Færslur

Helgusel

Hér er Helgusel nefnt á undan Bringum til að geta staðsett selið á undan upprunanum – tölvulega séð. Bringum hefur áður verið lýst í annarri lýsingu. Til að dreifa upplýsingunum sem best um vefsíðuna er Helgusel því haft hér á undan Bringum.
Helgusel-2Bringur voru efsti bær í Mosfellsdal. Þekktastar eru þær fyrir mannskaðann á Mosfellsheiði í marsmánuði 1857. Þá urðu sex vermenn úti á heiðinni, en átta komust við illan leik niður í Bringur og fengu þar aðhlynningu.
Enn má sjá miklar mannvistarleifar í Bringum, á stórbrotnum stað. Bæjarhóllinn stendur hátt í hlíðinni, umlukinn hlöðnum túngarði að norðaustanverðu. Ofan hans er fjárhústóft (9×9 m með garði í miðju). Hún er hlaðin á hefðbundin hátt, úr torfi og grjóti, en hefur haft timburgafl mót norðri. Hlaðinn garður er í miðu tóftarinnar. Norðvestan hennar er fallega hlaðinn garður, væntanlega utan um “útivistarsvæði” ánna. Önnur myndarleg fjárhústóft er suðvestar.
Ætlunin var að mæla upp rústir í Bringum. Að þessu sinni var mælt upp sel og stekkur undir brekku neðan Bringna, ofan Köldukvíslar og Hrafnakletts (Helguhóls), fjárhústóft ofan brekkunnar, bæjarhóllinn sjálfur með öllum sínum dýrindum og loks fjárhústóft ofan bæjarhólsins. Við skoðun á svæðinu komu í ljós nokkrar tóftir, fremur litlar, sem gaumgæfa þarf betur. Þá má sjá brúarhleðslur á lækjum, en Bringnavegurinn lá upp hlíðin að vestanverðu, upp með bæjarhólnum að sunnanverðu og áfram upp með honum til austurs. Enn má sjá götuna vestan bæjarhólsins sem og austan hans, þar sem hún liðast lengra upp á heiðina, yfir gróninga og mýrar uns hún tengist þjóðleiðinni yfir Háamel til Þingvalla.
Seljarústanna er getið í heimildum neðan við Bringur, undir Grímarsfelli, á bökkum Köldukvíslar, svn. Helgusel, en þar er sérstaklega sumarfagurt (Helgufoss).
Á 3. áratugi síðustu aldar knúðu bændur í Mosfellshreppi á um að sveitarfélagið eignaðist Mosfellsheiðarlandið. Var hér um mikið hagsmunamál að ræða fyrir hreppsfélagið. Lagafrumvarp til sölu á Mosfellsheiði var lagt fyrir alþingi árið 1927 og var málið leitt til lykta árið 1933. Samkvæmt afsalinu var undanskilið: a) svonefnt Bringnaland. Þar var stofnað nýbýli úr laBringurndi Mosfells um miðja 19. öld en jörðin fór í eyði um 1970. b) veiðiréttindi í Leirvogsvatni. c) nýbýlið Svanastaðir við Leirvogsvatn.
Við norðanverðan túngarðarinn í Bringum er upplýsingaskilti. Á því stendur:
“Búseta hófst í Bringum árið 1856, bærinn var stundum nefndur Gullbringur á fyrri tíð og nafn hans komst á hvers manns varir þegar mannskaðinn á Mosfellsheiði varð í marsmánuði 1857. Þá urðu sex vermenn úti á heiðinni, en átta komust við illan leik niður í Bringur og fengu þar aðhlynningu.
Á æskuárum Halldórs Laxness voru Bringur efsti bærinn í Mosfellsdal og kom hann hér eitt sinn í heimsókn ásamt móður sinni, Sigríði Halldórsdóttur. Hann segir svo frá í endurminningabókinni “Í túninu heima”: Bringnakotið stóð hátt á bersvæði, berskjaldað fyrir vindum. Kálgarðurinn var steingerði utanum ekki neitt; hann hafði ekki einusinni verið stúnginn upp þegar við komum þangað í miðjum sólmánuði, en lá útafyrir sig, án tengsla við kotið. Smáfuglar bjuggu milli steina í garðhleðslunni, dilluðu stéli og súngu ákaft og fagurlega fyrir aungvu káli. Að því ég best vissi voru þá ekki kýr á bænum. Hér var enn eitt moldargólfið. Við sátum þarna óratíma og baðstofan fylltist af móreyk; kannski vorum við að bíða eftir kaffi? Ég er búinn að gleyma því; auk þess var ég of úngur til að drekka kaffi.”
Halldór og móðir hans hafa væntanlega farið svonefndan Bringnaveg í þessari ferð. Sú þjóðleið lá úr Mosfellsdal, framhjá Bringum og tengdist síðan svokölluðum Þingvallavegi hjá Borgarhólum á Mosfellsheiði. Bringnavegur var lagður að undirlagi Guðjóns Helgasonar, föður Halldórs Laxness, árið 1910 og má allvíða sjá leifar vegarins…
Bringur fóru í eyði á 7. áratugi 20. aldar og hét síðasti ábúandinn Hallur Jónsson (1891-1968). Enn mótar fyrir bæjarstæðinu ofarlega í túninu.”

HalldorLeið lá um Bringur þar sem heita Lestarófur, sléttar flesjur upp með Köldukvísl. Þær heita svo vegna þess að þar sást síðast til ferðamanna, er þeir fóru austur um Mosfellsheiði. Síðan lá leiðin fyrir norðan Geldingatjörn um Illaklif, sem er suðaustan við Leirvogsvatn og hjá Þrívörðum í Vilborgarkeldu, en Vilborgarkelda er austast á Mofellsheiði ekki langt frá þar sem nýi vegurinn sveigir í norðaustur.
Í örnefnalýsingu Jóns Halldórssonar um Bringur segir m.a.: “Bærinn stendur í suðvesturenda Bæjarholts. Suður og austur af bænum er hið upphaflega tún. Niður af því austanverðu eru pallar í jarðlagið, sem eru síblautir og nefnast Dýjapallar. Þar hjá er Helluhóll. Niður af honum er Mýrdalur. Í framhaldi af honum er grasflötin Fossvöllur við Helgufoss, er sést frá bænum. Áin heitir Kaldakvísl og er á landamerkjum Hraðastaða og Bringna. Vestan við Mýrdal er Melhryggur. Næst við hann er Lautin. Vestar eru Eystri- og Vestri-Hvammur. Upp í austanverðum Eystri-Hvammi er lítill hvammur, er kallast Sætið. Við ána í Eystri-Hvammi er Hrafnaklettur, sem er standberg ármegin. Milli hvammanna er mjór hryggur, Huldufólksrani. Vestri-Melhryggur er vestan beggja hvammanna. Norðvestur af honum er varða, Markavarða, er skilur lönd Laxness og Bringna. Stendur hún á litlu holti, en beggja megin þess eru mýrarteygingar, er kallast Lestarófur. Nefnast þær svo sökum þess, að þar áðu ferðamenn hestum sínum fyrrum. Upp á brún hvammanna er Fjárhúsmýri, sem nú er orðin að túni.

Bringur-2

Tóft – uppdráttur ÓSÁ.

Norðvestur af bænum er lág hæð, er nefnist Enni (flt.). Sunnanvert við þau er Ennamýri, sem er flöt og lágþýfð. Milli Enna og Bæjarholts er Sundið, mýrarsund. Norður af Sundinu er klettur drangalagaður, er nefnist Gægir. Norður af honum er mýrarslakki, Gægismýri. Úr henni rennur Gægismýrarlækur. Norðan mýrarinnar og læksins er Jónsselshæð. Norðan Bæjarholts og austan Gægismýrar er Norðurmýri. Norðvestan Norðurmýrar er mýrarlægð víðáttumikil, sem kallast Jónssel, og er syðsti hluti þess í Bringnalandi. Austur af Norðurmýri er Geldingatjarnarholt, en austan við það er Geldingatjörn. Norðan hennar er lág hæð, Blásteinsbringur, er ná vestur að Jónsseli. Aðeins lítill hluti þeirra eru í Bringnalandi, því að landamerkin eru yfir miðja Geldingatjörn.
Suðvestur úr henni rennur Geldingatjarnarlækur í Köldukvísl spölkorn fyrir austan Bringur. Sunnan við tjörnina beggja megin lækjar er flöt mýri, Geldingatjarnarmýri. Uppi á heiðinni er vestanvert við gamla veginn hóll, er nefnist Rauðkuhóll. Hafði rauð hryssa verið dysjuð þar. Talsverðan spöl sunnar á heiðinni eru Borgarhólar, og eru landamörk milli Bringna og Árnessýslu um hinn austasta og hæsta þeirra. Vestur af hólum þessum eru Borgarhólamelar, og liggur gamli Þingvallavegurinn yfir þá. Ég hefi dvalið 16 ár að Bringum,og mun enginn núlifandi betur vita.”
Ágúst Ólafur Georgsson kom með svohljóðandi ábendingar við örnefnaskrána: “Klettur sá, sem er neðan við Helgufoss Bringur-4í Köldukvís, á móts við Bringur, sem oft er kallaður Helguklettur (m.a. af Magnúsi Grímssyni), segir Halldór Laxness alltaf hafa verið kallaðan Hrafnaklett af Bringufólkinu. Í Hrafnakletti var álfabyggð. Sagt var, að þar byggi huldukona. Kveðst Halldór hafa þetta eftir Jórunni Halldórsdóttur frá Bringum. Jórunn ku hafa haft einhver samskipti við huldukonu, sem þar bjó, snemma á þessari öld [síðustu öld]. Kveðst HKL hafa heyrt þetta, er hann var krakki, en annars ekki lagt sig neitt eftir slíku, er „óinteressant“ að hans mati.”
Helgusel er niður undan Bringum, á bökkum Köldukvíslar, er rennur með Grímarsfelli. Tilgátur eru um það að örnefnið hafi breyst úr heilagt sel (var frá Mosfelli, kirkjustaðnum) í Helgusel. Gengið var að selinu að norðanverðu. Þá er komið beint niður að Hrafnakletti. Milli hans og hlíðarinnar eru líklegar rústir, þrjár að tölu, hlið við hlið. Sú nyrsta er lengst og virðast langveggir vera sveigðir. Syðri tóftirnar eru ógreinilegri og minni. Allar eru tóftir þessar orðnar nánast jarðlægar, en þó má sjá marka fyrir grjóti í veggjum. Stærsta tóftin virðst hafa verið stekkur.
Tóftir Helgusels, sem eru skammt austar, eru vel greinilegar, einkum fjárborg framan við selið. Norðaustur undir Helguhól (Hrafnakletti) sést móta fyrir hlaðinni kví. Austan hennar eru fyrrefndar þrjár tóftir. Sú nyrsta er lengst og stærst. Efst í henni er þvergarður er bendir til þess að þarna hafi verið stekkur. Hinar tvær virðast hafa verið kvíar og þá í tengslum við selið og stekkinn. Ef svo hefur verið þá styrkir það líkur á að um tvö selstæði hafi verið í Helguseli á sama tíma.
Við Helgusel er upplýsingaskilti. Á því stendur m.a.: “Hér í svonefndum Helguhvammi eru rústir Helgusels. Landssvæðið og selið tilheyrðu prestsetrinu á Mosfelli á fyrri tíð og var selið notað á sumrin til að mjólka lambær og framleiða mjólkurafurðir, t.d. smjör og skyr.
Bringur-6mul munnmæli herma að Helgusel sé kennt við Helgu Bárðardóttur, en frá henni segir í Bárðar sögu Snæfellsáss. Helga yfirgaf mannlegt samfélag og eigraði um landið eins og segir í sögunni: “Litlu síðar hvarf Helga þaðan í burt og fór víða um Ísland og festi hvergi yndi. var hún og alls staðar með dul, en oftast fjarri mönnum.”
Fleiri örnefni tengjast Helgu á þessum slóðum, Helgufoss blasir við okkur og hér við ána er grjóthóll, sem heitir Helguhóll (einnig nefndur Hrafnaklettur). Þar á að vera Huldufólksbyggð og segir sagan að helga Bárðardóttir hafi horfið í hólinn í elli sinni og ekki komið út síðan. Aðrir hafa hafnað þessum nafnaskýringum og telja að Helgusel merki upphaflega hið helga sel. Er sú kenning studd þeim rökum að selið hafi verið í eigu Mosfelsstaðar”.
Ásta f: ´42, skyggn að sögn, hefur haldið því fram að Helga, eða huldukonan í Helgusteini (Hrafnakletti), sé nú horfin úr steininum og hafi tekið sér bólfestu í stuðlabergshamri í fellinu vestan Köldukvíslar ekki langt frá. Með henni væri væri nú hrekkjót stelpa, sem gerði sér að leik að hrinda fólki er ætti þarna leið um (VM).
Þá eru tvær myndir á skiltinu. Annars vegar af brúðhjónum. Þar segir: “Svæðið hér í grennd við Helgusel og Helgufoss er kjörið útivistarsvæði. Þau Helga Rós V. Hannam og Ragnar Bragason teyguðu að sér hið frjálsa fjallaloft um leið og þau voru gefin saman í hjónaband við Helgufoss þann 26. júlí 1997”. Hins vegar er teikning af fossinum. Undir henni stendur: “Helgufoss í Köldukvísl. teikningin er gerð af erlendum ferðamanni sem hér var á ferð seint á 18. öld:”
Við nákvæma skoðun á Helguseli komu í ljós, líkt og fyrr er lýst, þrjú hús og að því er virðist stekkur aftan við þau. Þetta mannvirki sést ekki á uppdrætti Georgs Ágústssonar svo telma má að þarna sé um hluta af selshúsunum að ræða. Eitt rýmið er stærst (íverustaður, en hliðarrýmin eru minni (eldhús og búr).
Sögn tengd Helgu Bárðardóttur er til í örnefnum við Keldur. Þar segir að “á hábungunni vestur af Keldum er hringmynduð rúst, kölluð Helguhjáleiga, Helgustekkur eða Helgutóft. Um þann stað er sú þjóðsaga, að þar hafi búið Helga Bárðadóttir Snæfellsáss og sótt í soðið með því að renna færi fram af Helgukletti, nyrst á Geldinganesi”.Helgusel-3
Hraðablettur er ofan og neðan við Helgufoss og Suðurmýrar þar ofan við. Hraðastaðir hafa verið eignarland allt frá landnámi. Jörðin er sérstök og afmörkuð eign og voru landamerki hennar skráð í tilefni landamerkjalaga nr. 5/1882, sbr. landamerkjalýsingar Hraðastaða 1890 (skrá Óbn).
Allar eignarheimildir, þ.á m. fjöldi lögskipta fyrr og síðar, styðja að Hraðastaðir séu og hafi alltaf verið eignarland. Nægir þar að nefna að öll skilyrði eignarhefðar eru fyrir hendi og enginn vafi leikur á því að um eign er að ræða í skilningi eignarréttarákvæðis Mannréttindasáttmála Evrópu sbr. lög nr. 62/1994. Kröfulína fjármálaráðherra nær inn á austanverða jörðina og er ástæðan fyrir því sú að ráðherra leggur landamerkjabréf Stóra-Mosfells frá 1882 (skrá Óbn) til grundvallar kröfum sínum en landamerkjabréf Hraðastaða frá 1890 er ekki samhljóða eldra landamerkjabréfi fyrir Stóra-Mosfell frá 1882.
Allt land innan sveitarfélagsmarka Mosfellsbæjar er samkvæmt Landnámu í landnámi Ingólfs Arnarsonar. Þórður skeggi hefur verið kallaður landnámsmaður Mosfellinga. Samkvæmt Landnámu bjó hann á Skeggjastöðum og nam hann land að ráði Ingólfs og náði það á milli Leirvogsár og Úlfarsár sem er ekki fjarri núverandi sveitarfélagsmörkum Mosfellsbæjar. Mosfellsdalur og Mosfellsheiði að hluta voru innan laHelgusel-6ndnáms Þórðar skeggja.
Fljótlega eftir að land byggðist kom hreppaskipanin til sögunnar á Íslandi. Þá hefur Mosfellshreppur orðið til en hann náði niður að Elliðaám allt fram á 20. öld. Hreppurinn lá að Kjalarneshreppi í norðri, Þingvallahreppi, Grafningshreppi og Ölfushreppi í austri og Seltjarnarneshreppi í suðri og vestri.
Snemma í kristnum sið var kirkja reist í Mosfellsdal og var hún í fyrstu í einkaeign (bændakirkja). Ekki hafa varðveist máldagar Mosfellskirkju frá miðöldum en ekki er útilokað að heiðarlandið hafi verið eign Mosfells frá fyrstu tíð eins og örnefnið Mosfellsheiði gefur til kynna.
Líkt og í öðrum sveitum landsins var kvikfjárrækt ríkjandi atvinnugrein í Mosfellssveit. Hér áttu fáar jarðir land að sjó og Mosfellingar höfðu því takmarkaðar nytjar af sjávarfangi. Jarðaskipan tók litlum breytingum í aldanna rás, stærri jarðir voru um 40 talsins og þar við bættust hjáleigur. Þegar líða tók á 20. öld tók að fjara undan landbúnaðinum og samfélagið gjörbreyttist.
Lagafrumvarp til sölu á Mosfellsheiði var lagt fyrir alþingi árið 1927 og var málið leitt til lykta árið 1933. Samkvæmt afsalinu var undanskilið: a) svonefnt Bringnaland. Þar var stofnað nýbýli úr landi Mosfells um miðja 19. öld en jörðin fór í eyði um 1970. b) veiKaldakvislðiréttindi í Leirvogsvatni. c) nýbýlið Svanastaðir við Leirvogsvatn. d) svonefnt Jónselssland ofan við Mosfellsdal. Um það leyti, sem heiðin var seld, var stofnað nýbýli á þessum slóðum og nefnt Seljabrekka. Hún er þó ekki svipur hjá sjón frá því sem áður var. Jónsselið er t.a.m. alls ekki örugglega staðsett í nútímanum.
Og þá aftur að tilgangnum – uppmælingunni. Helgusel var mælt 22 m á lengdina). Um er að ræða magflóknar tóft(ir). Ágúst Georgsson teiknaði selið árið 1980 og skv. teikningunni virðist húsaskipan nokkuð ljós. Skv. uppdrættinum virðast hafa verið þrjú hús, ekki endilega samtímis. Þannig eru rýmin sunnan og norðan við miðtóftina nokkuð álíka varðandi skipan, en miðtóftin virðist af annarri og líkari eldri húsagerð. Regluleg skipan rýma eru að sjá í endahúsunum, en óreglulegri og einfaldari í miðið. Svo virðist sem seltóftirnar tvær til endanna hafi haft hvor um sig fullnægjandi selsmynd á þessu svæði, þ.e. trjú rými. Því gæti þarna hafa verið stvær selstöður um tíma, eða þá að annað húsið hafi verið byggt síðar, þá væntanlega sú syðri. Miðtóftin er torráðnari. Þarna gæti verið um að ræða nýtingarhús eftir að selið lagðist af og þá verið nýtt til annarra nota, s.s. sem brennisel til hrístöku eða sem skjól fyrir ferðalanga. Hún virðist byggð utan í hinar tóftirnar tvær og jafnvel úr þeim að hluta. Hin háabarma borg vestan þess gæti skýrt tilvist hennar. Hún er líklega, af ástandinu að dæma, nýjasta mannvirkið á svæðinu og hluta af efni hennar mögulega tekið úr selstóftunum. Þarna var jafnan töluverð umferð ferðamanna.
Bringur-9 Það hefur sennilega verið ferkantað, en rúnast af með tímanum og gróið upp. Ástand þess er ágætt enda ágangur orðinn lítill eftir að sauðféð varð lokað af í afmörkuðum beitarhólfum. Líklega hefur þarna verið um rétt að ræða í þessum grasvæna og skjólsæla stað með hinn fagurmyndaða foss sem útsýni. Þar gætu ferðalangar um Bringnaveg hafa áð um skamma hríð, enda skjóllendið hvergi betra við leiðir Mosfellsheiðarinnar.
Sá, sem kom að Bringum úr vestri, hafa varla getað gleymt “heimaálitinu”. Bæjarhúsið hefur staðið hátt í hlíðinni, ofan (austan) við kálgarðinn. Enn má sjá móta fyrir “fótstykkinu” að vestanverðu. Innan hennar er hola í bæjarhólinn (sem er um 25×29 m). Í henni má enn sjá stofuofninn í kjallaranum og leislu honum tengda. Norðvestan hennar er bein og regluleg hleðsla.
Í norðaustanverðum aflíðandi bæjarhólnum mótar fyrir húsi eða tóft. Þar gæti hafa verið skemma eða geymsla úr timbri. Norðaustan þess er hlaðið bogadregið gerði. Það liggur í reglulegan sveig til norðust og síðan áleiðis til norðurs. Við norðanverðan bæjarhólinn er hlið það sem garðurinn mætir hleðslum um kálgarðinn norðan bæjarhólsins. Þarna munu “smáfuglarnir búið milli steina í garðhleðslunni, dillað stéli og súngið ákaft og fagurlega fyrir aungvu káli”.
Vestan bæjarhólsins sést hvar kastað hefur verið úr götunni. Hún lá upp fyrir bæjarhúsið og þaðan áfram upp á heiðina.
Fjárhústóft er austan bæjarhúsanna. Hleðslur standa enn vel og sjá má útlínur hennar glögglega. Hleðslurnar eru um 12o cm á hæð. Hlaðinn garður er í miðjunni. Tóftin snýr til norðvesturs og hefur gafl verið á þeirri hlið. Grjóthleðslur eru í annars grónu veggjunum.
Helgufoss Í örnefnalýsingu Jóns Halldórssonar segir að: “bærinn stendur í suðvesturenda Bæjarholts. Suður og austur af bænum er hið upphaflega tún. Niður af því austanverðu eru pallar í jarðlagið, sem eru síblautir og nefnast Dýjapallar. Þar hjá er Helluhóll. Niður af honum er Mýrdalur. Í framhaldi af honum er grasflötin Fossvöllur við Helgufoss, er sést frá bænum. Áin heitir Kaldakvísl og er á landamerkjum Hraðastaða og Bringna. Vestan við Mýrdal er Melhryggur. Næst við hann er Lautin. Vestar eru Eystri- og Vestri-Hvammur. Upp í austanverðum Eystri-Hvammi er lítill hvammur, er kallast Sætið. Við ána í Eystri-Hvammi er Hrafnaklettur, sem er standberg ármegin. Milli hvammanna er mjór hryggur, Huldufólksrani. Vestri-Melhryggur er vestan beggja hvammanna. Norðvestur af honum er varða, Markavarða, er skilur lönd Laxness og Bringna.” Þegar staðið er efst í brekkunni ofan Við Helgusel má vel virða fyrir sér framangreind örnefni.

Bringur

Bringur – loftmynd 1954.

Suðvestan við fjárhústóftina er ferkantaður hlaðinn steingarður. Efsti hluti hans, næst tóftinni nær tveimur metrum austar. Hleðslur standa enn vel, en eru þó bæði orðnar signar og hafa fallið út frá uppruna sínum að hluta. Líklega hefur gerðið verið notað sem nátthagi og/eða rétt. Það er nú grasi gróið, líkt og umhverfið.
Brunnurinn er nokkuð sunnan við bæjarhólinn.
Önnur myndarleg fjárhústóft er nokkru vestar, ofan brekku þeirrar er umlykur Helguselið. Hún er dæmigerð fyrir 19. aldar fjárhús; hlaða innanvert og gripahúsið lengra utanvert. Hlaðinn garður er í miðju. Op er vestast á suðurhlið. Veggir eru heillegir og hafa haldið sér vel. Grjót má sjá í veggjum að innanverðu, en gróið á millum. Sést það best við op og í hlöðu. Að utanverðu er veggir grasi grónir. Þeir eru um 150 cm háir. Ástand þeirra er gott, enda lítið verið um átroðning í seinni tíð. Gras, óslegið, er allt um kring, líkt og á allri Bringnaheimajörðinni þar sem ekki eru lækir, dýjamosa eða mýrarvelpur.
Ef svæðið í heild væri gaumgæft með fránum augum mætti eflaust finna á því fleiri tóftir og minjar, s.s. smærri útihús, hlaðnar brýr yfir læki, úrkast úr túnum, garða og götur – allt minjar um athafnasemi fólks og fyrrum búsetu í Bringum.

Bringur

Bringur – bærinn; loftmynd 1954.

Í örnefnaskráningu Sigríðar Jóhannsdóttur frá 1974 vegna athugasemda kemur fram að “gamall maður sagði Jórunni fyrir nokkrum árum, að staðurinn, þar sem bærinn var fyrst reistur, hefði heitið Gullbringur, frá ómunatíð. Gullbringurnar eru vestan í hæð, sem er norðan undir Grímansfelli.
Það eru vinsamleg tilmæli Jórunnar, að jörðin sé nefnd sínu upphaflega nafni, þ.e. Gullbringur, eins og sr. Magnús Grímsson nefndi hana. Það er hið eina, sem hún getur gert fyrir jörðina, að stuðla að því, að hún sé nefnd fullu nafni.”
Frábært veður – útsýnið yfir Mosfellsdalinn…

Heimildir m.a.:
-Örnefnalýsing Jóns Halldórssonar – Örnefnastofnun Íslands.
-Ásta (VM).

Helgusel

Helgusel.

 

Bringur

Bringur voru efsti bær í Mosfellsdal. Þekktastar eru þær fyrir mannskaðann á Mosfellsheiði í marsmánuði 1857. Þá urðu sex vermenn úti á heiðinni, en átta komust við illan leik niður í Bringur og fengu þar aðhlynningu. Enn má sjá miklar mannvistarleifar í Bringum, á stórbrotnum stað.

Helgusel

Helgusel – Helgufoss ofar.

Seljarústir eru (skv. heimildum) neðan við Bringur, undir Grímarsfelli, á bökkum Köldukvíslar (Helgusel), en þar er sérstaklega sumarfagurt (Helgufoss), undir Illaklifi sunnan Leirvogsvatns (Mosfellssel) og á austurjaðri Seljabrekku undir Langahrygg norðan Leirvogsvatns (Jónssel). Auk þess hafa borist fregnir af óþekktum seljatóftum við Geldingatjörn. Seljabrekka mun “sprottin” upp úr Jónsseli. Sumir segja tóftirnar við Geldingatjörn hafa verið Jónssel, en aðrir að sjá megi greinilegar tóftir þess við Jónsselslæk. Gengið var um svonefndan Bringnaveg áleiðis að Geldingatjörn.

Bringur

Útihús í Bringum.

Á 3. áratugi síðustu aldar knúðu bændur í Mosfellshreppi á um að sveitarfélagið eignaðist Mosfellsheiðarlandið. Var hér um mikið hagsmunamál að ræða fyrir hreppsfélagið. Lagafrumvarp til sölu á Mosfellsheiði var lagt fyrir alþingi árið 1927 og var málið leitt til lykta árið 1933. Samkvæmt afsalinu var undanskilið: a) svonefnt Bringnaland. Þar var stofnað nýbýli úr landi Mosfells um miðja 19. öld en jörðin fór í eyði um 1970. b) veiðiréttindi í Leirvogsvatni. c) nýbýlið Svanastaðir við Leirvogsvatn.
Við túnjaðarinn í Bringum er upplýsingaskilti. Á því stendur:
“Búseta hófst í Bringum árið 1856, bærinn var stundum nefndur Gullbringur á fyrri tíð og nafn hans komst á hvers manns varir þegar mannskaðinn á Mosfellsheiði varð í marsmánuði 1857. Þá urðu sex vermenn úti á heiðinni, en átta komust við illan leik niður í Bringur og fengu þar aðhlynningu.

Bringur

Bringur 1968.

Á æskuárum Halldórs Laxness voru Bringur efsti bærinn í Mosfellsdal og kom hann hér eitt sinn í heimsókn ásamt móður sinni, Sigríði Halldórsdóttur. Hann segir svo frá í endurminningabókinni “Í túninu heima”: Bringnakotið stóð hátt á bersvæði, berskjaldað fyrir vindum. Kálgarðurinn var steingerði utanum ekki neitt; hann hafði ekki einusinni verið stúnginn upp þegar við komum þangað í miðjum sólmánuði, en lá útafyrir sig, án tengsla við kotið. Smáfuglar bjuggu milli steina í garðhleðslunni, dilluðu stéli og súngu ákaft og fagurlega fyrir aungvu káli. Að því ég best vissi voru þá ekki kýr á bænum. Hér var enn eitt moldargólfið. Við sátum þarna óratíma og baðstofan fylltist af móreyk; kannski vorum við að bíða eftir kaffi? Ég er búinn að gleyma því; auk þess var ég of úngur til að drekka kaffi.”
Halldór og móðir hans hafa væntanlega farið svonefndan Bringnaveg í þessari ferð. Sú þjóðleið lá úr Mosfellsdal, framhjá Bringum og tengdist síðan svokölluðum Þingvallavegi hjá Borgarhólum á Mosfellsheiði. Bringnavegur var lagður að undirlagi Guðjóns Helgasonar, föður Halldórs Laxness, árið 1910 og má allvíða sjá leifar vegarins…

Bringur

Bringur – bærinn; loftmynd 1954.

Bringur fóru í eyði á 7. áratugi 20. aldar og hét síðasti ábúandinn Hallur Jónsson (1891-1968). Enn mótar fyrir bæjarstæðinu ofarlega í túninu.”
Meðfylgjandi er mynd, sem tekin var í hlaðvarpanum í Bringum kringum 1925. Á henni má m.a. sjá Jórunni Halldórsdóttur frá Bringum (18981-1980) – (sjá fyrstu myndina hér meðfylgandi).
Leið lá um Bringur þar sem heita Lestarófur, sléttar flesjur upp með Köldukvísl. Þær heita svo vegna þess að þar sást síðast til ferðamanna, er þeir fóru austur um Mosfellsheiði. Síðan lá leiðin fyrir norðan Geldingatjörn um Illaklif, sem er suðaustan við Leirvogsvatn og hjá Þrívörðum í Vilborgarkeldu, en Vilborgarkelda er austast á Mofellsheiði ekki langt frá þar sem nýi vegurinn sveigir í norðaustur.

Bringur

Tóft í Bringum.

Í örnefnalýsingu Jóns Halldórssonar um Bringur segir m.a.: “Bærinn stendur í suðvesturenda Bæjarholts. Suður og austur af bænum er hið upphaflega tún. Niður af því austanverðu eru pallar í jarðlagið, sem eru síblautir og nefnast Dýjapallar. Þar hjá er Helluhóll. Niður af honum er Mýrdalur. Í framhaldi af honum er grasflötin Fossvöllur við Helgufoss, er sést frá bænum. Áin heitir Kaldakvísl og er á landamerkjum Hraðastaða og Bringna. Vestan við Mýrdal er Melhryggur. Næst við hann er Lautin. Vestar eru Eystri- og Vestri-Hvammur. Upp í austanverðum Eystri-Hvammi er lítill hvammur, er kallast Sætið. Við ána í Eystri-Hvammi er Hrafnaklettur, sem er standberg ármegin. Milli hvammanna er mjór hryggur, Huldufólksrani. Vestri-Melhryggur er vestan beggja hvammanna. Norðvestur af honum er varða, Markavarða, er skilur lönd Laxness og Bringna. Stendur hún á litlu holti, en beggja megin þess eru mýrarteygingar, er kallast Lestarófur. Nefnast þær svo sökum þess, að þar áðu ferðamenn hestum sínum fyrrum. Upp á brún hvammanna er Fjárhúsmýri, sem nú er orðin að túni. Norðvestur af bænum er lág hæð, er nefnist Enni (flt.). Sunnanvert við þau er Ennamýri, sem er flöt og lágþýfð. Milli Enna og Bæjarholts er Sundið, mýrarsund. Norður af Sundinu er klettur drangalagaður, er nefnist Gægir. Norður af honum er mýrarslakki, Gægismýri. Úr henni rennur Gægismýrarlækur. Norðan mýrarinnar og læksins er Jónsselshæð. Norðan Bæjarholts og austan Gægismýrar er Norðurmýri. Norðvestan Norðurmýrar er mýrarlægð víðáttumikil, sem kallast Jónssel, og er syðsti hluti þess í Bringnalandi. Austur af Norðurmýri er Geldingatjarnarholt, en austan við það er Geldingatjörn. Norðan hennar er lág hæð, Blásteinsbringur, er ná vestur að Jónsseli. Aðeins lítill hluti þeirra eru í Bringnalandi, því að landamerkin eru yfir miðja Geldingatjörn.

Helgusteinn

Helgusteinn – Hrafnaklettur.

Suðvestur úr henni rennur Geldingatjarnarlækur í Köldukvísl spölkorn fyrir austan Bringur. Sunnan við tjörnina beggja megin lækjar er flöt mýri, Geldingatjarnarmýri. Uppi á heiðinni er vestanvert við gamla veginn hóll, er nefnist Rauðkuhóll. Hafði rauð hryssa verið dysjuð þar. Talsverðan spöl sunnar á heiðinni eru Borgarhólar, og eru landamörk milli Bringna og Árnessýslu um hinn austasta og hæsta þeirra. Vestur af hólum þessum eru Borgarhólamelar, og liggur gamli Þingvallavegurinn yfir þá. Ég hefi dvalið 16 ár að Bringum,og mun enginn núlifandi betur vita.”
Ágúst Ólafur Georgsson kom með svohljóðandi ábendingar við örnefnaskrána: “Klettur sá, sem er neðan við Helgufoss í Köldukvís, á móts við Bringur, sem oft er kallaður Helguklettur (m.a. af Magnúsi Grímssyni), segir Halldór Laxness alltaf hafa verið kallaðan Hrafnaklett af Bringufólkinu. Í Hrafnakletti var álfabyggð. Sagt var, að þar byggi huldukona. Kveðst Halldór hafa þetta eftir Jórunni Halldórsdóttur frá Bringum. Jórunn ku hafa haft einhver samskipti við huldukonu, sem þar bjó, snemma á þessari öld [síðustu öld]. Kveðst HKL hafa heyrt þetta, er hann var krakki, en annars ekki lagt sig neitt eftir slíku, er „óinteressant“ að hans mati.”
Helgusel er niður undan Bringum, á bökkum Köldukvíslar, er rennur með Grímarsfelli. Tilgátur eru um það að örnefnið hafi breyst úr heilagt sel (var frá Mosfelli, kirkjustaðnum) í Helgusel. Gengið var að selinu að norðanverðu. Þá er komið beint niður að Hrafnakletti. Milli hans og hlíðarinnar eru líklegar rústir, þrjár að tölu, hlið við hlið. Sú vestasta er lengst og virðast langveggir vera sveigðir. Austari tóftirnar eru greinilegri, en minni. Allar eru tóftir þessar orðnar nánast jarðlægar, en þó má sjá marka fyrir grjóti í veggjum.

Tóftir Helgusels, sem eru skammt austar, eru vel greinilegar, einkum fjárborg eða rétt framan við selið. Norðaustur undir Helguhól (Hrafnakletti) sést móta fyrir hlaðinni kví. Austan hennar eru þrjár tóftir. Sú nyrsta er lengst og stærst. Efst í henni er þvergarður er bendir við fyrstu sýn til þess að þarna hafi verið stekkur.

Helgufoss

Helgufoss.

Við Helgusel er upplýsingaskilti. Á því stendur m.a.: “Hér í svonefndum Helguhvammi eru rústir Helgusels. Landssvæðið og selið tilheyrðu prestsetrinu á Mosfelli á fyrri tíð og var selið notað á sumrin til að mjólka lambær og framleiða mjólkurafurðir, t.d. smjör og skyr.
Gömul munnmæli herma að Helgusel sé kennt við Helgu Bárðardóttur, en frá henni segir í Bárðar sögu Snæfellsáss. Helga yfirgaf mannlegt samfélag og eigraði um landið eins og segir í sögunni: “Litlu síðar hvarf Helga þaðan í burt og fór víða um Ísland og festi hvergi yndi. var hún og alls staðar með dul, en oftast fjarri mönnum.”
Fleiri örnefni tengjast Helgu á þessum slóðum, Helgufoss blasir við okkur og hér við ána er grjóthóll, sem heitir Helguhóll (einnig nefndur Hrafnaklettur). Þar á að vera Huldufólksbyggð og segir sagan að helga Bárðardóttir hafi horfið í hólinn í elli sinni og ekki komið út síðan. Aðrir hafa hafnað þessum nafnaskýringum og telja að Helgusel merki upphaflega hið helga sel. Er sú kenning studd þeim rökum að selið hafi verið í eigu Mosfelsstaðar”.
Þá eru tvær myndir á skiltinu. Annars vegar af brúðhjónum. Þar segir: “Svæðið hér í grennd við Helgusel og Helgufoss er kjörið útivistarsvæði. Þau Helga Rós V. Hannam og Ragnar Bragason teyguðu að sér hið frjálsa fjallaloft um leið og þau voru gefin saman í hjónaband við Helgufoss þann 26. júlí 1997”. Hins vegar er teikning af fossinum. Undir henni stendur: “Helgufoss í Köldukvísl. teikningin er gerð af erlendum ferðamanni sem hér var á ferð seint á 18. öld:”
Í Helguseli eru þrjú hús og stekkur aftan við þau. Eitt rýmið er stærst (íverustaður, en hliðarrýmin eru minni (eldhús og búr).
Sögn tengd Helgu Bárðardóttur er til í örnefnum við Keldur. Þar segir að “á hábungunni vestur af Keldum er hringmynduð rúst, kölluð Helguhjáleiga, Helgustekkur eða Helgutóft. Um þann stað er sú þjóðsaga, að þar hafi búið Helga Bárðadóttir Snæfellsáss og sótt í soðið með því að renna færi fram af Helgukletti, nyrst á Geldinganesi”.
Hraðablettur er ofan og neðan við Helgufoss og Suðurmýrar þar ofan við. Hraðastaðir hafa verið eignarland allt frá landnámi. Jörðin er sérstök og afmörkuð eign og voru landamerki hennar skráð í tilefni landamerkjalaga nr. 5/1882, sbr. landamerkjalýsingar Hraðastaða 1890 (skrá Óbn).

Mosfellssel

Stekkur í Mosfellsseli.

Allar eignarheimildir, þ.á m. fjöldi lögskipta fyrr og síðar, styðja að Hraðastaðir séu og hafi alltaf verið eignarland. Nægir þar að nefna að öll skilyrði eignarhefðar eru fyrir hendi og enginn vafi leikur á því að um eign er að ræða í skilningi eignarréttarákvæðis Mannréttindasáttmála Evrópu sbr. lög nr. 62/1994. Kröfulína fjármálaráðherra nær inn á austanverða jörðina og er ástæðan fyrir því sú að ráðherra leggur landamerkjabréf Stóra-Mosfells frá 1882 (skrá Óbn) til grundvallar kröfum sínum en landamerkjabréf Hraðastaða frá 1890 er ekki samhljóða eldra landamerkjabréfi fyrir Stóra-Mosfell frá 1882.

Allt land innan sveitarfélagsmarka Mosfellsbæjar er samkvæmt Landnámu í landnámi Ingólfs Arnarsonar. Þórður skeggi hefur verið kallaður landnámsmaður Mosfellinga. Samkvæmt Landnámu bjó hann á Skeggjastöðum og nam hann land að ráði Ingólfs og náði það á milli Leirvogsár og Úlfarsár sem er ekki fjarri núverandi sveitarfélagsmörkum Mosfellsbæjar. Mosfellsdalur og Mosfellsheiði að hluta voru innan landnáms Þórðar skeggja.
Fljótlega eftir að land byggðist kom hreppaskipanin til sögunnar á Íslandi. Þá hefur Mosfellshreppur orðið til en hann náði niður að Elliðaám allt fram á 20. öld. Hreppurinn lá að Kjalarneshreppi í norðri, Þingvallahreppi, Grafningshreppi og Ölfushreppi í austri og Seltjarnarneshreppi í suðri og vestri.
Snemma í kristnum sið var kirkja reist í Mosfellsdal og var hún í fyrstu í einkaeign (bændakirkja). Ekki hafa varðveist máldagar Mosfellskirkju frá miðöldum en ekki er útilokað að heiðarlandið hafi verið eign Mosfells frá fyrstu tíð eins og örnefnið Mosfellsheiði gefur til kynna.
Líkt og í öðrum sveitum landsins var kvikfjárrækt ríkjandi atvinnugrein í Mosfellssveit. Hér áttu fáar jarðir land að sjó og Mosfellingar höfðu því takmarkaðar nytjar af sjávarfangi. Jarðaskipan tók litlum breytingum í aldanna rás, stærri jarðir voru um 40 talsins og þar við bættust hjáleigur. Þegar líða tók á 20. öld tóka að fjara undan landbúnaðinum og samfélagið gjörbreyttist.

Mosfellssel

Mosfellssel.

Klaustur var stofnað í Viðey á 13. öld en jörðin var í Mosfellssveit fram á 18. öld. Viðeyjarklaustur eignaðist fjölmargar bújarðir og áður en yfir lauk eignaðist klaustrið flestar jarðir í Mosfellssveit, þar á meðal Mosfell. Á 16. öld var Viðeyjarklaustur lagt niður, Danakonungur eignaðist jörðina sem gerð var að svonefndu kirkjuléni (beneficium).
Eitt af skyldum hreppsfélagsins var að annast fjallskil á Mosfellsheiði þar sem Mosfellingar áttu upprekstrarland. Jarðir í öðrum sveitarfélögum áttu þar líka afrétt, þ. á m. í Ölfusi, Grafningi, Kópavogi, Reykjavík og á Þingvöllum og Seltjarnarnesi. Afrétturinn var bæði notaður fyrir sauðfé og nautpening. Mosfellingar smöluðu afréttinn innan sveitarfélagsmarka sinna. Helstu gögn og gæði heiðarlandsins voru beitarítök, slægjur, selstaða og veiðiréttindi í Leirvogsvatni. Ljóst er af heimildum að Mosfell fer með eignarréttinn á fyrri tíð, presturinn leigir út slægjulönd og beitarafnot. Samkvæmt landamerkjalýsingu frá 1882 átti Mosfell land allt að sýslumörkum í austri. Á 3. áratugi síðustu aldar knúðu bændur í Mosfellshreppi á um að sveitarfélagið eignaðist Mosfellsheiðarlandið. Var hér um mikið hagsmunamál að ræða fyrir hreppsfélagið. Lagafrumvarp til sölu á Mosfellsheiði var lagt fyrir alþingi árið 1927 og var málið leitt til lykta árið 1933. Samkvæmt afsalinu var undanskilið: a) svonefnt Bringnaland. Þar var stofnað nýbýli úr landi Mosfells um miðja 19. öld en jörðin fór í eyði um 1970. b) veiðiréttindi í Leirvogsvatni. c) nýbýlið Svanastaðir við Leirvogsvatn. d) svonefnt Jónselssland ofan við Mosfellsdal. Um það leyti, sem heiðin var seld, var stofnað nýbýli á þessum slóðum og nefnt Seljabrekka.

Mosfellssel

Mosfellssel – uppdráttur ÓSÁ.

Gengið var spölkorn eftir svonefndum Bringnavegi til austurs. Skammt ofan við Bringur eru gatnamót og hefur önnur gatan væntanlega legið að Jónsseli. Bringnaleiðirnar eru í rauninni þrjár. Ein gömul reiðleið liggur upp með Köldukvísl og inn á Þingvallaveginn elsta (Seljadalsveginn, er á korti frá 1910), áður en komið er upp á Háaklif. Önnur gömul leið frá Bringum og austur Blásteinsbringur (-holt) og norðan Geldingatjarnar og þaðan inn Illaklifsgötuna. Sú þriðja, sem myndin hér er af, er vegurinn sem lagður var 1910 af Guðjóni á Laxnesi og liggur þvert yfir mýrarnar og kemur inn á nýrri Þingvallaveginn (t.d. Konungsveginn) uppi á Háamel við Borgarhóla.

Þegar komið var upp að Geldingatjörn var svipast um eftir hugsanlegum selstóftum. Ekkert var að sjá vestan og norðan við tjörnina, en eftir gönguna sagði ábúandinn á Seljabrekku að þær ættu að vera norðan við hana. Þar eru reyndar ágætlega grasgróið og ekki ósennilegt að selstóftir leynist þar þrátt fyrir allt. Verður kannað betur síðar. Tiltölulega stutt er í tjörnina frá Þingvallavegi ofan við túnmörk Seljabrekku.
Þá var gengið til norðurs, áleiðis að Seljabrekku með það að markmiði að finna Jónselstóftirnar.
Seljabrekka hét áður Jónssel og var Jónssel ein af jörðum þeim er tilheyrðu kirkjuléninu Mosfelli sem varð konungseign eftir siðskiptin og síðar eign íslenska ríkisins. Mosfell var stórjörð og átti Mosfellsdal og alla Mosfellsheiði austur að landi Árnesinga. Seljabrekka var gert að býli 1933 með sameiningu Jónssels og Mosfellsbringna og síðan hefur verið bætt við býlið landi frá aðliggjandi jörðum og jafnframt hafa farið fram makaskipti á landi. Seljabrekka er sunnan við veginn til Þingvalla og liggur milli Laxness og Leirvogsvatns og er því við jaðar Mosfellsheiðar. Landinu hallar frá þjóðvegi og niður til Geldingatjarnar sem er í lægsta hluta landsins. Þegar kirkjumálaráðherra f.h. íslenska ríkisins seldi Mosfellshreppi Mosfellsheiðina frá kirkjujörðinni Mosfelli þann 24. maí 1933 þá var Jónssel undanskilið í sölunni eins og segir í afsali: “…þá sel ég hérmeð nefndri hreppsnefnd fyrir hönd nefnds hrepps frá næstu fardögum að telja Mosfellsheiðarland, eins og það hefir tilheyrt nefndu prestsetri, að undanskildu svonefndu Jónsseli, grasbýlinu Mosfellsbringum, nýbýlinu Svanastöðum, sbr. leigusamning um land handa þessu nýbýli 5. júní 1930, og veiðiréttinum í Leirvogsvatni svo og þeim hluta Leirvogsár, er að heiðarlandinu liggur”. Kirkjumálaráðuneytið leigði ábúendum jörðina allt til ársins 1999 er ábúandinn Guðjón Bjarnason keypti hana en seldi síðar umbj. mínum. Í afsali er ekki lýst merkjum en vísað til þess að kaupandi hafi kynnt sér merkin. Í ábúðarsamningi var ætíð getið merkja en í byggingarbréfum 1968 og 1984 stendur: “Landamerki Seljabrekku (hét Jónssel) sem áður var hluti Mosfells, eru þessi: Að sunnan fær Seljabrekka land, sem áður tilheyrði Bringum þannig að suðurmörk landsins verða ca. 50 metrum norðan við núverandi Sogslínu frá Laxnessmörkum allt að Geldingatjarnarlæk. Geldingatjörn verður öll í landi Seljabrekku.

Helgusel

Helgusel – uppdráttur ÓSÁ.

Að vestan landamerki Laxnesslands, að norðan þjóðvegur og að austan landamerki heiðarlands eins og þau eru ákveðin í kaupsamningi milli Mosfellshrepps og dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, dags. 24. maí 1933.” Landamerki gagnvart Laxnesi eru glögg og hafa eigendur Laxness látið gera uppdrátt (des. 92) með hnitsettum merkjum jarðarinnar, sem eigendur nágrannajarða hafa áritað. Eigandi Seljabrekku vinnur að því að afla gagna frá ráðuneytum um réttindi sín og afmörkun landsins. Seljabrekka fékk í skiptum við íslenska ríkið Selholtsland austan síns lands samkvæmt bréfi Landnámsstjóra. Þótt ekki sé nefnd stærð landsins í bréfinu var um 150 ha að ræða en það var landstærð Selholts neðan þjóðvegar. Líkt og með aðrar jarðir í gegnum tíðina hafa landamerki færst til; allt eftir því hver seldi hverjum og hvenær. Annars er fróðlegt að skoða hvernig mörk jarða breytast frá einum tíma til annars og jafnvel hvernig þau hafa verið færð til eftir hentugleikum. En það er jú viðkvæmt mál til alvarlegrar umfjöllunar. Merkjalínan nú er lítið eitt sunnar en girðing sú er sveitarstjórn lét setja upp til að halda fé á Mosfellsheiðinni og liggur milli Geldingatjarnar og Leirvogsvatns. Ábúendur jarðarinnar settu urriða í Geldingartjörnina en hún var án veiði á fyrri tímum. Þá hafa þeir stíflað tjörnina til að koma í veg fyrir að hún botnfrjósi en það mun oft hafa komið fyrir að hún þornaði upp á sumrum. Eigendur Seljabrekku hafa smalað land sitt sjálfir en við haustsmölun á Mosfellsheiði hefur verið smalað sameiginlega heiðarlandið af Mosfellingum og þá hefur verið talið að heiðin byrjaði þar sem hallinn upp á við byrjar, þ.e. hallanum öndvert við Seljabrekku, upp frá mýrinni sem er milli Leirvogsvatns og Geldingatjarnar.

Tóftir Jónssels virtust sennilegastar á einum af efri óröskuðu túnblettum Seljabrekku. Þær voru eru að mestu jarðlægar, en þó má sjá móta fyrir húsi austan við þær. Bóndinn á Seljabrekku var síðar spurður um hvar Jónssel væri nákvæmlega. Þá benti hann á þennan stað í túninu.

Bringnavegur

Bringnavegur.

Í örnefnalýsingu af Bringum er getið um Jónsselstóftir. Þar segir: ” Í tíð Jórunnar voru tætturnar hlaðnar ofurlítið upp og gerðar hlóðir. Þar var oft hitað kaffi, þegar verið var að heyja þar í grennd.” Nú þarf ég að finna út hvar landamerkin eru milli Laxness og Bringna því víst er að þau á Bringum hafa ekki heyjað í annara manna landi. Jónssel var í Bringnalandi eða fast við mörkin.
Örnefnalýsingar kvenna eru oft skemmtilega ólíkar karlalýsingum en því miður alltof fáar. Jórunn talar um brunninn, jarðaberin í Hvömmunum og kaffistúss í Jónsselstóftum.
Enn eitt selið, Mosfellssel, er enn ofar, undir Illaklifi suðaustan Leirvogvatns. Þar eru býsna áhugaverðar rústir. Aðgengilegast er að komast að þeim með því að aka veg, sem liggur niður að Bugðu við Leirvogsvatn, á móts við Skálafellsafleggjarann.
Það er vitað að haft var í seli á þessum stað fram um miðja 19. öld. Norður af selinu heitir Selflá. E.J. Stardal segir um tóttir undir Illaklifi: ” Norðan við Illaklif fast við bratta stórgrýtta urð má enn sjá greinilegar hústóftir Mosfellssels og kvíar úr hlöðnu stórgrýti. Selför þangað mun hafa lagst niður skömmu eftir miðja síðustu öld” [19.öld]. Eftir þessu eru þetta tiltölulega nýlegar seltóftir. Í sóknarlýsingu Mosfellssóknar 1855 eftir Stefán Þorvaldsson segir: ”Selstöður eru hvergi hafðar nema frá Mosfelli, við Leirvogsvatn undir Illaklifi; en þangað er langur vegur og slitróttur yfirferðar. ” Þá er það ljóst að selstaðan undir Illaklifi var í gangi til ársins 1855.

Í Mosfellsseli eru einnig þrjú rými, stærst í miðjunni. Ofan við selið er hlaðiðnn tvískiptur stekkur. Austan við stekkinn er hlaðin ílöng kví. Stutt er niður að vatninu frá selinu og vel gróið í kringum það.
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.Heimild m.a.:
-Óbyggðanefnd.
-Örn H. Bjarnason.
-Jón Halldórsson – örnefnalýsing.
-Ágúst Ólafur Georgsson – örnefnalýsing.
-Bjarki Bjarnason.

Jónssel

Jónssel.

Mosfellsheiði

Í skýrslu Óbyggðanefndar fyrir Stór-Reykjavíkursvæðið má m.a lesa eftirfarandi um Mosfellsheiði:

Mosfellsheiði

Mosfellsheiði – kort.

“Í Landnámu er minnst á Mosfell. Jarðarinnar er einnig getið í Egils sögu. Þar stendur að Grímur Svertingsson, lögsögumaður 1002-03, hafi búið á Mosfelli fyrir neðan heiði. Kirkja hefur staðið að Mosfelli þegar um 1200 er Páll biskup Jónsson tók saman kirknaskrá sína.
Bæði Stærra- og Minna-Mosfell er að finna í fógetareikningunum 1547-1552 og hefur jörðin því verið í eigu Viðeyjarklausturs áður en konungur sló eign sinni á jarðir klaustursins. Einungis kúgilda og innanstokksmuna er getið í máldaga Mosfellskirkju í Gíslamáldögum frá um 1575.
Mosfell var meðal þeirra jarða sem samkvæmt konungsboði 3. október 1580 voru lagðar til fátækra presta.
MosfellskirkjaBrynjólfur Sveinsson, biskup í Skálholti, stóð fyrir vísitasíu á Mosfelli árið 1642. Í visitasíubókinni stendur eftirfarandi: Kyrckian ad Mosfelli i Mosfellssveit, ä suo mikid i landi sem bref og mäldagar fullnast, er heima jordin lógd til prests upphelldis med óllum gógnum og giædum, öskar Biskup landamerkia af sera Einari Olafssyni, epter eignar halldi edur hefdar vitnum. Sómuleidis er prestinum veitt jórdin Mögilsä, leygd fiörum ä gilldum hid sama öskar Biskup um hennar landamerki ad skiallega tekin sieu og hvorutveggiu send Innan Jafnleingdar til Skalhollts. Undir þetta rita Einar Ólafsson prestur, Hallur Árnason prestur, Gunnar Magnússon, Pétur Gissursson og Stefán Ólafsson prestur.
Í visitasíu Mosfells sem fram fór 23. ágúst 1646 var lagður fram vitnisburður Guðrúnar Þorsteinsdóttur, eiginkonu séra Þorsteins heitins Einarssonar sem var prestur á Mosfelli 1582–1625, um að enginn hefði sér vitanlega notað Mosfellsskóg nema með leyfi eiginmanns síns. Í sama vitnisburði sagði ennfremur að: … Mosfells landamerki væri Bláskrida sem rennur med hrijsbrunar túne, Somuleydes þess land Móar fyrir sunnan Ána sem kalladur er kyrkiu Móe og þar heffdi Asgrijmur heijtinn Gijsla Son Sinn stekk sem þá Bió i Hittukoti hvortt ad stendur i mosfellstune. Datum þess vittnisburdar Anno 1643 7. februarij á Vollum undir Svijnskardi. Undir skrifadir menn Nikulas Eyolfsson Hallgrijmur Þolleijfsson Jon Jorundsson Nikulas Hendriksson.

Helgusel

Helgusel (Mosfellssel) í Bringum.

Í sömu visitasíu var birtur vitnisburður Árna Magnússonar í Ytri–Njarðvík frá 23. október 1626. Þar kom m.a. fram að í þau þrjú ár sem hann var á Mosfelli hafi bóndinn haft selstöðu í skóginum heima á bringunum. Í sama vitnisburði kemur eftirfarandi fram: … i þeim skóge sem greijndu Mosfelle var þá i þann tijma Eignadur leijfdist ongvum sier ad nijta nema med þeirra leijffe sem á mosfelle voru. Undir visitasíuna skrifa Einar Ólafsson prestur á Mosfelli, Stefán Hallkelssson prestur í Seltjarnarnesþingum, Sigurður Árnason, Halldór Eiríksson, Jón Árnason og Bjarni Eiríksson.

Bringur

Bringur.

Í visitasíu Þórðar Þorlákssonar biskups þann 30. ágúst 1678 kemur eftirfarandi fram: Þann 30 Augusti visiterud kÿrkiann ad Mosfelle i Mosfellssveit heima stadurinn og jordinn Mögilsä er lógd prestinum ad Mosfelli til uppheldis nota, eirnenn eru stadnum eignadar tuær selstodur su ejna under Grymanzfellzfossi, en ønnur hejmar i Brÿngunum, veidj i kietilhiloz ofann efter leirvox a, ad sunnan bædj i Skrautä og Backafliotj, enn umm landa merki stadarins finnst vïsitatiubok sal. M Brinjolfs sub dato 1646. Undir þetta rita Þórður Þorláksson, Einar Ólafsson prestur, Einar Einarsson, Árni Álfsson, séra Hannes Björnsson, Bjarni Jónsson, Pétur Ámundason og Bjarni Sigurðsson.
Jón Vídalín visiteraði Mosfell 2. ágúst 1703. Þar kemur fram að presturinn hafi jörðina Mógilsá til uppihalds, að staðurinn hafi tvær selstöður og að kirkjan eigi ákveðin veiðiréttindi. Textinn er í samræmi við það sem stendur í vísitasíunni frá 1678. Síðan segir: Item ä Hun Möan fÿrer sunnann äna sem kalladur er Kÿrkiu möi. Undir þetta rita Þórður Konráðsson prestur, Pétur Ámundason, Pétur Daðason Gamm, Benedikt Einarsson, Einar Ísleifsson og Árni Gíslason.

Hrísbrúarsel

Hrísbrúarsel (Mosfellssel).

Þann 23. júní 1751, í tíð Ólafs Gíslasonar biskups í Skálholti, var Mosfell visiterað. Sú vísitasía er keimlík þeirri frá 1703 en þar segir: Enn Jórdenn Mögilsä er lögd prestinum til upphelldis. Stadnum eru eignadar 2 Selstodur. Su eina under Grimansfelles Fosse, enn ónnur heimar í bringunum. Kyrkiann ä Veide i Ketilshil og ofann efter Leirvogsä ad sunnann bæde i Skrautä og Backar Flióte. It: a hun möann fÿrer sunnan Äna, sem kalladur er Kÿrkiumöe. Undir þetta rita Ólafur Gíslason, Guðmundur Jónsson, Sigurður Ólafsson, S. Sigurðsson, Gísli Einarsson og Oddur Jónsson. Finnur Jónsson Skálholtsbiskup visiteraði Mosfell þann 12. júní 1758. Vísitasían sem samin var í kjölfarið er nánast samhljóða vísitasíunni árið 1751 og því vísast til hennar.

Minna-Mosfellssel

Minna-Mosfellssel – uppdráttur ÓSÁ.

Þann 26. júní 1800 var Mosfellskirkja visiteruð af Geir Vídalín. Í greinargerðinni sem samin var í kjölfar eftirlitsferðarinnar segir: Anno 1800 þann 26ta Junii, visiteradi Biskupinn Geir Vidalin Kirkiuna ad Mosfelli i Mosfellssveit; – hun á heimaland allt og eru þessi Landamerki ad utannverdu, eftir Visitatiu Magr. Brynjólfs Sveinssonar 1646; ad Bláskrida, sem rennur med Hrísbrúar túni ad austanverdu, skylie Löndinn.
Í vísitasíubókinni er líka texti sem er keimlíkur upplýsingum sem er að finna í eldri vísitasíum Mosfells: Hún á 2 Selstödur, adra undir Grímansfells fossi, (nu kölludum Helgusels fossi) hina nordur í Bríngunum, þar sem nú eru kalladar Blásteinns Bríngur; Veidi í Kétilshil, og ofann eftir Leyrvogsá ad sunnannverdu, bædi í Skrauta og Barkarflióti; item á hun Móann fyrir sunnann Ána, þar sem kalladur er Kirkiu mói. – Jördinn Mógillsá er lögd Prestinum til upphelldis. Undir skrifa; Geir Vídalín, A. Jónsson, Þórarinn Kolbeinsson og Auðunn Bjarnason.

Hvannavellir

Hvannavellir.

Samkvæmt Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns frá árinu 1704 virðast bændur í allstórum hluta Kjalarneshrepps hafa rekið geldneyti og hross á Mosfellsheiði. Er þar einkum talað um Hvannavelli, og virðist ekki hafa verið greitt fyrir. Slíkur geldneytarekstur er nefndur við Álfsnes og Varmadal. Norðurgröf, Vellir, Kollafjörður, Mógilsá, Esjuberg, Vallá vestri og Hof (þar með talin afbýlin Jörvi, Krókur og Lykkja) höfðu geldneyta- og hrossarekstur á Mosfellsheiði. Um Vallá vestri segir: Hesta og nautagánga um sumur hefur frá þessari jörðu so vel sem öðrum í þessari sveit brúkuð verið frí og átölulaust um lánga æfi á Mosfellsheiði, þar sem heita Hvannavellir.
Og í lýsingu Hofs stendur: Geldnauta og hesta upprekstur hefur frá þessari jörðu um lánga tíma brúkaður verið til sumarbeitar upp á Mosfellsheiði þángað sem heita Hvannavellir, og það frí og átölulaust. Nú um stundir síðan menn urðu hjer so fátækir, að þeir áttu ekki slíkan peníng, hafa þeir þetta ekki megnað að brúka.

Draugatjörn

Draugatjörn – rétt.

Móar og Saltvík höfðu geldneyta- og geldfjárupprekstur á Mosfellsheiði. Vallá eystri hafði hrossagöngu: Hestagánga um sumur þykist eigandinn af eldri mönnum heyrt hafa frá þessari jörð hafi brúkuð verið frí og átölulaust á Mosfellsheiði, þar sem heitir Hvannavellir.
Jarðabók Árna og Páls minnist ekki á „afrétt“ varðandi Sjávarhóla, Öfugskeldu og Skrauthóla en ætla má að sama hafi gilt um þær og aðrar jarðir innan til í Kjalarneshreppi. Raunar voru þessar jarðir í einkaeign eða eign Kjalarnesþinga en Hof, sem hafði þennan rétt samkvæmt Jarðabókinni, var líka í einkaeign. Stóðhrossa- og geldneytaganga á Mosfellsheiði er ekki nefnd við jarðir yst á Kjalarnesi.
Í greinargerð Þjóðskjalasafns Íslands er vakin athygli á því að samkvæmt Jarðabók Árna og Páls átti konungur eða hafði átt allar jarðir í Kjalarneshreppi innanverðum, þ.e. Þerney, Álfsnes, Fitjakot, Varmadal, Stardal, Hrafnhóla, Þverárkot, Gröf (Norðurgröf), Velli, Kollafjörð, Mógilsá, Esjuberg, Móa, Saltvík og Skrauthóla. Veki þetta upp vangaveltur um rétt bænda á framantöldum jörðum á Kjalarnesi til gjaldfrjáls upprekstrar, hvort hann hafi byggst á réttindum, sem Viðeyjarklaustur hafi náð. Í því sambandi væri rétt að líta til rekstrarréttinda Eystri- og Vestri-Vallár, en Vallárnar voru meðal þeirra jarða sem konungur seldi Henrik Bjelke 30. apríl 1675.

Mosfellsheiði

Mosfellsheiði – kort 1909.

Hvannavellir munu nú kallast Bolavellir samkvæmt frásögn Kolbeins Guðmundssonar: Ég sé á landabréfum, að búið er að færa örnefni og sýslumörkin talsvert austur á bóginn fyrir vestan Hengilinn, t.d. heita nú Vatnaöldur, þar sem til skamms tíma hét Bolöldur. En Bolalda er komin austur undir Húsmúla. Ekki veit ég, hvort þetta á rætur sínar að rekja til ósamkomulagsins í fjallleitunum eða það er af því, að fáir virðast vita, hvar Bolavellir voru kallaðir til forna, en þeir eru fyrir austan Lyklafell norður af Bolöldum, sem nú eru nefndar Vatnaöldur. En þar, sem nú eru kallaðir Bolavellir, hétu til forna Hvannavellir. (Sjá lýsingu Ölfushrepps eftir Hálfdan á Reykjum 1702).

Mosfellsheiði

Mosfellsheiði – kort 1964.

Í lýsingu Skúla Magnússonar á Gullbringu- og Kjósarsýslum frá 1782-1785 segir: “Mosfellsheiði og Kjósarheiði nefnist öll víðáttan frá byggð í Kjós og Mosfellssveit upp að Henglinum, sem áður er nefndur. Þar er mjög gott og grösugt afréttarland á sumrum og er notað úr öllum sýslunum, Gullbringusýslu, Kjósarsýslu og Árnesssýslu. Þar hefir og verið haldinn nautamarkaður 1. október árlega á svæði, sem til þess er afgirt við gjá eina”.
Áður hafði Skúli Magnússon sagt í sama riti: Skilyrði eru og góð til að hafa í seli á heiðinni [Mosfellsheiði] uppi undir afréttarlandinu.
Af Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns sem og lýsingu Skúla Magnússonar virðist því mega ráða að Kjalnesingar hafi stundað stóð- og geldneytarekstur á Mosfellsheiði. Er það stutt af öðrum gögnum sem hér verða nefnd á eftir. Einnig má ráða af Jarðabókinni og lýsingu Skúla að Mosfellsheiði og heiðalöndin milli Kjósar-, Gullbringu- og Árnessýslna hafi verið notuð sem „afréttur“ fyrir sauðfé líka.
Árið 1740 lögfesti Markús Snæbjörnsson, prestur á Þingvöllum, Þingvallastað. Í þeirri lögfestu eru teknar með jarðir Þingvallakirkju í Þingvallasveit þannig að segja má að sveitarmörkum sé lýst að mestu leyti. Hluta marka Mosfellsheiðarlands er að finna í lögfestunni: … úr Riúpnagili i Steininn á litla Saudafelli, frá Steini þeim i Sysluvördur á eystri Moldbreckum, og so þvert yfir i Klofnínga, enn úr þeim i Þingvallavatn …

Mosfellsheiði

Mosfellsheiði – kort; fornar leiðir – Jón Svanþórsson.

Þann 9. júní 1801 á manntalsþingi á Esjubergi lagði séra Auðunn Jónsson fram lögfestu fyrir landi Mosfellskirkju frá 22. maí 1770 sem að hans sögn var grundvölluð á máldagabók Brynjólfs biskups Sveinssonar, undirskrifuð af sálugum séra Böðvari Högnasyni og upplesin af sálugum sýslumanninum Guðmundi Runólfssyni á þremur þingstöðum í Kjósarsýslu árið 1770. Lögfestan var lesin upp á ný en ekkert kemur hins vegar fram um innihald hennar.
Í jarðamatinu 1804 er að finna eftirfarandi upplýsingar um Mosfell: Med denne Jord bruges tillige et Kirken paa Mosfell tilhörende Stykke Land oppe paa Fiældet; men da dette er forbunden med saa megen besværlighed, formedest at det er saa langt bortliggende, formodes samme Stk. Land at blive i Tiden solgt særskildt og taxeres derfor a parte saaledes.

Helgusel

Helgusel (Helgasel) – uppdráttur ÓSÁ.

Auk þess segir í lýsingu gæða heiðarlandsins: Medens dette bruges med nærverende No 6 [Mosfell], kan det ikke taxeres saa höyt som her er skeet, men kunde da kun udgiöre en 6 a 7 hndr.Lagt var mat á Mosfellsbrauð árið 1839. Hluti skýrslunnar sem samin var af því tilefni fer hér á eftir: Ecki heldur gjet eg eiginlega til nefnt Hlunnindi, edur Itok, utann Kyrkju Landsins Stærd til Fialls, og þvj fylgiandi Slægna Utrymi, Hagabeit og Selstodu, sem gétur verid med stórum Erfidismunum til Nota á Sumrum; – Ecki heldur eru Máldagar infærdir, eins og ecki afskriftir af Documentum, sem bevísa adkomst til hlunnenda, eda Itaka, utann jeg finn i Visitatiu Hra. Biskups G. Vidalins sáluga, af 26ta Junii 1800, Ad Kyrkjann eigi … og 2r Selstödur, adra hiá Helgaselsfossi, þar sem jeg hefi látid byggia Sel – og Fiárhús, og adra í Blasteinsbringum.
Í Jarðatali Johnsens frá 1847 er Hitta sögð hjáleiga Mosfells (Stóra-Mosfell). Um Hittu segir síðan neðanmáls: 1802 segir, að yrkt sé land uppá fjalli frá Stóra Mosfelli, sem mjög er örðugt tilsóknar, en fyrir því það þykir bezt, að selt væri og yrkt sér, er það metið sér í lagi til 12 h. 36 al.

Fellsendi

Fellsendi.

Í jarðamatinu 1849 segir m.a. um Mosfell: Eingjar litlar heimavið, en talsverðt beitiland. Heiðarland gott og mikið til slægna og selstöðu, en lángt fráliggjandi og mjög örðugt til allrar notkunar. Þvínær ónytt á flestum vetrum.
Útmæling á nýbýlinu Fjallsenda/Fellsenda fór fram 8. júlí 1850. Við hana mættu auk úttektarmanna: Þingvallaprestur, fulltrúi Mosfellsprests, ábúendur Fremraháls og Stíflisdals og útmælingarbeiðandinn. Mosfellsprestur lagði fram skýrslu um merki milli Mosfells- og Þingvallakirknalanda en hún er ekki innfærð, en hana má finna í uppskrift í skjölum, sem lögð voru fram í Landsyfirrétti árið 1860.

Mosfellssel

Mosfellssel við Leirvogsvatn.

Fylgir einnig vitnisburður mannsins, sem var umboðsmaður Mosfellsprests við áreiðina. Hljóða skýrsla og vitnisburðurinn svo: Með því bóndinn Arni Björnsson á nýbýlinu Fjallsenda hefur gefið mjer í skyn, að næstkomandi mánudag eða þann 8. þ.m. væri áformuð skoðun á landamerkjum og úthlutun lands til tjeðrar nýlendu hans af Sýslumanni með þartil kvaddri nefnd manna, og þareð jeg, sem Beneficiarius á Mosfelli, sem á land að hjer að vestan verðu, hlýt samkvæmt skyldu minni, að eiga þar að nokkruleyti hlut að máli, leyfi jeg mjer hjermeð, til nauðsynlegrar aðgæslu fyrir tjeða nefnd, að geta um og taka fram þau landamerki, sem mjer með samhljóða vitnisburðum gamalla og áreiðanlegra manna hafa verið sögð, og eru þau þessi: Sjónhenda úr Rjúpnagilsdrögum eða upptökum í aflangan stóran stein einstakan austantil á litla Sauðafelli, og aftur sjónhenda úr tjeðum steini, sem sumir kalla markastein (Sýslustein) í austari Moldbrekkur svonefndar, og en<n> sjónhenda úr Moldbrekkum suðaustanvert við Borgarhóla.

Mosfellssel

Mosfellssel við Leirvogsvatn – uppdráttur ÓSÁ.

Á þessum landamerkjum hefi jeg aldrei heyrt neinn vafa leika, hversvegna jeg vona bæði að nefndin taki þessi merki til greina með sannsýni samkvæmt skyldu sinni, sem og hitt, að enginn leyfi sjer að hagga þeim eða raska, eins og ég líka vil reyna til að láta þá kirkju eða prestakall, sem mjer er trúað fyrir halda rjetti sínum óskertum. Býst jeg því við að halda áfram bæði að tileinka Mosfellskirkju fjalllendi alt, að vestanverðu við tjeð merki, sem og að nota það eptir mætti, þörfum og kríngumstæðum. Mosfelli þann 5. dag júlím. 1850. Stefán Þorvaldsson prestur til Mosfells. Framan og ofan skrifuð landamerki milli Þíngvalla og Mosfells kirkna landa á Mosfellsheiði eru einmitt gjörsamlega samkvæmt því, sem jeg heyrði optlega föður minn sáluga. Jón bónda Eyólfsson á Laxnesi og föðurbróður minn Þorstein sál. þar og fleiri greinda og kunnuga menn glögglega tala um. Hraðastöðum þann 6ta Júlí 1850. vitnar Ólafur Jónsson bóndi á Hraðastöðum.

Mosfellsheiði

Nautapollur.

Útmæling nýbýlisins Fjallsenda fór fram 8. júlí 1850: Þarnæst var nýbýlinu Fjallsenda útvísad til yrkíngar hagbeitar og sérhverrar annarar notkunar land þad er liggur innan fylgjandi takmarka: Frá mörkum jardarinnar Fremraháls í Kjós á hæstu nordurbrún stóra Saudafells, í landsudur eptir brúninni beina stefnu í Grjóta, og eptir þessari á til sudurs uppad efri Gljúfrunum, þadan sömu stefnu yfir midja Startjörn í midja Grjótártjörn vestanhallt vid Þrítjarnir í hatt hollt fyrir austan Stórasund og hedan í Sæluhúsid á Eystri moldbrekkum. Hedan til utnordurs í stein austanhallt hæst á Litla Saudafelli, þadan í Rjupnagil á Eyrunum og eptir því uppad austasta klofníngi þess og hedan loksins til landnordurs yfir vestasta Tjarnhól í ádur téda brún nordan og hæst á Stóra-Saudafelli.

Mosfellsheiði

Sæluhúsið í Moldarbrekkum.

Þann 22. maí 1852 var gefið út byggingarbréf fyrir nýbýlinu Fjallsenda. Því var þinglýst 3. júní 1852.
Mosfellsbrauð var metið á nýjan leik árið 1855 en í lýsingu segir m.a.: Skírsla um tekjur og útgjöld Mosfells prestakalls í Gullbríngu og Kjósarsýslu profastsdæmi eptir 5 ára meðaltali 1849-1853. Jörðin er að vísu mikil jörð að öllu samanlögðu og á mikið víðlendi til fjalls og það allgott land til sumarbeitar og slægna, en bæði er erfitt að nota sér það vegna fjarlægðar og líka þvínær ómögulegt að verja það fÿrir ágángi afréttar fénaðar og stóðhrossa, – en heimaland jarðarinnar er mjög lítid og ligg<u>r ónotalega vegna þéttbýlis. Tun jarðarinnar eru stór mjög og harðlend og vóru komin í ena mestu órækt, en eru nú held<u>r að lagast, og munu þau nú í meðalari fóðra 7-8 kýr, og jörðin þessutan hérumbil 80 ær og máské viðlíka af sauðum, en vetrarbeit er lítil og fÿrir hross svo að kalla engin, verður því að koma þeim burtu til hagagaungu. …

Mosfellsheiði

Sæluhúsið í Moldarbrekkum 1896 – Daniel Bruun.

Í lýsingu sinni á Mosfells- og Gufunessóknum frá 1855 minnist Stefán Þorvaldsson stuttlega á Mosfellsheiði með eftirfarandi orðum: Suðaustur með Litla-Sauðafelli liggur allmikill stararflói, grasgefinn, en mjög votlendur, er liggur að landamærum millum Mosfells- og Þingvallakirkna landa á Mosfellsheiði.
Árið 1856 hugðist presturinn á Mosfelli leyfa býli í Mosfellskirkjulandi, svokölluðum Gullbringum. Um þetta atvik er fjallað í kafla 5.21. um jörðina Bringur.

Í bréfi sem presturinn á Mosfelli sendi biskupi þann 12. júní 1858 kemur fram að hann hafi ekkert á móti því að Jón Bjarnason bóndi á Varmá sæki um að fá að reisa nýbýli í landnorðurhorni heiðarlands Mosfellskirkju við Sauðafell. Hann hugðist þó áskilja sér rétt til þess að vera við áreið og útmælingu landsins til að gæta hagsmuna kirkjunnar.
Mosfellsheiði

Stiftsyfirvöld sendu Mosfellspresti bréf þann 22. júní 1858. Þar kemur fram að stiftsyfirvöld töldu sig ekki geta fyrirskipað útvísun lands handa Jóni Bjarnasyni. Síðan segir: … skulu Stiptsyfirvöldin þó hér með láta yðar velæruverðugheitum í ljósi, að frá þeirra hálfu er ekkert á móti því, að þér semjið við Jón Bjarnason öldungis prívat um bæarbyggingu í Mosfellskirkjulandi, á líkan hátt og skeð er um bæarbygginguna í Gullbringum, þó svo að merki kringum land það, er þér leyfið honum til byggingar, sé nákvæmlegra og greinilegra tiltekin … Um 1860 hófust deilur um hvort jörðin Fellsendi í Þingvallasveit teldist nýbýlisland eða Þingvallaeign. Málið fór fyrir dóm og var dæmt í því fyrir Landsyfirrétti árið 1860. Ýmis vitni voru kölluð fyrir í þessu máli.

Mosfellsheiði

Vörður við sæluhúsið í Moldarbrekkum.

Í júlí 1858 lagði t.d. verjandi Árna Björnssonar, sem byggt hafði Fjallsenda/Fellsenda og gerði kröfu til landsins (Árni var þá orðinn bóndi í Brautarholti á Kjalarnesi), fram eftirfarandi vitnisburði nokkurra Kjalnesinga og Kjósverja: ad No 3 -a.
“Jeg undirskrifaður – sem allan minn aldur hefi dvalið í Kjalarneshreppi – gef þann vitnisburð: að frá því jeg fyrst man til mín, hjer um bil á árunum 1802-1803 til þess á árunum 1835-1836 var afrjettar landið á Mosfellsheiði, kríngum litla Sauðafell og í svo kölluðum Hálsum brúkað árlega öldungis átölulaust og óhindrað af öllum bæði frá uppeldis föður mínum, Brinjólfi sál. Einarssyni lögrjettumanni á Bakka og öðrum bændum í Kjalarneshreppi, samt sjálfum mjer, eptir að jeg varð búsráðandi – til uppreksturs fyrir stóð, hross fjallagrasatekju og fl. … Stad<d>ur að Brautarholti þann 18da Júní 1858 M. Sigurðsson (fyrv. hreppst. í Kjalarnes hreppi).”
“Jeg undirskrifaður sem einnig hef dvalið allan minn aldur í Kjalarneshreppi (nú á 61ta aldurs ári) ber vitni um brúkun afrjettarins eða almenningsins á Mosfellsheiði og í Hálsum öldungis samkvæmt þeim, er Magnús Sigurðsson, fyrrverandi hreppstjóri Kjalnesinga hefur þegar útgefið af dató í dag, og hjer að framan er ritaður … Hofi þann 18. Júní 1858 Jón Runólfsson.
Framlagt fyrir aukarjetti að Þíngvöllum 27. Júlí 1858. Th. Gudmundsen.” ad No 3 – b.

Mosfellsheiði
Vjer undirskrifaðir gjörum svolátandi grein fyrir og vitnisburð um hvað vjer þekkjum til og heyrt höfum um landrjettindi, einkum hvað afrjett snertir, á hinni svokölluðu Mosfellsheiði. Frá því vjer fyrst munum til höfðu Kjósarmenn og Kjalnesingar nauta upp rekstur á Mosfellsheiði. …Þá var þetta land af áðurgreindum sveitum einnig brúkað bæði til trippa uppreksturs og svo fóru menn þangað til grasatekju. Álitu þá Kjósarmenn og Kjalnesingar, að land þetta væri almenningur og afrjettur, sem þessum sveitum væri heimilt að brúka til áður greindra notkana, án þess nokkurs manns leyfi þyrfti til … Þetta vottum vjer eptir áskorun og erum fúsir til að staðfesta þetta vottorð vort með eiði, ef þess verður krafist. Árni Stefánsson á Meðalfelli 68 ára Þorsteinn Torfason á Þorláksstöðum aldur 68.

Mosfellsheiði
Guðmundur Eyolfsson á Sandi 78 ára Jón Jónsson á Grjóteyri 63 ára Framlagt fyrir aukarjetti að Þíngvöllum 27. Júlí 1858. Th. Gudmundsen.Nokkru síðar eða þann 10. september 1858 voru fjögur vitni leidd fyrir aukarétt Kjósar- og Gullbringusýslu þar sem þau voru spurð um landamerki Þingvalla- og Mosfellskirkna.
8. Hvað vitið þjer um brúkun Kjalnesinga á Mosfellsheiði; hvaða skepnur hafa þeir rekið þangað; hvert hafa þeir rekið; í hvers leyfi hafa þeir rekið? Einnig lagði umboðsmaður stefnda (Árna Björnssonar) fram gagnspurningar:
1 Hefir vitnið ekki heyrt þess getið, eða veit það ekkert um að Kjósarmenn og Kjalnesingar hafi talið sér nauta og stóðhrossa afrétt í því landi, sem Fellsendi nú er, eða jafnvel brúkað það sem þvílíkt?
2 Spurning: Veit vitnið til að þeirri brúkun hafi verið mótmælt? Vitnin annað hvort töldu Mosfellskirkjuland og Þingvallaland liggja saman á umræddum mörkum eða voru því ókunnugir.
Á manntalsþingi sem haldið var að Lágafelli þann 30. maí 1864 var þinglesið forboð frá sr. J. K. Benediktssyni, er samið var 27. maí sama ár, gegn óleyfilegri hrossagöngu á Mosfellsland. Sama forboð var þinglesið á manntalsþingi á Hofi þann 1. júní 1864.

Mosfellsheiði
Árið 1867 var Mosfellsbrauð metið og í lýsingu kom m.a. þetta fram: Skýrsla um tekjur og útgjöld Mosfellsprestakalls í Gullbringu og Kjósarprófastsdæmi eptir 5 ára medaltali, frá fardögum 1862 til fardaga 1867. Jördin er til fjalls vídlend og kostagód til sumarbeitar og slægna, en mjög ördug af-nota sökum vegalengdar.
Í byrjun 8. áratugar 19. aldar reis upp ágreiningur milli Þorkels Bjarnasonar prests á Mosfelli, vegna Mosfellskirkju, og Ófeigs Vigfússonar á Nesjum í Grafningi um landamerki á Mosfellsheiðinni. Orsök deilunnar var sú að sumarið 1868 hafði Ófeigur yrkt svæði á Mosfellsheiði sem nefndist Sauðafellsflói. Þetta var Þorkell ósáttur við því að hann taldi þetta landsvæði tilheyra Mosfellskirkjulandi og eftir að deiluaðilar höfðu árangurslaust reynt að ná sáttum í málinu kærði séra Þorkell Ófeig vegna Mosfellskirkju.

Mosfellsheiði
Krafa Þorkels var sú að Mosfellskirkjulandi væri dæmdur Sauðafellsflóinn og landið þar um kring, austur að beinni línu sem dregin væri úr Rjúpnagili í Sýslustein austast á Litla-Sauðafelli og þaðan í Eystri-Moldbrekkur við sæluhúsið á Mosfellsheiði. Þorkell studdi þessa kröfu með lýsingum vitna, lögfestu Þingvallakirkjulands frá 1740, sýslulýsingu Skúla Magnússonar, sóknarlýsingu frá 1855, dómi Landsyfirréttar í máli Þingvallakirkju og Árna Björnssonar árið 1859, þeirri staðreynd að Mosfellsmenn höfðu lengi yrkt Sauðafellsflóann án nokkurra mótmæla og staðsetningu sæluhússins á Mosfellsheiði en það var byggt fyrir gjafafé Mosfellssveitunga.
Ófeigur Vigfússon hélt því hins vegar fram að Mosfellskirkju ætti aðeins að dæmast land austur að þeirri línu á uppdrætti [Halldórs Guðmundssonar og Sigurðar málara], er að öðru leyti var samþykktur af báðum málsaðilum, sem dregin væri beint úr Borgarhólum (yfir Syðri- eða Vestari-Moldbrekkur) og í Rjúpnagil. Hann rökstuddi kröfuna með því að vísa í uppdrátt Íslands frá 1848 eftir Björn Gunnlaugsson, skjöl þar sem fjallað var um línuna frá Borgarhóli í Rjúpnagil, sýslulýsingu Árnessýslu frá 1848, vitnisburð vitna, og að enginn hefði kært Nesjabændur þó að þeir hefðu af og til í tuttugu og átta ár slegið í Sauðafellsflóa.

Mosfellsheiði

Mosfellsheiði – Eiturhóll.

Kveðinn var upp dómur í málinu 22. nóvember 1873 sem féll Þorkatli og Mosfellskirkju í vil. Í honum kemur eftirfarandi fram: … vill hinn stefndi [Ófeigur í Nesjum] eiga land úr Rjúpnagili og beint í Borgarhóla, en sækjandi [Mosfellsprestur] aptur úr Rjúpnagili í Sýslustein („Merkjastein“) á Sauðafelli, beint í Moldbrekkur eystri og þaðan sjónhendíng í Borgarhóla.
Sem sönnun fyrir að þetta sé rétt hefur sækjandi komið fram með ýms skjöl og skilríki, svo sem þíngsvitni úr Gullbríngusýslu, eptir hverju 4 vitni hafa vitnað þessu samkvæmt … þar næst 3 skýrslur prófasts séra Stefáns Þorvaldssonar á Stafholti, sem áður var prestur að Mosfelli, frá 1850, 1855 og 1869; lögfestu fyrir Mosfellslandi frá 1740; útskript af lýsingu Skúla landfógeta yfir Gullbríngu sýslur. – Hinar þarnefndu „Þrívörður“ eru nú ei lengur til, því þær segir sækjandi að brúkaðar hafi verið í veggi sæluhússins á Moldbrekkum, þegar það var byggt 1841; (óeiðfesta) vitnisburði, sem nefndir eru undir No 10, 11, og 12 í sóknarskjalinu frá 28. Ágúst 1873.

Mosfellsheiði

Mosfellsheiði – Sýsluþúfa.

Öll hin nefndu skjöl og skilríki eru í öllu verulegu samhljóða framburði hinna getnu vitna. Þess er enn vert að geta, að hið umgetna sæluhús á Moldbrekkum var 1841 reist og byggt bæði af Mosfellssveitarmönnum og Árnesíngum eins og hins að sækjandi og og fyrirrennarar hans – Mosfellsprestar – hafa stöðugt yrkt eða léð slægjur í Sauðafellsflóa, einnig átölulaust af öllum. …Eptir öllu því sem nú hefur verið tilfært fær rétturinn eigi betur séð, en að prestinum að Mosfelli eða Mosfellskirkju beri að tildæma hið umþrætta landstykki þannig, að landamerki Mosfells að austan sé úr Rjúpnagili í Sýslustein, þaðan í Moldbrekkur við sæluhús og svo beint í Borgarhóla. …
Mosfellsheiði
Því dæmist rétt að vera. Landamerki Mosfellskirkjulands á Mosfellsheiði skulu vera: úr Rjúpnagili í Sýslustein, þaðan beint í Moldbrekkur við sæluhús og þaðan eptir beinni línu í Borgarhóla. Að öðru leyti á hinn stefndi að vera frí af ákæru sækjandans.
Rekstur þessa máls hófst árið 1870. Í aukarétti Árnessýslu 12. júní 1870 var lagt fram skjal frá Stefáni Þorvaldssyni, fyrrum presti á Mosfelli, dagsett 18. maí 1869, sem vitnað er til í dómnum að framan, svohljóðandi: No 7. „Í þau 12 ár, sem jeg hélt Mosfell í Mosfellssveit og bjó þar , -ə: frá 1843-1855. – notaði jeg atölulaust fjalllendi Mosfells, eptir þessum ummerkjum: Leirvogsá ræður merkjum að norðanverðu, neðan frá Skegg<j>astaða hólum og allt uppí Leirvogsvatn, þá ræður lítill lækur, sem rennur vestan til við „Sauðafellstúngu“ og fellur í sama Leirvogsvatn. Þá er tekin sjónhenda úr svonefndu „Rjúpnagili“ í stóran stein, á austan- eða norðanverðu litla Sauðafelli, – úr þeim steini sjónhenda í „Moldbrekkur“, – verður þá allur Sauðafellsflóinn innan Mosfellslands takmarka, enda notaði jeg hann, ásamt Sauðafellstúngunni átölulaust að meira og minna leyti um áðursagt tímabil, bæði til selveru, beitar og slægna.

Markúsarsel

Markúsarsel.

Austurbóginn var sjónhenda tekin úr Fellshala, nefl. Grímansfellshala og austur heiði, beint austur að fyrr nefndum „Moldbrekkum“. Í mæli var það eptir sögnum gamalla manna, að Mosfell ætti selstöðu í Grímansfelli, og ætti „Fellshalann“ allan suður undir „Seljadal“. – En þessar selstöður notaði jeg allar á víxl, 1, Í Helguseli norðan undir Grímansfelli, – þar sem seinna var sett nýbýlið „Gullbrínga“. – 2, Leirtjarnarsel, fyrir norðan Leirtjörn, – sem líka var af sumum kallað „Markúsarsel“ – 3ju selstöðu hafði jeg og seinast nokkur ár vestan undir illa klifi ofanvert við Leirvogsvatn.
Mosfellsheiði

Áreið á landið fór fram samhliða réttarhaldinu 12. júlí 1870: Því næst mæta fyrir rjettinum þeir hinir áðurnefndu menn úr Árnesssýslu og segja það sitt álit um landamerki milli Árness- og Kjósarsýslu: Úr Rjúpnagili eða gljúfrum þess í landsuður beina stefnu á Borgarhólinn hinn hæsta, sunnarlega á Mosfellsheiði. – Hinir tilkjörnu menn úr Gullbringu- og Kjósarsýslu segja aptur á móti takmörkin þannig: Úr áðurnefndu Rjúpnagili beina stefnu í stóran stein á Litla-Sauðafelli austanverðu, sem hvílir á steinum við báða enda en loptar undir allan í miðju, þaðan beint í Moldbrekkur við Sæluhús á Mosfellsheiði og loksins þaðan í áðurnefndan hæsta Borgarhól. Þessar álits- og skoðunargjörðir segjast allir skoðunarmenn vera reiðubúnir að staðfesta með eiði ef krafist verður, að þær sje gjörðar eptir bestu samvizku og vitund.

Mosfellsheiði

Borgarhólar – kort.

Eptir að leitast hafði verið við að koma á sáttum milli málsparta án þess það lukkaðist, komu þeir sjer saman um, að skjóta málinu á frest uns upplýsingar fengjust viðvíkjandi ummerkjum Árness- og Kjósarsýslu, það er að segja afskriptir af sýslulýsingum og sóknalýsingum sem allar eru hjá deild hins íslenzka bókmenntafjelags í Kaupmannahöfn.
Var þannig málinu frestað. Upplesið staðfest. Rjetturinn hafinn. Þ. Jónasson. Th. Gudmundsen. Páll Melsted. Þ. Guðmundsson. Haldór Jonsson. G. Gíslason. O. Ólafsson. Clausen. Preben Hoskiær. Halldór Melsted.
Aukaréttur Gullbringu- og Kjósarsýslu var haldinn 10. október 1871 í Reykjavík. Var þangað stefnt ýmsum vitnum, sem búsett voru í Mosfellssveit, Seltjarnarneshreppi og Reykjavík. Af þeim mættu Jón Jónsson í Lambhaga, Erlendur Þorsteinsson frá Hlaðgerðarkoti, Ólafur Ólafsson frá Hrólfsskála og Ásta Guðmundsdóttir í Reykjavík, fyrrum húsfreyja í Stardal.

Mosfellsheiði

Litla-Sauðafell – kort.

Vitnisburður eins [Kláusar] var svohljóðandi: Jeg undirskrifadur sem nú er Nálægt 67 ára gamall og hefi Búið hier i Mosfellssveit á 34da ár enn Borinn og barnfæddur í [í, tvítekið] Biskupstungumm í Árnessíslu hefi aldrei heirt annars gietið enn að Sísslumörk milli Árnes- og Kjosarsísslu væru á svokölldum Moldbrekkum Sem Sæluhúsid stendur á á Mosfellsheidi og vil ieg ennfremur gieta þess ad þegar firnemt sæluhús var bigt var jeg feingi enn til ad Flitja vid til uppgierdar þess af Jóni Sál. Stephensen á Korpúlfsstödum sem þá var Hreppstjóri hjer í Mosfellssveit og Sem í Sameiníngu med Kristjáni sál. á Skógarkoti í Þingvallasveit sá umm Biggíngu Hússins og eptir samkomulægie millumm Beggia firnemdra Hreppstjóra eptir ad þejr höfdu leitad þar um álíts Sveita og síslslubúa sinna lietu biggia þettad firnemda Sæluhús á Sísslu mörkumm þar sem Svokalladar Síssluvördur stódu á Svonemdumm Moldbrekkumm og vóru þessar Síssluvördur hafdar til ad biggia úr Sæluhúsið enfremur hef ieg heirt bædi fir og Sjdar ad svokalladar Þrívördur stædu á Næstu hæd firir utann svo nemda VilborgarKjeldu austast á Mosfellsheidi og [hef, yfirstrikað] hef jeg aldrei þekt og þekkje ekkie adrar Þrívördur enn þessar á Mosfellsheidi. Þennann vittnisburd minn gief ieg eptir bestu Þekkíngu og Samvisku hvurn jeg stadfesti med minni Eiginhandar undirskrift Blikastödum 20 November 1871. Kláus Bjarnason. Vidstaddir vottar Olafur Olafsson (á Ejdi) Jón Arnason.

Mosfellsheiði

Mosfellsheiði – landamerkjavarða.

Lagðir voru fram ýmsir vitnisburðir um sýslumörk af hálfu verjanda: Ýmsir þeirra vörðuðu fyrst og fremst sýslumörk og eru færðir í þann kafla, þ.e. vitnisburðir Ingimundar Gíslasonar, Narfa Þorsteinssonar, Árna Björnssonar og Guðmundar Jakobssonar.
Björn Bjarnarson gaf eftirfarandi vitnisburð: Eg sem þetta ber: er á sextugs aldri og var á Þyngvöllum í 17 Ár og Heiðarbæ í 14 gef – að: skoðaðri Teiknun og lesnum Vitnisburðum – það sem eg veit nærst sanni. Götuna frá vegamótum, og að syðri þrívörðum lagði Ófeigur Jónsson á Heiðarbæ hana fór eg hana með honum fyrir 42 Árum, sýndi hann mér þá syðri þrívörður, sem hafa síðan staðið – framaní Kláfusi – norðan við götuna á avölum klapparhol sem hann kallaði Helluhól, sem nærst mitt á milli Sæluhúss og syðri Moldbrekkna sem hann sagði sýslumerki- sömuleiðis Þórsteinn Einarsson í Stíflisdal – á þessum moldbrekkum hefir allan þennan 42 Ára tíma staðið Varða og mun ekki langt frá línu þeirri sem dregin er milli Borgarhóla og Rjúpnagils.
Mosfellsheiði
Sýsluvörður á Moldbrekkum eistri, hefi eg aldrey séð, og egi fyrr heirt að Sæluhusið hafi verið biggt úr þeim, heldur á þessum stað: vegna einkennilegrar brúnar góðs grundvallar og vatnslindar sem opt rennur þar undan. Að sunnan vissi eg aldrey slegið austar, en um línu þá sem stefnir á Vífilfell. í Mosfells sókn var eg í 11 ár í fjögra Presta tíð sr. Magnusar Grímssonar sr. Jóhann Knúts – uppalins á Mosfelli sr. Þórðar Árnasonar þessir allir töluðu, um yrkingu Sauðafells flóa – að austan [hér er merkt við með x og neðan máls stendur: það er að skilja héðan]- en eingann klögunar anda fann eg í þeim, en séra Þorkeli fanst ser óþolanlega misboðið með slíkri yrkingu bar hann sem hinir þetta undir mig – sem einhvern þann grann kunnugasta sem kostur væri á en er eg ekk<i> gat rétt dansað eptir hans kröftugu pipu gat hann ekki brúkað mig. séra Þórður sál. sagðist „aungvan staf géta fundið fyrir: að Mosfell ætti land ofar en Bringurnar“ Rjúpnagil þikir mér ógreinilega teiknað og vantar neðri hluta þess ofan í Bugðu, svo efast eg um að stefnan úr Rjúpnagili þaðan sem hún er tekin úr því géti feingist bein um steininn í Húsið. Línan úr því í Borgarhóla er of laung móti þeirri í Steininum sem bendir á Vífilfell því holarnir eru of hallir við. Nesjum 3. September 1873 – Björn Bjarnarson.

Mosfellsheiði

Borgarhólar.

Við skoðun á Fellsendalandi, fól sr Steffan Ólafi heitnum Jónssyni að frammfylgja Skjali því sem frammburður hans og föður hans eru skráðir á, um um stefnuna úr Sæluhusi suðaustan við Borgarhóla, en standandi á: sauðafelli sagði hann – að mér og fleirri mönnum áheirandi: að sú stefna „hefði eingann stað“ og hann „gæfi sig með öllu frá henni“ Sami B.B.
Sækjandi málsins, Þórður Guðmundsson, sýslumaður, sem verið hafði sýslumaður í Gullbringu- og Kjósarsýslu, sagði í sóknarskjali, 28. ágúst 1873: að í dómi hins konunglega Landsyfirréttar í málinu milli Þingvalla kirkju og Árna bónda Björnssonar á Fellsenda um eignarréttinn að Fellsenda landi, sem dæmt var þar 1859, stendur um þá framlögðu skýrslu Séra Stefans Þorvaldssonar af 5. Júli 1850 „að skýrsla þessi sé af engum reyngd, að hún sýni það að Landamerki Mosfells og Þingvalla kirkna liggi saman á hinu umrædda svæði“ nefnilega: um línu þá, sem dregin er úr Rjúpnagili yfir steininn austast á Sauðafelli í Moldbrekkur, hvar sæluhúsið stendur.
Í framhaldssókn, 3. október 1873, sagði sækjandinn, að bræðurnir Jón Jónsson í Lambhaga og Ólafur Jónsson á Hraðastöðum, fæddir í Laxnesi, hefðu sagt sér við skoðunargerð á sæluhúsinu á Mosfellsheiði árið 1841 að þar við við sæluhúsið næðu Mosfells og Þingvalla kirkna lönd saman, og það sama sagði Hreppstjóri J. B. Stephensen, og að sæluhúsið væri byggt í sýslumorkunum milli Kjósar- og Gullbringusýslu annars vegar, en Árness sýslu hins vegar.

Mosfellsheiði

Steyptur stöpull í Borgarhólum.

Á aðalfundi sýslunefndarinnar í Kjósarsýslu sem haldinn var í Hafnarfirði 28. mars 1912 var lögð fram beiðni prestsins í Mosfellsprestakalli um kaup á ábýlisjörð hans Mosfelli í Mosfellssveit. Hreppsnefndin falaðist einnig eftir kaupum á jörðinni sem hún taldi heppilega til almenningsafnota fyrir hreppinn t.d. sem upprekstrarland. Sýslunefndin taldi óheimilt að selja jörðina án sérstakra laga því hún væri eins og hreppsnefndin hafði tekið fram heppileg til almenningsafnota.
Samkvæmt gerðabók Mosfellshrepps 1908-1925 kom Mosfellsheiðarmál iðulega til umræðu á hrepps- og hreppsnefndarfundum líkt og rakið verður hér á eftir: Á hreppsfundi 10. júní 1911 var samþykkt að ganga að tilboði Mosfellsprests um að hreppsnefndin mætti óátalið láta smala heiðarland Mosfellskirkju þetta ár, en prestur tók jafnframt fram að hann leyfði ekki þar með upprekstur í landið. Á sama fundi var samþykkt áskorun á hreppsnefnd um að leitast við af ítrasta megni að hreppurinn nyti réttar síns viðvíkjandi „afréttarlöndum“ sem hreppurinn kynni að eiga en aðrir nú vildu eigna sér.
Á hreppsnefndarfundi 8. desember s.á. var samþykkt að reyna að fá Bringnaland keypt handa hreppnum sem upprekstrarland og helst allt heiðarlandið sem tilheyrði Mosfelli.
Fimmtánda júní 1912 kom fram á almennum hreppsfundi að spurst hefði verið fyrir um leigu á heiðarlandi Mosfells til upprekstrar. Var það fáanlegt til eins árs með skilyrðum og 75 kr. leigu. Felldi fundurinn tillöguna. Hins vegar leyfði prestur almennar smalamennskur á heiðarlandinu (væntanlega rúningssmalamennskur).

Mosfellsheiði

Landamerkjavarða í Moldarbrekkum.

Kaup á heiðarlandi Mosfells kom til umræðu á hreppsnefndarfundi 4. ágúst 1918 og á fundi 27. desember s.á. var ákveðið að leggja fyrir lögfræðing öll gögn, sem fyrir hendi væru um eignarheimild hreppsins á upprekstrarlandi og landamerki þess lands, og fá álit hans um hvað hægt væri að gera í því efni. Kaup á heiðarlandi Mosfells voru síðan til umræðu á hreppsnefndarfundi 22. júní 1919 og hreppsfundi 20. október 1922.
Í fasteignamatinu 1916-1918 er Mosfelli lýst ásamt Hittu. Þar kemur m.a. fram: Land ekki mikið heima, nægt gripum að sumri, nokkur vetrarbeit. … Kostir: Selland, afrétt og allmiklar slægjur í kirkjulandi á Mosfellsheiði. Í sama fasteignamati er talað um Mosfellskirkjuheiðarland (að frátöldum Bringum) sem sé norðurhluti Mosfellsheiðar. Landið er sagt vera sem „afrétt“ þó ekki sé goldið fyrir og að Mosfellshreppur láti smala það til rétta.
Þann 11. maí 1922 sendi hreppstjórinn í Mosfellshreppi fyrirspurn til Stjórnarráðsins varðandi land sem hin aflagða kirkja á Mosfelli ætti á norðanverðri Mosfellsheiði. Í bréfinu kom fram að tvær jarðir væru á þessu landi; býlið Mosfellsbringur og Mosfellsheiðarland sem stundum væri nýtt til slægna. Samkvæmt jarðabókinni frá 1861 væru þær innifaldar í mati Mosfells en í fasteignabókinni 1921 voru þær metnar hvor í sínu lagi og nú vildi hreppstjórinn vita hver ætti að hafa umsjón með þessum kirkjujörðum þannig að hann gæti áttað sig á því hver ætti að annast merkjagerð þar.

Bringur

(Mosfells-) Bringur 1968.

Fyrirspurnin var send biskupi og sendi hann dóms- og kirkjumálaráðuneytinu svarbréf 30. maí 1922. Þar lýsti biskup þeirri skoðun sinni að þar sem jarðirnar hefðu verið í mati Mosfellsprestseturs, eins og það var metið presti til tekna tveimur árum áður, þá væru þær í umsjón hans og þar með einnig merkjagerðin. Í bréfinu kom líka fram að biskupinn hefði aldrei heyrt [Mosfells]-bringur nefndar kirkjujörð fyrr en nú í bréfi hreppstjórans og ráðuneytisins. Í þeim matsgerðum sem hann hefði undir höndum væru Mosfellsbringur nefndar afbýli frá heimajörðinni. Því hefði það verið metið sem hluti prestsetursins. Að sögn biskupsins var það fasteignabókin nýja sem varð fyrst til þess að gera þetta kot að sjálfstæðri jörð. Hreppstjórinn hafi síðan gert úr því kirkjujörð.
Eftir að ráðuneytinu hafði borist þetta bréf sendi það, þann 10. júlí 1922, hreppstjóranum úrskurð sinn. Hann var á þá leið að kirkjuheiðarlandið á Mosfellsheiði og [Mosfells]-bringur skyldu vera í umsjá sóknarprestsins að Mosfelli sem bæri þar með að annast gerð jarðarmerkja.
Mosfell
Á seinni hluta 3. áratugarins fór hreppsnefnd Mosfellshrepps þess á leit við 2. þingmann Gullbringu- og Kjósarsýslu að hann flytti frumvarp um sölu Mosfellsheiðarlands á Alþingi. Að baki lá brýn nauðsyn hreppsins að fá meira „afréttarland“ til eignar og umráða. Þingmaðurinn samdi frumvarp og leitaði umsagnar Hálfdanar Helgasonar prests og ábúanda Mosfells á því. Hann taldi sig verða fyrir talsverðum tekjumissi yrði það að lögum því að hann hefði, eins og fyrri ábúendur Mosfells, leigt bæði innnan- og utansveitarmönnum nokkuð af heiðarlandinu til slægna og átti hann von á því að þær tekjur myndu aukast í framtíðinni. En þar sem að 2. grein frumvarpsins mælti fyrir um að andvirði sölunnar yrði varið til að rækta upp heimajörðina þá taldi hann sér tekjumissinn bættan og lagði blessun sína yfir frumvarpið.

Mosfellsheiði

Varða á Mosfellsheiði.

Frumvarpið fór næst fyrir allsherjarnefnd sem var mótfallin sölunni því að jörðin væri bæði landlítil til beitar og útheysslægnalaus heima fyrir og því hætt við að salan myndi rýra ábúðarhæfi jarðarinnar. Þrátt fyrir aukna ræktun heimajarðarinnar sem myndi með tíð og tíma auka heyaflann þá myndi jörðina skorta beitiland vegna landleysis. Um afarlangt skeið hefði heyja verið aflað í umræddu landi og að auki væri það aðalbeitiland jarðarinnar. Í heiðarlandinu væri sauðfé Mosfellsbóndans haldið árið um kring og þaðan hefði aðalútheyskap jarðarinnar verið aflað. Er stórbú var á Mosfelli var mikilla heyja aflað þaðan og séu slægnanot enn mikil þó aðrir en ábúandinn færi þau sér til nytja.

Sýslusteinn

Sýslusteinn suðaustan Lyklafells.

Einnig benti nefndin á að Víðirinn, sem væri aðalgraslendið heima fyrir, hefði verið plægður og væri nú flag eitt. Búið væri að selja hluta af honum og frekari sala fyrirhuguð og því væri graslendi jarðarinnar heima orðið afar lítið. Í heiðarlandinu fengi sauðfénaður sveitarmanna að ganga óáreittur og því lítil ástæða fyrir hreppsnefndina að eignast landið enda hefði henni til skamms tíma ekki þótt það nauðsynlegt og talið sveitina vel komast af án þess. Svo fór þó að lokum að frumvarpið var samþykkt og var það afgreitt frá efri deild Alþingis þann 19. maí 1927.
Þann 31. maí 1927 samþykkti Kristján konungur X. lög um sölu á nokkrum hluta úr kirkjueigninni Mosfellsheiðarlandi. Undanskilið sölunni var svonefnt Jónssel en kaupverðinu skyldi varið til ræktunar heimajarðar prestsetursins Mosfells.

Mosfellsheiði

Á Mosfellsheiði 1836.

Í kjölfar þess að yfirvöld fengu heimild til að selja Mosfellshreppi hluta Mosfellsheiðarlands, nánar tiltekið 30. júlí 1927, skrifaði oddviti hreppsins Stjórnarráðinu bréf þar sem hann hvatti það til þess að nýta sér söluheimildina. Stuttu síðar létu yfirvöld meta landsvæðið og töldu matsmenn það að allmiklu leyti gróðurlítið heiðarland en að nokkru leyti mýrar og valllendisbrekkur. Einnig leituðu þau umsagnar prestsins á Mosfelli um söluna. Í bréfi dagsettu 18. janúar 1928 samþykkti Mosfellsprestur hana með því skilyrði að andvirðið yrði nýtt til að bæta heimajörðina.447 Einnig kom fram í bréfinu að prestur teldi að hjáleigan Mosfellsbringur væri undanþegin sölunni.
Ekkert varð af sölunni að þessu sinni en þann 29. desember 1932 báðu yfirvöld Mosfellsprest á ný um að veita ýmsar upplýsingar vegna hugsanlegrar sölu landsvæðisins. Presturinn sendi svarbréf þann 7. febrúar 1933 þar sem fram kom að hann væri sem fyrr samþykkur sölu landsins, með skilyrðum þó. Í fyrsta lagi vildi hann fá ákveðin hitaveitu- og leiguréttindi. Hann vildi líka fá staðfestingu þess að landið yrði notað sem upprekstrarland. Einnig krafðist hann þess að undanskilið sölunni yrðu Jónssel, Mosfellsbringur og veiðirétturinn í Leirvogsvatni og hluta Leirvogsár.

Mosfellsheiði

Gluggvarða.

Í bréfinu kom einnig fram að presturinn hefði reynt að afla sér gagna um landamerki heiðarlandsins. Þau fara hér á eftir: Landamerkin að norðaustan, austan og sunnan eru þessi, að því er Björn Bjarnarson, hreppsstjóri Mosfellshrepps hefir skýrt mér frá: Stefna úr gljúfrinu í Rjúpnagili í sýslustein austanhalt á há – Sauðafelli. Þaðan úr sýslusteini í sæluhústóftina á Vestri – Moldbrekkum og þaðan úr sæluhústóftinni beina stefnu í vörðu á Stóra – Hnúk á Grímmannsfelli. Ræður sú stefna alt að ánni niður að Hraðastaðamörkum. Að norðan ræður svo Leirvogsá mörkum en að vestan Skeggjastaðir, Jónssel og grasbýlið Mosfellsbringur.
Samkvæmt Mosfellspresti var ágreiningur um landamerki milli Skeggjastaða og heiðarlandsins í svonefndum Neðri-Sogum. Bóndinn í Laxnesi, Einar Björnsson, sem eitt sinn bjó á Skeggjastöðum, hafði sagt prestinum að hann teldi landamerkin að sunnan þessi: Úr skógarvörðu á Skógarbringum í Klofningsstein á Langahrygg í Ríp norðan Leirvogár.

Jónssel

Jónssel.

Í bréfi sem oddviti hreppsnefndar Mosfellshrepps sendi dóms- og kirkjumálaráðuneytinu þann 1. mars 1954 grennslaðist hann fyrir um afstöðu ráðuneytisins til stofnunar nýbýlis í Mosfellsheiðarlandi. Ráðuneytið sendi hreppsnefnd Mosfellshrepps svarbréf 6. júlí 1954. Þar kom fram að það vilji leyfa, þrátt fyrir ákvæði samnings frá 24. maí 1933 um að heiðarlandið yrði aðeins notað sem beitiland, að þar yrði reist nýbýli í svokölluðum Neðri Sogum. Sú krafa var gerð af hálfu ráðuneytisins að land nýbýlisins yrði aðeins nýtt til ræktunar og því eigi látið fylgja annað land en slíkt nema ef nauðsyn kræfi. Í bréfinu kemur einnig fram að ráðuneytið fallist á lítilsháttar landskipti við jörðina Seljabrekku til hagræðis við setningu landamerkja milli nýbýlisins og Seljabrekku. Þar stendur einnig að ókeypis upprekstur frá Mosfelli og Svanastöðum, sem fjallað sé um í samningnum frá 24. maí 1933, nái, þegar nýbýlið hefur verið stofnað, ekki lengur til lands þess sem býlinu verði úthlutað.

Stardalur

Stardalur.

Hitaveita Reykjavíkur keypti öll jarðhitaréttindi í Mosfellsheiðarlandi Mosfellshrepps með kaupsamningi 12. nóvember 1955. Vísað er þannig til landsins í samningnum: Allt land heiðarinnar, sem hreppurinn hefir öðlast eignarrétt og umráðarétt á.
E.J. Stardal kemur inn á heiti Mosfellsheiðar í grein frá árinu 1985 og segir: Heiti þessa mikla heiðarfláka, Mosfellsheiði, virðist dálítið langsótt, því þetta svæði skiptist milli tveggja sýslna og fjögurra hreppa, en Mosfellið, sem það er kennt við sem heild, er lítið fell á mörkum Kjalarnesshrepps og Mosfellssveitar, alllangt vestan við ystu heiðarsporðana. En sú er orsök þessarar nafngiftar að kirkjujörðin Mosfellsstaður átti á sínum tíma miklar lendur upp af Mosfellsdal sem náðu yfir mikinn hluta heiðarinnar austur að sýslumörkum Kjósarsýslu og Árnessýslu og að hreppamörkum Kjalarness-, Þingvalla- og Grafningshrepps um leið. Um þennan hluta heiðarinnar lágu hinar fornu ferðamannaleiðir milli Faxaflóabyggða að vestanverðu og uppsveita Árnessýslu að austanverðu og þannig hefur nafngiftin orðið til.
Um heyskap á Mosfellsheiði nálægt Sauðafellslæk ræðir E.J. Stardal stuttlega í sömu grein: Heiðin er grösug á þessu svæði, einkum við jaðarinn og víða stórir mýrarflákar með holtum á milli. Sóttu menn heyskap þangað úr Mosfellssveit fyrr meir, jafnvel alla leið úr Reykjavík, þótt langur engjavegur væri.

Mosfellsheiði

Litla-Sauðafell og nágrenni – loftmynd.

Árið 1991 var birt auglýsing um staðfestingu félagsmálaráðuneytisins á samkomulagi um mörk á Mosfellsheiði milli Ölfushrepps og Grafningshrepps annars vegar og Mosfellsbæjar og Miðdals I í Mosfellsbæ hins vegar á grundvelli landamerkjabréfs frá 23. janúar 1991. Mörkum er lýst þannig:
1. gr. Mörk milli Grafningshrepps og Ölfushrepps annars vegar og Mosfellsbæjar og jarðarinnar Miðdals I hins vegar eru bein lína frá Sæluhústótt á Moldbrekkum í steyptan stöpul á Borgarhólum, þaðan bein lína í Sýsluþúfu, þaðan bein lína í Sýslustein austan Lyklafells, og þaðan bein lína í steyptan stöpul hæst á Vífilsfelli.
Undirritaðir aðilar eru sammála um það að ofangreind merki séu rétt túlkun merkja í eldri landamerkjabréfum um þessi mörk.
2. gr. Sveitarfélagamörk Grafningshrepps og Ölfushrepps annar vegar og Mosfellsbæjar hins vegar eru þau sömu og greind eru í 1. gr.

Mosfellsheiði

Borgarhólar – loftmynd.

Fylgdi uppdráttur af mörkunum sem fylgiskjal I, en í fylgiskjali II, sem var yfirlýsing samningsaðila, 23. janúar 1991, segir að mörkin teldust ekki endanlega staðfest fyrr en Kópavogskaupstaður, Reykjavíkurborg og Seltjarnarneskaupstaður hefðu samþykkt þau eða eins og þar segir: Undirritaðir aðilar … sem undirritað hafa í dag landsmerkjabréf um mörk á Mosfellsheiði frá Sæluhússtótt á Moldbrekkum í norðri í Vífilsfell í suðri lýsa því hér með yfir að mörk í téðu landamerkjabréfi frá Sýslusteini austan Lyklafells í Vífilsfell teljast ekki endanlega staðfest fyrr en þeir aðilar aðrir en Mosfellsbær sem telja sig eiga lögsögu og/eða eiganarrétt að þeim mörkum þ.e. Kópavogskaupstaður, Reykjavíkurborg og Seltjarnarneskaupstaður hafa fallist á mörk þessi fyrir sitt leyti.
Mosfellsbær telur þau mörk sem um getur í landamerkjabréfinu í heild vera mörk lögsagnarumdæmis bæjarfélagsins, en er kunnugt um að ofangreind sveitarfélög eru ekki sammála þeirri afstöðu, hvað varðar mörk frá Sýslusteini au<s>tan Lyklafells í Vífilsfell.

Mosfellssveit

Mosfellssveit og Mosfellsheiði – mörk (rauð heil lína) 2022.

Bæjarstjórinn á Seltjarnarnesi og borgarstjórinn í Reykjavík féllust á merkin með yfirlýsingu 30. janúar s.á. en mótmæltu lögsögu og/eða eignarrétti Mosfellsbæjar á landi vestan við mörkin. Bæjarstjórinn í Kópavogi féllst einnig á merkin með yfirlýsingu 6. mars s.á. en mótmælti kröfum um lögsögu og/eða eignarrétt Mosfellsbæjar og Reykjavíkurborgar svo og lögsögu Seltjarnarneskaupstaðar á landinu vestan við mörkin.”

Heimild:
-https://obyggdanefnd.is/wp-content/uploads/04_2004-2_urskurdur.pdf
-Kort úr Árbók FÍ 2019 um Mosfellsheiði.

Mosfellsheiði

Mosfellsheiði.

Helgusel

Í örnefnalýsingu Jóns Halldórssonar um Bringur segir m.a.:
“Bærinn stendur í suðvesturenda Bæjarholts. Suður og austur af bænum er hið upphaflega tún. Niður af því austanverðu eru pallar í Helgusel-221jarðlagið, sem eru síblautir og nefnast Dýjapallar. Þar hjá er Helluhóll. Niður af honum er Mýrdalur. Í framhaldi af honum er grasflötin Fossvöllur við Helgufoss, er sést frá bænum. Áin heitir Kaldakvísl og er á landamerkjum Hraðastaða og Bringna. Vestan við Mýrdal er Melhryggur. Næst við hann er Lautin. Vestar eru Eystri- og Vestri-Hvammur. Upp í austanverðum Eystri-Hvammi er lítill hvammur, er kallast Sætið. Við ána í Eystri-Hvammi er Hrafnaklettur, sem er standberg ármegin. Milli hvammanna er mjór hryggur, Huldufólksrani”.
Ágúst Ólafur Georgsson kom með svohljóðandi ábendingar við örnefnaskrána: “Klettur sá, sem er neðan við Helgufoss í Köldukvís, á móts við Bringur, sem oft er kallaður Helguklettur (m.a. af Magnúsi Grímssyni), segir Halldór Laxness alltaf hafa verið kallaðan Hrafnaklett af Bringufólkinu. Í Hrafnakletti var álfabyggð. Sagt var, að þar byggi huldukona. Kveðst Halldór hafa þetta eftir Jórunni Halldórsdóttur frá Bringum. Jórunn ku hafa haft einhver samskipti við huldukonu, sem þar bjó, snemma á þessari öld [síðustu öld]. Kveðst HKL hafa heyrt þetta, er hann var krakki, en annars ekki lagt sig neitt eftir slíku, er „óinteressant“ að hans mati.”
Helgusel-223Helgusel er niður undan Bringum, á bökkum Köldukvíslar, er rennur með Grímarsfelli. Tilgátur eru um það að örnefnið hafi breyst úr heilagt sel (var frá Mosfelli, kirkjustaðnum) í Helgusel. Gengið var að selinu að norðanverðu. Þá er komið beint niður að Hrafnakletti. Milli hans og hlíðarinnar eru líklegar rústir, þrjár að tölu, hlið við hlið. Sú nyrsta er lengst og virðast langveggir vera sveigðir. Syðri tóftirnar eru ógreinilegri og minni. Allar eru tóftir þessar orðnar nánast jarðlægar, en þó má sjá marka fyrir grjóti í veggjum. Stærsta tóftin virðst hafa verið stekkur.
Tóftir Helgusels, sem eru skammt austar, eru vel greinilegar, einkum fjárborg framan við selið. Norðaustur undir Helguhól (Hrafnakletti) sést móta fyrir hlaðinni kví. Austan hennar eru fyrrefndar þrjár tóftir. Sú nyrsta er lengst og stærst. Efst í henni er þvergarður er bendir til þess að þarna hafi verið stekkur. Hinar tvær virðast hafa verið kvíar og þá í tengslum við selið og stekkinn. Ef svo hefur verið þá styrkir það líkur á að um tvö selstæði hafi verið í Helguseli á sama tíma.
helgufoss-221Við Helgusel er upplýsingaskilti. Á því stendur m.a.: “Hér í svonefndum Helguhvammi eru rústir Helgusels. Landssvæðið og selið tilheyrðu prestsetrinu á Mosfelli á fyrri tíð og var selið notað á sumrin til að mjólka lambær og framleiða mjólkurafurðir, t.d. smjör og skyr.
Gömul munnmæli herma að Helgusel sé kennt við Helgu Bárðardóttur, en frá henni segir í Bárðar sögu Snæfellsáss. Helga yfirgaf mannlegt samfélag og eigraði um landið eins og segir í sögunni: “Litlu síðar hvarf Helga þaðan í burt og fór víða um Ísland og festi hvergi yndi. Var hún og alls staðar með dul, en oftast fjarri mönnum. Fleiri örnefni tengjast Helgu á þessum slóðum, Helgufoss blasir við okkur og hér við ána er grjóthóll, sem heitir Helguhóll (einnig nefndur Hrafnaklettur). Þar á að vera Huldufólksbyggð og segir sagan að Helga Bárðardóttir hafi horfið í hólinn í elli sinni og ekki komið út síðan. Aðrir hafa hafnað þessum nafnaskýringum og telja að Helgusel merki upphaflega hið helga sel. Er sú kenning studd þeim rökum að selið hafi verið í eigu Mosfelsstaðar”.
Stöldrum við og skoðum framangreint aðeins nánar, ekki síst út frá Gunnlaugs sögu ormstungu. Nefndur Gunnlaugur var sonur Illuga, svarta, sonar Egils Skallagrímssonar. Helga var dóttir Þorsteins, hvíta, sonar Egils Skallagrímssonar, bróður Illuga. Þorsteinn bjó með föður sínum að Borg í Borgarfirði. Egill átti þá einnig Mosfell í Mosfellsdal, auk fleiri jarða. Egill var mikils metinn; enda þá bæði “mesta skáld Íslendinga” og sá “Íslendingur, sem flesta útlendinga hafði drepið hér á landi”. Draumur hafði opinberast konu Egils. Hann var reyndar í svart/hvítu og á þessa leið: Svanur hafð tillt sér á bæjarburstina. Tveir ernir mættust þá yfir bænum, þeir börðust og svo fór að báðir féllu dauðir til jarðar. Að því búnu flaug svanurinn á brott með val er bar þar að.
helgusel - uppdrattur IIIGunnlaugur festi sér Helgu á næstu dægrum til kvonfangs í þrjá vetur meðan hann fór utan til að læra til skálds og víkings. Þetta var árið 993. Gunnlaugur ferðaðist m.a. til Noregs, Svíþjóðar og Englands; öðlaðist frægð og frama, auk gersema að launum. Hann hitti m.a. Hrafn Önundarson, sjálflært skáld. Tókust þeir á um athygli konungs Svíþjóðar – og tapaði Hrafn þeirri orrahríð. Fór hann heim til Íslands og bað Þorstein um að fá að “kaupa” Helgu. Þorsteinn færðist undan og bað hann um að koma aftur að ári þar sem þriggja vetra biðtíma Gunnlaugs væri ekki enn lokið, sem og Hrafn gerði. Gunnlaugur tafðist í Englandi um ve
Eftir umleitan Hrafns að framangreindum tíma loknum fékk hann loks samþykki Þorsteins fyrir “kaup” ástmögursins á Helgu, sem þá var talin fegursta kona Íslands – “og þótt víða væri leitað”.
Þau Hrafn og Helga fluttust, að loknu vetrarbrúðhlaupi þeirra, að Mosfelli. Helga réði öllum ráðum sínum af ráðdeild að Mosfelli – og nýtti m.a. hið fagra umhverfi til eigin ánægju sumarlangt til hins ýtrasta. Fór svo þó um veturinn á eftir að Helga ákvað að fara aftur ein að Borg í Borgarfirði til langdvalar, en Hrafn sat eftir að Mosfelli. Ástæðan var einfaldlega sú að Helga hafði enn ást á þeim er hafði unað henni í “hvamminum” fyrrum. Margir þekkja síðan framhaldið; einvígi Hrafns og Gunnlaugs, síðasta “löglega” einvíginu hér á landi, einvígi þeirra í framhaldi af því á landamærum Noregs og Svíþjóðar þar sem báðir létu lífið fyrir hvors annars falsatlögur. Í kjölfarið fylgdi giftusamband Helgu og Þorkels með fimm barna auðn og samstöðu um langa framtíð.
Af framangreindu er alls ekki svo ólíklegt að örnefnin “Helgufoss”, “Helgusel” og “Helguhóll” hafi verið nefnd miklu mun fremur til heiðurs framangreindri Helgu Þorsteinsdóttur, barnabarni Egils Skallagrímssonar, en sá hinn sami eyddi síðustu æviárum sínum á landaeign sinni að Mosfelli í Mosfellsdal (þar sem hann gróf að lokum silfursjóð þann er Egilssaga grundvallast á (og nú er táknmerki Mosfellsbæjar)).

Helgusel

Helgusel – Helgufoss ofar.

Helgufoss

Í Mosfellingi 2014 segir af “Stofnun fólkvangs í landi Bringna í Mosfellsdal – 18.6 hektarar við Helgufoss“:

“Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar og Haraldur Sverrisson bæjarstjóri hafa staðfest friðlýsingu fólkvangs á hluta af jörðinni Bringum, efst í Mosfellsdal við Helgufoss.
Helgufoss

Samtals er hið friðlýsta svæði um 18,6 hektarar að stærð. Markmið friðlýsingarinnar er að vernda hluta jarðarinnar Bringna til útivistar almennings, náttúruskoðunar og fræðslu. Friðlýsingin verndar auk þess sérstakar náttúru- og menningarminjar.

Mosfellsbær

Mosfellsbær – Bringur; uppdráttur ÓSÁ.

Bújörðin Bringur varð til sem nýbýli úr landi prestsetursins að Mosfelli árið 1856 en fór í eyði árið 1966. Jörðin er staðsett norðan Köldukvíslar, en þaðan er víðsýnt yfir Mosfellsdal og allt til hafs. Í Köldukvísl, rétt við túngarðinn, er Helgufoss. Vestan við fossinn er Helguhvammur, rústir Helgusels og Helguhóll, sem einnig er nefndur Hrafnaklettur.
Samþykkt á 25 ára hátíðarfundi bæjarsjórnarFriðlýsingin/stofnun fólkvangsins er að frumkvæði bæjarstjórnar Mosfellsbæjar sem samþykkti á hátíðarfundi á 25 ára afmæli bæjarins að stefna að friðun fossa í Mosfellsbæ. Markmiðið er að tryggja vernd mikilvægra náttúru- og söguminja og um leið gott aðgengi almennings til að njóta þeirra. Er þetta í samræmi við aðalskipulag Mosfellsbæjar og þau markmið sem sett eru fram í stefnumótun bæjarins um sjálfbært samfélag þar sem stefnt skal að frekari friðlýsingu svæða og náttúrufyrirbæra í sveitarfélaginu.
Við stofnun þessa fólkvangs eru auk hans í Mosfellsbæ eitt friðlýst náttúruverndarsvæði (Friðland við Varmárósa), fjögur svæði á náttúruminjaskrá (Leiruvogur, Úlfarsá og Blikastaðakró, Varmá og Tröllafoss) og tveir friðlýstir fossar (Tungufoss og Álafoss, sem friðlýstir voru á síðasta ári).
Undirritunin fór fram í Bringum við Helgufoss þriðjudaginn 20. maí og hefur friðlýsingin nú þegar öðlast gildi.”

HelgafellÍ tímaritinu Helgafelli 1942 og 1943 rekur Ólafur Lárusson “Ýmislegt um Bárðar sögu Snæfellsáss” í tveimur greinum. Hér verður tekið út það er varðar Helgu Bárðardóttir er fyrrnefndur Helgufoss er kenndur við:

“Það er sjaldgæft, að örnefni séu talin til skrauts. En til eru hér á landi örnefni svo tíguleg og fögur, að þau geta talizt til listaverka. Þau bera þess vitni, að þeir, sem gáfu þau, höfðu glöggt auga fyrir fegurð náttúrunnar, hvort sem hún birtist í blíðum yndisþokka eða í mikilfenglegum hrikaleik.

Minningarnar, sem við örnefnin eru tengdar, eru með margvíslegum hætti, sumar fornar og aðrar nýjar, sumar bjartar og aðrar dapurlegar. Sumar þeirra eru ofboð hversdagslegar. Þær lúta að einhverjum þætti í hinum daglegu störfum fólksins á bænum, eins og þau eru nú, eða eins og þau voru áður. Þarna er t. d. Seljadalur. Nafnið minnir á, að þar var haft í seli fyrir langa löngu, fyrir minni allra, sem nú lifa, meðan selfarir tíðkuðust, og hugurinn hverfur aftur til þeirra tíma, og myndum úr lífinu í selinu bregður upp fyrir sjónum hans, af selstúlkunni, er sat þar sumarlangt í einveru og kyrrð og gat þó mætt ótrúlegum og örlagaríkum ævintýrum í nábýli sínu við huldufólk og aðrar dularvættir.
Minningarnar hafa tendrað bál sín hér á landi, bál, sem lýst hafa út í

Bárður Snæfellsás

Bárður Snæfellsás.

myrknættið, og bjarmann af þeim hefur lagt á sálir mannanna og gert líf þeirra fyllra og auðugra. Ótalmargar örnefnasögur eru enn við líði, og sjálfsagt eru þær þó enn fleiri, sem glataðar eru og gleymdar. Margar þessara sagna eru einber skáldskapur. Samband við hið liðna er engin nýjung hér á landi, það sýna fornbókmenntirnar bezt. Þær sýna m.a., að það er langt, síðan örnefnasagnir tóku að ganga manna milli hér á landi. Hefur varla liðið langt frá landnáminu sjálfu, þar til þær urðu til. Þessar sagnir hafa alltaf verið eign alþýðunnar. Það hafa allir tekið meira og minna hlut í þeim fróðleik. En innan um hafa ávallt verið einstöku menn, sem lagt hafa sérstaklega mikla rækt við þessi fræði, hafa lagt á minnið allt, sem þeir heyrðu um þau efni, og haft yndi af öllu slíku, örnefnum, örnefnasögnum og öðrum sögnum. En því miður hefur mest af fróðleik flestra þeirra farið í gröfina með þeim sjálfum.
Einn slíkur fræðaþuIur var uppi á Snæfellsnesi fyrir sex hundruð árum. Vér kunnum nú eigi að nefna hann með nafni, en hann hefur augljóslega haft mikinn áhuga og ást á sagnafróðleik átthaga sinna, örnefnum, örnefnasögnum og öðrum þjóðsögum. Þessi maður settist við og færði í letur sögu landvættar héraðsins, Bárðar Snæfellsáss. Síðar hélt annar maður sögunni áfram og jók við hana frásögnum af Gesti Bárðarsyni, og þannig hefur hún geymzt til vorra daga. Hin eiginlega Bárðarsaga er 10 fyrstu kapítular sögunnar, eins og hún er nú, og mun hún enn vera óbreytt frá því, sem höfundurinn gekk frá henni, að öllu verulegu.

Helgusel

Helgusel – uppdráttur ÓSÁ.

Bárðarsaga er ofin úr þjóðsögum, sem gengið hafa í munnmælum á utanverðu Snæfellsnesi á dögum höfundarins. Ber þar ekki hvað sízt á örnefnasögum. Í sögunni er fjöldi örnefna, tiltölulega miklu fleiri en í nokkurri annarri sögu. Mörg þeirra nefnir höfundurinn sýnilega eingöngu til þess að geta komið að sögnum um uppruna þeirra. Flest eru örnefnin úr yztu byggðunum, milli Búðahrauns og Ólafsvíkurennis, og mun höfundurinn hafa verið upprunninn á þeim slóðum. Hann hefur í öllu falli verið gagnkunnugur þar. Flest eru örnefni þessi kunn enn í dag. Guðbrandur Vigfússon kom fram með þá undarlegu skoðun, að söguhöfundurinn myndi hafa búið þessi örnefni til, og héraðsbúar síðan tekið þau upp eftir sögunni. Er þetta næsta ólíkleg tilgáta, og hitt miklu sennilegra, að nöfnin séu eldri en sagan, en sagan hefur að líkindum síðar átt sinn þátt í því, að þau varðveittust svo vel sem raun er á.

Helgusel

Helgusel.

Finnur Jónsson segir um Bárðarsögu, að „Indholdet af den er meget ubetydeligt”. Það mál er eins og það er virt. Sagan hefur aldrei verið talin til stórvirkjanna eða snilldarverkanna í íslenzkum bókmenntum, enda á hún það ekki skilið.

Helgusel í Bringum

Helgusel í Bringum. Helgufoss fjær.

Höfundur lætur t. d. Helgu Bárðardóttur fæðast, meðan Haraldur hárfagri er í æsku, flytjast á barnsaldri til Íslands með föður sínum snemma landnámstíðar, hrekjast, fáum árum síðar, til Grænlands og hafa þar þá veturvist með Eiríki rauða. Þó hefur höfundurinn verið nokkuð bókfróður. Hann hefur t. d. haft Landnámu með höndum og notað hana og farizt það laglega. Hann hefur ekki reynt að skyggnast neitt inn í sálarlíf persónanna í sögunni, þar er aðeins að finna nokkur drög til einnar slíkrar mannlýsingar, og þau drög hefur hann sennilega fengið annars staðar að. En sagan er létt rituð og lipurt, þótt hvergi séu nein tilþrif í stíl höfundarins, og mál hans er fornt og gott. En það, sem gefur sögunni gildi, er þó einkum efni hennar. Hún er eins konar þjóðsagnasafn, safn af almúgasögnum, sem gamla fólkið hefur frætt unglingana á í bæjum og verbúðum þessa útskaga snemma á 14. öld, og vér myndum kjósa, og vilja gefa mikið fyrir, að eiga fleiri slík söfn frá þeim tíma og þótt yngri væru.
Í 5. kapítula sögunnar er frá því sagt, er Helga Bárðardóttir var í Grænlandi, að hún stóð úti einn dag og litaðist um og kvað vísu:

Sæl væra ek,
ef sjá mættak
Búrfell ok Bala,
báða Lóndranga,
Aðalþegnshóla
ok Öndvertnes,

Heiðarkollu
ok Hreggnasa,
Dritvík ok möl
fyrir dyrum fóstra.

Vísan er tilfærð hér, eins og hún er prentuð í útgáfu Guðbrands Vigfússonar af Bárðarsögu (1860).

Viðey

Viðey – örnefni.

Söguhöfundurinn leggur Helgu Bárðardóttur vísu þessa í munn, en það fær varla staðizt, eftir því sem honum að öðru leyti segist frá. Vísa þessi lætur ekki mikið yfir sér. Hún virðist vera lítið annað en upptalning á örnefnum.

Viðey

Viðey.

En í öllum einfaldleik sínum er hún samt perla. Hún angar af heimþrá og hjartahlýju, af ást til átthaganna og bernskuheimilis og snertir strengi í brjósti hvers manns, sem hefur verið slitinn upp frá æskustöðvum sínum og dreymir síðan um þær og þráir þær.
Stúlkan, sem vísuna kvað, — því að vísan er ort af konu, hvort sem hún hefur heitið Helga Bárðardóttir eða öðru nafni, — hefur ef til vill alizt upp í Dritvík, og er það enda líklegast, því að jafnvel leshátturinn “Dritvík ok möl” bendir nánast til þess. Bernskuheimili hennar hefur þá verið búðsetumannsheimili. Í Dritvík hafa aldrei aðrir búið en búðsetumenn, sem ekki hafa haft annað sér til lífsbjargar en stopulan sjávaraflann. Þeir hafa allar aldir verið fátækir. Skorturinn hefur staðið sífelldlega við dyrustaf þeirra og oftlega þokað sér innfyrir hann, jafnvel alla leið inn á gafl. Samt hefur hún elskað og þráð þetta fátæka æskuheimili sitt og hið hrikalega og óblíða umhverfi þess. Getur það verið íhugunarefni fyrir þá menn, er ætla, að ættjarðar- og átthagaást manna sé undir því komin, hversu mikið er í pyngjunni eða hversu mikilla ytri lífsþæginda menn njóta.

Viðey

Viðey – Helguörnefni.

Í Bárðarsögu eru nafngreindar þrjár dætur Bárðar og fyrri konu hans, Helga, Þórdís og Guðrún. Fluttust þær til Íslands með föður sínum og uxu upp hjá honum á Laugarbrekku og urðu bæði ,,miklar ok ásjáligar”.

Helgusker

Helgusker (Geirshólmi).

Á Arnarstapa bjó Þorkell RauSfeldsson, hálfbróðir Bárðar. Þorkell átti tvo sonu, Sölva og Rauðfeld. Þessi frændsystkin léku sér saman á vetrum á svellunum við Barnaár. Var kapp mikið milli þeirra í leikjunum, og vildu hvorug vægja fyrir hinum.
Eitt sinn lágu hafísar þar við land. Voru þau þá að leik niðri við sjóinn, og sló í kapp með Rauðfeldi Þorkelssyni og Helgu Bárðardóttur. Endaði leikurinn svo, að Rauðfeldur hratt Helgu á sjó út á ísjaka. Þoka var á og vindur hvass af landi, og rak jakann út til hafíssins. Helga komst upp á ísinn, en hina sömu nótt rak ísinn undan landi og á haf út. Rak hann svo ört, að Helga komst innan sjö daga með ísnum alla leið til Grænlands. Grænlendingum þótti hún hafa komið með undarlegu móti “ok fyrir þat var hún tröll kölluð af sumum mönnum”. Hún var kvenna vænst og svo þroskuð, að hún var karlgild að afli til hvers, sem hún tók.

Kollafjörður

Kollafjörður – Helgusker.

Helga fékk vist hjá Eiríki rauða í Brattahlíð, en dvölin þar varð henni örlagarík. Hún hitti þar fyrir íslenzkan mann, Skeggja Bjarnarson frá Reykjum í Miðfirði (Miðfjarðar-Skeggja). Skeggi tók Helgu að sér og hafði við hana fylgjulag. Um veturinn komu tröll og óvættir ofan í Eiríksfjörð. Voru þau þrjú saman, karl og kerling og sonur þeirra. Gerðu þau mönnum margs konar mein, en Skeggja tókst að ráða þau af dögum, og naut hann þá hjálpar Helgu, sem “gaf honum náliga líf”. Næsta sumar fór Skeggi með Helgu til Noregs, og voru þau þar veturlangt, en síðan fór hann heim til Íslands, til bús síns á Reykjum, og Helga með honum. Bárður, faðir hennar, frétti til hennar og kom um haustið norður að Reykjum og sótti hana og hafði heim með sér, enda var Skeggi þá kvæntur.

Kollafjörður

Kollafjörður – kort 1903.

Helga varð aldrei söm eftir þetta. “Engu undi hún sér, síðan er hún skildi við Skeggja; mornaði hún ok þornaði æ síðan”. Hún undi ekki heima og hvarf þaðan á burt. Fór hún víða um landið og festi hvergi yndi, var alls ötaðar með dul og oftast fjarri mönnum og oft í hreysum og hólum. Söguhöfundurinn segir, að Helguhellir í Drangahrauni sé við hana kenndur, “ok miklu víðar eru örnefni við hana kennd um Ísland”. Annars segir sagan aðeins frá einu sérstöku atriði úr lífi hennar á þessum hrakningum. Hún þáði veturvist að Hjalla í Ölfusi hjá þeim feðgum, Þóroddi goða og Skafta lögsögumanni. Var hún þar sem annars staðar með dul og lá í yztu sæng í skála og hafði fortjald fyrir. Hún sló þar hörpu nær allar nætur, því að henni varð ekki svefnsamt. Heimafólkið leiddi getum að, hver kona þessi myndi vera. Austmaður var þar á vist, er Hrafn hét. Hann forvitnaðist eina nótt undir tjaldið og sá, að Helga sat uppi í einum serk, og sýndist honum konan fríð mjög. Vildi hann upp í sængina til hennar, en hún varnaði þess, og tókust þau á, og urðu þær lyktir, að annar fótleggur og annar handleggur austmannsins gengu sundur, en Helga hvarf þaðan litlu síðar.

Ölfus

Hjalli 1898.

Fleira segir höfundur Bárðarsögu oss ekki frá Helgu. En sá, sem jók þætti Gests Bárðarsonar við söguna, leiðir Helgu aftur snöggvast fram á sjónarsviðið. Hann segir frá því, hversu Bárður hefndi dóttur sinnar á Skeggja. Hann kom að Reykjum haustkveld eitt, í dulargervi, og nefndist Gestur. Falaði hann veturvist þar og fékk hana fyrir atbeina Eiðs Skeggjasonar. Um veturinn tældi hann Þórdísi, dóttur Skeggja, fimmtán vetra gamla. Ól hún sveinbarn um haustið eftir í seli föður síns og nefndi drenginn Gest, eftir hinum horfna föður hans. Næsta dag kom ókunnug kona í selið og bauð að taka við sveininum og fóstra hann, og lét Þórdís það eftir.
Tólf árum síðar kom hin sama kona með drenginn til Þórdísar, sagði henni, að hún væri Helga Bárðardóttir Snæfellsáss, og Bárður, faðir sinn, væri einnig faðir drengsins. Hafði Helga alið hann upp, “en víða höfum vit Gestr verit, því at heimili mitt er eigi í einum stað”. Hvarf hún síðan á brott, og er þess eigi geti, að Þórdís sæi hana síðar. Að öðru sinni getur höfundur þáttarins Helgu, er hann telur hana meðal boðsgestanna í tröllaveizlunni miklu, er Hít tröllkona í Hítardal hélt, en ekki er Helgu að öðru neitt getið við þá atburði, er gerðust í veizlu þessari.

Geldinganes

Geldinganes – Helguhóll.

Höfundur Bárðarsögu segir sögu Helgu aðeins í stórum dráttum. Er það sönnun þess, að sú saga er ekki skáldskapur hans sjálfs. Ef hann hefði sjálfur búið sögu þessa til, myndi hann hafa sagt hana miklu nákvæmar og greint fleiri einstaka atburði úr ævi hennar. Hann hefði þá eigi látið sér nægja að segja, að hún hefði „náliga” gefið Skeggja líf í viðureign hans við tröllin í Eiríksfirði. Hann hefði sagt, með hvaða hætti hún hefði hjálpað honum. Hann myndi hafa sagt frá fleiri atburðum úr ferðum hennar um landið en viðureign hennar við austmanninn á Hjalla einni saman. Hann myndi hafa greint fleiri örnefni, sem við hana væru kennd, en Helguhelli einn, úr því að hann á annað borð fór að geta þess, að örnefni væru við hana kennd víðar um landið en á Snæfellsnesi. Allt bendir til þess, að það, sem sagan segir af Helgu, sé aðeins ágrip af ítarlegri sagnaþætti, sem af henni hefur gengið og höfundurinn hefur þekkt. En einhverra hluta vegna hefur hann annaðhvort ekki talið þörf á að segja þá sögu ítarlegri en hann hefur gert eða ekki talið sér það fært. Vegna þessarar tregðu hans kunnum vér nú ekki meira úr sögunni af Helgu Bárðardóttur en það, sem greinir í hinu stutta ágripi hans, og er hér sem oftar, að vér eigum þá sök á hendur höfundinum að telja, að hann hefur sagt oss færra en hann gat sagt og færra en vér myndum kjósa, að hann hefði sagt.

Helgustekkur

Helgustekkur – loftmynd.

En aðalatriðin úr sögunni af Helgu Bárðardóttur hefur höfundurinn þó sagt og nóg til þess, að vér getum skilið, að sú saga hefur verið nokkuð sérstæð meðal hinna fornu sagna vorra, þeirra, er vér nú kunnum skil á. Saga Helgu er harmsaga konu, er beið tjón á sálu sinni. Hún hafði fengið að njóta alsælu ástar sinnar um stund, en brátt var hún svipt þeirri sælu, og síðan bar hún brostinn streng í sálu sér.

Helgustekkur

Helgustekkur í Grafarvogi.

Tapað hefur seggurinn svinni, sumarlangt gleðinni minni, kvað ókunn skáldkona fyrir löngu síðan. Skeggi tapaði gleði Helgu, ekki sumarlangt, heldur ævilangt. Hún reikaði eirðarlaus stað úr stað, einræn og mannfælin, var með dul, þegar hún var meðal manna, en oftar var hún þó fjarri mönnum, ein með sorg sinni. Þegar harmar hennar bönnuðu henni svefn, lék hún á hörpu sína, tjáði sorg sína og leitaðist við að sefa hana með tónum hörpunnar. Þessi var harmsaga Helgu Bárðardóttur, og er hún þó ekki fullsögð.
Sagan segir ekkert um hug Skeggja til hennar, hvort hann hefur fest ást á henni eða aðeins tekið hana til sín, sér til stundargamans á ferðum sínum erlendis, og hún segir ekkert um það, hvers vegna hann lét hana eina. En það er eins og vér getum lesið á milli línanna, að þessi örlög Helgu hafi verið henni ásköpuð. Þau Skeggi voru hvort af sínum heimi og Helga þó af fleiri heimum en einum. Hún var ekki mennsk nema að nokkru. Dumbur, föðurfaðir hennar var tröllaættar að móðerni, og móðir hennar var dóttir Dofra jötuns úr Dofrafjöllum. Tröllið og maðurinn hafa togazt á í sál hennar. Hin fagra og glæsilega kona, sem knúði hörpu sína í lokrekkjunni á Hjalla, og sumir héldu, eins og síðar verður vikið að, að væri sjálf Guðrún Gjúkadóttir, hin stolta drottning úr heimi hetjukvæðanna, sat líka veizluna hjá Hít tröllkonu, með Jóru úr Jórukleif, Surti af Hellisfitjum, Ámi og Glámi úr Miðfjarðarnesbjörgum og mörgum öðrum tröllum víðsvegar af landinu, svo langt og vítt sem bilið þó var milli Niflunga og bergþursa. Þegar tveir svo ólíkir eðlisþættir mætast í einni mannssál, þá er viðbúið, að það sé fyrirboði harmsögu, og sú varð raunin á um Helgu.

Helgustekkur

Helgustekkur – uppdráttur.

Saga Helgu Bárðardóttur er bæði forn og ný. „Flúinn er dvergur, dáin hamratröll”, kvað Jónas Hallgrímsson, og í einni yngstu tröllasögunni í íslenzkum þjóðsögum er frá því sagt, að þá voru einar tvær tröllkonur eftir hér á landi, og þær sáu fram á það, að tröllakynið yrði aldauða í landinu með sér, og nú eru þær sjálfsagt báðar dauðar fyrir löngu. Sá sem er einn á ferð á milli Bjólfells og Búrfells, þarf ekki að kvíða því, að hann heyri tröllkonurnar í fjöllum þessum kallast á um pottlán til að sjóða hann í, eins og kom fyrir Gizur á Lækjarbotnum forðum. Ferðamönnum, sem leita sér skjóls í kafaldsbyljum í einhverju djúpu hamragili inni á öræfum, stoðar ekki að kveða Andrarímur, þótt þá langi í heitan graut, því að nú er þar enginn, sem réttir þeim grautarausu að kvæðalaunum. En þótt tröllin séu horfin úr hömrum og hellum, er ekki örgrannt um, að finna megi vott af eðli þeirra hjá mannfólkinu. Enn á það sér stað, að manneðli og trölleðli togast á í sálum manna, og enn sem fyrr verða þau átök upphaf að margs konar harmsögum.

Helguklettur

Helguhóll í Bringum.

Sagan um Helgu Bárðardóttur hefur ekki verið staðbundin á Snæfellsnesi. Hún hefur verið kunn víða um landið, ef til vill um land allt. Höfundur Bárðarsögu segir, að Helguhellir í Drangahrauni sé við hana kenndur. Er þetta í heimahögum hans sjálfs. Drangahraun er hraunið fyrir utan Dagverðará, og dregur það nafn af Lóndröngum. En hann getur þess einnig, að miklu víðar séu örnefni við hana kennd um Ísland, og allt niður á síðustu öld geymdust munnmæli um Helgu í öðrum héruðum og örnefni kennd við hana. Síra Magnús Grímsson getur þess, að sagnir séu um það, að Helga Bárðardóttir hafi um hríð hafzt við í Helguseli í Mosfellsdal, og sé það við hana kennt. Sel þetta stóð norðan undir miðju Grímmannsfelli niðri við Köldukvísl. Helgufoss er í ánni, skammt fyrir ofan selið, Helguhvammur heitir hvammurinn, sem selið stóð í, og Helguhóll er hamrahóll fram undan selinu. Síra Magnús telur, að öll þessi nöfn séu kennd við Helgu, og í Helguhól á hún að hafa gengið í elli sinni og aldrei komið út aftur.
Helgufell heitir í fjöllunum milli Hítardals og Dunkárdals. Helgusæng er lág þar uppi í fjallinu og Helguhóll stór hóll í miðjum flóa neðanvert við Dunkárdal. Örnefni þessi eiga öll að vera kennd við Helgu Bárðardóttur. Hún á að hafa búið í Helgufelli, haft legurúm sitt í Helgusæng og verið heygð í Helguhól, er hún andaðist.
Mér þykir ekki líklegt, að þessi munnmæli og nöfn stafi frá Bárðarsögu. Hitt er sennilegra, að þau séu frá þeim tímum, er saga Helgu enn gekk í munnmælum, fyllri en hin ritaða saga.

Helgusel

Helgusel – uppdráttur ÓSÁ.

Þegar landnámsmennirnir sáu Ísland rísa úr sæ, hið ókunna land, sem átti að verða heimkynni þeirra og niðja þeirra, og þegar þeir stigu þar á land og svipuðust um, er líklegt, að þær hugsanir hafi hvarflað að þeim flestum eða öllum, hvers konar vættir myndu byggja landið, hvers þeir myndu þurfa að gæta til þess að gera sér þær hollar, og hvað þeir þyrftu að varast til þess að styggja þær ekki.

Skjaldarmerki

Skjaldarmerki Íslands – landvættirnir.

Á landnámsöld var trúin á landvættir enn í fullum blóma á Norðurlöndum. Hún átti sér þar djúpar rætur og langan aldur, og er líklega eitt af því, sem frumlegast er og elzt í fornum átrúnaði Norðurlandabúa. Víða um lönd hafa frumstæðar þjóðir trúað því, að ýmiss konar dularvættir drottnuðu yfir jörðinni, hver í sínu ríki. Menn trúðu því, að vættir byggju í fjöllum og fossum, í hömrum og steinum, í lindum og lundum, og þeir töldu það vera eitt hið mesta vandamál mannanna að kunna að haga réttilega sambýli sínu við vættir þessar. Fræðimenn greinir á um upptök trúar þessarar. Ætla sumir, að landvættirnar séu í fyrstu andar framliðinna manna. Aðrir telja, að þær hafi, a.m.k. sumar, verið náttúruvættir frá upphafi vega, og til þess getur það m.a. bent, að landnámsmennirnir íslenzku bjuggust við að hitta landvættir fyrir í hinu mannlausa landi, er þeir hugðust að nema. Vér sjáum enn nokkrar minjar af trú forfeðra vorra á landvættir, bæði í fornbókmenntunum og í örnefnum. Þær minjar eru þó mjög í brotum, og þekking vor á þessu máli er því ófullkomin. En eitt af því, sem oss er kunnugt um í þessu efni, er það, að menn trúðu því, að vættir byggju í fjöllum. Sönnun þess er t.d. nafnið Ármannsfell í Þingvallasveit. Fellið hefur hlotið þetta nafn vegna þess, að menn trúðu því, að landvættur (ármaður) byggi í því.

Helgusel

Helgusel – stekkur o.fl. – Uppdráttur ÓSÁ.

Landnámsmennirnir hafa fljótlega gengið úr skugga um það, að Ísland var ólíkt öðrum löndum, er þeir þekktu. Þeir sáu hér náttúrufyrirbrigði, sem þeir höfðu hvergi séð annars staðar, svo sem eldfjöll og hraun, hveri og laugar. Auk þess var margt, sem þeir þekktu annars staðar að og hittu fyrir hér, með nýjum brag. Fjöllin íslenzku voru t. d. með allt öðrum svip en fjöllin, er þeír þekktu í fjalla- og fjarðabyggðum Noregs.

Garður

Spil við Helgustaði í Garði.

Landnámsmönnum, er sigldu að landi með Snæfellsjökul fyrir stafni, hefur ekki dulizt það, að slíkt fjall höfðu þeir hvergi séð í löndum þeim, er þeir komu frá. Þótt þeir kunni að hafa litið öðrum augum á náttúruna en vér nútímamenn gerum og lagt annað mat á fegurð hennar og tign en vér gerum, þá fer varla hjá því, að þeim hafi þótt Jökullinn tilkomumikill, þar sem hann gnæfði við loft, höfði hærri en hnjúkarnir allir, sem fylkt var að baki honum inn eftir endilöngu nesinu, stóð þar eins og fyririrliði í brjósti fylkingar sinnar og horfði út til hafs af yztu þröm skagans. Fer varla hjá því, að þeir hafi hugsað eitthvað á þá leið, að í slíku fjalli hlyti mikil vættur að búa, að ás Snjófells hlyti að vera bæði voldugur og máttugur. Þeir, er námu land umhverfis Jökulinn, settust að í umhverfi, sem alls staðar var svipmikið og stórfenglegt, og sums staðar jafnvel ægilegt og ógnandi. Þeim hefur litizt svo á, sem þetta nýja umhverfi þeirra væri líklegt til að vera aðsetur margs konar vætta og sumra, sem eigi mundu reynast mönnunum hollar. Kynni þeirra af hamförum hafs og storma og baráttan, sem þeir urðu að heyja við þessi trylltu náttúruöfl, hafa enn styrkt þá í trúnni á vættirnar.
Í slíku landi gat mönnunum verið ærin þörf á hjálp hollvætta, er haldið gátu illvættunum í skefjum. Var þá eigi önnur vættur líklegri til hjálpar en ás fjallsins mikla, er lyfti ægishjálmi sínum hátt á loft yfir byggðum þessum. Það er því ekki ótrúlegt, að trúin á Snæfellsásinn sé jafngömul byggðinni á nesinu.

Helgufoss

Helgufoss.

Annars verðum vér að hafa það hugfast, að ekki er ólíklegt, að þriggja alda kristni hafi breytt nokkuð hugmyndum manna um landvættirnar og þær hafi því, er Bárðarsaga var rituð á 14. öld, verið orðnar ólíkar því, sem þær voru í landnámsöld. Vera má enn fremur, að höfundur sögunnar hafi bætt einhverju frá sjálfum sér inn í sagnirnar, sem hann skráði, og ef til vill breytt einhverju í svip Bárðar frá því, sem munnmælin höfðu lýst honum.

Sturlaugur

Sturlaugur við áletrun á berginu ofan Helguvíkur við Keflavík.

Hjá Bárði mættust þannig ólíkir eðlisþættir, og svo fór, að trölleðli hans fékk yfirtökin um stund. Hvarf Helgu, dóttur hans, leiddi til byltingar í sálarlífi hans. Hann trylltist, er hann fékk fréttina um það, spratt þegar upp og gekk inn að Arnarstapa, tók bróðursyni sína undir sína hönd hvorn, fleygði Rauðfeldi niður í Rauðfeldsgjá í Botnsfjalli og Sölva fram af Sölvahamri, og létu þeir báðir líf sitt. Munnmæli síðari tíma bæta þriðja bróðurnum við, Þóri, er hann hafði fleygt fram af Þórishamri í Hamrendafjalli. Síðan átti Bárður illskipti við Þorkel, bróður sinn, og beinbraut hann, og skildust þeir bræður með fullkomnum fjandskap, en Þorkell flutti úr héraðinu. Eftir þetta gerðist Bárður “bæði þögull ok illr viðskiptis, svá at menn höfðu engar nytjar hans síðan”. Hann skildi það sjálfur, að hann bar „eigi náttúru við alþýðu manna”, og tók það ráð að hverfa úr mannheimum og gerast dularvættur. Þá komst aftur jafnvægi á skapferli hans, máske svo að risaeðlið hefur sætt manninn og tröllið í honum. Hann sættist við Þorkel, bróður sinn, og varð hollvættur héraðs síns.”

Eftirfarandi fróðleikur um örnefni í Keldnalandi eru tekin saman af Halldóri Vigfússyni laugardaginn 27. ágúst 1949 í viðræðum við við Björn gamla Bjarnarson (93 ára) í Grafarholti. Þar kemur m.a. fram staðsetning á hringmyndaðri rúst er nefnd hefur verið Helguhjáleiga, Helgustekkur eða Helgutóft.
Um þann stað er sú þjóðsaga, að þar hafi búið Helga Bárðardóttir Snæfellsáss og sótt sér í soðið með því að renna færi fram af Helgukletti, nyrst á Geldinganesi“. Helgusel í Helguhvammi neðan við Helgufoss undir Bringum heitir einnig eftir henni. Auk þess Helguhóll í Viðey og Helgusker í Kollafirði. Helgustekkur hefur verið látinn óáreittur og er nú við göngustíg er liggur aftan (austan) við háu fjölbýlishúsin við Frostafold. Fleiri minjar, sem minnst er á, má enn sjá í Keldnalandi.

Helgusel

Helgusel – upplýsingaskilti í Bringum.

Við Helgusel í Bringum er upplýsingaskilti. Á því stendur m.a.: „Hér í svonefndum Helguhvammi eru rústir Helgusels. Landssvæðið og selið tilheyrðu prestsetrinu á Mosfelli á fyrri tíð og var selið notað á sumrin til að mjólka lambær og framleiða mjólkurafurðir, t.d. smjör og skyr.
GöBringur-6mul munnmæli herma að Helgusel sé kennt við Helgu Bárðardóttur, en frá henni segir í Bárðar sögu Snæfellsáss. Helga yfirgaf mannlegt samfélag og eigraði um landið eins og segir í sögunni: „Litlu síðar hvarf Helga þaðan í burt og fór víða um Ísland og festi hvergi yndi. Var hún og alls staðar með dul, en oftast fjarri mönnum.“
Fleiri örnefni tengjast Helgu á þessum slóðum, Helgufoss blasir við okkur og hér við ána er grjóthóll, sem heitir Helguhóll (einnig nefndur Hrafnaklettur). Þar á að vera Huldufólksbyggð og segir sagan að helga Bárðardóttir hafi horfið í hólinn í elli sinni og ekki komið út síðan.”

Helgustekkur

Helgustekkur.

Helgustekkur er á grænu svæði sem er á milli húsana Frostafoldar 14 og 18 og Jöklafoldar 23-33. Svæðið er grasi gróið. Um hann segir í Örnefnalýsingu: “Á hábungunni beint vestur af Keldum er hringmynduð rúst, kölluð Helguhjáleiga, Helgustekkur eða Helgutóft. Um þann stað er sú þjóðsaga, að þar hafi búið Helga Bárðardóttir Snæfellsáss og sótt sér í soðið með því að renna færi fram af Helgukletti nyrst á Geldinganesi. Einnig. „Skrýtilegt er það, að vestast á Viðey er klettadrangur sem heitir Helguhóll eða Helguklettur, og Helgusker er í Kollafirði.”

Heimildir:
-Mosfellingur, 8. tbl. 22.05.2014, Stofnun fólkvangs í landi bringna í Mosfellsdal, 18.6 hektarar við Helgufoss, bls. 12.
-Helgafell, 8.-10. tbl. 01.12.1942, Undir Jökli, Ólafur Lárusson; Ýmislegt um Bárðar sögu Snæfellsáss, bls. 337-348.
-Helgafell, 1.-3. tbl. 01.01.1943, Undir Jökli, Ólafur Lárusson; Ýmislegt um Bárðar sögu Snæfellsáss, bls. 51-62.
-http://www.keldur.hi.is/um_ornefni.htm?detail=1003119&name=frettasida
-Örnefnskrá Halldórs Vigfússonar yfir Keldur, eftir frásögn Björns Bjarnarsonar. (Ö.Keldur.1).
-Örnefnastofnun. Keldur. H.V. Skráð 1949. Örnefnastofnun Gufuness.
-Fornleifaskrá Reykjavíkur, Bjarni F. Einarsson, 1995.

Helgusel

Helgusel.