem það vildu komið á hjólastólum,“ sagði Kristján.
Lagt var af stað frá höfuðstöðvum Heilaheilla að Hátúni 12 klukkan 10:00 að morgni og stefnt var að því að koma til baka klukkan 18:00. Farið var sem leið lá frá Hátúni suður á Vatnsleysuströnd, í Voga og til Keflavíkur þar sem snæddur var hádegisverður.

Við Saltfisksetur Íslands

Því næst var haldið áfram suður í Garð, Sandgerði, Stafnes, Ósbotnaveg, Hafnir (Kirkjuvogskirkju), Reykjanesvita og til Grindavíkur. Þar var drukkið kaffi en svo haldið til Krýsuvíkur og loks í Hafnarfjörð. Reynt var að haga leiðsögninni þannig að góð lýsing fengist af upphafi, þróun og merklegheitum á hverjum stað – og allt þar á millum. Komið var á endastað kl. 18:08.
Þessi káti hópur Heilaheilla var greinilega mjög áhugasamur um sögu og náttúru Reykjanesskagans. Þegar á leiðarenda var komið var augljóst að félagar höfðu bæði betri yfirsýn um vorutveggja og voru staðráðnir að leggja fljótlega land undir fót að nýju með það að markmiði að skoða meira, enda hefur svæðið upp á óteljandi möguleika í þeim efnum að bjóða.

Duushús

Duushús.