Færslur

Saurbær

Ofan við Saurbæ á Kjalarnesi eru tóftir undir holti. Í örnefnalýsingu Ara Gíslasonar segir: “Efstu ásarnir upp af bæ heita Fjárhúsásar. Svo eru klettaásar og sund á milli þeirra. Næstur suður af Skarðásum í sömu hæðarröð, í miðjum ásum er Réttarás. Utan hans nokkuð í líkri hæð Saurbær 3 heitir Torfás, og þar aðeins utar er Móás, en hann stefnir ekki alveg eins. Enn sunnar en heldur ofar er einn ás, Fjárhúsás….”. Ari minnist ekki á Saurbæjarréttina í sinni skrá.

Saurbæjarrétt

Saurbæjarrétt – uppdráttur ÓSÁ.

Í örnefnalýsingunni (Ö.S.1) segir: “„Næstur suður af Skarðsásum í sömu hæðarröð, í miðjum ásum er Réttarás.”
Þegar tóftirnar undir Réttarási eru skoðaðar kemur í ljós grjóthlaðin þvíhólfa rétt, gróin að hluta. Garðarnir eru greinilegir í annars háu grasi.
Undir Réttarási eru rústir Saurbæjarréttar.

Saurbær

Hestaréttarásrétt – loftmynd.

Í aths. O[dds] J[ónssonar] við Saurbæ segir hann, sem viðbót við fyrri skráningar: “Hestaréttarás er einn af Ásum, endaásinn næst Skarði [Tíðarskarði]. Norðaustan undir ásnum er einföld grjóthlaðin rétt.”
Þegar Hestaréttarás var skoðaður kom í ljós grjóthlaðin einföld ferhyrnd rétt norðaustan undir Ásnum.

Heimildir
-Örnefnaskrá Ara Gíslasonar yfir Saurbæ. (Ö.S.1).
-Athugasemdir O.J. við örnefnalýsingu Saurbæjar.

Saurbær

Saurbæjarrétt.