Færslur

Sýslusteinn

Farið var að Sýslusteini á mörkum Gullbringusýslu og Kjósarsýslu. Þaðan var haldið niður í Seljabót með viðkomu við brunn Herdísarvíkursels. Ætlunin var að leita að helli “framan í berginu”, sem getið er um í landamerkjalýsingu jarðanna Herdísarvíkur og Krýsuvíkur (eða sýslumarkanna). Mörk jarðanna eru/voru önnur en sýslumörkin eða u.þ.b. einum kílómetra vestar, sbr. dysjar Herdísar og Krýsu í neðst í Kerlingardal.

Herdísarvíkurvegir

Eftir að hafa skoðað selið og greni ofan við Seljabótina var gengið áleiðis niður með berginu. Mann gróinn hóll er þar á hraunhól. Austan undir henni er hellisop, en sjálfur hellirinn er nú nær fullur af sandi. Í gömlum sögnum er hans á einum stað getið sem “Krýsuvíkurshellis”, en á öðrum stað sem 

Seljabótahellis. Í hraunkrika þarna fyrir innan er hlaðin rétt eða gerði, sennilega frá Herdísarvíkurseli.

Herdísarvíkurbjarg

Gatklettur í Herdísarvíkurbjargi.

Gengið var að Torfu. Undir því er stór hellir í berginu og ofan og vestan við opið er “steinn í sjónhendingu við Sýslusteini”. Skammt vestar á berginu er gat líkt og Dyrhólaey og enn vestar er annað stórt gat inn í bergið. Innan þess er stór og djúpur ketill, sem sjórinn hefur sprengt upp. All þetta svæði er hið fallegasta, en jafnframt hið hrikalegasta, á að líta. Ofan ketilsins er Skyggnisþúfa og á henni Skilaboðavarða. Ofan og vestan þúfunnar er Fjárskjólshraunið, en ofarlega í því er m.a. Bálkahellir og Arngrímshellir (Gvendarhellir), sá sem segir frá í þjóðsögunni. Í bakaleiðinni var gengið skáhallt til norðausturs upp hraunið. Þar fannst m.a. greni , auk þess sem sást hvar gamall stígur liggur með hraunkanti upp á Seljaleiðina, skammt vestan við Gamla veg.

Herdísarvíkursel

Herdísarvíkursel – uppdráttur ÓSÁ.