Færslur

Gömlu-Hafnir

Brynjúlfur Jónsson skrifar í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1903 um “Rannsókn í Gullbringusýslu og Árnessýslu sumarið 1902“:

Gömlu-Hafnir - uppdráttur ÓSÁ.

Gömlu Hafnir – uppdráttur ÓSÁ.

“Kirkjuhöfn er góðum kipp fyrir sunnan Kalmanstjörn. En þar mitt á milli, eða því nær, er hóll sá er Stekkjarhóll heitir, því þar hefir í seinni tíð verið stekkur frá Kalmanstjörn. Þar er rústabunga mikil, og hefir óefað verið bær. Liggur þaðan óslitinn garður, líklega túngarður, alla leið út að Kirkjuhöfn. Þvert frá þeim garði liggja þrír þvergarðar til sjávarkambs, með þeim millibilum að svara mundi kýrfóðurvelli eða meira.

Gömlu-Hafnir

Gömlu-Hafnir; fjárborg.

Liggur beint við að ætla, að sitt býli hafi fyrrum verið á hverri þessari spildu og bæirnir staðið við sjóinn. En hann hefir brotið landið, og er þar nú kamburinn, sem bæirnir hafa staðið. Alt land er hér sandrokið hraun. Þó er grashóll þar, sem bærinn Kirkjuhöfn stóð, og er gróið yfir bæjarrústina, svo hún sést ógjörla. Sunnan undir hólnum er sérstök grjótrúst, sem ætla má að sé kirkjutóftin. Suður þaðan er dálítil sandvik með malarkambi. Bak við kambinn hefir verið mýrardæl, sem nú er leirflag. Í henni sést brunnurinn. Utanvert við vík þessa er höfnin, sem bærinn Kirkjuhöfn er kenndur við. Það er lón fyrir innan skerjaröð. Þar er þrautalending í öllum suðlægum áttum.

Gömlu-Hafnir

Gömlu-Hafnir.

Sandhöfn, stóra og litla, heita tvær graxivaxnar hæðir, sem eru hvor hjá annari suðvestur frá höfninni. I þeim hæðum voru bæir, sem nú eru eyddir af sandfoki. Stóra Sandhöfn er austar, og lagðist hún fyr í eyði. Er svo langt síðan, að Á. M. jarðab. getur hennar ekki. En Kirkjuhöfn og Litlu-Sandhöfn telur hún sem eyðijarðir.

Gömlu-Hafnir

Gömlu-Hafnir; Eyrarhöfn.

Seinna var gjör bær á Hafnareyri. Það er skamt út frá Litlu-Sandhöfn. En hann hélzt skamma stund við. Er sá maður nefndur Ormur Þórarinsson, sem þar bjó síðast. Allir þessir bæir hafa verið fyrir innan Hafnaberg.”
Brandur Guðmundsson, hreppsstjóri segir: “Heyrt hef eg, að þær 3 jarðir Stóra- og Litla Sandhöfn og Kirkjuhöfn hafi allar verið 60 hndr. að dýrleika og Kirkjuhöfn þeirra fyrst lagzt í eyði um 1660), að kirkja hafi þar staðið, eptir að jörðin lagðist í eyði, en ofnaumt mun tilnefnt tímatalið á annað hundrað ár síðan (Hákon Vilhjálmsson dó 1821) því nefnd Ingigerður sál. vissi að eins til, að uppblásin mannabein í hennar minni hefðu verið flutt til Kirkjuvogskirkju og lögð þar í kirkjugarð og eru þó síðan full 100 ár. Það er nokkurnveginn víst, að Litla Sandhöfn lagðist seinast í eyði; sagt er mér, að ekkja hafi átt, hún verið 8 hndr., gefin af henni Viðeyjarklaustri og hún með því móti síðar orðið kongseign (Gróa Hafliðadóltir kona Brands var mesta yfirsetukona og merkiskona (f 1855)).”
 

Gömlu Hafnir

Systur.

“Nokkru fyrir sunnan Kalmanstjörn eru við sjóinn rústir allmiklar og garðar. Eru það sandorpnar leifar af fornri byggð. Þar hét Kirkjuhöfn. Á þessum stað hafa fundizt leifar af kirkjugarði og gömul mannabein.
Fleiri bæir hafa verið þarna, svo sem Sandhöfn og Eyri. Á Eyri bjó um miðja 17. öld maður sá, er Grímur hét. Það var einhverju sinni meðan Hallgrímur Pétursson var prestur á Hvalsnesi, að Grímur bóndi á Eyri kom þar á sunnudegi og hlýddi messu í Hvalsneskirkju. Gekk hann út um messuna að gæta reiðskjóta síns, sem var hryssa. Hafði hún losnað, en Grími varð skapbrátt, lamdi merina harkalega og batt síðan rammlega aftur með reipi. Munu þær aðfarir hafa verið ófagrar. Gerðist þetta i sömu andrá og Hallgrímur blessaði yfir söfnuðinn. Sá hann gjörla allt atferli Gríms, því að viðureign hans við merina fór fram gegnt opnum kyrkjudyrum. Um það kvað prestur eftir messuna:
Hann Grímur á Eyri
gerir sem fleiri,
að gengur hann út,
merina keyrir,
með reipum svo reyrir
og rekur á hnút.”

Gömlu Hafnir

Gömlu Hafnir – Uppdráttur ÓSÁ.

Magnús Grímsson skrifaði um “Fornminjar um Reykjanessskaga”. Þar segir hann m.a. um Kirkjuhöfn og nágrenni: “Snertukorn suður frá Kalmanstjörn gengur vík en breið inn í landið. Hún nær suður allt að Hafnarbergi. Í þessari vík sér rústir af 3 fornbæjum niður við sjóinn.

Gömlu Hafnir

Gömlu-Hafnir;  bæjarhóll.

Heitir sá nyrzti þeirra Stóra-Sandhöfn, þá Kirkjuhöfn og syðst Litla-Sandhöfn. Af þessum 3 bæjum er án efa héraðsnafnið, Hafnir dregið. En yzt í víkinni, þar sem Hafnarberg byrjar, hefir staðið bær, sem hét á Eyri; hann var lengst þeirra byggður, og er þar nú helzt grasi vaxið nokkuð í rústunum. Hinir 3 fyrrnefndu bæir hafa allir staðið á Hólum, og er þar ei alveg upp blásið enn, sem rústirnar eru. Merkilegasta rústin er Kirkjuhöfn. Þar hefir verið mikil bær og hús mörg. Kirkja hefir þar verið skammt frá bænum, og er rúst hennar auðþekkjanleg,  en mjög hrunin og ei svo glögg, að mæld verði. Sama er að segja um kirkjugarðinn. Fram við sjóinn eru þar og rústir allstórar, sem á að hafa verið eftir kaupstað og þess konar. Það er skammt frá því, sem vörin á að hafa verið. Ekki sést nú glögglega hvort vör þessi hefir verið rudd eða ekki, en líklegt er hún hafi þar verið, sem sagt er.

Gömlu-Hafnir

Vörslugarður í Gömlu-Höfnum.

Ýmsar eru hér fleiri rústir en þessar , en þær eru svo af sér gegnar, að eigi verða þær mældar. Sama er að segja um Sandhafnirnar báðar; þó líta þær ekki út fyrir að hafa verið eins stórbæjarlegar og í Kirkjuhöfn. Bæjarrústirnar í Kirkjuhöfn væri vel vert að grafa upp líkt og í Vogi, sem ég áður gat um, en það er mikið verk.

Gömlu-Hafnir

Gömlu-Hafnir; fiskbyrgi.

Fyrir ofan alla þessa bæi hefir legið garður eigi allítill, og sér rústa hans á mörgum stöðum. Hann nær frá Stóru-Sandhöfn suður að Eyri eða Eyrarbæ. Upp undan Kirkjuhöfn er í hrauninu hóll, kallaður Bæli, og er mælt að þar hafi staðið samnefndur bæ; þar sér enn til nokkurra rústa.
Þegar kemur suður fyrir Hafnarberg, gengur enn vík allbreið inn í landið; hún deilist í 2 víkur misstórar af hraunbelti, er þar gengur fram í hana að sjó. Nyrðri hluti víkurinnar heitir Stóra-Sandvík, en hin Litla-Sandvík. Norðanvert við Stóru-Sandvík, fram við sjó , er kalla Skjótastaðir, og  er mælt að þar hafi fyrrum verið bær samnefndu, en engin sjást þar nú vegsummerki, því hraunið hefir runnið þar yfir, ef nokkuð hefir verið.”
Sjá Myndir.

-Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 18. árg. 1903, Rannsókn í Gullbringusýslu og Árnessýslu sumarið 1902, eftir Brynjúlf Jónsson, bls. 43
-Blanda, 2. bindi 1921-1923, Lýsing á Höfnum eptir Brand hreppstjóra Guðmundsson í Kirkjuvogi, bls. 54
-Faxi, 24. árg. 1964, bls. 169
-Magnús Grímsson. Fornminjar um Reykjanessskaga, bls. 259-2

Gömlu-Hafnir

Fiskbyrgi við Gömlu-Hafnir.